Lögberg - 24.07.1947, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.07.1947, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. júlí, 1947 Utvarpsræða eftir séra Albert E. Kristjánsson Flutt í Winnipeg 29. júní 1947. Mér hefir ekki verið sagt neitt fyrir um, hvað ég eigi að tala hér í kvöld, eða hvernig ég eigi að haga orðum mínum. Þetta er í fullu samræmi við það kenn ingarfrelsi, sem okkar kirkja hefir frá öndverðu gjört að grundvallaratriði. Eg flyt því mitt mál á eigin ábyrgð og til- heyrendur mínir eru jafn frjáls- ir að því, að samþykkja eða hafna hverju atriði fyrir sig eft- ir því sem vit og samviska hvers um sig býður þeim. Þetta gjöra þeir einnig upp á eigin ábyrgð. Eg get þó naumast sagt, að ég hafi valið ræðuefni mitt í kvöld. Hitt mun réttara, að ég sé knúð- ur til að tala um eitt mál vegna þess, að það er hið mest aðkall- andi mál þessara tíma og um leið það mál sem þyngst ligg- ur á hugum og hjörtum manna um heim allan. Þetta mál er: “Friður á jörð”. Á lausn þessa máls hvílir, í bókstaflegum skiln ingi, líf mannkynsins á jörð- unni. Þetta er öllum þörra manna ljóst. En þrátt fyrir þetta óttast menn að stríð sé óumflýjanlegt og flestar ráðstaf anir þeirra er ríkjum ráða miða að því, að vera sem best vígbún- ar. Herstöðvar eru byggðar víðs vegar um heim. Farið er fram á að lögbjóða herskyldu á friðar- tímum. Haldið er áfram að búa til atomsprengjur o.s. frv. — í stuttu máli: Vígbúnaður fer fram og stríðsráðstafanir eru gjörðar um heim allan á meðan fulltrúar þjóðanna sitja á ráð- stefnum í þeim tilgangi. að semja frið og skipuleggja frið- samlegt samlíf þjóðanna, er vara skuli um aldur og æfi. Hvernig stendur á þessari ægilegu mót- sögn? Svo margt kemur hér til greina, að ókleyft er að taka það alt fram í einni stuttri ræðu. Verð ég því að binda mig við það, sem mér finst einna mestu máli skipta í bráð. Trygve Lee, æðsti embættis- maður hinna “sameinuðu þjóða’,’ sagði, í ræðu sem hann flatti hér í Winnipeg fyrir skömmu, að það sem tefði mest fyrir skipulagningvaranlegs friðar í heiminum, væri það, að menn væru altaf að tala um stríð. í þessum fáu og einföldu orðum felst auðvitað mikið meira en í fljótu bragði kann að virðast. — Hér verð ég aðeins að biðja menn að velta þeim rækilega fyrir sér og leitast við að kryfja þau til mergjar. En ég vil vekja þessa spurningu: Hvað veldur því, að þrátt fyrir það að menn þrá frið og skilja það að varanlegur friður er lífsspursmál fyrir mannkynið, tala þeir þó ekki um frið eða gjöra ráð fyrir friði, heldur tala þeir um stríð og bú- ast við því? Frá mínu sjónar- miði séð, veldur það mestu, að vissir hagsmupaflokkar, sem haldi hafa náð á stjórnarvöldum stærri þjóðanna, skipa sínum eigin hagsmunum og yfirráðum hærri sess en friðinum og að þeir kjósa heldur stríð/en frið, ef sá friður fæst ekki nema með því að fóma þessum hagsmunum og yfirráðum. Þess vegna sitja 'þeir nú á seiðhjalli og upp af þeim seiði rýkur eiturgufa sú, er hefir loft altaf læviblandað. Þeir hafa tekið í sína þjónustu flest þau tæki er boð bera milli maanna og þjóða. Þessi tæki eru svo notuð til þess, að skapa tor- tryggni, öfund og hatur milli vissra þjóða, með það eitt fyrir augum að enginn friður skuli verða saminn nema þeir einir setji skilmálana. Fram að þessu hefir samsæri þeirra