Lögberg - 13.02.1947, Blaðsíða 2
2
L.OGBERG, FIMTUDAGINN 13. FEBRÚAR, 1947
Fræðimannleg rit og merkileg
Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK
Síðan Háskóli Islands tók til starfa fyrir 35 árum, hefir hann
átt því láni að fagna, að eiga ágætu 'kennaraliði á að skipa, lær-
dómsanönnum, er samhliða háskólakenslunni, hafa haft með hönd-
um víðtækar rannsóknir og ritað margar og merkar bækur í sér-
fræðigreinum sínum. Dr. Alexander Jólhannesson pófessor steradur
í þeim efnum framarlega í hópi hinna mikilhæfu samkennara
sinna, því að hann hefir á undanfömum árum sent frá sér fjölda
ofnismikilla og merkilegra málfræðirita. er bera fagurt vitni víð-
feðmum lærdómi hans í málvísindum, hugkvæmni hans og óþreyt-
andi elju. Lýsa þau einkenni hans sem vísindamanns sér ágætlega
í nýjasta riti hans af því tagi, sem nú skal greint frá í stuttu máii.
I.
Umrætt rit dr. Alexanders
nefnist: Um frumtungu lndó-
germana og frumheimkynni
(Reykjavík, 1943), og var fylgi-
rit Árbókar Háskóla íslands
1940-1941. Tekur höfundur hér
tj. rækilegrar meðferðar, og á
hávísindaiegan hátt, þessi tvö
mikl'u og djúpotæðu viðfangs-
efni: Hvernig lærði indóger-
manski frummaðurinn að tala?
Hvar voru frumheimkynni Indó-
germana?
í ítarlegum og gagnfróðlegum
inngangi ræðir dr. Alexander
mörg gruradvallaratriði, er þetta
mál varða, svo sem aldur manns-
ins, aldur menningarinnar, for-
sögu Norðurlanda og forsögu
Germana, og rekur síðan í meg-
indráttur viðleitni vísindamanna
í þá átt að finna lausn á þeim við-
fangsefnum, sem rit hans fjallar
um, og fyr voru nefnd.
Kemur þá að höfuðefni ritsins,
en það eru rannsóknir höfundar
á uppruna og frummerkingu
indógermanskia orðróta, sem
fræðimenn hafa fundið með sam-
anburði indógermanskra mála,
en þær eru rúmlega 2000 talsins.
Eru ræturnar flokkaðar og meik-
ingar þeirra ra’ktar af mikilli ná-
kvæmni og lærdómi, og efnis-
meðferðin bæði skýr og skipu-
leg, þó að ritið sé eðlilega sér-
staMega ætlað fræðimönnum.
Hér verður að nægja að víkja að
aðal niðurstöðum höfundar um
það grundvallaratriði, hvemig
Ihinn indógermanski frummaður
lærði að tala, en þær eru á þessa
leið (Leturbreytingar > höf.
sjáilfs):
“Handapat og látæðishreyfing-
ar voru tjáningaraðferð frum-
mannsins áður en hann lærði að
tala og þessi tjáningaraðferð er
enn notuð, eins og kunnugt er,
um víða veröld, af léikurum og
ræðumönnum sérstaklega, en
einnig 1 ríkum mæli hjá ýmsum
þjóðum (bæði menningarþjóð-
um, eins og Frökkum og Suður-
landabúum, og villiþjóðum).
Mannlegt mál er því upprunalega
áframhald þessarar tjáningarað-
ferðar frummannsins að gera sig
skiljanlegan með haradapati og
líkamshreyfingum. Um ieið og
hann smámsaman lærði að nota
talfærin og sérhljóðin urðu einn-
ig til, hefir hann lært að draga
að sér andann eða anda frá sér á
reglubundinn hátt, er nauðsyn-
legur var til þess að mynda hin
einstöku hljóð. . . . En um leið og
frummaðurinn skapaði mál sitt
á þenna hátt, bættust við tveir
efniviðir í sköpim málsiras: geðs-
hræringahljóð þau, er hann ó-
sjálfrótt rak upp, er hann varð
glaður eða hryggur, reiður o. s.
