Lögberg


Lögberg - 15.05.1947, Qupperneq 7

Lögberg - 15.05.1947, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MAÍ, 1947 7 “Þingeyjarsýsla Bandaríkjanna’’ í grein í Morgublaðinu um söngför Karlakórs Reykja- víkur um Bandaríkin, kallar Sverrir Pálsson ríkið Texas þingeyjarsýslu, en nú skal sagt frá því hvers vegna þetta ríki hefir sérstöðu inn- an ríkjaheildarinnar. Alt er merkilgt um Texas. Ekki síst saga þess. Það hefir lotið Spánverjum, Frökkum og Mex- íkó, verið sjálfstætt lýðveldi um skeið, en nú um eina öld eitt af Ban dar í k j unum. Fystu Ameríkumennimir, sem settust þar að, voru Stephan F. Austin og Sam Houston. Þeir settust að í San Felipe árið 1821 °g þá var Texas mexikanskt. Tólf árum seinna voru 2000 Am- ^ríkumenn komnir til Texas og árið 1836 hófu þeir uppreisn. Sam Houston, sem var karl í krapinu, gerðist foringi uppreisnarmanna, °g vann sigur á stjórnarhernum. k'ellu þar 600 Mexikanar, en Houston misti aðeins 9 menn. Lýðveldið var svo stofnað 2. ^ars 1836 og Houston varð for- ^ti þess. Minnast Texasbúar enn þessa dags og frelsis síns með stærilæti. Lýðveldið var viður- kent af Bandaríkjunum (og þau sendu þangað ræðismann), Bret- landi, Frakklandi, Hollandi og y’fnsum þýskum ríkjum. , er stundir liðu varð það óhjákvæmilegt, að Texas samein- aðist Bandaríkjunum. En Hous- i°n Var ákveðinn í því að ná sem hestum samningum, og hann ann því upp á því kænskubragði, að stinga upp á því að Texas yrði enfh nýlenda. Það máttu stjóm- fcfálamennirnir í Washington ekki heyra nefnt. Texas samein- aoist svo Bandaríkjunum 16. feb- fuar 1846, en trygði sér um leið sérréttindi, sem ekkert annað ríki hefir. Texas má í rauninni skifta í vent landfræðilega, austurhluta vesturhluta. Austurhlutinn er ® éttur og láglendi og landeyjar ^sisippí; þar er mikil bómull- araektun og iðnaður, þar eru mestu olíunámurnar. Vesturhlut- lnn er land kúrekanna og þar eru ^iklar hjarðir nauta, þar er land- unarður rekinn með vélum, þar er sauðfjárrætun, þar eru há- s ettur, fjöll eg eyðimerkur. Ems og vér teljum að “alt sé est í Bandaríkjunum,” svo telja exasbúar að alt sé mest hjá sér. exas er langstærsta ríkið í andaríkjunum. Það nær yfir 12 rík,ta ðllu lanósvæði Banda- ríkjanna, og þeir segja að Texas gæti notað Rhode Island fyrir vasaklút. Texasbúar nota stærstu hatta í heimi. Þar er stærsti her- flugvöllur í heimi. (hjá Corpus Christi). Þar eru stærstu herbúð- ir heimsins (San Antonio). Þar er langstærsti herskóli Bandarík- janna (Texas A. & M..). Þar er dýpsti brunnur í heimi, oluíbrun- nur, 15,279 feta djúpur og þar er stærsti hveitiakur heimsins (í Panhandle). Mesta grænmetis ræktunarstöð heimsins er í Edin- burg, heimsins mesta tómatabú er í Jacksonville, og mesta spinat- ræktun í Crystal City. í Texas hefir verið ræktuð stærsta vatns- melóna, sem sögur fara af, og þar eru stærstu kalkúnar í heimi. 