Lögberg - 12.12.1946, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. DESEMBER, 1946
RÖDD AÐ HEIMAN
Borgarfirði,
um veturnætur, 1946.
Heilir og sælir allir vinir
og frændur vestanlhafs!
Eg vil byrja þessar línur með
því að færa y'kkur öllum mínar
beztu þakkir fyrir vinarkveðjur,
sem mér hafa borist frá ykkur í
ýmsum myndum.
Ykkur hefir nú aldrei verið
minni þörf á fréttum héðan að
heiman en í þetta sinn, þegar
bæði ritstjóri Lögbergs og Heims-
kringlu eru svo að segja nýkomn-
ir með fangið fult af íslands-
fréttum og bróðurkveðjum. Þess
er líka vert að geta að vel hafa
þeir leyst það af hendi, að flytja
okkur ihér heima, vinarkveðjur
vestan yfir hafið. Þa'kka eg öll-
um, sem bezt fyrir minn bróður-
part af þeim.
Vel héfir ættjörðin fagnað öll-
um sumargestum að þessu sinni,
þvf á betra t'íðarfar verður ekki
kosið hér á landi, en það sem
verið hefir -þetta sumar, sem nú
er að fjara út. Síðalstliðinn vet-
'ur var líka, að öllu samanlögðu,
einn meðal þeirra vægustu,
byljalaus og snjóléttur. Og nú
éftir eitt yndisjegasta sumar,
hefir haustið hér um Borgar-
fjörð, verið bæði hlýtt og þur-
viðrasamt. Norðanlands hefir
verið öðru máli að gegna. Norð-
ur við Eyjafjörð hafa stórrign-
ingar valdið nokkrum landspjöll-
um til tafar og erfiðisauka. Þrátt
fyrir hina miklu sauðfjárfækkan
un-danfarandi ára, eru leitir eða
göngur á máli Norð'lendinga,
enniþá stanfræktar með sínu
foma sniði og hinu fasta skipu-
lagi, bæði með leitarsvæði og
réttadaga. Og þótt mjög hafi
dvínað áhugi bænda með sauð-
fjárrækt nú á síðustu árum, þá
lifir sá gamli vani að gera sér
glatt í geði um fjárgöngur og
réttir. Má geta þess að ein af
sllíkum heiðalhátíðum er árlega
haldin í Fljótadrögum austur
undir Langajökli, þar sem Vatns-
dælir og Borgfirðingar hafa sam-
eiginlegt náttból aðfaranótt laug-
ardags í tuttugustu og annari
vi'ku sumars. Þótt ekki sé það
nema þessi eina nótt á ári, sem
Borgfirðingum hefir gefist 'kost-
ur á að kynnast Húnvetningum,
hafa iþeir þó, sumir hverjir,
bundist trygðavináttu. Það má í
frásögur færast. og er spánýr
þáttur 'í sögu okkar Borgfirðinga,
að við þrjátíu og sjö að tölu fór-
um í svo kallað Fljótadragaheim-
boð, sem bændur í Sveinsstaða
og Ádhreppi stofnuðu til. Var
lagt upp frá Deildartungu í
Reykholtsdal kl. 11 fyrir hádegi
22. júní, á tveimur bílum frá
Borgarnesi. Fararstjóri var Jón
Hannesson bóndi í Deildartungu.
Til þessarar farar völdust eink-
um gamlir gangnamenn og fjall-
kongar af Arnarvatnsheiði. Flest-
ir vorum við nokkuð við aldur,
tveir á riíræðisaldri, tveir komnir
að áttræðu, en flestir á sextugs
og sjötugs aldri. Þá var í og með
yngra fólk, þar á meðal átta kon-
ur. Ekki hafði nema lítill hluti
af þessu fólki litið Norðurland
fyr og fæstir hinna eldri bænda,
sem voru í þessari för, höfðu
gefið sér tómstund til skemti-
ferða, að heitið gæti, alla sína
búskapartlíð.
Fyrsti áfangi okkar var við
héraðsskólann á Reykjum í
Hrútafirði. Þar er skólastjóri
Guðmundar Gíslasonar, tengda-
sonur hins þjóðkunna bónda
Böðvars Magnússonar á Laugar-
vatni.