gegn frið- inum heppnast svo vel, að all- ur þorri manna þorir ekki leng- ur að trúa því, að friður sé mögu legur, þó þeir að hinu leytinu sjái ekkert fyrir nema opinn dauðann. Menn ráfa því í þessu myrkri vonarsnauðir og úrræða- lausir. Héfji nú, samt sem áður einhverjir upp raust sína og finni einhvern veg til þess að láta til sín heyra, eru orð þeirra afvegafærð, þeir sjálfir gjörðir tortryggilegir, bornar á þá fals- aðar sakir og þeir þannig hrædd ir af hólminum eða þeim á ein- hvern hátt komið fyrir kattar- nef. Hér verð ég að láta eitt dæmi nægja því máli til sönnnnunar að rógburður milli manna og þjóða sé eitt aðalvopn þeirra sem meta annað meir en frið- inn. Þið hafið öll heyrt talað um “járntjaldið” mikla, sem Rússar eiga að hafa dregið. fyrir dyr sínar, svo ókleyft sé að fá rétta vitneskju um það sem fram fer “bak við tjaldið”. Þetta tjald er hin mesta töfrasm(ð og þarfa gripur, því í skjóli þess veitist mönnum réttur til þess, að giska á, hvað sé að gerast í Rússlandi. “Tjaldið” sjálft ber vitni um það, að hverskonar svikráð séu brugguð að baki þess og þá líka ofur auðvelt að leggja alt út á verri veg sem út undan því kann að gægjast. Enda er það óspart gjört. Nú er þó sá galli á þessu, að fjöldi manna hefir ferðast um Rússland og sagt frá því sem fyrir augu og eyru bar og brýtur frásögn þeirra flestra mjög í bág við þær fréttir sem við fáum daglega í gegn um blöð okkar og útvarp. En þá er tekið til ann- ars ráðs. Það verður uppvíst um alla þá sem hafa eitthvað gott um Rússa að segja, að þeir eru allir kommúnistar og það er fyr- ir löngu búið að sanna okkur það, að kommúnisti getur ekki satt orð talað. Til að gefa þessu enn meiri áherslu, höfum við einhvern veginn getað smyglað fáeinum sannleikselskandi fregn ritur’um inn fyrir “tjaldið“ og þurfa þeir oftast ekki nema fáa daga til að átta sig á öllu og finna það, sem þeir voru sendir til að finna. Sumir þeirra, sem hafa farið upp á eigin reikning. hafa þó reynst óþægir Ijáir í þúfu. Meðal þeirra er maður að nafni John L. Strohm. Hann var ritstjóri sveitablaðs í Banda- ríkjunum er heitir Prairie Farmer og talinn góður Rebublicani í pólitík. Haann fór víða um Rússland síðastliðinn vetur og segir svo frá því sem hann sá og heyrði. Eg las hrafl úr frásögn hans í Seattle Star og var leitast við, í ritstjórnar- dálkum blaðsins að v(kja öllu því til verri vegar sem hann sagði gott um land og þjóð. En hvað um “járntjaldið”? Mr. Strohm fann það hvergi. Hann segir að sér íiafi verið leyft að fara hvert sem hann vildi og tala við hvern sem hann vildi. Aðeins eitt skilyrði var sett, en það var: „Seg þú bara satt”. Nú hefir hann ráðist í að gefa út bók um ferð sína af því hann gat ekki þolað þá meðferð sem frásögn hans varð fyrir í hans eigin landi. Er hann sýnilega þannig gerður, að honum fanst óhugsandi að uppfylla ekki þetta eina skilyrði, sem Stalin setti honum. Bókin hans heitir: Just tell the Truth”, er gefin út af Scribners og kostar $3.50. En hvað er þá um þetta mikla „járntjald". Það er skemst frá að segja, að það var smíðað suð- ur í bænum Fulton, í Missouri- ríki og Winston nokkur Churc- hill er hinn afar hugkvæmni listamaður, sem smíðaði það. Á þessum grundvelli eru svo reistar óheillastefnur, eins og til dæmis, hin svonefnda Truman- kenning. Eg gjöri