Lögberg - 14.08.1947, Blaðsíða 2

Lögberg - 14.08.1947, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. ÁGÚST, 1947 Kveðjur að vestan Erindi, flutt í Ríkisútvarpi íslands, Reykjavík, 28. júlí I 947 Eftir séra VALDIMAR J. EYLANDS íslendingar! Kæru tilheyrendur! Oft virðist það svo að örlögin geri sér dagamun við okkur mennina. Sumir dagar virðast hversdagslegir, langir og þreyt- andi. Aftur á móti verða aðrir dagar ógleymanlegir vegna vissra atvika, vegna þess að þeir hafa fært okkur merkilegar og ógleymanlegar gjafir. Fyrir viku síðan í dag, rann upp sá dagur æfi minnar sem ég gleymi aldrei hversu langt sem skeið mitt kann að verða. Þann dag sá ég ísland aftur í fyrsta sinn, eftir samfelda tutt- ugu og fimm ára dvöl erlendis. Mér varð ekki svefnsamt aðfara nótt þess dags. Við, kona mín og ég og þrjú börn, þeystum á fráum fáki um' hávegu loftsins. Er birta tók, sáust hvít skýin fljóta fyrir neðan okkur, en framundan var morgunroðinn — og ísland, landið þar sem vagga mín stóð og vonir mínar vöknuðu. Enginn nema sá, sem dvalið hefir fjarvistum frá ís- landi, getur gert sér í hugar- lund hvernig mér var innan- brjósts síðustu stundirnar á með an á fluginu stóð. Hugur minn var í háspennu; hjartað hrærð- ist af þakklæti til vinanna mörgu, austan hafs og vestan, sem gert höfðu þessa för mína og fjölskyldu minnar mögulega. Einnig var eftirvæntingin mikil. Hvernig myndi nú landið líta út við fyrstu sýn framandi manns? Hvernig myndi það falla ást- vinum mínum í geð, konunni og börnunum, sem aldrei höfðu séð það nema af myndum og fátæk- legum lýsingum mínum og annara? En svarið kom von bráðar. — Landið laugað sólu, kom að því er virtist á móti okkur út úr skýjunum, með útbreiddan faðm inn. í einu vetfangi gafst hin ákjosanlegasta heildarmynd af hinu væntanlega starfssviði mínu — norður- og vesturhluta Reykjaness skagans. Þarna voru þorpin og kirkjurnar sem ég átti að þjóna: Njarðvíkurnar, Kefla- vík, Garðurinn, Sandgerði og Hvalsnes. Æskudraumur minn um prestakall á íslandi var að rætast í bili, og það á ógleyman- legan hátt. Eg sá það nú alt í einu, og kom niður úr loftinu mitt á meðal safnaðanna. Vafa- samt tel ég að nokkur annar prestur hafi haldið jafn eftir- minniléga innreið í prestakall sitt, sem ég gerði þennan dag. Eftir fáeina snúninga í loftinu til að lækka flugið settist svo flugvélin mjúklega niður á völl- inn.. Skipstjóriim kom út úr her- bergi sínu og tilkynnti: “Nú eruð þér á Islandi. Hér verður numið staðar hálfa klukku- stund”. Eg hugsaði: Far vel, fagra skip. Megi þér vegna vel á för þinni um háloftin. En hér skilja leiðir. Hér vil ég lengur tefja. Og viðtökur fólksins sem beið okkar á flugvellinum voru engu síður hlýlegar, en aðkoman að landinu sjálfu. Hér voru stadd- ir til að mæta okkur þeir próf. Ásmundur Guðmundsson og séra Sveinn Víkingur, biskups- ritari. Sjálfur hafði biskup einn ig ætlað að koma út á flugvöll- inn, en gat ekki komið því við vegna embættisanna. Báðir höfðu þessir góðu menn, biskup- inn og prófessorinn unnið að því með sérstakri alúð og elju að gera þessa ferð mögulega, og verkaskiftin sem fyrir láu. Einn