Lögberg - 23.01.1947, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JANÚAR, 1947
Margrét Werner
=========
Hún tók við bréfinu og las það. Hver
lína bar vitni um gott og göfugt konu-
hjarta, en samt sem áður var Margréti
ekki um að sjá þessa rólegu, tignar-
legu fríðu konu aftur. “f>ú þarft ekki að
vera hrædd við að segja, eins og þér
finst um þetta, Margrét,” sagði lávarð-
urinn. “Eg vildi ekki fyrir nokkurn mun
vera valdur að því, að nokkur skuggi
félli á þá hamingju sem við nú njótum.
Segðu bara eitt orð — ef þér er ekki um
það, þá skrifa eg henni, og bið hana að
heimsækja okkur ekki.”
Margrét átti í efa og stríði við sjálfa
sig um, hvað hún ætti að segja, og að
síðustu vann hún sigur yfir hinum ó-
göfugri hugsunum, sem háðu stríð í
huga hennar, við hinar göfugri og betri
hugsanir. “Láttu hana koma, Ralph,”
sagði hún, og leit sínum fögru dökku
augum á hana. “Mér skal vera ánægja
að sjá hana. “Það er ýmislegt sem eg
þarf að afsalca við hana.”
Hann varð glaður við að heyra þetta
svar, og hið sama var um alla á Elm-
wood. Lafði Edith var ofurlítið kvíðin
fyrir því, að Margrét mundi kanske ekki
geta gætt viðeigandi stillingar og haldið
tilfinningum sínum í skefjum.
Fursta frúin ætlaði að koma ein-
sömul, en hafði ekki sagt hvenær hún
kæmi.
Margrét gat ekki skilið hvernig á því
stóð, að hugur hennar hvarflaði stöðugt
til baka, til Beatrice, sem hún misti.
Þessi dána dóttir hennar hafði elskað
þessa konu, sem nú átti að koma í heim-
sókn til þeirra.
Það er hugsanlegt, vegna anna og
umsvifa á herragarðinum, daginn áður
en Lilian ætlaði að gifta sig, að lafði
Margrét fór inn í hið auða herbergi þar
sem dóttir hennar hafði áður spilað á
hljóðfæri, og sungið með sinni engil-
fögru rödd.
Hún var þar einsömul um stund, en
maðurinn hennar fann hana þar grát-
andi beiskum tárum; hann reyndi að
hugga hana og hughreysta.
“Það er ekki hægt, Ralph,” sagði
hún, “eg get ekki, eg get ekki varist að
hugsa um hvernig á því stóð, að mín
fríða og eskulega dóttir skyldi hljóta
slíkan dauða. Það er ekki meir en tvö
ár síðan brúðarkransinn hennar var
búinn til.”
Það var ekki hægt að hugga hana,
né gera hana rólega; hún varð að fara
að gröf Beatrice. Það var býsna langt,
en hún vildi fá að fara þangað einsömul.
Hún sagði manninum sínum að sér
mundi líða betur þegar hún væri búin að
fara þangað. Lávarðurinn mælti ekki
á móti þessu, og lét hana sjálfráða.
Skömmu eftir að hún var farin, kom frú
Borgia.
Það var ekkert fálæti og engin
feimni er Cuming lávarður tók á móti
henni og bað hana velkomna. Honum
þótti hjartanlega vaént um að sjá hana
— sæll yfir því, að sjá þetta indæla,
gríska andlit einu sinni enn, sem hann
fyrir mörgum árum síðan hafði sem
fyrirmynd þess málverks, sem gerði
hann nafnfrægan sem málara. Þau töl-
uðu saman í nokkrar mínútur; þá sagði
furstafrúin við hann; “Lofaðu mér að
sjá lafði Margréti; eg kom aðallega til
að sjá hana.”
Henni var sagt hvert Margrét hefði
farið, og lafði Edith sagði eitthvað, sem
kom tárunum fram í augu furstafrúar-
innar.
“Já,” sagði hún, “eg ætla að fara á
eftir henni, og ætla að biðja hana að
kyssa mig yfir gröf dóttur sinnar.”
