Lögberg - 12.12.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.12.1946, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. DESEMBER, 1946 ----------Hogberg------------------ GeflO út h vern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 {'.argent Ave., Winnipeg, Maniitoba Utanáakrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG 595 Sargent Ave„ Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Prees, Limited, 695 Sargent Aver-ue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 ___________ Minningabrot úr íslandsförinni 1 946 Ejtir EINAR P. JÓNSSON Dvöl okkar í New York, þótt lengri yrði en til stóð, var fyrir margra hluta sakir, eftirminnileg; hún var að vísu nokkuð þreytandi með köflum, en innan um hana fléttaðist margvísleg ný- breytni, sem vekur fagrar endurminn- ingar, og var það ekki sízt að þakka ís- lendingum, sem þar eru búsettir og létu ekkert það ógert, er verða mætti okkur til dægrastyttingar; þeir héldu okkur margar veizlur þar sem ekkert var til sparað, og skorti þar hvorki gleði né góðan fagnað; við hjónin urðum þess skjótt áskynja, hve sönn vinátta leggur lítið upp úr vegalengdinni; hve örskamt er í þeim skilningi milli Victor strætis í Winnipeg og veglegasta hótelsins í New York, því á Waldorf Astoria hótelinu fögnuðu þeir okkur með veizlu Eggert- son-bræðurnir frá Winnipeg, Grettir rafurmagnsfræðingur og majór Ragnar, kvöldið, sem við komum til risaborgar- innar austur við hafið, og með sama hætti á sama stað, kvöddu þeir okkur rétt áður en við lögðum af stað til Win- nipeg, nýkomin vestur úr hinni unaðs- legu heimsókn til íslands. Margir góð- kostir ganga í erfðir, og til þeirra má telja gestrisnina; foreldrar þeirra Grett- is og Ragnars, þau Árni Eeggertsson og frú Oddný, voru slíkir höfðingjar heim að sækja, að til fágæta mun jafnan talið verða, en á börnum þeirra hefir í ríkum mæli hið fornkveðna sannast, að sjaldan falli eplið langt frá eikinni. Af öðrum, sem höfðu fyrir okkur virðuleg boð, ber að telja Thor Thors, sendiherra og frú, Garðar stórkaup- mann Gíslason og frú, Ólaf Björnsson attaché við íslenzka sendiráðið í Wash- ington, George Ostlund og frú Maríu Markan-Ostlund, Gretti L. Jóhannson ræðismann og frú, Ragnar Ólafsson lög- fræðing og frú frá Reykjavík, og frú Ingibjörgu Lindal, móður Birgis söngv- ara, en gistrisni hennar og alúðar nut- um við oftar en einu sinni; meðal ann- ara, er auðsýndu okkur hjónunum mikla vinsemd, var Pétur heildsali Johnson, sonur fornvinar míns Ólafs stórkaup- manns Johnson og fyrrikonu hans frú Helgu Thorsteinsson, dóttur Péturs kaupmanns frá Bíldudal; þá heilsaði einnig upp á okkur dag nokkurn á Col- lingwood- hótelinu, Haraldur Svein- björnsson íþróttákennari, Vopnfirðing- ur að ætt, er margir kannast við frá heimsókn hans hingað fyrir allmörgum árum; hafði eg mikla ánægju af komu hans til okkar á hótelið; við vor- um altaf í vinahöndum, og þess vegna leið tíminn í raun og veru langtum fijót- ar, en okkur varði. Suma dagana, sem við dvöldum í New York var kveljandi hiti, svo að segja mátti að maður væri í óslitnu svitabaði frá morgni til kvölds; en fátt er svo með öllu ilt, að ekki boði nokkuð gott; svalt var á um flestar nætur, og bætti það eigi alllítið úr skák. Eg var venjulegast kominn á vett- vang um áttaleytið á morgnana; þá var gatan, sem hótelið okkar stóð á, jafnan kröl^ af fólki; flest var þetta fólk, sem vann í nærliggjandi verksmiðjum, fólk á öllum aldri og af ýmissum þjóðernum; þar voru aldnir “píslarvottar með bog- in bök” og svefnlítill og þreytulegur æskulýður; naumast gat þar að líta mann eða konu, pilt eða stúlku, er eigi væri með vindling í