Lögberg - 14.08.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 14.08.1947, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. ÁGÚST, 1947 3 Hjónaband og fjölkvæni í Kína Grein þessi birtist í sænska tímaritinu “Varld en í dag”, og er eftir Emily Hahn, sem er þaulkunnug í Kína. Segir hún hér frá fjölkvæninu þar í landi, siðum og venjum í sambandi við það, og konunum, sem hafa alt aðra stöðu og önnur skilyrði í þjóðfélaginu en kynsystur þeirra á Vesturlöndum. “Hér verður skýrt frá banni við saurlifnaði. Barist skal gegn vanfæðingum, auka vefður og styrkja einkvæni og umfram alt verður frillulífið að hverfa”. Smávaxni Kínverjinn í svörtu evrópísku fötunum leit upp úr handriti sínu og hvessti augun yfir áheyrendurna, en þeir voru ráðgjafasamkunda Kín- verja, sjötta þjóðlega Kuo Min- tang þingið, er saman kom Chung king, og virtist manni, að niðurstöður þess færu helst þá átt að ala þyrfti upp menn og konur hraust á sál og líkama. En ég dreg mjög í efa, að hjá- konurnar hverfi í náinni fram- tíð, því að málalokin í Chung- king eru hreint ekki ný á nál- inni. Fjöikvæni var í fyrsta sinn dæmt ólöglegt í Kína 1911 eftir byltinguna miklu, og í annað sinn 1927, en þá voru samþykt ströng lög gegn fjölkvæni og það, sem meira mark var tak- andi á, reynt var að skapa sæmi leg lífsskilyrði fyrir konur þær, er talið var að yrðu „atvinnu- lausar”. En eign nokkurra hjá- kvenna hefir frá sjónarmiði Kínverja alt of marga kosti og þeir eru of bundnir erfðavenjum til þess að þeir láti af fornum siðum sínum vegna slíkra fyrir- mæla. Þar fyrir utan mundi það ekkert gott að hafa í för með sér, fyrir kínversku konuna, að þessi siður væri lagður niður. Hvað er þá hjákona í Kína? Frú Chiang-Kai-shek er talin hjákona af andstæðingum manns hennar, þar eð hann var tvisvar giftur áður, en ekki mun heldur reynast erfitt að finna snöggan blett á andstæðingunum í þeim efnum. Hjákona er engin portkona og ekki heldur ástmær. Hún er gift manni sínum, en er ýmist önnur, þriðja, fjórða, eða fimmta kona hans, hefir fyrsta konan alt aðra stöðu á heimilinu en hún, og er þar mikið djúp staðfesta á milli. Fyrsta konan er kölluð frú, og hjákonurnar ávarpa hana frú Johannsson eða hvað sem hún kann að heita á kínversku, og sömuleiðis ávarpa þær mann sinn herra Johannsson. — Getur fyrsta konan verið langtum frjálsari gagnvart manni sínum en hjákonurnar, næstum jafn frjáls og hann er gagnvart henni. Er gert til hennar mikið brullup, en hjákonan verður að láta sér nægja einfalda siðaathöfn frammi fyrir helgimyndum af forfeðrunum. Þar fellur hún á kné við hlið manns síns, en fyrsta kona er einnig viðstödd og nr. 2 skal á hnjánum bjóða henni tebolla. Síðan tekur fyrsta konan hjákonuna inn í fjölskylduna með því að færa henni litla gjöf og gefa henni nýtt nafn á sama hátt og, þegar hún ættleiðir dóttur. Ein slík kona, er ég þekki, skýrði síðustu hjákonu manns síns nafni, er þýðir “ástnauð”. Sem fyrr segir eru til lög, er banna mönnum að taka sér hjá- konur. Eftir byltinguna 1911, þegar þróun margra mála tók aðra stefnu, leituðust allmargir kristnir Kínverjar, einkum stúdentar og kvenréttindakonur við það að koma algjörlega á einkvæni. En hinir auðugu héldu áfram að hafa margar konur, en fátæklingar hafa aldrei haft ráð á því að leyfa sér þann munað. , Hinn lærði dómari, Hsu, fékk samþykt 15 árum seinna að þriggja mánaða fangelsisvist laegi við hjúskaparafbroti, en það er aðeins fyrsta kona, sem getur -borið fram ákæru, og hafi hún getað þolað óskirlífið í sex mánuði, getur enginn gert neitt í málinu. Yfir höfuð er allt við það sama. Undarlega stór hluti kín- verskra eiginkvenna leyfir mönn um sínum að hafa hjákonur. — Slíkt hefir sem sé ákveðna kosti. Vanfær kona í Kína má ekki hafa mök við mann sinn, og þá getur verið þægilegt fyrir hana að vita hvar hann á sér nætur- stað. Einnig eru margar konur giftar vegna skyldu, og