Lögberg - 09.01.1947, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.01.1947, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JANÚAR, 1947 Frá kvöldvökufélaginu “Nemo” á Gimli. Erfiður sólarhringur ERLENDUR GUÐMUNDSSON þýddi Það var samkeppni, jþótt hún færi fram í vinsemd, á millum venkafól'ksins* við tvö vel rituð og ódýr blöð, sem ikomu út á hverj- um degi, og bæði vildu þau ná sem mestum vinsældum hjá kaup- endum sínum, því mátti einnig treysta, að bæði blöðin fluttu auk daglegra tíðinda, skemtilega ritaðar og fróðlegar greinar. Hvert blaðanna fyrir sig, sendu hinu sárbeittar meiningar oj* bendingar, og reyndu af alefli að hamla því að 'hitt kæmist hænu- feti fram úr sér, hvort 'heldur var í fréttum, fróðleik eður hug- myndum. Ástæðan fyrir þessu var öllum auðsæ, þar sem við “Dagblaðið” unnu karlmenn eingöngu, en við “Morgunspegilinn” — gat nafnið verið smekklegra? — var kvennablað, og við það unnu eingöngu stúlkur. Dagblaðið var gefið út af Mr. Rubert Allington, er áður hafði verið eigandi þess og ritstjóri og gáfu verkamennirnir honum þann vitnisburð, að hann væri “ágætis drengur.” í þess stað var “Morgunspegill- inn” gefinn út af he’dri konu, sem, þrátt fyrir að hún ekki tæki verklegan þátt í útgáfunni, þá var það opinber leyndardómur að allar stúlkurnar, sem unnu við blaðið, voru ungar og ásjálegar. Vegna keppninnar á milli blað- anna var þetta ástand dálítið skrítnara. Þeir sem unnu við “Dagblaðið” vildu um fram alt ekki lenda í stkugganum af “fá- einum stúlkum,” en sannleikur- inn heimtaði að kannast væri við, að “SpegiUinn” flytti ágætar leiðbeinandi greinar, og að sum- ar af vinnustúlkunum væru hin- ar fegurstu. En hversu góða eiginleika, sem vinnustúlkurnar höfðu, gátu þær þó ekki komist jafn langt og verkamenn “Dagblaðsins” í því að dást að yfirmanni sínum og öllum els'kuverðu kostum hans. Hann var ritstjórinn og hét Rupert AUington. Hann hafði bundið verkafólkið saman með traustum félagsböndum; hann umgekst alia með nærgætni, svo hver um sig lagði sig í líma í þjónustu blaðsins svo sem það væri hans sérstök eign. Hann leit ekki á samverka- menn sína sem safn af vélum, er svo yrði að setja saman, til að mynda eina vél, heldur leit hann á þá sem vini sína, og var í einu orði það er þeir álitu hann “á- gætis dreng.” Það var fáum dögum fyrir jól, það var liðið mjög á dag, er hann kom brosandi inn í skrifstofuna, og varpaði glaðlegri kveðju á starfsmenn sína. Hann hélt á blaði úr Morgunspeglinum í hendinni. Þrír eða fjórir af starfsmönn- um blaðsins voru staddir á skrif- stoíunni. Sumir voru að skrifa, aðrir eyddu tímanum tii að kveikja í pípum sínum, áður en þeir byrjuðu á margbrotnum kvöldverkum. Þar var Timmy Baxter elzti frétaritarinn. Walter Riusfcton, einn af aðstoðarmönn- unum, og svo sá yngsti og dug- legasti í hópnum, hinn ósigrandi Gharlie Carroll. Yfirmaðurinn fékk sér sæti og hóf svo mál sitt í aðlaðandi mál- róm:. “Þér, herrar mínir við “Dagblaðið.” Það er ágæt grein í “Speglinum” og eg dáist að þessu litla blaði, því ef við hof- um ekki valkandi auga á þvi, sigl* ir það fram úr okkur, það er ekki í fyrsta sQcifti, sem hann hefir náð í verkefni. sem við áttum að ha!fa.” “Þér eigið við greinina um . . . “Já, auðvitað,” svaraði hann með nokkurri viðkvæmni. — “Auðvitað, og það sem okkur ber að gjöra, er