Lögberg - 13.02.1947, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.02.1947, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. FEBRÚAR, 1947 (Ensk saga) HVER VAR ERFiNGINN? Gv E. . EYFORD, þýddi Hundurinn neri trýninu við hendi hennar og dinglaði rófunni. Hún settist í sitt sæti við borðið. Það var eftirtektar- vert, að hún skógarmanns dóttirin, hve snildarlega henni fórst úr hendi, hvað sem hún gerði, eins og hún hefði notið mikillar æfingar og tilsagnar. “Þú komst ekki eftir sömu götunni heim, sem þú ert vanur, pabbi,” sagði hún og leit á hann. “Nei, Dora,” svaraði hann; þó hann nefndi hana altaf skírnarnafni sínu, var þó eitthvað í málróm hans og í þeim hætti, er hann talaði til hennar, sem bar vott um meiri virðingu og tillit, en maður gæti búist við að skógarmaður talaði til dóttur sinnar. “Nei.” sagði hann, “eg kom aðra leið.” “Og þú komst líka svo seint,” sagði hún. “Kom nokkuð fyrir þig?” bætti hún við og horfði á hann. “Nokkuö fyrir? Nei,” svaraði hann og færði sig nær borðinu. “Hvað heföi það átt að geta verið? Eg kom bara aðra leið heim en eíg er vanur, og þú skalt ekki fara út til að mæta mér, þegar er fariö að dimma,” bætti hann við í orðum, sem hann ætlaöist til að vekti enga eftirtekt, og þó meinti hann svo mikið með þeim. “Ekki?” spurði hún og horfði spyrj- andi á hann. “Því ekki? Heldurðu að eg villist, eða hefirðu séð úlf hér í skóg- inum, pabbi? Eg þekki hvern götuslóða hér í kring, og úlfar eru ekki framar til á Englandi.” “Það eru nokkrir eftir ennþá,” sagði Nathan, sem virtist vera niðursokkinn í alvarlegar hugsanir. “Nokkrir eftir ennþá!” og hún hló. “Hver var það af gömlu Englands kon- ungunum, sem borgaði vissa upphæö fyrir hvern úlfshvolp; viö lásum um það fyrir nokkni síðan.” “Lásum og lásum,” sagði Nathan, “þú lest alt af svo mikið.” Svo settist hún að borðinu. “Það lítur út fyrir að þú hugsir ekki um annað en bækur frá morgni til kvöld, auðvitað hvatti eg til þess að lesa og læra. Of mikill lestur gerir þig gamla fyrir tímann, barn, og það færir enga peninga í vasa pabba þíns.’\ Dora hló. “Vesalings pabbi!” sagði hún lágt, og hallaði sér að honum og lagði handlegg- inn um háls honum; “eg vildi óska að eg fyndi eitthvað í þessum bókum, sem gerði mig ríka.” Nathan hafði lyft hendi sinni til að strjúka hið fagra hár hennar, en kipti að sér hendinni og horfði hálf-dreymandi augum á hana. “Rík! Hver óskar eftir að verða rík- ur? Þú segir þetta orð nú oft upp á síðkastið, Dora. Óskarðu þér að verða rík?” spurði hann. Hún hugsaði sig um sem snöggvast og draumkendum glampa brá fyrir í augum hennar. “Já, stundum,” svaraði hún; “eins mikið þinna eins og minna vegna, faðir minn. Eg vildi óska að vera nógu rík til þess, að þú þyrftir ekki að vinna svona mikið, og að viö gætum eignast fallegra hús og betri fatnað.” “Eg er ekki útslitinn enþá,” sagði hann *og horfði rannsakandi augum á hana. Þessi kofi er nógu góður fyrir mig, og eg kæri rnig ekki um purpura og fínt léreft. Það sem eg hefi og þess sem eg nýt, er mér nóg, Dora; en hvað er það sem þú óskar eftir fyrir þig sjálfa?” Hún hallaði