Við fyrstu sýn er Hrútafjörður
nokkuð kaldrænn, þó mun hann
luma á þeim kostum, bæði til
sjávar og lands, sem vel má við
una. Reykjaskóli gefur nú Hrúta-
firði hýrari svip undir stjórn
hins vinsamlega skólastjóra.
Taka sér þar margir um stund-
arsakir, hvíld og hressingu, sem
um veginn eiga leið. Svo var
það með okkur Borgfirðinga í
þetta sinn.
Gljúfurá skilur á milli Vestur-
og Austur-Húnavatnssýslu.
Þangað vorum við komnir sam-
kvæmt áætlun kl. 4. Þar var
mikill hópur húnvertnskra karla
og kvenna samankominn, sem
buðu okkur velkomna til sveita
sinna. Allur þessi skari fylgdi
okikur á bálum sínum að sam-
komuihúsi hjá Sveinsstöðum. Þar
var okkur búin hin ríkmannleg-
asta veizla, þar sem rausn og
snyrtimenska héldust í hendur.
Var okkur, hinum forvitnari,
mikil nautn í þvá að kynnast
þarna vel mentum bændalýð úr
Húnavatnssýslu, sem voru held-
ur ekki sparir á því að fræða
okkur um eitt og annað sem
fyrir augu bar. Hið forna höfð-
ingjasetur og höfuðból. Þingeyr-
ar, blasir við frá Sveinsstöðum
og er þangað bílvegur. Þegar
lokið var samdrykkjunni í
Sveinsstöðum vildu Húnvetning-
ar láta okkur njóta dagsins sem
bezt, þótt hann væri að kvöldi
kominn. Var þá ekið til Þing-
eyrar, undir forustu Jóns Pálma-
sonar, bónda þar, hann er sonur
séra Pálma Þóroddssonar, en
tengdasonur Stefáns heitins
Stefánssonar fyrverandi skóla-
meistara á Möðruvöllum. Þegar
að Þingeyrum kom, var gengið
í kirkju og þar flutti Jón Pálma-
son fróðlegan fyrirlestur um
byggingu þessarar kirkju, sem
ein bóndi, Ásgeir Einarsson lét
byggja af eigin ramleik. Kirkjan
er hlaðin úr stórgrýti, sem dreg-
ið var að um sextán kílómetra
vegalend fram og til baka. Ó1
Ásgeir gamla uxa, sem gengu
fyrir grjótsleðum að vetrarlagi,
þar til nóg grjót var fengið í
þessa miklu kirkjubyggingu, sem
stóð yfir í níu ár. Ef þess er
gætt á hvaða tíma Þingeyrar-
kinkja var bygð og hver aðstaða
þá var til allra aðdrátta, má hún
teljast frábært afrek eins bónda.
Hún stendur enn sem ný, þótt
orðin sé sjötíu ára gömul. Geym-
ast þar ýmsir menjagripir, sem
Jón bóndi Pálmason gerði góða
grein fyrir. Að aflo'knum fyrir-
lestri Jóns um kirkjubyggingu
og kirkjugripi var spilað á orgel
kirkjunnar og sunginn sálmur.
Setti það, í bili, helgisvip á þessa
kirkjuslkoðun.
Nú kom það í hlut Vatnsdæl-
inga að taka forustuna, því til
þeirra var förinni sérstaklega
heitið og þar búa nú gangnafor-
ingjar, Fljótadragamenn og fleiri
sem elskir eru að fjöllum og
fyrnindum. Vegurinn frá Sveins-
stöðum til Vatnsdals liggur í
gegnum svo kallaða Vatnsdals-
hója, sem eru eitt af furðuverk-
um náttúrunnar, þeir eru skrípa-
myndaðir hraukar, sem taka yfir
stórt svæði og næstum því eins
og þeir væruu steyptir á sama
móti. Verður það flestum ráð-
gáta hvernig slíkt hefur getað
myndast. Annað undrasmíði er
ínúkur einn í mjmni Vatnsdals.
Stendur hann þar hár og tignar-
egur, sem væri hann kjörinn út-
vörður þessa búsældarlega dals.
Til þess að sleppa engu af því
bezta, sem unt var að sjá á þess-
ari leið, var eftir ráði Húnvetn-
inga, gengið á hnúkinn af öllum
þeim, er gangfráir máttu teljast.
