Lögberg - 09.01.1947, Blaðsíða 7

Lögberg - 09.01.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JANÚAR, 1947 7 DANTE og “Divina Comedia” Sólgull var í skýjunum þetta kvöld, yfir voginum við Spezia, segir sögnin. Munikaklaustrið Santa Croce del Corvo lá í glitri hnígandi sólar, geislar hennar léku um súlur og bogagöng og glitruðu í lindum og gosbrunn- um. Kýprusarnir gnœfa hnar- reis-tir og .þöglir við bjartan him- inn, eins og umgerð um logn- slóttan voginn, og undiraldan gjálpaði við fjörusandinn. Abótinn stóð við klaust-urmúr- inn. Hallaði höfðinu upp að múrnum og bæ,'ði varirnar — hann var að biðjast fyrir. Hann sá hylla undir einhverja mann- veru niðri á grundunum og rétti þá úr sér og athugaði manninn be-tur, er hann færðist nær. Inn- an stundar stóðu þeir andspænis hvor öðrum. Gesturinn var í meðallagi hár, í rauðrl kápu og með rauða hettu. Hann ivar gamallegur ásýndum, en í rann- sakandi augunum brann eldur. Hann kom hægt og virðuleg-a og staðnæmdist svo við klaustur- hliðið. Ábótinn spurði hvem hann vildi finna og lagði höndina á höfuð honum og blessaði hann. En það var eins og gesturinn heyrði ekki orðin. Hann ein- blíndi á klausturmúrinn rendi augunum yfir hina miklu bygg- ingu, rannsakan-di og sinnulaust í senn. Ábótinn endurtók s-purning- una. Þá lyfti gesturinn höfðin-u. Augu hans læstu sig inn í aug-u hins, með undraverðum krafti. Eg leita friðar. Friðar. Friðar Þessi mikli æfintýramaður og skáld miðaldanna hafði lifað ó- veðrasömu og umrótsmiklu lífi. Altaf ófarsæll. altaf í leit að friðnum, sem -hann hvergi fann. Hann hafði leitað hans á öllum þeim óteljandi stöðum, sem hann hafði gist á flækingi sínum, í djúp hyglum rannsókn-um og star-fi og í trúarbrögðum. Merkilegur snillingur og harmsögu-persóna urn leið, sem lifði á mearkilegum tíma. Það var aðalsmaðurinn, skáldið og hinn lærði vísinda- maður og heimspekingur Dante Allighieri, sem var kominn í heimsókn til hins fátæka munks. Menn vita lítið um fyrstu æfi- ár hans. En hann var fæddur arið 1265 og var af gamalli aðals- aett. Hið óky-rra stjórnmála- ástan-d, sem um þær mundir var raðandi í -borgunum á Norður- Italíu hefir vafalaust haft djúp áhrif á hið næma tilfinningalíf hans og orðið til að auka þrá hans eftir friði — ytri borgaralegum friði -og innri sálarfriði. Þegar hann var barn að aldri hafði -hann hitt Beatrice, sem varð æskuást hans. En þær ástir urðu hinum unga Dante tir mik- illa rauna — hún elskaði hann eklki á móti og þegar hún var 21 árs giftist -hún aðalsmanni einum. En eigi að síður elskaði Dante hann alla æfi sína — hún varð -drotning drauma hans alla aefi. Til þess að finna frið og gleyms-ku í ástarraú'num sínum fór hann að lesa heimspeki, guð- fræði og náttúrufræði með rnikl- um ákafa og komst um síðir að þeirri niðurstöðu, að heimspeki og vísindi vær-u aðeins einn þátt- ur -í hinum kristnnu trúaribrögð- um. Dante varð brátt fræg-ur sem rithöfundur og ljóðskáld og gift- ist aðalsmannsdóttur frá Firenze. Hann var þá nýbyrjaður á stóru riti í ljóðurn, sem átti að sanna að öll vísindi væru þjónar kristindóhisins. En þá gerðist atburður, sem átti að verða til þess að þroska hug hans og setja stimpil manndómsins á ljóðagerð han-s. í byltingunum í Firenze var Dante, þá 35 ára gamall, kos- inn í ráð eitt, sem átti að