Lögberg - 24.07.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.07.1947, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. júlí, 1947 --------logbers--------------------- OefiB út hvern flmtuáag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 iiargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskriít ritatjðrans: EJDITOR LÖGBERG 195 Sarg-ent Ave., Wínnipeg, M&n. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lðgberg-” la printed and publiahed by The Columbia Preea, Llmlted, 695 Sargent Avenue, Winnipe*. Manitotoa, Canada. Authorized aa.Socond Class Maii, Post Office Dept., Ottawa. PHONB 11 M4 Örugg forusta Þótt menn af skiljanlegum ástæðum greini á um margt, og sínum augum líti hver á silfrið varðandi einar og aðrar ráðstafanir þeirra, sem með völd fara í þessu landi, er þó auðsjáanlega mikill meiri hluti fólks þeirrar skoðunar, að þjóðin hafi notið öruggrar forustu þau tuttugu árin, sem Mr. King hefir verið við stýri; þetta kom eigi aðeins í ljós meðan á hinum risafengnu stríðsátök- um þjóðarinnar stóð, heldur og engu síður, er viðreisnarstarfið heima fyrir hófst, að loknum hinum grimmúðuga hildarleik; langflestar þeirra stjórna, er að sókn stóðu á styrjaldarárunum, sungu sitt síðasta vers, er til kosninga kom, eða áttu ekki afturkvæmt í póli- tískum skilningi, og nutu þó ýmissar þeirra, eins og vitað er, stórhæfra for- ustumanna; alveg það gagnstæða varð ofan á, er gengið var til kosninga í Cana da eftir að styrjöldinni lauk. Liberal- flokkurinn, undir forustu hins víðsýna og gætna leiðtoga síns, Mr. Kings, er borið hafði hita og þunga dagsins öll hin geigvænlegu styrjaldarár, fékk glæsilega traustsyfirlýsingu hjá þjóð- inni og ótakmarkað umboð til þess að vinna að þeirri nýsköpun, er flokkur- inn hafði á stefnuskrá sinni; þetta varð þjóðinni til giftu og sæmdar, því það ber jafnan vott um siðferðilegan þroska, að meta drengilega unnin holl- ustuverk. Enginn einn maður hefir unnið cana- diskri þjóðeining meira gagn en Mr. King, enda er hann manna lagnastur á það ,að samræma fjarskyld og jafnvel andvíg öfl, og beina orku þeirra í einn og sama farveg; og þegar mikið liggur við, lætur hann þá kaþólsku frá Quebec og Imperialistana í Ontario, vinna sam- an sem bræður. Meðal þeirra stórmerku nytjamála, sem Liberalstjórnin hefir á síðari árum hrundið í framkvæmd, ber að telja löggjöfina um framfærslustyrk barna, er svo hefir haft víðtæk áhrif á heimilisaðstæður hins fátæka dag- launamanns, að viðhorfið er í raun og veru gerbreytt; nú njóta börn láglauna stéttanna hollrar fæðu og sæmilegs klæðnaðar, þora ófeimin að horfast í augu við skólasystkini sín, þau, er bet- ur voru sett í áminstum efnum; borgar- arnir eiga ríkið, og það er því í hag, að þeir alist upp og mannist sem þá, er best má verða, því að á þeim hvíla skyldurnar við samtíð og framtíð. Vér áttum ekki als fyrir löngu tal við kenslukonu í þessari borg, er stundað hafði árum sáman kenslu í skóla, er fjöldi barna vanefna fólks gótti; kona þessi mintist sjö systkina, sem stund- uðu nám í skóla hennar; þau voru á aldrinum frá sex til fjórtán; heimilis- faðirinn vann baki brotnu stranga dag- launavinnu við sultarlaun; húsmóðirin, er vissulega hlaut að eiga fult í fangi með þenna stóra barnahóp, fnnvann sér nokkra