ráð fyrir að flestum þeirra, sem á mál mitt hlýða í kvöld, sé ljóst hver hún er, enda ekki tími til að gagn- rýna hana hér. En engum með- algreindum manni getur dulist, að væri hún víðtekin í þeirri mynd sem hún hefir enn komið fram, leiðir hún óhjákvæmilega til þess að skifta heiminum í tvær andvígar herfylkingar, sem fyr eða síðar er ætlað að há úr- slita orustuna, og hvað sem hver segir geta úrslitin ekki orð- ið nema ein — tortíming mann- kynsins. Að sporna við því að sl(kar “helstefnur” verði ríkjandi með okkar þjóð — og hér gildir hið sama um Bandaríkin og Canada — er hið brýnasta verkefni allra velviljaðra manna. En einkum ætti kristin kirkja að skipa frið- armálunum efst á dagskrá sína. Það er hennar verkefni, sérstak- lega að hreinsa hið andlega andrúmsloft af eitri haturs, tor- tryggni og öfundar milli manna og þjóða og að afhjúpa vægðarlaust hverskonar lygi og rógburð er valda kunna því hugarfari er leiðir til slysa og tortímingar. Til hvers er að flytja innfjálgar prédikanir um sáluhjálp og syndaþvott á með- an mannkynið er að ráða sjálfu sér bana? Þessi tími krefst þess af kirkjunnar mönnum að þeir flytji boðskap friðarins, sann- leikans og mímnúðarinnar án ótta og án undandráttar. — Við hlið þeirra standa spámenn og spekimenn liðinna alda. Drottinn talaði til Jesaja spámanns og sagði: “Kalla þú af megni og drag ekki af”. Lífsreynsla hinna fomu Hebrea lagði þeim í munn •spakmæli og boðorð. Eitt þess- ara boðorða á sérstaklega við mál mitt í kvöld. Það hljóðar svo: Þú skalt ekki ljúgvitni bera gegn náunga þínum”. Væri þessu boðorði almennt hlýtt, mundi leiðin verða stórum greið ari til samkomulags og friðar. Jesús sagði: “Til þess 'er ég fædd ur, að ég beri sannleikanum vitni.” Ef nú allir kappkostuðu að leita sannleikans í hverju máli, myndi hinn óhugsandi og óbyrgðarlausi fréttaburður, sem eyru okkar eru fyllt með dag eftir dag, ekki lengur verða okkur til truflunar og ásteiting- ar í viðleitni okkar til að skapa nýjan og betri heim. Páll postuli gefur þessum orðum frekari á- herslu með því að taka fram hina knýjandi ástæðu fyrir sann söglinni. Hann segir: “Afleggið lygar og talið sannleika hver við sinn náunga, því vér erum hvers manns limir”. Það er mér sönn ánægja, að geta sagt frá því, að kirkjan í Bandaríkjunum hefir vaknað til meðvitundar um köllun sína á þessum örlagar(ku tímum. — Síðastliðinn vetur og vor hafa hin ýmsu kirkjufélög, í blöðum sínum og tímaritum, hiklaust for- dæmt þær stefnur og þann anda sem ég hefi verið að vara við í kvöld. Á þingum sínum hafa þau bent á þá hættu sem stafi af Trumans-kenningunni og af hvers konar kúgunarvaldi, sem þing og stjórn er að löghelga í landinu. Þingsályktanir kirkju- þinga, er í þessa átt ganga, hefi ég séð frá Methodistum, Baptist um, Congregationalistum. — Presbyterum, Biskupakirkjunni, Universalistum og Unitörum. — Sem við var að búast hefir þetta ekki gerst þegjandi eða mótþróa laust og er þess að vænta að hinir djarfmæltari prestar muni verða að gjalda afhroð nokkurt í embættismissi og ofsóknum af hendi þeirra leikmanna sem hugðust eiga kirkjumar og prest ana. Þessi sama saga er nú að gjörast í hinni Unitarisku kirkju, sem þó hefði mátt ætla að ekki væri búin að gleyma hvar hinir fyrstu leiðtogar henn ar höfðu skipað henni stöðu í baráttunni