Lögberg - 09.01.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.01.1947, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JANÚAR, 1947 ------------iogberg;-------------------- GeflB út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 S’argent Ave., Winnipeg, Manirtoba t Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERQ 195 Sarg-ent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Logberg-" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Maii, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Holl þróun Canadiska þjóðin er nú um flest sjálfstæð og ábyrg þjóð; hið eina, sem í rauninni á fullveldi hennar vantar, er það, að hún enn nýtur sameiginlegs hæztaréttar með Bretum: þessu hefir margoft verið reynt að breyta, og er það meðal annars lýðum ljÓst, hve harð- snúna baráttu einn af sambandsþing- mönnum Montrealborgar, Mr. Cahan, háði í þá átt, að fá áfrýjun canadiskra mála til hæztaréttar Breta afnumda með lögum; umleitanir hans í því efni fengu eigi framgang, þótt allmargir þingmanna litu svipuðum augum á mál- ið, en nú er hann fyrir nokkru dáinn. Við gaumgæfilega og óhlutdræga athugun, kemur það skýrt í ljós, hve grundvöllur sá, er feður fylkjasam- bandsins lögðu, var traustur, og hve til- tölulega var auðvelt að bvggja ofan á hann; þróun þjóðlífsins í hvaða átt sem litið er, hefir reynst giftudrjúg og örugg; og til fyrirmyndar mun það löngum tal- ið verða, hve sambúð hinna mörgu þjóðflokka í landinu hefir að jafnaði verið góð; þeir hafa á hinum víðara grundvelli, þótt eitt og annað hafi stundum borið á milli, sameinast um eitt sameiginlegt viðhorf, canadiskt viðhorf. Nú liefir sá atburður gerst í þessu landi, sem óhjákvæmilega hlýtur að auka á hollan metnað canadisku þjóðar- innar og styrkja einingu hennar að mun; er hér átt við löggjöf síðasta sambands- þings um canadisk þegnréttindi, sem gekk í gildi um áramótin; fyrir fram- gangi þessa þjóðþrifamáls, hefir Liberal flokkurinn löngum barist, með hinn víð- sýna forustumann sinn, Mr. King, í far- arbroddi; nú getum vér með fullum rétti kallað oss Canadamenn, eigi aðeins í daglegu lífi, heldur og jafnframt á vett- vangi hinna opinberu* starfsmála; nú þurfa menn ekki lengur brezkt borgara- bréf til þess að komast yfir landamæri Canada og Bandaríkjanna, að eigi séu fleiri dæmi tilgreind; alt þetta mið'ar í holla þróunarátt og skapar skilyrði til samstiltra átaka, öllum þegnum þjóð- félagsins jafnt í hag. í tilefni af gildistöku áminstrar þegnréttindalöggjafar, hafa verið hald- in fjölmenn hátíðahöld víðsvegar um landið, þar sem ýmsir forustumenn þjóðarinnar, svo sem Mr. King og ráð- herrar hans, hafa veitt viðtöku hinum nýju þegnréttarskilríkjum, sem í þess- um tilfellum eru einungis táknræns eðlis, með því að gildistaka téðrar lög- jgjafar náði til allra-brezkra borgara í landinu. Hin nýju þegnréttindalög hafa vafa- laust orðið canadisku þjóðinni kær- komin nýársgjöf. Minningabrot úr Íslandsförinni 1946 Eftir EINAR P. JÓNSSON Tvo næstu daga dvöldum við að mestu í Reykjavík, að undantekinni heimsókn til forsetahjónanna á Bessa- stöðum. Þann 13. ágúst fóru vinir okk- ar með okkur um höfuðborgina og sýndu okkur ýmissar merkustu bygg- ingar. Ásmundur Guðmundsson pró- fessor sýndi okkur háskólann, þessa glæsilegu byggingu, sem margfalt fjöl- mennari þjóðir en íslendingar gætu með fullum rétti verið upp með sér af; húsameistari ríkisins, Guðjón Samúels- son, gerði teikningar allar að háskóla- byggingunni, eins og svo mörgum öðr- um stórbyggingum á íslandi í seinni tíð, og var vinna öll og skreyting gerð að hans fyrirsögn; stíllinn er svipmikill og hreinn; einna mest fanst mér til há- skóla-kapellunnar koma; hún vekur hjá manni dularfulla hrifningu jafnskjótt og inn úr dyrunum er