skildinga vikulega við þvott og hreingerningar fyrir aðra; en þetta hvorttveggja hrökk ekki til; börnin komu í skólann klæðlítil og mögur; það komu fagnaðartár í augu kenslukon- unnar, er hún mintist systkinanna 7 og þeirrar mikly breytingar til hins betra, er orðin var á heimilishögum þeirra; þetta er vitaskuld aðeins eitt dæmi af mörgum, er afdráttarlaust leiðir það í ljós, hve ríkulega ávexti hin áminsta barnaframfærslulöggjöf Kings-stjórn- arinnar hefir þegar borið, og á eftir að bera, er tímar líða, varðandi heilbrigða þróun æskunnar í landinu. Sú staðreynd verður heldur ekki gengin á snið, að það komst í fram- kvæmd á nýafstöðnu sambandsþingi fyrir atbeina Kingstjórnarinnar, að lágmarkslífeyrir gamalmenna var lög- bundinn við þrjátíu dollara á mánuði með þessu var stigið spor í rétta átt, þótt betur megi ef duga skal, því enn hefir almenningsálitinu í þessu efni hvergi nærri verið fullnægt, eins og Lögberg hefir svo þráfaldlega leitt at- hygli að. Menn munu lengi minnast þess, að það var Kingstjórnin, sem barðist fyr- ir og hratt í framkvæmd löggjöfinni um Canadisk þegnréttindi, en með því var létt af þeirri galdraþoku, sem varð þess valdandi, að skyldur og réttindi stóðu í öfugu hlutfalli, því á pappírnum að minsta kosti, skipti það engu máli þó menn væru bornir og barnfæddir í Canada, þeir gátu ekki einu sinni þó lífið lægi við, ef svo má segja, fengiö vegabréf suður yfir landamærin í nafni þjóðarinnar, sem ól þá; úr þessu hefir nú verið bætt, ásamt svo mörgu fleiru fyrir atbeina og framtök núverandi stjórnar. Það málið, er einna mestur styr stóð um á nýafstöðnu þingi, laut að skipt- ingu kjördæma, sem í eðli sínu þoldi ekki lengri bið; þingmönnum neðri málstofunnar verður nú fjölgað um tíu, og verður þá tala þeirra 255. Vitaskuld varð það eigi umflúið, að breyta yrði að nokkru til um merkjalínur kjördæma við fjölgun þingsæta, en slíkt olli næsta hvössum deilum á þingi, því ýmissir þingmenn óttuðust um, að þeir myndu missa spón úr askinum; en vegna lægni Mr. Kings fóru þó leikar þannig að á- minst löggjöf hlaut samþykki þings með álitlegum meirihluta; það voru einkum þingmenn íhaldsflokksins, er báru sig illa og börðu sér á brjóst, en C. C. F.- sinnar fylgdu stjórninni sem einn mað- ur, er til fullnaðar úrslita kom, og mun slíkt almennt mælast vel fyrir. Tvennar aukakosningar hefir King- stjórnin nýverið unnið með öflugu at- kvæðamagni, í Montreal, Cartier og Halifax, og ber það því glögt vitni, hve þjóðin metur þá öruggu forustu, sem hún hefir veitt henni jafnt á tímum stríðs og friðar. Hvað verður um friðinn? Stríð vinnast með kúlum og byssu- styngjum, en friðurinn vinst ekki nema með herskörum mannúðar og hrein- ræktaðs hjartalags. Friðurinni vinst ekki með myrkvun; hann vinst aðeins við meira ljós. Til þess að vinna friðinn, verður mannkynið að njóta ritfrelsis, málfrels- is, skoðanafrelsis og samviskufrelsis; án þessara líyrningarsteina sannrar siðmenningar, verður heimur vor öm- urlegur bölheimur í stað skínandi sól- heims, er skapar börnum sínum far- sæld og frið. Hvorn heiminn kjósið þér? Það var skopast að konunni, sem reyndi að bera sólskin í svuntunni sinni inn í bæinn; hún vissi þó, hvað hún vildi og fann til þess á hverju væri mest þörf; hún var fædd undir hinu