Lögberg - 14.08.1947, Blaðsíða 7

Lögberg - 14.08.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. ÁGÚST, 1947 7 Minni landnema Flutt að Lundar, Manitoba, 6. júlí 1947. Eftir séra Albert E. Kristjánsson Landnemar: — Eg sé þau, mann og konu, standa hlið við hlið, með hönd í hönd og horfa yfir landnám sitt. Landnám? — Nei, ekki ennþá. En þetta land hafa þau fastráðið að nema. í gær staðnæmdust þau á þessum bletti og reistu lítinn laufskála til að skýla sér fyrstu nóttina, — tjölduðu til einnar nætur. Nú skyldi starfið hafið að því, að festa byggð sína og nema land- ið. Margt hefði mátt lesa út úr svip þeirra, og augum, þar sem þau stóðu nú hlið við hlið að morgni hins fyrsta dags og litu yfir landnám sitt, — tilvonandi. Hér dreymdu þau hinn mikla draum landnemans: draum um fagra, frjósama og friðsæla sveit, þar sem þau og niðjar þeirra áttu að búa og blessast. Landkostir og lífsskilyrði voru enn að mestu ókunn. Þess vegna var draum þeirra engin tak- mörk sett, fremur en víðáttu hins mikla meginlands — Ameríku. Vonir og óskir héld- ust í hendur og dönsuðu léttfætt ar út í ómælisgeiminn. En þeirra var von heim aftur á sínum tíma með fullar hendur gulls og gersema. En nú dugði ekki að eyða altof löngum tíma í dagdrauma. Nú varð að taka til óspiltra mál- anna, ef óskir, vonir og draumar áttu að rætast. Það var þá fyrst að koma upp bjálkakofanum til að skýla þeim fyrir vindi og regni og þó einkum fyrir storm- um, snjóum og frostum hins komandi vetrar. Innan skams var hið fyrsta heimili landnem- anna reist. Að því búnu varð, auk margs annars, að ná sam- bandi við næsta nágrannan. Til þess varð að ryðja götu gegnum skóginn og brúa einhvern veginn verstu keldurnar. Þeir mættust á miðri leið, nágrannarnir, og með því var fyrsta sporið stigið til þess að mynda byggð, sem síðar mátti nefna Álftavatns- byggð, Grunnavatnsbyggð eða hvað annað sem landnemunum kynni að koma saman um. Þessar byggðarsögur hafa nú þegar verið sagðar og margar þeirra skrásettar, þó langt sé frá því að öll kurl séu kominn þar til grafar enn. Sögur ein- stakra landnema ganga enn í munnmælum; nokkrar hafa ver ið skráðar, en lang flestar þeirra — og sjálfsagt sumar hinna merkustu — eru, og verða til eilífðar, aðeins til í vitund land- nemans og þess Guðs, sem gaf honum landið. Eg sé þau, mann og konu, hlið við hlið, með hönd í hönd, sitja á mjúkum fjaðra-dívan, þöktum dýru flaueli, í nýtísku húsi son- ar síns og tengdadóttur. En síst munu þeim nú hægindið mýkra en bálkurinn með heydínunni, er þau sváfu á í fyrsta bjálkakof anum, sem þau byggðu í land- námi sínu, því nú eru hendurn- ar kreftar, bakið bogið, hárið hvítt og þreytuverkir eftir uppi- haldslaust, ævilangt erfiði, gagn taka líkami þeirra. Augað er orðið sljótt og andinn lamaður af sorgum og raunum frumbyggj- ans. Vonir, óskir og dagdraumar æskuáranna og hinna fyrstu starfsáranna, sem flest brást, hafa nú vikið fyrir einni þrá, þrá eftir hvíld í skauti jarðar fyrir lúin bein og í faðmi allífs- ins fyrir mædda og marg- þreytta sál. Þó bregður tíðum fyrir glampa í augum hinna öldnu hjóna, er birtu slær á rún ir þær er lífið hefir rist í andlit- in. Þessi birta stafar frá ljúfum minningum um margar glaðar og góðar stundir, sem þau hafa átt hvort með öðru og með sveit- ungum sínum og það engu síð- ur þó margir þeirra hvíli nú í þeirri mold sem þeir höfðu löng um vökvað með sveitardropum sínum og tárum og sem bein þeirra hafa nú helgað niðjum þeirra um ár og aldir. Jú, þeir áttu margar gleðistundir sam- an, landnámsmennirnir og það er mjög vafasamt að niðjar þeirra njóti sannari eða meiri lífsgleði en þeir. En gömlu hjónin líta líka fram á veginn. Þau eru saannfærð um það að draumur þeirra um fegurra, full komnara og sælla