að láta það sjást að þeir, sem vinna við “Dagblaðið” séu ötulli vinnumenn en þær. Hkrstið nú til: Hvers vegna var það, að engum ykkar kom í hug að skrifa um þetta atriði síðustu vikumar?” Blaðamennirnir urðu dálítið vandræðalegir, því það var svo sjaldan að yfirmaðurinn fyndi að frammistöðu þeirra, og þeir fundu það með sér að þeir höfðu slælega haldið uppi samkeppn- inni, þeir hefðu notað meira af greinum annara en — það er nægara að sjá hlutina eftir á. “Við verðum að finna eitthvað sérstakt í jólablaðið,” sagði yfir- maðurinn, “eitthvað, sem þeim við “Spegilinn” hefir aldrei kom- ið í hug, eður það sem þær gætu ekki framkvæmt, þó þeim hefði dottið það í hug.” “Við erum aibúnir til hvers sem vera skai,” sagði Charlie Car- roll með ákafa, er lýsti því, að hann var fús að vaða eld og vatn fyrir málefni “Dagblaðsins” og ritstjóra þess, og gera hvað sem framkvæmanlegt var til að vinna sigur á “Speglinum.” Yfirmaðurinn brosti af að sjá í hvern vígamóð hann hafði kom- ist. Honum hafði komið í hug efni greinarinar, er hann kom inn í skrifstofuna, og ætlaði Baxter hana, sem var þeirra elzt- ur, en hann hafði breytt skoðun sinni og var nú ákveðinn í því að láta Carrol skrifa hana. “Mér hefir dottið efni í hug,” sagði hann. “Það er nýtt og ykkur gæti e'kki dreymt um neitt líkt því. Það er ekki auðvelt verk- efni eður skemtilegt, en það er raunveruleiki og við berum sigur úr býtum í þetta skifti.” “Ágætt, herra!” gegndi Carroll. “Og eg hefi kosið yður að koma því í framkvæmd.” “Ungi maðurinn ljómaði af á- nægju, og færði stólinn nær yfir- manninum, meðan hann var að lýsa verkefninu fyrir honum, verkefninu, seiih átti að máta “Spegilinn” í öfundsýki. “Hafið þér nokkurn tíma orð- ið svangur?” spurði yfirmaður- inn og horfði á Carroll. “Stundum, því vanalega er eg lystargóður.” “Eg á við að verða afar hungr- aður, korninn fast að dauða.” “Nei, hamingjuni sé lof,” sagði Carroll einlægnislega. “Ágætt, og nú læt eg uppi ráðagerð mína. Eg vil beinlínis að þér getið sett yður inn í á- stand hugraðs manns í 24 klst. og að þér getið fundið hvað það er að ráfa heimilislaus um strætin í London, án þess að hafa einn penny í vasanum, vinalaus og án skýlis yfir höfuðið; koma svo á skrifstofuna og skrifá greinina. Eg er viss um að þér getið skrifað hana upp úr áhrifunum. í þetta skifti vil eg hafa eitthvað, sem er raunverulegt. “Speglinum” getur aldrei dottið þetta í hug og því síður framkvæmt, og við verð- um til þess að flytja beztu grein- ina á þessum ársfjórðungi.” “Og stórkostlegan gjafalista að auki” bætti Carroll við. “Við hvað eigið þér?” spurði yfirmaðurinn. “Eg var að hugsa um, að grein- in, sem eg skrifaði, kynni að opna vasa fólksins,” sagði Carroll með hægð. “Það eru margir greiðugir, og ef þeir þektu til hlýtar kjör fátæklinganna í sinni réttu mynd, hlyti það að auka samSkotin. Þeir komast ekki hjá því. Fólkið gefur ætíð eitthvað um jólin af vana, en það er ekki það sem eg á við. Eg ætla að láta það finna til svo að því líði illa, þegar þeir hafa lesið grein mína til þess þeir hafa sent sam- skot sín í samskotasjóð “Dag- blaðsins.” “Þér eruð vel innrættur mað- uh,” sagði yfirmaðurinn, “og þér getið framkvæmt það.” “Já,” svaraði Carroll alvarleg- ur. “Eg held það. Við skulum sýna “Speglinum” hvað raun- veruleiki er og við skulum láta ríka fólkið