Lögberg - 24.07.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.07.1947, Blaðsíða 3
3 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. júlí, 1947 Vel staðið fyrir máli Skýrsla frá fundi 1 Ottava er úaldinn var 30. júní til 2. júlí’47. Samkvæmt ósk fiskimála-ráð- úerra Canada, Hon. Mr. Bridges, var fundur í sambandi við fiski iðnað í Canada, haldinn í Chate- an Laurier í Ottava, dagana frá 30. júní til 2. júlí 1947. Fundur- inn hófst kl. 10 f.h. fyrsta dag- inn. Á fundinum voru mættir umboðsmenn frá British Colum- bia, Saskatchevan, Manitoba, Ontario, Quebzc, New Bruns- wick, Prince Edward, Island og frá Labrador, um 25 alls. Ráðherran opnaði fundinn, með því að bjóða fulltrúana velkomna og þakka þeim fyrir þangað komuna, að ósk hans, til að tala við hann um iðnaðar spursmál þjóðarinnar cana- úisku, sérstaklega að því er hin svonefndu fiskivemdarlög snert ir, en þar sem annir hömluðu honum frá, að eyða eins mikl- um tíma og hann hefði kosið með okkur, þá fæli hann aðstoðar manni sínum, og aðstoðarfiski- málaráðherra, Mr. Bates, um- sjón fundarins á hendur. Mr. Bates flutti um hálfs annars klukkutíma ræðu og skýrði fyr- irætlanir stjórnarinnar í sam- bandi við vemdunarlögin, og það sem í þeim væri falið. Að- stoðar fiskimálaráðherrann tók fram, að það væri ekki áform stjómarinnar, að taka núver- andi prísa á fiski til meðferðar, styrkja heldur fiskimenn í sambandi við veiði þeirra, eft ir að komandi verðnefnd væri skipuð. Með öðrum orðum, að enginn fiskur sem veiddur væri áður en fiskiverðnefndin yrði skipuð, sem stjórnin ætlaði að skipa tafarlaust, eða svo fljótt sem menn fengjust til að taka það" starf á hendur, kæmu tr greina. Hann tók einnig fram, að fjár niálalegur stuðningur gæti að- oins átt sér stað, þegar um fisk sem notaður væri í Canada, væri að ræða, og að einskis styrks væri að vænta í sambandi við þann fisk, sem út úr landinu Væri fluttur. Ástæðan sem gefin Var, var sú, að ef verðsuppbót á útfluttum fiski væri gefin, þá mundi þjóðin, sem hann væri fluttur til, óðar leggja á hann lendingartoll. Hann tók og fram að búist væri við, að heima- » hefndir yrðu skipaðar í sumum fiskihéruðum, svo sem á vestur °g austur-ströndum landsins, og í veiðihéruðum innanlands, og til mála gæti komið að smærri meðráðanefndir yrðu settar í sumum héruðum, einkum á austur- og vesturströndunum, sem svo aftur ráðfærðu sig við heimahéraða nefndirnar, en þær aftur við fiskiverðsnefnd- ina sjálfa. Aðstoðarráðherrann viður- kendi erfiðleikana á, að mynda slíka nefnd, og eftir að hún væri mynduð, á verkahring hennar og lét í ljós ánægju sína yfir því a'ð eiga kost á að ráð- færa sig við menn þá, er þátt takendur væri í þeirri iðnaðar- grein og á fundinum væru stadd ir. En hann lagði ekki neina á- kveðna, eða verklega hugmynd fram á fundinum um það, hvern ig að þessi fyrirhuguðu uppbóta lög skyldu verða starfrækt. — Hann hélt að máske mundi hægt að grundvalla þau á heildsölu- Verði figkjarins og frá því akveða syo uppbótarrétt fiski- hiannanna, en hann sá þó all ^nikla erfiðleika í sambandi við þá aðferð sem fiskiráðið yrði að rnæta og yfirstíga, áður en sú aðferð gæti hagkvæm kallast Hann skaut því málinu til fund arins og umboðsmanna fiskiiðn aðarins; og bað þá reyna að ráða fram úr erfiðleikunum, og koma sér niðuiN á hagkvæmt fyrir- komulag, sem hann svo aftur gæti lagt fyrir stjórnina. Fundi var nú frestað frá kl. 12.30 til kl. 2.30, og þá var hon- um haldið áfram af fiskiveiða- umboðsmönnunum aðeins, undir stjórn forseta fiskimálaráðsins, Mr. Stanley Lee, og var hann kosinn