Lögberg - 13.02.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.02.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 13. FEBRÚAR, 1947 a. u AHUGAMAL rVLNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON RT. HON. ELLEN WILKINSON LÁTIN Síðastliðinn fimtudag lézt BUen Wilkinson, mentamálaráð- gjafi í brezka Táðuneytinu, 55 ®ra að aldri. Aðeins tvær 'konur hafa átt sæti í brezka ráðuneyt- inu: Miss Margaret Bondfield í ráðuneyti Ramsay MacDonaild og Miss Wilkinson í núverandi stjórn Bretlands. Miss Willikinson var komin af verkamannastétt Hún var ágæt- UTn námshæfileikum gædd; eftir að hún útskrifaðist úr alþýðu- skólanum og miðskólanum, hlaut kún námsverðlaun, sem gerðu henni mögulegt að sækja hás'kól- ann í Manchester og ná þar nieistaraprófi. Eftir það tók hún að sér kenslustörf, en brátt sner- föt hugur hennar að stjórnmál- Um- Hún fékk áhuga fyrir því, að ðæta kjör verkafólksins og tók mikilvægan þátt í verkalýðs- hreyfingunni. Hún var kosin á þing af hálfu verkamannaflokks- ins, árið 1924. Miss Wilkinson var rauðhærð °g smávaxin, aðeins fjögur fet °g níu þumlungar, en hún var hinn mesti skörungur og lét sér ekki alt fyrir brjósti brenna. Á þhigum komst hún oft í orðakast við forustumenn mótstöðuflokk- nnna og bar otftast hærri hlut í þeim orðasennum, því hún var °rðfim með afbrigðum. Ef henni þótti mikið við liggja, ritaði hún einnig um málið í blöð og tiíma- rit og var þá ekki myrk í máli, enda stóð mótstöðumönnum hennar stuggur af hinni hérbeittu tungu hennar og hvassa penna. Miss Wilkinson hafði vitanlega niestu andúð á stéttaskipting- unni í brezku þjóðlífi. Þegar hvenherinn var stofnaður á Bret- i&ndi 1938, var það ætlunin að fá 20,000 konur til að innritast °g skipa 60 konuir til að veita lið- inu forustu. 26 þeirra kvenna, er valdar voru sem fyrirliðar, báru titla og flestar hinar voru af hinum svokölluðu beztu ættum, eða af æðstu stéttinni. Þetta fanst Miss Wilkinson óréttlátt °g Óþolandi; hún veittist þegar ^ hermálaráðgjafanum, Hore- úelisha, á þinginu og spurði hann Vort hann áliti viturlegt að velja sem fyrirliða aðeins konur úr fá- *nennri stétt er væri samkvæmis aefileikum gæddar, þar sem í hvenhernum væri konur af öll- Urn stéttum. Þá greip Lady ancy Astor fram í viðræðurnar °g spuæði: “Reynir hin virðulega þingkona af öllum mætti, að fá ^erkakonur til þess að innritast?’’ Miss Wilkinson var ekki lengi að Svara: “Ekki meðan þær eru í öndum stéttar-klíku sem þinn- ar'” Umræðurnar hitnuðu; áður en iauk varð Miss Wilkinson til- neydd að biðja þingforseta atfsök- hnar fyrir það að ásaka Hore- eliáha um ósannsögli; hún lét ekki þar við sitja en skrifaði hapra háðgrein, þar sem hún ^ti þessum kvenfyrirliðum úr ®Óri stéttinni sem aulalegum Srautarheilum, með enn aulalegri atta á höfði, er gæti ekki einu Slnni sett af stað dansleik án þess a borga stórfé til að fá einhvern 11 að skipuleggja hann. Miss Wilkinson átti marga ó- Vmi> sem vænta mátti, en hún naut líka einlægrar virðingar og ^^far tfjölda fólks, einkum úr Venkalýðsstéttinni. Sem menta- nlaráðgjafi setti hún sér það ^arkmið að vinna að því að eng- líln nnglingur tfæri á mis við entun, aðeins vegna fjárskorts. estar umbætur síðari ára, á ^entamála fyrirkomulagi Breta| voru henni að þakka; hún var nýlega búin að koma 'því í gegn að skólaskyldu