sér aftur á bak í stólinn og fitlaði eins og dreymandi við eyrun á hundinum, sem sat við stólinn hennar, og lagði trýnið í kjöltu hennar. Svo leit hún upp og hló, á sinn glaða og barns- lega hátt. Hlátur hennar hljómaði sem fögur músík. “Fyrir sjálfa mig?” spurði hún. Stundum þegar eg hefi lesið sumar bæk- urnar, sem eru í bókaskápnum, finst mér að inér mundi þykja vænt um að vera rík og geta séð alt í heiminum, sem eg þekki ekki, en langar til að sjá.” Faðir hennar hélt hendi fyrir augu sér til að geta betur veitt henni athygli, meðan hún talaði. “Það hlýtur að vera eitthvað dásam- legt við heiminn,” hélt hún áfram að segja, “og eg hefi aldrei séð neitt af heiminum; það er næstum kynlegt, að eg, öll þessi ár, hefi ekki komið út fyrir Sylvester-skóginn.” “Er það svo undarlegt?” spurði hann, og það var auðséð, að honum lík- aði ekki það, sem Dora sagði. “Já,” sagði Dora; hún sat hugsi og studdi hönd undir kinn, og starði sínum fögru augum langt út í hið f jarlæga. “Já, eru aðrar stúlkur eins útilokaðar frá heiminum, sem eg hefi lesið svo mikið um, og sem mig langar til aö sjá?” “Nei, langt frá því,” sagði hann eftir litla umhugsun, hann beit saman vör- unum og hrukkur komu á enni hans, — “nei, iangt frá. En það hefði í mörgum tilfellum verið þaö bezta fyrir þær, ef svo hefði verið, og það hefir verið gott og farsælt fyrir þig, Dora. Eg vona að þér hafi ekki liðið illa?” “Mér liðið illa’ Nei!” svaraði hún með fjöri og hló. “Hvernig hefði mér átt að líða illa hér úti í hinum fagra Syl- vester-skógi? Hann er heimur út af fyrir sig, svo auðugur af vinum og feg- urð. Hve lengi höfum við verið hér, fað- ir minn?” “í átján ár,” svaraði Nathan, ofur- lítið óþolinmóðlega, eins og hann hálf kviði fyrir næstu spurningu, sem mundi koma, sem var heldur ekki lengi að bíða. “Og mamma sagði mér í gær að eg væri tuttugu og eins árs gömul. Hvar vorum við áður en við fluttum út í Syl- vester-skóg?” Nathan Nichols leit upp og ýtti stóln- um frá borðinu, eins og spurningin hefði verið honum alt annað en þægileg. “Þreyttu ekki föður þinn, Dora,” sagði Mrs. Nichols, sem hafði heyrt sam- tal þeirra og horfði kvíðafull á þau; “hann er of þreyttur til að tala við þig núna,” sagði hún. Dora stóð upp og faðmaði föður sinn að sér. “Fyrirgefðu mér, elsku pabbi; það var svo hugunarlaust af mér. Eg hefði átt að vita að þú varst þreyttur eftir erfitt dagsverk í dag, meðan eg hefi ekki gert neitt annað en ganga um í skógin- um og lesa í bók. Það var bjánalega gert af mér aö þreyta þig með spurningum. Eg skal ekki þreyta þig meira í kvöld með því.” Hann kysti hana, eins og faðir vana- lega kyssir dóttur, en koss hans var heitari. “Segðu ekki meira núna, Dora,” sagði hann. “Mér þykir svo sárt, að hugsa til þess, að þú sért kanske óánægð hérna, að þér líði ekki vel hérna hjá okkur. Ef þú þektir eins mikið til þess illa, sem finst úti í hinum stóra heimi, þá mundir þú vera glöð að vera laus við það, og yfir því, að þú þektir það aðeins úr bókum þínum, sem því miður segja oft alt annað en sannleikann. Sjáðu, hér er nokkuð, sem eg fann í Mörkdal.” Og hann