Lögberg - 13.02.1947, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. FEBRÚAR, 1947
--------JLogberg-------------------
OeflB tit hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Mankoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG
196 Sarg-ent Ave., Winnipeg, Man.
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The ‘'Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent
Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail,
Poet Offlce Dept., Ottawa.
PHONE 21 804
Minningabrot úr
Islandsförinni 1946
Eftir EINAR P. JÓNSSON
Um níuleytið á mánudagsmorgun-
inn voru komnir úr Borgarnesi til Akra-
ness tveir úrvals farþegarbílar, er flytja
áttu okkur upp í Borgarfjörð, og þarf
naumast að taka það fram, að bílstjór-
arnir væru hinir snöfurmannlegustu;
vinir okkar í þessum fallega bæ komu
út að bílunum og kvöddu okkur þar í
morgunblíðunni; kveðjustundin var
klökkviblandin, þó þakklætið yrði vita-
skuld efst á baugi, því svo höfðu viðtök-
urnar verið ástúðlegar á Akranesi; og
nú runnu bílarnir af stað vestur með
Akrafjalli; vegurinn var yfirleitt hinn
bezti, og áður langt um leið opnacðist
landnám Skallagríms í allri sinni dýrð;
leiðin inn fyrir fjárðarbotninn er alllöng,
en margt að sjá, sem heillaði hug og
hjarta; nú blöstu við fögur og aðlaðandi
bændabýli, sem auðséð var á öllu, að
lagt hafði verið mikil rækt við. Borgar-
fjörðurinn býr yfir margbreytilegri feg-
urð, og auðkennist af mikilúðugri svip-
' tign; við fórum yfir Hvítá á ágætri brú
við Ferjukot, og er nokkuð dróg vestur
á bóginn blasti við á hæð nokkurri reisu-
legur og aðlaðandi bóndabær; eg spurði
um nafn bæjarins og var sagt, að hann
héti Eskiholt; eg kannaðist brátt við
nafnið, vegna góðkunningja míns Helga
Jónssonar trésmíðameistara í Winni-
peg, sem þar var uppalinn og jafnan
kendur við bæinn; hvergi var staðar
numið á leiðinni fyr en komið var í
Borgarnes, og rakleitt ekið að húsi
sýslumannsins þar sem fyrirbúinn hafði
verið dagverður; eins og áður hefir verið
frá skýrt, er sýslumaður þeirra Borgar-
og Mýramanna Jón Steingrímsson, son-
ur Steingríms Jónssonar frá Gautlönd-
um, fyrrum þingmanns Þingeyinga; er
Jón sýslumaður framúrskarandi alúð-
legur maður og frú hans engu síður
elskuverð; í boði sýslumanns hjónanna
voru, auk okkar sexmenninganna að
vestan, þau cand. theol. Pétur Sigur-
geirsson og frú Ragnhildur Ásgeirsdótt-
ir, og sýslunefndarmenn Mýra-* og
Borgararfjarðarsýslu, ásamt konum
sínum; þarna kyntist eg Guðmundi
Jónssyni stórbónda á Hvítárbakka, gáf-
úðum og fróðum athafnamanni, sem
mér var sagt að ræki, flestum fremur,
búskap sinn á vísindalegum grundvelli;
kona hans er dóttir séra Magnúsar heit-
, ins Andréssonar frá Gilsbakka, víðment
og ástúðleg kona; mér fanst viðtal okk-
ar verða enn innilegra, er hún fékk
vitneskju um það, að bróðir hennar,
Pétur f jármála ráðherra og eg, værum
skólabræður og gamlir vinir.
Þó dvölin á sýslumannsheimilinu
yrði ekki löng, varð hún þeim mun ó-
gleymanlegri; slík var ástúð húsráð-
enda.
Borgarnes er þrifalegur bær, og flest
hús, eins og svo víða annarsstaðar á
íslandi, úr steinsteypu; þar eru þó
nokkrar verzlanir, þó mest kveði að
Kaupfélagi Borgfirðinga, sem er um-
fangsmikil stofnun. er starfrækir meðal
annars, voldugt rjómabú.