til fundarstjórnar af viðstöddum fundarmönnum.. — En þó að fiskiráðsmenn væru í meiri hluta á fundinum, þá voru þar og aðrir viðstaddir og fund- urinn því ekki fiskiráðsfundur, heldur fiskiiðnaðarmannafund ur. Málið var rætt af fundar- mönnum fram og aftur í tvo og hálfan klukkutíma, án þess að nokkurri niðurstöðu væri kom- ist. Upp að þessu hafði ég ekki tekið til máls, heldur hlustað á hugmyndir fundarmanna og að- stoðarráðherrans og var að reyna að undirbúa bendingu þá, sem ég ætlaði að gefa á fundinum. Eg kvaddi mér nú hljóðs og benti á, að eftir því sem rætt væri meira um málið, væru menn að færast fjær því tak- marki, að koma sér saman um nokkra hagnýta bendingu, sem íægt væri að leggja fy£ir stjórn ina. Eg benti og á, að hugmynd- in se maðstoðarráðherrann hefði bent á, og fengið okkur í hend ur til athugunar, væri svo marg brotin, að ég gæti ekki séð, hvernig að henni yrði fullnægt. En á hinn bóginn fyndist mér, að ég sæi aðferð til að fullnægja hugsjóninni sem fyrir okkur vakti í fullu samræmi við upp- bótalögin, sem bæði er hag- kvæm og einföld, og hún er, samkvæm uppbótalögunum, sem samþykkt hafa verið af þjóðþinginu, til þess að vernda fiskimenn frá skaða og vöntun, á meðan að jöfnuður kæmist á að stríðinu loknu og að sam- kvæmt mínum skilningi, þá hafi það jöfnunartímabil hafist undir eins og stríðinu lauk, eri hefjist ekki eftir að verðlagsupp bóta-nefndin yrði skipuð. Þar af leiðandi kæmi allur fiskur, sem nú væri til í landinu, inn á það tímabil og yrði að takast til greina, og mér fanst, þar sem að stjórnin hefði látið í ljós vilja sinn á, að vernda hag fiski- manna, þá ætti hún að kaupa fiskibyrgðir þeirra sem í hættu eru staddir, eða fisk þann, sem nú er til í landinu og ekki er hægt að finna markað fyrir, og taka hann á þann hátt út úr markaðssamkeppni. Eg benti á að fiskinn mætti nota til hjálpar nauðstaddra í löndum þe\m, er hjálpar þyrftu, sjóða hann niður, nota hann til áburðar, eða hverrar þeirra þarfa sem stjórninni sýndist. Eg benti á, að þó að stjómin vildi styrkja þá menn sem slík an fisk hefðu á höndum, þá kæmi það ekki að fullum not um, né heldur væri tilgangi lagana fyllilega fullnægt með því, því það gæti auðveldlega spillt markaði og staðið í vegi fyrir sölu á fiski í framtíðinni, og að fyrri aðferðin væri hag- kvæmari fyrir stjórnina sjálfa, heldur en ef hún færi að setja á stofn margþætt uppbótafyrir- komulag á vissum fiskitegund- um, sem seldar væru á heima- markaðinum, en undanskilja fisk þann, sem seldur væri burt úr landinu. Að slíkt fyrirkomu- lægi opið fyrir allskonar undan brögðum og misbrúkun, og þar að auki tæki það langan tíma að sitja slíkt fyrirkomulag á stofn og gjöra það vinnuhæft, til stuðnings þeim fiskimönnum sem á stuðning þyrftu að halda. Ef á hinn bóginn, að fiskurinn sem nú lægi óseldur, væri keypt ur upp, þá bætti það úr ástand- inu, að minsta kosti um tíma, á meðan væri hægt að stofna Minni Landnemans Flutt að Lundar 6. júlí 1947. aðalnefndina, og skipa héraða-l nefndir, skipuleggja hagkvæm- ar starfsaðferðir. Þó að allir fundarmenn féllust ekki á þess- ar bendingar, þá benti forsetinn á, að þó miklum tíma hefði ver- ið varið til að ræða málið, þá \£,æri þetta eina uppbyggilega hugmyndin sem fram hefði komið og að heppilegast væri að fundarmenn skiptu sér nú 1 rnjár nefndir, nefnd erindreka frá vesturströnd Canada, frá miðfylkjunym og austurströnd- inni, og þær nefndir töluðu sig saman um málið þá um kvöldið, og legðu svo tillögur sínar fram allsherjarfundi að morgni næsta dags, og var það sam- þykkt. Fundur var