komið; hvelfingin og prédikunarstóllinn fallast í faðma hins unaðslegasta samræmis; kapellan og hvelfingin í fordyri háskólans, eru skreyttar nýju alíslenzku byggingar- efni, blönduðu silfurbergs-perlum, sem við rafljós tindra eins og stjörnur á fest- ingunni. Eftir að hafa litast um í há- skólanum þó nokkra stund, var haldið til Dómkirkjunnar og Alþingishússins; þar var alt með kyrrum kjörum; mér fanst dómkirkjan altaf fremur óásjáleg hið ytra, og var þetta enn meir áberandi vegna hins mikla f jölda stórhýsa af nú- tímagerð, sem risið hefir upp í öllum hverfum höfuðstaðarins; en vingjarn- leg þótti mér hún að innan engu síöur en í gamla daga; altaristaflan var alt af jafn fögur, og hið sama var um lista- verk Alberts Thorvaldsens, skírnar- fontinn að segja; mér fanst Alþingis- húsið minna en það áður var, þótt slíkt væri einungis missýning, sem stafaði af samanburði á stórhýsum, sem reist höfðu verið eftir að eg fór að heiman, svo sem Hótel Borg og útvarpsbygging- unni, sem standa þar í nágrenninu; mér fanst eg vera alveg heima hjá mér í Al- þingishúsinu, þó aldrei yrði eg þing- maður, eða hugsaði til þess að verða það; eg var ásáttur með það, að vera þingskrifari í þó nokkur ár. Nú var haldið af stað til þjóðleikhúss- ins, sem stendur við Hverfisgötu rétt ofan við Safnhúsið; þetta er geisistór bygging, sem sennilega hefði fyrir löngu verið fullger og tekin til nota, ef ekki hernámiö brezka hefði komið til sög- unnar; brezki herinn lagði hald á bygg- inguna og olli þar svo miklum spjöllum, að langan tíma þurfti til þess, að kippa því í lag, er úr lagi fór, hvað þá heldur að fullgera hana; vinur minn og skóla- bróðir, Guðjón Samúelsson, tók á móti og skýrði fyrir okkur hin helztu sér- kenni þessarar miklu byggingar; hann fagnaði mér eins og gömlum fóstbróð- ur eða týndum, en fundnum syni; hann hefir manna mest sett svip sinn á ís- lenzka byggingarlist. sem segja má að sé í nýsköpun og standi vissulega til bóta; með Guðjóni var til taks í þjóð- leikhúsinu húsa- og skipulagsfræðing- ingur, Hörður Bjarnason Jónssonar frá Galtafelli; það skal tekið fram, að eitt gekk yfir okkur alla gestina að vestan af hálfu þeirra Guðjóns og Harðar, svo sem allstaðar þar, sem leið okkar lá um landið; næst var haldið til hinnar nýju sundhallar borgarinnar, sem er hið mesta gímald og vönduð að öllu hið bezta; fyrverandi sundkóngur íslands og núverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík, Erlingur Pálsson, sonur Páls sundkennara, en bróðursonur Þorsteins Erlingssonar skálds, tók á móti okkur og sýndi okkur, ef svo mætti að orði kveða, öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð, varðandi þessa virðulegu mið^toð íslenzkrar sundmentar. Erlingur er hið mesta ljúfmenni; eg þekkti hann frá fornu fari og fann til ósegjanlegrar á- nægju yfir því, að endurnýja við hann kunningsskap. Nú var liðið að nóni. en þó áttum við að þiggja kaffiboð hjá Dr. Helga P. Briem aðalræðismanni íslands í New York; heimili hans í Reykjavík stendur í Tjarnargötu og er nú fagur skrúðgarð- ur umhverfis húsið; við, sem höfðum not ið hinnar alúðlegu gestrisni Dr. Helga og konu hans vestra, vissum á hverju við áttum von; þarna iðaði alt af fjöri, og allir voru eins og þeir hefðu þekst frá barnæsku; eg hafði unun af að hitta móður Helga, frú Álfhildi, systur Dr. Jóns Helgasonar biskups; við vorum nægilega kunnug áður til þess að muna hvort eftir öðru', og eg gleymi því aldrei, hvað hjartanlega hún bauð mig vel- kominn heim; í þessu ánægjulega kaffi- boði, hitti eg fornvin minn og skólabróð- ur, Dr. Sigurð Nordal, og þótti mér það mikið meira en algengt gaman; eg sá hann nokkrum sinnum seinna, þenna óviðjafnanlega afburðamann í ríkí ís- lenzkra bókmenta. — % Um kvöldið sátum við ríkmannlegt