Lögberg - 10.04.1947, Side 7

Lögberg - 10.04.1947, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. APRÍL, 1947 7 Erfiðleikar Dana eru miklir ennþá Efnahagur Dana og kjör al- mennings þar í landi eru á þann Veg að stjórnarvöld landsins hafa saigt það fyrir fram að þetta ár yrði að vera “ár afneitunarinn- fyrir alþjóð. Því að engin séu á, að fá til landsins ýmis- ^egt af því, sem menn áður töldu il daglegra nauðsynja. ■Ek'fiðleikaár þetta byrjaði svo me^ kuldunum, sem staðið hafa ^ar lengur að þessu sinni, en n°kkru sinni áður í mannaminn- Um' Þeir, sem ver eru staddir matbjörg en Danir, segja að ðnum sé engin vorkunn, því að geti borðað sig sadda. Dan- merk hefir altaf framleitt mikla ^atvöru. Og nú er það ekki talið nema sjálfsagt, að Danir gefi af ^atvöruframleiðslu sinni. En Pað er enginn, sem getur eða hjálpa þeim um kolablað eða ^iað, og þykir sumum það hart. n svona er heimurinn í dag. í’egar Þjóðverjar gáfust upp, s uldaði danska ríkið Þjóðbank- f11*11*1 8,000 milj, króna. Tekist ^lði að leggja til hliðar 2,000 j^ljónir á stríðsárunum. Var fjárhæð lögð inn í bank- ®nn til þess að lækka skuldina. nist er við að af ólöglegum stríðsgróða, sem menn höfðu tek- 1 sér, verði tekinn einn miljarð °g 1,2 miljarður fáist í auka- ®t‘tn — Það' sem eftir er af skuldinni í Þjóðbankanum, verð- Þjóðin svo að afborga eins og 1111 bezt getur í framtíðinni. Búist er við, að afgreidd verð ekjuhallalaus fjárlög. En skatt- eru hafðir alveg óvenjulegí am m- a. vegna þess, að stjónv nrvöld landsins vilja ekki a? auPmáttur almennings verð: meiri en svo, að hann sé tilsvar- f^ói við fáanlegar vörur í land- lnu- kleð því móti sé séð um, a? Verðlagið fari ekki hækkandi, er e lirspurnin verður ekki meir en hið mjög takmarkaða fram- boð. Á fyrra ári urðu Danir fyrii y^fskonar vonbrigðum. Þa? ekst ekki að fá til landsins þæi e navörur, sem búist var við erst var það, að ekki var hægt f nauðsynleg fóðurefni, sem ^ndur þurftu, til þess að geta ankið framleiðslu sína. Kol feng- Ust ekki nema af skornum skamti SVe að þjóðin hefir orðið að búa Vl, hinn versta kulda síðustu 2ýuði. Og klæðleysi samtímís. í að ekki var hægt að fá efni- v°rur handa klæðaverksmiðjun- nm. Þessu hafa Danir enn orðið f. taka með jafnaðargeði og ®ðast enn þeim fötum, sem áttu, þegar stríðið skall á. a nærri geta, hvernig sá fatn- Ur er nú orðinn útlítandi. >3 m áramót skulduðu Danir retum 800 miljónir króna. Nú er ekki hægt að halda lengur á- am að auka á þessa skuld. Og I Vl a að minka vörukaup í Bret- á þessu ári. Svo að enn eru 1 hkindi til að danska þjóðin 1 á þessu ári fengið fataefni Vo að nokkru nemi. þrátt fyrir alt þetta, má ^ 8ia að Danir séu komnir vel Veg með endurreisnina eftir ^ernámsárin. Slénið og aðgerð- g.e^si®> sem mest bar á fyrsta ver?tmn eftk" uPPSÍöf Þjéð- fall er nu ur sögunni. Verk- aaióan er liðin hjá. — Menn að ftrnent komnir á þþ sl^oðun, 0 ekkert geti rétt þjóðiría við, Vin kenna' nema vinna, mikil na‘ kTeð því á allur almenn- Ur leggi mikið að sér, verði ]a g bæta lífskjörin áður en Jan'gt líður. —Mbl. 7. marz. ^óannv^i® stefntr Því. ®ð ala Og ^n'Ó upp og gefa því frelsi sjálf ^^tki þess er falinn í huvSVÍrðlngu Þ®83 °S siðgæðis- smyndum.”