ig voru staddir á flugvellinum fulltrúar frá öllum söfnuðum hins væntanlega prestakalls míns, og buðu þeir okkur vel- komin með sérstakri vinsemd. Var nú sest að dagverði, og fluttu þá stuttar ræður þeir Sigurberg ur Þorleifsson hreppstjóri og meðhjálpari við Útskálakirkju, prófessor Ásmundur og biskups- ritari. Innflutnings- og tollskoð un fór fram í skyndi, og var af- greidd með meiri lipurð og kurteisi en menn eiga oft að venjast við landamæralínur. — Það var auðséð á öllu að við vor um komin í vinahóp; að enda þótt við værum komin langt að heiman, vorum við samt komin heim. En til hvers er ég þá hingað kominn? Þess mun þegar hafa verið getið í blöðum og útvarpi að við, séra Eiríkur Brynjólfs- son á Útskálum höfum skifst á kjóli og kalli fyrir eitt ár. — Er hann nú kominn vestur og tek- inn við embætti mínu sem prest ur Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, en það er stærsti söfnuður Islendinga vestan hafs. Er hér um nýmæli að ræða í andlegum viðskiftum íslenzku þjóðarinnar og þjóðarbrotsins vestra. Er það von mín og bæn að þessi samvinna megi takast vel og verða öllum málsaðilum til gagns og blessunar. Eg er Ríkisútvarpinu þakklát- ur fyrir það tapkifæri sem mér hefir verið veitt að flytja ís- lenzku þjóðinni kveðjur og bless unaróskir Vestur-Islendinga. — Islendinga^- og fólk af íslenzk- um ættum er nú fleira í Norður Ameríku en nokkur fær með vissu tölu á komið. Óhætt er að segja að eigi óverulegur hluti íslenzku þjóðarinnar sé þar bú- settur. íslendinga mun mega finna í nær öllum 48 ríkjum Bandaríkjanna og í 9 fylkjum Canada. I Bandaríkjunum eru þeir fjölmennastir í Norður-Da- kota og á Kyrrahafsströndinni, alla leið frá Mexico norður til Alaska. í Canada dvelja þeir einkum á víðfeðmum hveitislétt um miðfylkjanna og við hin fengsælu fiskivötn í Manitoba. Einnig býr, sem kunnugt er, mikill fjöldi íslendinga í Winni- peg borg, en þar munu eiga bú- setu fleiri íslendingar en í nokkr um öðrum bæ eða borg að und- antekinni sjálfri Reykjavík, og í þeirri borg má telja að sé mið- stöð andlega lífsins á meðal þjóðarbrotsins vestra. Enda þótt flest af þessu fólki hafi fyrir löngu tekið sér á herð ar venjulegar og sjálfsagðar borgaralegar skyldur í kjörlönd um sínum, þá mun það nærri undantekningarlaust bera mjög hlýjan hug til ættlandsins og stofnþjóðarinnar. Þótt þessu fólki sé fyrir fjarlægðar sakir og aðrar ástæður bönnuð virk þátttaka í kjörum og framtíðar- starfi íslenzku þjóðarinnar, læt- ur það sig hag hennar miklu skifta. Það gleðst innilega yfir allri nýrækt hér heima sem mið ar til góðs. Margir hinna eldri sakna landsins, en hinir yngri, sem fylgjast með, eru stoltir af framgangi þess og fengnu sjálf- stæði. Menn gleðjast yfir stór- stígum framförum hér heima til lands og sjávar, og yfir því, hve hin unga kynslóð hér er myndarleg í útliti, frjálsmann- leg í framkomu, og hugumstór til allra framkvæmda. Aldna dreymir dag og nótt dásemd átthaganna. Æsku vekur von og þrótt verstöð hillinganna. Fjalladrottning móðir mín minjalandið ríka. Meðan lóan minnist þín, man þig barnið líka. J. A. S. Á sunnudaginn 6. þ. m. var