Fátt manna bar eg kensl á í Borgar-
nesi; eg vissi samt að eg átti frænda í
bænum, sem mig langaði til að heilsa
upp á, þó tíminn væri naumur; sá maður
var Eggert Einarsson Briem héraðs-
læknir, sonur séra Einars Pálssonar frá
Amórsstöðum á Jökuldal og konu hans,
frú Jóhönnu Briem, en síðustu prests-
skaparár sín þjónaði séra Einar Reyk-
holtsprestakalli; hann er nú áttræður
að aldri og hefir mist sjónina; eg bað
Jón sýslumann að vísa mér á læknis-
bústaðinn, sem aðeins var spölkorn í
burtu; hann lagði ríkt á við mig að tefja
ekki lengi því annríki biði framundan;
eg hljóp eins og fætur toguðu yfir að
læknisbústaðnum, æddi upp tröppurnar
og hringdi dyrabjöllunni. Eggert iæknir
kom til dyra, horfði á mig augnablik og
sagði: “Sæll Einar! Eg þekti þig undir
eins af Sigurjóni bróður þínum; þið emð
ekki verulega líkir, en svo dæmislíkir,
að um bróðernið verður ekki vilst.”
Eggert læknir var strákhnokki, er eg
fór af íslandi; nú var hann gjörvulegur
maður; eg var heldur ekki í neinum vafa
hver maðurinn vai4, því hann sór sig
ábærilega í föðurkyn sitt; mér fanst
honum svipa mest til Björns föðurbróð-
ur síns frá Arnórsstöðum. Eggert lækn-
ir kallaði á konu sína og kynti mig henni;
hún er ættuð af Vestfjörðum; bílstjór-
arnir flautuðu í erg og gríð, við drukk-
uð í dauðans ofboði skál, eg kvaddi í
snatri, þaut niður tröppurnar og út að
bílunum. “Við vorum rétt að því komin
að láta þig verða eftir”, sagði Jón sýslu-
maður glettnislega, um leið og eg laf-
móður rauk upp í bílinn.
“Mjög þarf nú að mörgu að hyggja,
mikið er um dýrðir hér.”
Þannig kvað Jónas fyrir endur og löngu.
Og vissulega þurftum við að hyggja að
mörgu það, sem eftir var dags, því út-
sýnið varð æ fegurra; það var heldur
engu líkara en tjaldi væri svipt frá og
atburðir liðinna alda kæmi ljóslifandi
fram á s#ónarsviðið; að minsta kosti
fanst mér svo, er eg kom upp á borgina
hans Engils og leit yfir landið; hvílík
ómælisfegurð! Jöklar baðaðir í sólskini,
en skrúðgræn engi og tún hið neðra.
Eg húgsaði um Egil, þenna ástríðumagn-
aða héraðshöfðingja, sem ýmsir næm-
ustu ritskýrendur seinni tíma hafa kall-
að mesta skáld íslands að fornu og
nýju, og harmsaga þeirra Gunnlaugs
ormstungu og Helgu fögru gagntók huga
minn á ný; mér fanst sem þessir atburð-
ir væri svo undarlega nærri mér meðan
eg stóð þarna á Egilsborg, undrandi og
hljóður.
Á Borg á Mýrum situr nú kornungur
prestur, Júlíus Júliníusson, ef eg fer rétt
með, þingeyskur að uppruna, hlýr og
viðkynningargóður maður; hann slóst í
för með okkur það, sem eftir var af deg-
inum, og var vissulega kátur ferðafélagi.
Við vorum á hröðu áætlunarferða-
lagi, og gafst okkur af þeirri ástæðu lítill
kostur á að heimsækja hin fögru og vin-
gjarnlegu bændabýli Borgarfjarðarins;
mér féll þetta miður, en til hvers var að
deila við dómarann?
Eg bað ferðafélaga mína, að stað-
næmast stundarkorn við Svignaskarð,
og urðu þeir vel við þeirri bón; þar
bjuggu um eitt skeið við mikinn orðstír
þau Sigurður Sigurðsson og Ragnheiður
Þórðardóttir frá Leirá. síðar á Rauða-
mel; þau fluttust vestur um haf, og eru
fyrir nokkrum árunl látin í Winnipeg;
þau voru hinir mestu höfðingjar, og
heimili þeirra, hvar, sem það var í sveit
sett, jafnað rómað fyrir greiðvikni og
risnu; meðal barna þeirra Sigurðar, eru
þeir Halldór og Randver, mætir menn
og miklir iðjuhöldar í Winnipeg; við
komum að Hvanneyri, og skoðuðum
búnaðarskólann þar, ásamt hinu fagra
umhverfi; í fjarveru skólastjórans, fagn-
aði okkur á staðnum Guðmundur kenn-
ari Jónsson ásamt frú sinni; hann er
Húnvetningur að ætt; á Hvanneyri var
drukkið kaffi, og viðtökur um alt hinar
ástúðlegustu, nú var för heitið til Hreða-
vatns, og slóust þau Guðmundur kenn-
ari og frú hans í hópinn; á leiðinni þang-
að bar margt lokkandi og nýstárlegt
fyrir auga; dalsmynnin, eitt af öðru,
voru nú að opnast við bjarma lækkandi
sólar, en Borgarfjarðardalir hafa löng-
um verið rómaðir fyrir fegurð; við nut-
um mikils við það, að Guðmundur á
Hvítárbakka skýrði fyrir okkur örnefni
og sögustaði héraðsins.
