Lögberg - 13.02.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.02.1947, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. FEBRÚAR, 1947 3 POLK SKIPSTJORI Eftir PALMA (Niðurlag) “Þú sagðir mér, að íþú værir morðingi, en eg get ekiki séð, að þú hafir átt nofekurn þátt í þessu morði,” sagði eg hikandi. 'Já, eg sagði þér að eg væri rnorðingi, en á sama tíma vildi eg á engan hátt dátá þig hugsa, að eg hefði drepið konuna mína. Auðvitað er eg morðingi — hvað heldur þú að hafi komið fyrir Schultz?” “Svo þú náðir þér niðri á hon- u'm seinna?” spurði eg. Hann greip flöskuna og fylti glösin. “Óbeinlínis náði eg mér niðri á honum,” sagði hann eftir að hafa svelgt úr glasinu og blás- íáeinum reykjar-mökkum frá vindlinum sínum. Svo fór hann að hlæja, einkennilega trylltum úöllahlátri. Hann beygði sig yfir horðið og kom svo nálægt mér sern honum var kostur á og svo hvíslaði hann. “Schultz var tek- mn af lífi fyrir morð konu minn- ar: Hann reyndi fyrst til þess, að fela sig Ifýrir lögreglunni, en honum tókst það ekki lengi. hingramark hans var fundið á hyssunni, sem hann hafði tekið UPP, þegar hann hafði komið inn 1 herbergið, þar sem konan mín H dauð á gólfinu. Alt benti til ^ss að hann hefði myrt hana. Og þar sem hann hafði haft óorð a sér fyrir ýms afbrot á öðrum sviðum, varð vörn hans í málinu árangurslaus. Eg hefði getað hjargað honum, en eg gerði það ekki. Eg mundi ekki hafa bjarg- a® honum þó þeir hefðu hengt ‘hann hundrað sinnum.” Hann harði hnefanum í borðið. “En hvernig stóð á því, að þú varst efeki undir grunsemd í aug- lögreglunnar? Hvernig gastu gert grein fyrir dvöl þinni 1 ^h’cago um þessar mundir?” spurði eg. I^að var gamli Olsen — gamli ®hði Olseh, sem sá um það, að gcunsemd féll aldrei á mig. Auð- vitað var deitast til um það, hvar eg hefði verið á þeim tíma, sem morðið var framið, og Olsen sagði þeim mjög einlægnislega, ems og honum var iagið, að eg hefði aldrei yfirgefið skipið, en euginn annar á skipinu vissi um þa®, að eg hefði farið til Chicago °g verið þar þegar morðið var framið.” ‘Eg get vel sé það, að ef þú efðir séð í gegnum gluggann, þú hefðir tekið þér á herðar ahskonar óþægindi, en ef til vill efði það getað leitt til þess, að inn rétti morðingi hefði verið lundinn. Eg sikil efeki í því, hvers Vegna þú berð ekki hefndarhug tijI hans líka.” Holk skipstjóri leit upp og starði alvarlega á mig um stund 1101 leið og hann var að tyggja endann á vindilingnum sínum. hvo sagði hann hikandi og óskil- nrerkilega: Eg er ekki í vafa um það, að eitthvað mundi koma fyrir ef að eg hitti þennan félaga einhvern- iúna. Eg er morðingi, sjáðu nú tiJ- Schultz fékk það sem hon- ^ hæfði, en hinn náunginn er eirhþá á 'lífi. Eg er þó hræddur um það, að hann hafi haft tals- verðar ástæður til þess að líta inn , konunnar minnar -kvöldið sem ún Var myrt. Við réttanhöldin, s°m haldin voru, sem afleiðing þessu morði, kom það í Ijós, aú Schultz hafði notað konuna ^una í mörgum sviksamlegum yHrtækjum, til þess að kúga fé ut úr þeim mönrium, sem í gildru ans féllu. Eg hefi hugboð um ^ae’ að maðurinn, sem myrti kon- núna með hennar eigin 3 ummbyssu, hafi haft eitthvað til afsökunar fjrrir glæpinn. ..föu til — þetta eru þó aðeins 1 gátur. Það er heldur ekki víst, a hann hefði sjálfur komist IJif- út úr húsinu, hefði hann ®cfið konunni minni nægilegan til þess að ná réttu haldi á