Lögberg - 09.01.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.01.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JANÚAR, 1947 5 ÁHUGA/HÁL I >1 SS.4 Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Viðsjárverðar skemtanir Það hefir áður verið minst á það hér í dólkunum hive við- sjárverðar sumar hreyfimyndir eru fyrir börn. Móðurinni dettur e- t. v. ekki í hug, þegar dreng- urinn hennar, 10 ára gamall, bið- ur hana um cent til þess að fara : “show”, að 1 því geti verið hætta fólgin. Þvert á móti hugsar hún sem svo: Jú, það er bezt að lofa honum að fara, eg veit þá hvar hann er þá stund- ina, og þar fer hann sér ekki að voða. Vitanlega kemur ekkert fyrir hann líkamlega, er sa'kar hann, þar sem hann situr í leikhúsinu með allan hugann á myndinni. Hann drekkur í sig hvert einasta orð og lifir í viðburðinum, sem þarna eru sýndir. Á þessum aldri er ímyndunaraflið sterkt, börn- unum finst þau sjálf vera sögu- hetjurnar, þegar þeim finst myndin spennandi, skerpist at- hyglin; ekkert fer fram hjá þeim og þau muna þessar mynda sýningar miklu lengur en full- örðnir. Það er og eðli barna að stæla fullorðna fólkið. að leika sjálf þær leiksýningar, er þau sjá og þeina hefir þótt gaman að. Af þessu er augljóst að hreyfi- myndirnar geta haft mikil áhrii a lei'ki og sálarlíf barnanna, ann- að hvort til góðs eða ills. Drengurinn þinn er ekki í lík- amlegri hættu, þar sem hann sit- ur í leikhúsinu, en hann getur biðið þar siðferðislegt tjón. Sumar myndir beinlínis kenna börnum ýmsa hrekki. strókapör °g ljóta framkomu. Til þess að ayna, að þetta er ekki sagt út i hott, skulu tekin hér nokkur dæmi, er skýrt er frá í grein, er birtist i Progressive Educa. yn og heitir “Crime Kinder- garten. sjukrahúsi í einni stórl var því veitt eftirtekt að virtist faraldur að því að i ingsdrengir löskuðust á h Rannsókn leiddi í ljós, að nj hafðr verið sýnd þar hreyfin um “Dead End Kids” og str flokkar í grendinni böfðu þ tekið sér til fyrirmyndar daga aðferðir, er sýndar vc myndinni, að varpa mótst manni sínum til jarðar og 1 síðan höfði hans við steinstr þar til höfuðskelin laskaðis Þektur sálfræðingur segír 14 ára gamalli telpu. Er fori arnir skildu hana eina heima eitt sinn bauð hún þa; tveimur ungum drengjum. I um unglingum datt nú í hu þau skildu leika ástarleik þau höfðu nýlega séð á hr mynd. Þau klæddu sig sam- kvæmt leikhlutiverkunum og settust síðan að drykkjuborði eins og hreyfimyndastjörnurnar höfðu gert; siðan færðist leik- urinn inn í setustofuna. i For- eldrarnir komu heim og sáu sér til skelfingar að börnin, sem vitanlega voru óvön áfengum drykkjum, höfðu farið miklu lengra í leik sínum, en sýnt var 1 hreyfimyndinni. 1 South Bend, Indiana, var hópur af unglingum tekinn fast- ur, er framið höfðu alls konar af- brot. f vörzlum þeirra fundust teikningar af her'bergjaskipun í bankanum og nokkrum verzlun- um, er þeir höfðu í hyggju að raena. Þeir sögðu lögreglunni að þeir hefðu lært að skipuleggja nansferðir af hreyfimyndinni um glæpamanninn Dillinger. 