aftur settur kl. 9.15 morguninn eftir og lögðu þá nefndimar þrjár til, að til lögur mínar væru staðfestar af fundinum, og bentu á, að þó að markaðsskrá væri ekki * til á vesturströridinni, þá byggjust þeir við, að það mundi verða um tvö milljón pund af trollara fiski, sem markaður væri ekki fáanlegur fyrir, frá því nú og fram að áramótum, og að þeir færu fram á að stjórnin keypti. Austurstrandarmenn sögðu, að þeir hefðu á höndum sér tvær milljónir og fimm hundruð þús- und pund af frosnum þorsks “fillets”, semþeir gætu ekki selt, og þeim taldist svo til, að frá því nú og fram að áramót- um, þá mundi verða önnur sjö og hálf milljón pund af “fillets“ sem enginn markaður yrði til fyrir. Það heila við áramótin tíu milljónir punda, sem þeir vildu fá stjórnina til að kaupa og létta með því á markaðinum. Fiskiskrár frá Ontarío, Mani- toba, Saskatchewan og Alberta, voru ekki við hendina, en ég ætlaði á, að í þeim fylkjum væru um tvær milljónit punda af fiski, nú sem stæði, sem í voða væru sökum skorts á markaði. Fundurinn samþykkti í einu hljóði að skora á Canadastjórn, að sjá um að fjórtán milljón Business and Professional Cards Thule Ship Agency l"«- 11 Broadway, New York, N.Y. umboösmenn fyrir h.f. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS (The Icelandic Steamship Co. Ltd.) FEUGFÉLAG ISLANDS (The Icelandic Airways Ltd.) Vöru- og farþegaflutningur frá New York og Halifax til Islands. RUDY’S PHARMACY COR. SHERBROOK & ELLICE We Deliver Anymhere Phone 34 403 Your Preecriptions called for and delivered. A complete line of baby needs. H. J. STEFANSSON Life, Accident and Health Insurance Representing TIIE GREAT-WEST LIFE A SSURANCE COMPANY Winnipeg, Man Phone 96)144 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suöur af Banning) Talsími 30 877 ViCtalstlmi 3—5 eftir hádegl DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 2?)2 398 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræöingur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 215 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e.‘h. Otfice Phone 94 762 Res Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment DR. ROBERT BLACK SérfrœCinpur l auyna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Heimasími 42 154 Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsali Fólk getur pantaö meðul og annaö með pósti. Fljót afgreiðsla. DR. J. A. HILLSMAN V Surgcon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 Þeir týnast úr lestinni einn eftir einn, því óðar, sem líður á daginn, það skiptir ei málum hvort maður er einn, eða margir á ferð eða vegurinn beinn, :;:eða góður og grösugur haginn:;: Menn draga hvert einasta andartak, frá alföður mildum til grafar, svo hníga þeir flestir með bogið bak, sem barátta lífsins í nauðir rak, :;:á vegi frá vöggu til grafar:;: En svo tekur þögnin og þokan við og þaðan kom enginn til baka. Við heyrum í söngvunum sorgar nið, og söknuður truflar vorn hjarta frið, :;:og allir þar undir taka:;: Ein kynslóðin fæðist, ein kynslóðin deyr, og kraftaverk mannanna hrynja, og hvort þú ert prófessor, páfi — eða meir, þeir prédika að maður sé skaptur af leir, :;:og yfir hann dauðinn skal dynja:;: Hér litu menn sólskin í sextíu ár, og svalkaldan Canada vetur, og sigurinn vanst gegnum gleði og tár og gott er að hylla þann manndóm í ár, :;:er svipinn á umhverfið setur:;: Nú hvíla hér landnema bændanna-bein, um byggðina frjósama og víða, þeir ruddu hér skógana grein fyrir grein, og gullkorni sáðu, í akursins rein, :;:fyrir kynslóðir komandi tíða:;: Við sjáum í verkunum