Lögberg - 14.08.1947, Blaðsíða 8

Lögberg - 14.08.1947, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. ÁGÚST, 1947 Ur borg og bygð Islenzkir sjúklingar, sem liggja á sjúkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra, eru vinsamlega beðnir að sóma Mrs. George Jóhannesson, 89 208, ef æskt er eftir heimsókn eða ís- lenzku blöðunum. Birt að tilstuðlan Djákna- nefndar Fyrsta lút. safn. -f Þær frú Pálína Sigurðsson frá Reykjavík og frú Kristín Pálsson úr Köldukinn í Þing- eyjarþingi, sem dvalið hafa vest an hafs um þriggja mánaða skeið, lögðu af stað héðan úr borginni á mánudaginn flugleið- is, til íslands. -f Mr. og Mrs. G. J. Olson frá Glenboro, vory stödd í borginni í byrjun vikunnar. Mr. G. Lambertson frá Glenboro var staddur í bofginni í lok fyrri viku ásamt frú sinni og dóttur. f Látinn er nýlega í hárri elli í Selkirk, Hinrik Jónsson, ættað- ur úr Borgarfirði hinum syðra, mætur maður og velmétinn. ■f Síðastliðinn miðvikudag lést hér í borginni Marinó Elíasson frá Riverton, rúmlega þrítugur að aldri, prýðisvel gefinn og vinsæll maður; hann var útskrif aður af kennaraskóla Manitoba Manitoba fylkis, stundaði skóla kenslu um hríð, en gaf sig síðar að búskap og póstflutningum; orsök að dauða hans var sú, að hann féll ofan af héyæki og slasaðist gífurlega. Marinó heitinn var sonur þeirra Mr. og Mrs. Elías Elías- son, er um langt skeið voru bú- sett í Árborg; Auk ekkju sinnar og foreldra, lætur hann eftir sig tvö systkini, Gissur fjöllistakennara í Winnipeg og frú Láru Sigurðsson í Van- couver. Lögberg vottar sifjaliði Marinós héitins innilega hlut- tekningu í þeim þunga harmi, sem að því hefir kveðinn verið. -f SKYGGIR í ÁLINN Útlits súr og svipillur svartur lúrir Hræsvelgur Hæðum úr í hásuður hanga skúradrög niður. Björn Slefánsson frá Kirkjuskarði -f Jón Jónsson frá Jackhead, Man., var í borginni um síðustu helgi. Guðmundur Jónsson frá Húsey kom til borgarinnar á laugardaginn var. 4- Gefið iil Sunrise Luiheran Camp Ágúst Vopni, $10.00. Mrs. Ásdís Hinriksson, 1.00, Mr. og Mrs. J. Davidsson, 5.00, Mrs. B. J. Brandson, 5.00, Mrs. F. Step- henson, 5.00. — Með innilegu þakklæti. Anna Magnússon Box 296 Selkirk, Man. -f Laugardaginn 2. ág. voru þau Milliam Arthur Harris, frá Winnipeg, og Kristveig Lillian Backman frá Oak Point, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssvni, að 800 Lipton Street. Þau voru aðstoðuð af Kristjáni Allen Backman og Helgu Backman, systkinum brúðarinnar, frá Oak Point. Nokkur hópur ná- kominna vina var viðstaddur giftinguna. Samdægurs fóru brúð hjónin til Oak Point, þar sem þeim var fagnað með gleði- móti. -f Lagt í blómsveig íslenzka Landnemans Halldór og Anna Austman, Viðir, P. O., $10.00, í minningu MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Guðsþjónustur hefjast að loknu sumarfríi, sunnudags- kvöldið 10. ágúst kl. 7. -f Messur í preslakaili séra Hall- dórs E. Johnson: — Lundar sunnudaginn 17. ágúst kl. 2 e.h. — Vogar sunnudaginn 24. ágúst kl. 2e.h. — Reykjavík sunnudaginn 31. ágúst kl. 2 e.h. — H. E. Johnson. Arborg-Riverton prestakall — 17. ágúst: Framnes, messa kl. 2 e. h. — Geysir, messa kl. 8.30 e. h. B. A. Bjarnason ■♦■ Gimli prestakall. Sunnudaginn, 17. ágúst. Messa að Mikley kl. 2 e. h. — Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirsson. -f Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 24. ágúst: — ís- lenzk messa kl. 7 síðd. — Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. um ástkæran bróðir, Björn Ingvar Sigvaldason, fyrsti land- nemi Viðir-byggðar. — United Farm Women, Framnes, 10.00, í kærri minningu um Sesselju Guðmundsson. — Sigríður Guð- mundsson, Árborg, 5.00, áheit til Bandalags Lúterskra kvenna. — Guðmundur Magnússon, Gimli, Man., 5.00, í minningu um kæra vinkonu, Ólínu Theo- dóru Erlendsson. — Meðtekið með innilegu þakklæti. G. A. Erlendson féhirðir. Þann 7. þ. m., lést að Wey- burn, Sask., Guðfinna Thor- geirsson, kona Halldórs J. Thorgeirssonar, 81 árs að aldri, fædd á Litla Vatnshorni í Hauka dal í Dalasýslu; útförin fór fram í Concordia grafreit í grend við Churchbridge, þann 10. þ. m. — Auk eiginmanns síns, lætur Guð finna eftir sig þrjár dætur, Mrs. K. G. Finnsson, Winnipeg, Mrs. S. Einarsson, Regina, Sask., og Mrs. Jónínu Johnson, Church- bridge; ennfremur 5 barnabörn. • ♦ Leiðrétting Til þess að fyrirbyggja mis- skilning vil ég gera eftirfarandi leiðréttingu við ummæli herra J. J. Bildfells í grein hans í síð- asta Lögbergi um hátíðahöldin að Mountain, N.