Lögberg - 30.01.1947, Síða 4
4
LÖGBERG. FIMTUDAGLNN 30. JANÚAR, 1947
--------logberg---------------------
CJefiC út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 í'argent Ave., Winnipeg, Maniitoba
Utanáakrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG
595 Sargent Ave., Winnipeg, Man
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limíted, 695 Sargent
Averue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Maii,
Post Office Dept., Ottawa.
PHONE 21 804
Minningabrot úr
lslandsförinni 1 946
Eftir EINAR P. JÓNSSON
Morguninn eftir lituðumst við um í
Víkurkauptúni, sem að vísu er ekki
mannmargt, en vingjarnlegt og þrifa-
legt, í austri ber Hjörleifshöfða við him-
. inn, svipmikinn og seiðandi í geislabaði
morgunsólarnnar; um hann leikur sögu-
legur minningabjarmi frá tíð þeirra fóst-
bræðra Hjörleifs og Ingólfs; svartur,
gróðurlaus sandur, sem maður veður
upp í ökla, liggur milli þorps og fjöru.
Ragnar Ásgeirsson ræktarstjóri, er
dvaldi um hríð í Víkinni, er hann var
unglingur, kemst svo að orði í nýlegri
bók sinni “Strákur”:
“Þeir, sem einblína á sandinn og sjá
aldrei annað en hann og sínar eigin tær,
þykir Víkin ljót, og má vera, að þeir hafi
rétt fyrir sér. En Víkin stendur þó í hinu
fegursta umhverfi, sem hugsast getur, í
faðmi hárra snarbrattra fjalla, sem svo
eru grösug, að leita mætti að öðrum
grösugri án þess að finna. Yfir henni
gnæfir Reynisfjallið alt að hundrað
faðma hátt, lifandi fja.ll, vegna hins
mikla fuglalífs, sem í því er. Fýllinn á
þar heima í björgunum. en lundinn í
urðinni og brekkunum fyrir neðan þau,
því fýllinn er heimilisfastur allan ársins
hring. Fjallið skýlir og ógnar Víkinni í
senn, og oft hafa fallið björg og stórar
skriður úr því og er mildi að mannskaði
skuli aldrei hafa orðið að.”
Við Ragnar Ásgeirsson vorum um
eitt skeið sambýlismenn í Reykjavík;
fundum okkar bar saman á Akureyri á
ferðalagi okkar vestangesta um landið,
og fór hann með okkur fram að Grund
í Eyjafirði; í bílnum gaf hann okkur
hjónum áminsta bók sína “Strákur”,
og reit á titilsíðu heúnar eftirgreinda
vísu, sem hann auðsjáanlega setti sam-
an í hvellinum, eins og Reykvíkingar
komast að orði:
“Elftir margra ára kák
út um sveitir landsins,
er eg búinn að eignast “Strák”
utan hjónabandsins.”
Mér þótti Víkin mikilúðug og svip-
«
hrein.
Fátt manna bar eg kensl á í þorp-
inu; einn fornvinur minn, sýslumaður
Skaftfellinga, Gísli Sveinsson alþingis-
maður, sem þar er búsettur, iiafði
brugðið sér til Reykjavíkur og þar hitt-
umst við nokkru seinna; eg vissi að vísu,
að í Vík var séra Þorvarður Þorvarðs-
son, fyrrum prestur í Fjallaþingum;
hann er orðinn háaldraður maður, sem
hefir fyrir alllöngu látið af prestsskap;
eg kom því ekki við að heimsækja séra
Þorvarð, þó mikið langaði mig til þess;
eg heyrði hann flytja messu í Möðrudal
á Fjöllum. er eg var um fermingaraldur;
sonur séra Þorvarðar, Jón, er nú prest-
ur í Vík; við töluðum saman dálitla
stund; hann er hlýr maður í viðmóti og
festulegur á svip.
Nú var tekið að týgja sig til ferðar;
það var heldur ekki amalegt, að litast
um í morgunblíðunni og bera saman
hinar skörpu andstæður litanna, flos-
grænku hinna bröttu brekkna og djúp-
bláma hins lygna hafs. Hvílíkt töfra-
málverk!