fyrir sannleikanum frelsinu og mannúðinni. Eg á við þá Chauning, Parker, Emerson, Samuel J. May, Harase Mann, og fleiri. Þeir höfðu ætlað sér og sinni kirkju að standa í fylking- arbrjósti í hverri slíkri baráttu — og hvergi annars staðar. En nú hefir það komið í ljós að í- haldið, sem nú er nefnt “ein- staklings framtakið”, er blindað af Mammons-dýrkun, náð þeim tökum innan þessarar kirkju að bersöglir prestar hennar, knúðir af nauðsyn þessa tíma, verða að leggja alt í hættu til að vera fyllilega trúir köllun sinni. Eg trúi þtú fastlega að sigurinn verði þeirra og að þessi kirkja rísi upp á ný, íklædd sinni fyrri frægð og prýði. Annars get ég ekki séð annað fyrir en að hver sú kirkja sem nú daufheyrist við kröfum tímans sé þegar dauða- dæmd. En hver af þjónum kirkj unnar er nú að fást um smá ó- þægindi eða skeinur og sár 1 bar- áttunni fyrir tilkomu Guðsríkis- ins? Hver okkar, hvort sem hann er prestur eða leikmaður —: hver okkar hinna eldri að minsta kosti — dirfist nú að leggja fáein .vonarár skamm- vinns jarðlífs síns á metaskálar á móti lífi og velferð óbor- inna kynslóða? Eg vildi mega svara: enginn. Þegar við nú lítum yfir ástand ið í heiminum eins og það er, finst mörgum vonlaust um að okkur takist að “vinna friðinn”, eins og komist var að orði, þeg- ar það var orðið ljóst að við mundum vinna stríðið. Með allt það fyrir augum, sem ég hefi bent á og margt fleira, er hníg- ur í sömu átt; er þá hægt að færa nokkur skynsamleg rök að því að friðarvonir fjöldans geti rætst? Eg svara þessari spurn- ingu hiklaust játandi. — Við gelum "unnið friðinn’' og það er mín trú, að við gjörum það. Vil ég nú taka fram hið helsta af því, sem ég byggi þessa trú mína á. — Það er þá fyrst, að óhugsandi er að stórþjóðimar leggi út í stríð hver móti annari næstu 5 til 10 árin, að minsta kosti. Þær gjöra það ekki vegna þess að þær geta það ekki. Alveg eins og hinir fornu bardagamenn urðu að láta sár sín gróa áður en þeir lögðu út í næsta hildar- leik, svo verða einnig þjóðirn- 'ar að taka hvíld frá hernaði á meðan sárin eru að gróa. Og þau sár sem þjóðirnar biðu í síðasta stríði, eru svo djúp og margháttuð, að þau verða ekki grædd á skemmri tíma en ég hefi tekið til. Þessi “náðarstund” veitist okkur því til að “vinna friðinn”. Grundvöllinn að þessu starfi höfum við þegar lagt með mynd un félags hinna sameinuðu þjóða — United Nation Organiza tion. — Þó að okkur kunni að finnast lítið um samkomulag á þingum þess félags enn sem komið er, megum við ekki láta það valda óhug okkar eða von- leysi. Hitt er meira um vert að menn hafa tekið þá áðferð upp að ræða ágreiningsmál sín aug- liti til auglitis, í stað þess að gjöra út um þau með atom- sprengjum og eiturgasi. Eg hefi stun^um orðað það svona, í samræðum við þá sem óttast deilurnar: svo lengi sem þeit halda áfram að rífast, er öllu óhætt. Hin, því nær óhugsandi ó- skammfeilni íhaldsins, þar sem það nær völdum í bráð, er eitt af þeim táknum tímanna, sem ég trúi að verði friðarvinunum að vopni áður en lýkur. Hvers konar þvingunarlög eru nú sam- in og samþykkt í Bandaríkjun- um og Canada og lögunum beitt á fasistiskan hátt. Þetta gengur nú þegar svo langt í Bandaríkj unum, að menn eru farnir að spyrja hver annan, hvort þeir menn, sem með völdin fara, séu búnir að tapa vitinu, og