-Dakota, þ. 17. júní s. 1.: Mér, sem konum annara ræðumanna, var boðið að taka sæti á ræðupallinum, en við báðumst undan því, af því að við kusum heldur að sitja þar, sem við gátum notið ræðuhaldanna og söngsins betur. En greinar- höfundi hefir vafalaust eigi verið kunnugt um þetta. Jafnframt nota ég þetta tæki færi til þess að þakka íslenzka fólkinu að Mountain og Garðar fyrir þá vinsemd og risnu, sem það sýndi okkur hjónunum við þetta tækifæri, eins og svo oft áður. Vinsamlegast, Mrs. Richard Beck, Grand Forks, N.-Dakota. -♦ FOR SALE AT GIMLI An exceptionally well kept and well-equipped family home; eight rooms and new backshed; private flowing well in yard; treed grounds and Verðlagsnefnd fiskimála í Canada skipuð Fiskimálaráðherra Canada, Hon. H. Francis Bridges, til- kynti 25. þ. m. að eftirfylgjandi menn hefðu verið skipaðir í fiski-verðverndarnefnd í Cana- da, sem getið var um í grein hr. G. F. Jónassónar í Lögbergi ný- lega. I aðalnefndina, undir forustu aðstoðar fiskimálaráðherra, Stewart Batez, voru kjörnir W. Stanley Lee, Halifax, forseti fiski-verðsverndarnefnd í Cana da, og umboðsmaður O’Leary og Lee sjófauga deildarinnar cana- disku. Varaforseti Col. J. W. Nichols British Columbia Pack- ers Vancouver, K. F. Harding of the Fishermen’s Co-operative association Prince Rupert B.C. og Louis Berub of the school of Fisheries, ste Anne de-la Poca- tiere, Quebec. Upplýsinganefnd, sem er milli liður á milli héraða nefndanna, og. aðalnefndarinnar, hefir og verið skipuð. í henni eru, forset ar og varaforsetar allra héraða nefndanna. En héraðsnefndirn- ar eru sem hér segir: Vestur ströndin. í nefnd þeirri sem þar hefir verið skipuð eru: S. M. Rosenberg, Canada Fis- hing compay, Vancouver, for- seti. J. Alex Sim, Kyuquot Lax Trollara sambandsins. Varafor- seti Ritchel Nelson, Nelson Bros Fisheries Limited Vancouver. George Miller United Fishermen and Allied Workers Union, Vancouver. í austur stranda nefndinni eru: J. H. Mickichan forstjóri United Maritime Fisheries Limi- ted Halifax forseti. Louis T. Blais, Louis T. Blais company Limited Quebec City varaforseti J. B. Myrick, Myrick and Mc Intosh, Tignish, P. E. I. kafteinn Ben Mackenzie forseti fiski- manna sambandsins í Halifax og E. W. Richardson útgerðar- maður sem á heima á Deer-eyj- unni í N.B. 1 miðhéraðanefndinni, en það hérað nær yfir Alberta Saskatc- hewan, Manitoba og Ontarío, eru: Earl F. Kolbe of W. F. Kolbe and Company, Port Dover On- tario forseti. S. V.. Sigurðsson fiskiútgerðarmaður og framleið andi Riverton Man., varaforseti. J. F. Gay of the Saskatchewan Lake and Forest corporation Prince Albert Saskatchewan. W. Schlader forstjóri Mclrmes Pro ducts Corporation Edmonton Alberta, og Ivan Purvis of Bay Ontario fiskimaður við Superior vatn. Fiskimálaráðherrann tók fram að ef fiskiverðsnefndin, eða ráð- ið þætti nauðsyn bera til, þá væri henni heimilt að skipa að- stoðarnefndir, sem fjölluðu um sérstakar greinar fiskiframleiðsl unnar, og sölu á fiski. Tekið er fram, að fiskiverðsnefndin og héraðanefndirnar verði að starfa án þess að þeim sé greitt fast ákveðið kaup, en að nefndar- lawn; cement basement and walks; hard and soft water taps at modern sink in kitchen; law heating costs and good furnace; electric lights and extra plugs; wide veranda; centrallý located; reasonable price; can be seen anytime; ready for occupation. Call 202411 — Winnipeg, — or apply to W. W. Jónasson, 47 