Lögberg - 09.01.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.01.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 *vúi**‘?5* » jvVtc^ A Complele Cleaning Insiiiuiion PHONE 21 374 „ . A ^0*^0* Compleie Cleaning Insiiiuiion 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 9. JANÚAR, 1947 NÚMER 2 VANDRÆÐIN AUKAST I landinu helga er enn alt í uippnámi, og óróaseggjum af Gyðingastofni kent um alt, enda bendir flest til, að þeir séu vald- ir að óspöktunum; allmargir brezkir 'herforingjar og lögreglu- menn, hafa látið líf sitt af völd- <um þessa óvinafagnaðar, því einkum hefir verið að þeim veitzt; nú er umboðsmaður Breta í Palestínu kominn til London til þess að ráðgast um það við stjórnarvöldin þar hvað tekið skuli til bragðs; sýnast ýmsir háttsettir brezkir valdamenn þeirrar skoðunar, að óhjákvæmi- legt muni verða, að setja nokk- urn hluta landsins í herkvi, þótt vitað sé jafnframt, að slíkt hlyti að mælast víða illa fyrir, og þá ékki hvað sízt í Bandaríkjun- um, sem skorað hafa hvað ofan í annað á Breta: að leysa áminst deilumál með óvopnuðum samn- ingatilraunum; að öðru leyti má gera ráð fyrir að Palestínudeil- an verði eitt allra vandasamasta viðfangsefni sameinuðu þjóð- anna, verði því á ar.nað borð vísað þangað til lausnar, sem orð- ið getur óumflýjanlegt. ♦ 4- ♦ FJÖLGUN FÆÐINGA Á árinu, sem leið, fæddust í Winnipeg 7,010 börn; tala svein- barna var 190 hærri en mey- barna; árið 1945 nam tala barna- fæðinga í borginni 5,641. ♦ ♦ ♦ SEGIR AF SÉR Abel Pommerant sakdómari Bandaríkjanna í Neurnberg á Þýzkalandi, hefir sagt af sér því embætti, og byggir embættisaf- sögn sína á því, að ýmsir iðju- höldar þýzkir, 'hafi verið sakaðir um glæpi án þess að mál þeirra hafi verið nægilega undirbúin eða rökstuddar ákærur bornar fram á hendur þeim; ýmsir hinna ákærðu eiga að koma fyrir rétt þann 1. febrúar næstkomandi. ♦ ♦ ♦ SAMRÆMD vopna- framleiðsla Það hefir nýlega flogið fyrir, að umræður séu hafnar milli amerískra og brezkra hernaðar- valda varðandi samræming vopnaframleiðslu með hvorri þjóð um sig, og jafnvel urn sam- eiginlegar loftflotaaefingar. ♦ ♦ ♦ BLÆS EKKI BYRVÆNLEGA Með skjótum og óvæntum at- burðum hafa nú þau tíðindi gerst, að fylkisstjórnin í New Brunswick hefir rofið skatta- málasamning sinn við sam- bandsstjórnina, og krefst nú óð og uppvæg nýrra fríðinda og margháJttaðþa kjarabóta; hefir þetta tiltæki vakið mikið umtal hjá stjórnum annara fylikja, er nýlega höfðu að hliðstæðum samningum gengið, og þykir nú engan veginn óhugsandi að þær, að minsta kosti sumar hverjar, kunni að feta í fótspor New Brunswick og krefjast frekari ívilnunar af hálfu stjórnarvald- anna í Ottawa, sem sagt er, að ékki sé farið að lítast sem bezt á blikuna. ILLVIÐRI VELDUR TRUFL.UNUM Afskapleg. illviðri hafa geisað á ýmsum stöðum í Ontario und- anfarna daga; hafa orkuleiðslur víða farið svo úr skorðum, að iðnframleiðsla hefir stöðvast með öllu um hríð, svo sem í borginni Hamilton. ♦ ♦ ♦ HÆZTARÉTTARDÓMARI LÁTINN i Síðastl. þriðjudagsmorgunn lézt að heimili sínu í Ottawa, Hon. A. B. Hudson, dómari í hæztarétti Canada 71 árs að aldri, hið mesta valmenni; hinn látni hæztaréttardómari gaf sig um alllangt skeið við opinber- um málum, var kosinri á fylkis- þingið í Manitoba árið 1915 og tók sæti í Liberal ráðuneyti því, er Hon. T. C. Norris þá mynd- aði, sem dómsmálaráðherra; því embætti gegndi hann aðeins í tvö ár, og varð þá Hon. T. H. Joihnson eftirmaður hans; þessi látni