Lögberg - 24.07.1947, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.07.1947, Blaðsíða 6
« LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 24. júlí, 1947 >*"■■■ . 1 — I ■' ■' ' ' ' —<m~' I ..1.1 ■ ■ i ■ ... I , r ---- Fyrst í stað gat hann ekki séð Miss Edith, en er hún kom fram frá lauf- skrúðinu sem næstum huldi hana, og gekk á móti honum, með mildan roða í andlitinu, varð hún nærri því eins hrif- in og Dora var, er hún sá hann fyrst. Nóttina, sem hún neyddi hann til að láta sig aka heim með hann, hafði hann íítið tekið eftir henni, en nú sá hann, eins og í fyrsta sinn, að hún var forkun- ar fríð, og klædd dýrindis búningi. 4‘Þrátt fyrir mótþróan sem var í huga hans var hann í efa, og það var auð- séð í útliti hans og framkomu. Og Miss Edith, þó hún myndiVel eft- ir andliti hans frá því er hún fyrst sá hann, og það hefði ávalt síðan staðið henni fyrir hugarsjónum, lét hún þó enga undrun í ljós. Þrátt fyrir það að hann leit út eins og hann væri ýlgdur, já, nærri því eins og hann væri reiður, fanst henni hánn ennþá laglegri, en hún hafði hugsað sér hann. “Þetta var mjög vingjarnlega gert af þér, Mr. Hamilton’, sagði hún og talaði fyrst, því Fred hafði bara hneigt sig fyrir henni. “Vingjarnlegt”, sagði hann blátt á- fram á sinn vanalega hátt. Miss Edith hugsaði sig um, og nú, ef til vill í fyrsta sinn á æfinni jjrosti hún feimnislega. “Eg heyrði — mér var sagt — að það væri eins erfitt að fá Mr. Hamilton til að koma á dansleik, eins og prins af konunglegu blóði.-’ “Það er satt; það er ekki ginnandi fyrir mig, ég dansa ekki,” sagði hann ofur rólega. “Það er —” “Þá var það þeim mun vingjarnlegra af þér að koma,” sagði hún, sem nú hafði náð fullu valdi yfir sér og brosti til hans, slíku brosi, sem mennirnir í klúbbnum höfðu talað svo mikið um. Fred leit á hana; já, hún var í sann- leina aðdáanlega fríð, og það var heil- mikil glettni í þessu brosi hennar. “Eg vil segja,” sagði Hamilton, “að maður getur prísað. sig sælan af að fá tækifæri til að koma hér. “Mér var sagt, að þú segðir aldrei hæverskt orð til neinnrar manneskju,” sagði hún. “Það er eins og einhver hafi gert sér ómak til að útmála mig, sem regluleg- an hrotta og rudda,” sagði Fred og hló. “Var þér ekki sagt líka, að ég byggi í trékofa úti í skógi, og lifði á villidýr- um?” spurði hann. “Eins og villimaður,” sagði Edith og brosti; hún hafði heyrt, að félagar hans kölluðu hann bæði “Villing” og “Villi- mann”. Fred varð eldrauður í andliti, en svo sigraði bros hennar, og hann hló. “Já, það er það, sem vinir mínir segja; ég er ósvífin maður. “Eg.er alt of meinlaus til að vera villimaður, Miss Rusley; ég skal að minsta kosti ekki rífa af þér hárið.” “Það myndi ekki gera mikið til, þeir búa nú orðið til svo fallegt gerfihár.“ Fred leit á hennar fagra og þykka hár, sem var í svo yndislegum bylgjum, og brosti. “Kanske þú rífir ekki af mér hárið,” sagði hún. “Þú gerir mig hrædda með því að horfa á mig, eins og þú gerir.” Fred hló upphátt. “Nei,” sagði hann, “jafnvel villi- manni væri ómögulegt að sýna svo mikið vanþakklæti. Eg er kominn hér í kvöld til að þakka þér, Miss Rusley, fyrir þá góðvild sem þú sýndir mér, og segja þér, að mér þyki mjög fyrir að ég skyldi verða til að valda þér svo mikillrar fyrirhafnar og umstangs!” Hann brá lit, þrátt fyrir að andlit hans var mjög útitekið. Miss Rusley leit niður fyrir sig. “Það er langt frá því að ég gerði mér nokkra fyrirhöfn,” svaraði hún; “‘ég var hrædd um að þú hefðir meiðst. Það var mjög ógætilegt af ökumanninum mínum.” “Nei, það var alt mér að kenna,” sagði Fred í iðrunartón. “Eg —” “Segðu