Lögberg - 25.09.1947, Síða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 25. SEPTEMBER, 1947
3
DR. BJÖRN SIGFÚSSON:
Hvað grœðir lsland á hlýrra loftslagi?
“Frost og kuldi kvelja þjóð,”
var hið gamla orðtak. Hlýrri sjór
og veðrátta hlýtur að breyta Is-
landi í hið fyrirheitna Gósen. Og
þetta skal verða. En kúgun lagð
ist á ísrael í Gósen, og auk þess
voru árin sjö mögur til skiptis
við sjö hin feitu, og engu minni
þrengingar bíða íslendinga við
þá feiknabreyting og auðgun,
sem veðurbatinn mun valda hér.
Hingað til hafa stórveldi sótt
á hlýrri álfur til landvinninga og
kaupsýslugróða. En með fram-
förum í Austurlöndum og
Afríku og vaxandi mótspyrnu
fer að draga úr auðgunarmögu
leikum hvítu þjóðanna þar. —
Eftir baráttu hvítra manna að
gera sér aðrar þjóðir undirgefn-
ar ætti því meir og meir að
koma baráttan að gera sér nátt
úruna undirgefna og vinna arð
söm lönd úr auðnum heimsins.
Heimskautalöndin og gresjur,
mýrar og veiðistrendur í nánd
við þau eru álitlegustu landvinn
ingasvæði, sem hægt er að
hugsa sér, og er undir handar-
jaðri færustu stórþjóðanna. —
Gegn Snæ konungi á Norður-
skauti gætu Rússar og Amer-
íkumenn háð sigurvænlega
styrjöld saman og hljóta að gera
það, þegar eydd er tortryggnin,
sem hamla mun framkvæmd-
um í bili. 1 fylling tímans verða
samtök um að beitá*allri þekk-
ingu og orku, sem mannkyn
ræður yfir, til að auka hlýindi
Norðuríshafs og stranda þess,
og það hlýtur að takast.
Möguleikarnir eru einkum
þessir: aukinn hraði og víð-
feðmi Flóastraums milli íslands
og Noregs, Svalbarða og ,Nova
Zemlja, — aukning hlýrra sunn
anvinda á þessu svæði, bæði í
afleiðingum straumaukans og
með því að verka á vindamynd-
un með öðrum ráðum — enn ó-
fundnum, — og loks þegar
hlýnað væri nokkuð, mætti stór
um jafna og bæta loftslag með
aukningu skógargróðrar. Bráðn-
un allra hafísa skautsins myndi
taka langan tíma, nema vélræn
hjálp eða kjarnorkubræðing
stuðlaði að. En eftir það að ís-
laust væri norður til skauts,
nema lagnaðarísar dálitlir á vet-
urna og vorin, yrði norðanátt á
íslandi svipuðust því, sem mild
austanátt er nú, og vorhretin
gersamlega úr sögunni. Ekki
skal hér í veðurfræði seilzt, og
ég kann hana ekki. Heldur skal
nægja að bera saman við hlý-
indi Noregsstranda jafn norðar-
lega og Island liggur og langt
norðan við það og bæta engu við
vetrarhitann, sem þar ríkir, en
svo litlum og sanngjörnum
mun við sumarhitann, að áætl-
aða hitastigið reiknist a. m. k.
ekki hærra en framtíðin mun
leiða í ljós. Eg vil ekki hræða
menn nema með því minnsta,
sem ég þarf.
Ræðum um þessa víltkun
norsku veðráttunnar vestur á
bóginn, sem þegar framkvæmd
an hlut, og sjáum afleiðingarn-
ar- — Tökum veturinn fyrst.
Við Lófót er vetrarvertíð
Norðmanna, hiti og veður því
líkt, sem verið hefir við Vest-
mannaeyjar. En syðstu fiski-
grunn við Lófót eru beint aust-
ur af Kolbeinsey, sem fær nú
hita þeirra og verður hrygning-
arstaður þorsks á vetri. Land-
grunn öll fyrir norðan og vest-
an, þar sem öflugur, heitur Irm-
mgerstraumur blandast Græn-
landshafi, ættu í lengstu lög að
halda í eitthvað af þorskinum
okkar. En uggvænt er þó, að
mikið af honum hverfi norður
í hafsauga og verði helzt fundið
á strjálingi með ströndum Græn
lands. Siglufjörður fær vetrar-
síld, en enga á sumrin. Og hve
vel endist þá vetrarsíldin?