tók bók upp úr vasa sínum. Dora þaut upp og beygði sig yfir herðar föður síns. “Ó, pabbi, það er ljóðabók, sem þú lofaðir mér, og hún hefir legið í vasa þínum, meðan eg var að þreyta þig með spurningum,” og hún lagði kinn sína að andliti háns. “Nú, láttu þetta duga,” sagði hann og leit ástúðlega til hennar, og fékk henni bókina; það verður ekki langt þangað til þú verður búin að lesa hana.” Dora tók við bókinni, en áður en hún settist niður til að lesa, gekk hún að lítilli hyllu, sem var á veggnum, tók þar reykjarpípu, lét tóbak í hana og rétti föður sínum, og gaf honum svo eldspýtu til að kveikja með í pípunni. Svo settist hún niður og fór að lesa bókina. Mrs. Nichols tók af borðinu og kom öllu fyrir, svo settist hún niður við prjónana sína. Það var þögn og róleg- heit þar inni, en úti hvein vindurinn í skóginum. Stundum stóð Nichols upp, er storm- byljirnir ætluðu alt um koll að keyra, og svo komu þrumur og eldingar og helli-rigning. , “Er þetta ekki óttalegt veður, pabbi,” sagði Dora, og leit upp frá bók- inni. “Jú,” svaraði hann, “og það er hætt við að eitthvert af gömlu elmtrjánum falli í nótt. Það stenzt ekkert fyrir þessu ofviðri og eldingum. E3in þruman fylgdi annari, svo aldrei varð hlé á, en þetta skógarfólk var vemt við það, svo það tkó þessu með ró. En alt í einu heyrðist annað hljóð, og Dora leit undrandi upp. “Hvað er þetta, pabbi?” spurði hún. Mr. Nichols litaðist um með litlum ánægjusvip, og áður hann gæti svarað, var aftur barið á hurðina. Og utan frá heyrðist sagt: “Þið þarna inni veröið að lofa mér að koma inn!” Mr. Nichols stóð á fætur með svip sem gaf til kynna að honum brá við. “Farðu upp í herbergi þitt, Dora, sagði hann í lágum róm, og benti henni að fara strax. Hún stóð upp og gekk upp í stigann, en áður en hún var komin alla leið upp, hafði faðir liennar opnað hurðina. Hún heyrði mann tala úti og stanzaði eins og ósjálfrátt. “Loksins,” heyrði hún að var sagt; “eg er búinn að berja svo lengi á hurð- ina, að eg hélt að eg mundi vekja upp hina dauðu. En opnaðu nú hurðina og lofaðu mér að koma inn; eg er alveg lioldvotur.” Svo heyrði hún föður sinn segja í köldum og alvarlegum róm: “Þetta er ekkert gistihús, herra minn.” “Nei, það er skiljanlegt, það mundi ekki geta verið til með slíkum gestgjafa. Fjórir veggir og þak yfir höfuðið er æfin- lega þakkarvert í slíku veðri. Þú neitar mér þó ekki um að koma inn?” “Eg held hér ekkert opið hús fyrir ferðamenn,” svaraði hann. “Þú verður að lofa mér að koma inn,” heyrðist sagt úti, “það er þér sjálfum að kenna, að eg kom hingað aftur. Þú vísaðir mér ekki á rétta leið. Eg fylgdi nákvæmlega þeim vegi. sem þú sagðir mér. Eg held eg hafi gengið í hring; en eg fann engan veg til Mörkdal; svo eg er hér og þú getur ekki neitaö mér um aö standa inni í öðru eins illviðri sem þessu!” Mr. Nichol svaraði ekki strax “Það er að stytta upp.” svaraði hann loksins. Það er ekki tveggja tíma ganga til Mörkdal, og eg skal fylgja þér þang- að.” “Eg trúi því ekki að þú viljir gera þao í þessu veörþ að nóttu til mundi enginn vilja gera það,” sagði sá sem úti var. “Eg er búinn að