Lögberg - 23.01.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.01.1947, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JANÚAR, 1947 3 Nýjustu bækur Guðmundar Daníelssonar rithöfundar Ejtir prófessir Richard Beck Guðmundur Daníelsson er bæði mikilvirkur og vaxandi rit- höfundur. Hann íhefir nú sent frá sér ellefu bækur, og er hann þó eigi nema rúmlega hálffer- tugur að aldri (f. 1910). Hitt er samt enn meira um vert, að j’-ann hefir þegar unnið sér heið- ursess í hópi líslenzkra samtíð- arrithöfunda, sérstaklega skáld- sagnahöfunda vorra, og er þó öll ástæða til að vænta enn djúp- stæðari verka og samfelldari að listrænni efnismeðferð frá hans hendi, jafn óvenjumiklum rit- höfu.ndarhæfileikum og hann er gæddur. Hér verður getið tveggja nýj- ustu bóka Guðmundar, sem bera ótvirætt vitnr fjölhæfni hans á lithöfundarsviðinu, því að önnur þeirra er ljóðabók, en hin leik- ut; háðar eru þær einnig þannig úr garði gerðar, um efni og bún- iug þess, að þær verðskulda víð- tæka athygli íslenzkra lesenda ^ggja megin hafsins. Bækur þessar komu út á ný- uðnu hausti hjá ísafoldarprent- *miðju í Reykjavík, og eru hinar snotrustu að frágangi, prentað- ar á ágætan pappír og með stóru letri. I. Rúmlega tvítugur gaf Guð- mundur Daníelsson út ljóðabók- ina Eg heilsa þér (1933), er var jafnframt fyrsta bók hans, og daut að verðugu góða dóma, en þó hreint ekki fram yfir það, sem ■ún átti skilið, því að þar var um mjög athyglisverða byrjenda- hók að ræða; skiáldgáfa höf-undar auð^æ, bæði í vali yrkisefna og þ^im tökum, sem hann tók þau, en hvæðin mögnuð tilfinninga- hita og þrungin lífsgleði. Eigi að síður stendur þetta nÝja kvæðasafn hans, Kveðið á 9higga, drjúgum framar að ýmsu eyti; hann velur sér nú ósjáldan stærri viðfangsefni, gerir þeim oft ágæt skil, skygnist dýpra og §ur hærra en áður. Nokkur ettvæg kvæði hafa að visu slæðst með, og önnur eru ekki eins fáguð sem skýldi. En góð- væðin eru í miklum meirihluta; mörg af krvæðum þessum eru, annarsvegar, svipmikil og þrótt- ^ikil, eða eiga, á hinn bóginn, 1 likum mæli ljóðræna fegurð hins hreina skáldskapar. 1 hvæðinu “Svar” lýsir höfund- ur sjálfur uppsprettu ljóða sinna 1 þessum eftirtektarverðu *ljóð- hnum, sem varpa einnig ljósi á Það, hve víðtæk hugðarefni hans eru °g harpa hans strengjamörg: Þú spurðir mig, yndið mitt: — Hver hefur lesið þér Ijóðin? —Las mér þau hlóm eitt í glugga, eg svara þér. °9 eitt var mér kveðið með Þrumuröddu, er þjóðin h°f Þræla í þau sæti, er frjáls- bornir reistu sér, °9 annað var ritað á lauf hak við lokasjóðinn, sem lágþýfið greiddi mér. °9 Ijó'ði hefur andað frá hyldýpi társ þess, er titrar 1 traðkslóðum herja, er um lönd minna hræðra hafa sótt, °9 til morgunsins Ijóss, sem í vallarins glódöggvum glitrar, °9 til glaðværra daga eg hefi kvœði mín sótt, °9 hið þunglynda vatn, sem án farvegs um sveitina sytrar, mer sum þeirra kendi um nótt. Ádeilukvæði Guðmundar — og þau eru stórbrotnustu og tilþrifa- ^aestu kvæði hans, djarfyrt og °ft markviss að sama skapi — hera þess glöggan vott, að hann hefir “fundið til í stormum sinna tíða.” Frumlegast þeirra kvæða hans og vægðarlausast er “Reipa- söngur”, ortur um íslenzku þjóð- ma á hernámsárunum. Kvæðin Harrabas dæmdur” og “Barra- has sýknaður” eru einnig mjög aðsópsmikil, sérstæð og prýði- lega ort. Þrjú fyrstu erindi hins síðarnefnda er ágætt dæmi þess, hversu högum höndum er þar um yrkisefnið farið og hve ádeil- an hittir eftirminnilega í mark: Já, svona fór það, Barrabas, fyrir afar mörgum árum: að öldunganna ráði voru höggvin af þér höndin. Þú hafðir reyndar drepið menn og rænt, en ekkert annað, — og engri nýrri kenningu vegi rutt um löndin. Það gegndi öðru máli um þennan Krist. sem kenndi að Kaífas og farísear væru af nöðru kyni, og lœknaði og borðaði með her- syndugum mönnum, og hlessaði yfir smælingjana og kallaði þá vini. Já, trésmiðurinn fátæki, hann tróð á settum lögum: hann tætti sundur kenning hinna skriftlærðu og ríku. Hann boðaði eitthvað nýtt, — en það er hrot — og varðar lífið. Það her, — ja, vegna mannkyns- ins, að taka hart á slíku. “Sigurvegari” er hreimmikið kvæði, og þá eigi síður kvæðið “Brúin”, um byggingu Markar- fljótsbrúar, sem sýnir það, hvernig höfundur getur’ leikið sér að dýrum háttum, en þetta er lokaerindi hans: Við jökulinn bjarta er sem hér- aðsins hjarta hraðara slái en fyrr, því leiðin til fjalla hún laðar oss alla sem Ijómandi musterisdyr. Og vel sá þeim mönnum, sem vöktu með önnum þann vorhug, sem draumvana svaf, og hrúuðu fljótið, sem flæðir um grjótið fram í hið eilífa haf. En miklu oftar er þó hitt, að Guðmundur slær á ljóðræna strengi, þýða og djúpa í senn. Fögur og draumræn eru t. d. kvæðin “Vornæturvaka”, “Sum- ar”, “Að liðn-um vetri”, “En handan vors er ha-ust”, “Haust- kvöld”, “Dagsetur”, “Blóm í glugga”, “Leiðsögn” og “Ó, sumardís”. 1 þessu-m kvæðum er hin þunga undiralda heitra til- finninga, trega, fegurðar- og hamingjulþrár Á það ei-gi sízt við um kvæðin “Haustkvöld” og “Leiðsögn”, sem téljast verða meðal beztu kvæðanna í bók- inni. Eitthvert hið heilsteyptasta þeirra er þó upphafskvæði henn- ar, “Fjara”, þrungið þeim undir- straumi djúprar íhyggli, sem grípur hugann föstum tökum, og nær vél hinum táknræna til- gangi sínum: Kyrr ertu sær, og lostinn þögn hver þys í þínu ríki upp til fjörusands, horfinn á vit þíns eigin ómælis atlotum frá hins sumargræna lands, þreyttur á öllu, þvi sem dægrin hjóða: þjótondi blævi, Ijóði fjörs og grands. Sœlt ert þú haf, þér sjálfu nóg um allt, suðrinu kunnugt, þekkir nyrztu ver, neitandi einum, öðrum lœtur falt ákosið leiðið, hvert sem biður sér. Hvað ertu aðtgrunda gröndum ytra og skerjum, grafþögli sær? — Það er beðið eftir þér! Því alvotan faðm þinn auðar fjörur þrá, eft ir þér bíða í von um dýra gjöf, ef til vill perlu yzta djúpi frá, ópal og smaragð þann, sem geyma höf. Henda má það, — þó oftar skoli af unnum andvana líki, er svipast um að gröf. II. Leikrit Guðmundar heitir Það fannst gull í dalnum, og dregur nafn sitt af því, að hann fléttar inn í meginefni þess frásögnina um það æði, sem greip hugi manna og kvenna víðsvegar, þá er gullið fanst í Sakramentó- dalnum í Kaliforníu, sællar minningar. En þeim æðisgangi læt-ur höfundur Ármann sögu- hetju sína lýsa á þessa leið: “Það fréttist -um allan hei-m- inn, og