frv. og náttúruhljóð þau, er
hann heyrði í nið sjávar eða
vatns, þyt vindsins, þrumum
íoftsins, söng fugla, hljóðum
dýra og hverskyns öðrum hljóð-
um, er urðu til við fall eða á
' annan hátt. Með þeirri tækni, er
hann smámsaman hafði öðlast í
notkun talfæranna, reyndi hann
nú einnig að herma eftir þessum
hljóðum og notaði þau til þess að
tákna alls konar geðshræringar
og hljóð. Mál frummannsins er
þvr upprunalega samsett og
myndað af þrennskonar efniviði:
1) hljóðum er tákna látæðis-
hreyfingar,
2) geðshræringahljóðum og
3) hljóðum, sem eru eftirherm-
ur á náttúrúhijóðum.
Ef þetta er rétt, ætti að vera
unnt að skýra uppruna allra
tungumála á þenna hátt og að-
greina þenna frurralegasta efni-
við í öllum málum. Þetta hefir
efcki verið gert nema að mjög
litlu leyti, enda á einskis eins
manns fæii. Athuganir þær, sem
‘hér eru settar fram, eru gerðar
eingöngu um indógermönsk mál.
En margt bendir til, að þessu sé
þannig varið um önnur mál, eins
og t. d. kínversku, japönsku,
polynesisku (sem er talin meðal
frumstæðustu mála jarðarinnar)
og hefir R. Paget í bók sinni
Human Speech minst á ýmisilegt
í þessum málum, er virðist benda
í sömu átt.”
Hér er því sannarlega um mjög
merkilegar athuganir að ræða og
einnig að mörgu leyti nýstárlegar
að sama skapi. þó að Sir Richard
Paget hafi áður í fyrnefndu riti
sínu, er út kom 1930, gerst for-
mælandi hermikenningarinnar
um uppruna tungumála; en dr.
Alexander hafði komist að niður-
stöðum sírnun við sjálfstæðar
rannsóknir og hafði lokið nærri
helmingi bókar sinnar, þá er hon-
um barst merkisrit hins enska
vísindamanns (Smbr. Skírnir,
1945, bls. 223-224).
Eftir að hafa rannsakað mis-
munandi útbreiðslu frumrótanna
í indógermönskum málum, kemst
dr. Alexander að þeirri mður-
stöðu, sem ýmsir aðrir vísinda-
menn hafa einnig haldið fram, að
frumíheimkynni Indógermana
hafi verið í Norður-Evrópu, og
þá sennilega við Eystrasait sunn-
an- eða suðaustan-vert. Bendir
óneitanlega margt í þá átt.
Hér hefir aðeins verið vikið
að helztu niðurstöðum höfundar.
En margt er í ritinu annara sér-
staklega eftirtektarverðra athug-
ana, svo sem það, að íslenzkan
hafi varðveitt fleiri af hinum
indógermönsku frumrótum, en
nokkurt annað mál, að forn-
grískunni einni imdanskilinni, og
að þar eð nýgríska hefir týnt
miklu af orðaforða forngrísk-
unnar, sé “íslenzk tunga að þessu
leyti merkilegust allra ger-
manskra mála.”
Til skýringar efninu eru í rit-
inu myndir eftir Tryggva Magn-
ússon, er sýna nokkrar eftir-
hermur talfæra frummannsins;
ennfremur ýmsar orðaskrár,
heimi'ldatal og útdráttur á
frönsku.
Hafa kenningar höfundar einn-
ig vakið athygli erlendra fræði-
manna. Sir Richard Paget gat
rannsókna hans og skoðana sér-
staklega og með virðulegum við-
urkenningarorðum í fyrirlestri,
sem hann flutti um uppruna
tungumála í Royal Institution í
London 23. marz 1945, og tók upp
í fyrirlestur sinn bréf frá dr.
Alexander um þessar rannsóknir
hans (Smbr. Skírnir, 1945, 219-
224). Um þær kenningar hans
hefir einnig verið flutt erindi í
brezka útvarþið, en sjálfur hefir
hann ritað um þessar rannsóknir
sínarog niðurstöður þrjár grein-
ar í hið merka og víðkunna enska
vísindarit Nature, og var ein
þeirra á sínum tíma endurprent-
uð 1 New York Times. En þakk-
ar- og frásagnarvert er það jafn-
an, þegar einhver úr vorum hópi
íslendinga vinnur þau verk, eigi
síst á andlega sviðinu, sem varpa
Ijóma á land vort og þjóð.