1 Uvalde er framleit mest af hun- angi, og Tyler er mesta rósaborg heimsins. Hvergi í Bandaríkjun- um er jafn mikið af steinolíu, jarðgasi, helium, brennisteini, nautgripum, sauðfé, geitum, bómull, laukum, “polo”-ihestum og ótal mörgu öðru. Þess vegna var það, þá er rithöfundur nokk- ur sagði Texasbúum frá því að hann ætlaði að skrifa bók um Bandaríkin, þá sögðu þeir að hann skyldi hafa bókina í tveim- ur bindum; annað um Texas, hitt um hin 47 ríkin! Mestu menn Bandaríkjanna, segja þeir, eru frá Texas. Þaðan er Tom Clark, Eisenhower og Nimitz og óteljandi aðrir, svo sem flestir af forsetum beggja deilda þjóðþingsins. Af þeim 79 mönnum, sem tóku þátt í fyrstu loftrárásinni á Tokio með Doo- little, voru 19 frá Texas. í seinni heimsstyrjöldinni voru 172 hers- höfðingar og 11 yfirflotaforingjar frá Texas. Áður en Bandaríkin fóru í stríðið, streymdu Texas- búar norður til Kanada og þar var stofnað “the Royal Canadian Air Force.” Langflestir flugmenn í ameríska hemum voru f r á Texas tiltölulega, því að í Texas eru ekki nema 6,255,000 íbúar, eða færri en í New York. Á stríðsárum mátti því hvarvetna í Texas sjá svolátandi auglýsingar: “Kaupið hernaðarskuldabréf og hjálpið Texas til að vinna stríð- ið!” Einhvern tíma á árinu 1944 var Texasbúi spurður að því hvað hann héldi að stríðið stæði lengi. “Við verðum eitt ár að sigrast á Japönum og þriðja árið fer í það að reka rækallans Yankee-ana burt úr Texas,” sagði hann. í orustunum á Okinava heimt- uðu Texasmenn að fá að berjast undir sínum eigin fána, og Coke Stevensen ríkissjóri s a g ð i (í gamni) í ágúst 1945 að Texas mundi samboðið uppgjöf Japana “án þess að gera sérfrið!” Óteljandi gamansamar sögur eru sagðar um Texas og Texas- búa, og flestar lúta þær að því, að þar sé alt mest. Það er t. d. sagt, að í Texas verði menn að nota rottugildrur til að veiða mýflugur; að Texasbúar sé þeir harðjaxlar, að þeir noti sand- pappír í rekkjuvoðir sínar, að þar sé grape ávextirnir svo geipi- lega stórir, að ekki fari nema 9 í tylftina! Dóttir kúabónda nokk- urs fór í skóla í austurríkjunum. Hún var spurð að því hvaðan hún væri. “Frá Nueceshéraði í Texas,” sagði hún. Hvar er það? var spurt. “Það er norðverstur- skækillinn af kúahaga afa míns,” sagði hún þá. í almanaki Texasbúa er birtur þessi kafli úr ræðu, sem gestur hélt fyrir minni Texas: “Texas nær yfir alt meginland N.-Ameríku nema þæ smáskáknr, sem Bandaríkin. Mexiko og Kan- ada eiga. Að norðan liggja að því 25 eða 30 ríki, en að austan eru öll höf heimsins nema Kyrra- hafið . . . en að vestan er Kyrra- hafið, vetrarbrautin og stjörnu- hvelið.” Texasbúar kippa sér ekki upp við smámuni. enda ýmsu vanir. Um það er þessi saga. Öldruð kona var kölluð fyrir rétt til að bera vitni. “Segið oss nú frá óspektunum,” sagði dómarinn. “Eg varð ekki vör við neinar óspektir,” svaraði hún. “Segið oss þá frá því hvað þér sáuð,” sagði dómarinn. “Eg fór á dansleik heima hjá Tanner,” sagði hún, “og þegar dansinn stóð sem hæst og menn voru að skipta um dömur notuðu þeir tækifærið til að hnippa hver í annan, og einhver varð heldur harðleikinn, svo að sá, sem fyrir varð, og annar var með marg- hleypu og sá þriðji dró riffil undan rúminu og það heyrðist ekki mannsins mál fyrir hávaða og skotum, og herbergið varð fult af púðurreyk. En þá fór eg því að mér sýndist að illindi mundu geta orðið úr þessu.” Um sjálfstæðiskend Texasbúa er það talið bera vott að í póst- húsinu í San Antonio eru þrír póstkassar merktir þannig: Á f y r s ta kassanum stendur “Borgin”. á öðrum “Texas,” á þeim þriðja “Önnur ríki og út- land.” ' (Lesbók) Nýtt flugfélag stofnað Heiti