verða einskonar velferðarnefnd og halda uppi lögum og reglu í borg- inni. En það 'kom bráðlega á daginn að ráð þetta- hafði al- menningsálitið á móti sér; Dante og félagar hans -voru taldir ha-rð- stjórar og nú hóf-ust ofsóknir gegn þeim. Var leitað til Boni- faciusar VII. páfa, til þess að fá hjálp þaðan til að fcoma þeim frá. En Dante var sendur til páfa til þess að tala máli ráðsins við -hann. Meðan hann var í þeirri ferð varð bylting í Firenze, og þegar Dante var á heimleið- inni -frétti hann að hann og félag- ar hans ihefðu verið dæmdir í út- legð, og -ef þeir -dirfðust að koma til Firenze aftur skyldu þeir brendir á 'báli. Allar eignir Dantes, fastar og lausar, höfðu verið gerðar upptækar. Nú var Dante orðinn aumastur allra fá- tækra. Hann va-rð að leggjast í flakk og lláta konu siína og sjö börn þeirra eftir í fátækt í Firenze. Þann-ig va-r ástatt -fyrir honum er hann fór að vinna að hinu fræga verki sínu “Comedia” — sem síðar fékk iviðurnefnið “Divinia” — 'hin guðdómlega. . . . Samkvæmt málvenju þeirra tíma þýddi comedia kvæði, sem byrjaði alvarl-ega en lýkur með fögnuði og gleði. I þessum merkilega hundrað ljóða bálki, sem er alls 14,200 vísuorð, éru samankomin mi'ki-1 auðæfi lýs- inga og mynda og þar er aLvara og mannvit, sem vi-rðist fara vax- andi í hverit s'kifti, sem ljóðin eru lesin. . . . En lesturinn er enginn leikur, — efnið er erfitt viðfangs, og Dant-e veit það. Hann segir sjálfur við þann sem vi'U lésa það lauslega: Snú við og hættu þér ekki út á hafið . . “Divina Comedia” er í þremur aðalköflum: “Inferno”, “Purga- torio” og “Paradiso” (Helvíti, hreinsunareldurinn og paradís). í f-yrsta kvæðinu hverfur les- andinn inn í myrkvið syndarinn- ar. Skáldið er í hugaævíli og sjúkt af efa. Illar nornir kremja hjarta hans, heimurinn er í stríði, blóðþoku leggur upp af mýrun- um, ástriíðurnar fara um mann- kynið eins og fellibyljir og gera þá smáa og fyrirlitlega. Sjáifur mæðist hann undir þungri byrði. Hann veit, að -honum hafði verið trúað fyrir hl-utve-rki í lífinu, — sem hann hafði svikist undan. En hann veit ekki hvernig þetta hefir atvikast. Það er eins og illar vættir hafi stungið honum svefnþorn. 1 örvæntingu sinni -hrópar hann á Ihjálp og hann fœr hana. Það er rómverska skáldið Vir- gill, sem kemur og á að hjálpa honum gegnum helvíti og hreins- unareldinn. En við landamæri þriðja ríkisins, við þröskuld hi-mnaríkis tekur Beatrice við af Virgil — hún er tákn náðar Guðs. Dante -verður að þola margt áð-ur en hann kemst í Paradís. Hann verður að fara niður í undirheima h-orfa á hinar útskúf- -uðu sálir og hlusta á óp þeirra °g bænir um, að þeir verði af- máðir úr tilverunni. Hann geng- ur í stórum hóp upp Hieins-unar- fjallið, og er það þjáningafull ganga, en í allri þjáningunni heyrast þó há fagnaðaróp. Það er óp vonarinnar,, sem lifir þrátt fyrir alt. Þessa lækningu verð- ur Dante að gegn-umganga áður en hann fær að koma inn í frið- arríki sannleikans og kærleik- ans. . . . Og nú hefst þetta merkilega ferðalag. Virgill kemur og rétt- ir honum höndina. Þeir leggja af stað, Virgill á un-dan, Dante á eftir. Brá-tt koma þeir að a-far- miklum gíg, kringlóttum og eins og trekt ofan í jörðina. Að neð- an heyr-ist ógurlegur kliður af eymdarstunum og andvörpum. Næst koma þeir inn í forgarð Hel-vítis