Lögberg - 12.12.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.12.1946, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. DESEMBER, 1946 “Ó, treystu mér, Lewis,” bað hún svo einlæglega. "Reyndu, vegna þeirrar ástar, sem þú hefir borið til mín, að hafa þolinmæði við mig, og treysta mér!” “Hér eftir treysti eg engum”, sagði hann. “Taktu aftur loforð þitt, Lilian Cuming; þú hefur sundurmarið hjarta sem treysti þér, þú hefur spilt og eyði- lagt heillri mansæfi. Guð má ráða hvað við mér tekur, er ég fer butu héðan; en mér er nú sama um það. Þú hefur dregið mig á tálar. Taktu við hringnum þínum. Eg segi, vertu sæl.” “O, Lewis, farðu ekki,” sagði hún í bænarróm.” Gefðu mér lengri tíma — yfirgeföu mig ekki svona!” “Að gefa þér lengri tíma. gerir engan mismun,” svaraði hann. Eg fer ekki fyr en í fyrramálið; þá getur skrifað mér, ef þú óskar að eg verði svolítið lengur hér.” Hann lagði hringinn á borðið, og lét sem hann sæi ekki hennar útréttu hendi. Hann leit til baka er hann gekk út úr stofunni; hann sá hvar hún sat, yfir- komin af harmi og sorg. hann varð að viðurkenna með sjálfum sér, að hennar fríða og góðmannlega andlit, bæri eng- in merki um ótrygð né svik. Hann gekk til Cumings lávarðar og sagði formálalaust: “Eg fer burt frá Elmwood í fyrramálið; eg verð að fara, lávarður Cuming, — reyndu ekki að tefja burtför mína.” “Komdu og farðu, eins og þér bezt líkar, Dare,” sagði lávarðurmn, alveg hissa yfir þessari- skjótu ákvörðun hans. “Það er okkur gleði að sjá þig, en harm- ur að missa þig. Þú kemur kanske bráð- lega aftur?” “Eg skal skrifa þér eftir fáeina daga,” sagði hann. “Eg verð að kveðja lafði Cuming.” Hún varð alveg steinhissa. Beatrice og jarlinn fóru til hans — þetta kom öllum svo óvænt og enginn vissi hvað hafði komið fyrir. Hann var alt öðru- vísi en hann var vanur að vera — næst- um hranalegur og fráhrindandi. Sir Thomas og konan hans fóru heim til sín, og Beatrice; sem óttaðist að það væri eitthvað ilt á ferðurn, stóð upp og bauð góða nótt, og eftir fáar mínútur voru þau tvö eftir, lávarðurinn og móðir hans. “Hvað hefir komið fyrir Mr. Dare,” spurði lávarðurinn. “Eg hefi hlotið að misskilja hann, eg var alveg viss um að hann var ástfanginn í Lilian.” “Hann er búinn að vera það lengi,” svaraði lafði Edith brosandi. “Hafðu ekki orð á því, Lewis er stoltur og stór- látur. Mér dettur í hug að það hafi orðið einhver lítilsháttar misskilningur milli hans og Lilian, maður blandar sér aldrei inn í slíkt. Hann kemur aftur eftir fáeina daga, og þá verður alt gleymt og gott. En það er nokkuð, sem eg hefi ætlað að spyrja þig um, Ralph — láttu þér ekki mislíka það, þó þér líki það ekki, elsku sonur minn. Beatrice á nú að giftast bráðlega — ætlastu til að móðir hennai'verði við giftinguna?” Lávarðurinn stóð upp og fór eins og hann ávalt gerði, er hann var óróleg- ur, að ganga um gólf. “Eg hefi gleymt rétti hennar, móðir mín,” sagði hann. “Eg get ekki sagt, hvað eg ætla að gera. Það væri grimt og óverðskuldað, að bjóða henni ekki, en mig langar ekki til að sjá hana. Eg hefi átt í hörðu stríði við tilfinningar