svarið hjá ýmsum er, já. íhaldinu ligg- ur við sturlun af ótta, ótta fyrir því að ríki þeirra sé að leysast upp um heim allan. Þess vegna taka þeir til örþrifaráða og sum þessara ráða eru þannig að þau hljóta að flýta fyrir falli þeirra. Sannast þá á þeim hið forn- kveðna: „Þá, sem guðirnir vilja Safnar tónlistarverkum V estur-íslendinga Icelandic Canadian club hefir tekist á hendur að safna tónlist- arverkum, sem samin hafa ver- ið af Vestur íslendingum þeim, sem fæddir eru í þessu landi og einnig þeim sem komu á unga aldri frá íslandi. Verður safnað bæði tónsmíðum sem komið hafa út á prenti og einnig þeim sem eru aðeins í handriti. Er hugmyndin að gefa út bók sem innifelur sýníshorn af verkum tónskáldanna og stutt æfiágrip um hvern þeirra. Við þekkjum öll nokkra af þeim sem hafa gefið sig við tónlistarsmíði og hlotið viður- kenningu fyrir. En við skiljum einnig að margir eru þeir sem lítið tækifæri hafa haft til þess að efla meðfæddar gáfur á þessu sviði, en hafa þrátt fyrir það fundið sig knúða til þess að semja lög, þó í óþroskuðu formi væru. Til þessa fólks viljum við einnig ná, því starf þeirra hef- ir þýðingu að því leyti sem það gefur í ákyn, hvað víðtæk þessi listhneigð er í eðli ísl. þjóðar- brotsins hér. Það er því mjög áríðandi að vernda þessi verk frá glötun og geyma þau, svo að afkomendur íslendinga skilji og meti þær gáfur og þær list- hneigðir sem þeir hafa hlotið í arf frá forfeðrunum. Meðvitund in um arfinn getur áreiðanlega orðið þeim hvöt til þess að efla og styrkja listir meðal sinnar samtíðar. Til þess að þetta tónlistarsafn Vestur-íslendinga geti orðið sem fullkomnast, verðum við að njóta samvinnu almennings. — Allir þeir sem hafa vitneskju um tón- 'listastarf einhvers, þó ófullkom- ið megi teljast, eru því beðnir um að gefa oþkur upplýsingar; og sérstaklega eru aðstandendur tónskálda sem liðin eru, beðnir að láta af hendi verk þeirra og aðalatriði lífs þeirra. í bréfum sem send verða út til allra þeirra sem hægt er að ná til nú þegar, verður skrá yfir þær upplýsing- ar sem óskað er eftir. Icel. Can. club vill draga at- hygli að því að með því að ljá þessu verki lið er almenningur að leggja sinn skerf til menn- ingarstarfsins meðal okkar Vest- ur-íslendinga. Mrs. Louise Guð- munds sem sjálf hefir unnið verðlaun oftar en einu sinni fyr- ir tónlistarsmíði, er aðal drif- fjöðrin í því að koma þessari hugmynd í framkvæmd, og er hún formaður nefndarinnar sem höndlar þetta mál. En allir sem einhverjar upplýsingar geta gefið, eru beðnir að snúa sér til Mrs. G. H. Palmer, 690 Strath- cona St„ eða Mrs. E. Richard- son, 851 Home St. Winnipeg, fyrir 15. ágúst n.k. — Tónverk skal senda með ábyrgðarpósti — registered mail — og einnig mynd af tónskáldinu. Fyrir hönd nefndarinnar, Hólmfríður Danielson Þjóðræknisrækt Vestur-íslendingar hafa jafn- an sýnt það, bæði í orði og verki þegar á hefir reynt, og eitthvert gott málefni, sem stuðnings þurfti með og snerti Island og íslenzku þjóðina, að þá voru þeir fljótir til þátttöku, og sýndu með því ást sína og virðingu fyr ir ættlandi sínu og uppruna. —■ Þessi þjóðernisrækt á sér djúp- ar rætur í sálarlífi allra sannra íslendinga, hvar sem þeir dvelja og ala aldur. Þjóðræknin hjá slíkum mönnum blossar ekki upp annað veifið, og hjaðnar niður hitt veifið, eins og