1 Indianapolis fór 14 ára gam- all drengur út úr hreyfimynda- húsi og stal bíl. Hann sagði lög- rieglunni að hann hefði lært af ruyndinni hve auðvelt — og hve djarfmanniegt það væri að stela bíl. Þessi dæmi nægja til að sýna það, að margar hieyfimyndir eru óbollar fyrir börnin og geta leitt þau í ógæfu. Foreldrar ættu því að hafa strangt eftirlit með því hverskonar hreyfimyndir börn þeirra sækja. + Fáein orð um tvær af bókum Pearl S. Buck Það hafa nokkrum sinnum flogið fyrir mann umsagnir um Pearl S. Buck og sumar af bók- um hennar, en sérstaklega, auk ágripa af æfisögu hennar, eitt þeirra kom í Lögbergi nýlega upp úr blaði að heiman, þá hef- ir þar og víðar verið minst á bókina hennar: “Good Earth”, svo sem eðlilegt er. Á meðal þess er þessi mikli •rithöfuhdua: háfir skrifað snemma á árum eru tvær bækur, sem slá alveg sérstaklega skýru ljósi á uppruna hennar sjálfrar og æfi foreldra hennar. Það eru bækurnar: “The Fighting Angel” og “The Exile”. Engill í hernaði, er faðir hennar en Út- laginn, er móðir hennar. Bækur þessar lýsa uppruna foreldra hennar, það er þjóðern- um í Evrópu, umhverfi þeirra í Bandaríkjunum og kynslóðinni á undan henni þar. Giftingu for- eldra hennar og burtför ungu hjónanna í trúboðsferð til Kína. í Kína kemur aðalsagan, svo glögg og greinileg að því er virð- iist, af hinum framúrskarandi sterka trúar og karaktermanni, sem leggur út í bardagann við myrkrið, og heldur þeim bar- daga áfram í áratugi. Um konuna má segja nákvæm- lega það sama og engu minna. Hún var bæði fíngerð og sterk, þó stundum lægi við að hún ætti við ofurefli að etja. Allmörg börn og heimilishald í ókunnu og ólífcu landi þvá er hún var upp- alin í og ótal raunir, sem stöf- uðu beint frá trúboðinu. Ofan á alt hennar erfiði sem móður og húsmóður, Iþátttaka hennar í trú- boðsstarfinu sjálfu innan þeirra vébanda, sem talið var að kona mætti taka þátt í. Hún mátti meðal annars taka vinkan þátt í þýðingu Nýja Testamentisins úr grísku með manni sínum. í það fóru feikn af kröftum hjónanna og efnum. Svo má segja um fleira, er að þesSu máli laut. Ýimsar frásagnir eru hér innan í vafíar, úr bæði bversdagslífi Iheimafólksins, sem og lífi ann- ara trúboða en þeirra sjálfra, sem og frásögn á persómulegri afstöðu höfundar sjálfrar til kirkjunnar á unglingsárunum. Bækurnar báðar eru framúr- skarandi fróðlegar og ritaðar af þeirri snild, það er: Látlausri og hreinskilnislegri framsetn- ingu, sem þessi vel þekti rithöf- undur er kunn fyrir. Rannveig K G. Sigbjörnsson. ♦ ♦ ♦ SAGT UM KARLMENN Prúðmenni er maður, sem aldrei særir aðra óviljandi. Maðurinn er ungur, éf kona getur gert hann sælan eða van- sælan. Hann er miðaldra, ef kona getur gert hann sælan, en ékki vansælan. Hann er gamall og farinn, ef kona getur hvorki gert hann sælan né vansælan. — Eiga vindlarnir að vera Sterkir, frú? — Já, endilega þeir allra sterk- ustu, því að manninum mínum hættir svo við að brjóta vindla í vasa sínum. Jarðneskar leifar Jónasar Hallgrímssonar jarðsettar á Þingvöllum hvetja til þjóðareiningar og sam- taka og baráttu í frelsis- og fram- faraátt. Jónas trúði á framtíð íslands og sú trú hans var bygð á traustinu til guðs. Frá gröf hans í dag berst því þetta hróp hans til yztu stranda og inn til dala: “Veit þá