munni; eg horfði á þyrpingarnar, sem voru að koma úr vinnu milli fimm og sex á kvöldin, sömu þyrpingarnar á sömu stöðvum, þung- lamalegar í spori og án heilbrigðrar æskugleði; eg hugsaði oft um það, hvað yrði um þetta f jörvana fólk þegar lengra kæmi út í lífið, þegar kvölda tæki og farið yrði að líða á dag, hver afstaða I þess í lífinu þá yrði og hvernig stjórnar- völdin hefðu hugsað sér að tryggja því viðunandi samastað, ef það þá á annað borð yrði nokkru sinni gert. Eitthvað skuldar þjóðfélagið þó þeim þegnum sínum, sem leggja fram krafta sína í þjónustu þess frá unglingsaldri og fram á efri ár. í áminstum fylkingum verksmiðju- lýðsins í New York, bar mikið á Negr- um, þreklega vöxnum mönnum og fag- urlimuðum stúlkum; mér fanst Negra- stúlkurnar að jafnaði miklu betur til fara, en verksmiðjustúlkur af öðrum þjóðflokkum, og eg er nokkurn veginn viss um, að mér missýndist. ekki í þess- um efnum; mér skildist að þær væri að klæða af sér greinarmuninn, sem löng- um hafði á þeim verið gerður og stúlk- um af öðru þjóðerni; vonandi er þessi greinarmunur nú að mestu úr sögunni, þótt eitthvað eymi enn eftir af honum, því miður. Við komum nokkrum sinnum á Metropolitan fjöllistasafnið og dvöld- um þar alllengi; enda bar þar margt undursamlegt og hriffagurt fyrir auga; þar voru frummálverk eftir Rembrandt, er Rockefeller hafði viðað að sér og gef- ið listasafninu; við hjónin staðnæmd- umst oftar en einu sinni frammi fyrir einu og sama málverkinu: Mærin af Orleans; það var eftir franskan listmál- ara; það gat ekki hjá því farið, að lista- verk þetta hefði þegar djúp áhrif á á- horfandann; yfir atburðinum, sem við málverkið er tengdur, hvílir viðkvæmur töfrablær. Mærin af Orleans skygnist í dulrænni eftirvæntingu gegnum skóg- arlimið, í augunum speglast djúp og ó- hikandi lífsköllun, en í baksýn er engu líkara en stjörnur leiftri, sem tákna eiga áform hennar og órjúfandi markmið. Hvílík ómælisfegurð, samþjöppuð á einn tiltölulega lítinn dúk! — Það var bæði gagn og gaman að lit- ast um í hinum miklu dýragörðum New York borgar, bæði í Central Park og þá ekki síður í Bronx-dýragarðinum, sem fyrir flestra hluta sakir tekur hinum fyrnefnda allmjög fram; þar er alt margfalt þrifalegra og dýrin auðsjáan- lega betur fóðruð; enda eru þeim sköp- uð þar eðlileg skilyrði svo sem framast má verða, og þessvegna eru þau eins og heima hjá sér; við komum tvisvar í þenna dýragarð, og sáum þar altaf eitt- hvað nýtt. Við komum í Radio City sönghöll- ina, sem er geisistór, og ein sú alfeg- ursta bygging, sem eg nokkru sinni hefi augum litið, og horfðum við þar á leiki og hlýddum á unaðsfagran söng; þar þótti okkur hjónum gott og gaman að vera; en Metropolitan óperuhúsið, er ein sú ófélegasta bygging, er eg skoðaði í New York, eins og gamalt fjós, lengst inni á öræfabygðum íslands, sem komið er að hruni; nú er mælt, að borgarbúar hafi bundist samtökum um það, að koma sér upp nýrri og veglegri óperuhöll, og var þess sízt vanþörf. Umferðareglur í New York eru hinar fullkomnustu og borgin þannig skipu- lögð, að lítil hætta er á því, að gestir villist, með því að flestar götur eru tölu- settar; en hræddur er eg um, að bæjar- stjórnin í Winnipeg fengi laglega ofaní- gjöf, ef götur bæjarins, að minsta kosti sumar hverjar, væru eins óþrifalegar, jafnvel sóðalegar, og sumsstaðar við- gengst í New York. — Meðan við dvöldum í New York log- aði alt í verkföllum, auk þess sem tekið var að sjóða upp úr stjórnmálapottin- um vegna hinna almennu kosninga, sem þá voru í aðsigi; borgin var að verða kjötlaus, og Adam kendi Evu um, og Eva aftur höggorminum; svo keyrðu hinar pólitísku öfgar úr hófi, að