Þaðan af tindinum blasti við
meginhluti Húnaþings og Vatns-
dalur næstum allur. Hreif sú
yfirsýn hugi aþra, sem á hnúkn-
um stóðu, og það svo, að ekki
gátu allir orða bundist. Talaði
þar fyrir hönd Húnvetninga
Halldór búfræðingur frá Brekku
í þingi, en úr hópi Borgfirðinga
talaði þar Vilborg Jóhannesdótt-
ir kona Jóns bónda Péturssonar
í Geiraihlíð á Flókadal. Þótti öll-
um sem á ihlýddu vel borguð hin
bröttu spor með ræðum þeirra,
þegar þar við bættist hið dýrð-
lega útsýni í kvöldsólskininu. Nú
áttu Vatnsdælingar það eitt eftir
að skifta okkur gestum sánum,
þrjátíu og sjö að tölu, niður á
bæina till gistingar. Buðust þá
fleiri gististaðir en þörf var á,
svo var gestrisnin almenn og
auðsæ.
Vinsamlegur, ekki síður en
fólkið, var allur þessi dalur end-
anna milli. Bæjirnir í röð méð
báðum hláðum og túnin í líðandi
halla, en samfeld-og óslitin engja
lönd þöktu alt undirlendið,
sýndust þau víða vélslæg og svo
var og með túnin sem öll voru
þá að mestu vafin grasi. Það
eina, sem fyrir mínum augum,
skorti á fegurð þessa dals, var
hvað Ihlíðar hans voru váða nakt-
ar. Ástin á skógrækt bætir úr
því með tíð og tíma í Vatnsdal
sem annarsstaðar í sveitum þessa
lands.
Gististaðirnir, sem Vatnsdæl-
ingar völdu okkur, voru allir svo
prýðilegir, að á betra varð ekki
kosið. Varð ekki úr þvá skorið
hver bærinn var beztru:, þegar
allir töldu sig hafa hjotið að vera
á bezta 'bænum. Áður en flokk-
urinn dreifðist á gististaði var
ákveðið að kl. 2 næsta dag, sem
var sunnudagur, kæmu allir
Borgfirðingar, sem 1 förinni voru,
saman að Ási á Vatnsdal. Þar
stendur fundarhús Vatnsdælinga.
Morgunn þessa dags var hreinn
og heiður og blöstu bæirnir við
í ýmsum myndurn, bæði nær og
fjær, víða reisuleg og máluð hús
en aðrir með eirihver merki
hinna eldri t'íma, sem líka gátu
sómt sér vel og minnt á þá kyn-
slóð, sem gengin er til grafar.
Ekki létum við það dragast úr
hömlu að heimsækja Vatnsdæli
við fundarhús iþeirra í Ási, eftir
því sem um var samið. Komu
nú ekki einungis allir þeir Vatns-
dælir, sem daginn áður sýndu
okur góðar viðtökur, þar kom
líika æskulýður sveitarirmar bæði
piltar og stúlkur, sem mátti telj-
ast glæsilegur hópur úr einni
sveit.
Veizlufagnaður, sem hófst með
borðhaldi kl. 3 stóð óslitið til kl.
11. Þar sem Vatnsdælir lögðu
fram alt sem þeir höfðu bezt að
bjóða. Kom Iþá fyllilega á ljós að
■ ríkilæti hinna gömlu Vatnsdæl-
inga og sveitamenning var þar
enn með góðu lífi. Þeim var létt
um tungutak, söngmenn, kvæða-
menn og hagyrðingar, öllum
þessum kostum beittu þeir djarf-
lega og feimnislaust, til stórrar
skemtunar. Þeir sem mestu réðu
um þetta fágæta heimboð voru
Ágúst Jónsson bóndi á Hofi, Guð-
jón Hallgrímsson ibóndi á Marð-
arnúpi. Lárus Björnsson bóndi
í Grámstungu, þessir allir gamaþ
kunnir leitarforingjar og Fljóta-
dragamenn. Ekki kann eg að
telja alla, sem juku á gleðskap-
inn með söng og ræðum, þó vil
eg nefna til þess Runólf Björns-
son bónda á Kornsá, Kristján
Sigurðsson bónda á Brúsastoð-
um, skáld og gáfumann, Indriða
á Gilá oddvita sveitarinnar og
að síðustu vil eg nefna hinn
snjalla hagyrðing Ásgrím Krist-
insson á Ásbrekku. Hann er í
fjórða ættlið frá Bólu-Hjá]mari
og virðist hafa fengið þaðan ein-
hvern ættararf. Hann er kunn-
ur áeitarmaður um Fljótdrög og
Amarvatnsheiði og er hrifinn
eins og fleiri af fjöllum og heið-
um. Ást hans til fjalla og fjár-
leita lýsa sér vel í bráðsnjöllum
yísum, er hann orti um Fljóts-
draga leitir, og flutti hann þær
við þetta tækifæri; set eg hér
nokkrar þeirra.