mínar, en eg get ekki fengið mig til þess að mæta henni.” “Og þó elskaðir þú hana svö heitt einu sinni,” sagði hún. “Já, eg gerði það,” svaraði hann. “Vesalings Margrét!” “Það er hræðilegt að lifa í óvináttu og illhug til nokkurs manns,” sagði lafði Edith — “og þá sérstaklega við konuna sína! Eg get ekki skiliö það, Ralph.” “Þú misskilur það móðir mín,” sagði hann; “eg ber enga óvild til Margrétar. Hún móðgaði mig — hún særði sóma- tiifinningu mína — hún gerði mér þá skapraun, sem eg get aldrei gleymt.” “Þú verður þó einhverntíma að fyr- irgefa henni,” sagði móðir hans, og því þá ekki núna?” “Nei,” svaraði hann, hryggur í huga. “Eg þekki bezt sjálfan mig; eg veit hvað eg get gert og hvað eg get ekki gert. Eg gæti tekið konuna mína í faðm mér og kyst hana — en búa með henni, það get eg ekki. Eg skal fyrirgefa henni, móðir mín, þegar alt manneðli yfirgef- ur mig. Eg skal fyrirgefa henni á minni síðustu stundu.” 38. Kafli. / Lilian Cuming var ekki ein af þess- um konum, sem gera hávaða um það, sem á móti blæs. Hún talaöi aldrei um það, sem á móti blés, eða um að deyja, eða við hafði slík óþolinmæðis orðatil- tæki; en það var í hennar rólega milda karakter slíkt djúp af þrautseigju og þolinmæði, sem er mjög fátítt. Hún hafði aldrei, ekki einu sinni með sjálfri sér, viðurkent, hve heitt hún elskaði Lewis Dare — hversu hver hennar hugs- un og von var bundin við hann, og hvað um sig yrði ef hún misti hann. Henni kom ekki til hugar, að rétt- iæta sig á kostnað systur sinnar; henni var trúað fyrir leyndarmálinu og henni kom ekki til hugar að segja frá því ; ef hún hefði átt að velja um að deyja eða opinbera leyndarmál Beatrice, hefði hún heldur kosið að deyja, og það með fullri vissu um, að hún gerði skyldu sína. Þegar Mr. Dare sagði það hræðilega orð, að hann hefði séð hana, datt henni ekki í hug að reyna að fríkenna sig með því að segja frá vandræðum systur sinn- ar. Orð hans voru hræðilega bitur, svo þau skáru hana í hjartað. Hún hafði aldrei áður orðið fyrir fyrirlitningu og hörðum ávítunum. En hvað gat hún gert? Líf systur hennar var í hennar hendi, og hún varð að leggja alt í söl- urnar til að vernda hana. Það var þessvegna, að hún gat af- borið hinar hræðilegu ávítanir, og að- eins einu sinni, er hún kvaldist af hin- um skerándi ótta, að hún mundi missa hann, varð henni að biðja rann að hafa vorkunsemi með sér; en hann skeytti engu bæn hennar. Hann dauðsærði hennar viðkvæma hjarta með bituryrð- um sínum; hann hræddi hana með of sa- reiði sinni. Hún gat sagt honum alla söguna, og hann hefði dáð hana meir en áður, en hún var ákveðin í að gera það ekki. Hún var alveg yfirkomin af harmi og sorg, sem svona alt í einu yfirféll hana. Hún sá hann með þóttafullu látbragði fara út úr salnum, og hún vissi, að ef Beatrice vildi ekki leyfa sér að segja honum eins og var, að hún mundi aldrei sjá hann framar, svo hún fór upp í her- bergi systur sinnar, og beið hennar þar. Hún var nú orðin rólegri, þrátt fyrir að hún var náföl í andlitinu. Henni fanst að Beatrice gæti ekki neitað sér um að segja Mr. Dare alt eins og var, þegar hún segði henni