arnmbyssunni. Samt sem áður mundi eg eiga örðugt með að stjórna sjálfum mér ef að eg hitti hann einhverntíma. Auð- skilið — alveg auðskilið. Eg er morðingi!” Jafnvel þó skipstjórinn hefði farið fljótlega yfir langt efni, duldist mér ekki, að jafnvægið í frlásögn hans var gott, og í gegn- um útskýringar hans um marm- inn, sem hafði myrt konuna hans, sá eg aðra sögu, sem kastaði sannleiksskini yfir alla fxásögn hans og gerði hana .efasamlega í huga mínum. En nú var eg far- inn að finna tii áhrifa áfengis- ins, sem eg hafði neytt, enda hafði frásögn skipstjórans haft einkennilega æsandi álhrif á huga minn. Eg var því ekki eins orð- gætinn og eg mundi annars hafa verið. Eg fór að spyrja hann um það, hvaða afleiðingar það mundi hafa fyrir hann, ef að það nú sannaðist, að Sdhultz hefði verið tekinn af lifi fyrir glæp, sem hann hefði efeki frarnið, ef það kæmist upp, að hann hefði verið sjónarvottur að morðinu og látið það viðgangast. Mr. Polk spúði þykkjum reykj arbólstrum frá vindlingnum sínum og þagði um stund. “Það kemur aldrei til greina,” sagði hann. “Þú og eg erum einu mennirnir í veröldinni, sem þekkjum þetta leyndarmál.” “En 'hvers vegna skyldi. eg þegja um þetta leyndarmál?” spurði eg. Skipstjórinn kipptist við. Hann ha'llaði sér yfir borðið; augu hans drógust saman svo að augastein- arnir voru varla sýnilegir á milli augnalokanna Svipur hans var harður og skegg hans virtist verða úfnara. Mér gat ekki dul- ist, að mér hafði orðið yfirsjón á. Eg leitaði því árangurslaust að einhverri afsökun í thuga mínum, og svona störðumst við nú í augu þegjandi. Hann lyfti svo Ihægri hendi sinni yfir borðið, og nú sá eg að hann miðaði skamm- byssu af 48 grtáðu hlaupvídd beint á milli augna minna. Eg heyrði að hann var að bvísla, út á milli læstra tannanna: “Eg er morðingi, — eg get sprengt hausinn á þér í þúsund mola. Eg get borið ileyndarmál mín einn — eg get borið þau einn, eh.” Eg gat ekkert sagt. Eg ga-t ekki einu sinni hreyft iegg né lið. Eg starði aðeins í hálflökuð augu skipstjórans, og bjóst við að skot- ið mundi ríða af byssunni á hverju augnabliki. “Einn,” segi eg, “eg get borið leyndarmál mín einn,” heyrði eg að hann var að endurtaka. Eg hafði hugboð um það, að, ef að eg svo mikið sem hreyfði varir miínar til svars, gæti það haft þær afleiðingar, að hann mundi þrýsta á gikkinn á byssunni, og þar sem eg hafði séð að hendi hans var í raun og veru mjög stöðug, var eg í engum efa um afleiðingarnar. Kyrðin í káet- unni og hin innri æsing, sem þessari afstöðu fylgdi,.virtist hafa skerpt skilningarvit mín. Eg hafði tilfinningu um það, að ein- hver væri í þann veginn að nálg- ast okkur og svo fanst mér dauft fótatak berast að eyrum mínum, — einhversstaðar utan af þilfar- inu. Þetta fótatak varð gleggra, er það nálgaðist utan af þilfar- inu. Þetta fótatak varð gleggra, er það nálgaðist káetudyrnar, og nú sá eg svip skipstjórans breyt- ast. Hin hálf-lokuðu augu hans opnuðust og hörkusvipurinn á andliti 'hans varð mildari. Hann hafði orðið var við það, að ein- hver var að koma í áttina til káetu-dyranna. Hann dró hend- ina að sér og byssan hvarf undir borðið; svo sneri 'hann sér við í stólnum og starði á dyrnar. “Það er hún,” sagði hann, “eg sagði þér að hún mundi koma.” Það var drepið á dyrnar — hljóðlega og reglulega. “Eg sagði þér að hún hefði opn- að læstar dyr í nótt sem leið,” hvíslaði