líf, eigi enn fyrir sér að rætast og að niðjar þeirra fái að njóta þess, þó þeim auðnaðist það ekki. — Þessi trú þeirra sættir þau að fullu við alt sem þau verða að líða, því það er hin mikla fórn, sem þau hafa fúslega lagt á alt- ari lífsins. Þau brosa hvort við öðru og þrýsta fastar hvers annars hönd. Nú vita þau að Guð er góður og þau eru hon- um þakklát fyrir það að velja sig til þess að leggja fyrst manna hendur að þeirri nýsköpun er hann sjálfur hafði stofnað til. Mönnum er nú orðið tamt að hugsa sér landnemana sem á margan hátt alveg sérstætt fólk. Þetta er ekki að öllu leyti rangt. Ekki svo að skilja, að til landnámsins hafi valist fólk sem öðru vísi Var gjört en það sem almennt er. En landnámsstarfið sjálft, þess sérstæðu hfskjör og lífsskilyrði, höfðu sín áhrif. Um leið og landneminn umskapaði óbyggðina, og gjörði hana að mannabústað, umskapaði óbyggð in hann og gjörði úr honum landnema, með sérstæðum ein- kennum. Hún framkallaði hjá honum ýmsar gáfur og mann- dyggðir sem undir öðrum lífs- skilyrðum, hefðu lítt eða ekki gjört vart við sig. Og það er mik il hætta á því að þessi sérkenni deyi með honum, nema því að- eins að við finnum ráð til þess að finna enn ónuminn lönd, sem heimta okkur til landnáms á ný. Og þetta er ekki aðeins mögu- legt heldur líka nauðsynlegt, ef mannkynið á að þrífast á jörð- unni. Við höfum helgað þennan dag minningunum um landnám og landnámsmenn. Við finnum til þess, að við stöndum í ómetan- legri þakklætisskuld við þá menn og þær konur, sem með elju sinni og þrautseigju umsköpuðu auðnina og breyttu henni í blómlegar byggðir; sem mættu sérhverri þraut og raun með dáð og drenglund; sem lögðu fram alt sem þeir höfðu til þess að komandi kynslóðir mættu byggja hið farsælara og full- komnara þjóðlíf og mannlíf. Við gjörum rétt og vel í því að halda slíka hátíð sem þessa. Eins og landnámsstríðið hefir rist sínar djúpu rúnir, ekki að- eins á ásjónu landnemans, held- ur og í hug hans og hjarta, svo hefir og landneminn rist óaf- máanlegar rúnir á landið, sem hann breytti úr óbyggð í manna- byggð. Mannabyggð: það er fyrirsögn þeirrar bókar sem hann hefir letrað á landið. — í dag vildum við gjarnan renna gulli í þessar rúnir, gulli þakk- lætis og djúprar virðingar. Þetta gull á að bera birtu fram á ófar- inn veg kynslóðanna. I ljósi þess eigum við að sjá skírara hið fyrirheitna land; land hins mikla draums landnemanna. En það land er óunnið enn. — Við greiðum þakklætisskuld okkar best með því, að taka saman höndum um það, að gjöra sem hlýjast og bjartast um þá sem enn eru meðal okkar, alla þá daga sem þeir eiga enn ólifaða. Við heiðrum þá best með því, að rækta í sjálfum okkur og halda lifandi og starfandi þeim dyggð- um og þeirri dáð sem einkendi þá. Þeir hafa lokið sínu starfi. Það er okkar að taka við því starfi og halda áfram landnám- inu þar til það er fullkomnað; en það verður ekki fyr en þess- ar byggðir og allar mannbyggð- ir eru umskapaðar í fagrar, frjó- samar og friðsælar sveitir, þar sem niðjar þeirra og okkar geta búið og blessast í friði og fullri sátt hver við annan. Eg sé þau, mann og konu, standa hlið við hlið, með hönd í hönd og horfa yfir landnám sitt. En nú hefir það breitt sig út.yfir alla jörðina. Það breiðist út fyrir sjóniun þeirra eins og “heilög Guðs ritning”, eins og Matthias Jochumsson orðar það. Nú eru andlit landnemanna aftur slétt og æskufögur og gleðibros leikur um þau, því nú er stríðið unnið og takmarkinu náð. Þessi sýn á sér enn langan ald ur, en hún á eftir að verða að veruleika, og þá fyrst verður skuldin við landnema borguð að fullu. Upp komast svik um síðir Herra E. P. Jónsson: Ritstjóri Lögbergs. Kæri fornvinur! Bestu þakkir fyrir gott og gamalt. — Mér finst ég vera knúður til að leita