Lögberg - 03.04.1947, Page 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. MARZ, 1947
--------logberg---------------------
G«fl8 flt hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manirtoba
Utanáskrlít ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG
195 Sargent Ave., Wínnipeg, Man.
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögbergr” is printed and published by
The Columbla Press, Limited, «95 Sargent
Avenue, Winnipeg, Manítoba, Canada.
Authorized as ^econd Class Mail,
Post Office Dept., Ottawa.
PHONE 21 S04
Minningabrot úr
Íslandsförinni 1946
Eftir EINAR P. JÓNSSON
t>að var fagurt um að litast á Hólum
daginn eftir, þessu forna og nýja höfð-
ingjasetri, sem svo margar minningar
eru bundnar við, ljúfar og daprar á víxl;
myndum mikilla manna, sem jafnan
verða tengdar órofaböndum við sögu
staðarins, svo sem þeirra biskupanna
Guðbrands Þorlákssonar og Jóns Ara-
sonar, skaut ósjálfrátt upp í huganum;
maður fann til þess, að hér var heilög
jörð, jörð, sem við öll, er borin vorum
og barnfædd á íslandi, erum arftakar
að; jörð, sem fólk af íslenzkum stofni,
þótt fætt sé og uppalið erlendis, eða
fólk, sem tengt er landi og þjóð, líka
ann og heldur í heiðri; góð var og alúð-
leg vistin á Hólum tímann, sem við
dvöldum þar í gistivináttu þeirra Krist-
jáns Karlssonar skólastjóra og frúar
hans, Sigrúnar Ingólfsdóttur Bjarna-
sonar frá Fjósatungu. —
Hjaltadal og Kolbeinsdal skilur lág-
ur háls, en að öðru leyti eru dalimir
hvor um sig, girtir bröttum f jöllum; yfir
hálsinn gnæfir Hólabyrða, hátt og mik-
ið fja.ll; sunnan í malarhólunum við
norðvesturhora Hólabyrðu. standa
Hólar í Hjaltadal, sem er ein af allra
stærstu bújörðum á íslandi, tún mikið
og fagurt, en útengi því nær óþrjótan-
legt; húsakostur er góður á staðnum og
búnaðarskólahúsið nýja um alt hið
vandaðasta.
Y tímabilinu 1106—1801 voru Hólar
biskupssetur, og þar var einnig latínu-
skóli og prentsmiðja; nú hefir um all-
langt skeið verið starfræktur búnaðar-
skóli þar við góðum árangri, og mun
fyrsti skólastjóri hans hafa verið Jósep
Björnsson, sá er lézt í Reykjavík á önd-
verðum líðandi vetri í hárri elli, þing-
maður Skagfirðinga um hríð, þjóðnýtur
umbótamaður og víðskygn um þjóðfé-
lagsmál.
Um hina sögufrægu Hólakirkju far-
ast Jóni Sigurðssyni frá Yztafelli í bók
sinni Land og lýður, þannig orð:
“Dómkirkjan á Hólum mun vera eitt-
hvert elzta hús á landinu. Hún er hlaðin
úr rauðu móbergi úr Byrðunni, en nú
hvítkölkuð utan. Hún stendur lágt, er
löng í samanburði við hæðina og turn-
laus og ber ekki mikið á henni. Hún
hefir verið prýðilegt hús að innan, áður
en hún var rúin flestum fornum búnaði
og afskræmd eftir nýrri tízku. EJnn
er þar altaristaflan fræga, líklega elzta
og merkilegasta listáverk. sem til er á
íslandi. EJnn þá er Kristur á krossi í
fullri stærð, frá katólsku og skírnar-
fontur úr íslenzkum steini. Enn þá eru
legsteinar biskupa undir hlemmum í
kirkjugólfi. Það eitt hefir veradað þess-
ar menjar, að þær voru lítt flutnings-
hæfar. Líkaböng er fyrir 50—60 árum
brotin í sundur og koparinn seldur; voru
það 12 hestburðir.”
Maður lítur naumast svo Hólakirkju,
eða hugsar um söguna. sem við hana
er tengd, að maður minnist eigi með
nokkrum klökkva meistaraljóðs Matt-
híasar, er að hvorutveggja lýtur:
“Ekkja stendur aldin kirkja
ein á túni fornra virkja,
hver vill syngja, hver vill yrkja,
Hóladýrð, þinn erfisöng?
Skoða raðir skörunganna,
skín á mítrin biskupanna,
“hallelúja” — hósíanna!”
hljómi fyllir kirkjugöng.
Hver er innstur ellihvítur?
Aldinn Guðbrand sál mín lítur.