og hitta þar margt af hljóðandi og stynjandi fólki. Þar eru þeir ístöðulausu, sem ekki hafa haft þrek til að taka afstöð-u í lífinu, hvort iheldur var tii -góðs eða ills. Nú hefir þeim verið valinn staður, sem bæði er utan Hi-mnaríkis og Helvítis og þar hlaupa þeir í hring eins og vanka- sauðir, til eilífðar nóns. Helvíti sjálfu er skift í níu deildir, eftir þv-í hverskonar syndir gestirnir hafa drýgt. I fyrstu deild eru hinir “eðlu heiðingjar”. Skuggar þeirra eru á sáfeldu sveimi. Þeir eiga ekki sjálfir sök á syn-dum sínum og þessvegna eru þjáningar þeírra án kvala og kveinstafa. En þeir fá aidrei að koma inn í hina himn'esku Paradís. Þeir eiga úm alla eilífð að halda áfram að hringsóla u-m stór, græn engi, sem ná inn í óendanleikann, — í eilofri þrá eftir Guði. í hverri nýrri deild koma nýir syndarar og umh-verfið verður æ hræðil-egra eftir því sem lengra kemur. Dante og Virgill sjá syndara ástríð-unnar, sælkera, nina ágjörnu, villutrúarmenn og falsspámenn, freistara, þjófa og hræsnara. Þeir ihalda áfram lengra og lengra. Kvalaóp hinna fordæmdu fara hækkandi. svo að ekki heyr- ist -mannsins mál. En -þó eru þeir ekki enn komnir í helvíti vonskunnar. Það heist í 7. deild. Þar eru fyrst og frernst þeir, sem hafa brotið æ sér gagnvar-t öðrum, þvinæsi, þeir, sem hafa brotið gegn sjáif- um sér og loks þeir, sem hafa brotið gegn Guði. Víðáttumikii flæmi opnast inn í -myrkrið. I ærustunni og hávaðan-um frá óp- um hinna fordæmdu, kvalastun- um og andvörpum. rennur á. í henni er rjúkandi blóð. Beljandi fossar steypast fram af hengi- flugum. Þarna verða morðingj- arnir að kveljast í -blóðsjó, sjáiis- morðingjarnir grát'bæna um að þeir verði máðir út úr tilver- unni eð-a þeir -fái líkama aftur. Guðlastararnir lifa í eilíf-u eld- regni — tákn ákæru samvizk- unnar vegna þess að þeir lögðu nafn Guðs -við hégóma og hædd-u það. Dý-pst niðri, lengst frá sólinni, frá ljósin-u og frá Guði, er eiláfur kuldi. í þessu ásrí-ki, se-m aldrei hefir séð sólargeisla, eru níðing- arnir samankomnir. Þúsundir af frostbláum hönd-um teygjast upp úr klakanum, sumstaðar sjást afmynduð andlit í sprungunum og kveinstafir heyrast. En þeir, er þarna háfast við hafa fyrir löngu mist málið. í þessum frystikjallara helvítis eru meðal annars Kain og Júdas Iskaríot. Það eru hin köldu yfirlögðu svik, sem skáldið vísar til sætis þarna á botni allrar spillingar. Og þarna sjá gestirnir tveir Líka sjálfan höfðingja Helvítis — kon-ung í ríki kvalanna — í eilíf- um ís . . . Nú er ferðinni um Helvíti Lok- ið og Dante og Virgill eru komn- ir á Hreinsunareldsfjallið. Þetta er einstakt fjall og sér þaðan yfir óendanlegar sléttur. Yfir þeim er blikandi stjörn-uhiminn, sem á að fara að fölna m-eð komandi aftur- elding-u. Purgatoríið, eilífðarríkið, ligg- ur ósnortið í afarstóru heimshafi, fjarlægt og nærri í senn. Það er á yfirborði jarðarinnar, öldurnar leika um strendur þess, sól og stjörnur Lýsa, — en þarna er alt mikl-u hreinna og léttara en á sjálfri jörðinni. Áður en þeir félagarnir tveir geta byrjað ferðina um þ-etta ríki verða þeir að losna við skelfing- arnar og kvíðann, sem í þeim er eftir vítis&rðina. Þeir verða einnig að tjlá sig fúsa til að af- sala sér ölLu og láta þann sem ræður ferðinni, ákveða alt. Svo taka þeir á sig krans auðmýktar- innar. Nú