Lögberg - 23.01.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.01.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 23. JANÚAR, 1947 5 /UiUSAM/iL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON “HINRIK FIMTI” Það er aðeins um tuttugu ár síðan tæknin framleiddi tal- myndirnar og útvarpið, mann- kyninu til blessunar eða bölvun- ar eftir því 'hvernig þessi tækni er notuð. Hægt er að misibrúka góðar gjafir þannig að þær verði til ills fremur en góðs. Flugvél- arnar gjörbreyttu ferðáháttum fóllks, gerðu ferðalög fljótfarnari og auðveldari, en þær hafa líka verið notaðar til þess að varpa sprengjum á borgir og drepa miljónir saklausra manna, kvenna og barna. Útvarpið færir fólkinu, með leifturhraða, heims- fréttirnar um leið og þær gerast; það hefir og gefið því kost á að kynnast því bezta í Mjómlist, sem til er og hlusta á hina á- gætustu ræðumenn og veitir ýmsan fróðleik. En útvarpið hefir líka verið notað sem áróð- urstæki til að æsa fólk til of- stækis og múgmorða. Hið sama giildir um hreyfi- myndirnar. Það er hægt að mis- brúka þær þannig að þær heimski fólkið og siðspilli því. Hefir verið vikið að því áður hér í dálkunum. En svo eru líka framleiddar margar myndir er veita heilbrigða og þroskandi skemtun. Þessa síðustu mánuði hafa margar kvikmyndir, gerðar af brezkum kvikmyndafélögum, verið sýndar hér í borg. Þær eru yfirleitt miklu betri en þær myndir er koma frá Hollywood. Um þessar mundjr er verið að sýna brezka mynd, sem er frá- baert listaverk, enda er þar tekið fil meðferðar eitt af leikritum hins mikla leikritaskálds Wil- liam Shakespeares. Leikritið er hér um ræðir er Hinrik V. Eng- landskonungur. Hinn heimsfrægi leikari, Laur- ence Olivier, hefir framleitt myndina; hann er og leikstjór- inn og leikur aðal hlutverkið í leiknum. Mynd þessi er í senn skraut- l-*eg> stórkostleg og hrífandi. Leikurinn er látinn halda sér að mestu eins og hann var upphaf- lega skrifaður, Qitlu slept úr og htlu bætt við, en með tilstynk myndavélarinnar hefir nú hið þrönga afmarkaða leiksvið verið numið á burt, og atburðirnir gerast í sínu eðlilega umhverfi. Hið ótakmarkaða ileiksvið myndavélarinnar hæfir hinu háfleyga orðalagi og miálsnild skáldsins. Sagan í leiknum er einföld: Hinrik V. er nýlega hef- >r tekið við konungdómi á Eng- |andi þykist einnig vera arfbor- inn konungur Frakklands og leikiurinn fjallar um sókn hans gegn Frakklands konungi. 1 Persónu Hinriks V vill Shake- speare sýna fyrirmyndar konung ® þeirra tíma vísu. Hann hefir allar konunglegar dygðir til að bera: þekkingu, skapfestu, á- byrgðartilfinningu og hugrekki. Hann er metnaðargjarn og sæk- !st eftir völdum og virðingum, en þrátt fyrir Iþað reynir hann að vera réttlátur og sýnir mildi og mannúð gagnvart óvinum sínum. í framkomu er Ihann hispursilaus en þó um leið virðulegur. Hin bjúpa trúrækni hans veitir hon- um styrk og rósemi. Hann er ekki draumsjónamaður, öllu heldur hygginn og gætinn at- hafnamaður. f kvikmyndinni er fyrsti þátt- Ur leiksins sýndur eins og hann ^ar leikinn í fyrsta sinn í Globe jeikhúsinu í London árið 1599. eikhúsið er sýnt, þar sem það stóð á bökkum Thames árinnar; nndirbúningur leikenda bak við tjöldin; leikhúsgestirnir, sem eru að þyrpast inn; hið ófull- komna leiksvið þeirra tíma. En brátt er farið að sýna leik- inn með tækni nútímans. Mynda- vélin bregður upp hverri mynd- inni annari fegurri og áhrifa- meiri. Myndin nær hástigi í bar- daganum við Agincourt, þegar hinir brezku bogamenn báru sig- ur af