Henni var fylgt þangað sem Beatrice
var jörðuð, en hún fór ein inn í kirkju-
garðinn. í gegnum laufið sá hún hvítan
marmarakross, og kom í svörtum bún-
ingi; það var Margrét. sem kraup við
gröf dóttur sinnar.
Hún gekk rakleitt til hennar. Fóta-
tak hennar heyrðist ekki í mjúku gras-
inu, og án þess hin sorgmædda móðir
yrði vör við, kraup hún við hlið hennar.
Margrét leit upp, og sá hið rólega and-
lit hennar horfa á sig, með ólýsanlegri
viðkvæmni og samúð, sem skein úr aug-
um hennar. Hún fann að furstafrúin
tók um handlegg sinn, og heyrði svo
inaælis fagra rödd hvísla:
“Margrét, eg fór hingað á eftir þér
til að biðja þig um, að þú reynir að láta
þér þykja vænt um mig, og fyrirgefa
niér það, sem eg mót vilja mínum hefi
orðið valdandi að þinni óhamingjusömu
fortíð. Vegna hinnar dánu — hún elsk-
aði mig — grafðu hér allan misskilning
sem hefir verið á milli okkar, og alla
tortrygni.”
Hún gat ekki neitað slíkri bón; og
svo í fyrsta sinn hallaði kona lávarðar
Cumings höfði sínu að herðum hinnar
göfugu furstafrúar og grét sorgina úr
huga sér, meðan hin göfuga vinkona
hennar talaði huggandi orð til hennar.
Yfir gröf sinnar ástkæru Beatrice,
urðu þessar konur sameinaðar — alt
vantraust og misskilningur var nú horf-
inn og dáinn fyrir alla tíma, en friður
og ást komu í staðinn!
Frá þessu fór Margrét að elska og
virða Eethel, eftir því sem þær kyntust
betur, og Cuming lávarður sagði stund-
um, að nú væri það hann, sern ætti að
vera hræddur um hana. Margrét gat
ekki hugsað sér sannari og einlægari
vin en Ethel Borgia.
Brúðkaupsdagurinn rann upp, og nú
var, að minsta kosti um stund, öll merki
hrygðar og sorgar horfin. Lávarðurinn
vildi að svo væri; hann sagði, að sá dag-
ur, sem ætti að vera mesti hamingju-
dagur á æfi Lilian, skyldi ekki daprast
af neinum sorgarskýjum. Þessvegna var
ekki nafn Beatrice nefnt þann dag. Þó
hugsað væri um hana, mintist enginn á
hana.
Lilian var yndisleg brúður, og hjóna-
vígslan var framkvæmd með hinni
mestu viðhöfn og hátíðleik. Kirkjan var
skreytt með fögrum blómum, og mann-
fjöldi svo mikill að ekkert sæti var autt.
Við altarið stóðu þær Margrét Cuming
og furstafrú Ethel Borgia, hlið við hlið.
Fólk sagði síðar, að það hefði ekki getað
dæmt um hvor bar af annari — Margrét
í öllum sínum yfirlætislausa glæsileik,
og Ethel í sinni grísku fegurð.
Cuming lávarður hafði undirbúið
nokkuð óvænt fyrir konuna sína. Þegar
brúðfylgdin kom frá kirkjunni, komu
hennar öldruðu foreldrar, heilsuðu
henni og óskuðu henni til lukku með
giftingu Lilian, og sá fyrsti sem fagnaöi
þeim og sýndi þeim alla virðingu og
heiður var Cuming lávarður sjálfur, og
móðir hans. Ethel Borgia var og alveg
frá sér numin yfir þeirra eðlilegu fram-
komu. Lengi eftir að þau komu heim
frá Elmwood, töluðu þau Werner og
kona hans um fríðu konuna, sem hafði
verið svo vingjamleg og góð við þau.
Markham jarl var ekki við gifting-
una, en hann bað þau Mr. Dare og Lilian
að eyða hveitibrauðsdögunum sínum
hjá sér, og þau þáðu það boð með þakk-
læti.
