Lögberg - 24.07.1947, Blaðsíða 8

Lögberg - 24.07.1947, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. júlí, 1947 MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Guðsþjónustur hefjast að loknu sumarfríi, sunnudags- kvöldið 10. ágúst kl. 7. •t- Messur í prestakalli séra Hall- dórs E. Johnson: Vogar sunnudaginn 20. júlí kl. 2 e.h. — Lundar sunnudaginn 27. júlí kl. 2 e.h. — Steep Rock sunnudaginn 3. ágúst kl. 2 e.h. — Mikley sunnudaginn 10. ágúst kl. 2 e.h. — Lundar sunnudaginn 17. ágúst kl. 2 e.h. — Vogar sunnudaginn 24. ágúst kl. 2e.h. — Reykjavík sunnudaginn 31. ágúst kl. 2 e.h. — H. E. Johnson. -f Arborg-Riverion presiakall: 20. júlí: Framnes, messa kl. 2 e.h. — Riverton, íslenzk messa kl. 8 e.h. — 27. júlí: Geysir, messa kl. 2 .eh. — Arborg, ensk messa kl. 8 e. h. -t Argyle presiakall Messur sunnudaginn 27. júlí: Brú, kl. 11 f.'h. Baldur, kl. 7 e.h. Eric H. Sigmar. Úr borg og bygð Islenzkir sjuklingar, sem liggja á sjúkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra, eru vinsamlega beðnir að síma Mrs. George Jóihannesson, 89 208, eí æskt er eftir heimsókn eða ís- lenzku blöðunum. Birt aö tilstuSlan Djákna- nefndar Fyrsta lút. safn. -t Mr. og Mrs. Víglundur Vigfús- son frá Betel á Gimli, komu til borgarinnar í byrjun vikunni; voru þau í sólskinsskapi, eins og títt er um sólsetursbörnin á hinum friðsæla stað norður við Winnipegvatn. ♦ Mr. og Mrs. Júlíus Anderson frá Chicago, hafa dvalið hér um slóðir í hálfsmánaðartíma; Mrs. ISLENDINGADAGUR VATNABYGÐA verður haldinn að Wyn- ard, Sask., miðvikudaginn 6. ágúst 1947 í skemtigarði bæjarins; valdir ræðu- menn, æfður söngflokkur, knattleikur og ýmsar aðr- ar íþróttir; nánar sagt frá skemtiskrá í næsta blaði. The FINEST of ALL “rfí/pie Acr/o#,, CellotofZe MOST Suíts or< DressesO J CASH AND CARRY For Driver PHONE 37 261 Perth’s 888 SARGENT AVE. Anderson er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Víglundur Vigfússon á Gimli, og kom hún hingað á- samt manni sínum í heimsókn til foreldra sinna; þau Mr. og Mrs. Anderson héldu heimleiðis á mánudaginn. -t Mr. Guðmundur E. Eyford trésmíðameistari, kom vestan frá Saskatoon eftir hálfrar ann- arar vikudvöl þar vestra vegna veikinda sonar síns, sem nú er fi góðum batavegi. -t- Mr. Hallur E. Magnússon skáld frá Seattle, Washington, sem dvalið hefir hér um slóðir frá því í byrjun mánaðarins, lagði af stað heimleiðis á þriðju- dagsmorguninn. -t- Mr. og Mrs. Bjárni Loftsson frá Lundar, voru stödd í borg- inni á mánudaginn; komu þau hingað úr heimsókn til Portage la Prairie. -t Fiðlusnillingurinn víðkunni, Pearl Pálmason frá Toronto, dvaldi nýlega um hríð hjá for- eldrum sínum, þeim Mr. og Mrs. Sveinn Pálmason að Winnipeg Beach; hún lagði af stað heim- leiðis seinni part vikunnar, sem leið. -t Mr. Jóhannes Einarsson frá Calder, Sask., dvelur í borginni þessa- dagana; kom hann til þess að leita sér lækninga vegna sjóndepru, hjá Dr. Kristjáni J. Aaustmanns. -t Ágætt herbergi til leigu á sama lofti og baðherbergi á Maryland Street, skamt frá Sargent. Hentugt fyrir ein- hleypinga. — Sími 27.685. ■t Gefin voru saman í hjónaband 12. júlí s.l., Jón Kristinn Björg- vin Jónsson og Edith Barbara Bischoff. Séra Bjarni A. Bjarna- son gifti, og fór athöfnin fram á heimili hans í Arborg, Man. — Brúðguminn er bóndi í Árdals- byggðinni, fæddur og uppalinn í því umhverfi, en