eg heyrði hin- um látna alþjóðahöfðingja, Franklin D. Roosevelt, líkt við Heródes barnamorð- ingja— New York er hávaðasamasta borg- in, sem eg hefi kynst, og þá jafnframt sú lang stærsta; ofanjarðar og neðan- jarðar var hávaðinn ætíð hinn sami, og allsstaðar hin sama iðandi kös miljón- anna, sem alt af þóttust eiga hraðanum lífið að launa, jafnvel þó ekkert lægi á; við höfðum fengið okkur fullsödd af New York, að minsta kosti í bráðina; þrár okkar allar stefndu til Bjarma- landsins í austri, og nú var þess heldur langt að bíða, að þær fengi fullnægju. “Bíddu sem snöggvast maður minn, á morgun er nýtt að heyra.”— —Framh. Kirkjuþingið í Cleveland Eftir séra Rúnólf Marteinsson. Eitt allra sterkasta álhugamál sr. Jóns Bjarnasonar, sérstaklega á síðari árum, var iþað sem hann nefndi leikmannastarf. Hann vildi meir og meir láta Iþá koma fram til forystu í kristindóms- starfinu. Hann tálaði um það, að prestarnir hyrfu baik við leik- mennina. Kirkjufélag vort ber, að því 'leyti, blæ af þessari hugs- un, að á þingum þess eru ávalt miklu fleiri leikmenn en prestar. Á kirkjuiþinginu í Cleveland var það ekki tilfellið. Tölur leik- manna og presta voru nokkuð jafnar, eins og þegar hefir verið skýrt frá: 284 prestar og 274 leikmenn. Tveir menn á þessu þingi, báðu, al'lra þingmanna oft- ast, um orðið: annar þeirra var prestur, hinn leiíkmaður. Það var því nokkur jöfnuður á með leik- mönnum og prestum á þinginu; og svo má halda áfram með þeirri staðhæfingu, að í þessu kirlkjufélagi er mjög öflugt leik- mannastaif. Sikal nú nefna sum- ar greinar þess. Rétt er að nefna fyrst til þess máls: Lutheran Laymen’s Move- ment for Stewardship.” Fyrri hluti þess nafns er fullskiljanleg- ur: “lúters'k leikmanna 'hreytf- ing”; en hvað verður sagt -um síðasta orðið: “stewardship.” Eg er ekki viss um, að eg hafi heyrt mikið um það rætt a kirkjuleg- um félagsskap meðal vor, nema að því leyti, að það er að finna í einu guðspjalli kirkjuársins. Menn kannast við þetta ávarp: “Gjör þú reikningsskap ráðs- mensku þinnar.” Á ensku er þar notað orðið “stewardship.” Nefna vil eg svo eina þrjá aðra ritning- arstaði sem varpa ljósi á þessa hugsun í 1. Kor. 4:1,2, “Þannig Mta menn á oss svo sem þjóna Krists og ráðsmenn yfir ieynd- ardómum Guðs og hér er þess kráfist af ráðsmönnum, að sér- hver reynist trúr,” í Tít. 1:7 “Þvá að biákup á að vera óaðtfinnan- legur, eins og ráðsmaður Guðs” óg í 1. Pét. 4:10, “þjónið hver öðrum með þeirri náðargáíu, sem honum hefir verið gefin, svo sem góðir ráðsmenn marg- víslegrar náðar Guðs.” Guð er í raun og veru eigandinn er menn- irnir eru umiboðsmenn hans. Dr. Clarence Stoughton, sem er for- ingi þessa málefnis í United Lutheran Church, lagði grund- völlinn áiþessa leið: Jesús Krist- ur hefir frelsað oss með heilög- um fórnardauða sínum. Fyrir það els'kum vér hann og viljum öllu fórna tfyrir hann og málefni hans. Þar á meðal sýna sig ráðsmenska vor. í tfélagsskap þessum sýnir ráðsmenskan sig í ákveðnum framkvæmdum, gjöfum til styrktar málefni Drottins. Þessi hugsun er glædd til lífs í mörg- um öðrum kirkjufélögum. Hún ætti að vera lifandi í gjörvallri kristninni. Eina veizlan á þing- inu var helguð þessu málefni, haldin á þriðjjudagskvöldið 8. okt. og hefir Ihún þegar verið nefnd. Næst má nefna “Lutheran Brotherhood.” Það vinnur í sörriu átt, að viðbættu mörgu öðru, sem það hefir á dagsskrá, kirkjunni til eflingar. Það félag hélt mikið þing í 'borginni Erie, í Pennsylvania-ríki sikömmu ó undan Cleveland-þinginu. Það vinnur meðal annars að því að efla “skáta” starfið. Þetta félag gefur út ágætt tímarit “Lutheran Men.” Þá ber að nefna þriðja leik- mannafélagsskapinn. Það