II.
Fræðileg áhugaefni dr. Aiex-
anders Jóhannessonar eru eigi
bundin við málvísindin, þó að
hann hafi víðtækastar rannsókn-
ir gert á þeim sviðum og mest
ritað um þá vísindagrein. Sést
það glögglega af riti hans Menn-
ingarsamband Frakka og íslend-
inga (Reykjavík, 1944), og verð-
ur málfræðilega hliðin eigi út-
undan þar, fremur en vænta
mátti. Er rit þetta 9. hefti hins
fróðlega og vandaða ritsafns
íslenzk frœði (Studia Islandica),
sem Háskóli Islands stendur að
undir ritstjórn dr. Sigurðar Nor-
dals prófessors.
Auk gagnorðs formála, er rit-
inu skipt í eftirfarandi 9 kafla:
I. Islendingar í Frakklandi, II.
Frakkar á íslandi, III. ísland í
frönskum bókmentum, IV.
Frakkland í íslenzkum bókment-
um, V. íslenzk (norræn) töku-
orð í ifrönsku, VI. Frönsk tökuorð
í íslenzku, VII. íslenzk rit á
frönsku, VIII. Frönsk rit á ís-
lenzku og IX. Frönsk leikrit á
íslenzku.
1 fyrsta kaflanum segir frá
þeim Islendingum, sem til Frakk-
iands hafa komið og átt þar dvöl,
frá því á landnámsöld og fram
til vorra táma. Af fyrri tíðar
mönnum er þeirra frægastur Sæ-
mundur prestur Sigfússon fróði,
sem stundaði nám í Parás, eins
og alkunnugt er; allmargir ann-
ara nafnkimnra íslendinga frá
síðari öldum komu einnrg til
Frakklands; og á síðustu áratug-
um hafa íslenzkir listamenn dval-
ið þar og nokikrir Islendingar
stundað þar háskólanám og lokið
þar embættisprófum. Tyeir ís-
lendingar hafa tekið doktorspróf
við Parísarháskóia, þau dr. Björg
C. Thoraáksson og dr. Símon Jó-
hannes Ágústsson prófessor.
1 kaflanum um Frakka á Js-
landi er fyrst getið hins franska
kennara, sem Jón biskup helgi
Ögmundsson féfck til að kenna
söng eða versagjörð við skóla
sinn, en þvínæst margra annara,
einkum frá síðari öldum, fræði-
manna sem Marmiers norrænu-
fræðings, franskra sendikennara
frá síðustu árum, að ógleymdum
hinum frönsku sjómönnum, sem
leitað hafa til íslandsstranda.
Kafilinn um Island í frönskum
bókmentum ber því vitni, að
Frakkar hafa lagt eigi litla rækt
við íslenzkar bókmentir, einkum
fornbókmentirnar, bæði með
þýðingum þeirra á sína tungu
og ritum og rítgerðum urn þær
(Smbr. einnig VII. kafla, “íslenzk
rit á frönsku”.). Af nýrri bók-
mentum eftir íslendinga hafa
ikomið út r frönskum þýðingum
rit Jóns Sveinssonar (Nonna),
Galdra-Loftur Jóhanns Sigur-
jónssonar, skálsaga Halldórs K.
Laxness Salka Valka, og þýðing-
ar af ýmsum kvæðum þeirra
Hannesar Hafsteins, Guttorms J.
Guttormssonar og Tómasar Guð-
mundssonar, flestar af kvæðum
hins síðastnefnda, eftir Pierre
Naert, fyrir nokkrum árum síðan
lektor við Háskóla íslands, nú í
Lundi í Svíþjóð. Sægur af ferða-
iýsingum um ísland hafa komið
út á frönsku, misjafnar mjög að
gæðum og gildi, eins og gengur.
Af ritum franskra skálda um ís-
lenzk efni er víðfrægust skáld-
saga Pierre Loti: Á íslandsmið-
um (þýðing Páls Sveinssonar
mentaskólakennara 1930); einnig
er víðkunn skáldsaga Jules
Verne: Leyndardómar Snæfells-
jökuls (Þýðing Bjaina Guð-
mundssonar blaðafulltrúa, 1944,
smbr. ritdóm minn um hana hér
í blaðinu nýlega).