mér ekki meira,” sagði Edith milt og vingjarnlega, og snerti hand- legg hans með fingurgómnum. Fred leit á hana og mætti augnatil- liti hennar, sem bar vott um leyndan áhuga, svo hún varð að líta niður fyr- ir sig. Þau höfðu staðið nærri hinum stóru og þéttu burknum, og á bak við burkn- ana sat Dora; hún heyrði ekki einung- is hvert orð sem þau sögðu/heldur sá hún og hvert augnatillit þeirra. Náföl og naumast gat dregið andann, stóð hún þar; hjartað barðist í ákafa í brjósti hennar, og hún horfði stöðugt í gegnum laufið á andlit Freds. Hana langaði til að flýja þaðan, en hún gat ekki hreift fæturna. Nærvera hans og málrómur hélt henni fastri, eins og hún væri’ bundin. Henni fanst, að ef hann sneri sér og sæi sig, þá yrði hún að fylgja honum hvert sem hann færi, þó það svo væri til enda veraldarinnar, ef hann segði: “Fylgdu mér!” Margar mótsettar hugsanir stríddu uin yfirhöndina; æst gleði yfir því, að hann var svo nærri henni, og ómót- stæðileg þrá eftir, að hann sæi sig, en svo á sama augnabliki óánægjutiifinn- ing, sem hún vissi ekki að var afbrýðis- semi. Hún var að hugsa um, hvað þau væru falleg, þar sem þau stóöu og töluðu saman. Miss Edith, þessi stórauðuga stúika, klædd liinum Jlegursta búningi og með allt gimsteinaskraut sitt, og hann með brUnt, sólbrent andlit og fögru og skæru augu, og sterklegan líkaina, sem bar langt af hinum karl- mönnunum. Hvað þau virtust að samT svara hvert öðru. En því brosti Miss Rusley svoleiðis til hans, eins og hún geröi? Það var ekkert undarlegt að það glaðnaði yfir honum; hver gat staðið ósnortinn fyrir framan töfrandi brosi? Nú hóf hljómsveitin leik sinn og lék vals, og minti það hana á, hvar hún var. Hún færði sig lengra til baka, svo hún sæist ekki. “Það er verið að byrja dans,” sagði Fred á sinn vanalega hátt. “Eg hefði spurt þig, hvort þú vildir gefa mér þennan dans, en ég get ekki dansað í kvöld. Eg er syrgjandi eftir nýlátinn ættingja. En láttu það ekki hindra þig frá að taka þátt í dansinum.“ “Það er fín bending til mín,” sagði hún, “en mér þykir fynr því að þú skul- ir hafa slíkt til að hugsa um. Það var sagt í fullri alvöru, þegar ég'sagði, að það hefði verið vingjarnlegt af þér að koma hingað. Eg vona að það hafi ekki veriö neinn náskyldur þér sem dó?” “Nei, ekki náskyldur,” sagði Fred, “en hann var kær vinur minn; hann hafði svo oft verið mér sérlega góður og hjálpsamur.” Miss Rusley hneigöi höfuðið, og tal- aði í samhygðar róm. “Eg sé, að ég má ekki neyða þig til að dansa; og ég misvirði það ekki við þíg, þó þú farir nú strax héðan. Hefði ég bara vitað —”. Nú gat Fred farið; því gerði hann það ekki? “Eg þakka þér,” sagði hann; “þó ég dansi ekki, vil ég þó vera hér dálitla stund ennþá, ef þú vilt leyfa það.” Miss Rusley kinkaði kolli til sam- þykkis. “Þakka þér fyrir,” sagði hún næst- um svo þakksamlega, eins og hann hefði sýnt henni stór sóma. Það var aö minsta kosti það, sem Dora fanst. — í þessu kom hinn stóri — eða réttara sagt hinn litli hertogi, með bros á and- litinu, til Miss Rusley. “Er ég svo hamingjusamur, að þú hafir ekki lofað neinum þessum dans, Miss Rusley?” Hún leit á dansspjaldið sitt, og hélt því þannig, að hann gat ekki séð á það, og hristi höfuðið. “Mér þykir fyrir því; en ég býst við að kavaler-inn minn komi þegar minst varir,” svaraði hún. Hertogin hneigði sig og færði sig fjær henni án þess að líta á Fred, sem stóð þar rólegur. Dora skildi og vissi, að Miss Rusley hafði ekki lofað neinum þessum dansi, en hafði bara komið hertoganum frá sér, til þess að geta verið hjá Fred. — Við það magnaðist afbrýðin í huga hennar. Það var