Þegar ha\la að hausti fer,
heiðin kallar löngum.
Hugurinn allur unir sér
inn til fjalla í göngum.
Þá í FljótscLrög ferðin lá,
fjöllin móti hlóu.
Stæltum fótum fákar þá
funa úr grjóti slóu.
TJndanreiðin altaf var
örugg leið til dáða.
Dýrðleg, breið og broshýr þar
birtist heiðin þráða.
Og við fögur fjöllin blá,
Fljóts í drögum beðið.
Skemt með sögum, sopið á,
sungin lög og kveðið.
Kunningjar mínir vestan hafs
sem þékkja sig á þeim slóðum
sem þessi húnvetnski bóndi kveð-
ur svo hlýlega um, munu í anda
fylgja, skáldinu í eina heiðarleit,
og sérstaka menn þar vestra hefi
eg í 'huga meðan eg er að hripa
þessar línur. Þessi sami Ás-
grímur reið í leitir till Arnar-
vatnSheiðar nú Í haust. Þegar
hann leit yfir heiðina sunnan
vert við Stóra-Sand kvað hann
þessa ágætu vísu:
Yfir þetta óskaland
ótal perlur skína.
Heimti eg fyrir sunnan Sand
sumardrauma mína.
Rétt í biþ hefir Ásgrímur, með
vísum sínum, dregið hug minn
til iheiða, en veizlan í Ási hefir
mér þó ekki liðið fyrir það úr
minni, sem stóð með hinni sömu
skemtun fram til kvölds kl. 11.
Þóttust hálf-nlíræðir karlar verða
ungir í annað sinn, við það að
horfa á aldraða borgfirska bænd-
ur dansa við ungar blómarósir
norður í Húnavatnssýslu og var
báðum jafnt til yndisauka þrátt
fyrir aldursmuninn,
Áður en hófinu var lokið
reyndum við Borgfirðingar að
þakka bæði konum og körlum
allan þann kostnað og erfiði, sem
fólkið lagði á sig okkar vegna.
Ekki létu Húnvetningar á því
standa að fylgja okkur úr hlaði,
að gömlum og góðum sveitasið,
þótt farartækin væru nú orðin
hílar 'í stað hinna gömlu og góðu
reiðhesta. Allir litu nú aftur
hýru auga til hnúksins, sem
gengið var á kvöldið áður, gegnt
honum var numið staðar og um
miðja jónsmessunótt, sem var
björt eins og dagur, var skiln-
aðarskálin drukkin til hýrgunar
en ekki til óhófs. Fanst öllum,
sem var, mikið um heimsókn ti]
Húnvetninga, sem ekki mun úr
minni l'íða.
Fljótir voru okkar hraðskreiðu
bílar að skila okkur heim á leið,
úr þvtf þeir voru komnir til ferð-
ar og það svo að innan skamms
var Húnavatnssýsla með öllu
horfin úr augsýn, en fjallahring-
ur Borgarfjarðar ljómaði sem
rauðaguil í skini upprennandi
morgunsólar. Fyrst skaut Eiríks-
jökull upp kollinum og sdðan hin-
ir lægri jöklar, fell og heiðar,
mjallhviítir skaflar, bláar skriður
og grænar brekkur, alt ljómaði
þetta fyrir augum okkar og varð
ekki úr þvi skorið hvar Borgar-
fjörður ætti dásamlegasta feg-
urð. Fyrir mánum augum voru
jöklarnir tignarlegastir en
bændábýlin vinsamlegust og
komu þau nú í ljós, eitt af öðru.
Og áður en varði bar okkur alla,
einn eftir annan, að okkar eigin
bæjum, þar sem við höfðum, frá
æSkudögum, erjað og umbætt
verk hinnar eldri kynslóðar.