Fjórði kaflinn, sem jafnframt
er einhver merkilegasti hluti
bókarinnar, fjallar um áhrif
Frakklands í íslenzkum bók-
mentum, sem lýsa sér með ýms-
um hætti, svo sem í fornaldar-
sögunum, riddara- og lygisögum,
og hinum mörgu rímum, sem
ortar voru um efni þaðan. Ekki
er hitt ómerkilegra, að ýms ís-
lenzk öndvegisskáld hafa eigi að-
eins haft mætur á frönskum bók-
mentum, heldur einnig ort mikil
kvæði og ágæt um frönsk yrkis-
efni, og ber hæst kvæði Einars
Stuðlagmál
Eftir Lárus Sigurjónsson
Höfundur þessarar nýju ljóða-
bókar er kunnur Vestur-íslend-
ingum: Hann er guðfræðingur
frá prestaskólanum í Reykjavík
og bókmentamaður mikill; hefir
hann sérstaklega lagt stund á
'lestur og rannsókn forníslenzkra
fræða og norrænnar tungu, t. d.
'hefir hann varið miklum tíma tii
þess að skiílja og skýra Eddu-
kvæðin.
Á unga aldri varð hann rit-
stjóri “Unga Isilands”, og vákti
mikla eftirteikt með eldheitum
eggjimarkvæðum til íslenzkrar
æsku.
Lárus var lengi hér vestra.
“iStefjamál” er allstór bók, 190
bls. í stóru broti (sama broti og
Laradnámssaga Þ.Þ.Þ.). Bókin er
gefin út áf Isafoldar prentsmiðju
og prentuð þar. Pappír og prent-
un ihvor ttveggja vandað og góð
Benediktssonar: “Að Elínarey”,
“'Svartiskóli” og “Signubakkar”,
hvert öðru stórbrotnara, eigi síst
iýsingin á París, með öllum svip-
brigðum stórborgalífsins, í hinu
sáðastnefnda. Á hinn bóginn
bendir höfundur á það, að tiií
séu á íslenzku þýðingar úr ein-
stökum ritum nálægt 100
franskra ritihöfunda (Smbr. VIII
fcafli ritsins, “Frönsk rit á ís-
ienzku”), en sá galli er þar á
gjöf Njarðar, að flestum þeirra
er snúið úr dönsku eða ensku.
Er það sérstaklega óheppilegt,
hvað snertir hið bundna mál, því
að margt vill fara forgörðum í
flutningi kvæða úr einu máli á
annað, og það þó þýtt sé beint úr
frummálinu. Eigi að síður, ber að
þakka að verðleikum viðleitni
þýðandanna í þá átt að veita ís-
iendingum hlutdeild í frönskum
bókmentum. Um frönsk menn-
ingaráhrif á Islandi farast höf-
undi annars þannig orð:
“Franskar bókmentir og
franskar listir hafa, eins og
kunnugt er, haft víðtæk áhrif á
flestar menningarþjóðir heims,
og þessi áhrif hafa borist til Is-
lands á margvíslegan hátt. Helztu
bckmentastefnur eins og upp-
lýsingastefnan, rómantíska stefn-
an og raunsæisstefnan eiga upp-
runa sinn í Frakklandi, sömu-
leiðis listastefnur nútímans, og
hafa ailmargir íslenzkir lista-
menn, einkum málarar, dvalið í
Frakklandi (Jón Stefánsson,
Kjarval, Gunnlaugur Blöndal,
Þorvaldur Skúlason o. fl.) og
orðið þar fyrir djúptækum áhrif-
um og sumar þeirra gert lista-
verk um frönsk efni, eftir lands-
lagi eða öðrum fyrirmyndum.”
Frönsk tónlist er einnig Islend-
ingum kunn og kær, og sama má;i
gegnir um franska leikritagerð,
og hafa leikrit sumra franskra
ihöfunda orðið mjög vinsæl á ís-
lenzku leiksviði.
Fróðlegir mjög eru V. og VI.
kaflar ritsins urn íslenzk tökuorð
í frönsku og frönsk tökuorð í ís-
lenzku. Telst höfundi svo til,
“að í rsl'enzku nútíðarmáli lifi
enn um 140 orð, sem upprunalega
eru frönsk, en hafa verið tekin
upp í íslenzku á ýmsum tímum,
úr frönskum miðaldabókment-
um, úr nágrannamáium (dönsku,
þýzku, ensku) eða í viðskiptum
við Frakka.”