finna til, ef það ekki skýtur saman í þann mesta jóla- sjóð, sem London hefir nokkru sinni litið.” Morguninn 24. des. rann' upp kaldur og hráslagalegur; þykk og blýlituð ský spáðu snjó. Það leit út fyrir að verða það sem fólk kallaði “gamall og góður vetur” — gamaldags vetur — á- kjósanlegur efnuðu fólki, sem hefir nægileg föt til að skýla sér með, og nóg að borða*. en þeim þungur1 í skauti, er svo eru gam- aidags, að þeir finna til hungurs — og kulda — þannig var þessi morgunn, þegar Chariie Carroil, hóf ferð sína fyrir blaðið. Allan daginn frá því á miðnætti höfðu klukkurnar hiingt inn jólin. Hann átti að siangra eftir götu-stéttunum, sem húsnæðis- laus betlari, en ólíkur vanalegum beiningamönnum að því að ekki miátti hann beiðast ölmusu og ekki þiggja greiða. Það var ær- in þraut í jafn köldu veðri. En — þetta var ekki heimskulegt hug- skot til þess að vinna veðmál, heldur alvarlegt skyldustarf, er átti að kenna honum raunveru- leikann og penna hans — sem var einn af þeim beztu í London — meiri kraft og mælsku. Allar reglur, sem honum höfðu verið settar voru teknar til greina. Hann átti að leggja al stað á venjulegum tíma, án þess að hafa einn penny í vasanum og ekki átti 'hann — og það á sjálft jólakvöldið — að koma inn fyrir húsdyr, og ekki neita annars en vanalegustu flækingar. Klufckan í St. Markúsar kirkj- unni sló níu þegar hann gekk yfir Trafalgar Square — og í fyrsta skifti sem hann ekki hafði borðað morgunverð. Það var kalt — sárkalt, og hann varð að gæta sín og geta haldið á sér hita. Hann sniðskar leiðina yfir St. James Parkið og gekk hratt, svo honum hitnaði dálítið, en hann var að hugsa um morgunverðinn. Aldrei hafði honum birst jafn ánægjulegar andans sýnir af brennheitu kaffi, steiktu brauði. svínslæri og eggj- um, og jafn aðlaðandi sem í þetta skifti. Hann hafði í engu breytt búningi sínum þeim vanalega, með flóka hatt á höfði, og engri yfirhöfn, með því yfirmaður hanns áleit að bert færi saman kuldi og hungur, svo sem menn er skiftu hundruðum hlutu að reyna í auðugustu borg heimsins, kvöldið fyrir árs hátíðina. En hvorki yfirmanninum né honurn sjálfum hofðu séð fyrir að ýmislegt annað gæti lagst þungt á huga ha nns, áður en klukkan kynnti miðnætti. Hann hafði tylt sér niður á bekk í Park inu (listigarður) og var ósjálf- rátt að berja gángu stafnum ofan í mölina í gangstéttinni, þegar honum varð lítið upp, og veitti athygli veslings dreng í fata gör- mum sem stóð fyrir fyrir framan harm og teigði fram hendina úr rifinni flík. hendi sem bæði var horuð og gangsæ og líktist beina grind. “Gefið mér Penny herra.” sag- ði þessi litli d'rengur í veikum bænarámí er kom út af bláum vörum af sulti og kulda. “Einn penny. Eg hefi ekkert borðað í tvo daga.” Carroll viknaði, það var sem alt blaðið streymdi frá hjartanu. Einn Penny — orðin endur ó- muðu i eyrum hanns sem klukku- hljómur. “Einn Penny — einn Penny og hann átti engann Penny á sér. Hann stakk hend- irmi ofan í tóma vasana, og barn- ið skjálfandi beið og vonaði, en Carroll ihristi höfuðið, því hon- um var varnað máls, og enn beið drengurinn og vonaði, eins og aann svo oft áður hafði beðið og vonað, svo sneri hann sér undan' og kæft andvarp leið upp frá daUðhungruðum líkamanum. Carroll horfði á eftir drengnum, til þess hann var horfinn og var að virða fyrir sér hvað