Lögberg - 14.08.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.08.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. ÁGÚST, 1947 5 AMJ64MAL IWENNA Ritstjári: ÍNGIBJÖRG JÓNSSON Íslenzka Elliheimilið, Mountain, N. Dakota LEST ÞÚ BÆKUR? Þetta mun mörgum finnast furðuleg spurning; Islendingum er bókfýsnin í blóð borin og þeir eiga því erfitt með að ímynda sér að nokkur 'geti lifað sæmi- legu menningarlífi án lesturs góðra bóka. — Fyrir nokkru síðan birtist grein í Winnipeg Free Press er benti á það, hve margt ungt fólk nú á dögum les fáar eða engar bækur; var sagt frá nemanda einum, er inn- ritast hafði í kennaraskólann; hann hafði ekki lesið eina ein- ustu bók, utan þeirra, er náms- fólk er skyldað til að lesa í skól- unum til þess að ná prófum. Sennilega mun þetta vera einsdæmi — þess væri óskandi, því ekki væri það álitlegt ef margir framtíðar leiðtogar æsk- unnar væru þannig gerðir eða þannig uppaldir að þeir vildu aldrei líta í bók. — “Blindur er bóklaus maður”, að minsta kosti verður sjóndeildarhringur þess manns ærið þröngur er ekki reynir að víkka hugarheim sinn með lestri góðra bóka. Ekki er hægt að ætlast til að ungt fólk venjist því að lesa bæk ur, ef ekki finnast bækur á heimilum þeirra og ekkert bóka- safn er í byggðarlagi þeirra. — Sérhverri byggð er nauðsynlegt að eiga bókasafn, er almenning- ur á aðgang að. Flestir þeirra íslendinga er hér námu land, fluttu með sér, að heiman lítil söfn góðra bóka. Þær voru þeim fjársjóður er þeir vildu síst án vera. Þeir stofn- uðu og á fyrstu árum lestrarfé- lög og komu upp. bókasöfnum fyrir byggðarlög sín. Meginið af bókunum í þessum söfnum voru á íslenzku. Sum þessi fé- lög og söfn eru enn við líði, en önnur hafa lagst niður. Telja sumir að ástæðan fyrir því að fólk notar ekki söfnin og hlynn- ir ekki að þeim eins og það áð- ur gerði, sé sú, að það sé að hætta að lesa íslenzku. Ekki er víst að þetta sé rétt athugað, eða því hafa þá ekki verið stofnuð söfn enskra bóka til að taka við af hinum gömlu bókasöfnum? Allir geta lesið ensku. Mun ekki ástæðan fyrir áhugaleysinu fyr- ir bókasöfnunum vera sú, að lestur góðra bóka á hverju mál- inu sem er, sé að minka? — Ef það er tilfellið, þá er fólkinu menningarleg hætta búin. Sætta foreldrar sig við að unglingarnir lesi einungis skrípablöð og ómerkilega ástar- reyfara? Eina ráðið til þess að koma í veg fyrir það, er að veita þeim aðgang að góðum bókum bæði á heimilinu og í byggðarbókasafni. Ekkert byggð arlag getur þrifist menningar- lega án góðra bóka; það verður að endurreisa og endurlífga gömlu lestrarfélögin og bóka- söfnin og bæta við þau nýjum bókum bæði á íslenzku og ensku; og stofna ný söfn, þar sem engin eru fyrir hendi. Ef að íslenzku landnámsmennirnir gátu, þrátt fyrir alla sína erfið- leika og fátækt, komið sér upp stórum útláns-bókasöfnum, ætti það ekki að vera ofvaxið afkom- endum þeirra, sem miklu betur eru efnum búnir, að feta í fót- spor þeirra á þessu sviðr. Bækur frá íslandi eru nú í háu verði, en þó það sé erfitt fyrir einstaklinga að kaupa bækur þaðan, ætti það ekki að vera ókleyft fyrir lestrarfélag að kaupa merkustu bækurnar, sem þar eru gefnar út, enda er aðal- tilgangur lestrarfélaga sá að byggðarmenn geti útvegað sér í sameiningu þær bækur, er þeir, sem einstáklingar, geta ekki veitt sér. Sjálfsagt er að bókasöfnin útvegi sér sem flest- ar af þeim bókum, sem gefnar eru út af Vestur-lslendingum, og bækur, sem ritaðar eru á ensku um Island og Islendinga. Sennilega myndi það auka á notkun íslenzku bókasafnanna og laða yngra fólkið að þeim; að bæta enskum bókum við þau, það er líka sjálfsagt að byggðarfólk hafi aðgang að ensk urn bókum, engu síður en ís- lenzkum. Enskar bækur eru ó- dýrar í samanburði við hinar ís- lenzku, ef þær eru ekki keyptar í fyrstu útgáfu; enda gerist þess ekki þörf; betra er að bíða og vita hvort bókin er talin þess virði að endurprenta hana. — Margar bækur, sem út eru gefn- ar, 'eru gleymdar áður en árið er