Lögberg - 09.01.1947, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.01.1947, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JANÚAR, 1947 Margrét Werner “Nú held eg að hún hafi aldrei elskað mig. Ást mín og huglátsemi var henni aðeins þægileg tilbreyting í hennar til- breytingarlausa lífi. Þeir eru ekki án saka, sem útilokuðu hana frá skemtun- um og gleðskap — sem neyddu hana, svo að segja til að leita sér ánægju í einhverju, sem henni var nýtt og óvana- legt. “Og ennfremur, herra minn, tg setti hring á fingur dóttur þinnar og sór henni trygð og trúfesti; hún lofaði mér að hún skyldi verða konan mín. Bg get ekki lýst ást minni; en hún hefur verið minn styrkur og von ávalt síðan. “Eg lofaðist til að koma aftur eftir tvö ár, og sækja hana Við það að vera f jærlægur henni jók ást mína til hennar. Eg kom úr þessari ferð, sem ríkur maður og svo hamingjusamur í voninni um, að eg findi muna elskulegu Beatrice ó- breytta. Eg fór fyrst þangað sem hún var er eg kyntist henni — hún var þá hjá móður sinni; en eg greip í tómt, hún var þar ekki, og mér var sagt, að þessi unga stúlka, sem eg elskaði af öllu mínu hjarta, væri dóttir Cuming lávarðar. “Mér datt ekki í hug, að eg skyldi missa hana fyrir það. Ætt. tign og titill var í huga mínum einskisvirði á rnóti minni heilu og einlægu ást. Eg hugsaði alls ekki um það, hvort þú, sem faðir hennar vildir samþykkja giftingu okkar eða ekki; allar hugsanir mínar voru um hana. Eg fór til Elmwood. Eg skrifaði henni óg birti henni mínar heitustu lijartans tilfinningar í hverri línu. Hún sendi mér kalt svar. Eg skrifaði henni aftur, og krafðist að mæta henni. Hún sendi systur sína með svar til mín. Þá reiddist eg og skrifaði henni, að eg ætl- aði að krefjast þess að hún héldi loforð sitt við mig — að giftast mér. Eg krafð- ist að hún mætti mér á tilt.eknum stað, án þess að neinn vissi neitt um það. Hún samþyki það, og á fimtudagskvöldið kom hún að hliðinu við skógarrjóðrið. Eg man hennar mjúku bænarorð, hennar fríða stórlætislega andlit! Hún bað mig um að gefa eftir loforð sitt — gefa sig lausa. Hún sagði að það hefði, frá sinni hlið aldrei verið annað en barnalegt — heimskulegt hugsunar og skilningsleysi — og ef eg vildi gefa sér eftir þetta heimskulega loforð, skyldi hún ávalt vera vinur minn. Fyrst í stað vildi eg ekki heyra slíkt; en hver gat neitað henni um nokkuð? Ef hún hefði viljað biðja mig um að fórna lífi mínu fyrir sig, hefði eg með gleði gert það. “Eg lofaði henni að eg skyldi hugsa um það, sem hún bað mig, og við gengum saman ofan að vatninu. Hvert hár á höfði hennar var mér heilagt Hin hátt- prúða og stolta framkoma hennar kvaldi mig, og samt fanst mér ^lt sem hún sagði, svo viðfeldið og alúðlegt. Eg lof- aði henni að eg skyldi gefa henni eftir loforð hennar, ef hún vildi segja mér að það væri ekki til þess, að hún gæti giftst öðr um manni. Hún vildi ekkert segja um það. Fáein orð, sem hún sagði, æstu mig, — gerðu mig alveg brjálaðan.