Lögberg - 12.12.1946, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.12.1946, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. DESEMBER, 1946 = Okkar eigin menn Ali IIGAM/ÍL IWENN/i Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Gabrielle Brun: HVAÐ E R ÁST? Franskur sálfræðingur gefur hér svar við þeirri spumingu, sem hefir oft valdið mönnum heilabrota á liðnum öldum. Orðið ást er eitt._ þeirra orða, sem fegurst þykir og mest er not- að í ihverju tungumáli. Ástin hefir löngum verið vinsælasta viðfangsefnið í skáldsögum, ljóð- um, söngvum og leikritum. Samt held eg því fram, að vart sé til það orð, sem meira er misnotað í heimi vorum. Orðin “eg elska þig” -láta vel i eyrum. Þau eru jafnvel diásamleg, þótt þau túlki aðeins Ijúfa stundarhrifning, en ekki tilfinningar, sem eiga að endast ævilangt. Þau eru töfr- um þrungin, þessi orð, og fjarri fer Iþví, að eg ásáki þá. sem tala um ást sína til þess að auka á “rómantík” liðandi stundar. En það, sem eg vil hér leggja áherzlu á, er, að rnenn misnoti ekki orð- ið “ást”, því að sllíkt er sjálfs- blekking. Piltur og stúlka hittast á björt- um vordegi, í silfruðu skini mán- ans á heiðu haustkvöldi eða í danssölum, þar sem loftið titrar af tryllandi tónum hljófæranna, í stuttu máli, náttúran sjálf hefir ásamt mönnunum gert sitt ýtr- asta til þess að gefa mótinu töfra- blæ. Er þá nokkuð liklegra en það, að þau láti hrífast hvort af öðru? Þau hvíslast á 'ástarorð- um, orðum, sem hafa túlkað sömu tilfinningar frá ómunatíð. Þau gefa sig á vald tiHfinningum sínum og svífa upp í “sjöunda himin.” En er sú hrifning, sem fer um okkur við kossa og blíðu- hót, sönn ást? Ef við skoðum huga okkar samvizkusamlega með augum hins þroskaða manns gefum við þessari hrifningu nafn, sem að vísu er þurrara og kaldranalegra en hitt. Við gef- urn henni nafnið: holdleg hrifn- ing eða holdleg “ást.” Þessi holdlega “ást” er fögur tilfinning, voldug og áfeng. Margir vilja ekki viðurkenna til- veru hennar, aðrir gera of mikið úr henni. En hún er samt einn veigámesti þáttur ástarinnar, en þó ekki lástin öll. Væntumlþykja er annar mikil- vægur þáttur ástarinnar. Á- stríðulfull stúlka getur fengið holdlega “ást” á fleirum en ein- um manni í einu eða a. m. k. með stuttu millibili. En það tekur lengri tíma að vekja væntum- þykju hennar. Sú tilfinning hverfur ekki, þótt hún missi sjónar á manninum og ekki heldur, þótt hún dvelji með hon- um langdvölum. Ekki er hægt að bera slíkan hug til margra manna, því að í návist þess manns, sem 'hann á, verður stúlk- an á óskiljanlegan hátt betri og hamingjusamari en áður. — Það kann nú að virðast undarlegt að nefna iblákalda skynsemina í sambandi við ástina En reyna ekki menn og konur að velja sér maka með aðstoð skynseminnar? Eg tel hana þriðja þátt ástarinn- ar, og ekki þann veigaminsta. Sé sikynsemin ibergmál hinna þátt- anna tveggja er þrenningin fuil- komin. — Til eru þúsundir stað- hæfinga um það, hvað ástin sé eða ætti að vera. Sám er skoðunin í landi hverju og á hverri öld. En eg get aðeins komið með þá staðhæfingu, er eg hefi sjálf orðað. Hún er bygð á reynslu minni sem sálfræðings, er hefir þeikt ástfangið fólk svo tugum skiftir og talað við marga, er hafa orðið að þola þjáningar vegna ástarinnar. Eg hefi líka talað við margt fólk, sem ihélt sig vera iástfangið, enda þótt það væri það ekki, að