ait sem skeð hefði. Svo ætlaði hún að skrifa Mr. Dare, og segja honum eins og var. Hann mundi þá ekki fara burt frá Elmwood, hann mundi elska hana meir en nokkru sinni áður, sökum staðfestu hennar á hennar ægi- legustu reynslustund. “Láttu stúlkuna fara út,” hvíslaði hún að systur sinni, þegar hún kom inn í herbergið; “eg þarf að tala snöggvast fáein orð við þig eina.” Beatrice lét stúlkuna fara, og vék sér svo að systur sinni. “Hvað hefir komið fyrir þig, Lilian?” spurði Beatrice. “Þú ert svo hræðilega föl í andliti. Hvað hefir komið fyrir?” “Beatrice,” sagði Lilian, “viltu leyfa mér að segja Mr. Dare frá leyndarmáli þínu? Þú mátt vera viss um að hann þegir um það?” “Lewis Dare!” sagði Beatrice, “nei, undir engum kringumstæðum Hvernig getur þér komið til hugar að biðja mig um það, Lilian? Hann er vinur Mark- hams jarls, og gæti ekki haldið því leyndu fyrir honum. Hvernig stendur á því að þú spyrð mig slíkrar spurning- ar?” “Mr. Dare sá mig í kvöld,” svaraði hún; “hann gekk út til að fá sér ferskt loft, og sá, að eg var að tala við Alfred Hankins.” “Hefurðu sagt honum nokkuð?” spurði Beatrice, og varð sem snöggvast ofsalega hrædd. “Ekki eitt einasta orð,” svaraði Lilian. “Hvernig hefði eg átt að gera það, þar sem þú trúðir mér fyrir leynd- armálinu?” “Það er gott,” svaraði Beatrice og dró andann léttara; “það gerir ekki mikið til hvaða meiningu hann hefir um það,” sagði hún. “Hann hélt að eg hefði farið út til að mæta einhverjum, sem eg þekti,” svarað Lilian, og hún roðnaði af blygð- un út að eyrum. “Og hann varð hræðilega hissa, býst eg við,” sagði Beatrice. “Kærðu þig ekki um það; mér þykir mikið fyrir því, að það skyldi hafa viljað svona til, en það hefir engar afleiðingar. Eg er nú svo nærri frelsi mínu og hamingju. að eg get ekki tekið það nærri mér. Hann segir engum frá því? Hann er of göfugur maður til að gjöra það,” sagði Beatrice. “Nei,” sagði Lilian, eins og í leiðslu, “hann gerir það ekki.” “Þú þarftu ekki að líta svona aumk- unarlega út, Lilian.” “Þú gleymir því, hvað hann heldur um mig,” sagði Lilian. Hann með sinn stranga hreinskilns karakter, hvað mun hann hugsa um mig?” Beatrice. hafði ekki hugsað um þá hlið málsins. Nú varð hún alvarleg og hugsandi. Það var rangt að misgruna systur hennar. “Mér þykir það fjarska leiðinlegt,” byrjaði hún að segja, £n Lilian tók fram í fyrir henni; hún gekk til systur sinnar og laut sínu föla andliti ofan að hand- legg hennar. “Beatrice,” sagði hún, “þú verður að gefa mér leyfi til að segja þetta. Hann hugsar um mig: hann elskar mig. Eg hefi lofast til að verða konan hans, og eg elska hann — alveg eins mikið og þú elskar Markham jarl.” Slegin af ótta við að heyra þetta, sat Beatrice þegjandi og hreyfingarlaus. “Eg elska hann,” sagði Iálian; “eg hefi ekki sagt þér það áður; hann sagði að við skyldum ekki gera trúlofun okkar opinbera fyr en þú værir gift. “Mér þykir svo óumræðilega vænt um hann, Beatrice — og þegar hann spurði mig hver það hefði verið sem eg mætti við skógarhliðið og hefði verið að tala við gat eg ekki svarað neinu. Hann varð afarreiður, ávítaði mig með