engi, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fölkið þorir Guði að treysta, hlekki að hrista, hlýða réttu, góðs að bíða.” Hann féll ungur í valinn. En gjöf hans til íslenzku þjóðarinnar fellur aldrei úr gildi. Og vér erum öll á einu máli um það, að sú þjóð er vel á vegi stödd, sem á sonu að missa, sem eftir sig láta arf, líkan 'þeim, er Jónas Hallgrímsson gaf sinni þjóð. Mannsæfin er altaf stutt og flestum finst gröfin 'köld og dimm. Skáldið Einar Benediktsson, sem nú hvílir hér við hlið Jónas- ar átti sammerkt í því að horfa til austurs í sólarátt og sjá þar anda ný heimkynni lífsins. Hann sagði: “Þar hjartað verður hreirrt og skilur fyrst að heimþrá vor til guðs er lífsins kjarni, því glampar eilífð yfir hárri list, sem engilsvipur Ijómi yfir barni.” Yfir þjóðargrafreitnum ljóm- ar eiliíft ljós og eilíf von. Líkamsleifar þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar verða nú vígðar íslenzkri mold. Þjóðin krýpur við gröf hans í hljóðri þökk. En andi hans og ljóð munu lifa. Að lokinni ræðu biskupsins söng Dómkirkjukórinn með und- irlei'k Lúðrasveitarinnar: “Ó, guð vors lands.” Er sáðiistu tónar lofsöngsins voru dánir út kastaði séra Hálf- dán Helgason. prófastur, rekun- um og athöfninni lauk með því, að sungið var: “Gefðu að móður- málið mitt.” Jarðneskar leifar Jónasar Hall- grímssonar hafa nú hlotið hinsta hvílurúm, en ljóð hans lifa í hverri íslenzkri sál meðan “Ast- kæra, ylhýra málið” túlkar sí- gildan menningararf sveita- drengsins frá Hrauni í Öxnadal. —Vísir 18. nóv. GAMAN 0G ALVARA Skip var úti á reginhafi. Kona, sem var fanþegi, tók léttasóttina. Enginn var svo vel að sér um borð að geta hjálpað henni. En skipið hafði talstöð og nú hringdi skipstjórinn til læknis í næstu höfn og bað um ráðleggingar. Þær fékk hann og fór eftir þeim. Alt gekk vel, barnið fæddist og konunni leið vel, en alt var samt ekki búið, því að konan fær hríðir aftur. Aftur varð skip- stjórinn að hringja til læknisins og spyrja, 'hvað hann ætti nú að gera. “Farið að eins og aður,” var svarið. Jú, konan ól annað barn, og alt gekk að óskum — en maður konunnar, sem var meðal farþega lagðSst veikur. Harrn þoldi ekki ósköpin. ♦ — Eg hefi verið óheppinn með ■báðar konurnar mínar. Sú fyrri hljóp frá mér, en hin vill ekki fara. ♦ Bankastjóri hefir fína veizlu! og hefir fengið frægan fiðlu- 'leikara til þess að skemta gest- unum. Fiðluleikarinn sýnir hon- um hina gömlu og dýrmætu fiðlu sína um leið og hann segir: — Stradivarius. Rúmlega 200 ára. Bankastjórinn verður áhyggju- fullur á svip. “Vonandi tekur enginn eftir því,” sagði hann svo loks. Himnesk fegurð varpaði helgi- blæ á hinztu kveðju íslenzku þjóðarinnar til “listaskáldsins góða.” Klu'kkan rúmlega 12 s.l. laug- ardag hófst minningarathöfn um þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson í kirkjunni á Þingvöllum. Bæði kirkjan og 'kistan, sem jarðneskar leifar Jónasar hvíldu í var smekklega skreytt blómum og sveigum. . Athöfnin hófst á því, að dóm- kirkjukórinn söng þrjú vers úr sálminum “Alt eins og blómstrið eina.” Þá flutti Bjarni Jónsson vígslu- bisikup skörulega og andríka ræðu. “Fátækur var