mínum dómi. Eg held 'þyí fast fram, að sönn- ást hljóti að hræra bæði hjarta, skynsemi og tilfinningu hvers manns. Geri Ihún Iþað ekki, ætti hún að nefnast öðru nafni. Eitt Ihöfuðviðíangsefni þess sálfræðings, er kannar hugi ást- fanginna ,er að finna saihband milli flókinna tilfinninga þeirra og hvata. Margt fólk þjáist af alls konar sjúkdómum og óheil- indum, sem eiga þegar öllu er á botninn hvolft, rót sína að rekja til ástalífs þess, sem er þá öðru vísi en skyldi. Það gerir þá ýmist að ofmeta eða vanmeta maka sinn og túlikar hvorki til- finningar sínar né hans á réttan hátt. Skýr 'hugsun er nauðsynleg þeim, er vill þekkja hiíga sinn, þótt hún reynist oft erfið við- fangs. Lílfið mundi óneitanlega auðveldara, ef menn vildu líta hlutina í réttu ljósi. Margt lástar-vandamálið væri mun einfaldara, ef unga stúlkan hugSaði með sér: “Mér þykir gaman að vera með Páli vegna þess, að hann slær mér gull- hamra, er láta vel í eyrum” eða “Eg þekki Pétur mjög lítið, en návist Ihans heillar mig.” Aftur á móti þarf hún töluverða hrein- skilni til þess að viðurkenna jafnvel fyrir sjálfum sér, að sá, sem hún segist elska og er má- ske heitbundinn, komi engu róti á tilfinningar hennar, þótt hann sé hins vegar skemtilegur í við- ræðium og þau eigi e. t. v. mörg sameiginleg hugðarefni. Slfk viðurkenning gæti þó orðið henni ómetanleg og forðað henni frá stórikostlegum mistökum í líffinu, þvlí að vinátta og aðdáun ein saman skapa ekki fullkomna ást, og því síður “holdleg ást” og væntumþykja eingöngu. Margar konur giftast án þess að þekkja þessa þráþættu ást. Því kemst gifta konan oft í vanda, Iþegar annar maður verð- ur á vegi henmar, sem hún held- ur, að hún geti borið sanna ást til. Oftast túlkar þessi maður ást sína á annan hátt en eigin- maðurinn og fær hana til að trúa því að hún hafi vakið hjá hon- um ástríðufulla ástartilfinningu, sem hann hafi aldrei þekt fyr. En geti hún þá munað, að enn eigi hún margt sameiginlegt með eiginmanni sínum, að enn þyki henni vænt um hann, má vera, að hugurinn hverfi til ihans aft- ur. En ikalli hún þessar nýju tilfinningar “ást” til hins manns- ins og láti þær ná valdi yfir sér, hrynur 'hjónaband hennar ög lífslhamingja til grunna. Fyrir gæti það komið að eigin- maðurinn eignaðist ástmey utan hjónahandsins. Þá væri það meira sannleikanum samkvæmt, að segja: “Maðurinn minn, sem er um leið !bezti vinur minn og álítur mig þýðingarmestu per- sónuna í lífi sínu, Ihefir nú fund- ið stundargleði í faðmi annarar konu,”heldur en að segja: “Hann er hættur að elska mig — hann elskar aðra konu.” Auk þess þarf maður ekki annað en að athuga ástalíf sitt og vina sinna til þess að sjá að þau hjónabönd, sem bygð voru á þeirri ást, sem ekki hafði þá þrjá þætti, er eg nefndi áðan, hafa flest farið í hundana, en hin, sem bygð voru á sannri Eg hefi oft verið að hugsa um menn af vorri íslenzku þjóð, sem rutt 'hafa sér braut í athafnalífi þessarar álfu og vakið á sér eftir- tekt samtíðarmanna sinna fyrir sérstaka atgjörfi, á einhverju starfssviði samtíðar sinnar, sem betur fer, er iþeir nú orðnir marg- ir og fara fjölgandi með hverju líðandi ári. En við vitum því miður alt of lítið um þá menn, og atihugum alt of sjaldan hvaða þýðingu að iþeir hafa, og hafa haft fyrir hið litla felenzka þjóð- félagslíf á meðal Islendinga hér í álffu og hina íslenzku þjóðmenn- ing vora. Við