Lögberg - 14.08.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.08.1947, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. ÁGÚST, 1947 r----------logberg----------------------- OefiB út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba . Utanáskrift ritstjörans: EDITOR LÖGBERG 595 Sargrent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögrberg” is printed and pubUshed by The Oolumbia Presa, Limited, C95 Sargent Averiue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as.S'xjond Claas Mail, Poet Office Dept., Ottawa. PHONE 11 804 *___________________________________0____ ✓ Minni Islands Ræða flutt á íslendingadeginum á Gimli, 4. ágúst 1947, af séra Eiríki Brynjólfssyni Herra forseti, virðulega Fjallkona, háttvirta samkoma! Eg tel mér það mikla sæmd og jafn- framt er mér það óblandið gleðiefni að minnast íslands á þessari virðulegu og merkilegu hátíð ykkar Vestur-íslend- inga. Þessi hátíð ber vitni um fagra ræktarsemi. og órofa tryggð til gamla landsins, sem er þó altaf jafn ungt, fag- urt og frítt. Með ykkur eins og okkur er ísland minninga- og draumalandið, þar sem sagan og framtíðin verða eitt. Saga íslands hefst í æfintýraljóma. — Landið stígur fram á sjónarsviðið í fegursta og glæsilegasta skrúða. Þessi eyja hafði um ótal aldir hvílt í faðmi úthafsins, undir ísl. vornæturhimni í sumarljóma við tindrandi stjörnudýrð og norðurljósaleiftur, án þess nokkur vissi. Vorblærinn fór yfir ilmandi jörð. “Blóm á grund, glöð í lund, gull og silki spunnu, meðan fuglar kváðu alt sem kunnu”. Svo ber nokkra menn að ströndum. Þeir eru að leita að landi, þar sem þeir mættu tilbiðja Guð og lifa heilögu lífi, fjarri háreysti heims ins. Ekki gátu þeir fundið fegurri kirkju en þessa undurfögru eyju. Hún var sjálft kirkjugólfið og hvelfingin var himininn heiður og blár. Alt andaði heilögum blæ. Tíminn líður. Aftur ber menn að íslandsströndum. Þeir hafa yfirgefið óðul og eignir vegna þess, að þeir þóttust beittir ofríki og kúgun. Þá hlóðu þeir skip sín af nauðsynlegustu hlutum og yfirgáfu fornar slóðir, ætt sína og vini og stefna til hafs. Lengi, lengi er siglt yfir úthafið, dögum sam- an í von og ótta. Loks birtist töfrasýn, Sólroðin fjöll rísa úr sæ, það blikar á hvíta, skínandi jökla. Síðan grænar hlíðar og grundir; landið vafið grasi, skógum og ilmandi blómum. Alt andar kyrð og friði. — Landnámsmennirnir “reistu sér byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti, ukust að íþrótt og frægð, undu svo glaðir við sitt”. — Saga íslendinga fyrstu aldirnar er glæsileg Hún leiftrar af snilld og mannviti, af- rekum og íþróttum, drengskap og dáð- um. Þá gerðust margir atburðir, sem bera við himinn sögunnar eins og fjalla tindar í morgunroða. Þeir skipa málum sínum af viti og þroskaðri félags- hyggju á Alþingi á Þingvöllum og rita bókmentir, sem enn í daga vekja at- hygli mentaðra og gáfaðra manna um víða veröld. En þetta frægðartímabil stóð skamma stund. Þessi bjarti- dag- ur í ljóma morgunroðans átti sér kvöld, dapurt og sársaukafult. Þá hefst nýr þáttur í sögu Isl. og íslendinga, sem er að miklu leyti raunasaga. En ekki er hann ómerkari fyrir það. í margar ald- ir skrifar þjóðin sögu sína með tárum sínum og hjartablóði. Hún er um neyð, sjúkdóm, eldgos og harðindi. Hafísinn, þessi ægilegi vágestur, ætlaði stundum