—Thomas Mann. Prestsvígsla í Dómkirkjunni Péíur Sigurgeirsson cand. theol. vígður aðstoðarprestur til séra Friðriks J. Rafnar vígslubiskups á Akureyri. * * Síðastliðinn sunnudag, 23. þ. mán. vígði biskupinn Pétur Sig- urgeirsson, cand. theol. aðstoðar- prest til séra Friðriks J. Rafnar vígslubiskups á Akureyri. Séra Bjarni* Jónsson vígslubiskup og dómprófastur í Reykjavík þjón- aði fyrir altari en prófessor As- mundur Guðmundsson lýsti vígslu. Áður hafði séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup sótt um og fengið hvíld frá prestsstörfum um eins árs skeið sökum heilsu- brests og samkvæmt ráðleggingu lækna. Óskaði hann eftir því að fá cand. theol. Pétur Sigurgeirs- son sem aðstoðarprest sinn fyrgt um sinn um eitt ár, og hefir kirkjustjórnin orðið við þeim til- rhælum hans. Séra Pétur Sigurgeirsson er fæddur á ísafirði 2. júní 1919, sonur Sigurgeirs Sigurðssonar biskyips og konu hans frú Guð- rúnar Pétursdóttur. Hann lauk stúdentsprófi vorið 1940 og em- bættisprófi í guðfræði við Há- skóla Islands 1944.. Næsta haust (1944) sigldi hann til Ameríku, og las guðfræði við Mt. Airy Seminary — aðal prestaskóia lútersku kirkjunnar í Banda- ríkjunym • og lauk þaðan prófi sem Master of Sacred Theology (M. S. T.) í júnímánuði 1945. Jafnframt náminu flutti hann mánaðarlega guðsþjónustur fyrir Séra Pétur Sigurgeirsson íslendinga í New York. Fór að afloknu prófi norður til Canada og starfaði þar um sumarið á vegum íslenzk-lúterska kirkju- félagsins. Næsta vetur las hann við Stanford háskólann í Cali- forrííu og lagði þá einkum stund á að kynna sér blaðamensku. Hann kom aftur heim til Is- lands vorið 1946 og hefir síðan starfað í Reykjavík, meðal ann- ars við ritstjórn Kirkjublaðsins o. fl. Kirkjublaðið árnar honum allra heilla og blessunar í hinu vandasama og veglega starfi, er hann nú hefir vígst til, jafn- framt því sem það þakkar hon- um hin ágætu störf í þágu blaðs- ins undanfarinn tíma. S. V. —Kirkjubl. 24. febr. Drengur bjargar þriggja ára frænku sinni úr eldsvoða Átta manns bjargaðist á nær- klæðunum einum saman er íbúð- arskáli nr. 7 í Kalbó Kamp við Klepsveg brann til ösku aðfara- nótt sunnudags. 1 bruna þess- um vann 13 ára drengur, er þar átti heima, Þórður Ólafur Þot valdsson að nafni, það afrek ao bjarga þriggja ára frænku sinni úr skálanum, er hann var orðinn alelda. Þegar eldurinn kom upp voru í skálanum 8 manns að Þórði meðtöldum. Móðir Þórðar og eldri kona, er var þar gestkom- andi, 15 ára gömul stúlka og fjögur ung börn hjónanna Vals Sigurbjömssonar og konu hans &línu Þorvaldsdóttur, systur Þórðar. Þau hjónin voru á dans- leik er þetta gerðist. Móðir Þórðar, Katrín Einars- dóttir, varð eldsins fyrst vör. Hún vakti Þórð þegar og bað hann hringja í slökkviliðið og hljóp hann út á nærklæðunum einum. Þegar hann kom aftur var alt heimafólk komið út, nema þriggja ára dóttir þeirra Vals og Ólínu. Án þess að hugsa sig um frekar hljóp Þórður inn í skál- ann. Þrátt fyrir mikinn reyk, tókst honum fljótlega að finna litla barnið, sem lá í herbergi í hinum enda skálans. Það var þá sofandi í rúmi sínu. Þórður greip barnið þegar í fang sér og vafði sængurfötum um það og hljóp til dyra. Er hann átti skamt eftir ófarið sá hann hvar trétexplata hafði fallið úr lofti skálans og nær þvi lokað fyrir útgöngudyr. Þórði tókst að sparka hinni brennandi plötu frá, þíinnig að hann komst út með barnið, án þess að hann eða það sakaði hið minsta. Talið er víst að litla barnið hefði brunnið inni í skálanum, ef Þórður hefði ekki sýnt þessa miklu karlmensku og snarræði. Þórður er fæddur 26. febr. 1934 í Flatey á Breiðafirði. Faðir hans,. Þorvaldur Pétursson, lézt fyrir nokkrum árum-síðan, en hingað til bæjarins er Þórður nýlega fluttur ásamt móður sinni. 