roerkismaður átti um nokkurt skeið sæti á sambands- þingi sem óháður Liberai fyrir Suður-Winnipeg kjördæmið, en dómari í hæztarétti var hann skipaður árið 1936. ♦ ♦ ♦ * ÁSAKAR BÁÐA JAFNT Sendiherra Bandaríkjastjórnar í Kína, Mr. George Marshall, sem nú er á heimleið til skrafs og ráðagerða við Truman forseta, hefir lýst yfir þvl, að það sé þrá- kelkni (kínversku miðstjórnarinn- ar og forsprökkum kommúnista jáfnt að kenna, að ekki lánist að koma á friði í landinu. ♦ ♦ ♦ KREFST NÝRRAR LÖGGJAFAR í erindisbréfi til þjóðþingsins í Washington, hefir Truman for- seti kráfist þess af þinginu, sem nú er þannig skipað, að Republi- canar njóta meirihluta í báðum deildum, að það afgreiði löggjöf, er ó'helgi með öllu verkföll í höfuð-iðngreinum þjóðarinnar, svo sem í kolanámum, stáfverk- smiðjum og rafframleiðslu, að ógleymdum nauðsynlegustu samgöngutækj um; hvernig þing- ið verður við kröfu forseta í þessa átt, er enn vitaskuld ó- rannsakað mál. ♦ ♦ ♦ SKÆRUHERNAÐUR Að því, er síðast fréttist, er skæruhernaður enn í algleym- ingi á Grikklandi, og daufar horfur um samkomulag, eins og sakir standa; í skærum þessum, sem einkum eiga sér stað í út- kjálkum landsins, létu líf sitt á föstudaginn um þrjátíu manns. Nefnd sú af hálfu sameinuðu þjóðanna, sem til þess var valin, að rannsaka deilumál Grikkja, er enn ókomin til Aþenuborgar. ♦ ♦ ♦ Þórður Sveinsson, læknir Þórður Sveinsson prófessor andaðist í nótt. Hann var fædd- ur 20. des. 1872 að Geithömrum í Svínadal. Var hann yfirlæknir geðveikrahælisins á Kleppi í rúmlega 30 ár og kennari í iæknaskólanum og síðar háskól- anum um fjölmörg ár. Þessa mæta manns verður nánar getið síðar hér í blaðinu. —Vdsir 21. nóv. CONCERT TIL MANNÚÐARÞARFA Bruno Esbjörn “A Musical Journey Around the World with Bruno Esbjorn.” verður haldinn í Fyrstu lútersku kirkju á Victor Street á mið- vikudagskvöldið þann 22. þ. m. kl. 8.30. Mr. Esbjorn er fæddur í Sví- þjóð, en hefir dvalið í Banda- ríkjunum Síðastliðinn aldar- fjórðung; hann stundaði nám í fiðlulei'k bæði í Berlín og Prag við hinn ágætasta orðstír, og hefir túlkað list sína vítt um heim. Mr. Esbjorn hefir um tíu ára skeið gégnt prófessors em- bætti í fiðluleik við hinn fræga Bush-hljómlistarskóla í Chicago. Á áminstum hljómleikum túlkar Mr. Esbjörn hvorki meira né minna en músík fjórtán þjóða. Aðgöngumiðar, sem kosta 50 cents, 75 cents og $1.00, fást hjá hinum ýmsu lútersku söfnuðum í borginni. ♦ ♦ ♦ 24 manns húsviltir í Eyjum “Héðinslhöfði” í Vestmanna- eyjurn brann í gær. 24 manns mistu húsnæði sitt og mest af innanstokksmunum sínum. Þetta var íbúðarhús. sem var eign bæjarsjóðs Vestmannaeyja. Á efri hæð bjó Gísli Gíslason með konu sinni og 9 börnum þeirra. Á neðri hæðinni bjó Páll Guðmundsson, kona hans og 8 börn þeirra, og á þeirri hæð bjó einnig Ólafur Fálsson og kona hans með ársgamalt barn þeirra. Bjargaðist lítið af innanstokks munum, en það litla, sem bjarg- aðist, varð fyrir miklum skemd- um. -Fólk þetta var bláfátækt og á vafaiaust afar erfitt með að bæta upp þetta mikla tjón, sem það hefir orðið fyrir. —Vísir 8. nóv. ♦ ♦ ♦ INNFLUTNINGSMÁL Staðhæft er, samkvæmt nýj- um fregnum frá Ottawa, að eitt þeirra meginmála, er til um- ræðu koma á næsta sambands- þingi, og ebki ósennilega til end- anlegrar lausnar verði það, um fólksfLutninga til landsins; er mælt að ihaldsflokkurinn sé þess mjög fýsandi, að nýjum innflytj- endum verði 1 stórum stíl veitt innganga og framtíðar landvist í Canada; fram