að kyrkja alt líf í greip sinni. Kúgun er- lends valdboðs saug merg og blóð úr þjóðinni og við þetta bættist ótti og skelfing hjátrúar, fákunnáttu og hind- urvitna. Þeta var löng nótt, andvöku og áþjánar. Þó er í þessu næturmyrkri, þrotlaus kraftur, þolinmæði og þolgæði hjá fólkinu til sjávar og sveita. Aldrei dó vonin. Þeir vissu það, Íslendingar, að altaf kom vor með sól og yl, nótt- lausa dýrð. Og þá var hægt að lifa af veturinn, hversu ægilegur sem hann var. Vonin og tilhlökkunin um blessaða sumarsólina byggðu brú yfir myrkrið og harðindin, þess vegna var hægt að þreyja þorrann og góuna. Þjóðin átti líka á þessum öldum marga afbragðs menn, hugrakka og djarfa föðurlands- vini, sem rísa eins og tindar upp af sléttlendinu.. Smám saman fer að roða fyrir nýjum degi. Fyrstu geislar hins nýja tíma skína á fjallatindana. Utan úr heimi berast raddir um vaknandi frelsisþrá, vorið í þjóðlífinu er í nánd. í Danmörku eru nokkrir ungir menn menn við nám. Þeir senda heim hverja herhvötina eftir aðra. Orð þeirra ber- ast með leifturhraða um landið og þau eru teiguð eins og svaladrykkur. Eld- legar hvatningar Tómasar Sæmunds- sonar knýja menn til framtaks og dáða. Kvæði Jónasar Hallgrímssonar, þessir gimsteinar allra alda se meru hafin yfir tíma og rúm og fylla hjörtun með söng og gleði. Fjölnismönnum verður aldrei fullþakkað. Þeir voru sendir í fyllingu tímanna. Svo kom hann, sem öllum mönnum fremur ber höfuð og herðar yfir sögu og samtíð “sómi ís- lands, sverð þess og skjöldur: forset- inn Jón Sigurðsson. Nítjánda öldin er eins og fyrstu vor- dagarnir, þegar ísana leysir og fyrsti gróðurinn kemur eftir vetrarsnjóinn. Þegar vorið er komið, getur ekkert stöðvað vöxtinn og þroskann. Þetta var enginn góugróður, sem kemur áð- ur en vorið er gengið í garð og fölnar á einni hélunótt. Hann var sterkur og þroskamikill, því hann hafði verið vökvaður af tárum þjóðar, sem barðist við hungrið og dauðann. Jarðvegurinn, sem hann spratt upp úr, var sál þjóðar sem hafði vonað og beðið, trúað og treyst, þrátt fyrir alt. Rósir mínar mildar úr mjúkra sprettafold, en rammir kostakvistir úr klakans fósturmold! Gróðurinn í ísl. þjóðlífi er vaxinn úr þeiri-i fósturmold íss og elds. Þess- vegna hefir vöxturinn verið öruggur, jafn og sterkur. — Með tuttugustu öld- inni hefst nýtt ævintýri í ísl. þjóðar- sögu, og glæsilegra ævintýri efast ég um að hafi gerst í lífi nokkurrar þjóðar á svo fáum árum, með svo fámennri þjóð. Þar er ekki nóg að minnast þess, sem þjóðin hefir gert heima. Hún hefir líka séð þessari heimsálfu fyrir glæsil. hóp af gáfuðu, duglegu og þrekmiklu fólki, sem fyllilega hefir með sæmd skipað sitt sæti meðal annara þjóðar- brota, er byggja hina miklu Vesturálfu heims. Það er ástæðulaust fyrir heima- þjóðina að öfundast yfir þessu, en ekki er hægt að umflýja það að óska þess af hjarta, að öllu því mannviti og þreki, afrekum og dáðum, orku og trú, sem V.