Lögberg - 14.08.1947, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.08.1947, Blaðsíða 6
fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. ÁGÚST, 1947 (Ensk saga) HVER VAR ERFÍNGINN? G. E. EYFORD, þýddi Það hlaut að vera sterkur maður sem réri bátnum, því hann skreið áfram með undra hraða. Dora sá hann glögt. Hún sá hans beru og sinasterku hand- leggi, og þegar hann laut áfram til að taka áratökm, var eitthvað í þeirri hreyfingu, sem minti hana á sér svo kæra persónu, að hún fékk hjartslátt. Hún stóð upp og horfði með miklum áhuga á bátinn, þar til hann hvarf fyrir tanga sem skagaði út í fljótið. Hún beið árangurslaust, og sá ekki meira til bátsins, en litlu síðar heyrði hún háa hlátra, svo hún vissi að báturinn hafði lent. Með veikri von og kvíða, settist hún aftur, á trjábolin, og reyndi árangurs- Jaust til að stööva hjartsláttin sem liafði gripið hana. Alt í einu heyrði hún nafn sitt nefnt, það var málrómur Miss Edith, en svo undarlega breyttur. Nú var engin falskur hljómur í málrómn- um, heldur glaðvær, hreinn og fagur. “Dora! Dora! Hvar ertu?” Það var enginn vegur fyrir hana að komast hjá því. Hún vissi að hún yrði að fara, en hún beið við í þrjár mínút- ur. Svo stóð hún rólega á fætur og gekk til gestanna; hún sá að þeir höfðu allir sest niður. Lávarður Cunningham og Sir Portman láu í grasinu og reyktu vindla. Kvennfólkið í skrautbúningum sínum, sat saman í hóp skamt frá þeim, og skamt þar frá sat Miss Edith með bolla í annari hendinni. en með hníf í hinni; hún sneri sér að manni, sem sat og borðaði. Þó hann sneri bakinu að Dora, þekkti hún hann; það var Fred Hamilton. Hann hafði farið úr hvíta flannels jakkanum. Hann borðaði með góðri lyst. “Já, betra seint en aldrei,” heyrði hún hann segja, og við hvert orð er hún heyrði hann segja, hoppaði hjartað í brjósti hennar, eins og það vildi svara honum. “Eg sá að ég gat fengið mig lausan, svo ég tók fyrstu lest til Richmond, og þar fékk ég að vita hvert þið hefðuð farið, ég náði mér í lítinn bát, og nú er ég hér,” sagði hann. “Já, rétt í tæka tíð til að þvo upp leir- tauið,” sagði Cunningham. “Við höfum étið öll jarðarberin, villimaður, og það er ekki mikið eftir af ísrjóma heldur. — Það er heppni fyrir þig, að það er dá- lítið eftir af skorpusteik.” “Kærðu þig ekki um, hvað hann seg- ir, Mr. Hamilton,” sagði Edith í sínum sætasta og mildasta málróm. “Mér þykir svo leiðinlegt að þú komst svo seint, en láttu það ekki reka á eftir þér. Þú hlýtur að vera fjarska þreyttur. — Lofaðu mér að gefa þér dálítið af sauð- arlæri og tungu.” Hún skar sjálf kjötið og lét bitana á diskinn hjá honum. “Láttu mig ekki gera skarð í gleðina, láttu mig ekki verða orsök til að spilla skemtuninni,” sagði Fred á sinn alvar- lega hátt. Haltu áfram með leikinn; hvað var það — kyssa á hringinn?” Allir hlógu, því í picnici hlæja menn að öllu. “Eg kveið fyrir að ég mundi ekki koma fyr en allt væri upp jetið,” sagði Fred. “Lofaðu mér að gefa þér kampa- vín,” sagði hún, og rétti honum fullan bikar. Fred tók við bikarnum og bar hann að munni sér. í því leit Miss Edith upp og sá Dora standa hreyfingarlausa eins og myndastyttu; hún gaf henni bendingu um að koma til sín, og Dora fór eins og ósjálfrátt yfir til hennar, og stóð þar andspænis Fred Hamilton. Fred sat og horfði á botninn á bik- arnum, en svo leit hann upp, og rak upp hljóð, lét bikarinn detta og hljóp á fætur. Hissa og náfölur horfði hann á hið þreytulega andlit Dora. “Hamingjan komi til!” sagði Cunn- ingham; “hvað er nú að þér, villimaður? Hefir eitthvað bitið þig?” Miss Edith leit af einum á annan, — Dora var föl og undrleit, og Fred stóð þar eins og steingerfingur. “Dora,” stamaði Edith. “Hvað er þetta?” Fred áttaði