1 brunanum misti fólk þetta innbú sitt og fatnað og var það alt óvátrygt. Aðstaða slökkviliðsins var mjög örðug, því ekkert vatn var þar fyrir. Urðu slökkviliðsmenn að fara nokkrar ferðir inn í Kleppsholt og niður í Laugarnes til þess að fylla vatnsgeyma bíl- anna. Fólk í næstu bröggum hefir skotið skjólshúsi til bráðabirgða yfir hið heimilislausa fólk. —Mbl. 11. marz. AFLAFRÉTTIR AÐ NORÐAN í Norðlendingafjórðungi hóf- ust veiðar í febrúar í flestum veiðistöðvum, þó að enn séu að- eins fáir bátar byrjaðir á ýmsum stöðum. Mest var útgerð frá Siglufirði og Dalvík. Frá Siglufirði stunduðu 3 bát- ar róðra og fóru flest 4 sjóferðir. Var afli þeirra frá 5—9 smál. í sjóferð, en fiskurinn var fremur smár og mikið af ýsu. Frá Dalvík hafa 4 bátar stund- að línuveiðar. og einn togveiðar. Fóru línubátamir 8 sjóferðir og öfluðu 3.5—7 smál. í sjóferð. Hefir mest af fisknum verið saltað, en eitthvað sett í hrað- frystihús. Frá Skagaströnd stundaði að- eins einn bátur veiðar með línu og aflaði vel, eða 5—6 smál. í sjóferð og fór allS 10 sjóferðir. Var aflinn hraðfrystur. Frá Ólafsfirði var einungis um útgerð opinna vélbáta að ræða á línu og yoru þeir 4 og fóru 8 sjóferðir. Var aflinn sæmilegur. Einn bátur hóf þaðan togveiðar, en var rétt byrjaður. Frá Hrísey var einnig aðallega um að ræða útgerð opinna vél- báta og öfluðu þeir vel og sama er að segja um Húsavík, nema að afli hefir verið þar rýrari. Margir af bátunum í Norð- lendingafjórðungi eru eins og jafnan áður á vetrarvertíð í Faxaflóa bæði á línu- og botn- vörpuveiðum og ennfremur eru nokkur skipanna á sildveiðum sunnanlands eða í síldarflutning- um. -Mbl. 12. marz. S A M S K O T í úivarpssjóð Fyrsiu Lúiersku Kirkju Mrs. J. M. Borgfjord, Arborg, $2.00; S. W. Nordal, Gimli, Man., $1.00; Mr. og Mrs. E. J. Breið- fjörð, Upham, N. Dak., $1.00; S. G. Borgfjord, Lundar, Man., $2.00; Mrs. Emma Olson, Lundar, Man., $1.00; Joe Gíslason, Lund- ar, Man., $1.00; Mrs. B. Rafnkel- son, Lundar, Man., $1.00; Mr. og Mrs. N. R. Johnson, Lundar, $1.00; Bjarni Jónsson, Lundar, Man., $1.00; Mr. og Mrs. Jón Ey- olfson, Lundar, Man., $1.00; Mr. og Mrs. D. J Lindal, Lundar, Man., $2.00; Mr. og Mrs. G. Rack- man, Clarkleigh, Man, $1.00; Mr. og Mrs. H. S. Backman, Clarkleigh, Marí , $1.00; Mr. og Mrs. August Magnusson, Lundar, Man., $2.00; Miss Aðalheiður Benedictson, Otto, Man., $1.00; Rebekka Bjarnason, Carnp Mor- ton, Man., $2.00; Halldór J. Thor- geirsson, Churchbridge, Sask., $1.00; S. Sigurdson, Lundar, Man., $2.00; Mrs. Margret John- son og Henry J., Bantry, N.D., $2.00; H. Gunnlaugsson, Gimli, Man. 50c; Mrs. Ásdís Hinrikson, Gimli, Man., $1.00; Mrs. Guðný Josephson, Gimli, Man., $1.00; Mrs. Lovísa Benson, Gimii, Man., $1.00; Mrs. Guðbjörg John- son, Gimli, Man., 25c; Mrs. Guð- rún Sigurdson, Gimli, Man., 25c; Mrs. Sigríður Vigfússon, Girnli, Man., 50c; Miss Margaret Svein- son, Gimli, Man., $1.00; Mr. og Mrs. Sigurdur Sigbjörnson, Leslie, Sask., $1.00; Mrs. G. Hall- dorson, Gerald, Sask., $1.00. Kærar þakkir, V. J. E. UM 300 MENN STARFA VIÐ FLUGMÁL Á ÍSLANDI Nú sem stendur munu um 300 Islendingar hafa atvinnu sina af flugmálum, og eru þá meðtaldir þeir, sem vinna í þjónustu flug- félaganna. Hér á landi eru nú 51 íslenzk- ur flugmaður, 35 þeirra eru at- vinnuflugmenn, og stunda flestir þeirra flug, en einkaflugmenn eru 16 og hafa 12 þeirra lært hér heima. Þá eru hér starfandi 17 eða 18 flugvélavirkjar, og í vet- ur komu hingað frá Bandaríkj- unum þrír fyrstu Islendingarnir, sem lokið hafa prófi í loftsigl- ingafræði. Nú stunda um 12 Is- lendingar flugnám í Bretlandi og Bandaríkjunum, og 8 til 10 nema flugvéla-virkjun, en hér heima stunda alt að 175 manns flugnám sér til gagns og skemt- unar. Hér á landi eru nú skráðar 44 flugvélar, eða miklu fleiri en nokkuru sinni áður. Þessar 44 