-íslendingar hafa átt og afrek þeirra ber vitni, hefði verið sáð í íslenzka mold. Á íslandi hafa um undanfarna ára- tugi þeir hlutir gerst, sem eru næsta ótrúlegir. Samgöngur hafa tekið slík- um stakkaskiftum að undrun sætir. Landið hefir bókstaflega verið byggt upp að nýju. — Torfbæirnir hverfa, en glæsilegar byggingar blasa hvarvetna við augum. Heimilin eru yf- irleitt björt, aðlaðandi og hlý. Ræktun í sveitum landsins hefir aukist óg eykst stórkostlega og þó að þeim fækki, sem landbúnað stunda á íslandi, eykst með hverju ári framleiðslan á landbúnaðarvörum. Nýjar stéttir hafa tekið upp margvísleg verkefni og iðn- aðarmenn standa fyllilega jafnfætis þeim sem bestir eru með öðrum þjóð- um. Landið er framúrskarandi auðugt að gæðum. Það sannast æ betur um ísland að: Hér er nóg um björg og brauð berirðu töfrasprotann. Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að nota árin. Jarðhitinn er dásamleg auðlind. Það mun vera einsdæmi að höfuðborg eins og Reykjavík sé nær öll hituð með heitu vatni sem dælt er úr jörðunni. — Stöðugt er verið að virkja fossana og leiða með því yl og birtu víðsvegar um bæi og sveitir. Við það gjörbreytist líf fólksins til sjávar og sveita. — Fiski- miðin við strendur fslands eru stór- kostlegar auðlindir og sjómannastétt- er frábærilega dugleg og atorkusöm. Þeir eru hermennirnir okkar, hetjurn- ar sem legga oft alt í sölurnar, og eru trúir á verðinum alt til dauða. í síðustu styrjöld sigldu þeir skipum sínum ljós- lausum í vetrarmyrkrunum til Eng- lands með sjávaraflann. Ár eftir ár voru þeir í stöðugri lífshættu dag og nótt. En aldrei létu þeir hugfallast. Þeir féllu líka margir í þessari baráttu fyrir land sitt og þjóð. Engin styrjaldarþjóðanna misti jafnmarga menn í valinn að til- tölu við fólksfjölda eins og íslendingar. Það var ægilegt tap. Nú er óðum verið að endurnýja skipastól landsins. Nýtísku botnvörpu skip, búin öllum þeim fullkomnustu tækjum er þekkjast, koma nú í stað þeirra gömlu. Áður en langt um líður munu íslendingar eiga að minsta kosti þrjátíu slík skip. Vélbátaflotinn er einnig allur að stækka, skipin eru að verða stöðugt stærri og betri. Það er ísl. þjóðinni til sóma, hversu hún met- ur starf sjómannastéttarinnar. Meðal annars kemur það fram í því, að sjó- mannaskólinn nýi er ein glæsilegasta og stærsta byggingin sem til er í land- inu og ber hátt yfir Reykjavíkurbæ með vita, leiðarljós sjómanna til Reykja víkurhafnar. Á verklegum sviðum hafa framfarir orðið svo miklar og þeim samfara breyt ingar til vaxandi hagsældar í þjóðlíf- inu að líkist mest ævintýrum-. En þá má spyrja: Höfum við ekki sökkt okkur svo djúpt í þetta starf að alt annað hafi gleymst? íslendingar hafa aldrei verið jafn vel að sér og nú. Þeir hafa altaf hrósað sér af því að vera bókmenta þjóð, með djúpa mentaþrá. En á liðn- um öldum hefir það ekki verið hlut- skipti nema örfárra að eignast æðri mentun. Það hafa margir unglingar verið í sporum St. G. St., sem leyndist í lautu og grét fögrum tárum, þegar hann sá vini sína og félaga ríða suður til þess að stunda nám í Latínuskól- anum í Reykjavík, en honum var varn- að þess vegna fátæktar og einstæðings skapar. Það hafa aldrei verið fleiri eða betri skólar á íslandi en nú. Úti um sveitirnar eru glæsilegar skólabygging- ar, húsmæðra-, alþýðu- og búnaðar- skólar, með heitum sundlaugum og íþróttahúsum. í bæjum og kaupstöð- um eru gagnfræðaskólar fyrir almenna menntun, iðnskólar, húsmæðra- og mentaskólar og svo háskólinn í Reykjavík. Á fjölmörgum þessai’a skóla er alt nám ókeypis, en fátækum og duglegum nemendum veittur styrkur til náms af ríkisfé. — Listir og vísindi hafa aldrei staðið með meiri blóma. Og hvar ætli það þekkist nema heima