dreng- urinn hefði hugsað, er hann hafði neitað að láta einn penny af hendi og það um jólin. — “Ó, guð minn,” sagði hann, “mér kom ekki í hug að þetta yrði svona þungbært.” Hann spratt upp af bekknum og hélt áfram, áfram, og kveið fyrir að hann yrði stöðvaður og ávarpaður, hugsaði með sér að hann stæðist ekki sams'konar raun aftur, og stoðugt var mynd- in af hungraða drengnum í huga hans, og tærða andlitið með á- sakandi augnaráðið. Honum fanst hann heyra hrygðarróm- inn í bæn barnsins. “Einn penny — aðeins einn penny fyrir brauð,” hljóma í eyrum sér. Tvisvar sinnum höfðu kluk'k- urnar boðað tímaskifti og enn hélt hann áfram, og sama í hvaða átt hann hélt. Einhver ónota þraut fór nú að gera vart við sig, það voru fyrstu þrautir hungurs- ins, og er hann heyrði klukkuna slá tólf, vissi hann að þœr yrði hann að þola í 12 klst., og ham-. ingjan mætti vita hversu mikl- um örðugleikum hann mætti áð- ur en hann hefði lokið ákvæðis- verki slínu. Hann leitaðist við að kæfa með sér sultar tilfinninguna og flaug í hug að bót væri að reykja vindl- ing, en honum hafði verið bann- að það sem annað og yfirmaður- inn hafði sagt, að húsnæðislaus og glorhungraður vesælingur, er enga peninga ætti fyrir lífsbjörg yröi að vera án tóbaks, þessvegna hafði hann skilið eftir vindlinga veskið heima. Það var ekkert í vösunum, hvorki úr né festi er hann h^fði getað veðsett, og — hefði heldur ekki gert, hann 'hafði tekið þetta verk að sér og ætlaði að fylgja öllum reglum út í yztu sesar. \ Hann sneri við til borgarinnar og beygði inn á Fleet Street; á- stand hans var að verða kvelj- andi, en hefði borið það betur ef hugsunin um drenginn litla 1 garðinum hefði ekki elt hann. Hann hét því að daginn eftir skyldi hann leita að honum á öllum strætum og ekki linna fyr en hann hefði íundið hann. Til að sefa hugsanir sínar, ætl- aði hann að skrifa grein sína í “Dagblaðið,” en þá var engin minnisbók eður ritblý í vösun- um. Alt lagðist því á sörnu sveif til að gjöra hann ráðalausan, sem gagntekur svo margan alls- leysingjann á strætum Londonar borgar, jafnvel á sumrin, undir heiðum himni og sólarhita, en einkum að vetrinum þegar loftið er kalt og himininn hulinn skýj- um. Hann skildi til hlýtár eymd- ina og volæðið, sem fylgir því að vera allsleysingi í heiminum, að eiga ekkert, ekkert. Honum fanst hann yrði brjálaður, ef hann ekki gæti skrifað. Svo nam hann staðar á horn- inu Ludgate Circus, og þar fyrir innan innganginn til Cooks ferða- skrifstofu; þar lágu hlaðar af auglýsingum er flöxuðust til í vindintum þegar hurðinni var iokið upp. Auglýsingar af öllum stærðum og öllum litum, sem hvöttu fólk til ferðalaga um jóla- fríið er vinnulausn höfðu, pen- inga og vini sem þeir gátu heijn- sótt, ferðir sem flyttu fólk lang- ar leiðir burtu frá þessum “gam- aldags vet’ri” er þeir svo síðar meir gætu talað um í hrifningu er þeir hefðu heimsótt Cannes eða Nizza. Hann gekk inn og tók fáein- ar. Þær voru prentaðar aðeins öðru megin. I sama bili var skelt léttilega á öxlina á honum, af háum, ungum og fríðurn dökk- hærðum manni, er hélt á ferða- skreppu í hendini. “Halló. Eruð þaðsér Carroll?” kallaði hann. “Ætlið þér einnig að leggja af stað? Hvert er ferð- inni heitið?” —(Framh.). Urður og, verðandi Það er sagt, og ekki æfinlega af miklum skilningi, að sagan endurtaki sig. Það er