að þessu hefir stjórnin ekki svo vitað sé tekið ákveðna afstöðu til þessa máls, þótt slíks megi nú vænta áður en langt um líður, að því er inn- flutningsmálaráðherranum, Mr. Gardiner nylega sagðist frá, á för sinni um vesturlandið; naum- ast mun þó þurfa að gera þvi skóna, að stjórnin, eins og enn hagar til, verði fús til þess að opna dyrnar upp á víða gátt varðandi nýjan fólksstraum inn í landið. Afstaða íslands til Franco’s Thor Thors gerir grein jyrir ajstöðu íslands í Þ. S. Thor Thors sendiherra og for- maður íslenzku fulltrúanefndar- innar á þingi sameinuðu þjóð- anna tók þátt í umræðunum um Spánarmálin í stjórnmálanefnd- inni í dag og gerði þar grein fyrir atkvæði íslands og afstöðu til Franco. Raeðu hans var út- varpað, en þetta er fyrsta ræðan, sem sendiherrann heldur í nefnd á þingi S. Þ. AFSTAÐA ÍSLANDS Thor Thors sagði, að Island myndi sitja hjá við atkvæða- greiðslu um tillögu Pólverja um það, að Sameinuðu þjóðirnar slitu allar stjórnmálasambandi við Franco-Spán. Það gerðu þeir vegna þess, að ísland væri ekki í stjórnmálasambandi við Franco- Spán og þess vegna ekki rétt að þeir greiddu atkvæði um það atriði. Um tillögu Hvíta-Rússlands, þar sem farið er fram á, að Sam- einuðu þjóðirnar setji viðskifta- bann á Franco-Spán, til viðbót- ar því, að shtið verði stjórn- málasambandi við þjóðina, sagði Thor Thors, að íslenzka nefndin hefði ekki trú á viðskiftabanni, nema að trygt væri að allar þjóðir heimsins stæðu að því, og að stórveldin trygðu, að það yrði meira en pappársplagg eitt, eins og áður hefði komið fyrir, er viðskiftabann hefði verið sett. íslenZka nefndin myndi því greiða atkvæði gegn viðskifta- banni. Sendiherrann sagði hinsvegar, að íslenzka nefndin styddi til- lögu Kúba, að sett ýrði undir- nefnd í málið til að rannsaka bvaða leiðir væri heppilegastar til að koma á lýðræðisstjórn á Spáni. ISLENDINGAR ANDVÍGIR EINRÆÐI í ræðu sinni minti sendiherr- ann á, að íslenzka þjóðin væri andvíg einræði. — í aldir hafi lýðræði og frelsi verið í heiðri haft á Islandi og svo væri enn í dag. Islendingar væru á móti einræði í hverri mynd, sem það birtist. MIKLAR UMRÆÐUR Miklar umræður urðu um Franco-málið í stjórnimála- nefndinni í dag. Næstur á eftir Thor Thors talaði fulltrúi Kúba og mælti með tillögu sinni um, að undirnefnd yrði skipuð í málið. Hann þafckaði íslenzka fuLltrúanum og öðrum, sem hefðu lýst því yfir, að þeir myndu styðja tillögu Kúba. —Mbl. 5. des. ♦ ♦ ♦ Karmel-systrum fjölgar á íslandi Á síðastl. sumri komu hing- að til landsins frá Hollandi átta nunnur af hinni svonefndu Karmel-reglu, og verða þær í Hafnarfjarðarfclaustri. Eru því núna 10 nunnur aff þessari reglu í klaustrinu en ráðgert er að þrjár komi til viðbótar. Þá hafa tveir prestar komið hingað, þeir eru einnig hollenzk- ir og mun annar þeirra starfa í Hafnanfirði en hinn við sjúkra- húsið í Stykkishólmi, sem rekið er af kaþólsku fólki. —Vísir 12. nóv. Flug til lækninga Fyrir tólf árum var læknir einn í Strassbourg, sem var afar hrifinn af flugi og átti flugvél sjálfur. Einu sinni datt honum í hug, af rælni að fara í flugferð með barn, sem hafði kíghósta, og vita hvort það hefði áhrif á það að komast á loft. Honum var ekki grunlaust um, að hin snögga loftbreyting gæti haft einhver áhrif á ‘hóstann. Það reyndist líka svo, en ekki fyr en hann var kominn í meira en 2000 metra hæð. Þessari tilraun var veitt at- hygli í Sviss. Tveimur árum eftir að tilraunin var gerð í Strassbourg tók maður