heimboð hjá biskupshjónunum; þau; áttu þá heima á Öldugötu, en eru nú, að því er eg bezt veit, flutt í hús, sem nefn- ist Gimli; er það viðeigandi nafn á heim- ili, þar sem jafn göfugir höfðingjar ráða ríkjum og þau Sigurgeir biskup og frú Guðrún; börn þeirra öll sverja sig glöggt í ætt að prúðmensku og ástúð. En hve ramíslenzkur andi hvíldi yfir biskups- heimilinu! Hinn ljúffengi matur var al- íslenzkur, og við fengum þar meðal annars krækiberjaskyr. — Eftir að borðum var hrundið, var brátt byrjað á því að taka lagið; þarna Uppeldismálin til eflingar friðar og farsœldar í heiminum Steingrímur Arason segir frá alþjóðasamtökum, sem ísland er aðili að. “Uppeldismálin geta verið einn snarasti þátturinn til efl- ingar friði og farsældar í heim- inum. Það sást greinilegast eftir síðasta stríð, er tvö ríki 1 Evrópu og eitt í Asíu notuðu uppeldis- málin til stpíðsundirbúnings og undirbúnings einræðis og >kúg- unar. En nú hefir verið stofn- ,að|ur abþ-jóðafélagsskapur, sem hefir það markmið að beita upp- eldismálunum til friðar og auknu bræðralagi með þjóðun- um. Vænta forystumenn þess félagsskapar sér góðs af starfinu og þegar hefir náðst talsverður árangur með stofnun UNESCO, fræðslu- og vísindadeildar Sam- einuðu þjóðanna.” — Á þessa leið fórust Steingrími Arasyni, kennara orð er eg átti tal við hann í gær. Steingrímur og kona hans hafa dvalið í Bandaríkjunum á sjö- unda ár undanfarið, en þau hjón- in komu heim með “Salmon Knox” í-fyrradag. Alþjóðasamband uppeldismála. Er eg spurði Steingrím Arason um störf hans í Vesturheimi á undaniförnum árum, sagði hann, að sér fyndist, að merkilegasta starfið, sem hann hefði unnið þar vestra, væri í sambandi við Alþjóðasamband í uppeldismál- um. Hann hefir setið fundi NEA (National Education Associa- tion) árlega undanfarin fjögur ár, en í þeim félagsskap eru 7,500 félagar, alt kennarar og skóla- starfsmenn. Hefir félagsskapur þessi unnið viðtækt starf og far- sælt fyrir uppeldismálin. Hugmyndin um félagsskapinn vaknaði eftir fyrri heimsstyrj- öld og var þá komið upp alþjóða félagsskap til þess að ala menn upp tii friðar. En stjórnmála- mennirnir skildu ekki hve upp- eldismálin eru sterkur þáttur í framkomu og hugsun. Gamla þjóðábandalagið gaf þessu lít- inn gaum, að undanskildum ein- um fulltrúa frá ríki í Mið-Ame- átt að uppeldismálunum verði nú ekki aftur gleymt þegar frið- urinn verður undirbúinn. Þegar stofnun Sameinuðu þjóðanna var undirbúin náðist sá áfángi, að stofnað var til UNESCO innan þess félagskapar. Fundur var síðan haldinn í Endicott í New York ríki í sum- dr, þar sem endanlega var geng- ið frá alþjóðasamibandi kennara og þar gekk Ísland í félagsskap- inn. Steingrímur hefir þýtt útdrátt úr ræðum fulltrúa á þessum fundum og ennfremur ávarp það, sem Bandaríkja-forseti sendi þinginu. Er hér um merki- legt plagg að ræða fyrir kenn- ara og verður sennilega gefið hér út, en það er ekki ákveðið hvar, eða (hvenær, ennþá. Rithöfundarstörf. Á meðan Steingrímur Arason dvaldi í Bandaríkjunum samdi hann tvær unglingabækur, sem báðar gerast á íslandi, Sú fyrri heitir “Smokey Bay” en hin “Golden Hair.” Báðar bækurnar fengu góða dóma í Bandarikjun- um. Carnegie Institute valdi t.d. “Smoky Bay” sem eina af 12 beztu bókum. >sem gefnar hafa verið út í Bandaríkjunum og sem bezt væru fallnar til að kynna amerískum lesendum aðr- ar þjóðir. “Foreldrablaðið” í New York benti* á hana sem mjög góða bók. Steingrímur kendi einn vetur við New York háskóla. — Það voru að mestu hermenn af nor- rænum ættum, sem sóttu fyrir- lestra til hans. — Kendi Stein- grímur menningu, siði og sögu N orð ur landanna. Þá vann hann hjá Vilhjálmi Stefánssyni, landkönnuði. — Vilhjálmur var að semja hand- bók fyrir hafnsögumenn í Norð- urhöfum og vann