Lögberg - 13.02.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.02.1947, Blaðsíða 1
/ PHONE 21 374 LÍO*d y^soVte cwaners & A Complete Cleaning I: isiilution 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 13. FEBRÚAR, 1947 NÚMER 7 HLÝTUR 1200 DOLLARA NÁMSSTYRK Snjólaug Sigurdson Fyrir tæpum tveim mánuðum ákrvað Icelandic Canadian Club að stofna Sdholarship Fund, sjóð, sem inotaður yrði til þess að veita úr honum námsstyrk fólki af islenziku ætterni, sem skarar fram úr að námsihæfileikum eða 1 emhverri sérstakri list. Þess eru nokkur dæmi að íslendingar frafa tekið sig saman um að styrkja einstaklinga, sem hafa sýnt afburða haófileika t. d. í tón- ’list; og fanst 'þvá almenningi að stofnun þessa sjóðs vera imjög tímabært spor, og með því kæm- tst á varanlegan grundvöll sú viðleitni, sem fólk hefir sýnt í þá átt að efla listir með námsstyrk á ýmsan hátt. Hugmyndin var vinsæl meðal rneðlima félagsins og var nefnd kosin til Iþess að hafa á hendi um- sjón með sjóðnum. Sú gleðifrétt barst funidinum að nokkrir ein- stakungar, bæði innan og utan fólagsins, hefðu hreyft þessari sömu hugmynd fyrir skömmu, °g varð það til þess að auka enn moira áhugann fyrir þessu máli. ^etta utanfélagsfólk og nefnd félagsins ákváðu að sameina krafta sína, og gekk starfið mjög greiðlega frá byrjun; einkum er almenningur varð þess áskynja, að Miss Snjólaug Sigurdson yrði su fyrsta, sem námsstyrk hlyti úr þessum sjóði. Sjóðurinn er nú þegar orðinn avo stór að nefndin sá sér fært að veita Snjölaugu $1200 Travel- úng Scholarship til framhalds- Hárns í tónlist í New York. Atllir uiunu á eitt mál sáttir um það, að hér hafi verið heppilega valið. Hinir frábæru hæfiiei'kar Snjó- laugar og listhæfni hennar sem píanó-leikara eru almenningi kunnir. í nefndinni sem vann að því að stofna sjóðinn voru: Mrs. K. J. Haokman, Mrs B. H Olson, Helga Johnston, Mrs. Lincoln Jdhnson, Misses Guðrún Hildfell, Mattie Halldorson, S. Hydal, Dr. L. A. Sigurdson, Paul Hardal, Hólmfníður Danielson °g W. J Lindal dómari. Hin þrjú síðastnefndu skipa nefnd þá er umsjón hefir með sjóðnum, og er þeim ant um að alnienningur úaldi áfram að styrkja þetta fyr- irtæki svo hægt verði í framtíð- ,rini að veita námsstyrk þeim nemendum, sem eiga það skilið. fcelandic Canadian Club hefir úeðið Lögberg að flytja þakkir °Uum þeim, sem svo fúslega og rausnarlega hafa styrkt þetta fyrirtæki og um leið því utanfé- fagsfólki, sem svo alúðlega starfaði með nefndinni. Lögbergi er það mikið ánægju- engu síður en Icelandic Canadian Club, að flytja Miss Snjólaugu Sigurdson hugheilar árnaðaróskir. ÍSKYGGILEGAR HORFUR Mr. Richard Law, innanríkis- ráðherra í samsteypuráðuneyti Winston Churdhills meðan á síðustu heknsstyrjöld stóð, flutti ræðu í brezka þinginu þann 5. þ. m., er í sér fól ömurlegar lýs- ingar á ásigkomulaginu í Þýzka- landi og ýmsum öðrum sundur- tættum löndum Norðurálfunn- ar; kvað Mr. Law milli tuttugu og þrjátíu miljónir manna og kvenna og barna vera að rotna til dauðs í vesturhluta álfunnar, en slíkt eymdar og ófremdar á- stand gæti auðveldlega, er fram í sækti, leitt til þriðja stríðsins, með því að vegna vaxandi ör- birgðar, sem lítið væri gert til að bæta úr, yxi hatri og hefndar- hug ásmegin. Mr. Law sagðist 'hafa verið staddur í Hamburg um jólaleytið, og komið á iþeim slóðum