skipstjórinn. “Hún mun gera það aftur í nótt. Þú veist að dyrnar eru læstar.” Dyrnar opnuðust með hægð, og inn kom grannvaxinn ungling- ur. “Peter,” hrópaði skipstjórinn, “hvernig stendur á þessu.” “Eg var hér fyr í kvöld, og eg lagði myndina af systur Olsen’s gamla á borðið fyrir frarnan þig. Þú virtist vera sofandi og eg vildi því ekki vekja þig. En nú kom eg til þess, að fullvissa sjálfan mig um það, að myndin hefði komist til skila.” “En dyrnar voru læstar að innanverðu. Hvernig tókst þér að opna hurðina?” spurði skip- stjórinn. “Þú getur snúið lyklinum að innanverðu í lásnum, og þannig virðist þér að dyrnar séu læst- ar,” sagði unglingurinn brosandi, “en l'ásinn er í óiagi, svo ef á er renyt að utanverðu opnast hurð- in, alveg eins og að hún hefði ekki verið læst.” Hann sneri sér að hurðinni sem var í hálfa stafi, sneri lyklinum og sýndi okkur að hann gat opnað hurðina með láshaldinu að utanverðu þrátt fyrir það. “Þú varst líka sofandi, síðastliðna nótt, þegar hjúkrun- konan leit inn til þín,” bætti unglingurinn svo við. “Enginn lifandi kvenmaður hefir nokkru sinni stígið fæti sínum inn í þessa káetuj’ uraði skipstjórinn. Unghngurinn brosti aftur: “Þrátt fyrir það komu tvær hjúkrunankonur um borð síðast- liðna nótt, og önnur þeirra kom inn í þessa feáetu.” “Ertu sjóðandi vitlaus?” spurði skipstjórinn og hálf stóð upp úr sæti sínu. “Nei, það er alveg satt,” hélt drengurinn áfram. “Gamli Ol- sen gaf þessum hjúkrunarkonum $100.00 hverri fyrir sig, ef þær uppfyltu óskir hans, og sæju um það, að þessi mynd kæmist í þín- ar hendur, með sérstakri orð- sendingu. Önnur hjúkrunarkon- an beið við káetudyrnar á meðan hin fór inn í káetuna, í því tilefni að gefa þér myndina. Hún fann þig hálfsofandi þarna í rekkjunni þinni. Hún reyndi til að segja þér að Olsen væri að d'eyja, og að hann hefði falið henni á hend- ur að segja þér það, og að nú yrðir þú að bera leyndarmál þitt einn. En þegar þú svaraðir henni engu, en starðir aðeins á hana eins og hún væri vofa, vildi hún ekki skilja myndina eftir hjá þér. Iiún vildi vera viss um það, að þú værir vakandi, þegar hún gæfi þér myndina af systur Ol- sen’s gamla. Þar sem eg er einn meðdimu'r af skipshöfninni á þessu skipi, og þar sem Olsen var góður vinur minn, leit eg oft inn til hans á meðan hann var veikur. Eg sá hann þó ekki síð- astliðria daga, því vegna ástands hans, var fólki ekki leyft að líta inn til hans. Hjúkrunarkonurnar hittu mig hérna á þilfarinu síð- astliðna nótt, og þar sem þær þektu mig, báðu þær mig um að sjá um að myndin kæmist í þín- ar hendur og orðsendingin líka, að nú yrðir þú að bera leyndar- mál þitt einn.” Pólk skipstjóri rendi fingrum sínum gegnum þykka, úfna hár- ið á höfði sánu og það var auð- séð á svip hans, að hann átti örð- ugt með, að ná samhengi í frá- sögn Peters. Hann urraði í hálf- um hljóðum: “Ef eg skil þig rétt, þá ertu nú að telja mér trú um, að það hafi í raun og veru verið lifandi kvenmaður í þessari káetu síðastliðna nótt?” Svo stóð hann upp og reikaði að hurðinni, sem stóð í sálfa gátt. Hann lok- aði 'lásnum á hurðinni með lykl- inum og opnaði hann jafnskjótt að utanverðu með láshaldinu. Þetta endurtók hann margsinnis og þegar hann hafði fullvissað *sig um það, að lásinn væri ekki í ■lagi, snéri hann sér að Peter og spurði: “En hversvegna sendi Olsen <mér þessa mynd, og hversvegna þessa