Stutt efniságrip á frönsku fyig-
ir ritinu, sem er um alt hið fræði-
mannlegasta, en jafnframt mjög
ljóst og skemtilega skrifað. Er
það góður fengur, því að það
varpar ljósi á merkan þátt í sögu
hinnar íslenzku þjóðar, menn-
ingarleg samskipti hennar við
öndvegisþjóð í listum og vísind-
um, sem hún hefir verið tengd
vináttuböndum öldum saman.
Hefir bók þessi einnig vakið
athygli erlendis, því að prófessor
Alfred Jolivet við Sorbonne há-
skólann í París, sem lagt hefir
mikla stund á íslenzk fræði, flutti
um hana útvarpserindi þar í
borg.
rnynd af höfundinum. Útgáfan
er yfir höfuð vönduð.
Nobkrar prentvillur eru í bók-
inni, t. d. í þessari ljóðlínu á 9.
blaðsíðu: “Tungunni mun þurfa
á herr að halda”. Hér á auðsjá-
anlega að vera “þörf”, en ekki
“þurfa.” Sama er að segja um
þessa ljóðlínu á 96. blaðsíðu:
“Finn þína þína vini”. “Þína”
er þar ofaukið.
Að undanteknum fáeinum
smávillum, eins og þessum, eru
prófarkimar vel lesnar.
Flest eru kvæðin formfögur og
vel rknuð. Þó kemur það fyrir
stöku sinnum að stuðlar eru ekki
á rétum stað, f. d. í þessari Ijóð-
iínu á 112. blaðsíðu:
“Hinsta sumarnótt að sævi láð-
ur.” Hér er of langt á milii stuðla.
Sarna er að segja um eftirfarandi
ijóðiínu á 36. blaðsíðu:
“Söm við sig er jafnan göfug
sála.” Of langt milli stuðla.
Þá er ofaukið stuðlum á stöku
stað, eins og t. d. í þessari ljóð-
iínu á þls. 36:
“Sjálfsfórn þín í þarfir lands
og þjóðar.”
Á nokkrum stöðum skrifar höf-
undur í einu orði það, sem venju-
iega er skrifað í tveimur, t. d. á
blaðsíðu 99: f‘eittsinn” fyrir eitt
sinn, og á bls. 141: “iífsinstré”
fyrir lífsins tré. Þetta er ef til
vill ekki rangt, en það er óvana-
legt.
Þess var getið að höfundur
hefði lagt mikla stund á það, að
lesa, skilja og skýra fofntungu
vora og Eddukvæðin. Hann hefir
einmitt ort margt af kvæðum
sínum á svipuðu máli, og er það
illa farið, sökum þess að fjöldi
fólks hefir þeirra ekki fuil not —
iL'ki'lur ekki sum orðin. Nú er það
eitt af einkennum s'káldskapar í
bundnu máli, að til þess að njóta
hans fullkomlega, þarf að skilja
hvert einasta orð. Þetta er þeim
mun ver farið, sem höfundinum
er það auðvelt að yrkja alþýðleg
kvæði og fögur á daglegu máli,
eins og síðar skal sýnt.
Flestar íslenzkar ljóðabækur
flytja ástakvæði til íslands, ekki
sízt eftir þá höfunda, sem lang-
vistum hafa verið á fjarlægð. En
þessi bók á inni að halda hlut-
fallslega fleiri kvæði þess efnis
en nokkur önnur bók, sem eg
man eftir. Hann hefir auðsjáan-
lega verið, eins og Jóhann Sigur-
jónsson kemst að orði, “með
hjartað og sálina heima” öll þessi
fjarvistarár. Ættjarðarást hans
er regindjúp og óviðjafnanleg.
Skulu hér birt fáein erindi, sem
þetta sýna:
“Hef þig, ísland, himni móti,
heilög, tígin fósturjörð.
Líknskin yfir gaddi og grjóti
geislum helli á dal og fjörð.
Hver ein þinnar helgi njóti
hugsun vor og kend og gjörð.