Jónas, en hann hefir auðgað marga. Heið- rí'kjan er altaf jafnbjört yfir óskabarni Islendinga”, sagði séra Bjarni m. a. Heiðríkjan mun sjaldan hafa verið bjartari yifir Þingvöllum, en er athöfn- inni í kirkjunni var lokið með því að dómkirkj ukórinn söng: “Víst ertu Jesú kóngur klár.” Mistrið, sem hafði hulið nokkurn hluta fjallahringsins er austur kom var gersamlega horfið og nóvembersólin 'helti geislaflóði sínu yfir snævr þakta ættjörð sonar “ylhýra málsins”. Úr fcirkju báru kistuna þing- menn, en utan við kirkjuna tóku við rithöfundar og nátúrufræð- ingar; báru þeir kistuna síðasta spölinn í þjóðargrafreitinn. 1 grafreitnum lék lúðrasveit Reykjavíkur Oratorium eftir Handel og meðan kistan seig niður í gröf’ina lék Lúðrasveitin “ísland, farsældar frón” og dóm- kirkjukórinn söng. Meðan ómar dagsins bárust út í vetrarkyrð- ina og kista Jónasar hvarf í ætt- jarðarskaut breiddist hátiðleg kyrð og ró yfir alla, sem við- staddir voru. Næst var sunginn sálmurinn “Faðir andanna.” Þegar biskupinn yfir Islandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, tók til máls endurvarpaði hamra- veggur Almannagjár hverju orði í ræðu hans, sem hér fer á eftir. “Drag sikó þína af fótum þér, því að sá staður, sem þú stend- ur á, er heilög jörð.” — 2. Móse- bók, 3. 'kap., 5. vers. Frá upphafi Islands bygðar hafa Þingvellir verið heilagur staður þjóðar vorrar og saimofinn sögu hennar og kjörum. Enn í dag beinir íslenzka þjóð- in huga sínum 'hingað. Hér í þjóðargrafreitnum hefir hún nú ákveðið að búa ástfólgnustu son- um og dætrum Íslands hinzta hvílurúm. Hér vill 'þjóðin d móðurást breiða yfir beðinn þeirra, er æfisólin er hnigin. Líkamsleifar Jónasar Ha\l- grímssonar, hins góða sonar ís- lenzku þjóðarinnar, hafa verið fluttar hingað og ‘búinn hér stað- ur. Og í dag eru honum nær og fjær vottaðar þakkir og ást fyr- ir “kvæðin, ljúfu, þýðu.” Öllum er það Ijóst, að þau æfi- ár, sem Jónas dvaldi í fjarlægð frá Islandi, þráði hann landið heitt alla daga, það er eins og hann horfi heim í djúpri þrá, er “á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að föðru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðúm,” horfi heim í söknuði og þrá. Hann nefndi þetta fagra ljóð: “Eg bið að heilsa.” I raun og veru var hann í ljóð- um sínum öllum að biðja að heilsa íslandi, senda því ástar- kveðjur. 1 þeim ljóðum voru fólgnar heitustu óskir hans og bænir Islandi til handa hrifning hans og aðdáun á náttúrufegurð- inni heima og hinum dýrðlegu kraftaverkum Guðs, sem hann sá blasa við hér. Vér þekkjum ást hans og að- dáun á þessum stað. Hann lýsti þeim tilfinningum sdnum meðal annars í tveimur kvæðum, sem eru í flofcki fegurstu og beztu ljóða hans: “ísland, farsælda- frón” og “Fjallið Skjaldbreiður.” Nú eru líkamsleifar hans flutt- ar heim og lagðar við brjóst fóst- urjarðarinnar, eins og barnið í móðurfaðm. í dag minnist is- lenzka þjúðin Jónasar viðkvæm- um huga. Minningarnar kcwna tii vor. Fyrst sjáum vér í anda íátæka sveitadrenginn norður í Öxnadal. Aðeins 9 ára gamall tekur hann að reyna að skiija, að mannlífið er ekki aðeins ljós og gleði, heldur einnig skuggar og sorg. Þá