Arason með ægimítur
yztur hringir Líkaböng.” —
Þessi Drottinsdagur, sem nú var
runninn upp, er nefndur Hóladagur,
helgaður minningu baráttumannsins og
frelsishetjunnar Jóns biskups Arason-
ar, er dæmdur var af “danskri slekt”,
og lét á höggstokknum líf sitt fyrir
“kóngsins mekt.” Voru þá, eins og á
undangengnum minnisdögum slíkrar
tegundar, seld Hólamerki til arðs fyrir
minnisvarðasjóð biskups; merki þessi
kostuðu tíu krónur hvert, en Hólanefnd
gaf okkur vestan gestum þau til minja
um heimsóknina, ásamt forkunnar fag-
urri mynd af Hólastað; þessara gjafa
munum við með þakklæti lengi minriast
eins og svo margs fleira í sambandi við
heimsóknina til Hóla og ferðalagsins
um hinn svipmikla Skagafjörð.
Að afliðnu hádegi var hringt til tíða
að Hólum og margmenni þar saman
komið úr ýmsum áttum; það var tilkomu
mikil og ógleymanleg sjón, er fjórir
glæsilegir kennimenn íslenzku ríkis-
kirkjunnar, með Friðrik vígslubiskup í
fararbroddi, stýrðu skrúðgöngu kirkju-
gesta til hins forna guðshúss, og röðuðu
sér fyrir framan altarið, en fyrir altari
þjónaði séra Sigurður Gíslason í Glaum-
bæ, með aðstoð vígslubiskups og Guð-
brandar prófasts Björnssonar frá Hofs-
ósi; fagur söngur fylti brátt kirkjuna,
er gagntók huga okkar, hreimurinn
styrkur, en raddirnar tærar sem berg-
lind; nú varð ekki um það vilst, að mað-
ur væri staddur á íslandi, í vígðu
musteri íslenzkrar menningar að fornu
og nýju!
Séra Helgi Konráðsson á Sauðárkróki
flutti prédikun; ræða hans var einarð-
leg, mannúðleg og þjóðleg. Séra Helgi
er gáfumaður mikill, er ann þjóð sinni
hugástum og vill veg hennar í öllu;
hann er ritfær með ágætum, eins og
ráða má af hinni undurfögru ritgerð
“Fyrstu jólin mín”, sem hann sendi
jólablaði Lögbergs 1946, og “Prédikun
í helvíti,” sem birtist í Eimreiðinni síð-
astliðið haust, og lýtur auðsjáanlega
að afvegaleiddu skemtanalífi á íslandi.
Við guðsþjónustu þessa flutti kandi-
dat Pétur Sigurgeirsson erindi um trú-
mál í Ameríku.
Að aflokinni messu og máltíð, skyldi
haldin útiskemtun við bændaskólahúsið
og við anddyri þess hafði verið reistur
fánum-skrýddur ræðustóll; samkomu-
stjórn hafði með höndum Guðbrandur
prófastun Björnsson prests frá Mikla-
bæ í Blönduhlíð; setti hann samkomuna
með þeirri háttlægni og prúðmensku,
sem jafnan hefir einkennt dagfar hans;
sérstaklega mintist hann okkar gest-
anna að vestan, og kvaðst vona að við
yrðum þess að einhverju leyti vör, hve
bygðarlagið, sólskinið og fólkið, hefði
orðið samtaka um að fagna okkur; slík-
ur fögnuður væri engin uppgerð; aðal-
ræðuna flutti bekkjarbróðir minn úr
latínuskólanum, Sigurður Sigurðsson,
sem nú er sýslumaður Skagfirðinga,
sonur hins mikilsvirta prests og stjórn-
málamanns, séra Sigurðar Stefánsson-
ar frá Vigri við ísaf jarðardjúp; var ræða
hans gagnmótuð ástúð í garð Vestur-
íslendinga og flutt af mikilli mælsku og
andagift; vinsamlegum ummælum hans
um mig og starfsemi mína persónulega
gleymi eg aldrei; þau eru sameign okk-
ar tveggja. Guðbrandur prófastur var
líka skólabróðir minn. þótt tveimur
bekkjum væri hann á undan okkur Sig-
urði; við endurfundi þessara góðu og
gömlu vina fór fyrir mér eins og E3inar
Benediktsson komst að orði í ljóði, að
eg “hitti mig sjálfan á barnanna leið.”