hörðum orðum, og þó gat eg ekki borið neina vörn fyrir mig, né sagt honum hversu ósönn ásökun hans var. Hann fer burt héðan; hann vill aldrei sjá mig framar, nema eg segi sér alt um ferð mína. Hann hefir sagt það, og hann stendur við það. Beatrice, á eg þá að missa hann, sem eg elska af öllum hjarta mínu?” “Það verður ekki nema um stundar- sakir,” svaraði Beatrice. “Eg hata sjálfa mig fyrir að vera svona sjálfselsk, en eg þori ekki að láta Lewis Dare vita um leyndarmál mitt. Hann er svo fljótfær og óhlífinn, að hann mundi segja frá því, undir eins og hann fengi að vita um það. Manstu ekki hvað ha.nn sagði um daginn, að það væri gott að hann ætti ekkert leyndarmál, því hann gæti ekki þagað um það.” “Þitt leyndarmál mundi hann, mín og þín vegna, aldrei opinbera,” sagði Lilian. “Jú, hann gerði það,” sagði Beatrice, “og eg sem er svo nærri frelsi mínu og hamingju! Ó, Lilian, þú hefir bjargað mér einu sinni — frelsaðu mig nú aftur! Ó, kæra Lilian, geymdu leyndarmál mitt, þangáð til eg er gift. Eg skal lofa þér því, að þá skal eg segja Lewis Dare alla söguna, og hann elskar þig helmingi meira á eftir. Geturðu gert þetta fyrir mig?” “Það er ekki rétt hans vegna — hann hefir ástæðu fyrir tortryggni sinni — það er óheiðarlegt af mér að dylja hann sannleikanum í þessu máli,” sagði Lilian. “Önnurhvor okkar verður að fórn- færast,” sagði Beatrice. “Ef það verð eg, þá gildir það líf mitt. Ef þú fórnar þér, þá varðar það aðeins þrjár eða fjórar vikur. Á giftingardag- inn minn &kal eg skrifa til Lewis Dare, og segja honum hreinskilnislega frá öll- um málavöxtum.” “Því viltu þá treysta honum. en ekki nú?” spurði Lilian. “Af því, þegar eg er gift jarlinum, er eg ekki framar hrædd við þetta leyndarmál. Að þú gefir eftir þriggja eða fjögra vikna ánægju til að tryggja lífshamingju mína, er ekki svo mikið í sölurnar lagt. Eg vil ekki segja meira. Þú getur sjálf afráðið hvað þú gerir.” “Nei,” sagði Lilian,” hrygg í hug. “Eg get ekki fríjað mig af misgruninum, nema með því að segja sögu þína, eins og hún er, og þá að gera það á þinn kostnað.” “Látum þetta vera eins og það er,” sagði Beatrice; “eg vona að seinna verði eg megnug þess að þakka þér fyrir alt, sem þú hefir gert fyrir mig — nú get eg það ekki. Á giftigardaginn minn skal eg segja Lewis Dare, að stúlkan, sem hann elskar, sé sú heiðarlegasta og göf- ugasta sem til er í öllum heiminum.” “Það meinar ekkert til mín,” sagði Lilian. “En það bjargar mér,” sagði Bea- trice, “frá óbærilegri sorg; en það þarf ekki að valda þér sorgar, það verður þér til gleði. Reyndu nú að gleyma þessu, Mr. Lewis Dare getur ekki skilið hvernig á þessu stendur. Hugsaðu til þess fagn- aðar og sælu, þegar hann kemur aftur og afsakar og biður þig fyrirgefningar.” Hún rykti höfðinu aftur á bak, og með fegurðar töframætti sínum lukkaðist henni, eins og æfinlega, að hafa vilja sinn fram, hún talaði svo um fyrir systur sinni, þangað til hún hafði yfirunnið mótstöðu hennar. Þessi nótt varð ekki svefnsöm fyrir Lilian. Hún lagðist fyrir. en hafði enga ró; hún grét sárt og kom ekki dúr á augu. Lewis Dare var ekki farinn