í kjall- araholu, þar hefði hann hitt hálf- ruglaða konu, sem í raun- inni hefði ekki verið annað en hein og bjór; hún hefði ilitið út fyrir að vera um sextugt, en að fengnum upplýhingum hefði það komið á daginn, að þessi píslar- vottur grimmra örlaga, hefði ein- ungis verið 25 ára gömul stúlka. ábyggilegar upplýsingar, að með Mr. Law kvaðst hafa fengið því að nema á brott 1,000 smá- lestir á dag af skrani og rústum hruninna halla, rnyndi það taka að minsta kosti þrjátíu ár, að gera Berlín byggilega á ný. 4- ♦ -f Enginn miðlungsmaður kemur til greina Á fjölmennum fundi Liberal- samtakanna í Canada, sem hald- inn var nýlega í Ottawa, flutti King forsætisráðherra ræðu, sem kom víða við; 'hann sagði meðal annars, að Liberal-stefnan væri þjóðleg jafnvægisstefna, er skap- aði æskilega festu í þjóðfélaginu, og hnékti framgangi tveggja öfga í stjórnmálunum, hins aft- asta aftunhalds, og ógrundaðs, yfirborðs frjálslyndis; ekki lét Mr. King neitt uppi um það, hver verða myndi eftirmaður sinn sem leiðtogi Liberal-flökiksins, er víst væri, að það yrði ekki Coldwell, þó því hefði verið fleygt í blöð- um og á ræðupöllum; sá maður, er á sínum tíma tæki við forustu ihins sögúfræga Liberal-flofcks, yrði enginn miðlungsmaður; hann yrði að vera þjóðkunnur að festu og sönnu frjálslyndi. Fram að þessu hefir Mr. King ekki látið neitt ákveðið pppi um það, nær hann láti af forustu flokks síns að öðru leyti en því, að hann lét svo um mælt í síð- ustu sambandskosningum, að þá myndi hann háð hafa síðasta kosningaibardaga sinn. ♦ ♦ ♦ FRIÐARSAMNINGAR UNDIRSKRIFAÐIR Síðastliðinn mánudag undir- skrifuðu sendiherrar sameinuðu þjóðanna í París, friðarsamninga við fjögur fyrverandi óvinaríki, ítalíu, Búlgaríu, Rúmeníu, Ung- verjaland og Finnland; flestum mun ríkjum þessum bafa þótt hart að sér gengið, þó mest bæri á slíku í Rómaborg, þar sem ó- eirðir nokkurar brutust út við þinghúsið og múgurinn kallaði þingmennina landráðamenn. íslepzkir frumherjar koma við sögu Mr. W. J. Sisler flutti þann 4. þ. m., erindi um frumherjana í bygðarlögunum milli Winnipeg vatns og Manitobavatns, þar sem hann vitnaði í ummæli íslenzku landnemanna, svo sem Vigfúsar Guttormssonar á Lundar, sem var einn þeirra, er lentu við Gimli 1875 “Þeir voru leitend- ur, sem altaf voru að selflytja,” telur Mr. Sisler Vigfús hafa sagt; og víst var um það, að þeir hik- uðu ekki við að flytja búferlum, og lögðu grundvöll að nýbygð í Argyle, North Dakota og við Manitobavatn. Mr. Sisler vitnaði í Mrs. Sig- urdson frá Mikley, sem lengi hefir búið að Lundar, og lýsti hún fyrir honum ferðaiögum með uxavögnum og hundasleðum milli Gimli og Winnipeg; ferða- fólkið hefði orðið að hvílast við veginn, og þá befðu karlmenn skipst á um það, að kynda elda. Mr. Sisler segir frá frú Sofíu Lindal á Lundar og manni henn- ar, er átt hefðu gullbrúðkaup í sumar, sem leið, þar sem við- stödd voru 16 börn þeirra; hún komst meðal annars þannig að orði, að því er Mr. Sisler sagðist frá. “Stjórnin er að fara með 'land- ið í hundana, öllurn er greiddur styrkur, og svo rakar hún saman fé á ölstofum.” •f -f -f PALESTÍNUMÁLIN Varðandi Palestínumáhn er það síðast að frétta, að brezka ráðuneytið hefir orðið á eitt sátt um það, að skipta 'landinu í tvent; að stofnuð skuli þar tvö ríki, annað er Gyðingar ráði með tíð og tíma