Er til Hreðavatns kom, sló sýslunefnd
Mýra- og Borgarfjarðarsýslna upp dýr-
indisveizlu í rúmgóðum veitingaskála,
undir forystu Jóns sýslumanns, er þakk-
aði okkur komuna og bað okkur allrar
blessunar á ferðalögum okkar um land-
ið; manni hlýnaði um hjartarætur undir
hinni fögru, en látlausu ræðu sýslu-
manns. Guðmundur á Hvítárbakka
flutti einnig ágæta ræðu í veizlunni, auk
þess sem sungið var margt íslenzkra
söngva; frú Ragnhildur Ásgeirsdóttir,
þakkaði fagurlega í ræðu þeim konum
héraðsins, er ferðast höfðu með okkur
og ausýnt okkur vestangestum adáan-
lega risnu; einnig talaði þarna sköru-
lega cand. theol. Pétur Sigurgeirsson,
Minningarorð um
Daníel Backman
Daníel Backman
“Þú stóðst á tindi Heklu hám
og horfðir yfir landið fríða,
þar sem um grænar grundir
líða
skínandi ár að œgi hlám.”
Jónas Hallgrímsson
Þessi mynd veitir auga og sál
unað. í henni er birta, friður og
| fegurð. Að virða hana fyrir sér
| er líkt (því að líta til baka yfir
1 liðna æfi sumra þeirra manna,
I er lokið hafa æfi sinni hér á jörð,
þeirra, er hafa helgað Guði líf
sitt og starf. Þar eru engir Ijótir
skuggar: æfileiðin er björt og
hrein.
Einn slíkra manna var Daníel
Baokman. Hann átti farsælan og
| fagran æfiveg. Réttlætissól Drott-
ins sendi ljóma sinn yfir veg-
ferðina. Það er unaðslegt að
veita henni eftirtekt.
Daníel Hjörtur Backman var
fæddur 31. okt., árið 1865, á
Dunkárbakka, í Hörðudal, í Dala-
sýslu á Islandi. Hann var sonur
Guðna Jónssonar, hreppstjóra í
þeirri sveit, og konu hans Guð-
nýjar Daníelsdóttur frá Hrafna-
björgum. Daníel var með þeim
til ful’lorðinsára, að því undan-
teknu, að hann fór nokkur ár í
fiskiver. Þegar hann var 22 ára,
fór hann vestur um haf og sett-
ist að í Canada, og var Winnipeg
víst fyrsti dvalarstaður hans hér.
Systkini hans fluttu einnig til
Canada: Kristján, Engilbert,
Friðjón. Guðmundur, Salóme, er
varð kona Helga Sigurdsonar, og
er nú var tekinn við far
arstjórn; við þökkuðum
sýslumanni og sýslunefnd-
armönnum þá frábæru
risnu, er þeir höfðu látið
okkur í té, og loks var hróp-
að ferfalt húrra fyrir hinu
svipprúða Borgarfjarðar-
héraði og búendum; þetta
elskulega samferðafólk
fylgdi okkur til Reykholts
þar sem okkur hafði verið
fyrirbúinn gististaður og
þar skildu vegir.
Prestur í Reykholti er
séra Elinar Guðnason, ætt-
aður úr Hrútafirði, en kona
hans er dóttir Bjarna pró-
fessors • Sæmundssonar,
sem um langt skeið var
kennari við Latínuskólann;
þau tóku okkur opnum
örmum, buðu okkur upp á
ágætar veitingar og vísuðu
okkur brátt til hvílu, sem
gott var að eiga von á eftir
annríkan, en ósegjanlega
litbrigðaríkan dag; eg bað
séra Einar þess síðastra
orða um kveldið, að gera
mér þann greiða, að koma
því til leiðar, að Kristleifur
rithöfundur Þorsteinsson
á Stóra-Kroppi kæmi til
Reykholts morguninn eftir,
og kvað hann slíkt mundu
auðgert; eg hafði einu sinni
áður gist í Reykholti, er
séra Einar Pálsson frændi
minn var þar þjónandi
prestur og mundi eg frá
þeim tíma harla glögt eftir
staðnum, þótt mjög sé þar
nú breytt til um húsakost
og fleira.