brúðurin er af annara þjóða ættum. Heimili hinna ungu hjóna verður við Arborg. Stefán Hjálmar Thorvarðsson og Valgerður Sigmundsson voru gefin saman í hjónaband í Breiðuvíkurkirkju, Hnausa, Man. þ. 30. júní s.l., af séra Bjarna A. Bjarnason. Brúðguminn er starfsmaður við gullnámuna áf Bissett, Man., og er sonur þeirra Mr. og Mrs. Herman Thorvard- son - í Riverton, Man. í heims- stríðinu síðasta var hann í Canada flughernum og var her- fangi á Þýzkalandi í 15 mánuði. Brúðurin er frá Hnausa, og er dóttir Thorsteins Sigmundson, ISLENDINGADAGVR I S RATTLF, WASHINGTON Haldinn við “Silver Lake”, Washington. SUNNUDAGINN, 3. ÁGÚST 1947. Forseti H. E. Magnússon. — Söngstjóri Tani Björnsson. Skemmliskrá byrjar kl. 2 e. h. Stars Spangled Banner ........, , * , , Almennur songur O, guð vors lands ........... Ávarp forseta .............. H. E. Magnússon Ræða á íslenzku og ensku . W. J. Lindal dómari Einsöngur Tani Björnsson Upplestur, kvæði Jón Magnússon Tvísöngur E. K. Breiðfjörð Tani Björnsson Ávarp ræðismanns Isl. í Seattle K. S, Thordarson Einsöngur .............. Dr. Edward Pálmason Eld gamla Isafold, — My Country.Almennur söngur íþróttir sýndar frá kl. 4 til kl. 6 e.h. — Öll verðlaun borguð með peningum út í hönd. — Dansað frá kl. 6.30 til 9.30. — Viðurkennd hljómsveit spilar. — Öllu útvarpað gegnum hátalara — frítt kaffi allan daginn. Forstöðunefnd: Jón Magnússon, Halldór Sigurðsson, J. J. Middal, Slefán Johnsson, Frederick J. Frederickson, Hermann Thordarson H. E. Magnússon. ÍSLENDINGAR VILJUM VÉR ALLIR VERA! Marútoha feindU AMERICAN CROW—Corvus brachyrhynchos A large, entirely black bird. Distinctions—Large bird, jet black all over with consider- able metallic irridescence. Field Marks—Large size, solid black coloration, distinctive wing action and characteristic voice. Nesting—Nest of sticks in trees. Distribution—All temperate North America. The crow is wary, intelligent, adaptive and well able to survive even if every man’s hand were turned against it. Economic Status—Value debatable. In food habits it is om- nivorous, eating insects, especially grasshoppers, grain, fruit, eggs and young birds. From a purely agricultural point of view, the status of the crow in the west is doubtfui. At the best, it is mildly beneficial, at the worst, but neutral. It destroys large numbers of eggs of waterfowl and upland game birds. The crow question becomes therefore one of the sportman rather than the farmer. If the species would stay reduced, when once brought to a normal number, it might be differently viewed and the expense of control justified for the general good. It behooves the sportsman to protect his own sport and take the burden of controlling one of the worst game destroyers. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD-193 fiskiútgerðarmanns, og konu hans Helgu sál. Sigmundsson. Heimili ungu hjónanna verður í Bissett. -t- Mrs. Gordon H. Josie frá Ottava lagði af stað heimleiðis 9. þ. m. eftir tveggja vikna heimssókn hjá foreldrum sínum að 215 Ruby Str. -t- Gefin saman í hjónaband í Lútersku kirkjunni í Selkirk, þ. 16 júlí, að mannfjölda viðstödd- um, Carl Eric Birston, Selkirk, og Lillian Augusla Hinrikson, sama stað. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Runólfs Hinrikson í Selkirk, en brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Alexander M. Birston, Cloverdale, í grend við Selkirk. Við giftinguna aðstóðuðu Mrs. E. Johnson, systir brúðat- innar og George Alexander Birston, bróðir brúðgumans. Að giftingarathöfn afstaðinni safn- aðist stór hópur aðstandenda GOLDEN STOMACH TABLETS Þeir sem nota hinar gullnu magatöflur, segja: „Höfum þjáðst af magakvillum í mörg ár; taugaveiklun olli slíku lystarleysi, að við vorum hrædd við mat; maginn fór í ólag vegna gassýru, holdin þverr- uðu og svefnleysi ásótti okkur. En þegar gullnu magatöflurnar komu til sögunnar, breyttist skjótt veður í lofti; þær veittu skjótan og varanlegan bata“. — Þjáist ekki að ástæðu- lausu. Fáið Golden Stomach Taflets undir eins. 53 töflur, $1.00; 120 töflur, $2.00. Hag- kvæmustu stærðir — 360 töflur — $5.00. í Ö L L U M LYFJABÚÐUM ættmenna og vina ðaman á heimili brúðarinnar, þar sem vegleg veisla var setin og indæll ar stundar notið. Laugardaginn, 19. þ.m. voru gefin saman þau Garnet Austin Woorley, frá Holland, Man. og Lillian Anna Johnson frá Bald- ur, Man., gefin saman í hjóna- band af séra Rúnólfi Marteins- syni, að 800 Lipton St. Heimili þeirra verður í Flin Flon, í Manitoba. Gefið til Sunrise Luiheran Camp Arborg Girls Choir $20.00. Mrs. Geo. Freeman 10.00. Mr. og Mrs. Sigurður Guðmundsson 5.00, í minningu um ástríka móð ur Jóhönnu Þorbjörgu Ellis. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar The Swcrn Manufaoturing Company Manuíacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi 231 James St. Phone 22 641 TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents. á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungqr. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED í KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvoxt blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísim. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, enu vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON HOLTSGATA 9, REYKJAVÍK IslendingadaÉurinn í GIMLI PARK MÁNUDAGINN, 4. ÁGÚST, 1947 Forseti dagsins, STEINDÓR JAKOBSSON, Fjallkona, KRISTIN H. STEFÁNSSON Hirðmeyjar, MISS LILJA JOHNSON og MISS THORA ÁSGEIRSSON Skemmíiskráin byrjar kl. 2 e.h. íþróllir byrja kl. 11 f.h. SKEMMTISKRÁ: 1. O, Canada 2. Ó, guð vors lands 3. Forseti, Steindór Jakobsson setur hátíðina 4. Karlakór Íslendinga í Winnipeg, undir stjórn Sigurbjörns Sigurðssonar, — Gunnar Erlendsson við hljóðfærið 5. Ávarp Fjallkonunnar, frú Kristin Hilda Stefánsson 6. Karlakórinn, sólósti kórsins Elmer Nordal Kl. 4 skrúðganga. Fjallkonan leggur sveig á landnema minnisvarðann. — Kl. 7 Community söngur undir stjórn Paul Bardal. — Kl. 9 dans í Gimli Pavilion. O. Thor- steinsson, Old Time Orchestra spilar fyrir dansinum. — Aðgangur að dansinum 35 cent. — Aðgangur í garðinn 35 cent fyrir fullorðna, 10 cent fyrir börn innan 12 ára. Gjallarhorn verða góð. Sérstakur pallur fyrir Gullafmælisbörnin og gamla fólkið á Betel. — Islenzkar hljómplötur verða spilaðar að morgninum og milli þátta. — Ágæt- ar veitingar á staðnum. — Skyr og rjómi. 7. Ávarp gesta 8. Minni íslands, ræða, séra Eiríkur Brynjólfsson frá Útskálum á íslandi 9. Minni Islands, kvæði, Guðmundur A. Stefánsson 10. Karlakórinn 11. Minni Canada, ræða, Heimir Thor- grímsson 12. Minni Canada, kvæði, Ragnar Stefánss. 13. Karlakórinn 14. God Save the King

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.