sig brátt. “Það er líkt slíku fólki sem þið eruð; vissuð þið elíki að þið létuð mig setjast á mauraþúfu? Hvað sagðir þú, Miss Rusley? Eg bið fyrirgefningar; en það fór ekki mikið af víninu niður, og ekk- ert brotnaði,” sagði hann. Hann beygði sig og tók upp bikar- inn. Miss Edith hló. “Eg gat ekki skilið, hvað hafði komið fyrir,” sagði hún. “Voru það virkilega maurarnir sem bitu þig?” “Það er Fred líkt,” sagði Sir Port- man, með mestu rólegheitum. “Hann er aldrei ánægður nema hann geti brot- ið eitthvað. Eg get fullvissað ykkur um, að hann brýtur fleiri glös í klúbbnum en nokkur annar.” “Já, ég hefi æfinlega verið klaufi,” sagði Fred og bældi niður í sér hlátur- inn. Miss Edith brosti til hans. “Þú hefir gert vinkonu mína, Miss Nichols, dauðhrædda. — Dora, þessi alvarlegi herra er Mr. Hamilton,” sagði E'dith. Fred hafði gefið henni tíma til að ná valdi yfir sér, svo hún gat nú verið ró- leg fyrir framan hann. Hann hneigði sig og horfði á hana, eins og hann þyrði ekki að trúa sínum eigin augum. “Fyrirgefðu mér; ég er kanske nokk- uð klaufskur, en ég brýt ekki eins mik- ið tg þeir segja. Er meira kampavín til hérna, Miss Rusley? Eg veit að ég verðskulda ekki meira —”. Miss Edith kom með flösku, og beiddi Dora að hella í bikarinn, og brosti. — “Það er satt, hann veröskuldar það ekki, en við viljum vera náðugar við hann.” Dora tók flöskuna og laut nið- ur er hún helti í bikarinn, og Fred stóð fyrir framan hana, svo liann gat skýlt hennar skjálfandi höndum fyrir augum þeirra sem hjá voru. Hendur hans skulfu líka, og hjartað barðist í brjósti hans. Alt annað en hún, var sem þoka fyrir augum hans. Var hann að dreyma, eða var þetta raunveruleiki? hann gat varla trúað því, honum fanst hann ekki vera viss um, hvað hann sá; honum fanst að hann yrði að snerta hana. Hann rétti sína skjálfandi hendi fram með mikilli varfærni og snerti við hendi hennar. Hún leit strax á hann — löngu, sorgmæddu tilliti, eins og hann hefði meitt hana. — Já, það var hún. Það var Dora, stúlkan frá Sylvester skóginum. Hann dró þungt andann, og lyfti bik- arnum að vörum sér og tæmdi hann í einum teyg. Svo settist hann aftur og tók diskinn sem hann hafði verið að borða af, næstum án þess að vita, hvað hann gerði. Honum fundust hlátrarnir í kringum sig hásir og leiðinlegir, lauf- in á trjánum sýndist honum visin, og hinn silfurskínandi vatnsflötur á fljót- inu, fanst honum litlaus; allar hugsanir hans og minningar hvörfluðu til baka, til litla stöðuvatnsins í Sylvester skógi, þar sem hann sat undir tréhu hjá þess- ari töfrandi, ungu stúlku. “Nei, sjáið þið!” sagði Cunningham; “hér situr villimaðurinn og borðar í ákafa ekkert!” Fred gat ekki annað en hlegið; hann fann, hvað hann var alveg utan við sig. Hann varð að hressa sig upp, þó ekki fyrir annað, þá hennar vegna. “Eg hefi líklega fengið sólsting,” sagði hann glaðlega og leit á tóman diskinn. “Þeim, sem leiðist að sitja og horfa á villimanninn og hans siðlausa borð- hald, vil ég ráðleggja að fjarlægja sig,” sagði Cunningham og stóð á fætur. “í alvöru sagt, ef einhver langar til að skoða hina skrautlegu höll, sem er hér skamt frá, þá eru opnar dyr fyrir okk- ur að fara þangað. Eg fyrir mitt leyti vildi heldur taka mér róðrartúr.” Þessari uppástungu var vel tekið; — flestir vildu sjá höllina, svo það lagði á stað í tveimur bátum þangað. Lafði Monrte, Miss Rusley, tvær aðr- ar stúlkur, Dora og Hamilton fóru ekki. — Hamilton lét sem hann æti og drykki, og Miss Rusley, sem lá á hnján- um fyrir framan hann, þreyttist aldrei á að bjóða honum meira og meira. — Dora sat ofurlítið fjær, og hlustaði með mestu athygli á hvert orð er hann sagði. — Alt í einu setta hann diskinn frá sér, eins og honum hefði