—Framh.
Ingveldur, er varð Mrs. Mýrdal.
Þau eru nú öll dáin nema Ing-
veldur, sem hefir heimili með
syni sínum, Guðna Mýrdal, að
Otto, Man. Ein systir, Jóhanna,
ekkja, er enn á lífi, á íslandi.
Þegar hingað kom tóku bræð-
urnir sér ættarnafnið Backman,
dregið af nafninu á æskuheknili
þeirra, Dunkárbakka. Með því
f/luttu þeir “bakkann” sinn, sem
þeim var svo kær, inn í láfið í
Canada.
Innflytjandinn til Canada, eins
og til annara landa, á sjaldan
mikinn kost á starfsvali: hann
verður að sæta þvi, sem hann
getur fengið. Daniel hikaði sér
efcki heldur við að nota þau tæki-
færi, sem buðust. Hann fékk
ýmsa harða erfiðisvinnu.
Hann hefir óefað farið vel með
það, sem hann vann sér inn. Á
næsta ári stofnaði hann hjúskap
og heimili. Konan, sem hann
kvæntist, heitir Hólmfríður
Salome Kristjánsdóttir, dóttir
hjónanna KrLstjáns og Margrétar
Sigurdson. Á íslandi bjuggu þau
hjón í Selárdal, í Dalasýslu.
Komu þau vestur 1887 og bjuggu
um hríð í Winnipeg, en fluttfT
sáðan út í Grunnavatnsibygð.
Þau Daníel og Hólmfríður voru
gefin saman af séra Jóni Bjarna'
syni í Winnipeg, og þar áttu þau
heima í tvö ár. Þá fluttu þau í
Grunnavatnsbygð, námu þar
land og bygðu íveruhús, en voru
þar stutt, og fluttu þá aftur til
Winnipeg. Þar áttu þau heima
næsu 8 árin.
Að þeim tíma liðnum, árið 1900,
hófst vera þeirra í svonefndri
Álftavatnsbygð, þó nú sé hætt
að nota það nafn. Þau námu
land, syðst í bygðinni, í grend
við iþar sem nú er Clarkleigh
járnbrautarstöð. Þau skiftu ekki
um heimili eftir það.
Á heimilinu þeirra við Glark-
leigh áttu þau hjónin lengur
heima en á nokkrum öðrum stað.
Þetta er rétt um þau í samein-
ingu og hvort í sínu lagi. Þessi
bústaður var þeim blessunarrík-
ur. í heimilissjóðinn lögðu þau
fram atorku, ósérhlífni og góða
meðferð á efnum og tækifærum.
Þau voru frábærlega samhent.
Ávöxturinn af þessu samstarfi
var góð afkoma. Þeim leið vel
bæði efnalega og á annan hátt,
og þau undu vel hag sínum.
Þau hjónin eignuðust 4 syni;
tveir dóu ungir, en þeir sem lifa
eru: Dr. Kristján Jens Baokman,
sem stundar, í Winnipeg, sér1-
fræði í lækningum, og Guðni
Backman, sem býr á föðurleifð
sinni. Hann tók við landinu árii
1935 og voru fóreldrar hans hjá
honum síðan. Heimilið þroskaði
þessa syni til nytsemdar og
kristilegrar breytni, annan til
náms í læknisfræði, hinn til bú-
skapar. en báða til göfugs starís.
Blessun heimilisins hefir fylgt
þeim.
Saimband þeirra hjóna við
mannfélagið umhverfis var á-
kjósanlegt. Gestrisni átti þar ból-
festu, hjálpsemi var fúslega í té
látin eftir því sem unt var, og
vinsemd tengdi heimilið við ná-
grennið. Þau höfðu unun af því
að gjöra öðrum gott.
Það málefnið, sem náði sterk-
ustum tökum á sálarlífi þeirra
beggja var kristindómurinn. Það
sýndu þau í daglegri breytni og
einnig í áhuga þeirra fyrir
kristnu safnaðarlífi.
Sumarið 1906, í ágústmánuði,
voru tekin fyrstu sporin í bygð-
inni, þar sem þau áttu heima, til
safnaðarmyndunar, ákveðið á
fundi að mynda söfnuð og kosin
nefnd tii að semja frumvarp til
safnaðarlaga. Næsta vor var
þetta fullgjört, undir forustu séra
Hjartar Leó. Þar með var stofn-
aður Lundar-söfnuður. Þau hjón-
in voru með í að stofna þennan
söfnuð. Mr. Backman var lengi
framan af skrifari safnaðarins.
