Lögberg - 23.01.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.01.1947, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JANÚAR, 1947 --------logberg--------------------- Q«íl6 út hvern flmtudag aí THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Largent Ave., Winnipeg, Maniitoba Utanáskrlft rltstjórans: EDITOR LÖGBERG )95 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The 'Tkjgberg” is printed and published by The Columbia Prees, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Nauðsynin mesta Um áramót gera kaupsýslumenn og verzlunarfélög jafnan upp reikninga sína og semja áætlanir að starfrækslu fyrirtækja sinna yfir árið, sem gengið er í garð, þetta er nauðsynlegt til þess að vita fótum sínum forráð, og hafa ein- hvern hemil á því, hvernig kaupin kunni að gerast á eyrinni; en niðurjöfnun sú, eins og hún er kölluð í íslenzku við- skiftamáli, er engu síður nauðsynleg á öðrum sviðum mannfélagsmálanna, er miða til manndóms og menningarauka í ríki andans, því enn sem fyr stendur sú staðreynd óhögguð, að maðurinn lifi ekki á einu saman brauði. Stríðs- og sigurhetjurnar af íslenzk- um stofni, er grundvöllinn lögðu að mannfélagssamtökum vorum í þessu fagra og ágæta landi; bjuggu í ríkum mæli yfir þeirri lyndiseinkunn, að kunna að unna hugástum; ástin til íslands var þeim í blóð borin, og það var heldur ekk- ert hálfverk á ást þeirra til síns nýja fósturlands, er þeir fagnandi sóru órofa- hollustu; þessi víðfaðma, tvíþætta ást, jók á manngildi þeirra, styrkti þrek þeirra til átaka, og gerði nafn þeirra veglegt í sögu þessarar ungu, en bratt- sæknu þjóðar. Þegar hinn mikli mannkostamaður, séra Kjartan Helgason, sótti oss Vest- menn heim fyrir allmörgum árum, komst hann meðal annars svo að orði í einni af hinum mörgu. hjartahlýju ræð- um sínum: “Mér hefir ávalt skilist, að hvar, sem íslendingar væri á ferð, hvar, sem rás viðburðanna hefir komið þeim fyrir á hnettinum, væri það jafnan aðalatriðið, að þeir væri samkepnisfærir og teldist menn með mönnum, og þá skilst mér, að trygt sé að fullu um hag þeirra og framtíð, er íslendingur og maður tákn- ar eitt og hið sama ” Þetta var fagurlega hugsað og drengilega mælt. Og hvernig er þá umhorfs á vett- vangi mannfélagsmála vorra, þjóð- ræknismála vorra við upphaf hins nýja árs? Höfum vér gengið til góðs götuna fram eftir veg? Eða höfum vér gerst sekir um andlegar svefngöngur? Þess- ari spurningu, og vafalaust mörgum fleiri spurningum, verðum vér afdrátt- arlaust að svara, og láta fara fram stranga og nákvæma niðurjöfnun, hik- laust og afsakanalaust. Án þess að stefnt sé örvum að ein- stökum mönnum. eða félagssamtökum, verður sú staðreynd eigi umflúin, að eitt og annað í þjóðræknisstarfsemi vorri sé næsta yfirborðskennt; vér hlustum á fallegar ræður um tign íslenzkrar tungu og sérkosti íslenzkrar menning- ar; þetta vekur að sjálfsögðu hjá oss fögnuð. En hvað lengi njóta eftirkom- endur vorir slíks, sé það vanrækt, að kenna þeim íslenzku? Að því, er vér bezt vitum, eru færri Laugardagsskólar starfræktir um bygð- ir vorar í ár, en að undanförnu; vera má, að sumsstaðar megi vöntun á hæf- um kennurum að nokkru um kenna; slíku er þó eigi til að dreifa um Laug- ardagsskólann í Winnipeg, sem notið hefir í mörg ár og nýtur enn úrvals kenslukrafta. Þjóðræknisfélagið þarf að fá út- breiðslustjóra, eins og rætt var um á þjóðræknisþinginu í fyrra, er heimsótt gæti í þjóðræknislegum trúboðserindum hverja einustu nýbygð vora, skipulagt íslenzkukenslu og tendrað nýjan áhuga- eld; naumast þarf að efa. að það fé, sem til slíkrar starfrækslu þyrfti, myndi greiðlega nást inn, því svo er guði fyrir að þakka, að enn er víða að finna