orðsendingu?” “Olsen var undarlegur maður,” sagði unglingurinn og hristi höf- uðið. “Ef til vill gerði hann þetta í hita-vedkis óráði.” Svo bauð hann okkur góða nótt og hvarf út um dyrnar. t Á meðan á þessu stóð, hafði eg haft tíma til þess, að átta mig/ Óttinn, sem hafði yfirbugað mig, þegar hann hafði miðað skamm- byssunni á mig, hafði losað mig algerlega við þau áhrif sem á- fengið var farið að hafa á mig. Eg var því mjög fljótur til þess að komast að ákveðinni niðurstöðu um hvað gera skyldi. Eg seildist því hljóðlega undir borðið, til þess að ná í skammbyssuna, sem eg þóttist vita að væri hengd upp við þilið undir borðinu. Þetta tókst mér vel og á næsta augna- bliki hafði eg helt skothylkjun- um úr byssunni í lófann á mér. Svo hengdi eg hana aftur upp og sat nú rólegur í sæti mínu eins og efekert hefði komið fyrir. Skipstjórinn sneri sér að mér og gefek h’ikandi til sætis sins. Hann hafði tuggið vindlinginn sinn upp til agna og nú kastaði hann honum í öskudiskinn, sem var á borðinu. Hann tók mynd- ina, sem enn lá á borðinu upp og starði á hana eins og í draumi. “Eg hlýt að vera alvarlega geggj- aður — sjóðandi bullandi vit- laus,” sagði hann. Eg hló. Mér var dálítið gramt í geði við hann og eg vissi nú, að eg hafði ekkert að óttast.” “Nei”, sagði eg, “þú ert aðeins reglulega drukkinn.” Hann leit upp og eg sá að augu hans voru rauð og óskýr. “En hvað um þessa orðsendingu? Hversvegna sendi Olsen mér þessa orðsendingu áður en hann dó? Hvernig get eg skilið það?” tautaði hann. “Það er auðskilið,” flýtti eg mér að segja, “Olsen þekti þig og örvinglan þína út af þessu morði. Saklaus maður var iíka tekinn af lífi, sem þú hefðir get- að bjargað. Olsen vildi láta þig skilja, að þetta leyndarmál væri nú dautt og grafið, þar sem þú varst eini maðurinn í heiminum sem þefekir það.” “Sagðir þú saklaus?” öskraði skipstjórinn. “Schultz var ekki saklaus! Ef að hann hefði ekki verið hengdur, hefði eg skotið hann.” “En berðu nú engan hefndar- hug til mannsins sem myrti kon- una þína?” spurði eg. “Til hans — mannsins með krampadrættina í vinstra hluta andlitis hans. Hm, — líiklega ber fundum okkar aldxei saman, — annars mundi eg skjóta hann.” Svo kastaði hann sér fram yfir borðið og umlaði: “Eg er morð- ingi, eg er morðingi — eg er.” Litlu seinna gat eg 'heyrt hrot- urnar í honum upp á þilfarið, þar sem eg sat og naut svala næturinnar. — ♦ Ferðin til Chicago gefek vel. Skipstjórinn stjórnaði öllu með framúrskarandi nákvæmni og reglusemi. Hann neytti ekki á- fengié á meðan á ferðinni stóð. Hann virtist heyra alt og taka eftir öllu 'því, sem fram fór í kringum hann, en hann virtist sneiða hjá öllum samræðum, sem snertu ekki beinlínis verkahring- inn á skipinu. Yfir höfuð var framikoma hans nákvæmlega eins og hún hafði verið, þegar eg um- gekst hann fyrst á gestgjafahús- inu í Toledo. Þegar eg kvaddi hann í Chicago, afhenti eg hon- um skothylkin, sem eg hafði haft í vasa mínum síðan eg tók þau úr byssunni hans. Hann horfði alvarlega á mig urn stund. Svo brosti hann og sagði: “Eg ásaka þig ekki fyrir þet’ta.” Svo stakk hann þeim í vasa sinn og bætti við: “Það getur vel verið að eg þurfi á þeim að halda — hérna í Chicago!” Business and Professional Cards CHRISTMAS SPECIAL!! All photos taken on approval with no ohligation — 4 Poses To Choose From — SPECIAL PRICES Phone or Wriie for Appoinimeni LINIVECSAL