Lögberg - 12.12.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.12.1946, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 • i L,aun ~> A Complete Cleaning Instilution 59. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 12. DESEMBER, 1946 NÚMER 50 JÓN WESTDAL LÁTINN FYRIRMYNDAR Á miðviikudaginn í fyrri viku léztá elliiheimilinu Betel á Gimli, Jón Jónsson Westdal, fyrrum bóndi suður af tenum Wyn- yard :í Saskatchewan. Jón var fæddur að Hvoli í Borgarfirði eystra, og varð níræður þann 29. september, s.l. Hann lætur eftir sig tvö ibörn, sem nú eru bæði búsett hér í borg, frú Jakobínu Johnson og Mr. Pál Westdal. Jón var móðurbróðir Einars P. Jóns- sonar ritstjóra, séra Sigurjóns á Kirkjubæ ií Hróarstungu og frú Maríu Straumfjörð í Seattle, Wasih. Hann var frábær dugnað- armaður, vinfastur og ohvikul'l í skoðunum. Kveðj-uathöfn fyrir Jon heit- inn var haldin í útfararstofu Bardals,, en lií’kið síðan flutt vestur til jarðsetningar í Wyn yard, þar sem kona Jóns, Krist- rún, og tveir synir þeirra, Einar og Björgvin, bera beinin. Séra Rúnólfur Marteinsson' flutti kveðjumálin ihjá Bardals. KARLAKÓR REYKJAVÍKUR Minneapolis, Minn., 8. des., 1946. Herra ritstjóri: Þar sem hins góða Karlakórs- ins hefir verið getið frá ýmsum stöðum, Iþar sem hann söng, finst mér að Minneapolis ætti ekki að vera útundan í þessu efni. Hingað kom kórinn þ. 21. nóv., kaldasta daginn á þessu hausti. En nógu mikill var áhugi fólki- ins að sjá og hlusta á Islending- ana, að ekki einungis voru öll 5,600 sætin upptekin, heldur varð að setja ofckur landana í orkestra-py ttinn! Sænskur kór gerði landana kunnuga með því að syngja eitt lag; og við klöppum altaf fyrir Sviíanum. En þegar kom að Is- lendingunum ætlaði húsið bók- staflega að springa af klappi á- heyrendanna; helzt þetta alt til enda, og er því óhætt að segja, að Karlaikór Reykjavíkur hafi gert glimrandi lukku hér. Fóru blöðin hér líka góðum orðum um sönginn — og við landarnir hér munum fara góðum orðum um mennina í marga næstu mánuði, eða næstu ár. Hecla klúbburinn skenkti svo kaffi á góðum stað í nágrenninu og voru þar yfir 200 manns. Hjálmar Björnson þalkkaði mönnunum fyrir komuna og sönginn, en iÞórhallur Ásgeirsson þakkaði viðtökurnar, um leið og hann rétti forseta Hecla klúbbs- ins íslenzka flaggið á fallegri stöng. Var það fallega gert og mikils metið af okkur hér. Og það bezta er kanske, að við erum flest betri Íslendingar fyrir komu þessara ágætu söngmanna að heiman. Er þetta sú stórkostlegasta auglýsing, sem Island hefir fengið Ihér um slóðir. Hefi eg þegar mætt nO'kkrum mönnum og konum, sem hafa látið óskerta ánægju Sína i ljósi um sönginn. Þegar eg er spurður: “Hvað rækta þeir þarna á íslandi?” hefi eg vanalega svarað: “MENN.” Hér eftir mun ekki þurfa nein- ar frefcari útskýringar frá minni hálfu, Ihvað Minneapolis snertir. G. T. Athelstan. SAMKOMA Flestir munu verða á eitt sátt- ir um það, að samkoma sú, er Karlakór íslendinga í Winnipeg efndi til í Goodtemplarahúsinu síðastliðið miánudagskvöld, hefði yfir höfuð