annars er títt um tilfinningar manna, ættjarðarástin er erfðakostur frá forfeðrum vorum. Hún brenn ur eins og helgur eldur í hjört- um íslands bestu sona og dætra. Um meir en hálfrar aldar skeið hafa íslendingar, bæði í Bandaríkjunum og Canada, hald ið samkomur og sérstaka þjóð- minningardaga. Þessar íslenzku samkomur og hátíðahöld hafa átt þátt í því að kynna ísland og þjóðina út á við meðal ensku mælandi og annara þjóðabrota, sem steyptst hafa hér saman á meginlandi Vestur-álfu heims. Allar þjóðir, sem hingað hafa flutt frá öðrum löndum, hafa sín sérkenni og halda hátíðlega minningardaga einu sinni eða oftar á ári, í virðingarskyni við ættland sitt og þjóð; þetta er af öllum merkari menntamönnum, álitinn kostur á öllum innflytj- endum, og einmitt hjá þessu fólki finnast oft trúustu og at- hafnamestu borgarar þessa lands. Vér skulum því muna það, góðir Islendingar, að varðveita, sem lengst hin bestu þjóðarein- kenni vor, og fjölmenna á þá staði, sem íslendingadagar eru haldnir, mæta þar ættsystkin- um okkar og vinum og sýna með því virðingu vorum íslenzka norræna kynstofni. 1 þessu sam- bandi vil ég hér með minna á Islendingadaginn, sem haldinn verður sunnudaginn 3. ágúst n. k. við “Silver Lake”, Wash. Þar hafa Seattle-íslendingar og þeirra vinir komið saman fyrsta sunnudaag í ágúst mánuði í 24 ár. — Staðurinn er guðdómlega fagur frá náttúrunnar hendi, og hafa því allir unun af útsýninu- (Frh. á bls. 7) afmá, svifta þeir fyrst vitinu”. Eg vil aðeins benda á eitt enn: Nú þessa síðustu daga hefir það komið greinilega 1 ljós, að fylgj- endur Trumans-kenningarinnar eru lagðir á flótta. Þeir eru að sönnu að reyna að breiða yfir þettað með því að láta svo líta út að þeir hafi aðeins gjört lítils- háttar breytingar til bóta. Sann- leikurinn er sá, að með því að kalla Rússa á fund með sér í París til að athuga kenninguna, hafa þeir opinberað öllum heimi, að þeir hafa horfið frá hinum upprunalega tilgangi sínum. Hér hefir það sannast, að nógu á- kveðin og víðtæk mótmæli geta orkað því að breyta stefnum og straumum. Tíminn leyfir mér ekki að telja fleiri af þeim táknum tím- anna, sem til þess benda að enn megi takast að skipuleggja þenn an heim þannig, að þjóðirnar geti lifað saman í einum heimi í friði og sátt hver við aðra. Eg sagði áðan að nú væri „náð- arstund”. Á því, hvemig við not um þá stund, hvílir nú velferð og, ef til vill, líf mannkynsins á jörðinni. Enginn okkar, hversu umkomulítill sem hann er, get- ur með öllu komist hjá ábyrgð í þessu efni. Förum þá að ráði Trygve Lee og hættum að tala um stríð, en tölum í þess stað um frið. Styrkj um hvern þann mann og hverja þá stofnun, í orði og verki, sem berst fyrir friðarmálunum. Forð umst það að bera óvildarorð milli þjóðanna. Kostgæfum að leita sannleikans í öllum mál- um. Styrkjum trú hvers annars á sigur hins sanna og góða. — Gjörumst ótrauðir boðberar allra þeirra mála sem til friðar heyra. Nú er það ekki nóg að biðja með máttlausum vörum: til komi þitt ríki. Nú er það kraf ist af okkur að leggja það fram sem við höfum til að greiða götu þess. “Greiðið veg Drottins, gjörið beinar brautir hans . hrópar hinn forni spámaður enn til allra manna. “Sælir eru friðflytjendur, þv* þeir munu Guðs börn kallaðir verða.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.