fá mig fullreyndan í þessum skógi í kvöld. Því ertu svo hræddur við að lofa mér inn í hús þitt? Það er ekki prúðmannlegt af mér að gera það, en inn skal eg” — og á svip- stundu setti hann sínar sterku herðar gegn hurðinn og opnaði hana og steig yfir þröskuldinn. Mr. Nichols varð eitt augnablik ráða- laus, en svo greip hann um kverkar unga mannsins og henti honum út úr dyrunum, en þá kom Dora hlaupandi ofan stigann og lagði hendur sínar um herðar föður síns. Mr. Nichols slepti takinu, ungi mað- urinn stóð upp og varð alveg forviða að sjá þessa yndislegu stúlku fyrir framan sig. Það var honum sem sýn frá æðri heimi. Hann horfði alveg hugfanginn á hana. Hún horfði á hann með andliti, sem á sama tíma bar vott um undrun, samhygð, aðdáun og forvitni. Nú, í fyrsta sinn á æfinni sá hún alveg öðruvísi útlítandi mann en skóg- arhöggs og kolabrenslumenn, og hún vissi ekki hvað gekk að sér. Hún horfði á hann og hjartaö í brjósti hennar hætti nærri því að hreyfast, og hún fölnaði í andliti. Var þetta þá virkilega ein þessi hetja, sem hún hafði lesið um, sem nú stóð fyrir framan hana, eða var það bara draumsýn, sem hún sá? Hún stóð hreyf- ingarlaus og beið þess að ungi maður- inn talaði, sem hann og gerði, er hann hafði áttað sig. Hann tók ofan hattinn og sneri sér til húsráðanda, sem stóð þar alveg undr- andi. “Því sagðir þú mér ekki að það væri ung stúlka hér í húsinu?” spurði ungi maðurinn dálítið ergilegur, en einnig í afsökunarróm, og sneri sér til Doru. “Eg vona að þú fyrirgefir mér; eg vissi ekki að það væru aðrir í húsinu en maðurinn, sem eg mætti áöur í kvöld. Mér þykir svo mikiö fyrir að hafa gert ónæði; eg hefði heldur viljað vera úti í skóginum. Eg er hræddur um, að þú hvorki viljir né getir fyrirgefið mér. Góða nótt!” Og hann gekk að dyrunum og ætlaði að ganga út í myrkrið og ill- viðrið. En Dora, sem hafði svo grandgæfi- lega hlustað á það sem hann sagði, og veitt honum svo nána eftirtekt, lagði alt í einu sína litlu hendi á handlegg föður síns. Það lágu bænarorð í þessu, eins og hún hefði sagt: “Þú mátt ekki reka hann út í slíkt illviður!” Mr. Nichols áttaði sig; hann sneri sér burt frá henni og sagði við ókunna manninn í hásum reiðiróm: “Úr því þú hefir brotist inn í hús mitt, þá er bezt að þú verðir hér í nótt.” “Þökk fyrir,” sagöi ungi maðurinn. “Það var ekki meining mín að eg skyldi á þennan hátt þvinga þig til að lofa mér aö vera hér í nótt,” og hann sagði: “Góða nótt'” og setti hattinn á höfuð sér og ætlaði að fara. En þá hljóp Dora til og lagði hendi sína á handlegg hans. “Nei,” sagði hún stillilega. “Þú mátt ekki fara. Hann meinar ekkert ilt með því, sem hann segir. Þú hefir gert hann reiðan; en þú mátt ekki fara!” Ungi maðurinn stóð ráðalaus og húsbóndinn lokaði og læsti hurðinni. Svo benti hann á dyr á næsta herbergi. “Þú ert votur; það er hlýrra þar inni,” sagði hann. Ungi maðurinn lit- aðist um í herberginu og sagði: “Eg vil langtum heldur vera úti í skóginum í nótt en vera hér, og finna til þess, að eg er heimilisfólkinu til skapraunar. Það er bezt að eg fari.” En Mr. Nichols fór með hann inn í