Báðir þessir fornu félagar mínir bók-
staflega föðmuðu mig að sér, og það
munaði minstu, að við Sigurður sýslu-
maður reyndum jneð okkur eina brönd-
ótta; enga hugmynd hafði eg um það,
að Sigurður væri skáld, en nú eftir allan
þann óratíma, sem liðinn var síðan
að fundum okkar bar áður síðast
saman heima, komst eg að raun um að
hann yrkir eins og sá, sem vald hefir,
því hann las fyrir mig nokkur af ágæt-
um kvæðum sínum; við að vestan töluð-
um heilmikið á þessum yndislega Hóla-
degi, og fengum að launum hreint ekki
svo lítið lófaklapp, enda leystum við víst
öll frá pokanum; eg man það, að eg bað
Skagfirðinga að gera mér greiða, sem
fólginn væri í því, að næst þegar eg
kæmi í hinn fagra fjörð, yrðu þeir ann-
að hvort búnir að jafna við jörðu bústað
Hjálmars Jónssonar, Bólu, eða reisa
þar stórhýsi eða minjasafn. er sam-
boðið væri nafni hins mikla skálds; ýms-
ir skagfirzku höfðiúgjarnir á samkom-
unni virtust hafa dálítið gaman að
þessu, og kváðust ekkert sjá því til fyr-
irstöðu, að öðru eins lítilræði yrði
Vinir Krists
Jóh. 15:14.
Ræða flutt við útvarpsguðsþjónustu í Fyrstu lútersku kirkju,
Winnipeg, 23. marz 1947.
Eftir séra Valdimar J. Eylands.
“Þér eruð vinir mínir, ef þér
gjörið það sem eg býð yður . .”
Að vera viriur Jesú Krists! Við þá yndislegu hugsun •viljum
við dvelja ofurlitla sturid í ikvöld. I því samibandi minnumst við
þess að skömmu áður en Jesús lauk líkamlegri jarðvist sinni, tók
lrann iliærisveina sína aísíðis, talaði við þá um ýmislegt sem honum
lá á hjarta, og leitaðist við að undirbúa þá undir viðskilnaðinn sem
var í vændum. Við þetta tækifæri talaði hann við þá um vináttuna
á milli mannanna, og milli Guðs og mannanna. Um leið tekur hann
það skírt fram, að það sé vissu skilyrði háð að geta talist í hóp vina
sinna, og skiiyrðið er: að rnenn gjöri vilja hans, breyti eftir því,
sem hann býður.
Það er ljóst að Rristur hefir
talið vináttuna mikils virði að
hann skyúdi gera hana að um-
ræðuefni á síðustu stundum æfi
sinnar. Og það er þá heldur ekki
undarl'eigt, því vináttan er eitt
veigamesta 'aflið í lífi oiannanna,
og endurakin af eðli Guðls sjálfs,
eins og hann toirtist í persónu
frelsarans. Sönn vinátta er ein
af dásamlegustu gj'öfum lífsins.
Hún er hvorki háð rúmi né tíma;
í hörmungum og hagsæld er hún
söm við sig. Hversu oft ber það
ekki við að vinir okkar lyfti okk-
ur upp úr dailverpi örvæntingar-
innar, og styðji okikur í storm-
unum. Hver sá maður er illa á
vegi staddur, sem ékiki á ein-
hvern sem hann getur sagt um
með sanni: Þetta er vinur minn,
hvað sem á gengur! Vináttan er
eitt þeirra afla, sem mótar skap-
gerð mann'anna frá b’.autu bams-
beini. Ef til vill höfum við öli
þekt fólk, sem ólst upp á heimil-
hrundið hið bráðasta í
framkvæmd; í mannþyrp-
ingunni við skólahúsið kom
eg alt í einu auga á konu,
er eg þegar bar kensl á;
þetta var frú Þórey dóttir
Sigmundar frá Gunnhildar-
gerði í Hróarstungu, sem
nú er búsett á Sauðárkróki;
Hún er frænka mín og urðu
með okkur miklir fagnaðar-
fundir; hún bað mig að
heimsækja sig þá um
kvöldið, en því miður gat
ekki af því orðið vegna
tímaskorts.
Skagfirðingar finna til
réttmæts metnaðar vegna
stórskálda sinna tveggja,
Hjálmars frá Bólu og
Stepháns G. Stehpánsson-
ar, en þeir eiga líka Hóla-
dýrðina og minningarnar,
sárar og ljúfar, sem við
hinn fornhelga sögustað
eru tengdar órofaböndum.