kemur sólin upp og ferðalagið getur hafist. Þeir v-erða samferða öndum, sem þeir hafa þekt -í lifanda lífi. Nú nema þeir staðar -undir bröttu fjalli, til þess að leita sér að einstigi upp á tindinn og nú héfst fjallganga, sem bæði er erfið og hættuleg. Loks koma þeir upp á stall, en sjá þá að annað fjali ennþá hærra er fyrir ofan þá. Dan-te logar af þrá eftir að komast upp á efsta tindinn fyrir sólarlag, en þetta er margra daga erfið leið. Undir kvöld koma þeir í unaðs- Legan dal, vaxinn blómum, en það er mikili alvörublær y-fir öllum þeim, sem þeir hitta þar. Þeir hitfa þarna bon-unga og f-ursta, spekinga sem ígrunda vonsku veraldarinnar og geta ekki losnað -við -álhyggjur, sem þeir hafa haft í jarðiífinu. Einkennileg hamingja hvílir yfir öllu þarna í Hreinsunareld- inum. Þar er ékki hægt að rata nema meðan sólarinnar nýtur við. Undir eins og dimmir er ekki hægt að stíga nokkurt skref. Þ-ar verðiur að “vinna meðan dagur er, nóttin kernur þá eng- inn getur unnið.” Um sólarupprás morguninn eftir vaknar Dante og sér þá að hann er á einhvern dulartuiian hátt kominn að hliði Hreinsunar- eldsins. Þrjú þrep, sitt með h-verjum lit, liggja upp að hlið- inu, og á efsta þrepinu stendur engill með sverð í -hendi. Dante hneigir sig fyrir hin-um himneska varðmanni, en 'hann ristir á enni hans sjö blóðug P (peccat-um, sem þýðir synd). Svo opnast dyrnar að nýju ríki; þar er alt með öðrum svip en í helvíti. Þar heyrir Dante unaðslegan hljóð- færaslátt og söng, en orð söngv- aranna heyrast ekki fyri-r dýn hljóðfæranna. Andar koma fram, ákallandi frelsun og riðandi und- ir þung-um byrðum, sem þeir vilja varpa af sér. Allir eiga þeir að fara gegnum einlhverja hreins- un, hver á sinn hátt, eftir því hvaða syndir þeir hafa drýgt í jarðlífinu. Þarna fer Dante um ýmsar deildir, sem hver hefir sína syndáhreinsun með höndum. En við hverja deild, sem 'hann fer um, hverifiur eitt P-ið af enni hans. Alt í einu n-ötrar fjal-lið. Svo heyrist kliður, eins og allir and- arnir væru farnir að kyrja “Gloria in excelsis”. Þeir fá ebki að halda áfram fyr en söngnum og skjálftanum er lokið. Og nú skýrist ibrátt fyrir þei-m, hvað skeð hefir: í hvert skifti, sem ein sálin hefir lokið hreinsuninni og rís -upp, hreinsuð af allri synd, nötrar fjallið, og lyftandi fagn- aðarkend fer um a-lla þá, sem er-u að gera yfinbót. Loiks er próf uninni lokið. Öll P-in eru horfin. Þrjá daga hefir Dante verið að reika um þetta Pfl'ki. Og nú er sólin að ganga til viðar í þr-iðja skifti. Um nó'ttina dreymir Dante táknrænan spásagnardraum: Hann sér unga stúlku vera að tína blóm á stóru engi, og veit að þetta er Lea, -íholdgun hins starfsama í jarðlífinu — vita aotiva, á sama hátt og Rakel er hin íhugandi — vita contempla- tiva. Af draumnum fær hann hugboð um hvað á daga hans eigi að drífa næstu daga. Það birtir í austri og með sól- in-ni vex löngun hans til þess að komast hærra, upp síðasta á- fangann. Þá er takmarkinu náð og sigurinn -unninn. Dante hittir brátt draumamær sína. Hún kemur da-nsandi á móti ihonum með fangið fult af blómum og leiðir hann til stúlk- unnar, sem hann unni hugás-tum í æsku — Beatrice. Og nú getur flugið hafist til hinnar himnesku Paradísar. Ferðin um Inferno hófst á föstudaginn langa. En á tákn- rænan hátt lætur Dante Himna- ríkisferðina