á náðir þín- ar með ofurlitla þakklætis- messu. Það er svo margt sem gerist nú á dögum, sem setur tilfinningarnar á hreyfingu, að jafnvel ójörðuð lík eins og ég langa til að láta til sín heyra. Það er þá fyrst að ég vil leyfa mér að þakka þér fyrir hinar ágætu ferðalýsingar þínar, sem allir undantekningarlaust ljúka lofsorði á. Þær eru alveg ágæt- ar. Sömuleiðis hefir þú skrifað greinar í mannúðar áttina, sem vakið hafa athygli almennings, og einnig leyft í blað þitt ágæt- um rithöfundum, svo sem Jón- birni Gíslasyni og nú síðast séra Albert Kristjánssyni. — Ræða hans hefir vakið svo mikla eftir- tekt, að það má segja að fólkið standi í hópum með handapati og ósköpum, svo að næstum liggi við áflogum. Um mannfall hefi ég þó enn ekki heyrt. Sömuleiðis vil ég láta í ljós undrun mína yfir ritmensku konu þinnar á íslenzku máli, þar sem hún er fædd og uppalin í þessu landi, og hefir hlotið alla sína menntun í enskum skól- um. Slíkt mun vera fágætt. Eg sný mér þá óskift að aðal- efninu, sem er útvarpsræða séra A. E. K. Það er tæpast of sterklega til orða tekið þó mað- ur segi, að hún sé óslitið lista- verk. Efnið er í fylsta máta tímabært. Meðferð efnisins er á- gæt, og stílfærslan prýðileg. Öll er ræðan sannleikanum sann- kvæm. Eg efast um að hægt væri að rengja eitt einasta orð sem þar stendur. Allir standa því á öndinni yfir því að hún skyldi ekki fá aðgang í Heims- kringlu, sem telur sig forsjón frelsisins hjá okkur Vestur-ís- lendingum. Ræða séra A. E. K. er byggð á þessum forsendum: að hlut- verk kirkjunnar sé að flytja boð skap friðarins, saannleikans og mannúðarinnar, og vil ég nú þessu til sönnunar tilfæra inn- gangsorðin úr ræðu séra A.E.K.: “Mér hefir ekki verið sagt neitt fyrir um, hvað ég eigi að tala hér í kvöld, eða hvernig ég eigi að haga orðum mínum. Þetta er í fullu samræmi við það kenningarfrelsi, sem okkar kirkja hefir frá öndverðu gjört að grundvallaratriði”. — Enn- fremur: “Eg get þó naumast sagt að ég hafi valið ræðuefni mitt í kvöld. Hitt mun réttara að ég sé knúður til að tala um eitt mál, vegna þess að það er hið mest aðkallandi mál þessara tíma, og um leið það mál sem þyngst liggur á hugum og hjörtum manna um heim allan. Þetta mál er Friður á jörð”. — Síðar í sömu grein: “En einkum ætti kristin kirkja að skipa frið armálunum efst á dagskrá sína. Það er hennar verkefni, sérstak- lega að hreinsa hið andlega andrúmsloft af eitri haturs, tor- tryggni og öfundar milli manna og þjóða, og að afhjúpa vægðar- laust hvers konar lýgi og róg- burð er valda kunna því hugar- fari er leiðir til slysa og tortím- ingar”. Ræðumaður heldur áfram: “Þessi tími krefst þess af kirk; Icelandic Canadian Club Requests Original Musical Compositions unnar mönnum að þeir flytji Doðskap friðarins, sannleikans og mannúðarinnar án ótta og án undandráttar.” Þessar eru máttarstoðirnar undir ræðu séra A.E.K., og alt annað í ræðunni eru aðeins auka atriði til að styrkja þessar þrjár aðalstoðir, nefnilega: að kirkj- unni beri að flylja boðskap frið- arins. sannleikans og mannúðar innar. Þetta getur Heimskringla ekki verið þekt fyrir að láta sjást í dálkum sínum, og gefur ritstjóri hennar sterkar og veigamiklar ástæður fyrir að leyfa ekki slíka óhæfu í blaðið. Ástæðurnar eru þessar: “Ástæðan fyrir því að nefnd prédikun hefir ekki enn verið birt í Heimskringlu er sú, að forráðamenn eða stjórn kirkjufélagsins hefir ekki enn orðið sammála um það; vilja sumir ekki viðurkenna hana sem stefnu kirkjufélagsins, en hún var í nafni þessarar nefnd- ar flutt”. Heimskringla 23. júlí, 1947, bls. 4. — Heiðvirðir lesendur eru beðn ir að muna hvað það er sem stjórn kirkjufélagsins vill ekki viðurkenna, nefnilega: — Að kirkjunni beri að flytja boðskap friðarins, sannleikans og mann- úðarinnar. Manni verður því á að álíta að andstæður áminstra orða, hljóti að vera stefna þess- arar frjálslyndu stjórnarnefnd- ar, nefnilega: að vernda mann- dráp, rógburð og lýgi. Fróðlegt væri að fá að vita, hvaða setning eða setningar í ræðu séra A.E.K. það eru, sem stjórnarnefnd Únitara, kirkjufé- lagsins getur ekki viðurkent sem sína stefnu. Einnig væri gaman að fá upplýsingar um það, hverjir eru hinir svörtu fuglar, sem í skugg anum hýma og hafa það veglega —!!