hálmi gegn frönsku ridd- urunum. Sögunni lýkur við frönsku hirðina, þar sem Hinrik biðlar til frönsku prinsessunnar og þau verða senn konungur og drotning yfir Englandi og Frakk- landi. Hinir litfögru og skrautlegu búningar þessa tímabils auka mjóg á mikilleik myndarinnar. Leikendur allir og sérstaklega Olivier gera hlutverkum sínum prýðileg skil. Sumir þeir, er Hesið hafa Shakespeare, sem skyldugrein i skó'lunum, og hafa þessvegna e. t. v. fengið andúð á honum, fundist Ihann þungskilinn og leið- inlegur, ættu að sjá þennan leik, með tilstynk myndavélarinnar og hinnar frábæru leiklistar leik- endanna verður Shakespeare reglulega “spennandi”. -t- GUÐRÚN ÓSVÍFURS- DÓTTIR Ein þeirra kvenna, sem sérhver Islendingur, sem kominn er til vits og ára, kannast við að sögu- sögn, er Guðrún ósvífursdóttir. Saga hennar er svo kunn, og nafn hennar svo fast í meðvitund allra, að það iljómar ef til vill skærast meðal íslenzkra kvenna fyr og síðar. Saga Guðrúnar byrjar á því, að frænda hennar, Gest Oddleifs- son í Haga, ber að garði, meðan hún dvdur í föðurhúsum. Þar eð ‘hún vissi, að Gestur var allra manna vitrastur, þá biður hún hann að ráða fyrir sig draum er hana hafi dreymt. Gestur gerir það, og segir hana munu giftast fjórum sinnum. Sá fyrsti verði henni ósamiboðinn, og 'hún slíti þeim samvistum. Annar verði henni góður maki, en hans njóti ekki lengi við. Sá þriðji verði veginn, en sá fjórði verði mikill höfðingi, sem bera muni ægis- hjálm yfir sveitunga sína. Síðan fjalíar Laxdæla saga um það, er draumráðning Gests ræt- ist, og ber ihún því með sér for- lagatrú og draumatrú, eins og svo margar Islendingasögur. Guðrún giftist fyrst Þorvaldi Halldórssyni frá Garpsdal í Gils- firði, en ski'ldi við hann eftir stutta sambúð. Annar maður hennar var Þórður Ingunnarson, sem var veginn eftir góða sam- búð við Guðrúnu. — Síðan hefst örlagaríkasti þátturinn í lííi hennar. Hún kemst ,í kynni við Kjartan Ólafsson í Hjarðarholfi son Ólafs pá, og þau trúlofast.— Kjartan fer til Noregs og biður Guðrúnu að bíða 3 ár eftir sér. BoMi Þorleiksson, fóstbróðir Kjartans, fer með honum, en kemur aftur til Islands á undan Kjartani. Segir hann Guðrúnu, að Kjartan geri sér dælt við Ingi- björgu konungsdóttur og muni ekki hugsa til Islandsferðar í bráð. Guðrún reiddist við þessi tíðindi, en lét sér þó hvergi bregða. Hún giftist Bol'la, en s'kömmu síðar kemur Kjartan upp til að leita gjaforðs síns. Þegar ihann fréttir hvernig mál- um er komið, giftist hann annari korm, sem reyndist honum mjög vel, en fálei'kar mi'klir voru milli Guðrúnar og hans, því að þau sáu mjög mikið hvort eftir öðru. Síðan eggjar Guðrún Boilla til að Flug milli hnatta Eftir Grím Þorkelsson. í hinni skemtilegu grein, sem hér fer á eftir, segir Grímur Þor- kelsson frá hugmyndum og fyr- irætlunum vísindamanna, er láta sig dreyma stóra drauma um flugferð til tunglsins. 1 þar tii gerðri rakettu, “tunglskipí' hyggja þeir að hægt verði að komast hinn mikla óraveg til mánans, þrjú 'hundruð og átta- tíu þúsund kílómetra leið, og hafast þar við í nokkra daga. Ef til vill á draumurinn um flug milli hnatta eftir að rætast. Hver veit? Þótt endalaus sé eilífðin hún endist varla til að öll eg sjái sólkerfin og sólna millibil. —G. Th. Ráðagerðir eru nú uppi í ýms- um löndum um að láta draum vísindanna, um að komast til annara hnatta rætast: Til túngls- ins í rakettu eða geimskipi. Þannig hljóða fyrirsagnir sumra erlendra blaða um þessar mund- ir. Þetta kann mörgum að þykja