Ekki var heldur lengi til setu
boðið, því túnin, víðast stór, slétt
og grasgefin kölluðu nú alla, sem
vetlingi gátu valdið, til iheyanna.
Vera má að einhvern fýsi að
vita, einikum þegar tímar líða,
nöfn og aldur þeirra manna, sem
urðu fyrir ö]lum þessum bús-
boðum hjá Húnvetningum vorið
1946. Skulu þeir nú taldir af
handahófi.
Jón Hannesson, bóndi í Deild-
ar hreppsnefndanoddvita, á 61.
ári. Björn Jónsson í Deildar-
tungu, leitarforingi á Arnar-
vatnsheiði, 30 ára, Helgi Jónsson
vinnumaður í Deildartungu, 78
ára, leitarforingi í Fljótadrögum.
Helga Hannesdóttir húsfrú frá
Skáney, 68 ára, Hallfríður
Hannesdóttir, áður húsfrú í
Kletti, 63 ára. Jóhannes Erlends-
son bóndi á Sturlureykjum og
hreppstjóri Reykdæla, 58 ára,
Jórunn Kristleifsdóttir húsfrú á
Sturlureýkjum, 48 ára, Þorsteinn
Sigmundsson bóndi í Gröf, 52
ára, Guðráður Davíðsson bóndi
í Nesi, nýbýli í Skáneyjarlandi,
41 árs, Vigdís Bjarnadóttir hús-
frú í Nesi, 36 ára, Páll Þorsteins-
bóndi á Steindórsstöðum 62 ára,
Ragnhildur Sigurðardóttir hús-
freyja á Steindórsstöðum, 61 árs,
Bjarni Halldórsson bóndi á Kjal-
vararstöðum, 40 ára, Jón Péturs-
son bóndi í Geirs’hlíð 59 ára; Vil-
borg Jóhannesdóttir húsfrú í
Geirshlíð 61 árs, Guðmundur
Bjarnason bóndi á Hæli, 59 ára,
Jakob Guðmundsson bóndi sama
staðar, 33 ára, Teódór Sigurgeirs-
son bóndi á Brennistöðum 50 ára,
Þórður Erlendsson bóndi í Skóg-
um, 55 ára, Björg Sveinsd. húsfrú
í Skógum, um 40 ára, Einar Krist-
leifsson bóndi í Runnum, nýibýli
við Geirsá í Stóra-Kroppslandi,
50 ára, Sveinbjörg Brandsdóttir
húsfrú í Runnum, 39 ára, Krist-
leifur Þorsteinsson bóndi á
Stóra-Kroppi, 85 ára, Jón Eyj-
ólfsson síðast bóndi á Kópareykj-
um, nú í Kletti, margra ára leit-
arforingi, öðru natfni fjallkongur
á Arnarvatnsheiði, 83 ára.
Allir iþeir, sem hér eru taldir
eru úr Reykholtsdalshreppi. Úr
Hólasveit voru Gestur Jóhannes-
soij bóndi á Giljum, Andrés Vig-
fússon bóndi á Kollslæk, Sigurð-
ur Jónsson bóndi á Refsstöðum,
Kolbeinn Guðmundsson bóndi í
Stórási, Þorbergur Eyjólfsson
bóndi í Augastöðum. allir á
fimtugs og sextugs aldri, Sigurð-
ur Bjarnason á Hraunási, 76 ára,
ennfremur voru tfjórir bænda-
synir úr Hálsasveit, meða] þeirra
Jón Sigurðsson frá Hraunsási.
Flestir þeir karlmenn, sem hér
eru taldir voru að fornu eða nýju,
leitarmenn á Arnarvatnsheiði.
Þá eru ótaldir þrír bílstjórar,
Kristján Gestsson frá Hóli í
Niorðurárdal, Baldur Bjarnarson,
kaupmanns í Borgarnesi og
Sveinn Sveinbjörnsson frá Geirs-
hlíðarkoti, sem var aukreitis eða
sem varamaður. Allir eru þeir
búsettir á Borgarnesi sem bílun-
um stýrðu.