STLIDICS 232 KENNEDY ST. (Jusi Norih of Poriage) — Phone 95 653 WEDDING AND BABY PHOTOS — OUR SPECIALTY H. J. STEFANSSON Life, Accident and Health Insurance Representing THE GREAT-\\rEST LIFE ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man. Phone 96)i44 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDINQ Telephone 97 932 Home Telephone 202 S98 Talslmi 95 826 Heimills 5S 893 DR. K. J. AUSTMANN SirfrœOtngur < augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portage & Maln Stofutími: 2.00 tll 5.00 e. h. nema á. laugardögum. Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBT STREET (Beint suBur af Banning) Talsimi 30 877 VlBtalstlmi 3—5 efUr hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offioe hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Offlce Plione Res Phcme 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment DR. ROBERT BL.ACK Sérfrœóingur í augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Heimasimi 42 164 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. Í8lenzkur lyfsali Fólk gretur pantAð meðul o® a.nnað með pðati. Fljót afgr^íðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um út- farlr. Allur útbönaBur s& besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarBa og legstelna. Skrifstofu talslml 27 324 Heimills talsíml 26 444 Phone 97 291 Eve. 26 002 i. DAVIDSON Real Estate, Financial and Insurance ARGUE BROS. LIMITED Lombard Bldg., Winnipeg PCINÍTII MESSENQER SERVICE V18 flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smssrri IböBum, og húsmunl af öllu tœi. 68 ALBERT ST. — WINNIPKG Slmi 25 888 C. A. Johnson, Mgr. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountan ta 1101 McARTHIJR BUILDING Winnipeg, Canada Phone 49 469 Radlo Service Speolallsts ELECTRONIC LABS. H. THORKHLBON, Frop. The most up-to-date Sound Equípment System. 1S0 OSBORNE ST„ WINNIPEO Q. F. Jonasson, Pree. & Man. Dlr. Keystone Fisiieries Limited 404 8COTT BLOCK SlMI 95 227 Wholeaale Dlatributora of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIFEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.atj. Verxla I heildsölu meS nýjan og froalnn flsk. 803 OWENA 8TREBT Skrlfot.elmi 26 355 Helma 56 451 Drs. H. R. and H. W. TWEED .Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRU8TS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth 8t. PHONE 86 952 WINNIPEG DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 MEDICAL ARTS BLDO Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointmenta Phone 14 901 Office Hours 9—4 404 TORONTO GEN. TRU8TS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 566 For Quick Reliable Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Ledgja hús. Út- vega peningal&n og elds&byrgB. blfreiBo&byrgB, o. s. frv. PHONE 97 533 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrceOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Stml 98 291 CUNDRY PYMORE Limited BritUh QuaUtg Flah Netttng 60 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORTALDSON Your patronage will be appreclatag CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. , J. H. PAOE, Managing Direotor Wholesole Distributors of Framto and Frozen Ftóh. 311 CHAMBERS STREBT Offlce Ph. 26 828 Rea. Ph. T8 9IT Hhagborg u FUEL CO. « Dlal 21 331 noF11) 21 331 \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.