Lögberg - 14.08.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.08.1947, Blaðsíða 1
I PHONE 21374 \jú»'tc J7cicau.cTS A Complele Cleaning Insiiíuiion PHONE 21 374 1 \>^tcA d PTH ■'dcrers TjttU- ■j'XJ'S ^ A Compleie Cleaning Insiiiuiion 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 14. ÁGÚST, 1947 NÚMER 32 Frá íslendingadeginum á Gimli, Manitoba Nóttina á undan Islendinga- deginum á Gimli geisuðu þrum- ur og eldingar norður við vatn- ið, og er fólk reis úr rekkju að morgni hátíðisdagsins, var enn steypiregn og þungar horfur um batnandi veðurfar; þó fór að rofa til á ellefta tímanum og að aflíðandi hádegi var komin dýrð ar blíða, er héltst til kvölds, þótt ærinn væri hiti annað veifið; — aðsókn mátti teljast góð, þótt vafalaust hefðu margfalt fleiri sótt hátíðina úr Norðurbyggð- um Nýja íslands og jafnvel ann- arsstaðar frá, ef vegir og veður- horfur hefðu verið betri; íþróttir takmörkuðust nokkuð vegna rigningar fyrri hluta dags, þótt nokkuð af þeim færi fram á til- teknum tíma. Forseti, Steindór S. Jakobsson, kaupmaður, setti hátíðina og stýrði henni af góðri háttlægni; hann eyddi engum tíma í óþarfa mælgi, heldur gekk hreint til verks, og skal það að makleik- um metið. Fjallkonan, Mrs. S. B. Stefánsson, kom virðulega fyrir og flutti ávarp sitt af góðri rögg, og þá spiltu hirðmeyjar hennar heldur ekki til, þær Thora Ásgeirsson og Lilja John- son. Fyrir minni íslands mælti séra Eiríkur Brynjólfsson; var ræða hans hlý og mótuð fögru mál- efni. Heimir Thorgrímsson mint ist Canada í ræðu, og hefir hon- um oft betur tekist. Karlakór Islendinga í Winnipeg, undir stjórn Sigurbjörns Sigurðsson- ar skemti með fjölda söngva, er veittu hátíðargestum óblandna ánægju; mikla hrifningu vakti hin styrka og karlmannlega rödd einsöngvara kórsins, Elm- ers Nordal við undirleik Gunn- ars Erlendssonar. Kvæði fluttu G. A. Stefánsson og Ragnar Stefánsson. Fjórir heiðursgestir ávörpuðu mannfjöldann í skemtigarði Gimlibæjar áminstan dag, en það voru þeir Barney Egilsson, bæjarstjóri, Dr. S. O. Thompson þingmaður Gimli-kjördæmis, er flutti ávarp fyrir hönd fylkis- stjórnarinnar, G. L. Jóhanns- son ræðismaður, er flutti kveðj- ur frá forseta og ríkisstjórn íslands, og Jón Helgason, blaða- maður frá Reykjavík, voru ávörpin prýðilega hugsuð og röggsamlega flutt. Betur hefði farið á því, að alt hefði verið með kyrrum kjör- um, og ræðumenn, skáld og heiðursgestir komnir á ræðu- pall, er Fjallkonan, táknræn ímynd Islands, kom fram á sjónarsviðið; þá hefði það heldur ekki sakað að fleiri karlar hefðu tekið ofan meðan sungnir voru þjóðsöngvar íslands og Canada; þeir gera það vonandi næst. Forn-norræn íþrótt, bogfimi, var um hönd höfð á íslendinga- deginum fyrir atbeina Halldórs M. Svan, verksmiðjueiganda, er þótti hin besta skemtan. Fyrstu verðlaun hlutu, karlar: J. A. Davidson, Pétursson-bikarinn fyrir ár og gullmedaliu. Terry Dickson, silfurmedaliu, Ken Stanford, bronsmedaliu. Konur, fyrstu verðlaun: Hel- len Dickson, $8.00, 2. verðlaun, Mildred Dollman, $5.00. 