Ferðin vestur á bóginn gekk eins og
í sögu; veður var hið fegursta, og ástúð
fararstjórans og frúar hans slík, að á
betra varð ekki kosið; það var engu lík-
ara en þeim hugkvæmdist alt af eitt-
hvað nýtt, sem aukið gæti á ánægju
okkar og hrifningu!
Nú var ekið vestur um hina fögru og
gróðursælu Rangárvallasýslu, og eigi
staðar numið fyr en þar, sem heitir að
Hellu; þar er risið upp laglegt sveita-
þorp; við fórum þar á gildaskála og feng-
um þar nýveiddan silung úr Rangá og
margt annað góðgæti; nú var ferðinni
heitið til Gunnarsholts, þar sem ríkið
rekur umfangsmikla sandgræðslustarf-
semi með álitlegum árangri; þar er
mannshöndin að rétta náttúrunni hjálp-
arhönd, svo að hún fái að njóta sín;
slíkur getur árangurinn orðið þegar
maðurinn gengur í þjónustu guðs og
hjálpar honum til að skapa.
Ingólfur Jónsson kaupfélagsstjóri að
Hellu, þingmaður Rangæinga, sýslan
hefir að vísu tvo þingmenn, og er hinn
þeirra Helgi Jónasson læknir, fór með
okkur að Gunnarsholti; er hann um alt
hinn röggsamasti maður; hann bauð
okkur til kaffidrykkju á hinu veglega
heimili þeirra hjóna, og sveif þar yfir
vötnunum andi háíslenzkrar gestrisni.
Allir dagar eiga kvöld, og svo var
einnig um þenna yndislega ágústmán-
aðardag, hann var auðsjáanlega byrj-
aður að líða, eins og Einar Benediktsson
komst að orði um sumarið:
“Því senn dökknar aftansins sólroða
kinn
og sumrið er byrjað að líða.”
Vestrið logaði í gulli og um sólsetur-
bil komum við til Hveragerðis; þar er
orðin undursamleg breyting frá því, sem
áður var, er eg fyrir endur og löngu gisti
í hlöðu á Reykjum ásamt nokkrum vin-
um mínum á ferð frá vígslu brúarinnar
yfir Rangá, er Hannes skáld Hafstein
þá vígði og flutti eina af hinum allra
fallegustu ræðum sínum; nú er Hvera-
gerði orðið að heilmiklum bæ með
margar verzlanir og fjölda vingjarn-
legra íbúðarhúsa; þar er hinn mesti
sægur sumarbústaða, og þar er meðal
annars Fífilbrekka, sumarbústaður
Jónasar Jónssonar alþingismanns og
fyrrum dómsmálaráðherra; í Hvera-
gerði eru ræktuð í gróðurhúsum kynstr-
in öll af tómötum, banönum og talsvert
af vínberjum; þessar framleiðsluteg-
undir eru allar saman, svo sem vænta
má, afar dýrar, en þær þróast ágætlega
og eru frábærlega ljúffengar; hvern
hefði órað fyrir því, að suðræn aldini
yrði ræktuð í stórum stíl á íslandi? Nú
er þetta komið á daginn og ber fagurt
vitni íslenzkri hugkvæmni og íslenzku
framtaki.
í Hveragerði er goshver, þótt lítt
komist í námunda við Geysi í Haukadal,
sem Grýla eða Grýta nefnist; mönnum
ber ekki saman um hvort nafnið sé rétt-
ara; fararstjóri okkar, Árni G. EJylands,
vildi eigi að við kveddum svo Hveragerði,
að við færum á mis við hveragos; við
biðum við hverinn í fullar tvær klukku-
stundir, án þess að hann bærði á sér;
senn mátti þó heyra, að hann væri far-
inn að ókyrrast, og loks liðaðist gufu-
strókurinn í loft. Grettir ræðismaður
var jafnaðarlegast með myndavélina til
taks, og hann var heldur ekki seinn á
sér að ljósmynda undrið.