liðið. Endurprentuð bók er venjulega miklu ódýrari en fyrsta útgáfan, og þótt bókin sé nokkra mánaða eða ára gömul, þá er hún lesandanum sem ný, hafi hann ekki lesið hana áður. Margar ágætar bækur fást í ódýrum vasaútgáfum í sterku pappírsbandi. Þá er oft hægt að fá tiltölul. nýjar bækur fyrir lágt verð, sem stóru bókasöfn- in í borgunum hafa haft fil út- láns. Áríðandi er að lestrafélagið vandi val bókanna; farið er á mis við tilgang félagsins ef bóka hillur þess eru fyltar með ómerkilegum reyfurum og lé- legu bókarusli; nóg er af slíku á boðstólum annarsstaðar. Bæk urnar eru valdar í þeim tilgangi að fræða og menta lesandann eða að skemta og stytta honum stundir. Bókasafnið ætti að fullnægja báðum þessum þörf- um. Engin ástæða er til þess að fyrirlíta allar þær bækur er skemta og krefjast lítilla heila- brota til að brjóta þær til mergj ar. Eftir annríki og áhyggjur dagsins er oft holt að dreifa hugsuninni við lestur skemti- legrar sögu eða æfintýra bókar. Ef slíkar bækur eru eftir þekta og viðurkenda höfunda, mun lestur þeirra víkka sjóndeildar- hringinn að einhverju leyti. En varast ætti að einskorða val bókanna við skáldsögur. Margt fólk forðast að lesa fræðandi bækur, vegna þess að það heldur að þær séu afar leiðinlegar af- lestrar, en slíkt er hin mesta fjarstæða. Virkileikinn er oft miklu furðulegri og jafnvel ótrú legri en skáldsögnin; sannsögu- legar bækur og fræðibækur eru oft eins skemtilegar og skáldsög ur, til dæmis góðar ferðasögur, æfisögur, sagnfræðilegar sögur, vísindabækur o. s. frv. Þá einu sinni að lesandinn kynnist slík- um bókum, mun hann hafa á- nægju og nautn af þeim; þær opna honum nýja heima, - þar sem hann getur ferðast eftir vild, heimsótt fjarlæg lönd,i kynst merkum mönnum og kon- um frá öllum öldum og því, sem best hefir verið husgað og sagt frá alda öðli. Flestir hafa hug á því að tryggja sig efnalega gegn ell- inni; sá, sem á unga aldri ven- ur sig á að lesa góðar bækur, tryggir sig gegn mörgum leið- inda- og einmanastundum á efri árum; bækurnar eru vinir, sem ekki bregðast. Móðurmjólkin skattlögð Alsstaðar stynja menn undir skattabyrðunum. í Svíþjóð er það gengið svo langt, að mæðr- um, sem láta móðurmjólk til móðurmjólkurstöðva, verða að gefa tekjurnar af því upp til skatts. Áfram miðar og nær dregur stöðugt takmarkinu að Gamal- menna heimilið sem byggja á að Mountain N. Dakota rísi full búið til þess að byrja sitt göfuga starf að veita skjól skjóllaus- um. Byggingarmeistarinn J. B. Stephanson frá Moose Jaw, Sask, Canada, hefir nú fullgert uppdrætti byggingarinnar með öllum tilsvarandi útskýringum og nefndin er reiðubúin að bjóða út bygginguna, undir eins og efni og fagmenn verða nógir að fá, en sem stendur er eiginlega hvoru tveggja ófáanlegt. Staðurinn hefir verið valinn. Skógarlundur á hæðinni sunnan við Mountain bæinn, þar sem sér austur yfir dalinn og hina undurfögru sléttu. Bæjarráð Mountain er að vinna að full- nægjandi vatns-innleiðslu fyrir heimilið, og eftir útlitinu nú verður byrjað á því verki á næst unni. Staðurinn sem heimilið á að standa á, er sex ekru blettur, gefinn af Mr. og Mrs. Haraldi Ólafssyni og Mr. og Mrs. W. H. Hannesson, hvoru tveggja bú- andi að Mountain. Hægt, en stöðugt þó, koma gjafirnar til heimilisins. — Hin upprunalega upphæð sem í byrj un þessarar hreyfingar var talin fullnægjandi, vita nú allir að sökum gífurlegrar verðhækkun- ar á efni og vinnulaunum hrekk ur ekki nema að meiru sé við bætt. En svo hefir líka geta okkar að gefa stóraukist. Þess vegna vildum vér hvetja alla vini og velunnara þessa fyrir- tækis, hvort heldur þeir búa í Bandaríkjunum eða Canada, að halda áfram að senda okkur gjafir sínar, eftir því sem efni þeirra og ástæður leyfa. Allar slíkar gjafir skyldu sendast til féhirðis nefndarinnar Mr. J. E. Petersen, Cavalier, N. Dakota. Hann mun umsvifalaust senda ykkur kvitteringu og hlýjustu kveðjur okkar og allra þeirra sem bera þetta mál fyrir brjósti. Vér vitum að vér eigum