ég staddur á sextíu ára afmælishá- tíð svonefndýar Grunnavatns- byggðar við Manitobavatn, sem fór fram að Lundar. Voru þar saman komnir um 3000 Islend- ingar. Er dagskrá var afstaðin, komu til mín nokkrir aldraðir menn, tóku þétt í hönd mér og sögðu: “Mikið áttu gott að mega fara heim til íslands. Berðu landinu kveðju mína; heilsaðu fjöllum, hálsum, dölum fyrir mig. Ekki var örgrant um að sumum glitruðu tár í augum, er þeir mæltu þessi eða svipuð orð. Ekki er þó svo að skilja að fólki okkar vestra líði ekki vel. Yfirleitt eiga Vestur-Islendingar við hagsæld að búa og góð kjör á allan hátt. Sturlungaöld okk- ar vestra, sem um skeið var mjög rómuð hér heima, er nú löngu liðin .Að vísu eru til mjög mismunandi stefnur og straum ar hjá okkur í flestum mannfé- lagsmálum eins og hjá öðrum hugsandi mönnum hvar í heim- inum sem er; en samkomulag okkar heima fyrir er engu að síður gott. Einnig njótum við virðingar og álits hjá þeim þjóð flokkum sem við dveljum á með al. Samtímis því sem minni hluta þjóðabrot í ýmsum lönd- um sæta ofsóknum vegna upp- runa síns njótum við þess að við erum af íslenzkum ættum. — ís- lenzki stofninn hefir reynst vel á erlendri grund. Frumherjarn- ir sem fluttu héðan fyrir sextíu eða sjötíu árum, byggðu á traust um stoðum, og niðjar þeirra í öðrum og þriðja lið leitast enn við að halda hátt á lofti menn- ingar- og áhugamálum feðra sinna, einnig þeim sem snúa að Islandi. Sérstök og afar fjölmenn há- tíðahöld fara fram á hverju sumri í öllum byggðum íslend- inga þar sem þeir eru fjölmenn- ir. Sumar þessara hátíða fara fram 17. júní; aðrar 2. ágúst. — Þessar hátíðir eru sem hátindar sem rísa upp af flatneskju hvers dagslífsins; þær efla viðkynn- inguna, treysta vináttuböndin, og stæla viljann til samtaka um viðhald þess sem sérstætt er og merkilegt í sögu okkar og menningu. Á slíkum hátíðum er íslands rækilega minst, bæði í bundnu máli og óbundnu. Þyk- ir mikið til þess koma að fá mann að heiman, því þannig tala Vestiír-Íslendingar enn um ís- land — til að mæla fyrir minni ættjarðarinnar. Er mér kunnugt um að séra Eiríkur verður ræðu maður við að minsta kosti þrjú af þessum hátíðahöldum í sum- ar. — En þrátt fyrir góðan vilja og traust átök, þá er því ekki að leyna að hinn þjóðernislegi róð- ur okkar Vestur-íslendinga harðnar með hverju ári. Að svo mundi fara var framsýnum leið- togum okkar fyrir löngu ljóst. Þess vegna var Þjóðræknisfélag íslendiinga í Vesturheimi stofn- að fyrir rúmum aldarfjóðungi síðan. Er þar um hin öflugustu samtök að ræða sem Vestur Is- lendigar eiga sín á milli. Sem stendur er eg forseti Þjóðræknis- íélagsins, og vil eg nú í nafni meðlima þess og stjórnarnefndar flytja öllum sem á mál mitt hlusta í kvöld, hugheilar kveðj- ur. önnur félagssamtök á meðal okkar sem leyst hafa af hendi giftudrjúgt starf eru kirkjufélög in tvý: Hið Evengeliska Lúterska Kirkjufélag, sem nýlega hélt 63. ársþing sitt að Mountain, Norð- ur-Dakota, og hið Sameinaða kirkjufélag frjálstrúar safnað- anna, sem á nýafstöðnu þingi sínu sem haldið var í Winnipeg minntist 25 ára afmælis síns. Frá sjónarmiði Þjóðræknisfé- lagsins, er