yfir, en hitt verði undir yfirráðum Araba; en sá böggull fylgir skammrifi, að yfir- stjórnin á að vera í höndum Breta um óákveðinn tíma, eða þangað til að full skipulagning sé komin á í hvorurn landshluta um sig; báðir aðilar eru sagðir að vera stranglega mótfallnir skipt- ingu landsins, og verður því enn sem 'komið er, ekki með vissu sagt, að áminstar ráðstafanir stjórnarinnar geti ta'list til lausn- ar á ágreiningsefnum þeim, sem kveikt hafa í landinu helga. Brezk stjórnarvölid eru nú í óða önn að flýtja brezkar fjöl- skyldur burt úr Palestínu til þess að firra þær vandræðum, ef til hernaðariegra átaka kæmi, sem auðveldlega getur þá og þegar orðið, því stjórnin er' staðráðin í því, að binda enda á deilur og skæruhernað í landinu eins fljótt og auðið má verða, og því er nú ekkert annað fyrinsjáanlegra en það, að alt landið verði sett í herkví -r -f -f FLYTUR RÆÐU Carl Freeman frá Fargo, N.D., er flytur erindi og sýnir litmyndir frá íslandi, á samkomu Icelandic Canadian Club, mánudaginn 24. febrúar. -f -f -f -f -f -f -f Kristján skáld Pálsson látinn Aðfaranótt síðastliðins þriðju- dags varð bráð'kvaddur að heim- ili sínu í Selkirk, Kristján skáld Pálsson,. 'gáfumaður mikill og eitt hið bezta ljóðskáld Vestur-ís- lendinga. Útförin fer fram frá lútersku kirkjunni í Selkirk á föstudag- inn kemur, kl. 2.30 e.h. -f ♦ -f FYRRUM FYLKIS- FÉHIRÐIR LÁTINN Á föstudaginn var lézt á Al- menna sjúkrahúsinu hér í borg- inni, Hon. Edward Brown, fjár- málaráðherra Manitobafylkis á dögum Norris-stjórnarinnar, 81 árs að aldri; hann þótti glöggur fésýslumaður og mikill fyrir sér um margt. -f -f -f -f -f -f -f VILHJÁLMUR ÞÓR í samsæti 9. ágúst, 1939. Nú andar hlýtt frá íslands fögru ströndum, og ilmblæ fyllir sérhvern Vestmanns bæ frá minnis-þingi því, að helgum stað, sem heim frá Vesturs löndum hvern horfinn landa bar um kaldan sæ í föðurhúsin hlý. Og inn í þetta andrúmsloft þú gengur úr Islands skála, þjóðbraut stærstu við. Og sittu sæll með oss. Við gleðjumst hvar sem góður starfar drengur, sem gengi og orðstír veitir bezta lið, og eykur íslands hnoss. Hoover í Þýzkalandi AFTAKA FYRIRBYGÐ Þess er getið í nýlegum frétt- um frá Washington, að fyrrum forseti Bandaríkjanna, Herbert Hoover, sé kominn til Þýzkalands í því augnamiði, að skipuleggja vistamál Þjóðverja þannig, að þau fjárframlög, er Bandaríkin láta af hendi til lausnar þeim vandamálum, verði eigi amerísk- um gjaldendum um megn. -f -f -f > LÍKLEGUR TIL KONUNGDÓMS Eins og nú horfir við, eru lík- ur taldar á, að Leopold Belgíu- konungur muni formlega láta af völdum í ár, að sonur hans, Baudouin prins, taki við kon- ungdómi; ýmsir stjórnmála- flokkar, eða flöfcksbrot, hafa bor- ið Leopold konungi það á brýn, að þann hafi verið hlyntur Naz- is'tum og á bak við tjöldin greitt götu þeirra, er innrásin í Belgíu hófst; en er þetta órannsakað mál, og mi'kill fjöl'di manna í landinu, er ófús til þess, að trúa slíkum aðdróttunum um konung sinn. Rannsóknarnefnd var fyrir all- löngu sett í málið, og þó hún hafi enn eigi opinberlega lokið störfum, er þvtí spáð, að niður- stöður hennar muni falla Leopold konungi í vil. -f -f -f Nefnd sú af hálfu sameinuðu þjóðanna, sem nú er st'ödd í Grifeklandi, ti'l þess að kynna sér með eigin augum innbyrðis- óeirðirnar í llandinu, kom í veg fyrir 'það, að firnm grískir