hefjast á páska- morgni. Nú er engin þjáning eða kvöl lengur, en umihverfis hann er fjöldi af þjónandi öndum. Dante finnur frið í sálu sinni. Þegar hann lítur í augu Beatrice streymir sælukend um hann all- an. Parad-ís er full af göfugum öndum. A'lt í einu sér Dante fljót úr ljósi streyma fram. Á árbökkun- um vaxa fegurstu blóm. Neist- ar dansa upp úr ánni, fljúga inn á milli blómanna og snúa svo aftur þangað sem þeir komu. Það er eins og þeir slokkni en nýir neistar koma í staðinn. Ljós- fljótið er tákn tímans. Til þess að vera óbundinn af tímanum og komast tíl ihinnar æðri raun- veru verður Dante að drekka úr ánni. Hann beygir sig ákafur niðiur að ánni, en undir eins og hann snertir yfirborðið breytist alt um-hverfið í einni ‘svipan. Fljótið breytist nú í stórt stöðu- vatn, og yfir því leikur annar- legur bjanmi. En kringum þetta mikla stöðuvatn sitja hinir sælu í þyrpingum og englar eru a flugi kringum þá: Á einum stað á vatnsbakkanum -er autt r-úm handa þeim, sem nýir korna. Dante sér guðdóminn ópinberast í þroskasög-u mannkynsins, Loks sér hann alt þetta hverfa og verða eitt — alt verður Guð. Þannig lýkúr þess-um mikla Ijóðabálki. Þar vor-u sögð mörg oitur orð um dóm og réttlæti, en undiraldan er allsstaðar: ást tii alls sem lifir. Divina Comedia er líki-nga- skáldskapur. Það sem -liggur að baki er að mannssálin verði að vakna af myrkri syndarinnar og hefja baráttu við sjálfa sig. Hún á að gera sér grein fyrir til- verunni til þess að geta sigrast á syndinni. —Eg hefi stýrt bíl í 20 ár og ekki lent í nema þremiur bíl- slysum. — Eg hefi ékki lent í nema tveimur. — Hvað er langt síðan þú fórst að keyra bíl? — Eg tók próf í fyrradag. + Dómarinn: — Hvernig g-átuð þér vitað það, að maðurinn yðar væri fullur. Konan: — Nú, hann reyndi að kyssa mig, dóninn sá ama. — Eg veðjaði við mann að eg skyldi efcki bragða mat í 14 daga -og ekki sofa í 14 nætur. — Hvernig fór það? — Eg vann, því eg borðaði á næturnar en svaf á daginn. Eins og skáldum þeirra tíma var títt rnálar Dante 'hinar svört- ustu myndir samtíðar sinnar, en líka þær björtustu. Hann lætur Comedia enda í birtu. Þegar hann lítur inn í Paradís leggur hann sjálfum sér þessi orð í munn: “Sá, sem á jörðinni kveinar undan da-uðanum, hann þekki-r akki ihina eilífu, svalandi dögg himnaríkis. . . .” —Fálkinn. SAFNIÐ SPARIÐ MEIRU MEIRA MEÐ COCKSHUTT Pví nær allar t ''■'inadtskir b«-nt >>já Cockshutt Þar 6ra dráttar, fyrir orku og- ei, Þér SetlS pU dreift áburði, og yi'kju nif>ð hessu, ,°H saman h kyrnar • ■ . með Um’ S6m smíðaðar m°nnum fyrin ca Ur’ som þér v fullkomnustu og. með áliyf'gileik o reynsiu að baki MEIRA í VÆNDUM Cookshutt félagið, sem helgar starf sitt 'landbúnaðinum, skuldbindur sig sig víðtækra rannsókna -í þá átt, að veita canadiskum bændum aðgang að æ fullkomnari verk- færum; og þótt framleiðslan fullnæg-i enn eigi eftir- spurninni, þá eru nú -horifur slíkar, að á árinu 1947, fjölgi svo hinum vinsælu Cockshutt búvélum, að fleiri og fleiri verði þeirra aðnjótandi, eftir því sem þau efni vaxa, sem þær eru -gerðar af. Finnið yðar viðurkenda Cockshutt umboðsmann. COCKSHUTT PLOW COMPANY LIMITED MONTREAL Dn A MTCODn WINNIPEG REGINA SASKATOON FALLS DRHITirWRU CALGARY EDMONTON TRURO SMITHS FALLS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.