marga vini í Canada sem tengdir eru æsku eða vinaböndum Dakota- byggðinni, þar sem heimilið ó að rísa “óbrotgjarn minnis- varði”, já, marga vini sem eru glöggskygnir á það, að hver ein samtíð myndi standa höllum fæti, ef fortíðin hefði ekkert að undirstöðum unnið eða byggt, og að vér í dag stæðum tækifæra- litlir í baráttunni, ef ekki hefðu aðrir á undan gengið. Þeir, sem nú standa hlaðnir árum, en ekki æfinlega gulli og grænum skóg- um umkringdir. Ættum vér ekki að skoða það gæfu tækifæri að hlúa að “öldnum hlyni.” Sérstakur minningarsjóður til þess að heiðra nafn og minnmgu Sveinbjörns Johnsonar fyrrum dómsmálaráðherra N. Dakota og síðar hæstaréttardómara, var byrjaður af Guðmundi dómara Grímssyni í Rugby, N. Dak., sem er öllum íslendingum kunnur. Margar og ágætar gjafir hafa komið í þennan sjóð, ekki aðeins frá íslendingum, heldur einnig frá annara þjóða mönnum, vin- um hins látna ágætismanns. — Okkur er ljúft að benda á þetta fyrirdæmi dómarans til þess, ef menn vildu þannig heiðra Dr. Johnson, eða minnast með gjöf- um einhvers síns eigin, sem fluzt hefir yfir móðuna miklu. Mikla hjálp gætu og þeir vin- ir okkar í hinum ýmsu sveitum Norður-Ameríku veitt okkur, ef þeir vildu gerast hvatningar- menn þessa málefrtis í sveit sinni og veita viðtöku gjöfum. Þurfa þeir ekki annað en skrifa Mr. Victor Sturlaugsson, skrif- ara nefndarinnar eða þá til Mr. F. M. Einarson, formanns nefnd arinnar og biðja um kvitteringa bækur- heimilisnefndarinnar. — Skifarinn býr í Langdon, N. Da- . kota, en formaðurinn að Moun- tain, N. Dakota. Ennþá viljum vér vinsamleg- ast mælast til þess að þér styðjið oss með gjöfum ykkar, svo að sem allra fyrst verði hægt að fullkomna verkið og ná takmark- inu sem hefir verið sett. Látið nöfn ykkar geymast í gjöfum til Elliheimilisins. “What we do for ourselves alone dies with us, but what we do for others lives on and on through bound- less realms of Eternity.” Vicior Siurlaugsson. Konan: Hvað myndirðu gera, ef ég myndi deyja? Maðurinn: Sennilega það sama og þú gerðir, ef ég myndi deyja. Konan: Það var svo sem auð- vitað, að þú myndir ekki draga það að gifta þig aftur. Æfinminning (Frh. af bls. 2) í byggðinni og nutu þar móður- legrar umhyggju. Það var tekið til þess hvað hann var nærgætinn og lipur við börnin og þau eins samtaka að greiða hvers annars götu. Nöt- urlegur árekstur þektist ekki á því heimili. Afleiðingin af þessu húshaldi varð sú að börnin döfn uðu og urðu mesta myndar fólk og nytsamt 1 mannfélaginu. Þau fengu öll sæmilega mentun, svo þar hafa þau frjálsar hendur að beita fyrir sig, og hafa notað það sér til gagns. Eftir komu hans til Akra vann hann hjá E. J. Skjöld í 3 ár sem þá hafði verslun þar. — 1921 keypti hann búðina og starf- rækti hana og bréfhirðingu í 16 ár. Fyrir ómentaðan mann var það ekki svo lítið Grettistak að annast pósthús fyrir. “Uncle Sam”. Hann lætur ekki draga úr hendi sér einn eyri viljandi eða óviljandi. Alt verður að vera í jafnvægi, og það tóskt Begga að leysa af hendi. 1937 seldi hann verslunina og sló frá sér erfiði og áhyggjum- að mestu leyti, en lifði þó áfram í húsi sínu unz 1942 að yngri sonur hans gekk í herþjónustu. Frá því hann lifði á landi sínu skamt frá Svold tilheyrði hann Péturs söfnuði og var öflugur stuðningsmaður hans. Hann var einnig viðriðinn ýms önnur fé- lagsmál og kom alstaðar fram ráðhollur meðlimur. Hann var jafnlyndur og yfirlætislaus mað- ur, glaðsinna og skemtinn heim að sækja, dygðarríkur, gestrisinn Islendingur sem við söknum úr leiðangrinum. Eg heyrði konu í Cavalier segja við bróður hans: “Nú verður þú að koma til að sjá mig fyrst hann getur það ekki lengur. Hann var daglegur gestur hjá mér og ég sakna hans mikið.” í Cavalier átti hann heima hjá dætrum sínum til skiftis og naut umönnunar þeirra sem bezt mátti vera. 27. maí var útförin frá Presby tera kirkjunni í Cavalier og var stórheiðarleg í alla staði og fjöl- menn. Séra E. H. Fáfnis flutti kveðjuorðin. — Hvílurúmið er Svold grafreitur. 