félag er helgað æskunni og nefnist “Luther League.” Hefir það starfað með ágætum árangri í mörg ár. Ungmennafélagsskap- urinn í kirkjutfélagi voru hófst með Luther League til fyrir- myndar. Þau félög mynduðust í mörguan söfnuðum vorum, og var um eitt skeið sambandsstarf þeirra í kirkjufélaginu. Orðið “Bandalag” er þýðing á orðinu “league.” Fyrstu grundvallarlög Bandalaganna meðal vor voru þýðingar, að nokkru leyti, á “League” lögunum. Ekki er eg viss um, að vér höfum grætt á þeim breytingum, sem orðið hafa meðal vor, í ungmennafélags- skapnum. Luther League leysir af hendi ágætt starf og gefur út Luther League Review, heilbrigt og gott %rir hina yngri og jafn- vel hina eldri. Luther League er til í íslenzka söfnuðinum í Vancouver og víst í söfnuði vor- um í Seattle. Eg hefi nefnt þessi sérstöku leikmannafélög, en gleymi ekki öllu hinu mikla safnaðarstarfi fulltrúa, djákna, ‘kventfélaga og safnaðarmeðlima í heild. Þegar hér er komið mtáli, minn- ist eg þess með mikilli ánægju, að nú eru aðrir farnir að skrifa um þetta þing. Mr. Victor Jonas- son skrifar ljómandi ritgjörð í “Parislh Messenger.” Má vera, að leikmenn vorir hafi skrifað ennlþá betur um þessi þing, en við prestarnir. Auðvitað átti Mr. Jónasson engan kost á því, að slkrifa um alt þingið. Til þess var ekki rúm í blaðinu, en hann tók það ráð, sem bezt var, að segja frá áhrifum þingsins á hann sjálfan, og hann gjörð^ það svo vel, að hann á þakklæti skil- ið. Starfsbróðir minn, séra Gutt- ormur, hefir skrifað, eftir sinni vanalegu list, í Sameininguna. Hann tekur þar all-rækilega til meðferðar fjármálin, og gjörist þess þvií ekki þörf, að eg skrifi langt 'mál um þau. Eg vona, að séra Guttormur skrifi meira, þegar eg hefi lokið verki, því áreiðanlega verður þá margt nyt- samt eftir til að athuga. Einnig vil eg óáka þess, að snildar rit- höfundurinn, Mr. Gunnar Björn- son, skrifi eittíhvað um þetta þing. Þá er með nokkrum orðum að skýra frá fjármálunum. Líkleg- ast er eg ekki vel til þess valinn að segja frá þeim. Liðirnir í mál- inu eru nokkuð margir, og nok'k- uð skiftar skoðanir um þau á þinginu. Samt vil eg gjöra til- raun. í kirkjufélagi voru var lengi vel sjóður, sem nefndur var Kirkjufélagssjóður. Fé kom í þann sjóð sem nefskattur á hvern fermdan meðlim; en það gjald var svo lágt, að það nam ekki nema fáum centum á hvern. Svo voru fleiri sjóðir, t. d. heimatrú- boðssjóður. Fyrirkomulagið er ekki ósvipað í United Lutheran Church. Þar er einn aðal sjóður. Á sérlhverju kirkjuþingi er gjörð nákvæm áætlun um nauðsynleg- ar tekjur. Þartfirnar eru auðvit- að athugaðar með mikilli vand- virkni áður en kornið er á þing, en þar er samþykt, hve stór upp- hæðin þurfi að vera og henni svo jafnað niður á kirkjufélögin eftir meðlimaf jölda. Kirikjufélög- in ráða því sjálf á hvern hátt hvert fyrir sig safnar þeirri upp- hæð, sem þvií er ætlað. 1 mörg- um þeirra er það talið dreng- s'kaparatriði að safna ekki minna en þeim er ætlað. Svo eru aðrir sjóðir, t. d. eftirlaunasjóður presta. Á blaðsíðu 11, í skýrslubókinni, sem erindrekarnir fengu, er skýrt frá því að frá 1. júlí, 1945 til 30. júní 'kom inn í aðalsjóðinn $2,- 012,250.13. Á 13. blaðstfðu er svo skýrt frá tekjum ií aðra sérstaka sjóði. Séra Guttormur áætlar, að samtals muni það nema hér- umbil $5,000,000, og er það lík- legast ekki fjarri lagi. Þá er að líta á útgjöldin. Ávalt fær Board of American Missiorls stærstu uppíhæðina. Á ofan- greindu tímabili fékk það $461,- 175 úr aðalsjóðnum og stóra upp- hæð úr sérstökum sjóðum. Á- ætlað er nú á næsta ári, að þeirri nefnd verði veitt nálægt $650,- 000. Erlent trúboð fær einnig stóra