rétt frá einu sjónarmiði og rangt frá öðru. Atburðirnir endurtaka sig aldrei, en eðli manna og ástríður hafa varla breyzt sivo heitið geti á hinum skamma tímabili, er skráð saga nær yfir. Vér sjáum því hin sömu öfl að verki,. og könnumst við svipuð fyrirbrigði frá hinum ýmsu tímabilum. Stéttaskifting hefir altaf verið í mannheimi svo langt og rök ná. Tiltölulega fámenn forréttinda- stétt hefir lifað óhultu hóglíff á kostnað hinna undirokuðu vinnu- stétta, en engir þeirra er forrétt- inda nutu, hafa nokkru sinni litið svo á, að þeir sæti að öðru en þvií er þeim bæri. Réttur þeirra var óvéfengjanlegur og stofnsettur af drotni sjálfum. Forréttindastéttir miðaldanna stóðu báðar á þeim grunni og margt af því, sem nú er að gerast, minnir átakanlega á þá tíma. Á fyrrihluta miðaldanna, voru stéttavöld léns og kirkju svo traust að þau höfðu ekkert að óttast að því er yfirráð sín á- hrærði. Það er að vísu satt, að kirkjan reyndi að draga völdin undir sig, en það mistókst af þeirri einföldu ástæðu að hið versilega vald átti herjum á að skipa, og þeir hafa verið bakhjarl allra valdastétta fram á þenna dag. Það er alment álitið, að þekk- ing á sögu komi sér vel til þess að glöggva sig á ýmsu því, er í samtíðinni gerist. Hitt er fremur nýstárlegt, að þeir hlutir gerist í samtíðinni er bregði Ijósi á liðna tíð, þó kemur það fyrir, og skal eg drepa hér á slíkt tilfelli. Þeir eru fáir í dag meðal hugs- andi manna, sem ekki er aug- ljóst hið mikla áhrifavald hinna voldugu frétta og auglýsinga- stofnana, bregður það ekki nýju skilningsljósi yTir kirkju mið- aldanna? Var hún ekki fyrsta auglýsingastofa veraldarinnar? Hún ein náði eyra fólksins, og reisti vald sitt af þeim undir- stöðum. Þegar leið á miðaldirnar, fór að bera meira og meira á upp- reisnar anda á móti hinni sið- spiltu katólsku kirkju, máttug yfirstétt sá forréttindum sínum ógnað og beitti valdi sínu svo misikunnarlaust, að ekki er að finna ljótari annál misþyrminga og sVívirðinga í allri mannkyns- sögunni, en alt kom fyrir ekki, og beið hún að lokum þann hnekki, er hún aldrei fékk bætt- an að fullu, slapp hún þá sýnu betur en lénsvaldið er heitamátti að týndi yfirráðum sínum með öllu. Margt af því, sem nú er að gerast, minnir óþægilega á hinar illræmdu miðaldir. Hin unga og volduga stétt kaupskapar og fjár- ráða, sér valdi sínu ægt, af hinni nýju stefnu sameignar og þjóðfé- lagslegrar kaupsýslu, og ritfrelsi og skoðana, er í raun og veru að verða takmarkaðra með hverjum degi sem líður. Mannréttindi, sem hafa verið talin sjálfsögð alt ifrá frönsku stjórnarbyltingunni eða lengur, eru sniðgengin og brotih, umburðarlyndi við sikoð- anir annara manna, er að verða raunalega fágætt, og hnefinn virðist ennþá einu sinni reiðu- búinn að sýna hugsjónum mann- anna banatilræði. Allar forrétt- indastéttir taka í sína þjónustu, alt það er nota má til þess að tryggja völd sín og öryggi. Kirkj- an var það vopnið er bezt dugði á miðöldunum og enn sem fyrr- um er hún fylgikona valdsins, iþótt vegur hennar sé nú ebki slíkur og þá. í dag eru megin- stoðir hinna ráðandi stétta blöð og útvarp. Almenningsálitið er sterkasta afl í mannheimi, og ihver sú valdastétt er eigi getur snúið þVí í lið með sér, er dauða- dæmd. Mesti háskinn, sejn vofir yfir veröldinni í dag er ekki af innrásum erlendra óvina, heldur af