einn þar upp hugmyndina, og síðan 1938 hafa verið starfræktar “kíghósta flugstöðvar” í Bern, Basel og Zurich. Árangurinn hefir verið glæsilegur, svo góður að jafnvel á stríðsárunum lét ríkisstjórnin stöðvarnar fá bæði bensín og flugvélar, þótt hörgull væri á hvorttveggja. Flugstöðin “Alp- ar” í Bern heffir farið 200 slíkar læikningaferðir, með yffir 2000 sjúklinga. Til flugsins eru notaðar tveggja hreyfla farþegaflugvélar. Sjúkl- ingarnir verða að vera vel klæddir, því að allir gluggar í flugvélinni eru hafðir opnir, annars hafa loftbrigðin ekki nægilega sterk áhrif. Og þegar í hæðina kemur verður loftið kalt. Þegar vélin fer að ‘hækka í lofti sofna börnin oftast. vegna þess hve loftið er þunnt. Flugvélin fer upp í 4000-5000 m. hæð og sveimar í klufckutíma í þeirri hæð. Reynslan hefir orðið sú, að 70-80% aff sjúfcling- unum verða albata. En stundum hverfur hóstinn ekki fyr en eftir viku. í hverri flugvél er áhald, sem Skráir hæðina og hitastig loftsins og rafcastig. Er þetta borið sam- an við lækningaárangurinn til að sjá hvaða veðrátta hefir best á- hrif. I Svíþjóð er um þessar mundir verið að byrja kíghóstaflug. Það er Gautaborgarflugmaður Gösta Frankel, sem hefir forgöngu fyr- ir þessu í Svíþjóð. Hann hefir átt við mikla örðugleika að etja frá yfirvaldanna hálfu um fi rm- kvæmd flugsins, en loksins hefir honum þó tekist að fá leyfi fyrir benzíni. <| ♦ ♦ ♦ NÝ UNGLINGABÓK Síðasta bindið af Hrokfcin- skeggja, sem Sigurður heitinn Thorlacius skólastjóri valdi og þýddi fyrir Helgafell, er nú kom- ið út. Fyrra bindið kom út í fyrra og þótti frábær unglinga- bók. Með þessu síðara bindi er sagan af Hrokfcinskeggja, kon- ungi undirheima, öll komin út. Á þingi uppeldisfræðinga í Genf, sem Sigurður sat voru valdar nokkrar bækur, sem samkomu- lag var um að mæla með til út- gáfu fyrir unglinga Fer í þeim bókum saman Skemtilegt og spennandi lestrarefni og heil- brigð siðfræði. Er hiklaust ó- hætt að mæla með Hrokkin- sfceggja handa unglingum. —Mbl. 3. des. ♦ ♦ ♦ Aðalfundur félags Vestur- íslendinga Aðalfundur Félags Vestur-ís- lendinga var haldinn I Tjarnar- café, miðvikudaginn 20. þ.m. Meðlimir félagsins eru nú á annað hundrað og hefir þeim fjölgað verulega á starfsárinu. Stjórn féLagsins var endur- kosin: Hálfdán Eiríksson formaður. Þórarinn Gr. Víkingur, ritari. Guðni Sigurðsson gjaldkeri. Varaformaður var einnig end- urkosinn, séra Jakob Jónsson. Fjáihagur félagsins er góður. Séra Jaköb Jónsson flutti ítar- legt og snjallt erindi um vestur- -íslenzfcu skáldbonuna Guðrúnu Finnsdóttur. Heiðurgestur á fundinum var Birgir Halldórsson söngvari, sem er nýkominn heim að vestan. Fundurinn var hinn ánægju- legasti, mikill áhugi og bjart- syni um framtíðarstörf félagsins. —Vísir 25. nóv. Vinirnir Valt er að treysta á vinina, eg varla þekki neinn, sem er í hugsun einlægur og alveg hreinn og beinn. í vilja og skoðun viðkvæmur á vinum hafði eg trú; með aldri og reynslu hún entist lítt og öll á burtu nú. • Þó af þeim heyrist eitthvað gott, þeir eru dauðir mér. Þá eins og líkfylgd út við gröf minn innri maður sér. Eg kveð þá alla kalalaust er kvöldið fer í hönd; og svo er alveg sama mér hvar sigla þeir frá strönd. En sökum þess þeir sviku trygð, Eg sver þess dýran eið að sækja kraft í sjálfan mig og sigla eigin leið. Eg óska þess þó ýfist sjór eg aldrei mæti þeim, en standi framar fylking í, sem frelsar þennan heim. J. ,S. FRÁ KALDBAK.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.