* Mér fanst sem blóðið syði í æðum mínum. Alt í einu kom eg auga á medalíuna, sem hún bar á brjósti sér, t>g eg spurði hana, hvers mynd það væri. Hún vildi ekki segja mér það. Eg reyndi, í stjórnlausri æsingu til að ná medalíunni. Hún greip hendi sinni um hana, og hörfaði aftur á bak og féll í vatnið. “Eg sver þess dýran eið, að það var lireint og beint slys — eg vildi ekki í neinum illum tilgangi hafa snert við einu einasta hári á höfði hennar; en fyrir- gefðu mér — fyrirgefðu mér í nafni alls, sem heilagt er! Það er mögulegt að eg hefði getað bjargað henni, en eg gerði það ekki. Eg gat auðveldlega hafa kast- að mér í vatnið og komið henni á land, en afbrýðissemin hvíslaði í eyru mér: ‘bjargaðu henni ekki handa öðrum — lofaðu henni að deyja’. Eg sá hennar hvítu hendi lyftast upp eftir hjálp, og eg sá vatnið ljúkast saman yfir höfði henn- ar. Eg hreyfði mig ekki; eg stóð alla nóttina á vatnsbakkanum og flúði það- an er lýsti af degi. “Eg er valdur að dauða hennar; eg hefði getað bjargað henni, en gerði það ekki. Reiði þín getur ekki gert líðan mína verri en hún er; hugsaðu þér bara hvað þetta hefir komið við mig. Fyrir tveimur dögum var eg sterkur og hraust- ur maður; í kvöld er sólin gengur til við- ar, verð eg ekki meðal hinna lifandi. Eg óska ekki eftir að sleppa undan dómi réttvísinnar; sendu þjóna réttvísinnar eftir mér; eg er ekki dauður; láttu þá taka mig. Ef eg verð dauður, þegar þeir koma, þá láttu þá grafa mig eins og hund. Eg bið hvorki um vægð, hlut- tekningu, né fyrirgefningu; eg verð- skulda það ekki. “Ef eg á nokkurn hátt gæti bætt úr því sem skeð hefir, vildi eg glaður líða hvert sem helzt píslarvætti og kvalir, til þess að það mætti verða; en það er ó- mögulegt. Eg tek minn dóm með*mér. “Herra minn, eg skrifa þessa sögu, að nokkru til, að létta byrði minnar eig- in samvizku og að nokkru til að frýja aðra af misgrun. Formwltu mér ekki fyrir það, að svo elskulegt og sakltust barn, eins og nokk- ur faðir hefir nokkurntíma átt, er gengið til hinnar eilífu hvíldar, sökum minnar brjálæðislegu afbrýði og hraklegu hefni- girni.” Þannig endaði þetta undarlega bréf. Lávarðurinn las hvert orð, og leit hvað eftir annað á hið rólega, dána andlit, sem hafði haldið heimulegheitum sínum leyndum. Það var eins og hvert orð brendi sig inn í hjarta hans, hvert orð virtist að standa augliti til auglitis fyrir sjónum hans sem ásakandi andar. Nú stóð hann augliti til auglitis frammi fyrir æsku yfirsjón sinni. Hans gáleysis sérgæðis óhlýðni við föður sinn. Giftingu sína, sem hafði sundurkramið hjarta föður hans og útilokað hann sjálf an frá því, að komast í tölu gagnlegra manna. Hið viðbjóðslega kænileysi fyr- ir öllum skyldum. Að slíta af sér öll bönd stórlætisfult lundarlag, sem kunni ekki að fyrirgefa; vanræksla hans við konuna og börnin sín — var nú alt komið að einum og sama enda þúnktinum. Hafði hann ekki gert sig sekan í synd og yfirsjón, mundi hún ekki, sem lá þar stirðnuð og dáin, vera lifandi í allri sinni fegurð. Hugsunin um það skar hann í hjart- að. Það var honum að ktnna. Beatrice hafði yfirsézt í því að kynnast Alfred Hankins; hann hafði gjört rangt í að reyna að vinna hennar unga og heita hjarta; en hann, sem yfirgaf börn sín í hendur ókunnugra, og vanrækti allar föðurlegar skyldur, hann hafði sannar- lega gert sig sekan um það, sem verra var. Nú sá hann í fyrsta sinn, hve hræði- lega að hann hafði vanrækt skyldu sína. Hann hafði hugsað sér sig sem nýmóð- ins hetju, en nú sá hann glöggt hvað hann virkilega var. Hann sá að hann var ekki einu sinni heiðarlegur maður, því heiðarlegur