Lögberg - 24.07.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.07.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. júlí, 1947 5 AHDGAMAL LVCNNA Ritstj&ri: MAMMA ÞARFNAST HVÍLDAR EINS OG AÐRIR Nú er vinnandi fólk að fá sum arleyfi sín; heilar fjölskyldur hafa tekið sig upp og flutt úr borginni, út í sveit í sumarbú- staðí sína. Mikið hefir fólk hlakk að til að hverfa burt af stein- strætunum út í guðsgræna nátt- úruna, þar sem loftið er hreint jörðin græn og angandi og vatn- ið heillandi. Mikið hafa blessuð börnin hlakkað alt árið til að komast út að vatninu, skvampa í því og synda, hlaupa eftir fjör- unni, tína skeljar, byggja sand- kastala. Þar ná þau sér aftur eftir hina löngu skólasetu og verða sólbrún og hraustleg, og safna orku fyrir komandi vetur. Það er nauðsynlegt fyrir börn- in að komast úr borgunum, út á land á sumrin. Það er því eink- ar þakkarvert að ýms félög hafa reist sumarbúðir við vötnin til þess að gefa börnum kost á að dvelja nokkra daga í sveit á sumrin, þeim, er annars myndi ekki eiga kost á að fara þangað. Gert er einnig ráð fyrir því að þreyttar mæður dvelji nokkra daga í þessum sumarbúðum sér til hressingar. Ef til vill gera ekki allar fjöl- skyldur, sem flytja út í sumar- bústaði sína, sér grein fyrir því að „mamma" þarfnast hvíldar eins og aðrir. Oft kemur það fyr ir að hún kemur heim aftur, miklu þreyttari en þegar hún fór, vegna þess að hún hefur haft meira að gera í sumarfrí- inu heldur en á nokkrum öðr- um tíma ársins. Fjölskyldan þarf að borða, sofa og vera hrein til fara, þótt hún sé úti í sum- arbústað og ætlast er til að móð irin hafi umsjón með þessu eins og endranær, en svo bætast við ýms aukastörf og óhjákvæmileg óþægindi. Fyrst þarf að hressa upp á húsið eftir umhirðuleysi vetrárins, hreinsa það og koma fyrir áhöldum og húsgögnum. I mörgum sumarhúsum er hvorki rafmagn né vatnsleiðsl- ur, svo hin venjulegu hússtörf verða húsmóðurinni miklu erfið ari en heima; hún verður að kveikja í eldavél og elda allan mat á henni; bera inn, og hita alt þvottavatn ofan á eldavéi- inni; þvo í bala með bretti; panta í einu nægileg matvæli fyrir marga daga. Auk þessa er stöð- ugur gestagangur; börnin bjóða vinum sínum úr borginni, að dvelja hjá sér í nokkra daga og faðirinn kemur með nokkra kunningja úr borginni um helg- ar. Að öllu þessu athuguðu, er ekki að furða þótt móðirin sé orðin ærið þreytt þegar sumar- fríinu lýkur. Eini vegurinn til þess að bæta úr þessu er, að öllum meðlimum fjölskyldunnar, ungum og göml um sé það ljóst, áður en lagt er af stað, að þeir verði að gera ýms störf og snúninga í sumar- bústaðnum, auk þess að skemmta sér; að “mamma” á ekki að vera þjónn allra, hún verður að fá frí líka. Engin má skerast úr leik; sá sem ekki vill vinna, á ekki skilið að skemmta sér. Börnin hafa alveg eins mikið gagn og gaman af sumarfríinu, þótt þau hafi ákveðnum skyldu störfum að gegna; Það er síður en svo að það sé holt fyrir stálp- uð börn að leyfa þeim ávalt að skemmta sér á kostnað móður- innar; að koma þeim upp á að hún dekri við þau og þjóni þeim, þannig verða þau eigin- gjörn, frek og leiðinleg, og verða sennilega seinna að súpa út á slíkt uppeldi, því ekki mun hún altaf verða til staðar til þess INGIBJÖRG JÓNSSON að taka á herðar sér áhyggjur þeirra og skyldur; þeim mun ganga ver að venjast því að vera sjálfstæð, þegar þau eru orðin fullorðin. Sumarfríið er mikið æfintýri í lífi fjölskyldunnar; með lægni er hægt að láta börnunum