Er vestur yfir Hellisheiði kom, var
neytt máltíðar í skíðaskálanum við Kol-
viðarhól og þaðan ekið rakleitt til
Reykjavíkur; klukkan var langt gengin
eitt um nóttina, og yfir höfuðstaðnum
hvíldi mildur næturfriður.
Ferðin um Suðurlandsundirlendið
hafði verið hin ánægjulegasta um alt,
og nú minnumst við þeirra allra, er að
henni stóðu, með þakklæti og hrifningu
í huga.
Seinna sátum við vestangestir ynd-
islegt kvöldboð að heimili þeirra Árna G.
Eylands og frú Margrétar, sem stendur
við Hringbraut í Reykjavík og nutum
þar mikillar risnu og frábærrar alúðar;
þar hitti eg vin minn Pétur Magnússon
fjármálaráðherra, og Dr. Björn Þórðar-
son fyrrum forsætisráðherra, hinn
mesta lögspeking, ásamt ýmissum fleir-
um, sem gott var og gagnlegt að kynn-
ast.
—Framh.
Páll ísólfsson fer hljóm-
leikaför til Svíþjóðar
Dr. Péll Isólfsfion, orgelleikari
mun fara ihljómleikaför til Sví-
þjóðar í byrjun föbrúarmánaðar
á vegum Norræna félagsins.
Komi eikiki ein'hver ófyrirsjá-
anleg atvik fyrir áður, hefir verið
ákveðið, að Páll ihal.di orgelleika
í Stokkhólmi, Uppsölum, Lundi
og Gautaiborg. Auk þess mun
hann leika í sænska útvarpið.
Hann mun leika verk eftir ís-
lenzk tónskáld og svo einnig eftir
Bach.
Það er mikill heiður fyrir Is-
lendinga, að Páli ísólfssyni skuli
hafa verið boðið að fara í þessa
hljóm’leikaför. Enginn vafi leik-
ur á því, að Páll Isólfsson mun
gera garðinn oklkar frægan með
þessari Ihiljómleilkaför sinni, eins
og hann hefir ætíð gert hingað
til. Hann mun líklega verða um
það bil hálfan annanð mánuð í
ferðinni.—Vísir 12. des.
SKÚTUÖLDIN
Skútuöldin — síðara bindi —
eftir Gils Guðmundsson, kem-
ur út um miðja vikuna á for-
lagi Guðjóns Ó. Guðjónssonar.
Er þetta geysistórt rit, yfir
hálfs sjöunda bundrað blaðsíður
að stærð, prýtt miklum fjölda
mynda og vandað til útgáfu þess
í hVívetna.
Þessu bindinu er skift í þrjá
meginkafla: Skip og veiðar,
Slysa-annáll og Skútumannasög-
ur, en heiti einstakra þátta er
sem hér segir:
Seglskip, Stjórn seglSkipa,
Fjöldi þilskipa 1800 — 1930,
“Gráni” kvaddur til sögu. A
fyrri tímurn, Hákarlaveiðar á þil-
Skipum, Veiðarfæri og annar út-
búnaður, Beita, A miðum, Upp-
skipun, Hákaúlalýsi, Hákarla-
verkun, Rannsóknir á bákarli,
Ráðningarkjör á hákarlaveiðum,
Haldfæraveiðar, Lokadagur,
Slysfarir á þilskipum 1913—1926,
Milli landa, Útgerð Bjarna ridd-
ara, Hrakningar Gunnlaugs á
Skipa'lóni, Samtíningur um Þor-
stein á Skipalóni, Frá Andrési
Péturssyni, Ólafur Pétursson og
Mary, Þáttur af Magnúsi Össur-
arsyni, Norðlenzkar skipa- og
hákarlavísur, Á hákarlaveiðum
við Jan-Mayen, Skúta sigld í kaf,
Sjóhrakningar til Grímseyjar,
minningar Jóns Bergssonar, Þil-
skip á Suðurnesjum, Frá Bjarna
og Sæmundi Kristjánssonum,
Jóhann á Selárbakka, Gunnlaug-
ur Sveinsson skipstjóri, Jón
Skúlason og Skúli Skúlason,
Hrakningsferð Vonarinnar um-
hverfis Island, Sigurður Sumar-
liðason skipstjóri, Capella, Litlar
sjóhetjur, Þegar Fanny hrakti til
Færeyja, Ur fórum Hermanns í
Flatey, Sjóferðasögur Sigurðar
Ingjaldssonar, Þáttur af Sigurði
Hrólfssyni, Tuttugu og sex norð-
lenzkir skipstjórar, Eiður Bene-
diktsson, Benedikt Steingríms-
con, Vorvertíðin 1910, Þrjár ey-
firzkar skútur, Krossmessugarð-
urinn 1922, Talisman-slysið. Auk
þess er nafnaskrá, myndaskrá
o. fl.