Heill þín aldrei, ísland, þrjóti: —
Um þig drottinn haldi vörð.”
Eg er þá illa svikinn, ef ein-
hver tónsnillingurinn heiima á
Fróni verður efcki nógu hrifinn
af þessu erindi til iþess að hann
semji við það nýtt lag, er sungið
verði við hátíðleg tækifæri í
komandi tíð.
Eða þá þetta í kvæðinu: “ís-
lands unga þjóð!” Það er brenn-
andi hvöt tii hinna ungu ort rétt
eftir aldamótin:
“íslands unga þjóð!
Finnuröu ekki hjartað hrærast,
hitna blóðið, móðinn stærast,
líf í alla limi færast
landið þegar varnar þarf?
Leik þú aldrei tveimur tungum,
tápið felst í stofni ungum, —
eins og fjörsins loft i lungum —
leitar fram með straumi þungum
gegn um þroska ára stríð og
starf.”
Þá mætti benda á þessi fögru
erindi úr kvæðinu: ‘Sumarnótt”.
Líður létt um vanga
Ijúfur fjallablœr,
blóm við brautu anga,
burkni í lautu grær.—
Fagnar gesti fósturjörðin kær.
Hér eg hörmum gleymi,
hér er friðland mitt,
ekkert ilt á sveimi
er utn ríki þitt;
hjá þér finnur hjartað þráland
sitt.”
Saman sefar streyma,
saman renna þrár
tveggja hjartna heima
himindögg og tár. —
Þetta fægir öll mín sviðasár.'
Eða þessi tvö erindi í kvæð-
inu: “Móðurjörð”:
“Hjartans þrá og hugsjón mín
hörpustrengi bœra:
Fögur eru fjöllin þín,
fósturjörðin kæra.
Við þitt hjarta finn eg frið,
firrist raunum mínum,
gleymi tímans glaumi og klið,
gleðst af brosum þínum.”
Þá eru þau fögur erindin í
kvæðinu: “Vorbyrjun”:
I
“Velkomið aftur heim í Snœlands
haga,
heilnœma vor, og lát oss vetri
gleyma;
þú flytur með þér langa, Ijósa
daga,
líjsþrótt og fjör í kalda Norður-
heima.
Seyðandi frelsis söngvar þínir
óma,
Sólbros á kinnum Fjallkonunnar
Ijóma.
Þýtur í lofti! Heyrið gleðihreim-
inn,
hjartfólgnu gestir, tryggir fósl-
urjörðu
fljúga af hafi heim í fjallageim-
inn
hreiðra sig fram í dölum, út um
fjörðu.
Vorið er komið syngur álfasægur,
sumar í nánd og Ijósrík vöku-
dœgur.”
Þá er hún fögur vásan, sen
höfundur yrkir til “Austurlands.'
“Þó að fjarskinn þjái þig,
þér eg ei mun gleyma,
Austurland, eg þrái þig. —
Þar á sál mín heima.”
Enginn sanngjarn maður, sena
safnar fegurstu vísum íslenzkra
höfunda, og gefur þær út í bók,
getur gengið fram hjá þessari:
“Hug minn blessuð blíðan gleður,
blærinn strýkur kinn. —
Sannarlega svona veður
sendir skaparinn.”
Sig. Júl. Jóhannesson.
Kistniboð á Djöflæyjunni
Hjálpræðisherinn hefir tekið
að sér mörg þung úrlausnarefni,
en þyngst er hið síðasta, en það
er að hefja kristniboð meðal
fanganna á “Isle du Diable”
(Djöfíaey) í Guyana. — Eins og
kunnugt er, þá á Frakkland þessa
refsinýlendu á norðurströnd
Suður-Ameríku. Senda þeir
þangað alla fanga, sem dæmdir
eru til æfilangrar refsingar. Nafn
eyjarinnar er áreiðanlega rétt-
nefni. Því lífi, sem lifað er þar af
föngum, verður ekki með orðum
lýst. Þess vegna er þetta kristni-
b o ð Hersins nefnt viðfangs-
versta kristniboðsfyrirtækið í
heiminum. — Frakkneska stjóm-
in hefir engum leyft til þessa að
reka þar nokkra trúboðsstarf-
semi. En nú hefir hún þó síðasta
kastið séð, að sú starfsemi geti
verið til gagns.