finn- ast gaman og æfintýralegt að gera ýms störf, sem þau eigi hafa átt að venjast: Jón litli sækir vatnið, ber inn eldiviðinn, nær í ísinn, býr um rúmið sitt, heng ir upp baðfötin sín og sér um sín eigin föt; hann getur verið mjög hjálpsamur maður, þótt hann sé aðeins 10 ára gamall. — Anna litla býr upp rúmin, þríf- ur til í stofunni, leggur á borð- ið, þvær upp leirtauið, passar yngri börnin. Vinnan gengur fljótt og vel þegar margar hendur eru að verki. Fjölskyldufaðirinn er sjaldn- ast nema tvær vikur og um helgar í sumarbústaðnum, svo ekki er hægt að ætlast til of mikilla snúninga af honum. — Hann ætti þó að hafa það í hyggju að það er ágæt líkams- æfing og heilsubót í því að slá grasið, reita illgresið úr blóma- garðinum, kljúfa eldivið og dytta að húsinu. Börnin taka líka oft meira tillit til þess sem faðir þeirra segir þeim, vegna þess að þau eru ekki eins mik- ið með honum eins og móður- inni; hann getur mikið létt und- ir með henni með því að hafa áhrif á börnin, þannig að þau skilji að þau eigi að vera um- hyggjusöm og hjálpsöm við móð ur sína. Sjáið um að “mamma”, engu síður en aðrir, fái góða hvíld í sumarfríinu; hún á það skilið. Edik er iil margra hluia Ef eggið, sem á sjóða, er sprungið, er ágætt að láta eina teskeið af ediki í vatnið svo eggjahvítan fari ekki út í vatnið. ♦ Ef maður þarf að ná blettum af dragtarpilsinu sínu t. d. eða einhverjum öðrum flíkum og hef ir ekki annað en edik við höncþ ina, er ágætt að nudda blettina úr því með hreinum klút. Ef ykkur finst kállyktin. vond, þegar þið sjóðið kálmeti, og vilj ið ekki að lyktin komist inn í stofuna, sérstaklega ef þið eigið von á gestum, vindið þá klút upp úr ediki og látið hann kring um lokið á pottinum. Kvenréitindi Árið 1616 gekk svohljóðandi lagaboð í gildi á Englandi: Hvert skipti, sem hlaupár er, skal hver ógift kona hafa lög- fulla heimild til að tjá ást sína hverjum þeim manni, sem hún kýs sér að eiginmanni, og má hann ekki taka málaleitun hennar með fyrirlitningu né spotti. Löngu fyrr — 1288 — hafði verið gefin út svohljóðandi til- skipun í Skotlandi: Á stjórnarárum hennar há- tignar, Margrétar drottningar skal hver ógift kona í Skotlandi hvort sem er af háum eða lág- um stigum, hafa frelsi og full- an rétt til þess að biðja þess manns, sem henni best fellur í geð, á því ári, sem hlaupár nefnist, og skal hann taka sér hana til ektakvinnu, eða að öðrum kosti greiða henni skaða- bætur í peningum. En geti hann fært sönnur á, að hann sé heitbundinn annarri konu, skal hann laus allra mála. Þessu lík lagaboð hafa verið gefin út í fleiri löndum. Vísir til Búnaðarskóla á Hvanneyri í Borgarfirði Framhaldsnámskeið hefst þar í haust. Viðtal við Guðmund Jónsson, skólastjóra. Á Hvanneyri ber allt vott traustrar stjórnar vel menntaðs dugnaðarmanns. Innan húss sem utan er öllu smekklega fyrir komið, og gestrisni og alúð hús- bændanna er ramísleenzk. Tíðindamaður blaðsins spurði Guðmund Jónsson skólastjóra frétt, er vhann kom að Hvann- eyri um helgina. Sagðist Guð- mundi svo frá: 1 vetur voru 44 nemendur í skólanum, 17 í yngri deild og 27 í eldri deild. Luku þeir allir burtfararprófi. Aðalnámsgrein- ar skólans eru: Jarðræktarfæði, búfjárfræði og arfgengisfræði. Auk þessara námsgreina er kend íslenzka, stærfræði, þjóðfélags- fræði, steinafræði, búnðaarsaga íslands, mjólkurfræði, efna- fræði, grasafræði, líffærafæði, landbúnaðarlöggjöf, búnaðar- landafræði, leikfimi og búsmíð- ar. Skólinn starfar frá miðjum október til sumarmála. — Verk- lega námið hefst strax að bók- lega náminu loknu. Er einkum lögð áhersla á að kenna nemend um meðferð ýmissa jarðyrkju- véla, t. d. dráttarvéla. Nemend- ur læra að aka til og fara með mjólkurvélar, þá læra þeir ýms jarðræktar- og garðyrkju- störf. 