3. verð- laun, Merle Roberton, $3.00. Þess skal að makleikum getið, að Carl Thorláksson skraut- muna-kaupmaður, gaf öll kven- verðlaunin í bogfimikeppninni. Eftirfarandi símskeyti las for- seti íslendingadagsins upp á hátíðinni, dagsett á Akureyri þann 1. ágúst: “Hamingjuóskir í tilefni íslendingadagshaldi yðar. af Pétur Sigurgeirsson, Alma Levy, Mr. og Mrs. Har- aldur Ólafsson, GuðbjÖrg Sig- urðsson, Louise Sigurðsson, Kristján Thorsteinsson”; — var þessum kveðjum tekið með dynjanli lófataki. Um kvöldið var stiginn dans í hinum rúmgóða dansskála skemit garðsins, en hljómsveit Óla Thor steinssonar lék danslögin. MERK KONA LÁTIN Að kvöldi hins 9. þ. m., lést að heimili tengdasonar síns og dóttur, Jóns Árnasonar banka- stjóra í Reykjavík og frú Sig- ríðar konu hans, frú Ingunn Jónsdóttir frá Melum í Hrúta- firði, ekkja fyrrum alþingis- manns, Björns Sigfússonar á Kornsá í Húnaþingi, 92 ára að aldri. Frú Ingunn var merkur rithöfundur; eftir hana liggja þrjár bækur, mótaðar af -fögr- um hugsjónum og glæsilegu málfari; hún var víst komin um sjötugt er fyrsta bók hennar kom fyrir almenningssjónir. Fregnir um lát Ingunnar, barst bróður hennar Finni Johnson, Ste 14 Thelmo Mansions, í sím- skeyti frá Reykjavík, síðastlið- inn mánudag. * Avarp Fjallkonnunar Frú Krislín Síefánsson, fluíí á íslendingadaginn, Gimli, 4. ágúsf 1947. Herra forseti! Eg heilsa yður, börn mín, frændur og vinir í Vesturheimi. í tuttugasta og fjórða sinn veitist mér sú ánægja, að dvelja með yður þessa hátíðlegu stund, þegar þér komið hér sam an að minnast mín og ætt- menna yðar og vina heima. Eg fagna því, að heyra yður og sjá. Er stolt af því, að vita hversu heilsteypt, djörf og drengi leg framsókn yðar hefir verið og er í þessu fagra, víðfeðma og auðuga landi yðar — og fóstur- landi. Eg hefi fylgst með yður frá því þér fluttust í þetta land. — fylgst með andlegum og efnis- legum átökum yðar og fram- sóknarstarfi, í blíðu og stríðu, gegnum fjallháa erfiðleika, hættur og áföll og séð yður styrkjast og þroskast með hverri þraut og auðgast í áliti og dyggð um til sigra. Mér þykir vænt um yður, börn mín, barnabörn og vinir. Það er eins og sál yðar sé ótta- laus. Þið berið höfuðið hátt. — Þekking yðar er frjáls. Með ó- þreytandi eljusemi réttið þér höndina út eftir fullkomnuninni og reynið að láta ekki skynsemi yðar villast inn á ömurleg öræfi vanans, því í yður endurspegl- ast orð skáldsins. “Sókndjarfi lýður, sjá straumþunginn stríður stælir þinn vilja og mátt og lætur þig finna, að vit þitt og vinna er vopnið sem bitrast þú átt. í dýpt þinnar sálar — í brjósti þér bálar bjartsýni, karlmenska og trú—”, er vísa yður veginn til vax andi átaka og sigra unz reist er hin volduga brú. — Yður hefir skilist með réttú, að það er vegur og virðing í því, að viðhalda “ástkæra, ylhýra” málinu og því, sem best er og fegurst úr íslenzkum erfðum. Það er styrkur og gróði þess lands sem þér byggið. — Haldið því áfram meðan íslenzk orka er við aflinn. Starfið og stríðið heil og hamingjusöm að því, sem glæðir yl kærleikans, rétt- vísinnar og bræðrabandsins milli einstaklinga og þjóða og verið þess minnug, að “Traust við ís land oss tengja bönd”. Heill og hamingja sé með yð- ur öllum. Canada Þér hafa fáir ástareiða svarið, en undir niðri hlýir straumar leynst. Að æskustöðvum þeim, sem frá var farið fegurstu ástaljóðin hafa beinst. — Vitandi samt, að því er þannig varið, að þú hefir öllum mæðrum betur reynst Þú undra heimur óuppfylltra vona allra þeirra, er settu markið hæst. Leituðu hingað margir, karl og kona, er kynflokkar allra landa hafa mætst. Fegurstu draumar dætra þinna og sona um dáð og menning, hafa allir rætst. Ragnar Stefánsson. Málverksýning Emile Walters vekur athygli Emilie Walters listmálari lagði á stríðsárunum málara- listina að miklu leyti til hliðar, enda gegndi hann á þeim árum ýmsum störfum í