félagsins er Flugfélagið Vængir, h.f. Nýlega hefir þriðja flugfélagið eríð stofnað hér í bænum. Heitir a Flugfélagið Vængir h.f. og er Þegar byrjað á innanlands- ríugi. Félag þetta hefir fest kaup á ugvél þeirri, sem Samband ísl. rklasjúklinga efndi til happ- r®ttis um á sínum tíma, og er ^gar byrjað að nota hana, en 1111 tekur þrjá farþega. arT81 feigun<1 Bugvéla er eink- ^ entug til innanlandsflugs hér u a an.di vegna þess-hve hún get- fæ • ^ sig UPP °g setzt á stuttu rí- Auk þess lendir hún jafnt a s3° sem landi. os er efna iii hringflugs h - ,ara í Ýmsar skemmri ferðir 1 nagirenni Reykjavíkur; enn- sk ^1111 að ieigj'a vélina til erTmrÍ.°g lengri ferða- enda flu Un elnlíar hentug til einka- VeigS svo ®em í veiðiferðir til th 1Vatna víðsvegar um landið, leyfS!a«aga 1 óbygðir’ sumar- Ur tV rðlT’ °- s- frv- Efnt verð- veðnf , lngflugs alla daga sem eyfir og vélin er ekki í öðrum erindum. Að undanförnu hefir vélinni verið flogið í all- margar ferðir til Heklu með far- þega og hefir gefist ágætlega. Markmið félagsins er að auka flugvélakost sinn svo fljótt sem við verður komið og hefir í því skyni sótt um gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi fyrir nýjum vél- um. Bækistöð félagsins er í her- skála irétt fyrir sunnan flugtum- inn og þar verður afgreiðsla þess fyrst um sinn. Félagið hefir síma 1366. Stjórn félagsins skipa Níels Níelsson formaður og meðstjórn- endur þeir Karl Sæmundsson og Sigurgeir Sigurdórsson. Níels verður jafnframt fyrsti flugmað- ur félagsins, en hann hefir lært í Ameríku og útskrifast þar. Hann kom hingað til lands snemma í vetur. Sigurgeir stundar og flug- nám og flýgur fyrir félagið að námi loknu. Er þess að vænta, að félagið eigi langa og gifturíka framtíð fyrir höndum, því að samgöngur í lofti aukast nú hröðum skref- um og má segja, að þær marg- faldist með ári hverju. —Vísir 13. apríl. SMÁSÖGUR UM HJÓNASKILNAÐI í Kanada giftist fólk þótt það þekkist ekkert, en það skilja ekki nema ein hjón af hverjum 161. í Bretlandi kemur einn hjón- skilnaður á hverjar 96 giftingar, í Svíþjóð einn á 'hverjar 33, í Noregi einn á hverjar 30, í Þýzkalandi einn á hverjar 24, í Frakklandi einn á hverjar 21, í Japan einn á hverjar 8 og í Bandaríkjunum einn skilnaður á hverjar 7 giftingar. í Kalkuta á Indlandi sótti 17 ára kona um skilnað vegna þess að maður sinn, sem var 10 ára, gæti ekki séð fyrir sér. ♦ í Charleston í Bandaríkjunum sótti kona nokkur um skilnað og bar því við, að maðurinn hefði sparkað í sig. Dómarinn vildi ekki veita henni skilnað vegna þess að maðurinn var einfættur. ■f- Húón í Bradko í Jugoslaviu, Martin Zhivich 98 ára og Yula frá Zhivich 95 ára urðu saupsátt og hljóp Yula frá manni sínum og tók saman við Dyum Avramo- vich, sem þá var 101 árs. Hann hafði aldrei gifst vegna þess að hann elskaði Yula. PÁSKARNIR Páskahátíðin er liðin. Enn einu sinni hefir það komið áþreifan- lega í ljós hversu sterk ítök þessi mikla sigurhátíð lífsins á í hjört- um þjóðarinnar. — Allar kirkjur höfuðstaðarins voru troðfullar af fólki við páskaguðþjónusturnar og víða urðu menn frá að hverfa sökum þrengsla. Eg hygg, að aðsóknin að páska guðsþjónustunum að minnsta kosti í höfuðstaðnum og senni- lega um allt landi. sé stöðugt vaxandi þessi