Þetta miikila rit er heildarsaga
þilskipaútgerðarinnar á Islandi
frá öndverðu og til vorra daga,
eða þar til togaraútgerðin tók
við. Samtals mun ritið vera yfir
1000 bls. að stærð og með sam-
tals á 4. hundrað mynda.
Þess má geta, að fyrra bindið
kom út 1944 og varð þá metsölu-
bók þess árs, enda seldist bókin
upp á fáum dögum.—Vísir, 9. des.
Sagar marmara «ins og
hnífur sker ost
Sænsk stálsmiðja hefir smdðað
sagarblað, sem sker marmara
eins auðveld'lega og hnífur sker
ost,
Eru dlík sagaóblöð nú notuð í
Edeby-marmaranámunni í Mið-
Svíþjóð. Blaðið sagar 50 sm. á
klst., en áður hefir verið talið
mjög sæmilegt, að slík blöð sögu-
ðu 2 — tvo — sm. á klst. 1 Edeby
eru árlega framleiddir um 1200
rúmmetrar af marmara, en með
þessu móti er auðvelt að auka
framleiðsluna um 2/5 hluta.
Tennur sagarinnar eru gerðar
úr comorant-harðmálmi hjá
Sandviken - stáiverksmiðjunum,
,sem Sandviken sagnirnar eru
kendar við.
Líklegt að innflutnings-
verzlunin nemi rúml. 400
miljónum í ár
Aldrei hefir innflutningsverzl-
un íslendinga verið jafn mikil og
á þessu ári, sem nú er að líða.
Þegar nemur verðmæti innflutn-
ingsins rúmlega 380 miljónum
króna.
Hagstofan skýrði Morgunblað-
inu svo frá í gær, að allar horf-
ur væru á, að innflutningsverzl-
unin á árinu 1946 myndi losa vel
400 miljónir króna.
1 nóvembermánuði var vöru-
skiftajöfnuðurinn óhagstæður
um 8.6 milj. kr. Flutt var inn í
mánuðinum fyrir 35.8 milj. kr.
en út fyrir 27.3.
A tímaibilinu janúar til nóvem-
berloka nema verðmæti inn-
fluttrar vöru 384.2 milj. kr. —
Útffuttar á sama tíma 273.1 milj.
kr. Er því vöruskiftajöfnuður-
inn nú óhagstæður um 111.1 milj.
króna. ,
1 nóvember voru fluttar út ó-
verlkaður saltfiskur fyrir um 3.7
milj. kr. Aðallega var selt til
ítalíu, en einnig til Svíþjóðar,
Danmerkur og Irlands.
Isvarinn fiskur var seldur til
Bretilands aðallega, en slatti fór
einnig til Frafcklands. Verðmæti
hans voru 114 milj. kr.
Freðfiskur var seldur til fimm
landa fyrir samtals 10% milj. kr.
Aðallega var selt til Rússlands,
en hitt til Bretlands, Frakklands,
Sviss og Svíþjóðar.
Síld var sóld til Rússlands,
Svfþjóðar og Danmerkur fyrir
um 2.7 milj. kr. Síldarolía til
Bretlands og nokkuð til Rúss-
lands, fyrir um 3.3 milj. kr.
