Lögberg - 24.07.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.07.1947, Blaðsíða 1
Cleaning Insiiiulion 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 24. júlí, 1947 NÚMER 29 By courtesy of “The Winnipeg Tribune' Efri röS, vinsiri iil hægri: Dolores, Jón, Ellene Eylands. Neðri röð, vinsiri iil hægri: frú Eylands, Lilja og séra Valdimar J. Eylands. Séra Valdimar J. Eylands kominn til íslands ásamt fjölskyldu HERMDARVERK Sá merkisviðburður hefir nú gerst í meenningarsögulegu sam- bandi milli íslendinga austan hafs og vestan, að hinum fyrstu prestaskiptum hefir nú verið hrundið framkvæmd. Séra Valdimar J. Eylands, prestur fyrsta Lúterska safnaðar í Winni peg, og forseti Þjóðræknisfélags fslendinga í Vestuheimi, er kom inn til íslands, og þjónar þar í árstíma Útskálaprestakalli, í skiptum við séra Eirík Brynjólfs son þar, sem hingað er kominn til þess að veita prestsþjónustu Fyrsta lúterska söfnuði um jafn langt tímabil. Þessum manna- skiptum, sem íslenzk kirkju- og stjórnarvdld, hafa á drengilegan hátt stuðlað að, mun almeennt fagnað verða beggja vegna hafs ins, því með þeim er snúinn snar þáttur í andlegu samstarfi milli stofnþjóðarinnar og þjóðarbrots- ins í vestri. — Þau séra Valdi- naar og fjölskylda, lögðu af stað til íslands flugleiðis í lok fyrri viku, og samkvæmt eftirfarandi símskeyti til Mr. Alberts Wathne, kom ferðafólkið td Reykjavíkur fyrri part síðastlið- ins mánudags. “Reykjavík, 21. júlí 1947. — Komum í dag. Viðtökur ágætar. Kveðjur." Séra Valdimar er ágætur fs- ’ lendingur og mælskumaður mikill; hann hafði lengi þráð að líta ættjörð sína augum á ný, og nú hefir þeirri þrá verið full- nægt; vonandi er að dvölin í faðmi fósturjarðarinnar verði honum orkugjafi í þágu hugðar- niála sinna og sifjaliði hans til ánægju og blessunar. 1 MÓTMÆLIR HÆKKUN FLUTNINGSGJALDA Stjórnin í Alberta hefir sent járnbrautarráðinu í Ottava hvöss mótmæli gegn hækkun úutningsgjalda með járnbraut- um landsins; telur hún þá hækk- un, sem járnbrautarfélögin hafa * hyggju, með öllu óþarfa, og hændum Vesturlandsins í óhag; rannsókn um kröfu járnbrautar félaganna um hækkuð flutnings gjöld, hefir staðið yfir í fimm ^nanuði, og enn ekki fyrirsjáan- fegt hvenær henni ljúki. Seinni part vikunnar, sem- leið, gerðist sá atburður, að vopnaðir, pólitískir stigamenn, réðust inn í þinghúsið í Ragoon í Burma, þar sem' ráðuneytið sat á fundi, skutu fyrst dyra- ♦ -f -f ♦ V -f -f vörðinn til dauðs, en létu því næst kúlnahíð dynja yfir ráð- herrana, sex þeirra létust sam- stundis, en tveir dóu litlu seinna af sárum. Stigamennirn- ir komust undan í jeppabíl. Mætur Maður Látinn Síðastliðinn þriðjudag lést á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni R.C. Findlay, 58 ára að aldri, einn þeirra manna, er drýgsta og happasælasta hlut- deild áttu í skipulagningu hveiti söluráðsins í.Canada; hann var um eitt skeið féhirðir hveitisam- lagsins í Saskatchevan og naut almeennrar virðingar hvar sem leið hans lá og þótti með afbrigð um glöggur á alt, sem að kom- sölu