tekist svo vel að til fyrirmyndar mætti telja; for- maður kórsins, Mr. Guðmundur A. Stefánsson, hafði samkomu- stjórn með hendi og fórst það hið prýðilegasta; ihann var ekki langorður, en hann var gagnorð- ur og gekk rösklega til vebks; las hann upp tvö bréf, eða brot úr bréfum, er bentu augljóslega til þeirra vinsælda, sem kórinn nýt- ur meðal Islendinga; bréfunum fylgdu peningagjafir. ásamt húg- heilum árnaðaróskum í tilefni af átján ára starfsafmæli flokksins; svo vel var samkoman sótt, að nærri lét hiúsfylld. Flokkurinn, undir forustu hins ágæta söng stjóra síns, Sigurbjarnar Sigurðs- sonar, skemti með nokkrum ís- ienzfcum söngvum, er voru prýði- lega samræmdir og létu vel í eyra, að undanskildu laginu “Buldi við brestur”. þar sem 2. tenór virtist vera í annarlegri fjarlægð við ihinar raddirnar; einsöng söng með flokknum í tveimur lögum, Mr. Elmer Nor- da'l; Ihefir hann óvenju þrótt- milkla rödd, sem verðskuldar nærgætni og góða þjálfun. TIL KARLAKÓRS REYKJAVÍKUR Með listræna söngva og Ijóðin frá landinu norður í sæ, þér komið til vina í vestri með vekjandi samúðar blæ. Vér finnum í orði og anda þann yl, sem að tengir vor bönd, því íslenzka œttgöfgið lifir í æðum á feðranna strönd. Vér þökkum með hrifning í hjarta þá hátíð, sem dvöl yðar gaf, með lýðfræga söngva og Ijóðin sem lýsa vort framtíðar haf. Því alt, sem er guðlegt og göfugt oss gleður með líðandi stund. Svo heim yður hamingjan leiði með heiðri á návina fund. M. MARKUSSON- MINNINGARORÐ Frú Ingibjörg Jónsson flutti erindi í til'efni af íslandsförinni frá í sumar; var það skipulega samið og viríist finna viðkvæman hljómgrunn hjá hinum fjöl- menna hópi samfcomugesta; fól erindið 'í sér lögeggjan varðandi viðhald líslenzkrar tungu og ann- ara dýrmætra menningarerfða. Búktalari nokkur, sem í raun og veru er snildarieikari, kom öllurn til að sprenghlæja með sjaldgæfri kunnustu sinni. Gunnar Erlendsson píanisti var við hljóðfærið karlakórnum til aðstoðar. Karlafcór Islendinga í Winni- peg hefir um langt skeið innt af hendi merkilegt menningarstarf, merkilegt þjóðræknisstarf, er metið skyldi að malkleikum; er þess að vænta, að honum veitist svigrúm til að efna til samsöngs hér í vetur; holt væri það einnig þjóðræknismálum vorum, að hann syngi út um nýbygðir vor- ar sem allra flestar, áður en mjög langt um líður. Að lokinni hinni fastbundnu skemtiskriá áminstrar samkomu, var stiginn dans nokkuð fram yfir miðnætti. •f -f VILHJ. STEFÁNSSYNI BOÐIÐ TIL ÍSLANDS Að því er Vísir hefir fregnað mun í ráði að íslenzka rákið bjóði Vilhjálmi Stefánssyni land- könnuði heim til Íslands 4 sumri komanda^ ívar Guðmundsson fréttaritstj. mun hafa ihaft forgöngu í þessu mláli, en síðan hafa ýmsir mætir borgarar bundist samtökum um að stuðla að heimsókn þessa mæta landa vors. Að öðru leyti annast íslenzka ríkið heimboð þetta. Villhjálmur Stefánsson mun vera víðfrægastur allra núlifandi íslendinga og er ekki nema sjálf- sagt að íslenzka rikið og þjóðin sýni honum alla þá sæmd, sem unnt er.