Lögberg - 23.01.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.01.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 &»»Sa s» A Complele ''leaning I istilulion Cleaning Instilution 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 23. JANÚAR, 1947 NÚMER 4 FRÉTTABRÉF FRÁ FÉLAGI ÍSLENZKRA NÁMSMANNA í BERKELEY, KALIFORNÍU Talið frá vinstri (Aftari röð): Sveinn Ólafsson, Geir Jónsson, Kristín Eyfells, Jóhann Hannesson, Einar Ey- fells, Kjartan Gíslason, Garðar Ólafsson Steinþór Guð- mundsson, Hinrik Thorarensen, Erla Kjartans, Ragnar Thorarensen, Jón Löve. (Fremri röð): Ásta Lóa Ólafsson, Kristín Snæhólm, Unnur Eyfells, Sigríður Valgeirsdóttir, Winston Hannesson, Ragn- hildur Ólafsson, Constance Thorarensen. Félagsmenn fjarverandi, er mynd þessi var tekin, eru: Kolhrún Jónsdóttir og Jóhann Eyfells. GJÖRVULEG BRÚÐHJÓN MR. OG MRS. HERBERT C. ALLEN Frá giftingu þessara gjörvulegu hjóna, sem mynid þessi er af, hefir nýlega verið sagt hér í blaðinu, brúðurin er Sylvia Guðrún Jónasson, dóttir þeirra Mr. og Mrs. G. F. Jónasson, 195 Ash Streel 'hér í borginni, en brúðguminn, Herbert C. Allen, einkasonur Mr. og Mrs. Stanley H. Allen, sem einnig eiga beima í Iþessari borg; bx úðurin er fyrsta íslenzka konan, sem lokið ihefir prófi í flúglist, og fengið leyfi til þess að stjórna flugvél, en brúðguminn, sem einnig er lærður flugmaður, var um hríð í ameríska flughernum í Alaska, meðan á síðustu heimsstyrjöld stóð. Félag 'íslenzkra námsmanna i Berkeley starfar enn af fullum krafti, jþótt félagsmönnum fækki nú óðurn, þar eð straumur stú- denta að Iheiman 'hefir aftur beinst í gamla farveginn, til hinna Norðurlandanna. Félagið telur enn á annan tug meðlima, °g virðist sambandið milli þeirra, sem eftir eru, verða þeim mun sterkara, sem fleiri heltast úr lestinni. Núverandi stjórn félagsins er þannig skipuð: Sigríður Val- geirsdóttir, forseti; Kolbrún Jónsdóttir, ritari; Jó'hann Ey- ^eds, gjaldkeri. Fundir eru að jafnaði haldnir mianaðarlega til að ræða sam- eiginleg áhugamál. Auk mála, sem beinlínis snerta félagsmenn, hafa umræður þessar fjallað um atriði viðvíkjandi Islandi og is- lendingum, t. d. herstöðvamálið. Einnig hefir félagið staðið fyrir skemtisamkomum og ferðalög- um. Einna stærst skarð var höggvið 1 §arð félagsins við brottför Sig- ríðar Benónýs heim til Islands s-h sumar. Hafði hún alla tíð tekið virkan Iþátt í félagslífi námsmannanna, sem litu á 'heim- iU hennar sem aðalbækistöð alls skemtanalífs. Að skilnaði var Sigríðu haldið kveðjusamsæti á heimili séra S. O. Thorlákssonar. Fór samsætið fram í þeim anda, sem jafnan hafði ríkt á heimili nýr lýðveldisforseti Vincent Auriol, 65 ára að aldri og áhrifamaðiur um langt skeið í flokki jafnaðarmanna, var þann 16. þ. m., kjörinn forseti franska lýðveldisins; á Frakklandi kýs þjóðþingið forseta sinn; hinn ný- kjörni forseti, er kommúnistar fylgdu að málum fékk 452 at- kvæði til móts við 202, er féllu frambjóðenda Republicana eða íhaldsfllokksins í skaut. -f f ♦ SÍMSKEYTI FRÁ ÍSLANDl Reykjavík, 17. jan., 1947. Hr. Ásmundur Johannsson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg. Stjórn og framkvæmdarstjóri Eimskipafélags Islands saman- 'komnir að Reynistað á 33 ára afmæli félagsins senda beztu kveðjur með þalkklæti fyrir störf yðar á liðnum árum. Guðmundur Vilhjálmsson. Sigríðar. Jóhann Hannesson hélf ræðu, og að lokum var Sigr.