— starf að bægja öllum heil- brigðum hugsunum frá málgagni félagsskaparins. Mér er það sér- stakt ánægjuefni að ritstjórinn hefir þar Svein kaupmann Thor valdson undanskilinn. En hann virðist hafa verið sá maðurinn, sem álitinn er að ráði mestu um, hverjum sé leyft að skrifa í blað ið, og honum því einum kent um hið óþolandi þröngsýni, sem náð hefir haldi á stefnu blaðsins. Ekki má það undir höfuð leggjast'að þakka “kaupmönn- unum á Sargent” fyrir að hafa sýnt þann drengskap og hug- dirfð, að gangast fyrir því að ræða séra A.E.K. fengi að líta dagsljósið. Séra. A.E.K. og “kaupmönnun um á Sargent” er það algjörlega að þakka, að fengist hefir sönn- un fyrir því, hve óhæfir þeir menn eru, sem Heimskringla hef ir til að dæma um, hvað skuli vera tekið í blaðið og hvað ekki. Fyrir atbeina þessara manna — “kaupmannanna á Sargent” og séra A.E.K. — er nú vitan- legt að ræða séra A.E.K. var léttvæg fundin, og dæmd til dauða af hæstarétti. Heims- kringlu, og hefir þetta tilfelli sýnt almenningi hvers konar vara það getur verið, sem mæt- ir sömu afdrifum vikulega á skrifstofunni. Ef til vill hafa margar ræður, sem hafa jafn gilt ræðu séra A.E.K., látið líf sitt í ruslakörfu ritstjórans. The Icelanndic Canadian Club is planning to compile for publication examples of all original musical compositions, published or unpublished, writ- ten by persons of Icelandic extraction in North America: — This project includes those who came from Iceland in their youth, as well as those born on this continent. Biographical sketches of the composers will be included in the published book. Historically and culturally it is of the utmost importance to preserve for posterity the achievements of our people in the field of music, no less than in other fields of Art; and we feel sure that we will have the whole-hearted co-operation of the public in this work so that we may accomplish the desired end. While there are a number of people who have done credit- able work in this field and who have gained some recognition, we know there are others who may not have had -the oppor- tunities to develope this parti- cular talent, but who have nevertheless had the urge to create something, even though it be in a very primary form. These people we wish to reach, as well. The variou degrees expression have their signifi- ance to this extent: they mani- fest potentialities and how wide-spread this talent lies among our people. The know- ledge and understanding of this heritage may spur future gene- rations on to widen their activities, and cultivate a true appreciation of music. We therefore, appeal to every one to help us to collect all the material necessary to make this record full and complete. If you know of any- one who has expermented in musical composition, but has been too timid to let it be known, please be kind enough to give us that information. Also, will relatives and friends of com- posers, who have passed on, kindly give us the necessary de- tails. The compiled record will contain only one selection from each composer. We are enclosing a form to be filled in by com- posers or possessors of origin’al compositions. If the Icelandic name has been anglicized please give both Icel and English names, as for example Bjarni (Barny). PLEASE SEND A GOOD HEAD PHOTOGRAPH. Kindly submit all materiáls, before Aug 15th. We would appreciate an immediate reply stating your intention and (or) Information. The Committee Mrs. Louise Guðmunds, Chair- man. Mrs. G. Kay Palmer, 690 Strathcona St. Winnipeg. Mrs. Lena Richardson, 851 Home St. Winnipeg. FORM FOR COMPOSERS OF MUSICAL COMPOSITION 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 10. 