maður vanrækir aldrei skyldur sínar. Það var átakanlegt að sjá, hvernig sorgin beygði þennan hrausta og sterka mann. Hann hjúfr- aði sig að sínu dána barni og bað hana að fyrirgefa sér, því þetta væri alt sér að kenna. Lafði Edith kom til.hans þar sem hann sat hjá líkinu, og fann hann grátandi og bugaðri en hraustum mönn- um er títt. Hann fékk henni ekki bréfið né sagði henni neitt um játningu Hankins. Hann sneri sínu sorgmædda andliti að henni, og sagði: “Móðir mín, eg vil biðja þig um að senda strax eftir Lewis Dare, eg vil hann komi hingað eins fljótt og hann mögu- lega getur.” Hann fann að hann gat ekki afborið þetta hörmulega sorgartilfelli einsamall. Hann varð að hafa einhvern til að hugsa fyrir sig, ráðslaga fyrir sig, einhvern, sem gat hjálpað honum að bera þessa þungu byrði, sem var of þung fyrir hann einan. Það varð einhver að sjá mann- inn, sem hafði skrifað bréfið, og það var enginn betur til þess fallinn en Lewis Dp,re. Jarlinn, eins og hann var sundur- marinn af sorg, mátti aldrei fá neitt að vita um harmsögu Beatrice. í huga hans varð minning hennar að vera heilög og óflekkuð æfinlega. Það tók æðilangan tíma fyrir lafði Edith að finna hvar Mr. Dare var. Einn af þjónunum sem hafði ekið með hann á járnbrautarstöðina, mundi nafnið á staðnum þangað sem hann ætlaði. Hún vissi að kunningi sinn bjó þar í nágrenn- inu, og hún sendi honum strax boð. Þessum boðum var strax komið til Mr. Dare. Hann varð óttasleginn að heyra þessa hörmulegu sorgarfrétt, að Beatrice væri dáin, og lagði strax á stað til Elmwood. Hann gat ekki skilið í því, að þessi glæsilega frændkona sín væri dáin; sem hann hafði skilið við svo glaða og ánægða, fyrir aðeins einum sólar- hring. En þó honum væri erfitt að átta sig á því, þá lét hann ekkert aftra sér frá að fara strax ,til Elmwood, og hug- hreysta föður hennar. Hann vissi ekki hvernig það vildi til að það varð svona brátt um hana, hann hafði bara heyrt að hún hefði gengið út í svefni og dottið í vatnið. Það leið ekki langur tími þar til að Lewis Dare stóð við dyr þess herbergis, þar sem Beatrice lá liðið lík, og þar sem Cuming lávarður sat enn hjá líkinu. “Reyndu að fá hann til að fara út úr herberginu,” sagði lafði Edith; “hann hefir verið hér altaf síðan líkið var borið hingað inn.” Mr. Dare gerði eins og hún bað hann um. Hann fór inn í lestrarsalinn og gerði boð eftir Cuming lávarði, með þeirri orðsendingu, að hann fyndi sig ekki færan að fara strax upp í herberg- ið þar sem hin framliðna lá. Meðan hann beið í lestrarsalnum, heyrði hann að Lilian væri hættulega veik. Lafði Edith sagði honum hversu mikil breyting hafði orðið á henni, og það áður en systir hennar dó, en svo hefði hún tekið dauða hennar svo nærri sér, að hún væri nú sjálf í dauðans hættu. Hann þekti varla Cuming lávarð er hann kom inn. Hann var svo úttaugað- ur og fyrirgengilegur eftir hinar löngu næturvökur og bitru sorg, og hina sker- andi meðvitund um sína eigin yfirsjón og heimsku, hafði markað djúpar hrukk- ur á andliti hans. “Eg óskaði eftir að þú kæmir til mín, Lewis; eg er svo yfirkominn af harmi, að eg finn mig ekki mann t.il að bera þetta mikla mótlæti einsamall. Þú verð- ur að hugsa og ráðslaga fyrir mig; eg er ekki fær um að gera það,” sagði lávarð- urinn. Mr. Dare virti