-*Vísir 31. okt. ÆGILEG SLYS AF VÖLDUM ELDSVOÐA Tvö ægileg slys af völdum eldsvoða, hafa nýlega rekið hvort annað í Bandaríkjunum og Can- ada; hið fyrra slysið gerðist í borginni Atlanta í Georgia-ríki, er hið glæsilega Winecoff hótel brann svo að segja til kaldra kola; í eldsvoða þessum létu líf- ið, að því sem bezt er vitað, 114 manns, auk þess sem freklega 100 gestir sættu meiri og minni öikumilum; rannsókn stendur yfir um upptök eldsins, án þess að til fullnaðarniðurstöðu hafi leitt; áminst slys vildi til þann 7. yfirstandamdi mánaðar. Síðara slysið skeði í borginni Saókatoon þann 9. þ. m., er Barry hótelið brann svo að segja til ösku; af völdum þessa slyss týndu 11 menn lífi en 18 voru fluttir á sjúkrahús. Mælt er að upptök eldsins í þessu tilfelli hafi stafað frá gase’ldavél í matsölu sal á neðsta gólfi hótelsins. ♦ ♦ ♦ lítilsvirðingu gagnvort réttinum; Stephán John Johnson. Á s.l. sumri var formlega til- kynt af U.S. Navy, að Stephán John Johnson, Pho. M. 3C, hefði farist með kafbátnum “Sword- íish”. er tapaðist með allri áhöfn er dómurinn bygður í því að Mr. I j jan 1945 áorustusvæði í Kyrra Lewis hafi kvatt til verkfalls eft- ;iafinu. _ par með fylgdi heið- ir að stjó.rnarvöLdin höfðu lýst ^rgmerkið “Purple Heart, for yfir því, að slíkt verkfaill, ef til | military merit.” þess kæmi, væri skýlaust samn íslendingar taka við allri flugstjórn á stóru svæði I dag taka Islendingar við allri flugstjórn á svæði, sem nær alt frá Shetlandseyjum og að strönd- um Græn'lands. Stjórnturninn á Reykjavkurflugvellinum mun hafa samband við hverja ein- ustu flugvél sem er á lofti yfir þessu svæði. Þetta eftirlitssvæði Islendinga var ákveðið á alþjóðaflugmiála- ráðst'efnunni, sem haldin var í Dublin í marzmánuði s.l. Er þetta einn liður i starfsemi PICAO Provisional International Aviation Organization. Starfssvið stöðvarinnar í Gufu nesi eykst miikið við þetta. Héð- an í frá hefir hún vörð á níu bylgjulengdum allan sólarhring inn. —Þær flugvélar, sem lenda á Keflavíkurflugvellinum háfa dkki samband við Keklavíkur- flugvöllinn fyr en eftir eru 150 mílur að vellinum. — Þangað til 'eru þær ií samþandi við Reykja- víkurflugvöllinn. — Sama er að segja, er flugvélar taka sig upp héðan, þá gilda sömu reglur. —(Mbl. 1. nóv.) ♦ ♦ -f HÁAR FÉSEKTIR John L. Lewis, foringi námu- manna samtakanna á Bandarfk- junum, hefir persónulega verið dæmdur í $10,000 fésekt fyrir ingsrof við stjórnina af hálfu áminstra verkamannasamtaka; af sömu ástæðu voru samtök námumanna, þau, er'Mr. Lewis er foringi fyrir, dæmd til þess að greiða hinu opinbera $3,500,- 000. Verjendur áfrýjuðu þegar mlálinu til hæztaréttar, og mun úrskurðar þaðan ekki langt að bíða. ♦ ♦ ♦ VERKFALLI LÉTT AF I lok fyrri viku, gerði John L. Lewis það imeð skjótum atburð- um lýðum ljóst, að verkfalli lin-1 kolanámumanna væri létt af, og að námumenn tæki þegar upp | vinnu sína á ný, og hafa nú allar hílutaðeigandi námur ‘hafið starf-1 rækslu; í erindisbréfi sínu til | hinna ýmsu deilda námumanna i samtakanna, lýsti Mr. Lewis yfir dví, að vinnufriður á þessum! vettvangi