Þá voru saltaðar gærur seldar
fyrir 2.8 milj. kr. Mestur h/luti
magnsins fór til Bretlands og
íítilsháttar ti'l Danmenkur.
Þess skal að lokum getið, að í
lok nóvembermánaðar árið 1945
var vöruskiftajöfnuðurinn óhag-
stæður um 33.7 miljónir króna.
—Morgunbl. 22. des.
Undirbúningur undir þátt-
töku íslands í Olympíu-
leikjunum hafinn
Eins og áður hefir verið skýrt
frá skipaði stjórn l.S.l. í sumar
nefnd til þess að sjá um væntan-
lega þátttöku Islands í Olympíu-
leikjunum í London 1948.
Nefnd þessi hefir nú þegar tek-
ið til starfa og m. a. sent umburð-
aribréf til allra iþróttabandalaga,
héraðssambanda, íþróttaráða og
íþróttaffélaga innan vébanda Í.S.I.
Mun nefndin í samráði við þessa
aðila vinna að þjálfun íþrótta-
manna og gangast m.a. fyrir þvi,
að fengnir verði sérstakir þjálf-
arar í hinum ýmsu íþróttagrein-
um, sem hafi stöðugt sarriband
við hina ýmsu þjálfara félag-
anna. Þá mun neffndin á sínum
tíma annast val þeirra iiþrótta-
manna, sem keppa fyrir Islands
hönd á Olympiu-leikjunum og
Skipuleggja fförina. Leggur hún
í því sambandi mikla áherzlu á
að félögin temji ffélögum sínum
drengilega og fagra framlkomu,
sem hverjum íþróttamanni má
vera til sóma. Loks hefir nefndin
ákveðið að reyna að koma á fót
stofnsjóði til Ofympíuferða, til
þess á þann hátt að tryggja þátt-
töku íslands í Olympíuleikjim-
um, ekki aðeins í þetta Skifti,
heldur og framvegis.
1 Olyimpíunefndinni eiga sæti
Hallgtímur Fr. Hallgrímsson,
formaður, Erlingur Pálsson, vara-
formaður, Ólafur Sveinsson, rit-
ari, Kristján L. Gestsson, Jón
Kaldal, Jens Guðlbjörnsson og
Steinþór Sigurðsson.
—Mbl. 26. des.
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar
Innkpllunarmenn LÖG8ERGS
Amaranth, Man.............. B. G. Kjartanson
Akra, N. Dak..................Joe Northfield
Backoo, N. Dakota.
Árborg, Man ............ K. N. S. Fridfinnson
Árnes, Man.................... M. Einarsson
Baldur, Man................... O. Anderson
Bellingham, Wash. Árni Símonarson
Blaine, Wash. ............. Árni Símonarson
Boston, Mass. .............Palmi Sigurdson
384 Newbury St.
Cavalier, N. Dak..............Joe Northffield
Cypress River, Man. O. Anderson
Churchbridge, Sask S. S. Christopherson
Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson
Elfros, Sask. Mrs. J. H. Goodmundson
Garðar, N. Dak............... Páll B. Olafson
Gerald, Sask..................... C. Paulson
Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson
Gimli, Man...................... O. N. Kárdal
Glenboro, Man O. Anderson
Hallson, N. Dak.............. Páll B. Olafson
Hnausa, Man. K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man. ............... O. N. Kárdal
Langruth, Man........... John Valdimarson
Leslie, Sask. Jón Ólafsson
Lundar, Man................... Dan. Lindal
Mountain, N. Dak.... Páll B. Olafson
Point Roberts, Wash........... S. J. Mýrdal
Riverton, Man........... K. N. S. Friðfinnson
Seattle, Wash. ............... J. J. Middal
6522 Dibble N.W, Seattle, 7, Wash.
Selkirk, Man. ..............Mrs. V. Johnson
Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson
Vancouver, B.C................F. O. Lyngdal
5975 Sherbrooke St, Vancouver, B.C.
Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson
Westbourne, Man......... Jón Valdimarson
Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal
/