þágu stríðs- sóknarinnar, bæði á íslandi og í Bandaríkjunum. En síðastliðið ár tók hann til óspilltra málanna við listiðkun sína á ný, og málaði á því tíma- bili margar haust- og vetrar- myndir. Efndi hann eíðan til málverkasýningar á kunnu listasafni, Munson Gallery, í New Haven, Connecticut, heima borg Yale háskólans víðfræga, nú í maí-mánuði, með ágætum árangri. Hefir sýningin vakið mikla at- hygli og hafa honum borist beiðnir um sýningar í ýmsum stórborgum austur frá, svo sem New York, Pittsburg og Phila- delphiu, ennfremur frá Kyrra- hafsströndinni, en fyrri málverk hans er að finna víðsvegar á söfnum vestur þar. Sérstaklega má geta þess, að listafrömuðurinn Tomas J. Watson í New York hefir látið velja eina af myndum Emilie Walters í allsherjar málverka- safn sitt — United Nations Col- lection, — sem búist er við, að sent verði víðsvegar um lönd. Er þar um mikilvæga viðurkenn ingu að ræða, og hefir Emilie listmálari með þeim hætti, eins og svo oft áður á listabraut sinni, aukið á hróður Islendinga hér- lendis og ættþjóðar sinnar. Richard Beck. “Foldinni” hleypt af stokkunum Nýju, íslenzku kæliskipi, sem verið er að ljúka við smíði á í Kalmar í Svíþjóð, var hleypt af stokkunum í fyrradag. Er það skipið Foldin, eign samnefnds hlutafélags. Skipið er 750 smá- lestir og mun eiga að vera í för- um með frystan fisk milli Is- lands og Bretlands. Foldin er nærri fullsmíðuð, er aðeins eftir að setja í hana vél- ina. Er þess vænst að skipið geti orðið fullbúið í miðjum júlímán- uði. Mbl., 3. júlí. HRAPALEGT SLYS Krisíján Jónasson læknir deyr af kolsýrueitrun í svefni Kristján Jónasson læknir beið bana aðfaranótt sunnudags af kolsýrueitrun. Hann hafði verið næturlækn- ir aðfaranótt laugardags og ekki sofið neitt þá nótt. En gert uppskurð um morguninn og síðan unnið á lækningastofu sinni. Hafði hann haft svo ann- ríkt allan laugardaginn að hann gat ekki unnt sér hvíldar. Aðfaranótt sunnudags hefir hann lagst til hvíldar á legu- bekk í dagstofunni á heimili sínu við Miklubraut. Faðir hans, Jónas Kristjáns- son læknir fór til Heklu á laug' ardag ásamt fleira fólki. Hann á heima 1 sama húsi. Er hann kom heim um kl. 5 um morgun- inn, varð hann þess var að reyk lagði út úr íbúð Kristjáns, svo hann fór þangað inn. Er hann kom inn í stofuna, var hún full af reyk, en legubekkur sem þar var, var að mestu brunninn. — Sonur hans Kristján lá þá á gólfinu hjá legubekknum, hafði kafnað í reykjarsvælunni. Ekki er vitað hvort kviknað hefir í legubekknum út frá eldi í vindlingi, ellegar frá raflampa sem var þar skamt frá, og var bilaður. Herbergjaskipunin í íbúð þess ari er þannig, að kona Kristjáns, Anna Pétursdóttir og dóttir þeirra hjóna, ung, urðu ekki eldsins eða reyksins varar inni í svefnherbergi íbúðarinnar. Svo sviplegt er þetta dauða- slys og hrapalegt, að menn set- ur hljóða við að er maður á besta aldri skuli láta líf s’tt með þessum hætti. s Mbl., 29. júlí Or borg og bygð Lík finnst í höfninni Laust fyrir hádegi í gær varð vaktmaður á bv. Skallagrímur, þess var, að lík flaut upp á milli Skallagríms og Islendings, en skip þessi liggja við Löngulínu. Rannsóknarlögreglunni var þegar gert aðvart. Við rannsókn kom í ljós, að hér var um að ræða lík Bjarna Árnasonar skip- verja á ms. Hafborg, er hvarf 24. janúar s. 1. Mbl., 30. júní. Heklugosið 1716 Sandfallið mikla úr Heklu a einmánuði 1766 barst mest yfir Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslu. Feldu