laut. Sprengjuverksmiðja Samkvæymt nýjum fregnum frá Washington, D. C., er það nú komið á daginn, að verksmiðjan í Los Alamos í New Mexico-rík- inu, þar sem fyrstu atomsprengj urnar voru framleiddar, verði stækkuð til muna í náinni fram- tíð og fullkomnuð á margan hátt; með þessu er sýnt, að verk- smiðjan verði framvegis starf- rækt á varanlegum grundvelli, þó lengi vel væri þannig litið á, að svo yrði ekki; staðhæft er, að til endurnýjunar verksmiðj- unni sé fyrir hendi fé sem skipti milljónum dollara. Ur borg og bygð Frá Arborg, Manitoba, 17. júlí, 1947. Herra ritstjóri Lögbergs: Vilt þú vera svo góður að birta í blaði þínu nokkur þakk- arorð til Dr. K. J. Austman. Eg er nýkomin heim undan upp- skurði sem hann gjörði á öðru auga mínu. Eg var sama sem blind, sá aðeins mismun dags og nætur. Vil ég kalla það krafta verk sem hann framkvæmdi, þar sem ég er níutíu ára og sex mánaða gömul. Nú sé ég til að ganga um húsið, og get lesið stórt letur. Það er vonandi að hann eigi eftir að hjálpa mörg- um sjónlausum enn. Það. þarf enginn að hræðast stórmensku frá hans hálfu. Maðurinn er sérstakt ljúfmenni. Vil ég óska honum alls hins besta í bráð og lengd. Svo vil ég þakka öllum gömlu kunningjunum sem komu til mín á sjúkr^húsið og styttu tím ann. — Sérstaklega vil ég þakka Mrs. Harvey Benson þar sem ég var til húsa undan og eftir upp- skurðinn. Meeð kærri kveðju enda ég þessar línur. Með virðingu Mrs. Dyrunn S. Árnason ♦ Gefið í minningarsjóð Mrs. Guðrún Hólm $10.00, í minningu um ástríkan eigin- mann og tengdamóður, Sigurð Holm og Guðnýju Holm. Með innilegu þakklæti. Anna Magnússon, Box 296, Selkirk. -f Leiðréiiing. f greininni Ársþing Bandalags Lúterskra Kvenna, slæddist inn þessi villa: Eitt nafnið í sumar- búðanefnd er Mrs. Hrólfur Sig- urðsson — á að vera Mr. Hrólf- ur Sigurðsson, Gimli. -f DÁN ARFREGN Hin háaldraða kona, Jóhanna Þorbjörg Elíasdóttir, andaðist fyrsta þ. m., á heimili dóttur sinnar, Mrs. S. Guðmundssonar. Hún var fædd 3. sept., 1850, á Efstasamtúni í Glæsibæjar- hreppi; foreldrar hennar voru Elías Hálfdánarson, Ifrá Húna- vatnssýslu og Karin Hansdótt- ir, Buck. Jóhanna sál. kom til Kanada með Jónínu dóttur sinni, — Mrs. S. Guðmundsson, — um aldamótin og átti heima lengst af í Winnipeg, en síðustu ellefu árin var hún hjá Mr. og Mrs. Ingólfi Bjarnasyni á Gimli. Jóhanna var jarðsungin 4. þ. m. frá Lútersku kirkjunni á Gimli af sóknarprestinum. -f Frú Pálína Sigurðsson kom flugleiðis hingað til borgar sunn an frá New York, aðfaranótt s.l. mánudags; maður hennar, I Ingólfur Sigurðsson, starfsmað- ur Eimskipafélags fslands, lagði af stað heimleiðis samdægurs; þau hjón ferðuðust víða um Vestur-Canada og Kyrrahafs- strönd, og nutu ósegjanlegrar ánægju á ferðalaginu. Frú Pálína dvelst hér um slóðir fram í ágústmánuð. -f Mr. og Mrs. Th. Kjartansson frá Amaranth, eru nýlega kom- in heiin úr hálfs mánaðar ferða- lagi suður um' Bandaríki; heim- Sveitin mín Sextíu ára afmæli Álftavatns og Grunnavatnsbyggða Sextíu ára sveitin mín, Söng við hefjum nú