það var eins og heimur- inn kipptist við. Menn komu streymandi úr öllum áttum, — yfir úthöfin, yfir fjallgarðana, — menn í endalausum fylkingum, — eins og flóðalda, og allir hugs- uðu um þetta eitt: að komast sem fyrst í gullið, 1-áta greipar sópa, — og beittu rýtingi og byssu til þess að ryðja sér bra-utina.” Annars er heiti leikritsins, þó dregið sé af gullfundinum vest- ur þar, táknrænt um þann gull- þorsta, sem tjáist að hafa gripið ýmsa á Islandi á stríðsárunum, i tveim þáttum, þá er peningar flæddu inn í landið, og er það aðaCefni leiksins; hann er ritað- ur í desembermánuði 1942 og ætlaður Rí'kisútvarpinu íslenzka til flutnings, en af því varð þó eigi. Hefir hann, eigi ólíklega, þótt full berorður á þeim vand- kvæðatímum. Meginátökin í leikritin-u eru milli hinna -gróðaþyrstu útgerð- armanna Ægis Finnssonar og Steinbjörns Steinbjörnssonar og hugsjónamannsins og friðarvin- arins Ármanns, bróður hins síð- arnefnda. Leiðir gróðafýkn Steinbjörns til þess, að hann bíð- ur skipbrot í hjúskaparlífi sínu, enda hefir gullþorstinn biindað honum svo sýn, að hann telur sig hafa fundið það, sem betra er heimihshamingju — peninga. En þó að leikrit þetta gerist á íslandi á ófriðarárunum, fjallar það vitan'lega í víðtækara skiln- ingi, um þá baráttu, sem rnenn heyja alstaðar og á öllum tímum í einhverri mynd, -um yfiráðin í sál þeirra milli afla hins illa og hins góða, hins göfgandi og hins niðurlægjandi. Gul'lþorstinn, sem leikritið tökur sérsta'klega til meðferðar, er samur við sig, hvort sem hann heltekur hugi manna í Kaliforníu, Alaska eða úti á Islandi, og illar fylgjur hans og áhrif á mannssálina ætíð sama eðlis. Leikrit þetta er því mjög tíma- bært að efni, og einnig margt vel um það sem frumsmíð höfundar í íþeirri grein bókmentann-a, bæði að því er snertir samtöl, persónu- lýsingar og útfærs'lu efnisins, innan hins takmarkaða svigrúms jafn st-utts leikrits. Sumum kann í fljótu bragði að virðast, sem þar kenni nokkurra öfga, en við nán- ari atíhugun mun það koma á dag- inn, að þess eru næg dæmi í veruleikaanum, að gullæði hafi, með ýmsum hætti, afvegaleitt menn jafn hörmu'lega og hér er lýst. Eins og annarsstaðar í ritum sínum, fer Guðmundur Daníels- son Sínar eigin götur í þessum nýjustu 'bókum; og er það vafa- laust einlæg von vina hans, að hann haldi áfram að þroska hina r-íku og frjósömu skáldgáfu sína í frumlegri, sterkri og listrænni túl-kan lllífrænna og víðfeðmra viðfangsefna. (U-mræddar bækur fást í bóka- búð DaVíðs Björnssonar í Win- nipeg). “Þekkirðu noklkra menn, sem eru ríkari en húsameistararnir, sem altaf eru að byggja 'hvert stórhýsið á fætur öðru?” “Já, loftkastala-byggingameist- arana.” Dánarfregn Miðvikudagin-n 8. jan. andaðist í Langruth, Man. háöldruð kona, Mrs. Margrét Guðrún Hannesson, hjá syni sínum og tengdadóttur, Jóni og Helgu Hannesson. Dauð- ann bar að með snöggum hætti. Hún var lítilsháttar lasin síðustu dagana, en var á fótum, jafnvel síðasta daginn. Undir kvöld, þann dag, fór hún upp í herberg- ið sitt og lagði sig út af. Eftir nokkra stund fór sonur hennar upp til að færa henni góðgjörðir, en þá var hún 'liðin. Guðrún Hannesson, svo