innlendum áróðri. Þýzkaland er Ijóst dæmi þess út í hverjar Birgir Halldórsson söngvari Kominn heim Meðal farþega með leiguflug- vél Flugfélags íslands frá Ame- ríku, sem kam hingað til lands- ins í morgun var Birgir Hall- dórsson söngvari. Vásir hafði tal af Birgi rétt sem snöggvast í morgun og innti hann eftir því hversu lengi hann hefði í hyggju að dvelja hér og hvort hann myndi efna til hljómleika. —Eg hefi fyrir það fyrsta í hyggju að dvelja hér á landi í vetur, sagði Birgir. Annars hefi eg ekki neinar ákveðnar fyrir- ætlanir. Eg hafði ekki ákveðið að fara heim fyr en þremur dög- um áður en flugvélin lagði af stað. En mig langaði til íslands, langaði tiil þess að kynnast því betur og læra áslenzkuna til hlítar. Eg var hér of stutt síðast, ékki nema f jóra mánuði — og eg var aðeins 8 ára að aldri þegar eg yfirgaf ísland til þess að setj- ast að vestra. Sáðan hefi eg ekki komið heim nema þessa fjóra mánuði á fyrra. —Hvar hafið þér dvalið að undanförnu? —I New York. Eg var þar við söngnám hjá gaimla kennaran- um mínum, Paul Altehous, eem búinn er að syngja við Metro- politan óperuna á 30 ár, og er einn af aðalsöngkennurum óper- unnar. Hjá honum hefi eg nú verið 4 ár við söngnám. — Ætlið þér að halda hér hljómleika? — Eg geri ráð fyrir því og sömuleiðis að tafca þátt í því hljómlistarlífi, sem hér verður um að ræða í vetur. Að öðru leyti hefi eg ekki -neinar fyrir- ætlanir. —Vísir 4. nóv. öfgar og vandræði áróðurstæki nútímans geta stefnt ríkjum xog þjóðum, séu þau í höndum gráð- ugra valdastétta og ósvífinna foringja. Við þessum háóka erum vér ekki varaðir af neinum, en lá'turn oss ekki loka augum fyrir þeirri staðreynd að alþjóð manna stendur uppi varnarlaus gegn á- róðurstækjum vorra tíma, og að ekkert þjóðfélag er örugt á meðan þau eru í höndum valda- flo'kka eða einstakra mannia, og að það er unt að leiða oss út í einhver þaú vandræði á morgun, er svipa til þeirra er urðu þýzku þjóðinni að fótakefli í gær, séu þeim engar skorður reistar. Ýmislegt af þvi, sem nú er að gerast hér í. Norður Ameríku, bendir skýlaust til þess, að sá uggur sé því miður ekki ástæðu- laus. Ýms dæmi mætti taka, ef þess gerðist iþörf, en þeir atburðir er að mundi vikið, eru svo nýlega afstaðnir að þeir ættu að vera almenningi í fersku minni, og minnisstæðir lengi. Sameignarstefnan, er rægð hér þrotlaust og látlaust. Það er auð- vitað ekkert út á það að setja, þótt sefnur og skoðanir séu grandskoðaðar, eða þótt atihuga- semdir sem grundvallast á ein- .hverri rökfærslu komi fram, en að því er sameignarstefnuna á- hrærir, er slík rökfærsla með öllu honfin. í stað þess er því nú slegið fram, sem nokkurs konar dogmu eða kennisetningu, að þeir séu að sjálfsögðu, eða ættu að vera, óalandi og óferjandi öll- um bjargráðum, er þá stefnu að- tbyllast. Hér er að heita má hlið- stætt dæmi við villutrú miðald- anna, og rökfærslunni slept af sömu ástæðu. Rök heilbrigðrar hugsunar verða aldrei unnin með nnála- flækjum, og því er til kennisetn- inganna gripið, sem örþrifaráðs og trúnni beitt til varnar er rök- semdirnar þrjóta. Horfurnar eru ískyggilegar og er því hin brýnasta nauðsyn að Iheilbrigt almenningsálit standi vörð um þau réttindi er vér höfð* um álitið fulltrygð af lögum og almennri siðvitund. Páll Guömundsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.