til þín; Frumbýlingsins fagra lag. Dóttir sönn og sonur hver, Sína lotning veita þér, Þennan mæta merkisdag. Enginn foss og enginn sjór Engin mannavirki stór Engin fögur fjalla sýn. Sléttu blóm og gróin grund, Grænir skógar, kjarr í lund; Það er foldar fegurð þín. Hokið bak og höndin þreytt, Hárin grá og ennið sveitt, Fumbýlingsins trega tár. Hefja grjót og höggva skóg, Heyja engi og draga plóg, Er það saga um sextíu ár? Lífsins ganga gegnum raun Gengin er; og hvaða laun Eru sett við söguþátt? Niðji hver sem frama fann, Föðurhúsum orðstír vann, Lyfti manndóms merki hátt. Barna þinna dygð og dáð, Dýrstu laun, sem til var sáð, Eru andans óðul þín. Vinarhendi rétt að hönd Hjálpar til, og trygða bönd; Er þín saga sveitin mín. Vina þinna vonar hönd, Verndi öll þín draumalönd. Ætíð stækki störfin þín. Faðir ljóss og bræðrabands, Blessi þig með sigurkrans, Sextíu ára sveitin mín. Berglhór Emil Johnson. sóttu þau íslendinga í Madison, Wisconsin, og eins í Chicago; létu þau hið besta af förinni. Fyrir skömmu brann skólahúsið á Lundar til kaldra kola; var þetta mikil bygging og verð- mæt; er bruninn byggðarlaginu til mikils hnekkis, ekki þó hvað síst vegna þess hve liðið er á ár og skamt til þess tíma, er skólahald hefst af nýju. -f Mr. V. J. Guttormsson skáld frá Lundar, lagði af stað ásamt frú sinni vestur til Vancouver í fyrri viku. Dr. Richard Beck fimmiugur Aldrei hefir mögur mær móðurjörðu betur unnið. Þú ert okkur öllum kær Islendingum fjær og nær; mentagyðjan guðleg fær gull úr þínum anda spunnið. Aldrei hefir mögur mær móðurjörðu betur unnið. H. E. Magnússon, -f Gefið iil Sunrise Luiheran Camp Kvenfélagið- Liljan, Hnausa, $25.00. — Meðtekið með innilegu þakklæti. Clara Finnsson 505 Beverly St. . -f Gjöf afheni þingi B.L.K. I greininni um ársþing Banda- lags Lúterskra Kvenna, láðist mér að geta afhending gjafar sem þar fór fram 23. júní. Kon- urnar sem saman voru komnar á þinginu, gáfu forsetanum, Mrs. Ingibjörgu J. Ólafsson, “Sheaffer’s ball point pen” gullbúinn með viðeigandi áletr- un, ásamt dálítillri fjárupphæð, í tilefni af hennar silfurbrúð- kaupsdegi, 30. júní. Mrs. Han- sína Olson, heiðursforseti Banda lagsins talaði fyrir gjöfinni með nokkrum fögrum oðrum. — Hún óakkaði Mrs. Ólafsson hið mikla leiðtogastarf hennar í þarfir fé- lagsins, og óskaði að við mætt- um njóta hennar sem lengst. — Hún túlkaði hlýhug allra félags- meðlima til forstjóra síns og sagði að gjöfin ætti ætíð að minna á þann hlýhug og velvild. L. M. G. ♦ Gefin saman í hjónaband að íslenzka prestssetrinu í Selkirk, þann 12. júlí, John Reckeri, Sel- kirk, Man., og Anioinefte Van Bos, Rumst, Belgíu. — Vitni við athöfnina voru: Mr. George Ed- ward( Light, Fuller P. O. Man., og Miss Arlene Eleanor Trapp, St. Queens, Man. — Giftingin fór fram að viðstöddum hópi ættmenna og vina brúðgumans. Ungu hjónin setjast að í Selkirk. -♦ Þorvaldur Reykdal, 82 ára að aldri, lést þann 17. þ.m., að heimili dóttur sinnar, Mrs. C. R. Saul. 673 Valour Road. Kveðju- athöfn fór fram í Winnipeg, en