Strax eftir giftinguna lögðu ungu
hjónin á stað, hundruð lukku og ham-
ingjuóskir fylgdu þeim. Ættingjar, vinir
og þjónustufólk, hafði flykst utan um
þau; móðir Lilian var sú síðasta er
kvaddi þau. Hún sneri sér að Lewis,
eins og til þess að hinkra við.
“Guð blessi þig, bamið mitt!” hvísl-
aði hún að dóttur sinni og gleymdu ekki,
hvað svo sem kemur fyrir, þá tortrygðu
aldrei manninn þinn.”
“Vertu sæll, Lewis,” sagði Ralph lá-
varður og þrýsti innilega hendi hans, og
ef mín elskulega Lilian skyldi einhvern-
tíma ergja þig ofurlítið, þá mundu, að
vera þolinmóður.”
En saga Lewis var sögð í kveðjuorð-
um, lávarðar og lafði Cuming.
45. Kafli.
Það voru liðin tíu ár, síðan klukkun-
um var hringt við giftingu Lilian. Það
var nú orðin mikil breyting á Elmwood,
nýtt líf og glaðværð. Glaðværar barna-
raddir og léttir gleðihlátrar fyltu húsið
ánægju og nýju lífi; litlir fætur hoppuðu
nú um í hinum stóm sölum, fríð og glöð,
lítil rjóð andlit fyltu heimilið sólskini
og unaði.
Árin liðu svo fljótt og friðsamlega,
eins og sæll draumur Ralph lávarði
barst frétt, sem kastaði skugga á gleði
hans og ánægju, í nokkra daga, er hon-
um barst sú frétt, að hin glaðværa
greifafrú Gonzales væri dáin. Hún hafði
ekki gleymt honum. Maðurinn hennar
hafði sent honum hring, sem hún hafði
beðið hann að senda honum.
Lionel Lawrence var ennþá utan-
lands, og það var ekki búist við að hann
mundi koma aftur til Englands. Fursta-
frú Borgia hafði oft komið í heimsókn
til lávarðar og lafði Cuming; hún átti
fríða og fallega litla dóttur, og sonur
Lewis Dare hélt ósköp mikið upp á hana.
Hún átti fleiri dætur — sú elzta, há,
gjafvaxta stúlka. hafði líkst í sína
ítölsku föðurætt, með dökk dreymandi
augu. Hún var mjög svipuð Beatrice.
Það er líklega þessi líking sem fyrst
vakti eftirtekt Markhams jarls á henni.
Hann kyntist henni á Elmwood, og veitti
henni meiri eftirtekt, en hann hafði
veitt nokkurri stúlku síðan hann, fyrir
rnörgum árum hafði mist sína ávalt ó-
gleymanlegu Beatrice. Það vakti enga
undrun, er hann gekk að eiga Katharine
Borgia, og hún varð honum góð eigin-
kona. Hún vissi hvaða sorg hann hann
hafði orðið fyrir, og hversu mikið af
hjarta hans lá grafið hjá hans dánu
Beatrice. Hann var henni svo ástríkur,
ljúfur og mildur, að hún elskaði hann
meir en hún mundi hafa elskað nokkurn
annan mann. Það var. eitt herbergi í
höll jarlsins á Elkhorn, sem ávalt var
lokað; þangaö kom enginn ókunnugur
inn; aldrei fengu nein forvitin augu að
skimast þar um. Það var hin skrautlega
stofa, sem var innréttuð og skreytt sem
sérstök prívat stofa fyrir hans ógleym-
anlegu Beatrice, en sem aldrei hafði ver-
ið lokið við.
Tíminn breiddi huggunarblæju sína
yfir sorg hans; hans ástríka og góð-
hjartaða kona unni honum, og biómleg
og áhyggjulaus börn hoppuðu í kring
um þau; hann gat samt sem áður aldrei
gleymt Beatrice. Konan hans heyrði
hann stundum í draumi nefna nafn
hennar. á hverju ári fór hann til graf-
arinnar, þar sem Beatrice svaf sínum
hinsta svefni.