Þess vil eg geta, að aldur sveit-
unga minna hefi eg skrifað nofck-
uð af handahófi, en veit þó að
litlu muni skakka eða ekki svo
að veður sé gerandi út af því. Eg
bjóst við að einhverja fýsti að
vita nöfn þessa fó]ks er í einingu
naut þeirrar skemtunar, sem eg
hefi að nokkru lýst í ágripi af
þessari ferðasögu.
Við gátum öll, þessir ferða-
félagar tekið undir með Bólu-
Hjálmari og sagt:
Varð mér starsýnt á Vatnsdal
fríðan,
valinn af Guði, en ekki af Freyr.
Sérhvem hitti eg bónda blíðan,
báru mig sér á höndum þeir.
Svo til velgjörða sál var fús,
sem í foreldra kæmi eg hús.
Borgarfjarðarbréf átti þetta að
heita og úr Borgarfirði vil eg nú,
að vanda, eitt og annað segja d
sundurlausum tfréttatíning. Eins
og eg héfi hér áður minst í þessu
bréfi má svo heita, að í alt sum-
ar hafi verið öndvegistíð. Hey-
fengur bænda, sem er mestmegn-
is taða, er ágætur eftir því sem
vænta má, því mannafli, við hey-
vinnu, er nú mjög af skornum
skamti. Er það ekki einsdæmi
hér um slóðir, að hjónin á bæn-
um séu einsömul við heyskap-
inn, og ef þau eru í fullu fjöri,
getur heyfengurinn orðið mikill
þegar saman tfer góð tíð, slétt
tún og iheyvinnuvélar. Vinnu-
laun eru nú orðin það há, að
sveitabændur hafa ekkert bol-
magn til þess að undirhalda
verkafólk, að stöku bónda und-
anskildum.
—(Framh.)
The Swan Manufacturing
Company
Manufacturers of
SWAN WEATHER STRIP
Halldor Methusalems Swan
Eigandi
281 James St. Phone 22 841
YEARS RECORDS —
YOUR ASSURANCE OF
>
GOOD CHICKS FOR
Every year since 1910 more and more
poultry raisers have built profitable
poultry and egg production on the
solid foundation of Pioneer Chicks.
Your 1947 production will be main-
tained at a high level, if you start
your flock with
PIONEER
“Bred for Production’’
CHICKS
Canada 4 Star Super Quality
Approved R.O.P. Sired
100 50 Breed 100 50
14.25 7.60 W. Leghorns 15.75 8.35
29.00 15.00 W.L. Pullets 31.50 16.25
3.00 2.00 W.L. Ckls. 4.00 2.50
15.25 8.10 B. Rocks 16.75 8.85
15.25 8.10 N. Hamps 16.75 8.85
26.00 13.50 B. Rock Pull 29.00 15.00
26.00 13.50 N. Hamp. Pull 29.00 15.00
10.00 5.50 Hvy Brd Ckls 11.00 6.00
18.50 9.75 L. Sussex.
Pullets 96% accurate. 100% live ar-
rival guaranteed.
Ask for our NEW CATALOG
HATCHING EGGS WANTED
from Government Approved
Pullorum-free flocks, List your
flock with us today — for a
profitable contract.
Chick demand will be strong. Order
early for early deiivery. A small de-
posit will assure your priority.
Pioneer Hatchery
Producers of High Quality Chicks
since 1910
416 CORYDON AVE. Winnipeg, Man.
Gerir kleift að mala alt að 250 mælum á kl.stund
Cockslhutt No. 30 mölunar-
vél á býli yðar, sparar yður
þann kostnað og það ómak,
sem slíkt veldur. að flytja
fóður til bæjarins til möl-
unar. Heimamölun tryggir
yður betri árangur og hag-
feldari aðferðir við fóðrun,
því hæg eru heimatökin.
Þessi vél malar alt að 250
mælum á fclukkustund.
Þessi mölunarvél hefir auk
þess marga aðra sérkosti,
svo sem endingu og margt
annað er lýtur að þægind-
um og sparnaði. Látið Cock-
sihutt umiboðsmann sýna yð-
ur vélina strax. Það fær
hionum ánægju!
Finnið viðurkendan COCKSHUTT umboðsmann
COCKSHUTT
PLOW COMPANY LIMITED
t*0*? montreal rdANTFORn wnnipeo reoina saskatoon
SMITHS FAllS BKAN I rUKU CALOARY EDMONTON