Steingrímur að bókinni með honum. Skemtileg ferð yfir Atlantshaf Að lokum segir Steingrímur Arason frá ferðinni heim frá New York. — Eg hefi farið átta sinnum yfir Atlantshafið, en eg held að þessi ferð hafi verið sú skemti- legasta. “Salmon Knot” er ekki nema venjulegt flutningaskip, en skipstjórinn. Brush kapteinn, hafði lag á því, að gera alt svo heimilislegt um borð í skipinu. Hann hefir sjálfur valið skips- höfn sína og það má segja, að þar er valinn maður í hverju rúmi. Veðrið gerði sitt til þess að ferðin yrði skemítileg, því að það var enginn farþegi sjóveikur, en það var líka sífeld kátína alla leiðina frá byrjun til enda og þó var aldrei gripið til víns alla leiðina. Einu sinni fór eg með hafskip- inu ‘Leviatan” yfir Atlantshaf, að vetrarlagi. Þar voru öll þæg- indi um borð, stórir veitingaskál- ar og skemtitæki, sundlaug og 'hvað eina. Það voru meira að segja kýr og hænsni um borð, en mér er það efamál hvort ferðin var skemtilegri. Síðasta daginn var afmæii um borð hjá okkur í “Salmon Knox.” Einn farþeginn, Anna Thorodd- sen, átti 16 ára afmæli. Þetta var hið svonefnda “skipstjórakvöld”, síðasti dagurinn áður en komið var í 'höfn. Efnt var til veizlu með afmælisköku og öllu til- heyrandi. Með leyfi skipstjóra flutti eg minni afmælisbarnsins og orti ennfremur til hennar af- mæliskvæði. í einu orði sagt, ferðin var sér- staklega skemtileg. —Mbl. 6. des. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar ríku. Tillögur hans fengu ekki hljómgrunn þá, en nú sjá menn, að uppeldið getur orðið til ills eða góðs, eftir því hvernig því er hagað. Að nýafstaðinni styrjöld lok- inni efndi NEA til alþjóða sam- taka og náði kennurum frá næstum öllum löndum heims til að vera fulltrúar á alþjóðafundi. Ætlunin er að reyna að hafa á- hrif á stjórnmálamennina í þá sungu allir, biskupinn krafðist þess, og að óhlýðn- ast honum í boði á hans eigin heimili, náði vitan- iega ekki nokkurri átt; af- burðagóður s ö n gv a r i, Ragnar Stefánsson ofursti frá Baltimore, söng um kvöldið margt einsöngva við mikla hrifningu; þetta snerist upp í yndislegt og ógleymanlegt söngkveld. Eg fann til þess, er við hjónin komum til herbergja okkar á Stúdentagarðinum um kvöldið hvað ríkiskirkj- an íslenzka, og reyndar þjóðin í heild var lánsöm, að eignast jafn hollan leið- toga og Sigurgeir biskup er, á tímum þess alvarlega ölduróts, er að nokkru leyti hafði skapast í þjóðlífinu vegna hernámsins og af öðrum ástæðum líka; allir dagar eiga kvöld, og svo fór einnig um þenna unaðs- lega dag í höfuðborg ís- lands; daginn eftir áttum við einnig von á ýmissum ógleymanlegum æfintýr- um, og því skynsamlegast að taka á sig náðir. —Framh. Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dak Joe Northfield Backoo, N. Dakota. Árborg, Man ... K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man. M. Einarsson Baldur, Man. O. Anderson Bellingham, Wash Árni Símonarson Blaine, Wash Árni Símonarson Boston, Mass Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak Joe Northfield Cypress River, Man O. Anderson Churchbridge, Sask ... S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask. Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson 1 Gerald, Sask. C. Paulson Geysir, Man K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson Hnausa. Man ... K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man O. N. Kárdal Langruth, Man John Valdimarson Leslie, Sask Jón Ólafsson Lundar. Man Dan. Lindal Mountain, N. Dak Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton, Man. ... K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Sclkirk, Man. Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask J. Kr. Johnson Vancouver, B.C F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.