einn slíkan mann var eg að tala nú nýiega, það var Eggert Felftsted, skrautmunasali, sem rekur verzlun sína að 447 Portage Kirkjuþingið í Cleveland (Frh. af bls. 4) Þær tölur, sem eg hefi vitnað í, í þessari frásögn, hefi eg leit- ast við að hafa nákvæmar. Má vera, að sumir hafi veitt eftir- tekt einni undantekning. Séra Guttormur segir í Sameining- unni: “eftir skýrslum þessa árs voru fermdir meðlimir rétt inn- an við fjórtán hundruð þúsunda.” Þetta er rétt. Nákvæmlega er tal- an: fyrir Bandaríkin og Canada, 1,298,901, og að meðtöldum er- lendu trúboðssvæðunum, 1,411,- 255 (á bls. 434). Þet)a eru fermd- ir meðlimir. Eg nefndi 1,800,000, hafði það eftir Lutheran, en þetta eru sálir, allir meðlimir, fermdir og ófermdir. Eg er Kirkjufélaginu iþakklát- ur fyrir að senda mig á þetta þing; en starfið á þessum þingum er svo eiffitt, að við ættum að senda þangað yngri menn, helzt sömu mennina oftar en einu sinni, þvií það tekur tíma, að kynnast þessu umfangsmi'kla, margbrotna starfi, og það þarf hugrekki til að láta skoðun sína í ljós ií svona margmenni, með allan þennan hóp af iþaulæfðum Staiffsmönnum umhverfis, sem e'kki hika við að beita leiðsögn sinni af pllum mætti, Við skul- um senda óbilaða menn, sem geta sökt sér, niður 'í öll þessi mál- efni og tekið ákveðna stefnu með festu og stillingu. Félag þetta, með opnum heimi fyrir dásam'legu starfi, er örfandi og hvetjandi. Starfið sjálft býð- ur okikur til sín. Þarna er vín- garður Drottins, sem kallar á verkamenn, þeim til ununar og blessunar, og garðinum til nytja. Vér tilheyrum þessu félagi. Það er vort félag. Ef vér höfum nokkra hugsun, hljótum vér að sjá, að vér eigum að vera þar dugandi meðlimir, sem ekki eru liðléttingar, ekki bregðast köll- un sinni. Þeirra málefni er vort málefni, það sem oss er hjart- fólgnast af öllu. Allar ærlegar íslenzkar taug- ar, sem til eru í oss, mæla með því, að vér séum þar, hver fyrir sig, maður með mönnum, ekki einungis til að þiggja fé þeirra, heldur einnig að bera drengilega byrðina með þeim. Af Iheitu hjarta bið eg Guð að vernda og iblessa vora íslenzku þjóð og móðurkirkju. lönd og þjóðir, sem vér eigurn í Vestur- heimi. Hið íslenzka lúterska kirkjufélag vort, og United Lutheran Church in America. ást, hafa enzt æfilangt, þrátt fyr- ir ýmsar óhjákvæmilegar mis- fellur. Við mennirnir elskum ekki eins oft eins og skáldsögur og ljóð vilja vera láta. Við verðum áslhrifnir að vísu, við finnum til væntumþykju, — en því miður er það ekki altaf sami maðurinn eða ikonan, sem vekur þessar margvíslegu tilfinningar. En komi það fyrir, er hin sanna ást fundin, sú ást, sem er sterkari en dauðinn. —('Þýtt og stýtt). Ave. hér í borginni og við það rifjaðist upp löng og ljúf kynn- ing á þeim sérkennilega og list- ræna íslending. Eg þekti Eggert þegar hann, fyrir mörgum árum, var ný- sveinn hér í Winnipeg hjá Guð- jóni Thomas gullsmið, er siíðar varð tengdafaðir hans. Eg þékti hann þegar hann gekk úr þjónustu Guðjóns heit. og í þjónustu stærsta og umsvifa- mesta skrautgripasölufélags Win- nipeg borgar, Dingwalls félags- ins. Eg þekti hann þegar hann, eftir fá ár, var orðinn aðal forstjóri og fagmeistari á stónu verkstæði, sem það ffélag átti og starfrækti. Eg þekti og vissi, að álits hans var leitað fná öðrum gull- og silfur-cerksmiðjum í þessari borg, þegar um fornt og vanda- samt verkefni var