1 júlí og ágúst fá piltarnir leyfi. En verklega námið hefst á ný í september. Fjórir kennarar Við skólann kenna fjórir kenn- arar auk sr. Guðmundar Sveins- sonar, sem keenndi íslenzku og söng síðastliðinn vetur. Kennar- ar eru, auk skólastjórans, Gunnar Bjarnason ráðunautur, Hailkur Jörundsson og Ellert Ellert Finnbogason, sem kenndi leikfimi og búsmíðar. Með haustinu er í ráði að koma á framhaldsnámi í bú- fræði, og geta allir innritast í íina nýju deild, sem lokið hafa burtfararprófi frá Hvanneyri eða Hólum. Eins og nú standa sak- ir, er enginn skóli til í landinu, sem veitir framhaldsmenntun í DÚfræði; nýja deildin hér verður fyrsti vísirinn. Til þess að hægt verði að reka þessa deild, þarf a. m. k. einn kennara í viðbót. Minni áhugi Nemendum fer heldur fækk- andi á bændaskólanum. Hér er rúm fyrir fimmtíu, en 44 sóttu skólann. Hólaskóli tekur 40, ea hann var ekki heldur fullskipað- ur s. 1. vetur. Þeir piltar, sem hingað koma, eu áhugasamir um landbúnaðarmál, en þeir þyrftu að vera fleiri. 1 fyrra var bygður ráðsmanns *bústaður og prestabústaður hér á Hvanneyri, og nú er verið að leggja inn rafmagn frá Anda kílsvirkjuninni. Ætti því að verða lokið um miðsumar. Auk Hvanneyrar fá bæði Borgarnes og Akranes rafmagn þaðan, og á næstunni er gert ráð fyrir raf- magni handa 100 sveitabæjum, og í náinni framtíð verður raf- magn leitt víðar um héraðið. Vísir, 10. júní. Gömlu íslendingarnir á Gimli biðja að heilsa heim Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elliheimilisins Grund, er ný- kominn heim úr ferðalagi til Ameríku, en hann fór þangað til að kynna sér rekstur elliheim ila fyrir vestan haf. — Hafði hann meðferðis meðmælabréf * frá Gunnari Thoroddsen borgar stjóra hér í Reykjavík, til yfir- borgarstjórans í Nev York og opnaði það honum allar dyr að elliheimilum fyrir vestan. Gísli fór í heimsókn að Elli- heimilinu Gimli í Manitoba og segir hann, að sá staður finnist sér íslenzkastur allra staða er hann hafi komið á, að Grund einni undantekinni. Gamla fólkið á Gimli bað hann að færa kveðjur til Is- lands. Guðmundur Brynjólfsson, sem er 91 árs, sagði: “Eg bið að heilsa fjöllunum heima“. Kona á níræðisaldri sagði: „Ef nokk- ur kannast við mig heima, þá bið ég að heilsa“. Gísli færði Elliheimilinu að Gimli stækkaða ljósmynd af Heklu, að gjöf. Á myndinni voru nokkrir íslenzkir hestar. Þeir vöktu svo mikla athygli gamla fólksins, að sjálft Heklugosið var aukaatriði á myndinni sam- anborið við myndina af hestun- um. Mjög rómar Gísli allar mót- tökur og gestrisni Vestur-ís- lendinga, sem allir kannast við, er vestur hafa komið. Hann varð og var við hve íslendingar eru í miklum metum vestra. 1 Toronto heyrði bráðókunnugur maður, að Gísli sagði tollverði. að hann væri Islendingur. — Hann gaf sig á tal við Gísla og sagðist þekkja marga Islendinga í Winnipeg og annað eins sóma- fólk hefði hann aldrei komist í kynni við, fyrr né síðar. Mbl., 13. júní. HVERT STEFNIR? (Frh. af hls. 4) í sálu hins göfuga manns við einlæga og alvarlega Guðs leit. Kross Jesú Krists sigraði þar og hélt áfram smátt og smátt að sigra grimdina og guðleysið í mannssálinni, þrátt fyrir það þó hveitinu gengi oft seint að vaxa, og gangi