marg- an manninn og marga konuna af ís- lenzkri ætt, sem fúslega vilja eitthvað á sig leggja til varðveitzlu tungu vorrar og annara dýrra menningarerfða af Fróni. Þegar góða gesti ber að garði af ís- landi, sem vonandi er að verði sem allra flestir, og með sem allra styztu millibili, rjúka menn upp til handa og fóta, og allir vilja vera íslendingar. En hvar sjást merkin þegar gestirnir eru farnir? Kemur þá ekki brátt sama kæruleysis- mókið yfir alt og alla, eða flest og flest- alla? Það sýnist því nær óhugsanlegt, að íslendingar í þessu landi, arfþegar frægra feðra á íslandi, og afkomendur frumherjanna, sem ruddu hér braut og unnu sér virðingu samferðamanna sinna af öðrum þjóðflokkum, láti sér á sama standa um það, hver verði hlutur niðja þeirra; hvort þeir sverji sig fram- vegis í ætt, eða það gagnstæða. Engum heilskygnum manni getur blandast hugur um það, að vér verðum að ráðast í eitthvað stórt, eitthvað var- anlegt til varðveizlu íslenzkrar tungu og íslenzkrar bókmenningar í þessu landi, og hvað liggur oss þá nær, en stofnun kenslustóls í íslenzkum fræðum við Manitoba-háskólann, æðstu menta- stofnun þess fylkis, þar sem íslending- ar hafa komið, og hljóta að koma mest við sig sögu, og eru fjölmennastir? Mál þetta hefir lengi legið á döfinni, lengi verið rætt, en nú verður þannig brátt yfir að ljúka, að átök og athafnir komi í orða stað. Er hugsanlegt, að vér gætum reist landnemum vorum nokkurn fegurri né betur viðeigandi minnisvarða en þann, að koma á fót áminstum kenslustól, þar sem niðjar þeirra, og vafalaust fjöldi manna af öðrum þjóðflokkum, gæti laugað anda sinn við vígða brunna ís- lenzkra fræða í aldir fram? Þessi spurning krefst ákveðins svars af hálfu allra Vestur-íslendinga! Minningabrot úr Ísiandsförinni 1946 Eftir EINAR P. JÓNSSON Enn á ný var runninn upp dýrðlegur dagur, og nú skyldi haldið í Austurveg. Búnaðarráðuneytið hafði stofnað til ferðalags um hið víðfeðma Suðurlands- undirlendi. Búnaölarmálaráðherrann, sem jafnframt veitir forustu fjármála- ráðuneytinu, er gamall skólabróðir minn, Pétur Magnússon Andréssonar fyrrum prests á Gilsbakka á Hvítársíðu; er hann hið mesta valmenni sem hann á kyn til; fulltrúi hans í búnaðarmála- ráðuneytinu, Árni G. Eylands, stýrði förinni, ásamt sinni elskuverðu og bros- hýru frú; hún heitir Margrét og er norsk í báðar ættir, en mælir hið bezta á ís- lenzku, svo engin hætta var á, að henni yrði “fótaskortur í tungunni,” eins og K.N. myndi hafa orðað það; við vorum sjö að vestan í förinni, því Hjálmar Gíslason hafði slegist með í hópinn, auk bílstjóranna tveggja; lagt var upp frá Stúdentagarðinum klukkan liðlega 9 að morgni; er komið var upp fyrir Árbæ, varð maður skjótt mikilla breytinga var; víða bar fyrir auga mikla nýrækt, og svo að segja í hvaða átt sem litið var, blöstu við reisuleg og fagurmáluð sumarheimili; þannig vai* það nálega alla leið upp að Hólmsá; vegurinn, sem við ókum eftir, og er um alt hinn ágæt- asti, er kallaður Suðurlandsbraut, brátt var komið að þeim stað. sem Lækjar- botnar vorn nefndir, en seinna hlaut nafnið Lögberg; þar var um eitt skeið veitingastaður, sem Reykvíkingum var að góðu kunnur, en Guðmundur Sig- urðsson réð yfir; bílarnir runnu greitt alla leið austur yfir Svínahraun, og næst blasti við Kolviðarhóll, þjóðkunnur gisti- og veitingastaður: húsráðandi var þar um langt skeið góðvinur minn Sigurður Daníelsson, sem nú er fyrir skömmu dáinn; við Kolviðarhól er nú risinn upp mikill og veglegur skíðaskáli, og skíða- íþróttir þar mikið iðkaðar; ekki var staðnæmst að Kolviðarhól að þessu sinni, heldur ekið rakleitt á Hellisheiði, og svo að segja á augnabliki var komið suður á Kamba. Hvílíkt