6 börn lifa hann, 2 dóu ný- fædd. Nöfn þeirra í aldursröð þannig: Sigríður, gift H. T. Hannesson Mountain N. D. Kristín, gift Joe Peterson í Cavalier. Þorvarður, giftur í Billings, Montana. Gunnlaugur, ógiftur í Cavalier. Anna, gift Lloyd Doty, San Diego, California. Maria Pálína, gift F. S. Snow- field, lögmanni í Cavalier. Einn bróðir hans, Hallur kom að heiman um aldamótin og fluttist til Nýja Islands og dó þar fyrir mörgum árum. Annar hálfbróðir, dó í Winnipeg. Á íslandi á hann 5 bræður á lífi þegar síðast fréttist; Krist- varður, Kristján, Sigurð Skjald- berg, Þórarinn, allir í Reykja- vík, og Þorsteinn, búandi á föð- urleifð sinni Leikskálum, Dala- sýslu. Börnin harma fráfall síns.ást- ríka umhyggjusama föður, sem einnig gekk þeim í móðurstað í mörg ár. Allir sem þektu Begga kveðja hann með þakklæti fyrir sóma- samlega framkomu, samvinnu og samferð í 60 ár. Við þykjumst vissir og sláum' fastri þeirri sannfæringu að: Dauðinn er ábati öllum þeim sem ellin er farin að buga, og viljugir eru að halda heim, héðan úr skugga í bjartari geim, með eilífð og himin í huga. SveitungL — Eg hefi farið eftir þínum ráðum og verið köld og ónærgæt in við hann, en það er bara verst, að ég hefi aldrei hitt hann síðan við töluðumst við. ♦ Faðirinn sat fyrir hjá lítilli dóttur sinni, sem var að reyna að teikna hann, en árangurinn varð ekki góður. Hún velti lengi vöngum yfir „sköpunarverki” sínu, og sagði loks: — Eg held ég setji bara skott á þetta og kalli það hund. ♦ Þjálfarinn: — Hvað er ridd- araforingi? Nýliðinn: — Riddaraforingi er liðsforingi. Þjálfarinn: — Já, en hver er næst fyrir neðan hann. Nýliðinn: — Hesturinn Matutaba HVuíi WESTERN MEADOWLARK—Sturnella neglecta Distinctions—Unmistakable from any other species — especially voice. Striped brown above, lemon yellow throat, breast and underpart with marked black gorget. Bill long and pointed. Field Marks—Large size, brown back, yellow throat, breast and underparts with black gorget and white outer tail feathers, shown in flight. Song is remarkably clear, musical and varied. Nesting—Nest, usually arched over, of grasses on the ground in the long grass. Dislribution—Western North America. In Canada, the southern prairies and southern British Columbia. Though beautiful as a bit of colour, the Western Meadow- lark derives most of its well-earned fame from its voice, which rings rich, full and true over the open fields and prairies. No words, syllables or musical notes can assist the imagination of those who have not heard it. Its only quality that can be well-expressed is its ventriloquistic effect. Economic Siatus—Valuable. In food habits it eats insects chiefly, weed seeds and grain. It is a useful bird as well as pleasing to the ear and eye. This space contributed by SHEA’S WINNIPEG BREWRY LTD MD-195 Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dak Backoo, N. Dakota. Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man M. Einarsson Baldur, Man. O. Anderson Bellingham, Wash. Árni Símonarson Blaine, Wash. Árni Símonarson Boston, Mass. Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak 1 Cypress River, Man O. Anderson Churchbridge, Ssisk S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak Páll B. Olafson Gerald, Sask C. Paulson Geysir, Man K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak Páll B. Olafson Hnausa, Man. K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man. O. N. Kárdal Langruth, Man .. John Yaldimarson Leslie, Sask Jón ólafsson Lundar, Man. Dan. Lindal Mountain, N. Dak Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton, Man K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. J. J. Middal 6522 Dibbie N.W., Seattle, 7, Wash. 4 Selkirk, Man Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask J. Kr. Johnson Vancouver, B.C. F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. 0. N. Kárdal

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.