hliðarherbergið, og það leit, út sem bæði húsmóðirin og Dora létu sér það vel líka. Dora stóð á miðju stofugólfinu og horfði eins og í draumi á dyrnar, sem ó- kunnugi maðurinn fór inn um. Svo sneri hún sér til Mrs. Nichols. “Á eg að fara aö hátta, mamma?” “Já — nei, bíddu þangað til faöir þinn kemur hingað aftur.” Eftir svo sem tíu mínútur komu báð- ir mennirnir inn ít stofuna þar sem mæðgurnar sátu. Húsbóndinn hafði léð ferðamanninum eitthvað af fötum af sér til að fara í, svo hann gæti farið úr votu fötunum, og þó þau væru ekki mik- ið slitin og alt annað en fín, þá tók ungi maðurinn sig vel út í þeim. Mr. Nichols leit á Doru, eins og hann vildi segja eitthvað; en það var sem hann væri ráðalaus; manni gat vel dott- ið í hug herforingi, sem liefir verið neyddur til að gefa upp vígi sitt eftir langt umsátur. Hann hafði með mikilli ást og umhyggju gætt þessarar ungu, fríðu stúlku, og nú skyldi það reynast árangurslaust. Hann leit á Doru og settist, án þess að biðja hana að fara til herbergis síns að sofa. í millitíðinni hafði Mrs. Nichols sett mat á borðið og bað ferðamanninn að koma og borða. “Það er bara óbreyttur matur, herra,” sagði hún, “mér skyldi þykja vænt um, ef þú gætir gert þér það að góðu.” “Kæra þökk fyrir,” svaraði hann, og lét í ljósi að hann væri ekki óánægður með móttökurnar, hann færði sig að borðinu og borðaði með góðri lyst, það sem þessi góða kona bar á borð fyrir hann. “Þetta er sannarlega herramanns máltíð,” sagði hann og brosti, sem virt- ist vera honum svo eðlilegt. “Eg hefi, eins og flakkarar segja, ekki snert mat síðan í morgun.” “Það er of langur tími,” sagði Mrs. Nichols, og leit hluttekningarlega á hið fríða og göfugmannlega andlit unga mannsins. Það voru líka önnur augu, sem horfðu á hann, og það með mikilli hugð- arhvöt. Dora gat, þaðan sem hún sat með bók í hendinni, séð andlit unga mannsins, og hún virti það vandlega fyrir sér. Hann var, eftir hennar mein- ingu, svo laglegur, að hún fór að bera hann saman við eina af söguhetjum sín- um, sem hún hafði lesið um. Laglegur var hann, það var ekkert vafamál; hann gat varla verið meira en tuttugu og eins eða tveggja ára; hann hafði fallegt og gáfulegt andlit; munn- ur hans, nasir og augu, báru þess ljós merki, að hann væri maður sem um munaði. Það leyndi sér ekki að hann var af náttúrunni vel gefinn. Dora gat ekki munað eftir neinum, sem hún hafði lesið um, eða dreymt um, sern liti eins út; þessi ungi maður, eftir hennar meiningu, bar af þeim hetjum, sem hún hafði hugsað sér, eða lesið um í bókum sínum. Þó hann væri nú klædd- ur í slitin föt af föður hennar, var þó strax auðséð, að hann tilheyrði fínni stétt í mannfélaginu. Hann var stór og vel vaxinn og síerklegur, og allar hreyf- ingar hans voru mjúkar og léttar. Dora sat og athugaði hann, hún var hrifin af honum. “Eg held að eg hafi aldrei verið eins svangur og nú,” sagði hann; “eg borð- aði snemma og lítið í morgun á gistihús- inu í Riverdale, þar sem eg var í nótt; svo það er engin furða.” “í Riverdale?” spurði konan; hvaðan komstu þangað?”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.