Hóladagurinn 1946 var
liðinn í aldanna skaut; við
ferðafélagarnir stefndum
brátt sem leið liggur út á
Sauðárkrók, dáðumst að
Drangey í kvöldljómanum
og Hegranesinu, þessari
skrítnu, en grösugu eyju,
sem liggur á milli tveggja
kvísla hinna sviptignu Hér-
aðsvatna; við sátum unaðs-
legt kvöldverðarboð á
heimili þeirra séra Helga
og hans viðmótshlýju frú-
ar, þar sem ekkert var ó-
gert látið, er verða mætti
okKur til ánægju; síðar
þetta kvöld vorum við í
boði á heimili Sigurðar
sýslumanns og Stefaníu
frúar hans; var þar mikið
skrafað, mikið sungið, og
mikið um alt, sem komið
gat gestum í sólskins skap;
þar voru fluttar margar
ræður og ljóð lesin, ný og
forn; heimsóknin til Hóla
og Sauðárkróks verður mér
samferða unz síðasta á-
fanga verður náð; við gist-
um á gistihúsi, sem nefn-
ist Tindastóll; nafnið þótti
mér tilkomumikið, en svo
var mér líka kunnugt um
það, að ekki bæri ávalt allir
staðir nafn með rentu.
—Framh.
um þar sem það fór á mis við
allan kærleika. Enginn fagnaði
fæðingu 'þess, og á berns'kuár-
unum fann það oft til þess að
það var engum manni kærkomið.
Börn, sem alast upp þannig verða
því 'miður oft einskonar andlegir
kryplinigar, og fylijast oft toitur-
leik gagnvart lífinu og mönmun-
um. Oft er mjótt á milli láns og
óláns, og fer það mjög eftir þvi
hverja menn velja sér að vin-
um. “Sé vatni helt í bolla, bikar,
skál, það 'breytir lögun eftir
kringumstæðum, á vinatengd
vér töpum eða græðum, því til
hins verra og 'betra eftir gæðum,
af valdi þeirra mótast mannllieg
sál.” Sígild er viðvörun Hal'l-
giíms, og til allra manna stíluð
hvað sem líður stöðu eða stétt:
“Vei þeim dómara er veit og sér
víst hvað um málið réttast er,
Vinnur það þó fyrir vinskap
manns
að víkja af götu sannleikans.”
Hvert tímábil æfinnar hefir
sín unaðslegu taékifæri til að
efna ti'l vináttu við aðra menn,
æskan, manndómsárin, og hin
efri ár. Eitt meðál annairs sem
gefur sumarbúðum, eins og þeim
sem Bandalag lúterskra kvenna
h'efir stofnað og starfrækir nú,
mikið menningargildi, er einmitt
viðkynningin og vináttuböndin,
sem tengj'ast meðal æskulýðsins,
sem þangað sækir. A slíkum
stofnunum skiftist æskan á trún-
aði, áhugamálum og hugsjónum.
Og þessi vináttubönd æskunnar,
sem þannig er efnt til undir heið-
um 'himni, við leiki eða sund,
haldast o^ við æfilangt, og hafa
mikið gildi fyrir lif fól'ksins
sjálfs, og fyrir starf kirkjunnar.
Á sama hátt má segja að eitt af
því sém gefur Elliheimilinu okk-
ar kæra á Gimli, sinn sérstaka
blæ, er að þar safnast fólk, sem
á sér sameiginlega sögu, og hefir
háð lífsbaráttu, sem oft er mjög
svipuð í aðalatriðum. Þessir
lúnu vegfarendur lifa í endur-
minningunum, og lauga sig í
ljósi vináttunnar sín á milli.
Þannig er það í æsku og elli, og
miðgum manndómsárum; enginn
getur lifað farsælléga, eða verið
hamdngjusamur nema hann eigi
sér góða vini.
En hverjir þeirra, sem telja sig
vini okkar eru einlægir og sann-
ir kemur toezt í ljós þegar óveðr-
in skella á. Það er ekki mikik
vandi að sáfna að sér vinum í
sólskininu og hinum blíða blæ.
En þeir einir eru þess virði að
kalla vini, sem standa með okfcur
einnig í mótlætinu. Vera má að
einhver ógæfa hafi komið fyrir
oíbkur, að við höfum fallið 1
gildru af einhverri gerð. Það
getur komið fyrir hvem sem er,
og 'hvenær sem er að við öllum
lémagna við veginn, og höfum
fjötur bundinn um fót. Sæl er-
um við ef við eigum þá vini, sem
standa hjá okkur og hjálpa okk-
ur til að losna úr haftinu. Einu
sinni var sagt um merkan stjórn-
málamann: “Hann er enginn
snillingur í ræðustól, en 'hann
kemur alveg hiklaust heim til
þín í hvaða veðri sem er.” Það
er fallegur vitnis'burður, sem
setur kórónu á höfuð hvers
manns.