aldur á Bretlandi var hækkaður frá 14 ára upp í 15 ára. Með Ellen Wilikinson er faliin frá ein af merkustu 'konum þess- arar aldar. Um rithöfunda í Winnipeg af íslenzkum ættum William Arthur Deacon, for- seti Canadiska rithöfunda félags- ins var nýlega á ferð hér í borg- inni, og skrifaði síðan langa grein í Toronto Globe and Mail um rithöfunda Winnipegborgar. Út- dráttur úr þessari grein birtist í Winnipeg Tribune 1. febr. Þar er minst tveggja Islendinga, er gefið hafa út bækur á enskiri tungu, og eru ummælin þessi: “íslendinga líta réttilega á Winnipeg sem aðra stærstu höf- uðborg sína. Þeir hafa um alda- raðir framleitt heima í eylandi sínu merkilegar evrópiskair bók- mentir; þar af leiðandi hafa kom- ið fram á sjónarsviðið frá Win- nipeg, canadiskir rithöfundar af íslenzkum ættum. Það er sér kennandi fyrir Islendinga og Winnipeg, að hið bezta rit er út- skýrir lögin um hin nýju cana- disku þegnréttindi er bókin eftir Walter J. Lindal dómara, Cana- dian Citizenslnip and Our Wider Loyalties.” “Laura Goodman Salverson, höfunduir skáldsögunnar The Vikirxg Heart (1923), sem enn einu sinni er verið að endur- prenta, varð fyrir slæmu áfalli þegar heimili hennar að 291 Oak- wood Street skemdist mikið af bruna fyriir tveimur árum. Tvö fullgerð handrit brunnu ásamt mörgu öðru, er til ritsmíða henn- ar heyrði. Mrs. Saiverson lætuir uppskátt um aðeins eitt verkefni, sem hún hefir nú með höndum, en það er þýðing úr sígildum ís- lenzkum bókmentum á danska tungu.” Regluheimili Ejtir Kristínu í Watertovon Svo kom alt í einu óhapp fyrir með atvinnu mannsins míns. Þá langaði mig til að hætta við öll mín góðu áform. “Nei, eg má það ekki; ef það gjörir börnin mín gæfusöm að gjöra mitt bezta í daglegu stríði lífsins, þá skal eg halda áfram,” hugsaði eg. Áður en mánuðurinn var lið- inn, var þetta óhapp orðið okkur til hamingju og meiri inntekta. Þriðju vikuna tók eg það fyrir að tína saman alt í húsinu, sem gagnslaust var, gamlar tuskur og Skó. gömul blöð og rit, eld- gamlar bækur o. s. frv. Þetta rusl brendi eg eða seldi þeim, sem kaupa þessháttar. Eg fann í því mikla framför, að hreinsa öll skot, skápa, skúffur og hillur, og eyðileggja alt, sem þar laust var. Þetta gerði eg meira og minna á hverri viku. En eitt var það, sem mér fanst eg ekki hafa tíma til að gjöra, en það var að skúra gólfin dag- lega; sú regla þurfti að komast á. Þá kom mér til hugar að gjöra þetta seinast á kvöldin, þegar allir voru gengnir til hvíld- ar. Þetta var stór dygð, en eg var búin að sjá að það er gæfu- vegur að reyna að gjöra rétt, svo eg tók þetta fyrir. Þegar eg kom ofan á morgnana og sá öll gólfin hrein, fanst mér eg vera í nýju húsi með nýjum vonum. Úr borg og bygð Mr. G. L. Jöhannson ræðis- maður íslands og Danmerkur. kom heim á laugardaginn úr ferðalagi um Austur Canada, Washington, D.C. og New York. •♦■ Athygli skal leidd að því, að afmælissamkoma Betel verður haldin í Fyrstu iútersku kirkju á mánudags'kvöldið þann 3. marz næstkomandi, undir umsjón hins eldra kvenfélags safnaðarins; verður hið bezta til samkomunn- ar vandað. Skemtiskrá auglýst í næsta iblaði. V* Rev. Martin, prestur við Grace kirkjuna í þessari borg, sýnir í Fyrstu lútersku kirkju að kveldi þess 18. þ. m., 1600 feta fiilmu í litum, af Ástralíu, sem tekin var í nýlegri för hans þangað til lands; á