okkur Vestur-íslend- ingum það lífsnauðsyn, ekki að- eins að halda við, heldur einnig að efla á alla lund, sambandið við ykkur hér heima. Við höf- um einnig þá trú að það hljóti að vera nokkurs virði fyrir ykk ur hér að eiga öflugan hóp vina með stórþjóðunum vestan hafs. Hér er ekki tækifæri til að fara frekar út í það mál; ef til vill gefst mér kostur á að ræða það síðar. En ég vil leyfa mér hér og nú, að þakka ykkur hér heima í nafni Vestur-Islendinga fyrir þá margvíslegu aðstoð sem við höfum notið frá ykkur í baráttu okkar fyrir viðhaldi íslenzkra menningarerfða. Sér- staklega viljum við þakka heim sóknir ógleymanlegra gesta, sem hver eftir annan hafa sótt okkur heim nú hin síðari ár, og þá einn ig fyrir heimboð og margvíslega vinsemd sem gestir að vestan hafa notið hér hjá ykkur. — Við þurfum að halda áfram að byggja brúna yfir hafið, en því verður aðeins til vegar komið með gagnkvæmum skilningi og samvinnu. Við, sem dveljum vestan hafs, vitum að arfurinn hefir orðið okkur heilladrjúgur í hinum nýju kjörlöndum. Þennan arf viljum við varðveita í lengstu lög, og ávaxta hann svo sem verða má, börnum okkar^ til blessunar og íslandi til sóma. Það er markmið Þjóðræknisfé- lags Islendinga í Vesturheimi, og allra góðra Islendinga vestan hafs. Þessu til staðfestingu má benda á að nýlega er hafin hreyf ing meðal nokkurra áhuga- manna vestra til að hrinda í fram kvæmd málefni sem lengi hefir verið á dagskrá á meðal okkar, og telja má hið mesta metnaðar og nauðsynjamál. Það er að setja á stofn kennaraembætti í íslenzku og íslenzkum fræðum við Háskóla Manitoba fylkis. Er hér um hið þyngsta Grettistak að ræða sem Vestur-íslendingar hafa nokkru sinni leitast við að lyfta. Veit ég að öllum góðum íslendingum beggja megin hafs- ins muni vera það hið mesta áhugamál að þetth fyrirtæki megi heeppnast. Um leið og við hjónin komum til Reykjavíkur, gengum við í Dómkirkjuna, og hlýddum þar Sigurbjörn — Barney — East- mann. — II. júní 1876—2. júní 1947. Föstudagurinn 6. júní byrjaði svipað og aðrir dagar, að strá Ijósi yfir svæði það er nóttin hafði gjört myrkt, svo færra glepti værð þeirra, sem í einrúmi lutu eftir hvíld, frá erfiði og sorg liðínna daga. Samt var dap urt til lofts að líta þennan morg un, eins og forsjónin væri að sýna sérstaka hluttekningu með ekkju og börnum Sigurbjörns Eastman, sem ákvarðað var að jarðsetja þennan dag. Dagurinn leið með bjartara yfirliti til að minna á að öll móða eyðist með tímanum, og ljósið eykst sem allir þrá. Greftrunarathöfnin fór fram frá útfararstofu í Cavalier og frá Hallson kirkju og var stjórn- að af séra Agli H. Fáfnis. Útför- in var ein sú fjölmennasta og virðulegasta sem þar hefir átt sér stað. Kirkjan var orðin full af fólki, áður en líkfylgdin kom, svo úti urðu eins margir að vera og inn komust. Meðan þessi kyrrláta stundar- bið leið, rifjaðist upp fyrir þeim er þetta ritar, stef er féllu í hug hans eitt sinn er góður vinur hans var borin til grafar. Þau voru svona: Hér skiftast vegir vinur minn sem varst mér oft til gleði. Eg harma ekki hlutinn þinn að hljóta rétta skilnaðinn frá bitrum sjúkdóms beði. Ef fundum