fjarstæðukent. En þetta hafa menn nú hugsað sér, og úr því að hægt er að hugsa sér það, þá getur líka vel farið svo, að sá tími komi, að hægt sé að fram- kvæma það, Hugur mannsins á auðvelt með að þjóta milli himin- hnatta. Hvort manninum tekst nokkurn tíma að fylgjast með í eigin persónu, er annað mál. Hvað sem um það er, þá eru vís- indamenn í ýmsum löndum nú vega Kjartan með hjálp bræðra sinna. Út af því spinnast svo langvinnar deilur og víg, sem Laxdæla saga getur mjög itar- lega um. Bolli fór sömu leið og Kjartan, og Guðrún lét sér ekki bregða, þótt hún væri nærstödd, er hann var veginn. Eftir þetta dreif margt á daga Guðrúnar. Hún lét gera kirkju að Helga- felli og giftist höfðingjanum Þorkatli Eyjólfssyni. Síðan eru Helgafel'L og Guðrún Ósvífurs- dóttir svo óaðskiljanleg nöfn, að menn minnast beggja, ef þeim dettur annað í hug. Líf sitt end- aði hún sem einsetukona og lézt að HelgafeLli, þar sem hún hvílir nú. Æfi Guðrúnar var stónbrotin, en skaplyndi hennar enn stór- brotnara. Hún tekur tíðindunum um víg Kjartans eins og þau komi henni ekki mikið við, iþó að hún undir niðri elski hann. Hún hafði meira að segja hvatt til vígsins, því að hún hafði ekki getað unnað neinni konu að njóta Kjartans. Ást, afbrýði, öfund, hatur og hefnigirnd eru tilfinn- ingar, sem bærast í brjósti henn- ar, en hún dylur þær sumpart hið ytra með festulegri framkomu sinni. Hún missir aldrei stjórn á sér, heldur kemur áltaf fram sem hin tignarlega kona, sem er fædd til að stjórna — en hún prýðir sig með allskonar djásn- um og virðist 'hafa talsverða hé- gómagirnd undir niðri, en slíkt er einmitt mjög ríkt í kveneðl- inu. Og síðast í sögu Guðrúnar er þess getið, að hún hafi svarað því til, er hún var spurð, hverjum af mönnum sínum hún hafi unnað mest: “Þeim var eg verst, er eg unni mest.” Þarna á hún við Kjartan, sem hún giftist þó aldrei, og sýnir iþetta ljóslega, að hún hefir ávalt borið ástarhug til hans, en vegna þess, hve skamt er á milli ástar og haturs hjá stórbrotnum sálum, þá hvatti hún til vígs hans. En þó að okkur finnist æfi- starf Guðrúnar blandið misgjörð- um, þegar við lesum Laxdælu, þá hverfur það alt fyrir þeirri persónu, sem hún hefir að bera, og eftir lestur 'bókarinnar skilur þetta eftir hjá okkur: Guðrún hefir verið kvenskörungur, sem hvorki meðlæti né mótlæti hafa bitið á. —(Fálkinn). farnir að glírna við að koma þessari, að því er virðist, fjar- stæðukendu fyrirætlun í fram- kvæmd og byggja vonir sínar um árangur á þeirri staðreynd, að tekist hefir að sundra frumeind- arkjarnanum, og að takast megi að beizla þá orku, sem þar leys- ist úr læðingi og nota hana sem orkugjafa eða eldsneyti til þess að knýja áfram farartæki um óralangar vegalengdir og víðátt- ur himingeimsins. Að sumu leyti hafa þessar hugmyndir fengið byr undir vængi í sambandi við flugskeytasendingar Þjóðverja í styrjöldinni, landa á milli. A- byrgir menn á sviði flugmálanna telja, að ferðalög hnatta á milli séu meira en fræðilegur mögu- leiki, því flest, ef ekki öll skil- yrði séu fyrir hendi, önnur en viðeigandi eldsneyti, sem er nægilega létt, fyrirferðarlítið og kraftmikið. Telja ýmsir vís- indámenn að , takast megi að fljúga út fyrir gufuhvolf jarðar og alla leið til tunglsins. Major Seveisky segir í This Week 23. júlí 1946, en þó með fyrirvara. “Tunglskipið mun verða knúið áfram með nýju eldsneyti, sem er nægilega létt, fyrirferðarlítið og kraftmikið. Það mun hefja flug sitt hægt og þægilega. Það mim verða fært um að “halda sér við í