síðustu ár. Það er sannarlega gleðilegt tímanna tákn, ef svo er, en í rauninni er það þó ofur eðlilegt og skiljan- legt. Hin sívaxandi tækni og öru framfarir undangenginna á r a- tuga var sérstaklega vel til þess fallið að béina hugum manna einkum að hinum efnislegu hlut- um og hvetja menn til kapp- hlaups um að öðlast sem mest af þeim þessa heims gæðum, þæg- indum og nýjungum, sem voru á boðstólnum í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. Margir trúðu því statt og stöðugt, að með til- styrk tækninnar mundi takast að skapa sannkallaða paradis hér á jörðu, og að fyrst og fremst bæri því að notfæra sér gæði þessa heims og binda huga sinn og trú við hann. Ógnir og hörmungar nýafstað- innar heimsstyrjaldar og þær ægilegu afleiðingar hennar, sem enn er eigi séð fyrir endann á, hafa nú þegar svipt skýlunni frá augum milljóna manna í þessu efni og eiga eftir að gera það enn rækilegar. — Vopnin, sem tækn- in smíðaði og taldi mönnum trú um að verða mundu mannkvn- inu til blessunar um aldir, þau snerust í höndum þeirra, snerust gegn þeim sjálfum, lögðu í rústir byggðir og borgir ollu limlest- ingu og dauða milljóna manna. Þjáningar og kvöl meiri en orð geta lýst, — af því að menn gleymdu andanum, gættu þess ekki, að sú hönd, sem vopninu veldur hverju sinni þarf að stjórnast af anda bræðralags og kærleika og trú á helgi lífsins og á höfund þess, kærleikans og máttarins Guð. Eftir þetta ömurlega skipbrot menningar vorrar og tækniþró- unar, má segja, að vér stöndum ekki að öllu leyti í ósvipuðum sporum og lærisveinar Jesú, eft- ir að hann var tekinn höndum og krossfestur á Golgatha. Vonir- nar hafa brugðist, kjarkleysi og jafnvel fullkomin örvænting grípur um sig, ekki sízt í þeim löndum þar sem skorturinn einnig sverfur að. En einmitt í slíku myrkri verður dagrenning páskanna hið mikla fagnaðarefni. Það er, sem hver geisli hinnar rísandi sólar flytji með sér nýja von, nýja gjöf, til hins þjáða og syrgjandi mannskyns. Það er ekki aðeins vonin og vissan um það, að látinn ástvinur lifi og sé ekki misstur. Og hversu dýrmæt er sú vissa einmitt nú, þegar svo margir hafa orðið á bak að sjá þeim, sem þeir heitast unnu! Páskasólin rís yfir þessa jörð að sýna oss hina eilífu helgi lífsins og þess ómet- anlega gildi. Hún gefur oss von um sigurmátt þess sanna og góða þrátt fyrir allt Hún sýnir oss, að það er hægt að vinna sigur í s j á 1 f u m ósigrinum, að hin stærsta fórn fær hin æðstu sigur- laun ef hún er færð í starfandi kærleika. Og s’ðast en ekki sízt bera páskarnir oss boðskapinn um þá miklu ábyrgð sem á oss sjálfum ætíð hvílir. Ef vér á annað borð eigum ódauðlega sál, ef lífið er ekki stopult stundar 'fyrirbæri heldur eilíf gjöf, sem oss er trúað fyrir að ávaxta og göfga, bæði þessa heims og annars, þá er það einnig sýnt, að þú getur ekki varpað frá þér misheppnuðu lífi. eins og hverjum öðrum hlut sem þú hefir misnotað eða fengið leiða á. Nei, vér verðum að lifa lifinu, taka afleiðingum óvitur- legrar og gálausrar breytni, bæta fyrir mistökin, hefja nýja fram- sókn með nýrri von og nýjum styrk frá honpm, sem gaf oss páskahátíðina Þetta er hvort- tveggja-í senn, lögmál lífsins og boðskapur hinnar miklu hátíðar, upprisunnar og sigursins. S. V. (Kirkjubl., 