seinna saman ber á sigur-ljósa hæðum. Það miðlar gleði mér og þér, ef munum unaðs stundir hér af eilífs-anda gæðum. guðsþjónustu, þótt á virkum degi væri. Að okkur gafst tæki- færi til þess fanst mér bæði táknrænt og tilhlýðilegt. Eg er hingað kominn fyrst og fremst sem kirkjunnar þjónn. En ég er einnig hér staddur sem þjóð- ræknismaður, þeirra erinda að kynnast íslandi nútímans, í þeirri von að ég geti svo aftur miðlað af þeirri fræðslu, þegar starfstími minn hér er útrunn- inn, og leiðin liggur aftur vest- ur. Kynnin sem við hjónin höf- um haft að landi og þjóð und- anfarna daga hafa meira en uppfylt hinar hjartfólgnustu vonir okkar. Eg efast um að nokkur maður sem dvelur á ís- landi alla ævina, geti gert sér fyllilega ljóst hversu fagurt land Island er þegar það skrýð- ist öllu sínu sumarskarti, eins og það gerir nú. Þá er íslenzk gestrisni einnig dásamleg. Það höfum . við strax fengið að reyna. Kona mín og börn sem aldrei höfðu séð ísland fyrr en nú fyrir viku síðan, eru einnig hrifin af náttúrufegurð landsins, einkum eins og hana bar fyrir augum á ógleymanlegri ferð okkar á miðvikudaginn var aust- ur að Gullfoss og Geysi. — En þeirrar ferðar nutum við fyrir velvild formanns Snorranefnd- ar. Við vonumst til að kynnast landi og þjóð enn betur á meðan við dveljum hér. Og því leng- ur sem við dveljum hér því sannfærðari munum við öll verða um að það er aðeins eiii svar iil við spurningu skáldkon- unnar: “Hver á sér fegra föðurland með fjöll og dali og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband, og björk í lind og hlíð? Hver á sér meðal þjóða þjóð er þekkir hvorki sverð né blóð, en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Við heita brunna, hreinan blæ, og hátign jökla, bláan sæ, hún unir grandvör, farsæl, fróð og frjáls — við ysta haf. Guð blessi ísland og íslenzku þjóðina. Skoðun mín hefir ekki enn breyzt á þessu, þó sumum kanske finnist öfug hluttekning í því, og efasemd of áberandi og handarbak snúi að, en ekki lófi. Hvað mismunandi sem trúar- skoðanir okkar eru, verður út- koman sú, að: Menn hylla greinar á grænu tré, sem guðs börnum öllum veita hlé þó höfum ei enn komist hálfa leið upp hæðina er rætir lífsins meið. Það var sagt um Guðm. Frið- jónsson á “Sandi” á ísl., að hann ræktaði þar fögur og nytsöm blóm. S. E. tókst vel að rækta sandland sitt svo það bæri arð- sama árlega uppskeru, — land sem öðrum hafði ekki tekist að með höndla á viðunanlegan hátt. Land þetta er á vestur-halla sandhæðanna sem kallaðar hafa verið eina og hálfa mílu austur af Hallson. Með stökustu elju og athugun á nýjústu rannsóknum um með- höndlun jarðar til beztu afnota, tókst honum að byggja upp á- gætis heimili og auka við land- eign sína árlega í einni tíð. Fyrir utan að vera framúr- skarandi búmaður hafði hann ýms vandasöm störf að afgreiða, frá þeim tíma að hann keypti þetta áminsta land. Hann var ötull starfsmaður í Hallson söfnuði. Það er óhætt að segja að frá 30—40 ár var hann stöðugur nefndarmaður í 3—5 mismunandi félögum, og alt leyst vel af hendi. Betri nágranna í hjálpfýsi en hann, var tæplega hægt að finna. Einn vetur er