drengskap og dug, sú dáð á sér norrænar rætur, Þeir komu hér allir með einbeittan hug, og öllu, sem hindraði vísuðu á bug, :;:ólu sjálfstæða syni og dætur:;: Svo nú hvílir ábyrgð á æskunnar lýð, sem arftöku frumbyggjast njóta. Eg veit hún er dáðrík, ég veit hún er fríð og viljug að heyja það framsóknarstríð, :;:sem byggðinni verður til bóta:;: Svo blessist og frjóvgist þín grösuga grund og glatt skín sólin í heiði, og dagskúrir vökvi’ þinn laufgræna lund og lífsstraumi veiti inn í sérhverja und :;:og bTómin á landnemans leiði:;: H. E. Magnússon pund af fiski yrði keypt tafar- laust, eða svo fljótt sem hann félli til, frá því nú og fram að áramótum, og að sá fiskur sé með öllu tekin burt úr framboði fiskimarkaðinum, og benti á, að með þeirri aðferð einni væri unnt að verðfesta fiskimarkað- inn og máske komast hjá bein- um fjárhagslegum stuðningi, fiskiútgerðinni til handa, að minsta kosti í einar sex vikur, sem að gæfi stjórninni hlé til að skipa aðalfiskiverðsnefndina, aðstoðarnefndir hennar og aðal- nefndinni ráðrúm tíl að skipu- leggja starf sitt. Það var farið fram á, og áhersla lögð á, að stjórnin í Canada, veiti fulltingi sitt til víðtækrar upplýsingastarfsemi og alþjóðarkynningu í sambandi við fiskiiðnað landsins, í samein ingu við framleiðendurnar. — Þegar hér var komið málum, var aðstoðarfiskimálaráðherrann kallaður á fundinn, og kom hann tafarlaust með sex eða átta aðstoðarmenn með sér, til þess að hlýða á ákvæði fundarmanna. Eftir að hafa heyrt þau, til- kynnti hann fundinum að þau væru í samræmi við hinar upp- haflegu hugmyndir landstjórn- arinnar í málinu. En sökum skorts á frystitækjum í löndum þeim, sem nauðstöddust væru fyrir aðstoð, þá væri ekki hægt að nota frosinn fisk til þeirra þarfa, aðeins saltaðann fisk og fisk í könnum. Hann sagðist samt skyldi athuga möguleik- A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur líkklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaður s& bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarða og legsteina. Skrifstofu talsímJ 27 324 Heimilis talslmi 26 444 Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. Geo. R. Waldern, M. D. Physician and Surgeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108. SARGENT TAXl PHONE 34 555 For Quick ■ReUahie Service PCINCE// MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum, og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WFG. Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningal&n og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. PIIONE 97 538 ana á að notfæra frosna fiskinn, með því að sjóða hann niður, eða á einhvern annan hátt. — Yfirleitt virtist hann mjög ánægð J ur með niðurstöður okkar, að- stoð þá, sem okkur hafði tekist að veita fiskimáladeildinni með athugunum okkar og ákvæðum. ráðleggingum okkar. R: (Framh á bls. 7) TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Ghartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnipeg, Canada — \ Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœöingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Sími 98 291 Phonev 49 469 Radio Servioe Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEG GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wrholesale Distributors of Fr’ish and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, fram.kv.stj. Verzla I heildsölu meö nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA 8TREET I Skrifst slml 26 355 Heima 55 462 11 HAGBORG II n fuel co. n • Dial 21 331 21 331

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.