andlit lávarðarins fyr- ir sér, og hélt að það væri eitthvað meira en dóttur-missirinn, sem þrengdi að honum. “Það eru leyndarmál í hverri fjöl- skyldu”, sagði lávarðurinn, “og svo er einnig í minni — og hér er skýring á því, hvað var valdandi dauða Beatrice. Þeg- ar eg kraup við líkbörur hennar í gær, var mér fengið þetta bréf; lestu það, Lewis, og taktu svo umsjón á þessu í minn stað.” Dare las bréfið hægt og athugaöi hverja línu vandlega. Það komu tár í augu hans, varir hans titruðu og hann krepti hnefana. “Vesalings Beatrice!” hrópaði hann upp, og yfirbugaðist, og grét eins og barn. “Þessi heimski fantur!” hvæsti hann út úr sér, bæði í sorg og reiði, er hann hugsaði um hennar hræðilega daubdaga. “Að hugsa sér, að þetta hrakmenni horfði á hana deyja, og reyndi ekki að bjarga henni,” sagði hann í mikilli æsingu. “Sussu!” sagði lávarðurinn. “Hann stendur nú frammi fyrir dómara sínum. Hvað segir þú um það, Lewis? Vegna alvarlegrar deilu, sem eg átti við kon- una mína, yfitgef eg börnin mín og hana. Eg skifti mér ekki hið minsta af þeim, frá því þau voru kornung börn og þar til þær voru fullvaxnar stúlkur. Hversu mikið er eg ekki í sökinni? Mein- ifig mannsins var að lyfta Beatrice upp úr sinni lágu og óöfundsverðu stöðu, sem hún var í, og hann vildi gera það með því að giftast henni, eða, eins og hann segir, hefði honuiri aldrei dottið í hug að biðja dóttur minnar. Ef hann verðskuldar álas, hvað verðskulda eg þá?” “Já, Beatrice var í falskri afstöðu, það er satt,” sagði Mr. Dare. “Þetta leyndarmál má aldrei komast upp,” sagði lávarðurinn. “Markham jarl má aldrei fá að vita það — og eg held móðir mín afbæri það heldur ekki, þaö er nokkuð í bréfinu sem eg get ekki skilið, að Lilian hafi mætt honum. Eg held það sé ekki satt.” “Jú, það er satt!” hrópaði Mr. Dare, því nú skildi hann hvernig á þessari kvöldgöngu Lilian stóð. “Eg sá hana hjá honum. Ó, Cuming lávarður, þú getur verið stoltur af Lilian. Hún er hin göf- ugasta og bezta stúlka sem er mögulegt að hugsa sér. Hún lagði í sölurnar fyrir hamingju og velferð systur sinnar, sína eigin hamingju, ást og^velferð! Hún elskaði mig, og eg ætlaði, þegar Beatrice og jarlirin vwru gift, að spyrja þig að því, hvort þú vildir gefa mér Lilian. Eitt kvöld var eg að ganga í kring úti og reykja sígar, er eg kom auga á hana; hún var að tala við ókunnugan mann; hún leit út í andlitinu eins og hún væri að biðja um náð og hluttekningu; eg tók þetta sem samtal elskenda, 'Það var skammarlegt af mér að láta efa um ást hennar og einlægni ná valdi yfir huga mínum og dómgreind — að eg talaði um þetta við hana eins og eg gerði! Eg krafðist að fá að vita, við hvern hún hefði verið að tala, og hvert erindi henn- ar hefði verið til að mæta honum. Hún bað mig að hafa fult traust til sín, en hún vildi ekki segja mér neitt. Eg brúkaði ófyrirgefanleg orð og ásakanir við hana, og skildi við hana með þeim orðum, að eg vildi aldrei framar sjá hana. Systir hennar hefir sagt henni leyndarmálið, en hún ekki viljað opinbera það.” “Við getum ekki spurt hana um það núna,” sagði lávarðurinn; “lafði Edith segir að hún sé mjög veik.” “Eg verð að fá að sjá hana,” sagði Mr. Dare, “og biðja hana að fyrirgefa mér, ef hún getur gert það. Hvað get eg gert fyrir þig, Cuming lávarður? Segðu