undan sýningunni skemtir Mr. Alvin Blöndal með einsöng. ♦ The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Churoh will hold their regular meeting on Tues- day, February 18th in the Church parlors. + Sáðdegis þann 25. jan. gaf séra V. J. Eylands saman í hjónaband Mr. Ghristopher S. Midford og Miss Rannveigu Danielson. Voru brúðhjónin aðstoðuð af Mr. Keith Wadsworth og Miss Sig- ríði Danielson. systur brúðarinn- ar. Mr. Midford var í flugher Canada í stríðinu. Hann er son- ur Mr. og Mrs. C. J. Midford í Selkirk. Brúðurin er fósturdótt- ir Mr. og Mrs. Th. K. Danielson að 1007 Ashburn St., Winnipeg. Þar fór athöfnin fram. Að gift- ingunni afstaðinni fór fram mjög myndarleg veizla. Var hinn stóri kjallarasalur vel prýddur og sátu þar að kveldverði um 40 manns. Mælti Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson fyrir minni brúðar- innar en Mr. J. G. Johannsson, móðurbróðir brúðgumans mælti fyrir minni hans. Fyrst um sinn verður heimili brúðhjónanna að Birds Hil'l, Manitoba. •♦• Gefið til “Sunrise Lutheran Camp” í landnemasjóð Gimli prestakalls frá kvenfélaginu “Framsókn”, Gimli, $5.00, í minn- ingu um Mrs Guðveigu Egils- son. Kærar þakkir, Sigríður Sigurgeirson. Nú tók eg eftir því, að eldri drengurinn minn fór að verða hugsunarsamari við venkin sán, höggva við í eldavélina og bera hann inn; hann var láka hrein- látari með sjálfan sig. Næsta regla var að finna pláss og staði tfyrir alla hiluti og láta ekki fatnað liggja í hrúgum hing- að og þangað Eg byrjaði í eld- húsinu á áhöldunum og ílátun- um, og sá þá að eg hafði of margt af ýmsurn hlutum. Eg seldi það, sem eg ekki þurfti, og fann rétta staði fyrir ait, sem eg þurfti að brúka daglega við eldamensk- una. Næst tók eg til í stofunni, og fann staði fyrir tfatnað. Fata- dyngjur láu hér og þar í hornum og á stólum. Eg fann mörg göm- ul föt. sem ebki var hægt að brúka; eg aðskildi þetta hvað frá öðru og brendi það útslitna, klippti bætur úr því, sem sbárra var og bætti það hálfslitna, lét svo stækba klæðaskápa og geymdi þar allan fatnað, svo ebk- ert lægi í kring. Nú tók eg eftir því að stúlk- urnar mínar fóru að hjálpa mér við að strauja, laga hluti smekk- lega í húsinu og þurka ryk af húsgögnum. Nú var eg líka miklu þolinmóðari við börnin en eg hafði áður verið. Maðurinn minn fór að vera heima á kvöld- og þeim þótti svo vænt um það. in og jafnvel ieika við drengina, Þá fór eg að skiija hve mikils vert það er að eiga regluheimili. (Framh.). Á mynd þessari yzt frá hægri, sézt Mr. Justice Dysart kanzlari Manitobaháskólans, ásamt öðrum háttsettum borgurum, þar sem hann veitir móttöku tíu þúsund dollara gjöf til hinnar æðstu mentastofnunar fylkisins frá Brewery Products Limited í Winnipeg. ÍSLENDINGAMÓTIÐ 1947 Þann 24. þ. m. verður margt um manninn í Winnipeg. Þá hetfst hið árlega þing Þjóðræknisfélags íslendinga í Winnipeg. Það hefir lengi verið siður að deildin Frón stæði fyrir Islendingamótinu, sem að jafnaði er haldið í sam- bandi við þingið. Þetta ár verð- ur engin undantékning frá því sem verið hefir, enda hefir stjórnarnefnd deildarinnar ekki verið aðgerðarllaus. Nefndin er minnug þess að íslendingamótið hefir lengi verið stærsta og vand- aðasta sam'boma ársins á meðal fslendinga í Winnipeg. Með þetta í huga vildi nefndin að þessi fyrirhugaða samkoma yrði ékki