Lafði Margrét virtist að vera orðin
ung aftur, meðal barna IJlian. Hún
elskaði þau, gfetti þeirra og skemti þeim
og sér sjálfri. Lafði Edith hélt mest upp
á Edwin, hinn tilvonandi lávarð af Elm-
wood; hann var efnilegur og góður
drengur. Faðir hans var stoltur af hon-
um, og lét alt eftir honum. Móðir hans
sagði að það væri enginn drengur eins
ríkur og hann — hann ætti þrjár mæður,
aðrir drengir ættu ekki nema eina.
Eitt fagurt kvöld um sólarlagsleytið,
stóð mannhópur úti í blómgarðinum á
Elmwood, þar sem ýmislegt, sem sagt
er frá í þessari sögu, hafði komið fyrir.
Það var svo fagurt þar um að litast, að
hver listamaður hefði orðið glaður yfir
að geta málað það á léreft.
Mr. Lewis Dare hafði fáeinar nýút-
sprungnar rósir í blómagarðinum, og
eftir kvöldverðinn fór öll fjölskyldan
þangað til að skoða þær. Lafði Edith
sat í garðstól, í þeim stól hafði Beatrice
setið, -er hún hlustaði á þau orð, sem
glöddu hana mest á hennar stuttu æfi.
Hópur fríðra og fjörugra barna lék sér
í kringum þau.
Vingjarnleg, fríð, miðaldra kona
stóð og horfði í börnin leika sér. Hennar
yndislega rólega andlit leit út eins og
einhver sorgarskuggi liðinna daga,
hvíldi yfir hinum fögru dökku augum,
sem ekki hafði horfið með öllu. Lafði
Margrét Cuming var hamingjusöm, hin
svörtu ský voru liðin fram hjá. Hún var
manninum sínum hinn bezti og trúfast-
asti vinur og ráðunautur, og Ralph
Hafði alveg gleymt því, að einu sinni
hefði sá tími verið, þegar hún var lítils-
virt sökum ættar sinnar og foreldra.
Það göfuga í karakter hennar, sem hún
hafði þroskað og tamið sér í gegnum
margra ára sára reynslu, kom nú í ljós.
Það voru fáir í héraðinu eins alment
elskaðir og virtir, eins og lafði Margrét
Cuining af Elmwood.
Lávarður Cuming lá í grasinu við
fætur konunnar sinnar. Hann leit full-
orðinslegri út, og nú voru komnar
nokkrar hvítar rákir í hans þykka ljós-
brúna hár; en andlit hans bar ljós merki
friðar og rólegheita.
Hann hló að Lilian og manninum
hennar, sem töluðu með svo miklu fjöri
um rósirnar.
“Þau lifa ennþá í sætabrauðsdögun-
um sínum,” sagði hann við Margréti,
hún brosti og leit á þau.
Það var eins satt og nokkuð gat ver-
ið, að þó þau væru nú búin að vera gift
í tíu ár, elskuðu þau hvort annað eins
innilega og í tilhugalífinu. Það var svo
mild og blíð vorkunnsemi og umburðar-
lyndi frá báðuin hliðum; bæði þráðu og
óskuðu, að vera eins og þeim bæri að
vera. Lilian gerði sér enga rellu um
hvað væri hennar sérréttindi, henni datt,
ekki í hug að taka ráðin af manninum
sínum. En innan síns umdæmis stjórn-
aði hún án annara íiilutunar; alt sem
hún gerði bar vott um ráðdeild og hygg-
indi, og orð hennar voru ávalt jafn mild
og vingjarnleg til allra. Hennar bernsku
yndi hafði með aldrinum orðið að aðdá-
anlegum hæfileikum, elskaðrar og
virtrar húsmóður. í augum mannsins
síns, var hún ávalt eins fögur og gáfuð,
eins og hún hafði nokkurn tíma verið,
og Lewis Dare var alla sína æfi þakklát-
ur fyrir, að sér hefði auðnast að eiga
svo góða konu.