mun hún al-ment hafa verið nefnd, var frá Meðalheimi, -í Blöndudal, í Húnavatnssýslu, dóttir HaLl- gríms Erlendssonar og konu hans Margrétar. Guðrún var fædd 19. júní, 1855 og var því á öðru ár- inu yfir nírætt, er hún lézt. Hún giftist á Islandi, árið 1880, Arna Hannessyni, er ættaður var úr Skagafirði. Þau bjuggu 7 ár á Islandi fluttu vestur um haf, ár- ið 1887, og settust að í Þingvalla- nýlendu, í Saskatohewan. Þar bjuggu Iþau til ársins 1898, voru svo 2 ár -í RusSell, Man., og fluttu þaðan í Marshland-bygð, suð- vestur af Langruth. Þar bjuggu þau farsælu búi, í 27 ár. Arið 1927 fluttu þau í Langruth-bæ, og þar andaðist hann árið 1933. Hún hélt áfram að vera í Lang- ruth, hafði heimili út af fyrir sig og hafði nóg efni til að kom- ast af, en smátt og smátt -færðist aldurinn yfir og lífskrafturinn dvínaði. Síð-ustu 2—3 árin var hún á -heimilinu þar sem hún dó. Þau hjónin eignuðust 7 syni. Hinn elzta og hinn yngsta mistu þau, en þessir -lifa: 1. Eggert, kvæntur Ida Ander- son í Tisda'le, Sask.; 2. Jón, kvæntur Helgu Erlend- son, í Langruth, Man.; 3. Haillgrímur, kvæntur Mar- garet F-orsley, Langruth; 4. Óli, kvæntur Magnúsínu Magnusson, Langruth; 5. Tryggvi, kvæntur Jónu A1 fred, í Winnipeg. Útförin fór fram laugardaginn 11. jan. Séra Rúnólfur Marteins- son jarðsöng. Aðal athöfnin fór fram í íslenzku -kirkiunni í Langruth, sem var alskipuð fólki. Mr. Carl Lindal var við orgelið, söngf-lokkurinn leiddi sönginn. Líkmenn voru: Árni, George, Leonard og Oscar Hanneson, E. E. Sorenson. 6g Helgi Nordal. í syrgjendahópnum var óvana- lega mannmargt af ungu fólki, enda átti hin framliðna 22 barna- börn, og 18 barnabarnabörn. Frá yngsta ættliðnum vor-u nokkur börn, sem báru blóm út úr kirkj- unni, og var það undur fallegt. Síðasta athöfnin fór fram í graf- reit safnaðarins, austur á Big Point. Konan, sem kvödd var, átti ekki einungis langa heldur einn- ig farsæla æfi. Hún annaðist heimili sitt með sóma og var ást- vinum sínum til ónægju og yndis. Hún var sérstaklega lífsglöð, og þótti undur vænt um að vera í hópi vina og kunningja. Eins lengi og sjónin var sæmileg, las hún mikið. Hún hafði unað og blessun af passíusálmunum. Drottinn blessi állar ljúfar endur- minningar um þessa mætu konu. Rúnólfur Marteinsson. Business and Professional Cards Einhver vísindamaður þykist hafar eiknað út, að hægt sé að skifta 10 króna seðli á 311,000,- 000 vegu! Okkur Islendingum gengur nú stundum fulli'lla að fá tíkallana brytjaða í tvent hvað þá smærra á þessum græn- og rauðseðlatímum. Sjúklingurinn: “Það er alveg eins og fyrst stigi eitthvað innan í mér og svo sígi það aftur nið ur.” Læknirinn (önugur): “Þér hafið -þó vænti eg ekki gleypt heila 'lyftu?!” CHRISTMAS SPECIAL!! All photos taken on approval with no ohligation — 4 Poses To Choose From — SPECIAL PRICES Phone or Write for Appoinimeni U N I V EESAL STUDICS 292 KENNEDY ST. (Jusi Norih of Porlage) — Phone 95 653 WEDDING AND BABY PHOTOS — OUR SPECIALTY H. J. STEFANSSON Life. AccMent and Ilcalth Insurancc Representing THE GREAT-WEST L.1FE ASSCRANCE COMPANY Winnipeg, Man. Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDINQ Telephone 97 932 Horne Telephone 202 398 Talslmi 95 826 Helmilis 63 898 DR. K. J. AUSTMANN MrfrœOingur < auprna, evma, nef oa hvcrka sfúkdómum. 704 McARTHUR BUILDINQ Cor. Portage & Maln Stoíutlmi: 2.00 til 5.00 e. h. nema á. laugardögrum. DR. ROBERT BLACK BérfrœOinour i auona. eyma, ncf oo hdlssiúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDQ Graham and Kenneds' St. Skrifatofuslmi 93 851 Heimasími 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzlcur lyfsali Fölk getur pantaö meöul og annað með pöati. Fljöt afgreiöela. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREBT Seiur lfkklstur og annast um út- farlr. Allur útbúnaður eá beati. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legstelna. Skrlfstofu talslmi 17 824 Hetmills tatslmi 26 444 Phone 97 291 Eve. 26 002 J. OAVIDSON Real Estate, Financial and Insurance ARGUE BROS. LIMITED Lombard Bldg., Winnipeg DUINCCJT MS8SENQER SERVICE Viö flytjum klstur og tðskur, hösgögn úr smasrrl IbúQum, og húsmunl af öllu t»l. 58 Af.BERT ST. — WINNIPBQ Slml 25 888 C. A. Johnson, Mgr. TELEPHONE 94 318 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDINQ Winnipeg, Canada Phone 49 489 Radlo Service Speciallata ELECTRONIC LABS. H. THORKELBON, Prop. The most up-to-date Sound Equlpment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPBQ Q. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SOOTT BLOCK SÍMI 95 Í2T Wholesale Dlstributors of FRH28H AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEQ. MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Versla T heildsölu með nýjan ojc froMnn fiak. 801 OWBNA STREET SkrlM.Mmi 15 365 Heima 55 451 Dr. S. J. Jóhannesson 216 RUBY STREET (Belnt suöur aí Bítnning) Talslml 30 877 Vlötalstlml S—5 eftlr húdegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—« p.m. Phones: Offlce 26 — Res. 230 Offlce Phone 94 762 Ree Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDQ. Offtce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO QEN. TRUST8 BUILDINQ Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 962 WINNIPEG DR. J. A. HILLSMAN 8uroeon 308 MEDICAL ARTS BLDQ Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appolntmenta Phone 94 901 Office Hours 9—4 404 TORONTO QEN. TRUSTS BUILDINQ 283 PORTAQE AVB, Winnlpeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 556 For Quick RcUa'ble Servioe J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDQ WPQ. Fasteignasalar. Lelgja húa. Ot- vega penlngalán og eldsáhyrgO. blfrei0aá.byrgÖ, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LSofrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BO. Portage og Garry St. Stml 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British QuaUty Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPBQ Phone 98 111 Manager T. R. TBORVALDBON Your patronage will be appredated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Manaoino Direator WTioleeale Distributora of Frwh and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 21 »28 Ree Ph. 71 917 H HAGBORG FUEL CO. H DUl 21 331 (C.F.L. No. 11) 21 331

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.