En hin mannlegu vináttutoönd
eru aldrei 'fullnægjandi, vegna
þess að þau svala ekki sállarþrá
mannanna til fulls. Hugur
mannsins stefnir ávalt upp á við
og áfram. Það er einmitt þet-ta,
sem trúarbrögðin eru í sjálfu
sér: leit eftir vináttu við Guð,
fullvissa um náð hans og kær-
leika. Það er gott til þess að
vita, að hvort sem jarðneskir vin-
ir oikkar eru margir eða fáir, trúir
eða óeinlægir, þá eigum við þó
vin á hæðum, sem ekki hefir að-
eins sagt frá vináttu sinni í orð-
um, heldur sannað hana í verk-
um sínum, dæmi sínu og dauða.
Það er dásamlegt að eiga hann
að vini, einkum er við minnumst
þess hver hann er, og hver við
erum. Við erum aðeins örlitlar
dægurflugur á jörðinni, en hann
er hinn eilífi Dr'ottinn dýrðar-
innar. Það er urn hann, sem við
sungum áðan: “Sjá, vinur vor
hinn tolíði, hinn vonda nálgast
stað.”... Hann fór 'þá ferð fi-1
þess að sanna ofckur kærleika
sinn, til þess að opna hlið himin-
sins, svo að syndugir menn mætti
aftur dvel’.'ja i Paradís.
Hann hefir sannað okfcur vin-
áttu sína, en hvernig sýnum við
honum vináttu okfcar á móti? Við
gerum það með því að hlýðnast
vilja hans. En vilji hans er svo
viðfeðmur að hann nær út yfir
alt lífið, og öll samtoönd mann-
anna og viðskifti. Vinátta við
Guð verður þá aðeins möguieg,
ef að fJífsviðhorf Krists verður
ökfcar eigið lífsviðhorf, og við-
leitni okikar, draumar og athafnir
verða í samræmi við viljastefnu
hans.
1) Ef við erum vinir Krists, þá
enum við um leið mannvinir:
“Þetta er mitt boðorð,” segir
hann, að þér élsfcið hver annan,
eins og eg hefi elskað yður.”
Mælikvarðinn mi'kli fí öllu sam-
neyti við meðbræður obkar er
því þessi: Hvernig mundi Krist-
ur viljia láta mig koma fram?
Leyfist mér sem vini meistarans
að segja þetta, eða hitt, eða
segja það á þennan hátt? Er það
sem eg ætla að gera skynsam-
legt? Er það réttlátt gagnvart
öðrum mönnum? Er það líkTJegt
til að skapa góðvild í hugum allra
sem hlut eiga að rnáli? Það er
ekkert vafamál, að ef við gerð-
um alvöru úr því að reyna að
nota þennan mælikvarða í einka-
málum okkar, á heimilunum, í
sambandi við safnaðarmál og
önnur ‘bygðasamt'ök þá mundi
rnargt fara öðruvísi og betur en
verið hefir. En því miður verð-
um við að játa að okkur hefir
gengið fremur iila að læra þessa
Lexíu.
2) Ef við erum vinir Krists,
þá erum við einnig kirkjuvinir,
og störfum í þeirri stofnun, eftir
iþví sem við getum bezt. Það
er óhugsandi að nökkur maður
láti málstað vinar síns afs'kifta-
lausan. Það er þá einnig lítt
hugsanlegt að nokkur geti í al-
vöru gert tilkall til að vera vin-
ur Jesú Krists, sem lætur sig
starfsemi kirkjunnar engu s'kifta.
Enda þótt kirkjan sé að viSsu
leyti mannleg stofnun, og þó hún
beri með sér á brjósti og brá,
fingraför mannlegs breiskleika
og ófulllkomnunar, iþá er samt
ékki hægt að neita því að hún
er sú eina stofnun á jörðúnni,
sem gerir kröfur til að vera eins-
fconan framlenging á anda og á-
hrifum Jesú Krists, og eina stofn-
unin,.sem helgar sig þeim mál-
stað, sem hann lifði og dó til að
efla. Þar sem nú kirkjan er
stófnsett af Kristi sjálfum, þar
sem 'hún fer með umboð frá hon-
um og starifar fyrir hann, þá
liggur það í hlutarins eðli, að ef
þú ert vinur Jesú Krists þá ert
þú einnig vinur kirkju 'hans, og
vinniur að framgangi mála henn-
ar með ráðum og dáð. “Þér eruð
vinir mínir, ef þér gjörið það,
sem eg býð yður.” Og hvað bauð
hann þá kirkju sinni? Alt það,
sem hann lagði kirkju sinni á
herðar er innifalið í síðustu fyrir-
skipun ihans: Farið og gjörið áll-
(Frh. á bls. 5)