Einn dag var heilmikið uppþot hjá
börnunum; hár og þeldökkur herramað-
ur kom gangandi yfir engið, og Lewis
sagði: “Hér kemur Lionel Lawrance,
með fangið fult af leikföngum — þessi
börn verða skemd með gjöfum!”
Börnin hlupu á móti komumannin-
um, og Edwin, í ósköpunum, feldi indæla
litla stúlku, með stór dökk augu. Ralph
lávarður stóð upp og sagði: “Edwin, þá
verður altaf að vera góður og kurteis
við Beatrice litlu.” Hann tók hana upp
og kysti hana og sagði við sjálfan sig:
“Vesalings, litla Beatrice!” Fólkið sat
nú saman og fagnaði Lionel Lawrance,
en hugur allra hvarflaði til hinnar
horfnu Beatrice.
E N D I R
Þeir vitru sögðu:
“Meöan við erum ung, virðist okkur,
að árin ætli aldrei að líða, og okkur finst
framtíðin óendanlega löng. — Enginn
maður getur sagt frá öllum leyndarmál-
um sínum, eða allan sannleikann um
sjálfan sig. Eg hefi elskað það fólk mest,
sein lét sér fátt um mig finnast. En
þegar fólk hefir látið sér þykja vænt um
mig, hefi eg farið hjá mér. — Eg les
bækur ekki bókanna vegna, heldur sjálfs
mín vegna. Það er ekki mitt að dæma
þær, heldur læra af þeim það, sem mér
er unt. — Rithöfundur er því aðeins
frjór, að hann endurnýi sjálfan sig sí-
felt, og það gerir hann því aðeins, að
hann endurnæri sál sína án afláts með
nýrri reynslu. — Sköpun listaverks
byggist ekki á kraftaverki, heldur kost-
gæfilegu starfi. — Það kemur okkur
aldrei að fullum notum að lesa bækur,
sem við höfum ekkert yndi af. — Gam-
anleikahöfundur verður fyrst og fremst
að henda gaman að sjálfum sér.—Bezta
ráðið til þess að læra að semja leikrit, er
að horfa á leik eftir sjálfan sig. — Gagn-
rýnendur eru lökustu leikhússgestir,
sem til eru í þeim skilningi, að yfirleitt
hafa þeir manna sízt vit á leiklist. Þetta
er skiljanlegt. Leikurinn er miðaður við
leikhússgesti sem lieild. en ekki við ein-
staklinga, sem setja sig í óeðlilegar
stellingar til þess að verjast því að hríf-
ast með og leita allsstaðar að neikvæð-
um atriðum og veilum.”
W. SOMERSET MAUGHAM.
* * *
»
“Læknar hugsa á sína vísu. Þegar
kona er sjúklingur, virðir læknirinn
hana ekki fyrir sér sem kvenmann.
Hún er bara sjúklingur — ópersónuleg
manneskja. Og gagnvart henni er
læknirinn ekki annað en rannsóknari.
Hann býst þess vegna við því, að konan
líti á sig sem lækni, en annað ekki.-
Allar líkur eru til, að ekki kveði mjög
að því í framtíðinni, að menn hafi á-
hyggjur út af afkomu sinni. Aðalá-
hyggjuefnin verða ótti við stríð og kvíða
við krabbamein. Hugsum okkur, að
þjóðunum þyrfti ekki að standa stuggur
af einræðisherrum og auðvelt væri að
lækna krabbamein. Hvílík dýrð fram-
undan! Aðminsta kosti er ástæðulaust
að amast við því, að læknavísindin hafi
stuðlað að því að lengja líf manna.”
JAMES HARLOPE.
* * *
“Flestir menn verða miklu heiinskari
en þeir þyrftu að vera af því að hugsa of
smátt, snúast í hringiðu ófrjórra, hvers-
dagslegra viðfangsefna, leggja ekki á
brattann, finnast öll mestu vandamálin
útrædd eða gagnslaust að reyna að
brjósta þau til mergjar. Alt þetta eru
ellimerki, bæði þjóða og einstaklinga.”
SIGURÐUR NORDAL.
—Samtíðin.