upphæð Mentamáladeild- in fær allmiikið fé, sem notað er til að styhkja mentastofnanir. Búist er við að National Luth- eran Council fái um $36,000. Sá félagsskapur er samstarf þessa kirkjufélags við önnur lútersk kirkjufélög í landinu og vinnur að trúboði og líkn og fleiri mál- efnum. Svo kemur “Lutheran World Action” með sinar nærri takmarkalausu þarfir til að styrkja trúboðsstöðvar, sem stríðið svifti stoð sinni, lítfsbjörg handa miljónum sem L nauðum eru staddar og svo hjálp til við- reisnar kirkjunni í Norðurálfu- löndunum. Sýnist yður, góðir íslendingar, einskis vert það, sem er verið að framkvæma. Bandaríkjaprestur, Dr. Cavert, sem er vel kunnugur ástandinu í Norðurálfunni, segir að\lúterska kirkjan hafi verið í fararbroddi með lí'kn í þeim löndum, og að hún sé öðrum kirkjudeildum tll fyrirmyndar. Það er öllum skiljanlegt, að United Lutheran Church er ekki ein í iþessu starfi, en 'hún hefir tekið drengilegan þátt í því að bjarga, og slíkt hið sama hafa hin lútersku félögin gjört. Enga tilraun vil eg gjöra til að nefna alla útgjaldliðina, læt mér nægja það sem eg hefi til- greint sem ofurlítið sýnis'horn. Þingið fór miðlunarveg í því, að ákveða útgjöldin. Tvisvar sinnum kom fram uppástunga um $10,000,000 takmark, en báðar voru þær feldar. Tillaga kom einnig um það að safna noikkr- um miljónum til skólastofnana kirkjufélagsins, árið 1948; en henni var frestað til athugunar og afgreiðslu ú næsta þingi, sem ákveðið er að halda í Phila- delphia, það ár, 1948. Þetta er nú orðið nokkuð langt mál, og tjáir vást ekki að bæta miklu við. Eg vil aðeins néfna örfá atriði. Á þingi félagsins í Minneapolis var þeirri hugmynd hreift að fá, ef unt væri allar deildir lútersku kirkjunnar í Vesturheimi, til að stofna prestaskóla, sem helgaður væri framhaldsnámi eingöngu, fram yfir það, Sem prestefnum er vanalega ætlað til vúgslu. Það mál lá einnig fyrir þessu þingi, og vildiu menn ihelzt að National Lutheran Council starfrœkti þennan skóla, en það kom þá upp úr ikafinu að til þess þyrfti að gjöra stjórnarskrárbreytingu í United Lutheran Church, og var famkvæmdanefndinni falið að annast það mál. Samlþykt var að biðja meðlimi þessa mi'kla félags að stofna til bænastundar hjá sér, 'helzt kl. 7 á hverju kvöldi til að biðja fyrir framgangi kristindómsins í heim- inum og sönnum veltferðarmál- um mannkynsins. Leiðbeiningar áhrærandi þetta mál eiga að 'birt- ast í blaðinu Lutheran og hefst þetta bænahald með ársbyrjun, 1947. Félagið á stórkostlega útgáfu- stofnun í Philadelphia, í Penn- sylvania. Þaðan kemur, rneðal annars, blaðið “Lutheran”, sem verðskuldar meiri út'breiðslu meðal vor en nú er tilfellið. Hinn ágæti ritstjóri þess, Dr. G. Elson Ruff, var endurkosinn á þessu þingi, í einu hljóði, eða þvi sem næst. Hann hefir að vísu ekki lengi verið ritstjóri þess, en blað- ið hefir tekið stórkostlegum framförum saðan hann tók við ritstjórninni. Þingið sarriþykti sterkar yfir- lýsingar út áf hinni skeltfilegu hættu, sem stafar af ofdrykkj- unni, sem svo hræðilega hefir færst í aukana; það bað meðlimi sína að nota óskift áhrif sín til þess að berjast á móti þessu böli. Þingið þákkaði sunnudagaskóla- nefnd sinni fyrir stuðning bind- indis í sunnudagaskólaritunum. Viðvíkjandi eftirlaunum presta er til, í félaginu, tvennskonar til- högun. Til er sjóður nokkur, sem ætlaður er þessu máli. Úr hon- um fá allmargir prestar eftirlaun, allir jafnt. Hin tilhögunin er sú, að prestur og söfnuður greiði vissan hluta af laununum árlega. Eftirlaun þess p'æsts eru miðuð við það kaup, sem hann hafði áður en hann sagði af sér. (Frh. á bls. 5)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.