um morgun- inn; hann beið og vonaði, að Lilian mundi koma'og biðja sig að fara ekki, því hún mundi vilja segja sér hvernig á þessu stóð. En hann fékk ekkert orð frá henni, um að sjá sig, svo hann lagði á stað. Hann gat þó ekki annað, er hann fór, en litið upp í gluggann á herbergi henn- ar, en hann sá engan þar; blæjurnar voru dregnar niður. Hann hafði litla hugmynd um, hvernig og hversvegna hann mundi, einhverntíma, koma þang- að aftur. Fimtudagsmorguninn rann upp heið- ur og fagur; það var rétt eins og fegurö haustsins vildi yfirgnæfa fegurð sum- arsins. Beatrice hafði ekki sagt Lilian hvenær hún ætlaði að mæta Hankins, vegna þess að hún hélt, að hún yrði fyr- ir hörðum álögum, og vegna þess að hún vildi ekki láta neinn vita, hve lengi hún yrði hjá honum. Beatrice bjóst við óskemtilegum samfundi við hann, þó hún þséttist viss um að bera sigur úr být- um af samfundi þeirra. Lilian var veik og gat ekki verið á fótum. Það sem fyrir hana hafði komið, var meir en hún gat afborið. Þegar her- bergisstúlkan hennar sagði lafði Edith, að Lilian væri lasin, fór hún strax til Lilian og sagði henni, að hún yrði að liggja í rúminu eins og Lilian ætlaði sér að gera. Það voru ekki margir við morg- unverðinn. Cuming lávarður var farinn til Sir Heel, og lafði Edith vildi vera hjá 'Lilian. Jp,rlinn hafði brosað svo ánægju- lega, er pósturinn færði honum ofurlít- inn kassa. Hann bað Beatrice að ganga út með sér — hann sagðist hafa nokkuð sem hann vildi sýna henni. Þau gengu út í listigarðinn og ætluðu að koma bráðlega aftur. Morguninn var unaðslega fagur, og veðrið svo milt sem um hásumar, en niðui'fallin lauf báru þó þess merki, að haustið var komið. Þau settust undir stórt og gamalt sedrus-tré, þaðan sáu þau út á stöðuvatnið Fuglarnir sungu í kringum þau, og sólin sendi sína hlýju geisla á þau Út úr andliti Beatrice skein ást og hamingja. “Eg hefi hérna nokkuð handa þér, Beatrice,” sagði jarlinn, og sýndi henni ofurlítinn kassa. Þú mátt einungis þakka mér fyrir það. með því að segja, að það sem er í kassanum sé þér dýr- mætara en alt annað.” Hann opnaði kassann, í honum var gullfesti, alVeg aðdáanlega falleg og skrautlegt kapsel. Hún hljóðaði upp af fögnuði og undrun og tók gjöfina upp til að skoða hana nánar. “Þakkaðu mér nú,” sagði jarlinn, á þann rátt og með þeim orðum, sem eg sagði þér.” “Það, sem er í þessum kassa, er mér dýrmætara en nokkuð annað,” sagði hún. “Þú veist það, Herbert, því þarf eg að endurtaka það?” “Vegna þess að mér þótti vænt um að heyra þig segja það/’ svaraði hann. “Mig langaði til að sjá mína stórlátu kærustu lítilláta, sem allra snöggvast. Mér þykir vænt um að hafa getað veitt viltan fugl, sem enginn annar hefði get- að handsamað.” “Eg er ekki komin í neitt fuglabúr ennþá,” sagði hún brosandi. “Lofaðu mér að festa þessa festi með kapselinu um hálsinn á þér, og lof- aðu mér því, að þú skulir ekki taka það af þér, hvorki nótt né dag, þar til við erum gift.” “Því er mér auðvelt að lofa,” svar- aði hún, og laut höfðinu meðan hann festi festina um háls hennar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.