því miður all seint enn víða. Það er samt ekki erfitt að að sjá, sé vel að gætt, upp af hverju hveitið sprettur né upp af hverju þyrnar og þistlar vaxa. Eg er í hópi þeirra, sem lang- ar til þess að íslenzk tunga mætti lifa sem lengst vestan hafs. — Einnig að það besta, sem er til í íslenzkum bókmenntum mætti komast inn í vitund afkomenda íslenzka þjóðarbrotsins hér. Þar með eitthvað úr sögu landsins. Eg er af öllu hjarta þakklát þeim sem af óeigingjörnum hvötum vinna að þessu máli. Eg rek mig altaf á það annað slagið, að það er nauðsyn — ekki síst með bók- menntimar og söguna. Samt sem áður, ef við eigum að gera slíka vinninga á kostnað krist- innar trúar, þá er betra að stansa þar sem maður er nú. Að minsta kosti ættum við með kostgæfni og alvarlegri athygli, að athuga hvert stefnir með þetta mál. „Öllum hafís verri er hjartans ís, því hann heltekur skyldunnar þor. Ef hann grípur þjóð, þá er glötun vís, þá gagnar ei sól né vor. En sá heiti blær, sem til hjartans nær, frá hetjanna fórnarstól, glæðir andans ís, þaðan aftur rís, fyrir ókomna tíma sól”. Með hugheilum óskum til Álftavatnsbyggðar.” As orders for new telephone service are received, they are placed on a waiting list and filled in rotation. Your telephone service will be installed on that basis. In that way, fair distribution is made of the equipment and material as it seaches us from the manufacturer. 2-47 mnniTOBR teiiEphono snsTEm Rannveig G. Sigurbjörnsson auit'iau fó&M, cojffee.'t/uui FORT GARRYV For flavour, richness and strength, Fort Garry Coffee is coffee at its best —always roaster-fresh—delicious! Enjoy Fort Garry Tea, too. A HUDSON’S BAY COMPANY PRODUCT Inn köllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man.............. B. G. Kjartanson Akra, N. Dak.................. Backoo, N. Dakota. Árborg, Man ............ K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man.................... M. Einarsson Baldur, Man................... O. Anderson Bellingham, Wash........... Árni Símonarson Blaine, Wash............... Árni Símonarson Boston, Mass................Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak.............. Cypress River, Man............. O. Anderson Churchbridge, Sask ..... S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak .......... Páll B. Olafson Elfros, Sask. ..... Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak............. Páll B. Olafson Gerald, Sask.................... C. Paulson Geysir, Man............. K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man. ................. O. N. Kárdal Glenboro, Man ............... O. Anderson Hallson, N. Dak............. Páll B. Olafson Hnausa, Man. ...........K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man. .............. O. N. Kárdal Langruth, Man. .......... John Valdimarson Leslie, Sask. Jón ólafsson Lundar, Man. ................. Dan. Lindal Mountain, N. Dak. Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. ......... S. J. Mýrdal Riverton, Man. ......... K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash.................. J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man................Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask............. J. Kr. Johnson Vancouver, B.C................F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man. .......... K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man. Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.