veglega og sanna ljósberamerki; ljósþráin var henni ómótstæðileg, hún þoldi ekki myrkvun, henni var það fyrir öllu, að veita sólskini hins sanna friðar, hinnar sönnu lífshamingju, inn í bæinn. Leikhúsmál Slíkt er heiti tímarits, sem Lögbergi hefir borist í hendur og helgað er leik- list íslenzku þjóðarinnar; það er gefið út í Reykjavík, en ritstjóri þess er Har- aldur leikari Björnsson frá Veðramóti Það fer að vonum, að jafn listræn þjóð sem íslenzka þjóðin í eðli sínu er, láti ekki hina göfgandi leiklistarstarfsemi liggja á ‘hillunni, eðæ feli ljós sitt undir mælikeri á þeim vettvangi, enda væri slíkt með öllu óhugsanlegt um þjóð, sem ráðist hefir í annað eins stórvirki og það, að koma upp þjóðleikhúsinu í Reykjavík, sem langtum fjölmennari þjóðir gætu réttilega verið upp með sér af. Einungis örskamt er um liðið frá þeim tíma, er Leikfélag Reykjavíkur hélt hátíðlegt hálfrar aldar starfsaf- mæli sitt; var þessa merka atburðar í menningarsögu þjóðarinnar að mak- leikum minst í höfuðstað landsins og víða annarsstaðar með þjóðinni; tíma- ritið birti myndir af kunnustu leikur- um þeirra tíðar, svo ’sem þeim Stefaníu Guðmundsdóttur, Guðrúnu Indriðadótt ur, Gunnþórunni Halldórsdóttur, Krist- jáni Þorgrímssyni, Friðfinni Guðjóns- syni, Árna Eiríkssyni, Jens B. Waage, Helga Helgasyni ásamt fleirum, er í fylkingarbrjósti stóðu; það er ánægju- legt fyrir þá, er þektu þessa ágætu leik- ara persónulega, eða kynntust þeim frá leiksviðinu, að endurnýja við þá kunningsskap í Leikhúsmálum, horfa á myndir þeirra, sem þar eru birtar og kynnast helstu æfiatriðum, sem þar er skilmerkilega fengið frá af hálfu rit- stjórans. Hvert stefnir? Það hefi ég fyrir satt, að þann ið spyrja menn þann er áttavit- ann hefir, þegar um höfin er siglt. Það þykir varða öllu hvort hvort rétt er stefnt eða rangt. Hvort stefnt er á blindsker, boða eða beint í klettaströnd, eða horfinu er haldið beint um haf- ið svo sem för er heitið. Það er alment viðurkent að á það sé heimilt að minnast, sem í opinberum blöðum nema öðru- visi sé tekið fram. Eg tel mér því heimilt að minnast á atburð sem endurspeglast í Lörbergi 10. júlí, 1947. Það er sextíu ára minning- arhátíð Álftavatns-bygðar. Það orkar manni til gleði að slikar hátíðar eru í aðsigi jafnvel þó maður komi þar hvergi nærri. Hátíð skal haldast, göfginu skal fagnað í einhverri fagurri og við- eigandi mynd. Og ósjalfratt er manni það, að gleðjast sérstak- lega yfir hátiðahalds efni þar sem íslendingar eiga hlut að máli. — Svo var því farið með tilvonandi hátíðahald áminstrar bygðar. -t- Eg tók Lögberg út úr pósthólf inu í gær. Mér hefir aldrei orð- ið eins illa við að sjá blaðið. — Efst á fyrstu síðu til hægri, blasti við mér gapandi drekahöfuð — lafandi eiturtunga. “Hvað er þetta?” sagði ég ó- sjálfrátt og upphátt. Þó enginn væri nær staddur. — Jú. það var táknið, sem sextíu ára bygð- arminningin á Lundar eða Lög- berg fyrir hennar hönd, ber fram fyrir almenning, efst á blaði. Er þetta holt? Er þetta eins og það á að vera? Það er ekki'holt. Það er ekki eins og það á að vera. Eg er viss um að bygðarbúar Álftavatnsbyggðar, sem annara eiga eitthvað betra og göfugra að halda á lofti til minninga um unninn sigur á sextíu ára skeiði, heldur en þenna drekahaus eða það sem hann