íður leyst út með gjöfum. Mikill missir var einnig að brottför hjónanna Einars og Unnar Eyfells, sem höfðu látið sér mjög ant um velferð félags- ins, en þau héldu til Tacoma, Waslh., að. loknu námi við há- ikólann. Félagið tók í fyrsta sinni þátt í Leifs Eiríkssonar hátíð skandi- navisku félaganna í Oakland þann 12. október s.l. 1 byrjun samkomunnar var íslenzki fán- inn hyltur ásamt fánum hinna Norðurlandanna og þjóðsöngv- ar adlra landanna sungnir. Eitt af skemtiatriðunum var kór- söngur líslenzka námsfólksins, sem söng nokkur íslenzk lög við mjög góðar undirtektir. Einu skandinavisku blaðanna, sem gefin eru út í San Francisco, fór- ust svo orð um þátttöku íslenzka námsfóllksins: — “Blandaður kór 16 íslenzkra stúdenta undir stjórn frú Unnar Eyfells skemmti samkomunni með nokkrum fallegum íslenzk- um söngvum við mj'ög góðar undirtektir. Kórinn varð að koma fram aftur seinna um kvöldið.” — Við þetta tækifæri var tekin mynd sú, sem hér fylgir. AFLEGCUR EMBÆTTISEIÐ Síðastliðinn þriðjudag aflagði Gen. George C. Marshall em- bættiseið í Washington sem ut- anríkisráðherra Bandar,kjanna; blaðamenn spurði ráðherrann að því, hvort hann myndi verða í kjöri sem forsetaefni 1948, og svaraði hann því afdráttarlaust neitandi; “þegar þess var farið á leit við mig, að eg tækist á hendur utanríkisráðherra em- bættið, taldi eg það skyldu mína eins og á stóð, að gera það; að öðru leyti 'hefir hugur minn aldrei Ibeinst inn á stjórnmála- sviðið,” ibætti hann við með mik- i'lli áherzlu. -f -f + HÆZTARÉTTAR ÚRSKURÐUR Hæztiréttur Breta hefir í einu hljóði felt þann úrskurð, að það sé algerlega á valdi þjóðþings- ins í Canada, að breyta þannig stjórnarskrá landsins, að afnema megi með öllu áfrýjun cana- diskra mála ti'l hæztaréttar Breta. SKIPAÐUR FRAM- KVÆMDARSTJÓRI Þessi yfirlætislausi en efnilegi landi vor, sem nú rétt nýlega var kvaddur til forstjórastöðu við eina af stærstu og umfangsmestu viðar og byggingarefna verzlun Winnipeg og Manitobafýlkis, er einn af þeim mönnum, sem á dö'gum Snorra Sturlusonar hefði verið viðurkendur sem góður drengur og vaxandi, því hann hefir með árvekni, dugnaði og mannkostum rutt sér braut til trausts og frama á vettvangi þeim, sem hann 'hefir unnið á. Mr. Steinfchorson kom til Can- ada árið 1905 frá Norður-Dakota og settist að í Wadena, Sask. þar sem 'hann stundaði verzlunar- störf með þeim Þórði og Friðrik Vatnsdal er ráku þar verzlun í stórum stíl. Þegar Norfch Ameri- can viðarfélagið keypti viðar- verzflun þá er Þórður Vatnsdal og Ingvar Ólafsson ráku í Wa- dena og Elfros, réðst Steinthor- son í þjónustu þess. Arið 1916 kom hann til Winnipeg, þar sem hann ‘hefir síðan verið í þjónusfcu félagsins, við au'kinn orðstír og hefir nú verið skipaður forstjóri Nortih American Lumber and Supply félagsins og Citizen’s Lumber Co. Ltd. “Að verða menn með mönnum hér, það er listin.” ♦ f 4- TVENN STÓRSLYS Farþegaskip með eitthvað um þúsund manns innanborðs, fórst nýverið undan ströndum Grikk- lands, og létu á fimta hundrað manna ilíf sitt; skipið var eign grísks eimskipafélags, og er gizk- að á að það hafi rekist á fljót- andi djúpsprengju; með Skipinu fórust allmargir brezkir og franskir farþegar. Hitt slysið bar að á Yangtse- fljótinu í Kína þar sem tvö Skip rákust á, og er mælt að mann- tjón muni hafa numið freklega fjórum hundruðum. VINNUR MIKINN FRAMA J. P. Sigvaldason Þessi ístlenzki mentamaður, sem er 43 ára að aldri og útskrif- aður af Manitobabáskólanum, hefir um margra ára skeið, unn- ið að mentamálum innan vé- banda Manitobafylkis, við vax- andi orðsfcír; 'hann stundaði skóla- kenslu á ýmissum stöðum í fylk- inu, unz hann gekk í þjónustu mentamálaráðuneytis og gerðist yfir-skólaumsjónarmaður, og nú hefir Mr. Sigváldason nýlega leyst af hendi mikið afrek, og aukið með því á hróður íslenzka þjóðarbrotsins vestanihafs; en þetta gerðist með þeim hætti, að Mr. Sigvaldason varð við ný- lega afstaðið stjórnþjónustupróf, hlutskarpastur allra keppinauta sinna í landinu, er sækja skyldu um