mér hvað þú vilt að eg geri, eins og eg væri sonur þinn.” “Eg vil biðja þig að fara þangað sem maðurinn lá dauðvona í litla húsinu. Hann keyrði hestinn sporum, eins og um líf og dauða væri að tefla; en dauðinn hafði verið fljótari í förum; Alfred Han- kins var dáinn. Húsmóðirin í húsinu, sagði Mr. Dare, að börnin, sem voru að leika sér úti á enginu, hefðu fundið mann liggjandi í grasinu, og að maðurinn sinn heföi far- ið að vitja hans, og borið hann heim. Hann hafði legið alveg hreyfingarlaus í marga klukkutíma; svo var eins og hann rankaði við sér, og bað um pappír, penna og blek. Hann skrifaðilangt bréf, sagði hún, og bað svo manninn hennar að koma því sem allra fyrst til Cumings lávarðar. Hann vildi ekki þiggja mat né drykk. Eftir svo sem tvo tíma fóru þau inn í herbergið þar sem hann lá, og ætluðu að reyna að fá hann til að neyta einhverrar hressingar, en þá var hann dáinn, og sneri andlitinu móti sólinni. Mr. Dare gekk inn í herbergið. Honum hvarf öll reiði úr huga, er hann sá það skelfingar ofboð, sem dauðinn hafði sett á andlit hins dána manns. Hve ógurlegar píslir hafði ekki þessi maður liðið, hvílíkt brennandi sálarstríð hafði hann ekki orðið að ganga í gegnum, áður en líf þessa hrausta manns slokknaði svo skyndilega út. Mr. Dare sneri sér frá hinum dána manni, hryggur í huga. Manneskjurnar eru veikar og orkulausar frammi fyrir dauðanum. Mr. Dare sagði konunni, að henni skyldi verða vel borgað fyrir þá hjúkrun, sem hún hafði veitt dána manninum, og að hann skyldi borga all- an kostnað við útförina. “Hann hefir kanske einhverntíma verið í þjónustu lávarðarins?” sagði konan. “Nei,” sagði Mr. Dare; “Cuming lá- varður þekkir hann ekki — hann hefir aldrei séð hann; en einn af vinum lá- varðarins þekti hann.” Það var höfð líkskoðun, og líkskoð- endurnir komust að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, að “Guð hefði kallað hann til sín.” Lát hans var aldrei set.t í samband við dauða Beatrice. Þegar Mr. Dare kom aftur til Elm- wood, fór hann strax á fund Cumings lávarðar. “Eg kom óf seint, maðurinn var dáinn löngu áöur en eg kom”, sagði hann. Þeir nefndu aldrei nafn hans. Lávarðurinn spurði ekki um hvar hann hefði verið jarðaður — og hann fékk aldrei að vita það. Sorgin hafði lagst sem þung og lam- andi martröð yfir alla á Elmwood. Lilian lá næstum fyrir dauðanum. Fólkið hélt að lávarðurinn mundi brátt verða barn- laus maður; en hann var svo sljór að hann hugsaði ekkert um það. Honum var sagt, að Lilian hefði ákafa hitasótt, og að líf hennar væri í hættu, en hann virtist að gleyma sínu lifandi barni í sorg sinni yfir henni, sem nú lá liðið lík. Lewis Dare bað lafði Eídith að fylgja sér inn í herbergið þar sem Lilian lá. En er hann kom inn, þekti hún hann ekki. í hennar mildu og blíðu augum var ekki annað að sjá en skelfilegan ótta; andlitið var ein .hitaglóð; hennar þurru og brennheitu varir voru á sífeldri hreyfingu. Hún talaði í sundurlausum orðum — stundum um bernskuheimili sitt, hjá mömmu og Beatrice — svo bað hún í sínum mlda og sorgmædda mál- róm um að Lewis vantreysti sér ekki — tryði sér — elskaði sig — ætlaði sér ekkert sem væri óheiðarlegt — þegar Beatrict væri gift, skyldi hún segja hon- um alt. —

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.