að ræða, því bæði var Eggert og er, fróðastur manna hér um slóðir um þau efni og svo lærðu menn að treysta listræni hans og smekk- vísi. Drengurinn íslenzki, sem fá- um árum áður var með öllu ó- þektur og umikomulítill, var orð- inn einn af snjöllustu fagmönn- um Winnipegborgar í sinni iðn- aðargrein, sem aðrir litu upp til og leituðu ráða hjá. Þegar árið 1933-3, að Dingwad, Birks skrautgripaverzlanirnar sameinuðust hér í Winnipeg, hóf Eggert slkrautmunaverzlun á eig- inn reikning og hefir rekið hana með fforsjá og dugnaði síðan. Verzlun sú var lítil til að byrja með, en hefir vaxið með ári hverju, þar til nú, að hún er orð- in ein af fullkonmustu verzlun- um af þeirri tegund í Winmipeg. Auk þess hefir hann stofnað ákrautmunaverzlun í Brandon, Manitoba, sem nú er orðin all- þróttmikil, og um táma hafði hann þá þriðju í Victoíia, B.C. Þetta er ekki illa að verið af ungling, sem í byrjun kom til Winnipeg með tvær hendur tóm- ar. Eggert Feldsted er giftur Jón- ínu Guðjónsdóttur Thomas, einni þeirri ágætustu konu, sem hægt er að 'hugsa sér. Þau eiga fimm börn: Beatrice Jónána, B.S.C., H.E., hún er gift R. M. Ruther- ford raffræðingi í Montreal. Eggert Thomas, læknir í Win- nipeg. Útskrifaðist í læknisfræði frá háskóla Manitobafylkis 1943. Honum voru veitt fjögur náms- Verðlaun fyrir afburða náms- hæfileika. Carol Joy, B.F.A., útskrifuð frá tveimur listaskólum, Chicago og New York; stofnaði og stjórnar listaskó'la (Feldsted School of Art) ií Seattle, með rausn og ráð- deild. Skóli sá hefir hlotið við- urkenning og velþóknun menta- máladeildar Washington ríkis. Robert John Cecil, B.S.C., verkfræðingur, útskrifaður frá McGill háskólanum í Montreal. Forstjóri söludeildar Pratt and Whitney Air Craft Corporation, Montreal. Elain, B.S.C., H.E.C.. gift Ed- . ward Carlstrom raffræðingi í Seattle, Wash. Auk umfangsmikilla heimilis- og verzlunprstarfa hafa Feld- steds-'hjónin tekið góðan þátt í félagsmálum vorum, stutt þau með fé, ráðum og dáð. Þau hafa í sannleika verið, eins og þeim ber að vera, sem vilja fylgja ráð- um skáldsins, að: verða menn með mönnum hér þars mæld oss leiðin er.” Trú uppruna sínum og ættþjóð, en sókndjörf og á- ræðin á athafnasviði þjóðlífs þess, sem þau eru búsett í. Þetta er nú ált gott og blessað, en það er ekkert meira en hverj- um vöskum dreng sæmir að gjöra, sem er að brjóta sér braut til vegs og virðingar í sam- keppnislþrönginni á vorum dög- um. En samt hefi eg oft verið að hugsa um, hvort að íslending- Myndarleg kirkjugifting Þann 24. ágúst sáðastliðinn voru gefin saman í hjónaband 1 Fríkixkjunni í Blaine, Wash. Miss Jo Anna Kristjansson og J. Victor Harkoff. Er brúðurin yngsta dóttir séra Alberts Krist- jánssonar og konu hans, en brúð- guminn er sonur John Harkoff, Sr., í Lynden, Wash. og fyrri konu hans. Brúðarmeyjar voru Nina Noudeck og Mrs. Patricia Smith. Lítil stúlka, Doris Ann Ortel, gekk á undan brúðurinni og dreiffði hvíturn rósablöðum. Brúðgumann aðstoðaði Mr. Jay Lapp frá Bellingham. Faðir brúðarinnar, séra Albert, giffti. Kirkjan var yndislega skreytt með alhvítum blómum, hvítum kertum og “ferns”. Mrs. Reah Freeman lék á orgelið, Elías Breiðfjörð söng “O Promise Me” og Walter Vopnfjörð söng “Be- cause”. Eftir giftingarathöfnina söng Elías Breiðfjörð Faðir- vorið. Yfir 200 manns voru viðstadd- ir giftingarathöffnina, og um 175 þáðu veitingar