útsýni! Hvílík ómælisfegurð! Vestmannaeyjar blöstu við í hádegisljómanum eins og glóandi eldgnoðir; og nú breiddu út opinn faðm- inn Ölfusið og Flóinn í fegursta sumar- skrúða. En hvað það var líka vingjarn- legt að litast um inn með Ingólfsfjalli; joftið var undurtært, en í titrandi tíbrá mótaði fyrir Stokkseyri og Eyrarbakka; svo sem drykklanda stund var numiö staðar á Selfossi; þegar eg fór vestur um haf, var Selfoss kunnastur af Símoni og Tryggvaskála; nú er þar risið upp mynd- arlegt þorp; þar er útibú frá Lands- banka íslands, nokkrar verzlanir, smjörgerð og allmörg íbúðarhús; allar eru byggingar í þorpinu gerðar af steinsteypu; á- gætar nýjar brýr, eru nú á Ölfusá og Þjósá. Förinni austur miðaði greitt. áfram, og eigi stað- ar numið fyr en að Múla- koti í Fljótshlíð, þar sem neytt var ágætrar máltíð- ar. Á bæ þessum starfræk- ir ríkið tilraunastöð í trjá- rækt, auk þess sem Guð- björg í Múlakoti hefir þar yndislegan trjágarð og margskonar skrautblóm; hún er þjóðkunn kona; fyrsta tréð gróðursetti Guðbjörg fyrir 49 árum, og nú eru hæztu tréin í garð- inum hennar 26 fet á hæð. “Trjágarðurinn minn er ekki stór,” sagði Guðbjörg, “en eg vildi óska að hann breiddi einhverju sinni lim sitt yfir blessað landið mitt alt,” bætt hún við. í Múlakoti býr Ólafur Túbals listmálari, sem þjóðkunnur er fyrir mál- verk sín af jöklum íslands; nú var haldið að Hlíðar- enda, og þar las Árni G. Eylands kaflann úr Njálu, sem f jallar um síðustu daga Gunnars á Hlíðarenda; það er ekki ofsögum sagt, að fögur sé Hlíðin. Nokkra stund var áð á Sámsstöðum, þar sem ríkið rekur mikla kornrækt und- ir forustu Klemensar Krist- jánssonar; var þar fagurt um að litast og búsældar- legt; alúð húsráðenda verð- ur okkur ógleymanleg; nú var ferðinni heitið austur undir Eyjafjöll, en ráðgert að gista um nóttina í Vík í Mýrdal; undir EJyjafjöllum er eitt býlið öðru fegurra og búsældarlegra; steinsteypu hús eru á langflestum bæj- um, og nálega allur hey- skapur unninn með nýtízku vélum. Á íslandi er runnin upp öld mikillar og marg- háttaðrar tækni. Seljalandsfoss og Skóga- foss setja tígulegan svip á bygðarlagið, sem heillar hug ferðamannsins; mér fanst eins og niður þessara fögru fossa byði okkur vel- komin heim í kvöldroða- faðm hins kyrláta, íslenzka sveitalífs! Eg hafði komið í Fljóts- gæti helzt ekki undir nein- arinnar, þótt vel vissi eg að förinni væri lengra heitið. Eg hafði aldrei áður far- ið yfir Jökulsá á Sólheima- sandi, og aldfei fyr komið í Víkina, eins og Vestur- Skaftfellingar komast að orði; nú fór eg yfir Jökulsá, og nú átti eg að koma í Vík Stundum fanst mér vegur- inn ekki sem árennilegast- ur eftir því sem austar dróg; víða var ekið upp og ofan snarbrattar brekkur og yzt á snösum, en eg sá það á bílstjóranum, að ekk- ert væri að óttast, og að tryggt væri með öllu um okkar hag. Klukkan var að ganga 10, er við komum til Víkur, en Ingólfshöfði og Pétursey fögnuðu okkur í kvöldljómanum; við feng- um gistingu á ágætum stað, og tókum að lokinni máltíð, skjótt á okkur náðir. —Framh. — Enn á ný vara eg þig við honum Stefáni. Þú veizt ekki hversu svarta lygi hann breiðir út um þig. — Það gerir ekkert til meðan hann lýgur. En fari hann að segja sannleikann, þá s'kal hann eiga mig á fæti. Á frívaktinni BENJAMÍN var kominn umiir sextugt og hafði lifað einlífi alla æfi, matreitt handa sjálfum sér, hvað þá heldur annað. Loks tók hann upp á þeim skolla að kvæn- ast tvítugum stelpugopa, sem efckert siðsemdarorð fór af. Þau toldu saman í þrjá mánuði. Þá strauk hún burt fr á karli sín- um. — Jæja, Benjamín minn, sagði einn kunningi hans skömmu eftir þessa atburði. Þótti þér ekki slæmt að hún