14 apríl) SEEDTIME ayytci t, harvest B, Dr. F. J. GREANEY, Director, Line Elevators Farrn Service, Winnipeg, Manitoba. RESEARCH ON WEED CONTROL It has been reliably estimated that the direct monetary loss from weeds in Canada is not less than $200,000,000 a year. And this is not all. Year after year weeds continue to rob this coun- try of the very soil resources which it is our responsibility and desire to protect and conserve. Weed Research. The results of controlled experiments and the records of practical experi- ence in this country leave no doubt that, as a souree of loss to farmers, weeds rank in import- ance with plant diseases and in- sect pests. Yet, what do we find? We have built up large and ef- ficient organizations in Canada ,to deal with problems relating to the ravages of plant diseases and insect p>ests; while, with few exceptions, we still consider weeds the incidental responsi- bility of a handful of botanists, agronomists, and other agricul- tural scientists. This is not good enough. Our weed problems are enormous, and many of them can conly be solved by a well- orgnized and properly directed program of research. In no field of agricultural research is there today a greater need for an organized national effort than in weed control. Weed control is, in fact, a national problem calling for national effort. Research Assistance. Realizing the great need in Western Can- ada for more research on weeds and their control, the Line Eleva- tor Companies sponsoring this Department recently made avail- able to the Division of Plant Science, University of Manitoba, the sum of $1,000.00 for weed re- search. This grant will be used in 1947 to investigate certain special problems in the field of selective chemical weed control. We are convinced that the re- sults of research on weed con- trol will bring immense financial benefits to the farmers of West- ern Canada, and through them, to the whole community. ÞEGAR ÞÉR BYGGIÐ . Munið þá að leiða inn CITY HYDRO RAFORKU sem er ábyggilegasta og ódýrasta raforkan. Símið - CITY HYDR0- 848124 Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. B. G. Kjartanson Akra, N. Dak Backoo, N. Dakota. Árborg, Man . K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man M. Einarsson Baldur, Man O. Anderson Bellingham, Wash Árni Símonarson Blaine, Wash Árni Símonarson Boston, Mass Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak Cypress River, Man O. Anderson Churchbridge, Sask ... S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask !.. Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak Páll B. Olafson Gerald, Sask C. Paulson Geysir, Man K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man. O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak Páll B. Olafson Hnausa, Man ... K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man O. N. Kárdal Langruth, Man John Valdimarson Leslie, Sask. Jðn Ólafsson Lundar, Man Dan. Lindal Mountain, N. Dak Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. ... S. J. Mýrdal Riverton, Man. . K. N. S. Friðfinnson Seattle. Wash. J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson Vancouver, B.C. F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.