í samkomusal kinkjunnar. Ungu hjónin fóru í tveggja vikna giítingartúr til Banff og Láke LouiS i Canada. Heimili þeirra er í Bellingham, þar sem hann er að Iæra “in- dustrial management and bank- ing,” á Western Washington Col- lege of Education. Rit og ræður séraJóns Bjarnasonar Hið evangeliska lúterska kiríkju- félag íslendinga í Vesturheimi hefir nýlega gefið út úrval af rit- gerðum og ræðum séra Jóns Bjarnasomar, en 15. nóv. siðastl. var öld liðin frá fæðingu hans. Úrvalið hefir vel tekist, ekki sízt úr prédikununum, og var þó mikill vandi á að velja. Heild- armyndin af séra Jóni verður skýr. Hann er einna postulleg- astur allra Islendinga sáðari tíma, harður að sönnu stundum og ó- vœginn, en alstaðar á bak við brennandi sannfæringarafl og kærleikShiugur. Engum dylst við lestur bókarinnar, hvert skáld hann er, þótt hann yrki ekki í bundnu máili. Hann bregður á loft 'hverri myndinni annari stór- fenglegri — og alt á að styðja boðun kristindómsins. Jón J. Bíldfeli ritar vandaðan formála fyrir bókinni. Hún er makleg þess, að Islend- ingar lesi hana vel og vandlega sér til Sálubótar. —Kirkjuritið, okt. 1946. Minnist BETEL ar gætu ekki gjört sókn þessara manna léttari en hún annars hlyti að verða, og sér að kostn- aðarlausu, en það er með jþvá, að láta þá njóta viðskifta sinna og velvildar í ríkari mœli en þeir hafa gjört eða gjöra. Eg er að hugsa um, hvort það væri ekki sanngjarnt af okkur Islendingum, iþegar við erum á leið ofan í bæ, til að kaupa skraut muni til gjafar, eða eigin þarfa fyrir hátíðina, sem í hönd fer, og ávalt, að koma við í T>úðinní hans Feldsteds, að 447 Portage Ave., áður en við kaupum ann- arsstaðar. Maðurinn er ábyggi- legur, vöruibirgðirnar miklar, góðar og margbreytile^ar. J. J. B. Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. B. G. Kjartanson Akra, N. Dak. Joe Northfield Backoo, N. Dakota. Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man M. Einarsson Baldur, Man O. Anderson Bellingham, Wash. Árni Símonarson Blaine, Wash Árni Símonarson Boston, Mass Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak. Joe Northfield Cypress River, Man. O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask. Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak Páll B. Olafson Gerald, Sask C. Paulson Geysir. Man. K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man O. N. Kárdal Glenboro, Man* O. Anderson Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson Hnausa, Man K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man O. N. Kárdal Langruth, Man. .’... John Valdimarson Leslie, Sask Jón Ólafsson Lundar, Man. Dan. Lindal Mountain, N. Dak. .... Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton, Man K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man. Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask J. Kr. Johnson Vancouver, B.C F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St. Vancouver, B.C. Víðir. Man K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal í erfðaskrám yðar Hugsað fram! Látitu hreinsa öll fötin, sem þú þarft að láta heins í haust — NÚNA . . . Ágætisverk Hagnýttu þér tækifaerið til spamaðar með iþví að vitja fata þinna í búðina sem næst þér er. Búðir okkar eru nú opnar frá kl. 8 f. h. til kl. 7 e. h. Perth’s 888 SARGENT AVE.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.