táknar. Þegar minningarathafnir eru um hönd hafðar, er tilkynt hvað best sé í unnum sigri, einnig á á hvaða grundvelli sigurinn sé unninn. Menn leitast við að gera þetta, að minnsta kosti. — Það á því við að dreifa þeim fán anum til, efst og best, sem til- kynnir þær hugsjónir sem hylla skal. “íslendingar komu ekki heiðn ir, þegar þeir komu til Álfta- vatnsbyggðar”. “Það var ekki ég, sem sagði þessa setningu. Það var karl- maður, sem sagði hana, þegar hann sá dreka þann hinn mikla og ógeðslega, er framborin er á fyrstu síðu Lögbergs 10. júlí ’47. Nei. Þeir voru ekki heiðnir. Það var fyrir kristna trú, sem íslenzka þjóðin hafði lifað undir í átta hundruð áttatíu og sjö ár, áður en þíssi sérstaki þáttur hennar kom til Álftavatnsbyggð ar, að þjóðin hafði lifað og kaf- að í gegnum allar þær eldraun- ir, sem yfir hana höfðu gengið á því tímabili. Kristin trú hafði fágað svo mik-ið úr sálum manna af drekahausseðlinu og leyft fágaðri-og svo mikið þroskaðri göfugmennskunni, að ná yfirráð um, á téðu tímabili, að til Álfta- vatnsbyggðar sem og annara byggða islenzkra, vestan hafs, komu menn og konur, sem þektu gott frá illu, þektu kristna trú, og vafalaust fjölda margir ver- ið sannkristnir í sál og hjarta. Oft hefi ég dáð það, hve Is- lendingum fórst vel við kristni- tökuna. Satt er það, að grunt mun kristin trú hafa náð hjá sumum forfeðrum vorum þá. — Það var eðlilegt. Og einmitt þess vegna var það enn dásamlegra að Guðsandinn fékk svo mikið irúm í sálum þeirra, að þeir vildu ekki ganga á bak orða sinna. — Drengskapar orðið var mjög í hávegum haft hjá þeim bestu. Og nú reyndi á það í alvöru, En það var ekki fyrir drekana, því þeir gátu aldrei táknað neitt nema mannvíg og miskunnar- leysi. Grimdina í algleymingu. Því höfðu þeir þá á skipunum sínum. Ekki efast ég um það, að Þor- geiri Ljósvetningagoða hafi þótt vænt um goðin sín — tilhöggna stokkana, steinana — drekahöf- uðin og annað því um líkt; en hann fleygði þeim sami í foss- inn. — Stokkar, steinar, drekar, tákn grimmdar, þekkingarleysis og guðleysis, beið slt lægra hlut (Frh. á bls. 5) ÞEGAR ÞÉR BYGGIÐ . . . Þá noiið ávali CITY HYDRO RAFLEIÐSLU Ábyggilegasta og ódýrasta rafleiðslan SIMIÐ - CITY HYDRO - 848 124 HAFA SMIÐAÐ ÚRVALS BÚVERKFÆRl í fullkomin 100 ár Hinar gömlu sláttuvélar höfðu skurðará- hald líkt og nú gerist um hliðstæðar vél- ar og bindara; á bak við ljáinn var bekk- ur, er á var hlaðið korninu, jafnskjótt og slegið var; þegar nóg hafði safnast fyrir, var öllu rakað saman af manni, sem á eft- ir gekk. Þetta var seinlegt og stundum þurfti fimm menn til þess að hafa á und- an vélinni. Nú horfir öðru vísi við með Massey-Harris samstæðuna, sem slær og þreskir í einu; með þessum hætti kemst margfalt meira í verk en ella myndi verið hafa. Massey-Harris hefir veitt bændum að- gang að síðan 1847, hafa gerbreytt lífshátt um manna og afkomu; þær hafa aukið bún aðarframleiðsluna mörgum sinnum, aukið á lífsþægindi almennings í borg og bygð, og komið í veg fyrir stórkostleg útgjöld, sem annars hefðu eigi orðið umflúin. Og nú, við upphaf annarar starfdækslualdar, væntir þetta félag þess, að geta bætt úr þörfum á ennþá fullkomnari hátt, og spar- að þeim meira fé, og dregið úr erfiði þeirra. 0

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.