að listamönnum séu greidd laun af al- mannafé til þess að gjöra málverk, rita skáldsögur og ljóð og ótal margt annað. Þar erum við vafalaust öðrum til fyrir- myndar. — En hvað er að segja um ís- lenzkuna, móðurmálið? Er það ennþá hreint og fagurt? Mér er nær að halda, að aldrei hefir ísl. tunga verið töluð og rituð eins vel og nú, þar sem það er best gert. íslenzk tunga stóðst þessa raun stríðsáranna, að við hlið hennar var töluð ensk tunga af nær því jafnmörg- um og íslendingar eru sjálfir. Og hún er algjörlega ósnortin af þeim áhrifum. Um tíma var svo komið að tönsk tunga var töluð af yfirgnæfaadi fjölda í Reykjavík Nú þekkist varla danskt orð í ísl. máli. — íslenzkan er hljómfögur og kjarnmikil. Svo vil ég nefna það sem okkur er hjartfólgnast, frelsi og sjálfstæði ís- lands. — Eins og þið vitið öll, var lýðveldið íslenzka stofnað 17. júní 1944. Áldrei hefir nokkurri stund verið fagnað með jafn fölskvalausri gleði. En er þetta er barnaskapur og ungæðis- háttur. Nei, það er festa og þróttur; saga aldanna segir að í insta eðli hafa íslendingar alla tíð verið sjálfstætt fólk. Þeir hafa aldrei verið háðir nokk- urri þjóð og enginn getur talið einn eyri til skuldar hjá þeim. Þeir hafa aldrei beeitt nokkurri þjóð ofríki og yfirgangi — heldur lagt stórþjóðum Evrópu til fiskimið, þar sem þær hafa ausið upp gífurlegum auðæfum. — Getum við varðveitt þennan dýrgrip? Við ætlum að lifa og deyja sem frjáls þjóð. Við verðum að treysta frelsi vort með manndómi, dugnaði, menningu og mannviti sjálfra vor, trú vorri og trausti. En um leið treystum við því, að stórveldi heimsins, sem með samningum og hátíðlegum yfirlýsing- um hafa viðurkennt sjálfstæði þessar- ar fámennu þjóðar, segi um þá samn- inga hin gullvægu orð Kolskeggs bróð- ur Gunnars á Hlíðarenda: Hvorki mun ég á þessu níðast né nokkru sem mér er tiltrúað. — Við verðum algjörlega að treysta drengskap og sómatilfinngu þeirra, sem eru mörgum sinnum stærri og voldugri en við. Land vort er ekki lengur einangrað. Nú er það í þjóð- braut stórveldanna. ísland blasir við augum heimsins og virðist hafa vakið heimsathygli. Eg heiti á ykkur, Vestur-íslendingar, að standa vörð um frelsi íslands með okk- ur sem heima búum. Það getur orðið okkur meiri styrkur, en nokkur getur gert sér grein fyrir. Svo að lokum þetta: Það er hamingja íslendinga að eiga sögu, sem styrkir þá í trú á framtíðina. Jarðvegurinn hefir verið undirbúinn með aldalangri, þrot- lausri baráttu. Þjóðarstofninn er þraut vígður í andstreymi lífsins og erfið- leikum. Og landið á ótal möguleika, verkefnin blasa við. íslendingar búa enn í alt að því ónumdu landi með óþrjótandi tækifæri til þess að dugleg og tápmikil þjóð sýni föðurlandsást sína og mann- dáð. Sú er hin stærsta hamingja ís- lands í dag að landið leggur börnum sínum í hendur ótal verkefni. Það kall- ar og því kalli er hlýtt. Yfir framtíðinni er undursamlega bjart. Þar rís hún vor drottning djúpsins mær með drifhvítt men yfir göfugum hvarmi með framtíma daginn ungan á armi eins og guðsþanki hrein og skær. Það er fjallkonan með hinn unga dag framtíðarinnar við hjarta sitt. Og enn í dag og alla tíma mun sann- ast orð skáldsins um föðurlandið, ætt- land vor allra, íslands: „Þó fegurst og kærst og að eilífu stærst ertu í ást og í framtíðar vordraumum barnanna þinna”. Gatið