skæð “flue” gekk, var stór fjölskylda svo Minningarorð /Efinminning Bergþór S. Þorvarðson 3. júlí. 1863 — 24. maí, 1947 I upphafi Beggi var barn eins og aðrir, en bráðlega komst hann á þroskamanns skeið. Stæltar af þjálfun fleyttu honum fjaðrir til frama og hagsmuna á æfinnar leið. Hann var almennt kallaður Beggi og víða þektur með því nafni, og því er það brúkað hér. Hann var bara ei,nu sinni barn á æfinni. Margir sem þessum háa aldri ná eru orðin börn í annað sinn, og búnir að vera það í mörg ár þó rólfærir séu. Fullum söns- um hélt hann til síðustu sólar- hringanna og fótaferð nema 2 ,síðustu vikurnar. Þrátt fyrir sjóndepru um 2 ára bil og hverf- andi krafta, gat hann farið ferða sinna með stuðning af staf. Frá íslandi kom hann 1887 og 1 bróðir hans, Jónas, sem lifir enn í Winnipeg og hefir lengst af átt þar heima. Mentunar lítill kom Beggi að heiman eins og margir aðrir á þeim tíma og mállaus á enska tungu, en hann komst fljótt nið- ur í málinu og eins vinnubrögð- um hér, því hann var athugull og laghentur að eðlisfari. Á ýmsum stöðum nærri Hall- son og Akra vann hann bænda- vinnu þar til 1898 að hann gift- ist Guðbjörgu Jónsdóttir, ann- álaðri fyrir kvennlegar dygðir og fríðleik. Um það leyti keypti hann land 2 mílur norður af Hallson og bjó þar góðu búi til 1918. — Konu sína misti hann 1915. Nú var úr vöndu að ráða fyrir hon- um. Honum leist ógjörningur að búa framvegis á landinu með 6 börn á unga aldri. Það yngsta bara 3 ára. Hann keypti því hús á Akra og flutti í það með barna hóp sinn í þeirri von að hjálpar hönd yrði rétt úr nágranna hús- um og það brást ekki. Sérstak- lega hændust börnin að einu húsi (Frh. á bls. 5) illa haldin af henni, að engin var fær um að gegna störfum eða afla sér björg utanfrá. Fyrir utan sín eigin störf bætti hann við sig að annast þetta. Fleira þessu líkt mætti nefna, en þess er ekki þörf. Tíu ára gamall kom hann til þessa lands frá Austurdal í Seyð isfirði ásamt einni alsystur, tveim hálfsystrum og hálfbróður. Ein hálfsystir, Jóhanna S. Þórðarson, var komin 3 árum fyrr og búsett að Svold N. Dak., og þangað var stefnt til að hefja starf í nýju vistinni. Árið 1900 giftist hann eftir- lifandi konu sinni, Kristínu dóttir Dínusar Jónssonar og Kristjönu, ljósmóður, Andrés- dóttur er bjuggu í grend við Svold, einni siðprúðustu, kær- leiksríkustu ágætis konu í bygð- inni. Hún lá ekki á liði sínu að hjálpa öllu til þrifa og prýðis á heimilinu. Skólagöngu naut hann í þessu landi og starfrækti kenslu nokk ur ár. Haann var prýðilega máli farinn og flutti oft stuttar en snjallar ræður á samkomum Enskan Var honum tamari, en hafði þó gott vald á íslenzku. Þessi hjón eignuðust 6 börn, 3 drengi og 3 stúlkur. Eftir ald- ursröð þannig: Andrés F. Ógiftur heima. Jónathan Th., giftur, búsettur á parti af landeigninni. Jóhanna A. gift í Minnesota. Friðrik B. giftur í Cavalier. Emily, ekkja í Cavalier. Guðrún H. gift í grend við Edinburg N. Dak. 1 kærri minningu kveðja bygðarbúar ,S. E. með þakklæti fyrir samfylgd og hugljúfa sam- vinnu og bjóða honum góðar stundir. Vinur

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.