íoftinu”, — halda kyrru fyrir, hvort sem er nœrri eða fjarri yfirborði jarðar eða ann- arrar plánetu, Úti 1 geimnum mun það beita lengdarfletinum, ekki trjónunni Fluginu verður hagað þannig úti í geimnum, að skorts aðdráttaraflsins gætir ekki. — Það mun gera leiðina milli tungls og jarðar á 3% tíma og komast upp í 139,999 mílna hraða á klukkustund.” Aratugum saman hafa menn hugsað og talað um möguleika á því að ikomast til annara 'hnatta ‘í rakettu eða öðru slíku farar- tæki. Erfiðleikana í sambandi við það hefir ekki verið hægt að sigra. Þeir hafa verið ósegj- anlega miklir, miðað við þá þekk- ingu, sem menn hafa haft yfir að náða. Nú þykir mönnum sem byrlegar bdási í þessu efni en fyrr og aldrei hefir áhugi manna komist á slíkt stig, sem einmitt nú, enda hafa framfarir á sviði fluglistar og öllu þar að lútandi, verið undraverðar á síðustu ár- um. Svo langt er hugmyndin um flugið til tunglsins komin á- leiðis, að verið er að vinna að hugmyndateikningu að slíku far- artæki, í Englandi og Frakklandi. Þótt ótrúlegt kunni að virðast, er þessum fyrirhuguðu geimskip- um talin stafa mjög mikil hætta af loftsteinum á 'leið sinni um 380,000 kílómetra veg milli jarð- ar og tunglsins. Slíkur aragrúi er talinn vera af þeim á þessari leið, að gert er ráð fyrir að um 20,000,000 þeirra falli í áttina til jarðar á hverjum sólarhring, en verði flestir óskaðlegir í gufu- hvolfi jarðar þar sem þeir brenna upp og eyðast til agnar’ vegna fallhraðans sem á þeim er og núningsmótstöðu við loftteg- undir gufuhvolfsins. Tækist nú að komast hjá árekstrum við þessa hættulegu loftsteina, og lenda á yfirborði tunglsins, telur dr. Rosentiel, sem er veokfræð- ingur í sjóher Frakka, að hægt sé að hafast þar við með þar til gerðum útbúnaði í alt að 3 vik- um. Mennirnir yrðu að vera klæddir sérstökum “tunglfötum” til þessað hlífa sér fyrir ofsa- ihita og kulda. og yrðu að hafa með sér súrefni. Ekkert gufu- hvolf umlykur tunglið, líkt og jörðina, aðdráttarafl þess, sem er um sex sinnum minna en jarð- ar getur ekki dregið að sér eða haldið í lofttegundirnar, þær hlaupast því á brott og eitthvað út í geiminn. Margt nýstárlegt bæri fyrir augu athugandans á þessum lífverum sneydda, en trygga förunaut jarðarinnar. Jörðin væri tíu sinnum stærri á að líta frá tunglinu en tunglið er frá jörðinni. Ekki væri hægt að tala saman, því það heyrist ekki. Tala yrði saman á fingra- máli eða með merkjasendingum. og gætu hoppað margar hæðir sínar í loft upp, þar eð aðdrátt- Menn væru ótrúlega léttir á sér araflið er svo lítið. Ekki er á- stæða til að hálda, að menn yrðu mjög hrifnir af landslaginu á tunglinu. Þar er alt tóm auðn og eyðimörk Fjallgarðar, eld- gígir og dalir, en enginn gróður og ekkert vatn. En ef til vill fengist úr því skorið hvort þar hefðu nokkurn tíma í fyrndinni búið lífverur með holdi og blóði. Þá væri hægt að sannfærast um hvort það eru virkilega bein manna eða dýra, sem sézt hafa i stjörnukíkinum á Mount Wilson. Amerískir stjörnufræðingar hafa þar komið auga á eitt hið furðu- legasta fyrirbrigði, sem um get- ur, en það er röð, 50 milna löng og 10 mílna breið, af einhverju, sem likist mest af öllu gömlum beinum. Kæmi það í ljós að þarna á tunglinu, hinum æfa- forna og útbrunna fylgihnetti okkar jarðbúa, væri um leifar manna eða dýra að ræða, og kærnust þessir væntanlegu tungl- farar til baka heilu og höldnu, þá væri það mesta afrek allra alda. Þá væri einangrun jarðar við umheiminn horfin, og þá væri sannað líf á öðrum