menn, þar á meðal umkomulaus ungl- ingur, er sakaðir voru um þátt- töku í skæruh^rnaði, yrði teknir af lífi; þetta er í fyrsta skiptið, að því er London Times segist frá, sem hið nýja þjóðabandalag hefir skorist þannig í leik; nefnd- armennirnir, sem tóku það að sér, að fyriríbyggja aftöku áminstra manna, vöktu innanríkisráð- herra Gri'kkja upp úr rúminu, og eftir tveggja klukkustunda þjark, varð hann að lokum við kröfu þeirra. -f -f -f Rýmkað um innflutninga Náttúrufríðinda ráðherra sam- íbandisstjórnarininar, Hon. Alli- son Glen, lýsti yfir því, að rýmk- að yrði þannig um innflutning fólks til Canada á næstunni, að mönnum, sem vissa væri fyrir að fengju atvinnu við land'búnað og námurekstur yrði veitt landsvist; ennfremur að canadis'kum borg- urum yrði gert hægra fyrir með að fá nána ættingja in í landið, ef 'þeim væri fyrirfram trygð atvinna. -f -f -f HARMSAGA Þann 5. þ. m., gerðist sú harm- saga að St. Anne, 30 mílur suð- austur af Winnipeg, að móðir, ásamt fjórum' dætrum sínum, brann inni, er bændabýli þeirra jafnaðist við jörðu af völdum eldsvoða; heimilisfaðirinn, An- toine Gagnier, er háði frækilega baráttu til þess að reyna að bjarga fjölskyldu sinni, skað- brendist og iliggur á St. Boniface sjúkrahúsinu. SENDIHERRA LÁTINN Hinn nýskipaði sendiherra Bandaríkjanna fyrir Bretland, Hon. Max Gandner, varð þann 6. þ. m. bráðkvaddur í New York, er hann var ferðbúinn til Lon- don til þess að taka við sínu nýja og virðulega embætti. Mr. Gard- nes var 66 ára að aldri, er dauða hans bar að; hann var um eitt skeið ríkisstjóri í North Caroline, en gegndi síðar aðstoðar fjár- málaráðherra embætti í Wash- ington. Og hérna ertu gestur goðum-líkur sem gæfumenn, er sigla byrinn heim þá sýnt þeir hafa sig. En bera snjáðar vesturfarans flíkur, var fæla í gamla daga öllum þeim, sem gengu gleðistig. Og svona breytast ár og föt og auður, og allra góðra hálsa kragagerð, í framsókn fólks og trú. Og víst er gott að vera ekki dauður, en vegi lífsins kanna þar á ferð, sem ísland á sér bú.--------- Eg man svo vel frá árum æsku minnar, er afi þinn kom Vesturheimi frá — sá kvæða og fræða karl. Hann kendi börnum málið móður sinnar, og marga forna speki löndum hjá. Nú fyrnist fræða spjall. Og Fróns og Vínlands smá var mjóddin milli, er mældu nornir þína æfibraut í snotri Svarfaðs sveit. En íslands lán: að öll þín skerpa og snilli í Elyjafirði smiðshögganna naut — þeim vaxtar vermireit. Þar Grímsey varði Þveræingur þétti, mót þengils vélum beitti skygnri lund, því hann sá gegnum heilt. Og þegar Smiður ægði öllum rétti lét Urða-Þorsteinn blóð hans drjúpa á Grund svo félli vald hans veilt. Og líkt og Einar sá við refsins ráðum, og röksamlega Þorsteinn varði lög í hálfrar aldar ár, svo þarfnast nútíð fólks með fremstu dáðum, og forsjá dýpstu lands hjá hverjum mög, og speki er ræður spár. Sem afinn kendi yngri lýðnum fræði, þú eldri lýðnum getur margt það kent, sem þjóðin þarfnast mest: að vernda og læra að nota göfug gæði, en giysið steypa upp í fornri ment, sem hóf oss hæst og bezt. Þér allir séu vegir vega beztir, og vinnulaunin dagleg töðugjöld, og lof úr löndum tveim.--- Og kveðjur allra heilla, heiman-gestir, sem heiðriö Vestmenn þetta ágúst kvöld. — Eg bið að heilsa heim. Þ. Þ. Þ. ♦ ♦♦♦♦♦

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.