Þau voru ávalt með í öllu starf-
inu af heilum hug. Þar var ekk-
ert nauðungarfylgi, því allur
stuðningur var veittur af ein-
lægni, alvöru, og glöðu geði. Hvar
sem maður hitti þau, á heimili
þeirra eða mannamótum, var
sami bjarmi einlægni og velvild-
ar yfir orðum þeimma og gjörð-
um.
Árið 1938 höfðu þau verið háifa
öld í farsælu, ástríkú hjónabandi.
Skyldmenni þeirra og aðrir vinir
héldu þeim gullbrúðkaup og
sæmdu þau með gjöfum. Vináttu-
böndin komu þar í ljós, sterk og
víðtæk.
Á síðastliðnu vori veittist mér
sú ánægja að koma heim til þess-
ara hjóna. Hann var þá rúm-
liggjandi, hafði verið veikur hátt
á þriðja ár. Sjúkdómurinn hafði
sett för sín á hann. Það var eins
og hann væri í rökkri, en svo
lifðum við upp liðnar stundir,
sameiginleg áhugamál komu
fram 1 dagsbirtuna, og það varð
ylríkara hið innra með okkur
báðum. Sólin var komin á loft
upp. Eg naut þar yndislegrar
heiðríkju stundar.
Sjúkdómurinn hélt áfram, og
sjúklingurinn var oft þjáður, en
hann bar sinn kross með ein-
stakri þolinmæði alveg fram í
dauðann, Þakklátur var hann
einnig fyrir alla kænleiksríka
umönnun á heimilinu, og þá ekki
sízt nákvæma aðhlynning og
hjúkrun eiginkonu og tengda-
dóttur. Hin síðarnefnda er ekki
af íslenzku bergi brotin, en
reyndist honum á allan hátt eins
og bezta dóttir. Sonurinn var
ávalt drengur hinn bezti og böm-
in á heimilinu honum til yndis.
Hvíldina fékk hann sunnudag-
inn 13. október, þegar hann hafði
nærri því fullgjört fyrsta árið
yfir áttrætt.
Útförin var mjög fjölmenn.
Kveðjumálin voru flutt af séra
Valdimar J. Eylands frá Winni-
peg, fimtudaginn 17. okt., í Lút-
ersku kirkjimni á Lundar og
nýja sveitargrafreitnum þar.
Þegar eg lít til baka yfir æfi
þessa góða manns, koma mér í
hug orð Frelsarans: “Þannig lýsi
ljós yðar mönnunum til þess að
þeir sjái góðverk yðar og veg-
sami föður yðar, sem er á himn-
unum,” (Matt. 5:16). Orðið
“þannig” jafngildir orðunum rétt
á undan: “eins og ljósastikan.”
Áherzlu atriðið er veruleikinn.
Ljósið á ljósastikunni lýsir af
því það er ljós. Þetta er í mót-
setning við það að sýnast. Daníel
Baokman var sannur.
Hann var vel gefinn til sálár
og líkama og ávaxtaði pund sitt
samvizkusgmlega'álla æfi. Hann
ýíídi af góðum íslenzkum
bókum, var Ijóðelskur, og vel
hagmæltur þó hann flytti það
ekki í hámæli. Hann vandaði
lífemi sitt til orða og verka, vildi
ekki vamm sitt vita í neinu, var
orðvar, skyldurækinn, hreinn í
viðskiftum, hjálpsamur þeim
sem bágt áttu og ástvinum sínum .
blessaður. í hjarta og anda var
rótgróinn kristindómur, sem
mótaði alt hans líf og gaf því feg-
urð. Það var Ijósið, ljósið fiá
Guði, ljósið sem ekki þurfti að
sýnast, því það var ljós.
Rúnólfur Marteinsson,
í s u m u m sjúkrahúsum eru
sjúkdómar sjúklinganna, þegar
þeir eru lagðir inn, merktir aftan
við nöfn þeirra með bókstöfum.
“B” þýðir þannig berklar, o. s.
frv. Læknanemi á stóru sjúkra-
húsi var að kynna sér skrár þess-
ar, þegar hann rakst á stafina
“G. M. V. H.” Þessir stafir voru
fyrir aftan nöfn fjöllmargra sjúk-
linga, svo lænaneminn fór til pró-
fessorsins og sagði:
— G. M. V. H. virðist vera að
ganga núna. Hvaða veiki er þetta
eiginlega?
—•“ Guð má vita það,” sagði
læknirinn.
Sonurinn: — Hérna er ein-
kunnabókin mín, en hún er ekki
.falleg- Þú verður að vanda þig
betur með heimadæmin mín.