skyldi haldast að j minsta kosti til 1. apríl 1947, | bvað sem þá tekur við. Námumenn eru sáróánægðir | yfir íhlutun stjómarinnar, og I telja hana ríða í bága við löggjöf Roosevelts forseta, varðandi samtakarétt verkamanna, með því að sú löggjöf sé enn í gildi. ♦ ♦ ♦ Stephán var fæddur 27. marz, 1925, í Seattle, Washington. Hann lifa fioreldrar — Isak og Jakoibína Johnson, og fimm bræður — Kári Ingólfur, Konráð og Jóhann, í Seattle, og Haraldur í San Francisco. — — Hann innritað- ist til náms við University öf Wasihington 17 ára, og lagði fyr- ir sig blaðamensku og mynda- smíði. I lok ársins var hann yfirmyndasmiður við öll blöð og rit háskólans. Um vorið varð hann 18 ára, og þá tók herskyld- an við. _ 1 sjóhernum var ’hann liátinn fullkomna sig í mynda- smíði, og starfa síðan í þeirri deild. — Sumarið 1944 var hann sjálfboði á kafbát, og kom aftur að heilu til Honolulu. Rétt fyr- ir jólin 1944 fór hann út í annað sinn, og skrlfaði síðasta bréfið heim 26. des., frá viðkomustöð í Kyrráhaifinu. Stephán sáll. var góður náms- maður og stiltur og þroskaður í framkomu; ötull og velvirkur á alt, sem hann tók fyrir til munns eða handa. Hann var prúðmenni hvar sem hann fór, — og minning hans er ógleymanleg öllum hans r.ánustu. BLÍÐI , BJARTI MORGUN BMði, bjarti morgun, bæn er mér í ’huga. • — Gullinn hvílir bjarmi á glampandi sæ. Skráður skip frá landi, skín á stjörnufiána. — Sonur minn er horfinn og söknuður í blæ. Blíði, bjarti morgun, bæn er mér á vörum. — Geymi eg fagra minning og geislana tel. Snertu hörðu .hjörtun hernaði sem valda, Upphaf ljóss og unaðar, alheims fagrahvel. Jakobína Johnson. Háskólasafni gefin rit próf. Guðm. Hannessonar Börn Guðmundar Hannesson- ar prófessors gáfiu ií gær Háskóla- safninu margvísleg rit éftir föð- ur sinn látinn. Þar eru hér um bil 230 bd. smá og stór um mann fræði og kenslugreinar þær, sem prófessor Guðmundur annaðist í háskólanum, ennfremur um húsagerð, mannfélagsmál, erlend stjórnmó’l o. fl. Þessu fylgir sér- prentanasafn mikið og einstakt í sinni röð hér á landi, ákaflega verðmœtt. — Loks er það ekki ómerkur hlutur, að Háskólabóka- safni er hér með gefið safn blaða- úrlklippna með öllum þorra blaðagreina, er eftir Guðm. Hannesson liggja. Bókagjöfin er þegar komin í hillur Háskólabókasafns, og verður stimpill gerður til að merkja ritin: Úr bókum Guð- mundar Hannessonar. —(Mbl. 6. nóv.) EF ÁTTU SÖNG — Ef áttu söng í hjarta þá syngdu, vinur minn, og hræðst ei feigðar dóma um djarfa sönginn þinn. Ef áttu orð, sem túlka þá töfra er heilla sál, þá skaltu tala vinur, og tendra hjartans bál. Ef áttu Ijóð, sem vonir hjá veikum lífga þrótt, þá sendu Ijóssins kvæði að lýsa dimma nótt. Ef áttu gæði hjartaTjs, þá gefðu hverjum þeim, sem hefir sorg og mæðu hér mætt, í köldum heim. Ef áttu vor í huga, þá vermdu gróður þann, og andans blóm þau veittu að verma sálar rann. Ef áttu söng í hjarta, þá syngdu, vinur minn, svo allir fái að heyra hjartans sönginn þinn. BERGTHOR EMIL JOHNSON.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.