aðstoðarritarasýslan á skrif- stofu canadiska sendiráðsins í London, og hefir hann nú fengið veitingu fyrir stöðunni. Mr. Sigvaldason er fæddur og uppalinn að Baldur hér í fylk- inu. -f -f -f STOFNA TIL BANDALAGS Bretar og Frakkar hafa, að því er nýlegar fregnir frá London herma, stofnað með sér bandalag í því ákveðna augnamiði, að gera Þjóðverjum það ókleift með öllu, að beita sér fyrir um árásar- hernað í framtíðinni; var þessari fregn þegar tekið með miklum fögnuði af alþýðu manna bæði á Bretlandi og Frakklandi; þeir, sem að samningum stóðu, voru þess minnugur, að tvisvar á sama aldarfjórðungi, höfðu Þjóðverj- ar látið hersveitir sínar ráðast á Breta og Frakka. -f -f -f ÁLITLEGUR HAGNAÐUR Sérfræðingar á vettvangi fjár- málanna tjást þeirrar skoðunar, að Manitoba-fylki muni hagnast um $2,800,000 vegna hins nýja skattamálasamnings, sem fylk- isstjórnin nú hefir gert við sambandsstjórnina. FRÁ SENDIRÁÐI ÍSLANDS í WASHINGTON 16. janúar, 1947. Herra ritstjóri Einar P. Jónsson, “Lögberg”, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitóba, Canada. Mér er ánægja að skýra þér frá því, að í morgun tfar opnað talsamband milli íslands og Ame- ríku. Er nú aftur kleift að tal- ast við yfir hafið og verður stöð- in í Reykjavík opin daglega frá kl. 14:00 ti'l 17:00, ísl. timi. Talsambandið var opnað í morgun með því, að samgöngu- málaráðherra, Emil Jónsson, tal- aði við mig. Hann bað mig að flytja Vestur-íslendingum og öllum Islendingum í Vesturbeimi innilegar kveðjur og árnaðarósk- ir íslenzku ríkisstjórnarinnar, og kvaðst hann vona, að hið nýja talsam'band yrði til þess að stytta fjarlægðina millis íslands og Vestunheims, og á þann veg stuðla að því að efla og treysta böndin milli Islendinga austan hafs og vestan. Eg vil leyfa mér að mælast til þess, að þú flytjir þessi skilaboð ríkisstjórnarinnar í blaði þínu. Með beztu kveðjum, Þinn einlægur, Thor Thors. ÞINGKOSNINBAR í PÓLLANDI Síðastliðinn sunnudag fóru fram almennar þingkosningar á Póllandi, þær fyrstu síðan að heimsstyrjöldinni lauik. Samkvæmt fyrirmælum Yalta stefnunnar, var þess krafist, að kosningar í Póllandi skyldu vera leynilegar, þannig, að óhindrað- ur vilji kjósenda kæmi í ljós; voru það einkum Bretar og Bandaríkjamenn, er knúðu fram þessi ákvæði á áminstri ráð- stefnu; fullnaðarúrslit polsku kosninganna verða eigi gerð heyrinkunn fyr en þann 31. yfir- standandi mánaðar, þó fullyrt sé alment, að kommúnistar muni hafa unnið kosningarnar með .yfirgnæfandi meirihluta; á hinn bóginn fylgir það sögu, að kommúnistar hafi sigrað í kosn- ingunum með fádæma frekju og ofbeldi, og það sé síður en svo, að um frjálsar og óháðar kosn- ingar hafi verið að ræða; nú er mælt, að brezk stjórnarvöld vi'lji láta ógilda kosningarnar. ♦ ♦ -f ALT í SAMA FARINU Varðandi borgarastríðið í Kína, má svo segja, að alt sé í sama farinu; samkomulag milli Ohiang-stjórnarinnar og komm- únista, sýnist engu nær en áður, nema síður sé. Kommúnistar bera stjórninni það á brýn, að það sé alt saman henni að kenna, að hallæri geisi um landið og tugir miljóna séu í þann veginn að verða hungurmorða. -f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f KVÖLD Sólin í vestrið sígandi grætur, sorti er jörð felur heljar blár koldimmrar, þögullar, kaldrar nætur — kvöldroðinn er hennar blóðgu tár. Kvöldroðans fylgjur klæddar skugga koma með nóttina til mín inn. Úti læðist að opnum glugga, andaði dagur, svipur þinn. Liðin æfi er orðin að steini úti við lygn og sóllaus höf. Framtíð, er lífsins engill eini, uppljómuð morgni fram að gröf. Þ. Þ. Þ. -f-f -f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f Fréttarit. Löghergs.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.