þegar varð hann að beina veikum fótum sínum út að gröfinni. Faðir hans var skyndi- lega kallaður burt og Jónas gleymdi ekki hinum sára harmi, þótt árin liðu. “Man eg þó missi minn í 'heimi fyrstan og sárastan er mér faðir ihvarf.” Og hann segir lika: “Man eg minnar móður tár.” Þannig reyndist honum lífið snemma sársaukafult eins og svo mörgum öðrum. En í sorg og reynslu ljúkast upp heimar — sem ella eru loikaðir og margt fagurt sprettur þá fram d manns- huganum, sem vökvað helgum tárum öðlast undraverðan vöxt og fegurð, enda sagði Jónas svo fallega: “Þá er það víst að beztu blómin gróa í brjóstum sem að geta fundið til.” Eg hygg, að reynsla Jónasar i lifsbaráttunni alt frá bernsku hafi opnað hug 'hans fyrir hinum æðri sannindum lífsins. Á hálum brautum, í fátækt og einstæðingsskap og fjarri land- inu, sem hann elskaði, sá hans skarpsikygni andi 'heim í sann- leiiks- og sólskinslöndin. Hann fann, að “það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi.” Og ef til vill er það talað út frá hans eigin reynslu þetta: “Þá sá alfaðir, sem öllu stýrir, grát í auga j ins einmana. Trúarstrengurinn i hörpu hans er hljómfagur. Trúin á föður- forsjón guðs. “Vittu barn, sú h’önd er sterk”. sagði hann. Island þafckar 'honum hans fagra hlut i frelsisbaráttunni. Þakkar honum ást hans á móður málinu, og þá fyrirmynd, sem hann gaf sjálfur í meðferð þess. Einn íslenzkur rithöfundur, sem nú er látinn, sagði þessi sönnu orð um hann: “Islenzk tunga skartar í ljóðum hans d allri sinni fegurð og tign, hreim- urinn í stuðlafallinu er skær og tær eins og úr gullstrengjaðri glgju-” Þáttur vinanna þriggja: hans, Tómasar og Konráðs gleymist íslendingum aldrei. Þeir voru trúir, sannir boðberar ættjarðar- ástarinnar, þjóðrækninnar og frelsisins. I dag hljómar harpa Jónasar enn i hjörtum vor Is- lendinga. Vér heyrum hljóminn hér á Þingvöllum og ’ sveitinni hans heyrast þeir: “Þar, sem háir hólar, hálfan dalinn fylla,” og um landið alt. Rödd hans hljóm- ar áfrarn um ókomin ár, alveg eins og hann sagði sjálfur um Tómas Sæmundsson. “Lengi mun hans lifa rödd, hrein og djörf um hæðir, lautir.” Vér íslendingar eigum mikil í- hugunarefni við þessa gröf. Hér rifjast upp hamingjuefnin og harmarnir, mistökin og sigrarnir. En beztu synirnir benda ævin- lega fram á við. Einnig þá er þeir eru fallnir og löngu liðnir. Þeir Strætisvagnastjórinn: — Gekk þér vel heim í gær? Farþeginn: — Já, en hvers- vegna spyrðu? Bílstjórinn: — Þú stóðst upp fyrir ungri stúlku, sem kom inn í vagninn, en samt voruð þið einu farþegarnir. Ertu hræddur við að borða ? Áttu vlð að strlða meltingarleysl, belging og náblt? Pað er óþarfi fyrir þig að láta slíkt kvelja þig. Fáðu þér New Discovery “GOLDEN STOMACH TÖFLUR.” 360 töflur duga I 90 daga og kosta $5.00; 120 duga I 30 daga, $2.00; 65 I 14 daga og kosta $1.00; Til reynslu, 10 centa dós — fæst I öllum lyfjabúðum. For Fast Service on DRY CLEANING DYEING - REPAIRING use Carry and Save Store In Your Locality or Phone 37 261 Perth’s 888 SARGENT AVE. Verzlunarmennlun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE GOLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.