á veggnum Nú, þegar myrkrið af skoð- anaharðstjórn og skorti á um- burðarlyndi, er að sortna meira og meira yfir vestrænni siðmenn ingu, er það hressandi að rifja upp hin drengilegu ummæli Baldvins Baldvinssonar rit- stjóra Heimskringlu forðum, að blöðin ættu að hafa gat á veggn- um, svo hver og einn gæti sagt það er hann vildi og verk rit- stjórans ætti að vera það eitt að skipa því rúm í blöðunum. Lítir þú í íslenzku blöðin frá þeim tímum, virðast ritstjórnir þeirra hafa fylgt þeirri reglu að mestu menn börðust fyrir áhugamál- um sínum af hita og samfæringu og er ekkert við það að athuga, en fyrir hinu að gerðar væru tilraunir þess, að mýla menn og varna þeim rit- og málfrelsis, vottar hvergi. Það er fyrst þá er blöðin verða eign einstakra manna eða smá félaga er halda þeim úti til þess að auka áhrif sín og mannvirðingar, að neglt er fyrir gatið á veggnum og rit- stjórar valdir er ekki séu líkleg- ir til að bera húsbændur sína ráðum, til þess að vinsa úr því er almenningur sendir blöðun- um og draga athygli almennings að öllu því er verða mætti eig- endum þeirra og umráðamönnum til gagns og sæmdar. Þessi til- gangur vestur-íslenzku blaðamía hefir orðið því augljósari, sem lengra hefir liðið og þó yfir það hafi verið drepið að mestu og blöðin jafnvel stært sig af frjáls lyndi sínu, hefir frjálslyndum fslendingum verið gert örðugra og örðugra að tjá almenningi skoðanir sínar á ýmsu því er al- menning varðar, og á hinum síðustu og verstu tímum má heita að blöðin hafi verið lokuð fyrir þeim með öllu, bæði gagn- vart því, er þeir vildu sagt hafa frá eigin brjósti og hinu er þeir kusu að þýða af ummælum merkra manna,«ier á enska tungu mæltu. Á nokkrar undantekn- ingar er hægt að benda, en hitt er deginum ljósara, að þegar rit- stjórarnir af góðvild hafa hleypt einhverjum slíkum skrifum inn í blöð sín, hafa þeir ósjaldan mætt ákúrum frá þeim er hafa blöðin raunverulega í hendi sinni og ráða stefnu þeirra og afstöðu til almennra mála. Það lætur að líkindum að ís- lenzku blöðin hérna ráði litlu um úrslitin í hinni miklu loka- sennu er nú virðist standa fyr- ir dyrum, eða hvor hinna tveggja meginstefna gangi sigr- andi af hólmi, og engin ástæða til að þau gangi fram fyrir skjöldu í þeim hreðum, enda þótt é telji oss sem mönnum og heimsborgurum ósamboðið að róa á bæði borð og þora í hvor- ugann fótinn að stíga, en hitt ætti oss að vera kappsmál að al- menn mannfrelsi verði varð- veitt og persónurétturinn að fullu tryggður eins og hann hef- i rmestur orðið að heefð og lög- um, og þá verður vitaskuld skoð anafrelsið efst á baugi. Um al- menn mannréttindi er blátt á- fram ekki að tala, þar sem skoð- anafrelsinu er hamlað og alt glamur um lýðræði og frelsi, þvættingur einn og heilaspuni. Páll Guðmundsson. Einn kemur þá annar fer. Rétt eftir stríðslokin var þýskri konu í Kiel tilkynnt að maður hennar hefði fallið í einni af síðustu orustunum. Hún tók sér þetta skiljanlega mjög nærri, en henni og öðrum til mikillar undrunar hitti hún skömmu seinna fyrri mann sinn, sem hún hugði að hefði fallið í heims styrjöldinni 1914—18. Henni hafði verið tilkyntur dauði hans, en hann hafði verið einn af þeim ólánssömu mönnum, sem fluttir voru til Síberíu, og var nú fyrst að losna þaðan.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.