fór? — Æ-nei, svaraði Benjamín. Hún flæktist altaf fyrir mér, þeg- ar eg var að sjóða. ♦ BRÉF MEÐ EFTIRMALA Sigurður var nýtrúlofaður og skrifaði foreldrum sdnum bréf um hamingju sína. Skömmu síð- ar fékk hann svohljóðandi bréf: “ElSku sonur! Móðir þín og eg fáum eigi með orðum lýst hinni miklu gleði er fréttin af þér færði okkur. Góð kona er bezta og dýrmætasta drottins gjöf hverjum manni. í tuttugu og fimm ár höfum við foreldrar þínir nú búið saman i ást og eindrægni. Móðir þín hef- ir verið mér alt. Við vonum að hjónabandið verði þér hamingju- ríkt. —Frá þínum elskandi foreldrum. P.S. — Móðir þín fór út að sækja frímerki á bréfið. I guðs nafni, Ihegðaðu þér ekki eins og asni. Giftu þig aldrei! —Þinn margreyndi faðir. ♦ I FÖÐURÆTT Lítil telpa kemur skælandi úr skólanum. —Hvað gengur að þér, spyr móðirin. — Kennarinn segir, — stamaði barnið snöktandi. Mamma, er það satt? Kennarinn segir að eg sé komin af öpum. — Bölvaður rokfcurinn! Er hann nú að Skensa föðurættina þína! ♦ FASINNA Á bæ einum við sjávarsíðu var karl nokkur, sem þótti heldur fákænn. Eitt sinn var lesinn hús- lestur, sem oftar, og höfð að texta sú frásögn Lúkasar guð- spjalls þar sem talað var um að netin hefðu rifnað af fiskimergð- inni. Að lestrinum loknum sagði karl upp úr eins manns hljóði: — Mikil fásinna var á lærisvein- unum að seila ekki! MÁLSHÆTTIR Fögur er sjóhröktum foid. Jafnir fiskar spyrðast bezt. Mörgum flotar ein ár til lands. Það er uggvænt hvar áralaus lendir. Eftir storminn lifir aldan. Ausa verður þó á gefi. Oft rís bára af bröttum grunni. Höfrunga kæti veit á sig vind. Svo má lengi 'keipa aðN einn fáist. Oft er kám á kokks nefi. Þungur er þegjandi róður. Ekki missir sjór seltu af vatns- föllum. Byljum fer batnandi veður. Þegjandi ikemur þorskur í ála. -♦■ Betlarinn: Þér munið hvað Páll postuli sagði: Gefið fclæð- litlum föt, mat hinum svöngu og fyrstum að drekka. Bóndinn: Já, þetta hefði nú Páll ekki sagt, ef hann hefði bú- ið eins nærri alfaraveginum og eg. Dómarinn: Sýndist yður nú ekki réttast, úr því allar þessar upplýsingar eru fengnar, þér orðinn margsaga og fimm vitni hafa foorið gegn yður, að játa af- brotið hreinskilnislega. Ákærði: Nei, herra dómari. Eg var fcominn á fremsta hlunn með það þegar óvænlegast horfði í gær, en nú foefir verjandi minn fyllilega sannfært mig um, að eg foljóti að vera alveg saklaus. —Sjómannabl. Víkingur. DAMP WASH 5C povnd Phone 37 261 . PevflA dst-L' LAUNDERERS Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. B. G. Kjartanson Akra, N. Dak Joe Northfield Backoo, N. Dakota. Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man. M. Einarsson Baldur, Man O. Anderson Bellingham, Wash. Árni Símonarson Blaine, Wash. Árni Símonarson Boston, Mass Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak. . Joe Northfield Cypress River, Man. O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak . Páll B. Olafson Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson Gerald, Sask. C. Paulson ) Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man. O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson Hnausa, Man K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man. 0. N. Kárdal Langruth, Man. John Valdimarson Leslie, Sask. Jón Ólafsson Lundar, Man. Dan. Lindal Mountain, N. Dak Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton, Man. ... K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man. Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson Vancouver, B.C F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man. Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man O. N. Kárdal

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.