flugvélar bera samtals 381 mann að flugmönnum meðtöldum, og eru í eigu íslenzkra flugfélaga og einstaklinga. Einstaklingar eiga 13 flugvélar, Flugfélag Is- lands 10, Loftleiðir h.f. 10, Flug- skóli Akureyrar 4, Vélflugdeild Svifflugfélags íslands á 4 og' flugskólinn Cumulus h.f. 3. Islenzku flugfélögin eru tvö: Flugfélag Islands og Loftleiðir h.f., en auk þess hefir Flugskóli Akureyrar ákveðið að annast leiguflug í framtíðinni. Um flugvelli og lendingastaði flugvéla er það að segja, að þeir eru skráðir yfir 100 hér á landi og hafa allir verið notaðir eitt- hvað, en auk þess munu vera margir aðrir lendingarstaðir hér. 60—70 hinna skráðu lendingar- staða eru aðeins fyrir flugvélar af minstu gerð, eins til tveggja sæta. Alt að fjögurra sæta flug- vélar hafa lent á 12 til 15 stöðum, alt að 8 til 10 flugvélar á 13 stöð- um, og alt að 20 sæta flugvélar hafa lent á 6 stöðum, en auk þess eru Keflavíkurflugvöllurinn og Reykjavökurflugvöllurinn fyrir flugvélar af stærstu gerð. —Vísir 11. marz. Amerísku blaðamennirnir fara til Þingvalla og að Sogi Voru í boði Blaðamanna- félagsins að Hótel Borg í gær og skoðuðu svo bæinn. * * Blaðamannafélag Islands bauð í gær amerísku blaðamönnunum, sem hér eru staddir, til hádegis- verðar að Hótel Borg. Auk hinna erlendu gesta sátu hófið Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og Eysteinn Jónsson mentamála- ráðherra, ennfremur Thor Thors sendiherra, Helgi P. Briem, aðal- ræðismaður, Grettir Jóhannsson og Árni Helgason, ræðismenn. Mairgir aðrir embættismenn voru viðstaddir hófið, svo sem Sigurgeir Sigurðsson biskup, margir starfsmenn utanríkis- málaráðuneytisins, borgarstjór- inn í eykjavík og nokkrir al- þingismenn. Bjarni Guðmundsson blaða- fulltrúi, formaður Blaðamanna- félags íslands, setti hófið með snjallri ræðu og bauð gestina vel- komna. Eftir að gestirnir höfðu snætt hádegisverð fylgdu blaðamenn þeim úm bæinn og sýndu þeim ýms söfn og aðra merka staði og mannvirki. í dag fara amerísku blaða- mennirnir í boði ríkisstjórnar- innar austur í sveitir; koma meðal annars að Reykjum, Þing- velli og Ljósafossi. Þeir munu fara héðan aftur vestur um haf á föstudaginn. 1 gærdag kom “Flagship Reykjavík” aftur frá Stokk- hólmi og komu þá með henni hingað nokkrir blaðamenn frá Norðurlöndum. —Alþbl. 20. marz. Borgið Lögberg Innköllunar menn LÖGBERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dak Backoo, N. Dakota. • Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man M. Einarsson Baldur, Man. O. Anderson Bellingham, Wash. Árni Símonarson Blaine, Wash Árni Símonarson Boston, Mass 384 Newbury St. Palmi Sigurdson Cavalier, N. Dak Cypress River, Man O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask Mrs. J. H. GoodmuncLson Garðar, N. Dak Páll B. Olafson Gerald, Sask. C. Paulson Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man. O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak Páll B. Olafson Hnausa, Man K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man O. N. Kárdal Langruth, Man. John Valdimarson Leslie, Sask Jón Ólafsson Lundar, Man Dan. Lindal Mountain, N. Dak Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton, Man K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. J. J. Middal 6522 DLbble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man. Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask J. Kr. Johnson Vancouver, B.C F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal Verzlunarmennlun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. 0 THE COLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.