síðan var líkið flutt til jarðsetn- ingar að Lundar. Hinn látni læt- ur eftir sig ekkju, Kristínu Reykdal. Þann 18. þ. m., lést á St. Boni- face Sanatorium, Björn Ingvar Sigvaldason frá Arborg, frpk- lega 69 ára að aldri, dugnaðar- maður hinn mesti og prýðisvel gefinn; hann var um eitt skeið oddviti í Bifröst í Nýja íslandi; hann lætureftir sig ekkju, Láru Guðjónu, ásamt sextán mann- vænlegum börnum. -f Miss Kristín Skúlason kenslu- kona frá Riverton, var stödd í borginni um síðustu helgi. -♦ SKYR Sendið pantanir yðar að fyrir- myndarskyri til Mrs. Thomp- son 203 Maryland Street. Pott- ur 65 c., mörk 35 c. — Sími 31570 -♦ KVEÐJUR FRÁ ÍSLANDI Eftirfylgjandi símskeyti, bæði dagsett í Reykjavík þ. 20. júní s.l., hafa borist Hinu evang. lúterska kirkjufélagi Islendinga í Vesturheimi: President Icelandic Lutheran Church of America, Mr. Fáfnis, Edinburg, N. Dak. Cordial thanks for your kind greetings and my best wishes for the Synod. Sveinn Björnsson President of Iceland. ♦ President Icelandic Synod, Edinburg, N. Dak. Synod’s and mine heartfelt thanks for most welcome mess- age. May God bless you and the Icelandic Synod. Bishop. ♦ Hinn ötuli og framtakssami iðjuhöldur og rithöfundur, Sof- fonías Thorkelsson, lagði af stað síðastliðinn miðvikudagsmorg- un vestur til Victoria, B.C., til framtíðardvalar; verður heimili hans að 160 Beachwood Avenue þar í borginni. Mr. Thorkelsson leit inn á skrifstofu Lögbergs á þriðjudaginn, og bað blaðið að flytja öllum vinum, er hann náði eigi til að kveðja, innilegar kveðjur sínar. Minni landnema, Lundar, 6- júlí 1947 Aldrei fyrnast frumherjanna fremdarverk og þrautaspor flestra, sem ei annað áttu en ósérplægni, kjark og þor. Æfintýra ljóminn lýsir löngu horfin tímabil — þegar byggða-sagan sýnir sextíu’ ára reikningsskil. Blöstu veiðivötn og skógar, veglaus mörk og hrjóstursvið, örbirgð, fár og erfiðleikar útlendingsins sjónum við. Eitt það mundi á að treysta, er aflað varð með höndum tveim — allar voru að baki brendar brýr, sem lágu aftur heim. Sumir komu á æskualdri, aðrir hér um hálfnað skeið, sumir áttu elli’ að fagna, aðrir féllu’ á miðri leið. Sumra báta bar að landi, brutu öldur margra stafn. — Svo er enn, að aldrei verður allra manna hlutur jafn. Þungt var starfið myrkra milli, margt var lagt á gjörva bönd, hreysin urðu’ að hallarkynnum, hrjóstrin frjósöm gróðurlönd. Flest er það, sem helgast hlýtur hljóðri minning landnemans — þrekraun mörg til þjóðlífs bóta þögult vitni’ um manndóm hans. Ljóma yfir grónum gröfum geislar horfins sólarlags þeirra, er höfðu hraustir borið • hita og þunga liðins dags; þeirra, er sig í sölur lögðu x sjálfa, hagsvon, eigin þörf ' afhroðsgjöld, sem urðu’ að létta afkomandans dagleg störf. Heill þér Lundar — byggðin bjarta! Berðu ættarmerkið hátt; framtíð þína treysti’ og tryggi trú á vorsins gróðrarmátt. Gæfan krýni aldna’ og unga, er undu glaðir hér við sitt — Meðan geislum sólin sveipar sextíu’ ára landnám þitt. Ragnar Stefánsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.