komið eitthvað stórt í hug. “Þökk fyrir, ekki meira, annars verð ég of þungur fyrir litla bát- inn minn. Get ég hjálpað ykkur til með að pakka dótinu í körfurnar?” Miss Rusley vildi ekki heyra að hann snerti á því. “Nei, þú skalt livíla þig og reykja pípuna þína,” sagði hún, “og horfa á okkur. Dora, komdu, ég veit að þú vilt hjálpa okkur.” Dora vaknaði í skyndi upp af draumn um sínum og lagðist á hnén til að safna saman diskum og bollum, meðan Miss Edith og hinar fóru að sækja körfur til að láta leirtauið í. Fred notfærði séi* þetta tækifæri. Hann laut áfram og hvíslaði: “Dora!” Hún sneri sínu föla og dreymandi andliti að honum. “Já!” “Ert það þú sjálf? Hvernig komstu hingað? Er mig að dreyma?” “Það er ég,” sagði hún í lágum og mildum róm. “En — en,” sagði hann. “Hvernig stendur á því að þú ert hér? Eg vissi ekki að þú værir í London. Eg hefi leit- að þín.” Hjartað í brjósti hennar hoppaði upp af fögnuði. Hann hafði leitað að henni. “Eg hefi leitað þín alstaðar, Dora. — Hélstu að ég mundi ekki koma aftur? Eg kom að húsinu þínu í Sylvester skógi —” “Já, sagði hún, óþolinmóð eftir að heyra meira. “Eg fann húsið tómt, þar var enginn. Þú varst farin burtu, nei, það var eng- in lifandi manneskja þar, og ég vissi ekki, hvað ég átti að gera. Svo ég fór til London, og — ég leitaði þín á allan hátt. Gat þér komið til hugar að ég mundi gleyma þér, eins og þú hefir gleymt mér.” Hún roðnaði og horfði á hann með ásakandi augnaráði. “Gleymt honum!” “Eg get ekki skilið þetta,” hélt hann áfram og horfði á hana með alvöru og ynnilegleik. Hún brosti ofur milt. Hjarta hennar var fult fagnaðar og gleði, allar hjarta- taugar hennar titruðu af frið og fögn- uði; hún heyrði varla hvað hann sagði. Orðin, “ég hefi leitað að þér,” endur hljómuðu í eyrum hennar. “Eg get varla skilið þetta; mér finst það meir sem draumur en raunveru- leiki,” sagði hann. Fred leit yfir til þeirra, sem voru að pakka ofan í körfurnar, hann sá að þær voru rétt búnar að því, og mundu koma og aðskilja þau, sem nú höfðu fundist. “Hvar heldurðu til? Ertu bara í heimsókn?” “Eg er hjá Mrs. Lamonte,” sagði Dora lágt. Fred varð alveg hissa, og var nærri því búinn að missa pípuna út úr sér. “Hjá Mrs. Lamonte?” sagði hann í niðurbældum róm. “Hjá móðir George?” “Já, og hún hefir verið ósköp góð við mig.” Fred starði stein hissa á hana. “George góður við þig!” sagði hann í sorgarróm. “Hvað meinar þú með því? Er mig að dreyma?” “Það var hann, sem kom til okkar, ásamt móður sinni,” sagði Dora, óró- leg yfir að sjá illan grun leggjast sem skugga yfir andlit hans. “Eg skil ekkert í þessu,” sagði hann í bitrum róm. “George — George! Hvernig gat hann vitað að þú varst til?” — “Einhver vinur hans sagði honum það; ég skil ekki vitund í því. En það er víst, að hann hefir einhversstaðar fengið vitneskju um það. Mér líkar ösköp vel við Mrs. Lamonte.” Fred hneigði sig. “Já, hún er vönduð kona. En George —” og svo strauk hann hendinni yfir enni sér. Dora horfði óttaslegin á hann. “Ertu reiður?” spurði hún. “Reiður! Reiður við þig!” sagði hann og hallaði sér að henni með einlægri huglátsemi. “Hvernig gætir þú látið þér koma slíkt til hugar? Nei, ég er ekki reiður; en ég get ekki ráðið þessa gátu. En hugsaðu ekki um það! Líttu ekki svona sorglega út, mín kæra — Miss Nichols, meina ég — ef þú vissir hvern- ig ég hefi leitað um alt eftir þér, og — og hvaða bjáni ég hefi verið.” “Eg hélt að þú hefðir gleymt mér,” sagði Dora, auðmjúkt og huglátsam- lega. Það brá fyrir leiftri í augum Freds. “Eg hefi ekki gleymt þér, eitt einasta augnablik — ekki eitt einasta! Dora, ég — ó, og þarna ertu.” Hann var neyddur til að þagna, er Miss Edith og hinar konurnar komu. “Hvað eigum við nú að gera?” sagði