elska ekki mann sinn, og þá þykir oft viðeigandi að leyfa hjákonur. — Þar að auki er ekkert á móti því að fá hjálp við eldhúsverkin. Fyrstu konu velja altaf for- 1 aldrarnir syni sínum. Koma þar til greina hagsmunir en ekki 1 tilfinningar, en hjákonur sínar velur maðurinn sjálfur og eru þær oft af lægri stigum en hann. Kínverski heimilisfaðirinn er ævinlega iðinn við að tryggja framtíð fjölskyldu sinnar og þykir þá vel komið hag heim- ilisins,' er margir eru synirnir. Fæði hjákona manni sínum son, en fyrsta kona hefir ekki átt því láni að fagna, vænkast hagur hinnar fyrrnefndu, og deyi frú- in, tekur sú hjákona hennar sæti í fjölskyldunni. Öll kalla börnin fyrstu kon- una mömmu og hinar konurnar frænkur, jafnvel þótt þær séu hinar réttu mæður þeirra. Eiginmaðurinn kínverski er ekki altaf öfundarverður með allar konurnar sínar. Hann verður að vera ákaflega nær- gætin við þá fyrstu og helga henni mikinn tíma, eins þótt honum þyki ekkert til hennar koma, áður en hann má hverfa til hjákvenna sinna. Hjákonunum líður yfirleitt vel, jafnvel þótt aðeins fáar þeirra hafa möguleika á að hækka í tigninni. Það er ekki slæmt fyrir venjulega stúlku af lágum stigum að fá þak yfir höfuðið, nóg að borða, við og við fögur klæði, ekki of mikið líkamlegt erfiði og þá gleði að verða móðir í hinu þéttbyggða landi. Margar duglegar konur vinna þó til þess að auka á tekj- ur heimilisins, en hitt er algeng- ara. Eg þekkti konu eina. Hún er kærasta hjákona efnaðs manns. Hafði fyrsta konan engan son eignaSt. Þegar hjákonan varð barnshafandi lofaði maðurinn vonglaður og hamingjusamur henni, að uppfylla heitustu ósk hennar, hver sem hún væri, að- eins ef hún fæddi honum son. Jafnvel þótt lagabrot væri, ætlaði hann að skilja við fyrstu konuna sína. Fyrsta konan hugsaði mál ið, en gerði alt til að sýnast vin- gjarnleg í garð hjákonunnar og stofnaði að síðustu til mikilla hátíðahalda, þar sem hún skyldi vera heiðursgestur. Eftir veislu í laufskálanum átti að vera leik- sýning. Leiðbeindi þjónn heið- urskonunni fram í fremstu röð, hneigði sig djúpt og ýtti fram stól til hennar. En um leið og hún var að setjast, kippti hann stólnum undan og hún féll þungt á jörðina. — Aldrei fæddi hún manni sínum lifandi son og fyrsta konan hélt áfram stöðu sinni og tign. “Sennilega væri best að engar ógiftar konur væru til”, segja Kínverjarnir. Myndu við það leysast mörg siðferðileg og efna- hagsleg vandamál, og eina leiðin til þess er sú aðferð, að leyfa hjákonur. Siðuð kínversk kona á ekki að hafa nokkrar kynhvatir, að minnsta kosti á hún ekki að láta þær koma fram. Hún hefir sam- líf við mann sinn einungis til þess að eignast barn. Hjákonurn ar virðast jafnvel hafa eins kon- ar óbeit á slíku og afleiðingin er sú, að ekkjur giftast sjaldan aftur. Konurnar í Kína eru ekki framar eins og fangar á heimil- inu, eins og þær eru í Indlandi og Japan. Getur kínverska kon- an farið í heimsókn til ættingja sinna og verið að heiman í nokkra daga, ef hún vill. Fer hún út eftir vild, þiggur heim- boð vina sinna og auðvitað tekur hún þátt í “amhjongmótinu”, þótt það standi dögum saman. Á þetta einkum við um konur mið- og æðristéttanna, sem ekki þurfa að vinna mikið sjálfar. Stóri ókosturinn við að vera hjákona er, að hún á alt undir góðvilja mannsins. Haldi hann, að hún sé honum ótrú, má hann reka hana út á götuna. Verður þá fjölskylda hennar að taka við henni eða hugsanlegur elskhugi hennar tekur hana að sér, en vilji hvorki fjölskyldan né elskhuginn gera það, er ekki um annað að velja fyrir hina fyrrverandi hjákonu en að ger- ast nunna eða portkona. Marga ókosti hefir fjölkvæn- ið, en einn kost hefir það, sem mér finst mikið til um. í Kína eru engin lausaleiksbörn, — það orð er ekki til í málinu. — Er faðirinn efnahagslega ábyrgur gagnvart öllum sínum börnum, hver sem móðirin er. Getur hann séð um að barnið fæðist í hjónabandi, ættleitt