sem þrengdi að hjarta hennar, svo hún settist niður í stól og hélt höndunum fyrir andlitið. Hvaða rétt hafði hún til að vera þar, hún, þessi fáfróða skógarstúlka, meðal þessa tigna fólks? Jafnvel þó hann sæi hana, mundi hann ekki kannast við hana, og þó hann gerði það, mundi hann ekki eyða einasta augnabliki til að horfa á hana, eða tala eitt einasta orð við hana, þegar svo fríð stúlka, eins og Miss Rusley, hans vegna hafði neitað að dansa við hertogann. * Alt í einu misti hin skrautlega dans- sýning allan ljóma og ánægju fyrir henni; músikin varð sem hjáróma garg ’ í eyrum hennar, öll dýrðin var horfin og hún þráði að vera komin aftur í Syl- vesterskóginn. “Dans kavalerinn þinn virðist ekki vera að flýta sér,” sagði Fred Hamil- ton; hann hlýtur að vera einkennileg- ur glópur.” Miss Edith hló og settist í lítinn legubekk fyrir framan burknirunnan. “Eg fyrirgef honum,” sagði hún og dró kjólinn til hliðar svo Fred gáeti setst hjá henni. Fred settist, en ekki þakklátlega, en hæversklega. Hún þagði eitt augnablik, en sagði svo: “Eg hefði átt að senda vini þínum líka boðsspjald, en ég mundi ekki hvað hann heitir. “O, Edward Newton,” sagði Fred og leit upp. “Eg er hræddur um að hann hefði ekki komið. Hann fer aldrei í samkvæmi — að minsta kosti ekki í svona samkvæmi, Miss Rusley. Hann er mennta- og umbótamaður og leitar ekki annarsstaðar eftir skemmtunum. Hann heitir Edward Newton.” “Hann er víst góður vinur þinn, er ekki svo?” “Já, sá besti vinur sem nokkur getur átt,” svaraði Fred rólega, “betri en bróðir.” “Þið búið saman?” sagði Miss Rusley með ákafa, sem skar Dora í hjartað, þar sem hún sat, og hlustaði á samtal þeirra; það var eins og Miss Rusley hefði gleymt henni. “Fred kinkaði kolli. “Já, við búum saman,” svaraði hann; “við höfum gert það í fleiri ár, og gerum altaf, vona ég, þangað til —”. Hann þagnaði. “Þangað til dauðinn — var það sem þú ætlaðir að segja?” sagði hún. “Nei, ég meinti það ekki,” svaraði Fred blátt áfram. “Eg vildi segja, þangað til að ég færi að ráðum hans, og gengi í herinn.” “í herinn!” endurtók hún og sneri sér að honum. Fred brá lit. “Já,” sagði hann ákyeðið, og þó hann segði ekki meira, vissi Edith nú, að hann var fátækur og hafði áhyggj- ur. — Það var hér um bil það sem þurfti til að fullkomna æfintýrið. Hann var fátækur og-í kröggum, en hún rík og vissi ekki hvað kröggur voru. Því gat hún ekki sagt það, sem hún vildi svo gjarnan segja: “Þú þarfnast peninga. Sjáðu til, ég er hér, sem hefi meiri peninga en ég viti til hvers ég á að nota þá; taktu eins mikið og þú þarft af mínum peningum, og það gerir mig sæla!” En hún bara hugsaði þetta, en sagði ekkert. “Það er að verða heitt hér; það er kominn tími til að fara burt úr borginni. Maður fer nú að þrá að sjá hinar grænu mertyir og engi og sjóinn,” sagði hún alt í einu. ■ “Já,” sagði Fred. “Við erum hérna í London,” sagði hún, “af því faðir minn er svoddan bóka grúskari og verðpr að vera nærri hinum stóru bókasöfnum — ef hann getur ekki notið þeirra, þá er eins og hann sé ekki framar til. Eg get ekki haft það á samviskunni að slíta hann burt frá hinu stóra, brezka bóka- og listasafni; en við njótum tímans eins vel og hægt er. í morgun höfðum við gesti á lystibátnum okkar, úti á vatn- inu, og förum við til Richmond. Hún beit í brúnina á blævængnum sínum, og beið þess að hann myndi spyrja sig, hvort hann mætti vera með í förinni. “Viltu slá til og koma með okkur?” spurði hún loksins. Fred svaraði ekki strax. “Já, með ánægju,” sagði hann loks- ins. — Þessi stúlka hafði það við sig, að vera hrífandi og yndisleg, enda gerði það