11. Give full name of composer, including (if) anglicized. Date of Birth. If deceased, date of demise. Place of Birth. Locality, past and present. (a) If married, give hus- band’s or wife’s name. (b) Single? (c) Give names óf parents, including some history. State vocation, past and present. State musical training (har- mony, instrumental, vocal.) (a) State number of com- positions published. (b) Name of Publisher. (c) Number of unpublished compositions. State written arrangements, either as part songs, piano, accompaniments or or- chestral arrangements. (a) State if composer has held office in any musical organizations. (b) Positions held, if any (Teacher, mem- ber of Orchestra or Choir.) Give Titles and number of Compositions, submitted, send SIX compositions if possible. — NOTE: —Com- positions will be returned. Please enclose return postage. KINDLY SUBMIT A GOOD PHOTOGRAPH. Print your name and address on each composition and please send Compositions by REGIS- TERED MAIL not later than August 15th., To: — Mrs. G. Kay Palmer, 690 Strathcona St., Winnipeg, Manitoba, Canada. — Mrs. Lena Richardson. 851 Home St., Winnipeg, Manitoba, Canada. Use Separale Sheet for Any Answers of Lenglh and Please Reply Immediately. 12. Bónri úr Vermontfylki fór í ferðalag til Boston. Einhver spurði hann, hvernig honum hefði litist á borgina. — Borgin er falleg, en íbúarn- ir eru óheiðarlegir, svaraði hann. — Óheiðarlegir. Af hverju heldurðu það? — Eg skal segja þér, ég keyti títuprjónabréf, sem á stóð: “Fimm hundruð prjónar fyrir tíu cent”. Á leiðinni heim í lest- inni taldi ég þá, og það vantaði ellefu upp á. Þegar litið er til baka, er sárt til þess að hugsa að maður skuli hafa verið í hugsunarleysi að styðja að því að þetta afturhald gæti þroskast óáreitt í skuggan- um, sem enga vansæmd telur sér í því að auglýsa í málgagni sínu að þeir telji óheppilegt að flytja boðskap friðarins, sann- leikans og mannúðarinnar. En sökum þess boðskapar sem felst í þessum orðum var ræðu séra A.E.K. boluð út úr blaðinu. Hér á vel við að tilfæra nokk- ur orð eftir vel metinn og gáfað- ann Únitara-prest — séra H.E.J. — Hann segir í Brautinni, 4. ár, 1947, bls. 11: “Getur nokkur ver- ið svo guðlaus að hann treysti sér til að verja það fyrirkomu- lag, sem byggist á hernaði”. — Það virðist sem Heimskringla sé búin að gleyma tilgangi til veru sinnar. Flestir af okkur höfum álitið að hún hafi verið stofnuð í þeim tilgangi að færa lesendum sínum sannar og rétt- ar fréttir af því sem gerist á með al íslendinga, en ekki til þess að leggja blessun sína yfir skoðan- ir einhvers svart fugls, sem stendur í skugganum, gargandi og lemjandi vængjum, ef einhver mannúðleg skoðun berst að blað- inu. Að sönnu er ritstjóra Heims- kringlu stór vorkunn þó hann vilji síður eyða miklu af hinu dýrmæta rúmi blaðsins fyrir smáatriði eins og að boða frið á jörðu, mannúð og sannleiksást, þar sem hann vinnur svo dyggi- lega að því að fræða okkur um galla kommúnismans og rúss- nesku þjóðarinnar yfirleitt. Það gæti bætt úr skák, ef ritstjórinn hugsaði út í það að flestir af okk ur lesendunum höfum einhvern radiogarm sem telur ekki eftir sér að láta okkur vita um það sem miður fer hjá Rússanum. Jónas Pálsson 3347 East 29th Ave. Vanvouver B. C.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.