þeir þá fénað sinn, sem ei gátu gefið fé inni til far- daga, en þeir voru þó færri, er það gátu. — Brandstaðaannáll. Island Rís í austri röðull fagur, rofar fyrir, ljómar dagur. Fjallkonuna signir sól. Fagurt er um fold að líta, fjöll og dali, jökla hvíta, litmyndir um byggð og ból. Situr þar hjá sævar öldum sveipuð fögrum geisla-tjöldum, tíguleg og björt á brá. Ber á höfði lokka langa, liðast þeir um hennar vanga gullbjartir und sól að sjá. Marga hefir sögu að segja sagnaríka útafs Freyja gegnum lífsins alda-ál. Ber í skauti margar myndir, minninganna helgu lindir lifandi í sona sál. Ljúft er um að lifa og dreyma landið, sem við áttum heima, góða vini, frænda fjöld. Aldrei slitna ættarböndin. Ávalt framrétt vinahöndin. Hún er ekki í tölum töld. Meðan fögur morgunstjarna mótar hugi þinna barna saman tengja í þjóðlífs þátt, sendum vér þér sonarglóðir söguríka, tigna móðir, fljúgandi í austurátt. Frú Anna Josephsson frá Gimli, var stödd í borginni um miðja vikuna á leið austur til Fort William, Ont. -t- The St. John Ambulance hefir með samþykki sambandsstj. tek ið sér fyrir hendur almenna blóðprófun í Canada með það fyrir augum, að hafa ávalt við hendi nægilegan blóðforða, er slys og sjúkdóma ber að hönd- um; talið er fullnægjandi að hver einstaklingur leggi til tvo blóðdropa. í þessu augnamiði verður full trúa frá St. John Ambulance að finna í Parish Hall á Gimli þann 18. þ. m., frá kl. 10.30 f.h. til kl. 9 e. h. Gefin saman í hjónaband að prestssetrinu í Selkirk, þann 9. ágúst, Hanns Harold Síevens, Selkirk, og Frieda Florence Buckholz, sama staðar. Við gift inguna aðstoðuðu Mr. og Mrs. Robert Stevens. — Ungu hjónin setjast að í Selkirk. Föstudaginn, 8. ágúst, fór fram giftingarathöfn að 94 Noble Ave., heimili Mr. og Mrs. G. Rychman, er Harry Wilbert McGlynn og Ingibjörg Hallsson, dóttir Ólafs Hallssonar og konu hans Guðrúnar Björnsson, í Er- iksdale, voru gefin saman í hjónaband. Séra Philip Péturs- son gifti. Brúðurin var umjaokk ur ár kennari á skóla heyrnar- lausra í Winnipeg og seinna, eft ir að stríðið brautst út, í Mon- treal, er skólinn var fluttur þangað. Brúðhjónin voru voru aðstoðuð af Mr. og Mrs. G. Rychntan. — Veisla fór fram að athöfninni lokinni, og fór alt sem ánægjulegast fram, er vinir og ættmenni óskuðu brúðhjón- unum til hamingju. JÁTAR Á SIG TVENN MORÐ Fá, eða engin glæpamál hafa nokkru sinni vakið meiri ótta og ugg í þessari borg, en morð þrettán ára piltanna tveggja, þeirra McGregors og Smith, í janúar og september 1946, og fór það að vonum; eftir látlaus- ar rannsóknir lögreglunnar nótt sem nýtan dag, gerðust þau tíð- indi, að lögreglustjóri borgar- innar, Mr. Maclver, tilkynnti blaðamönnum, að í haldi væri í lögreglustöðinni maður, sem játað hefði á sig bæði morðin; maður þessi, sem er af ítölskum ættum og tók þátt í síðustu síðustu heimsstyrjöld, er ein- ungis 22 ára að aldri, fæddur og uppalinn í Port Arthurborg í Ontario; hann heitir Michael Angelo Vescio; sagt er að tvö systkini hans frá Port Arthur séu hingað komin til þess að hlutast til um vörn í morðmáli bróður síns. Guðmundur A. Stefánsson Merkur maður látinn Síðastliðinn mánudag varð bráðkvaddur að heimili sínu í Vancouver, Senator G. G. McGeer, borgarstjóri í þessari fögru Kyrrahafsborg, 59 ára að aldri; áhrifamikill stjórnmála- maður, og róttækur umbótamað ur um margt, mælskur með af- brigðum og fylginn sér.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.