eftirbátur þeirra er á undan hafa farið. Nefndin álítur að enginn verði fyrir vonbrigðum hvað skemtiskrána snertir, en urn það getur hver dæmt bezt sem mótið sækir. Þessari stað- hæfingu ti'i stuðnings þarf ekki nema að geta þess að hr. Valdi- mar Björnson frá Minneapolis flytur aðalræðuna. Eins og mörg- um er kunnugt, sem blöðin lesa, hefir Valdimar starfað sem full- trúi Bandaríkjanna á Islandi undanfarin ár. Þá sakar það ekki að Valdimar giftist íslenzkri stúlku í Reykjavík, sem mun fylgja honum hingað norður. Valdimar hefir verið falið að bera kveðjur frá stjórn íslands tiil Vestur-íslenidinga á þessu þingi Þjóðræknisfélagsins, en konu hans vill nefndin skoða sem boðbera vináttuþels Austur-Is- lendinga til þjóðbræðranna vestra. Þeir eru eflaust margir, sem ekki hafa átt því láni að fagna að hlusta á Valdimar, en þeir munu fáir, sem ekki er það kunnugt, að faðir hans, Gunnar B. Björnsson, og synir hans allir, undantekningarlaust, eru án efa mestu mælskumenn, sem nú eru uppi meðal Vestur-Islendinga. Enginn lifir á brauðinu einu saman, segir máltækið, og á það við ræður líka. Nefndin hefir því séð fyrir því að fleira yrði til skemtunar. Fyrst og fremst hefir Karlakór íslendinga í Win- nipeg undir stjórn S. Sigurðsson- ar verið fenginn til að skemta fólki með íslenzkum söng. Karla- kórssöngur hefir lengi verið eftirlæti íslendinga, eins og vin- sældir þessa flokks sanna bezt. Það þætti varla boðleg íslenzk samkoma, ef ekki væri farið með frumort kvæði. Páll S. Pálsson hefir að þessu sinni orðið við beiðni nefndarinnar og lofast til að fara með kvæði. Hann er að margra dómi — og var nefnd- inni það fullljóst — í fremstu röð þeirra áslenzkra skálda, sem nú eru uppi í Vesturheimi. íslenzka þjóðin hefir jafnan verið elsk að orgelspili. Þar sem gert er ráð fyrir því, að íslend- ingamótið verði haldið í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar fanst nefndinni sjálfsagt að færa sér það í nyt að kirkjan á eitt það bezta pípuorgel, sem til er í þessari borg. Organisti kirkjunn- ar, Haröld Lupton; hefir því verið beðinn að skemta með orgelspili. Þá gefst mönnum einnig tæki- færi að hlýða á ungan söngmann, sem vakið hefir sérstaka eftirtekt þetta síðasta ár. Jón Nordal, sóló- isti Karlakórsins, auk þess, sem hann syngur með kórnum, mun og skemta með einsöng. Þá má ekki gleyma því, að dans verður stiginn í Good Templara húsinu frá kl. 10 til 1. Ben Rod’s Red River Ramblers spila. Nefndinni þykir líklegt — og vonast eftir — að allir Islending- ar sem geta komið því við, sæki Isilendingamótið — íslenzkustu skemtunina á árinu. Takið eftir auglýsingu í næsta blaði. Stjórnarnefnd Fróns. ATVIKAVÍSUR Eftir PÁLMA Úr bréfi til gamals vinar Lífsins gráttu’ ei liðna stund, lúna sáttur hrestu; tefðu hátta-tíma blund, taktu þátt í flestu! Stjórnmála-tafl Stórveldanna tefla tröll, taflið; — “Valdalotning.” Peðin þeirra U.N. öll eiga að verða — drotning! Úr bréfi Skiftir þú við lyga-laup láttu ei hug þinn falla; reyndu að hafa hesta-kaup hrekkja-laust við alla. Illu trúðu um aðra seint, oft má sannleik skarða: „ Gullið er í eldi reynt, — ekki á mælikvarða! •♦-•♦■•f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f Verzlunarmennlun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WiNNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.