Fourth Ave., Gimli. -♦■ DÁNARFREGN Sunnudaginn, 27. júlí, andað- ist á Almenna sjúkrahúsinu í Winn^eg, Sigurður Sigurðsson frá Lundar, Man. Hann var fæddur í Winnipeg, 11. nóv. 1886. Foreldrar hans voru þau hjónin Sveinbjörn Sigurðsson, frá Húsavík á íslandi, og Eirikka Einarsdóttir frá Seyðis- firði. íÞegar Sigurður var 2ja ára gamall fluttist fjölskyldan í Grunnavatnsbyggð og þar átti Sigurður heima rneir en 30 ár, fyrst hjá foreldrum sínum og síðar landnemi sjálfur. Árið 1924 fluttist hann til Lundar og hefir átt þar heima síðan. Síð- ustu 10 árin var hann starfs- maður í verkstæði Jóhanns Gíslasonar. Nokkra síðustu mánuðina þjáðist hann af vatns- sýki. Til þess að leita sér lækn- ishjúlpar fór hann í júnímánuði á sjúkrahúsið í Winnipeg, en allar tilraunir reyndust árang- urslausar. Hann var jarðsunginn að Lundar, af séra Rúnólfi Mar- teinssyni, miðvikudaginn 30. júlí. Athöfnin fór fram í Lút- ersku kirkjunni og grafreit Lundarbæjar. Sigurður var góður stuðnings maður foreldra sinna, kynti sig vel sem trúr verkamaður. Hann var um nokkurt skeið organisti Lundar-safnaðar, vel upplagður, barngóður maður. Systkini hans á lífi eru: — Mrs. Sigurbjörg Kristjánsson, Mrs. Guðný Halldórsson, Mrs. Emilía Goodm., og fóstursystir, Marja Brandson, allar á Lund- ar. — -♦- Mrs. Kristján Oleson frá Glen boro kom til borgarinnar á fimtudaginn í vikúnni, sem leið, til fundar við dóttur sína, er þá var að koma vestan frá Vancouver. The FINEST oi ALL h MOST Suits Of[ DressesvJt CASH AND CARRY For Driver PHONE 37 261 Perth’s 888 SARGENT AVE. Tfi/PlSACr/OM EATON’S qoES BACK ro SCHOOL with you/vc CAMADA ALT Á VERÐI SEM FORELDRUM GEÐJAST Með hinni frægu tryggingu........ PENINGUM SKILAÐ EF Ó- ÁNÆGÐIR MEÐ VÖRUR að inniföldum flutningskostn- aði. *T. EATON C<2-,.. WINNIPEG CANADA EATON'S mönnum verði greitt dagkaup, ferðakostnaður og lífeyrir, þeg- ar þeir eru í þjónustu fiskimál- anna. Mr. Clarence Marrow, fyrsti forseti fiskimálaráðs fiskimanna í Canada, hefir verið kjörinn til þess að mæta á F.A.O.-fundinum í Geneva, sem haldast á 26. þ.m. til þess þar að líta eftir hag Cana da að því er fiskimálin snertir, í samráði og sambandi við um- boðsmenn Canadastjórnar sem á því þingi mæta. Á fyrstu fimm mánuðunum sem af eru á þessu ári, nam verð á útfluttum fiski, og fiski- afurðum frá Canada, $31.464.000 Er það $1.617.000 meira en það var, á sama tíma í fyrra. Fiskiveiðar Þjóðverja í þeim hluta Þýzkalands sem umsjá Breta og Bandaríkjamanna er nam á fyrstu fimm mánuðum ársins 1947, 48.500.000 kíló. Fisk þennan veiddu trollarar sem gengu út frá Hamburg, Cuxhaven og Bremerhaven, með aðstoð nokkurra smærri skipa. Á þeim sama tíma var fiskur fluttur inn til þess' sama hluta Þýzkalands sem hér segir: Frá Bretlandi og brezku ríkjun- um, frá Noregi, Belgíu og Dan- mörku í allt 67.432.000 kíloz upp á $6.539.000.00. J. J. B. The Swon Manufacturing Company Manuiacturers of SWAN WEATHER STRJP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641 Minnist BETEL í erfðaskrám yðar LET Alverstone Motors Give Your Car the Attention It Deserves Your New Neighbors ai SARGENT and ALVERSTONE Opening Date: SEPTEMBER Ist K. N. J U L i U S: KVIÐLINGAR Fyrsta útgáfan af ljóðsafni þessa sérstæða kýmni- skálds Vestur-íslendinga, og raunar íslenzku þjóðar- innar í heild, sem Bókfel'lsútgáfan í Reykjavík sendi frá sér fyrir rúmu ári, seldist upp á svipstundu, og nú er 2. útgáfa komin á markaðinn; þetta er stór bók, prentuð á úrvals pappír og í fyrirtaks bandi. Bókina, sem kostar $7.50 að viðbættum 25 centa póstgjaldi, má panta hjá M R S. B. S, B E N S O N c/o THE COLUMBIA PRESS, LIMITED Winnipeg, Manitoba TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð .æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦✓♦♦♦♦♦ KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, exiu vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON HOLTSGATA 9, REYKJAVIK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.