það eða haft það hjá *sér án þess. En hann verður að gera eitthvað það, sem lög eða siðvenjur heimta. Samkvæmt lögum þarf hann ekki að hirða um framtíð móð- urinnar, sé hún ekki kona hans, en eftir erfðakenningunni ,skal hann taka að sér konu, sem fæð- ir honum barn. Og erfðakenn- ingarnar ráða öllu í Kína. Þess vegna er kona, sem eignast barn, tryggð að forsjá alla ævi, verði hún ekki uppvís að óskir- lífi. — \ Þegar maður deyr, erfir elsti sonurinn allar eigur hans, en erfingjanum ber skylda til að sjá fyrir öllum öðrum afkom- endum hans, — eða þannig hljóðar lagabókstafurinn. — En erfðave'njan er önnur. Aðalerf- inginn hlýtur helminginn af eignunum, en afganginum er skipt á milli hinna, og síðan á sérhver að sjá fyrir móður sinni. Fjölkvænið verja hinir íhalds- sömu í Kína, en jafnframt ryðja vestrænar frelsishugmyndir sér til rúms í millistéttunum og fjöldi kvenna vinnur utan heim- ilanna. Þær konur eru frjálsar, og þegar þær gifta sig, vilja þær vera einar um eiginmanninn. Alþbl., 6. júlí. Business and Professional Cards Frá Vancouver, B.C. 30. JÚLÍ, 1947 — Tiðarfarið hér um slóðir hefur verið hið ákjós- anlegasta þetta sumar, f 1 e s t a daga glaða sólskin og heiður himinn. Aðeins nægilegt regnfall til að halda öllum jarðargróða í góðu lagi. Altaf heldur fólkstraumurinn áfram hingað til British Colum- bia. Eftir skýrslum stjórnarinnar í Victoria þá komu hingað 277 fjölskyldur, fleiri en þær sem fluttu burt úr fylkinu, í júní. Það hefur verið mikið af ís- lensku ferðafólki hér á ferðinni í seinni tíð, sem koma hingað úr öllum áttum, til að skemta sér, og heimsækja vini og venzlafólk. Nokkra þeirra hef eg orðið var við. Mr. og Mrs. Albert Arnason frá Campbell River, B. C., voru hér á ferð fyrstu dagana af júlí. Eg var sérstaklega var við komu þeirra hingað til borgarinnar, því sunnudaginn sem þau voru hér, buðu þau mér að mæta sér út í Stanley Park, til að hafa þar m e ð þeim “Splendid Chicken Dinner”. Ásamt nokkrum fleir- um af venslafólki þeirra. Eg átti heima í nágrenni við það fólk nokkur ár í Campbell Biver, og hefir haldist við vinátta á mill- um okkar altaf síðan. Mr. og Mrs. Sigfús S. Berg- mann eru komin til baka frá Chicago, og sest að á hinu nýja heimili sínu “The Maples” á Point Robert í Washington rík- inu sem þau keyptu þar nýlega. Mr. og Mrs. Egill Egilsson og fleira af censla fólki þeirra, hafa verið hér um tíma, og ferð ast hér um og á Vancouver eyj- unni. Var þetta fólk í gisti vin- áttu hjá Lngimundi Egilssyni, bróðir hans sem hér er búsettur. Þetta fólk er nú komið alt heim til sín aftur til Brandon Man. Miss Alda Pálsson kom hing- að frá Toronto til að heimsækja foreldra sína hér, Mr. og Mrs. Jónas Pálsson. Eins og kunnugt er, þá útskrifaðist Miss Pálsson síðastliðið vor frá “Senior School, of the Toronto Conserva tory of Music”, með frábærilega góðum vitnisburði. Hefir hún tekið kennarastöðu þar, svo framtíðar heimili hennar verður í Toronto. Dr. og Mrs. B. H. Olson frá Winnipeg voru hér á ferðinni, og á Vancouver voru þau í gisti vináttu hjá Mr. og Mrs. Gunn- ari Guðmundssyni og Dr. Thora Thorsteinsson Smith, er nú í San Francisco og Berkley í Cali forninu til framhalds náms í söngmenntun sinni. Þann 26. júlí lést hér á sjúkra- húsi Evilyn Árnason, 26 ára gömul, dóttir Mr. og Mrs. Stef- án Árnason. Hana lifa ásamt foreldrunum, fimm systur og sex bræður. Jarðarförin fór fram í utanfararstofu Center og Hanna, 28. júlí og var hin virðu- legasta. Útfararstofan var þétt- skipuð af bæði íslendingum og annara þjóða fólki. Kistan var þakinn í blómum, og alt í kring sem vinir og vensla fólk hafði sent. Séra A. E. Kristjánsson frá Blaine Wash. þjónaði við jarðar- förina. Þann 27. júlí, lágu allar leið- ir íslendinga til Blaine, hér um slóðir, á Íslendingadaginn sem þar var haldinn þann dag. Frá Hancpuver fóru fleiri en nokk- urntíma áður. Nefndin hafði leigt — Chartered — þrjá fólks- flutningsbíla til að flytja fólk þangað fram og til baka. Var þetta hátíðahald það fjölmenn- asta og besta sem þar hefir ver- ið haldið. Veðrið var ákjósan- legt og allir skemtu sér vel. — Eg býst við að skrifari nefndar- innar, eða einhver annar birti skýrslu um þetta hátíðahald í ís- lenzku blöðunum. Efalaust verð- ur ræða Judge Lindals birt í blöðunum, því hún á erindi við alla Islendinga. Þetta hátíða- hald var hið ánægjulegasta og skemtilegasta í alla staÖi. Það var menningarbragur á öllu sem þar fór fram. Nú get ég skrifað um íslenzka elliheimilismálið eins og mig hefir langað til að geta gjört oft áður. Nú er það málefni komið á réttan kjöl. Nefndin hefir fullgert samninga um kaup á stóru húsi og lóðinni sem það stendur á. Verður þetta hús efa- laust til í haust, til að taka á móti tuttugu til tuttugu og fimm manns til gistingar þar, til að byrja með. Nú vonast nefndin eftir því, að allir sem ekki hafa ennþá greitt loforð sín til féhirð is, gjöri það nú þegar, eins allir þeir sem hafa í hyggju að styrkja þetta fyrirtæki, gjöri það nú þegar. Nú er ekki lengur eftir neinu að bíða. Sjálfsagt gefur nefndin nú skýrslu til al- mennings um framkvæmdir sín' ar í þessu málefni. Eg vil leggja það til, að hætt verði að tala um elliheimili fyrir gamla fólkið, en það verði kallað “íslenzka öldungaheimil- ið”. — Mér finst það eiga hér betur við. S. Guðmundsson, Thule Ship Agency !"<=■ 11 Broadway, New York, N.Y. umboðsmenn fyrir h.í. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS (The Icelandic Steamship Co. Ltd.) FLUGFÉLAG ÍSLANDS (The Icelandic Airways Ltd.) Vöru- og farþegaflutningur frá New York og Halifax til íslands. H. J. STEFANSSON Life, Accident and Ilealth Insurance Representi ng THE GREAT-WEST EIFE ASSURANCECOMPANY Winnipeg, Man Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON Den tlat 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 215 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Sérfrceðingur i augna, eyma, ncf og hdlssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Heimasími 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVE^, N. DAK, íslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðol og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um út- farir. Ailur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talsími 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Surgeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108. DCINCE/Í MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri Ibúðum, og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Slmi 25 888 C. A. Johnson, Mgrr. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnipeg, Canada Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SÍMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla 1 heildsölu með nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmt 26 365 Heima 66 462 RUDY’S PHARMACY COR. SHERBROOK & ELLICE We Deliver Anyuihere Phone 34 403 Your Prescriptions called for and delivered. A complete line of baby needs. Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsiml 30 877 Viðtalstími 3—5 eftir hádegi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDG. Offlee Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlæknar 406 TRUSTS TORONTO GEN. BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlæknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 556 For Quick Reliatile Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Sími 98 291 GUNDRY PYMORE Limited Britlsh Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreclated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Managing Director Wholesale Distributors of Frish and Frozen Fish. 311 CHAMBBRS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 H H AGBORG II FUEL CO. « Dial 21 331 J£Fíí) 21 331

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.