hnöttum. —Sjómannabl. Víkingur. ÚR SYRPU ÞÓRARINS SVEINSSONAR, Lbs. 2008, 4to. Hervör 'heitin á Veiðilæk var hrædd um, að unnisti sinn myndi svíkja sig, það var Þórarinn, sem seinna varð maður hennar; brá hún sér á slættinum ofan úr Norðurárdal og suður að Innra- hólmi. Þar var þá stiftamtmað- ur Ól. Stephensen. Fyrir 'hon- um kærði hún hann, og það, að Þórarinn elskaði meir vinnukon- una en sig, iþó hún væri húsmóðir þeggja. Þá svaraði 'hann„ að þetta kæmi sér ekki eiginlega við. Það ætti fyrst að ganga til prests og prófasts, ef þau gætu ebki komið sér saman. Hún var því þrálátari, þangað til hann sagðist ekki gegna henni framar. Þá reiddist 'hún og kallaði eftir honum, því ihann ætlaði inn í stofu. “Ef þú ekki vilt líta á mál- efni mín, þá legg þú af stjórn- ina!” Hann snýr aftur og segir, væntanlega að gamni : “Hvað er þér Hervör, þúar þú mig? Hún gegndi: “Faðir vor, þú sem ert á himnum, kendi móðir mín sál- uga mér.” Hann hló dátt að þessu, skrifaði prófastinum, séra Kristjáni til í Stafiholti, með henni og var 'byrjað að lýsa næsta sunnudag eftir það hún kom heim. Fór það hjónaband prýði- lega; þau bjuggu dável, .áttu fátækra börn og arfileiddu þau, ekkert barn en fóstruðu 2 eða 3 og dóu seinast í góðri elli. —Sjómannabl. Víkingur. Ávarp til Vestur-lslendinga Fyrir rúmlega hálfu öðru ári síðan, hóf ungfrú Agnes Sig- urdsson frá Winnipeg hljómlist- arnám 'hjá hinni írægu Olgu Samaroff í New York. Hefir hun stundað það nám síðan af frá- bærri elju, og með glæsilegum árangri að dómi þeirra, sem vit hafa á iþeim málum. Um það bil er ungfrú Sigurdsson hóf þetta nám, ákvað Þjóðræknisfólagið að vekja athygli almennings á náms- fer.i hennar og 'hæfileikum, og veita viðtöku almennum sam- skotum ihenni til styrktar. Þess- ari viðleitni félagsins var vel tek- ið, og á skömmum tíma safnað- ist töluvert fé, sem jafnóðum var iagt inn á bankareikning náms- mærinnar. En tíminn líður og peningar eyðast óðar en varir, einkum í borg eins og New York, og mun nú fé það, sem inn hefir komið að mestu eða öllu leyti tii þurðar gengið. Nú er því um að gera að hilaupa undir bagga á ný, og gera það hljótt og drengilega. Vestur-Islendingar hafa aldrei að updanförnu hætt við hálfnað verk af þessu tagi, og er sízt á- stæða til að 'byrja slí'kt í sam- bandi við Agnesi Sigurdsson. Er fólk vort víðsvegar því hér með 'beðið að bregðast við hið bráðasta, svo að þessi efnilega námsmær geti 'haldið áfram námi sínu a. m. k. í vetur, áhyggju- laus að því er fjármál snertir. Öll tillög í þennan sjóð ber að afhenda eða senda til hr. G. L. Johannsons, 910 Palmerston Aive., sem er féhirðir fólagsins. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfél. íslendinga í Vesturheimi. + GJAFIR I NAMSSJÓÐ MISS AGNESAR SIGURDSSON Mr. og Mrs. A’Jbert Wathne, Winnipeg $ 25.00 “Vinveittir” ........... 100.00 Mr. og Mrs. T. J. Gislason, Morden . 10.00 Mr. Hafsteinn Jonsson 10.00 Mr. M. G. Guðlaugsson, Clairmont, Alta. ...... 5.00 Mr. og Mrs. J. B. Johnson, Gimli 20.00 Mr. og Mrs. A. P. Johannson, Winnipeg 25.00 Samtals 195.00 Áður auglýst 1,824.75 Alls ..........$2,019.75 f h. nefndarinnar, Grettir L. Johannson, féh. 14. janúar, 1947. —Viltu vindil? — Nei. Læknirinn minn hef- ir harðbannað mér að reykja og dre'kka um nokkurt skeið. — En hví í ósköpunum ferðu ekki til annars læknis? Verzlunarmenntun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfrpðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. • Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.