brátt vart við sig. Öll framkoma hennar var öðru vísi en þeirra hefðar- meyja sem aldar voru upp við sam- kvæmislífið í London. Það var fríðleiki hennar og hispursleysi, er vakti aðdá- un hans. “Eg skal koma,” endurtók hann og leit í kringum sig. “Hvaðan hefirðu fengið öll þessi blóm, burkna og pálma?” spurði hann. “Það eru hér nokkrar tegundir sem ég aldrei hefi séð í London?” “Líkar þér þessi blóm? Við komum með mörg af þeim með okkur yfir hafið, hin hefi ég fengið hér í höfuðstaðnum, með því að leita eftir þeim — að minsta kosti hefir vesalings Mrs. Noble gert það.” “Því segirðu vesalings?” spurði hann. “Vegna þess að liún er háð þeirri óhamingju að vera stalla mín, og ég þreyti hana til dauðs,” svaraði hún. “Það er þægilegur dauði,” sagði Fred. “Þakka þér fyrir, þetta er annað hrósyrðið, sem þú hefir sagt við mig, sagði hún. “Það er hitinn sem gerir það,” sagði Fred kæruleysislega, en eins og hann sagði það, mátti taka það á tvo vegu. “Þú getur fundið.ís á bak við knippl- inga tjaldið, það er kæliskápur þar.” “Á ég að sækja ís handa þér?” spurði hann. “Já, þökk fyrir.” Hún benti honum, hvar hann ætti að fara milli hinna störu laufplantna. Hann varð að ganga fram hjá henni, en honum vildi það slys til, að hann rak sig á pálmagrein, sem svo kipptist til baka, og nokkur lauf festust í hárinu á Miss Edith. Hún gaf frá sér lágt hljóð, svo hann leit við. “Eg bið fyrirgefningar,” sagði hann, „lofaðu mér.” Hún beygði höfuðið að honum og hló. Fred losaði hið fagra og silkimjúka hár hennar frá laufunum, sem höfðu festst í því, en svo varð hon- um önnru skyssan á, að flækja hárið um fingur sér. Hann fann hennar mjúka og fagra andlit við hendur sér, og blóð- ið í æðum hans komst í örari hreifingu. Miss Edith leit upp; hún var föl í and- liti og augun voru döpur. “Eg héld þú sért á leiðinni með að reita af mér hárið,” sagði bún eins og við sig sjálfa. “Mér þykir svo mikið fyrir að þetta skyldi koma fyrir,” sagði hann í veik- um og mildum róm. * Miss Edith leit niður fyrir sig og dró þungt andann. Stuna, sem nærri því var eins og bergmál af henni sjálfri. Er hún leit upp, sá hún hvar Dora sat, þar sem hún hafði skilið við liana, með hendurnar í kjöltu sinni. “Ó, barnið mitt,” sagði Edith, “ég hefi nærri því—”. “Já, þú hafðir gleymt mér,” sagði Dora með einkennilegt bros á andlit- inu. — Miss Edith roðpaði út að eyrum og leit á hana. Dora var föl í andliti og aug- un starandi eins og hún væri yfirkomin af þreytu og jóningum. “Fyrirgefðu mér, barnið mitt,” sagði Miss Edith. “Þú ert náhvít í andliti — þú ert þreytt. Það er svo heitt, bíddu! Það verður strax komið með ís.” “Nei, nei,” sagði Dora og hrökk við. “Viltu gera svo vel að fara frá mér — láttu hann ekki koma hingað — ég meina —”, stamaði hún. “Eg vil helst fá að vera ein. Farðu og dansaðu, Miss Edith.” “Hve hrædd geit þú ert,” sagði Edith eins og til að hressa hana upp. „Sittu þarna á bak við plönturnar. Vertu ekki hrædd; ég lofaði að sjá um þig.“ “Eg er ekki hrædd,” sagði Dora ró- lega; en ég vil heldur —” Miss Edith reyndi að tala kæruleysis- lega og fitlaði við blævæng sinn. “Tókstu eftir manninum sem ég var að tala við, kæra Dora?” “Já,” sagði hún rólega. “Finnst þér hann ekki fríður og fallegur?” Hjartað barðist svo í brjósti Dora, að hún átti bágt með að segja nokkuð. “Jú”, sagði hún loksins. “Hvað þú ert köld,” sagði Edith, og lét vel að henni. “Hversu kalt, já, mín kæra Dora, hann er sá langfallegasti allra þeirra ma'nna sem hér eru.” “Já,” sagði Dora angurvært. Miss Edith horfði undrandi á hana.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.