Miss Edith brosandi. “Það er margt af fólkinu farið á stað til að skoða höll- ina. Eigum við að bíða eftir þeim eða fara á móti þeim ? ” Fred vildi ekki fara. “Það kemur brátt aftur,” sagði hann aannars hugar; hann gat ekki litið af Dora, og dáðist í huga sínum að fegurð hennar og íríðleik. Bara að þær færu allar og lofuðu þeim að vera eftir! Hann hafði svo margt að segja henni, og svo margs að spyrja hana. Miss Edith sýndi þess engin merki að hún vildi fara neitt; hún lagðist nið- ur í grasið hjá þeim, og fór að tala við þau. Því hafði hann róið einn á bát upp eftir elfunni? Því hafði hann ekki verið með þeim? Því gat hann ekki komið eins snemma og hinir gestirnir? Hún lagði ekki mikinn trúnað á, að hann hefði haft nokkuð sérstakt að útrétta, sem þurfti að tefja hann. Fred svaraði bæði seint og óákveðið hinum ýmsu spurningum sem hún lagði fyrir hann. Að síðustu veitti Miss Edith því eftir- tekt, live hann var utan við sig, og fór þegjandi burt frá honum. Dora sat þar stein þegjandi; hún horfði út á fljótið; allur hugur hennar var hjá honum, sem hún hafði búist við að sjá aldrei framar. Hún beið þess með óþreyju að heyra hann tala, og er hann tók til máls, hlustaði hún eftir hverju orði sem hann sagði, eins og líf hennar væri í veði. Hún titraði af til- hugsuninni um að hann mundi snerta sig. Framkoma hans gerði hana rólega og sæla. Hve hann var fallegur, þar sem hann lá í grasinu, og sneri sínu útitekna andliti að henni; en hún þorði ekki að horfa stöðugt á hann, þó þaö væri hennar innilegasta ósk. 23. KAFLI. Tveir bátarnir lögðu af stað ofan fljótið, og sem snöggvast fanst Dora að byrði hefði verið lyft af sér. Svo voru leirtaus- og matarkörfurnar bornar út í -þriðja bátinn og kvenfólkið tók sér far með honum. Fred stóð við skut bátsins og tók í hendina á Dora til að hjálpa henni upp í bátinn. “Gættu þín,” sagði hann hátt, en sagði svo í lágum rómi: “Eg mun hitta þig í Richmond.” “Ætlar þú að róa til baka til Rich- mond, villimaöur?” spurði Cunning- ham, og það var eins og hann öfundaði Fred af því að róa sér einn á báti. Fred vék sér strax að honum og sagði: “Nei, ég skal taka þitt pláss í þess- um bát, ég sé að þig langar til að róa mínum bát. — Komdu þá,” og áður en Cunningham hafði tíma til að afþakka tilboðið, hafði Fred næstum hent hon- um upp í litla bátinn, og hljóp svo sjálf- ur upp í bát Miss Edith. Nú hvarf allur þunglyndisblær af andliti hans. Hann sat rétt fyrir fram- an Dora; svo þegar hann laut áfram til að taka áratakið, snerti hann nærri því við kjólnum liennar. “Mér þykir vænt um að þú komst í bátinn til okkar,” sagði Miss Edith. “Mér þykir líka vænt um að vera hér,” sagði Fred, en hann horfði altaf á Dora. “Svo róum við,” sagði Fred, og tók hreystilega í árina. “Ekki neinn lífróður,” sagði Sir Port- man, “það hafa ekki allir risavöðva eins og þú.” Fred var nú í góðu skapi og réri af öllum mætti, með sínum sterku hand- leggjum, berum upp fyrir olnboga. “Hve þetta er indælt kvöld,” sagði Miss Edith. “Vill engin syngja?” Það var auðvitað engin þar sem vildi syngja. “Syngdu svolítið, kæra barn,” sagði Edith við Dora; “Eg sé það á andlitinu þínu, að þú getur sungið. Þú getur ekki gert þér í hugarlund hve fagur söngur hljómar fallega á vatninu.” “Ó, nei, nei,” sagði Dora; hún var alt of hæversk til þess, að fara að syngja þar í bátnum. Fred leit upp. “Syngdu,” sagði hann stillilega og í bænarróm. Það var eins og henni fyndist hann skipa sér að syngja; hún leit á hann með auðmjúku tilliti, sem sagði, að hún vildi gera eins og hann beiddi, og hún byrjaði að syngja söngin, sem hún hafði heyrt hanii syngja úti í Sylvester skóg- inum hjá henni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.