Norðursjávarfiskar leggja
smám saman undir sig Selvogs-
grunn og Faxaflóa og kunna að
veita þar sæmilegan afla í fjar-
lægri framtíð. En langa hríð
verður engin útgerð, sem hagn-
aður er að, á sunnanverðu land-
inu, og áfall sjávarútvegsins í
heild verður meira en svo, að
þjóðin komist hjá örbirgð næstu
áratugi.
Veðurblíðan á að vera sárabót
in. Austfirðir fá þann vetrarhita,
sem Færeyjar hafa, en Vest-
mannaeyjar hita Hjaltlands eða
nokkru meiri en svarar til Nor-
egshitans á syðsta breiddarstigi
í^lands. — Við erum nær upp-
tökum Flóastraumsins og sunn-
anvindanna. — Janúar ársins
1947 verður með öðrum orðum
ekki undantekning veðurfarsins,
heldur reglan hér, meðaltalið.
Jafnmargra stiga hitaaukning í
júlí, 4—5 stiga hitaaukning yf-
ir allt miðsumarið með snemm-
fengnu, hretalausu vori, hefir
síðan þau áhrif, sem næst skulu
rakin.
Aukin og samfelld sunnanátt
mætir sem fyrr köldu lofti yfir
hálendinu og norðan eða vestan
íslands, og hér verða lágþrýsti-
svæðin víst enn tíðari og meiri
en nokkru sinni fyrr. Loftrak-
inn að sunnan vex ákaflega og
þar með regnið. Strönd Noregs
frá Stavangri norður um Sogn
hefir flesta mánuði tvöfalt það
regn, sem Reykjavík hefir feng-
ið á sama tíma, en haustrigning-
ar þó þrefalt vatnsmeiri. Minni
en þetta getur rigningaraukinn
ekki orðið hér. Suðvestanátt
með sólskini og steypiskúrum
er írska veðráttan, sem kallast
þurrkur, ef ekki falla nema
þrjár skúrir á dag. Við þá þurrka
og rafknúipn hlöðublástur verða
síðan íslendingar að þurrka
hey sitt. Kornakrar eyðileggj-
ast þá aldrei af frosti, en oft af
rigningum. Kartöflur þola þetta
bezt —■ og kúgrasið.
Eyjafjörður verður gott korn-
yrkjuhérað, eins og Þrándheim-
ur hefir jafnan verið í Noregi.
Yfirleitt fá Vesturland og Norð-
urland mikið til þau gæði, sem
sunnanvert Hálogaland, Raums-
dalur og Þrándheimur hafa í
Noregi. Víðlendi ræktanlegra
svæða er miklu meira á Norður-
landi en í þessum hlutum Nor-
egs. Sjávaraflavonir og hóf á
röku veðráttunni draga þrjá
fj.órðunga landsmanna til norð-
urstrandanna. Fyrsta hitaveitu-
borgin, sem rís fyrir norðan, fer
þá að keppa við Reykjavík um
auðsæld og kann að verða fjöl-
mennari eftir þjóðflutningana.
En landnámið allt verður mót-
að af fátækt fyrst um sinn, kjör-
in hin örðugustu.
Margur mun hyggja, að afla-
brestur sá, sem til vandræðanna
leiðir, muni knýja íslendinga til
að lifa mest af sínu og komast
hjá utanríkisverzlun, einkum
þegar ræktun korntegunda verð
ur hér næg í flestum árum. En
verzlun og utanríkismál verða
íslendingum enn nauðsynlegri
og enn hættulegri á köflum en
þau hafa fyrr verið. Um þessa
hlið er rétt að hafa sem fæst
orð, því að treysta verður Islend
ingum til þess með þögninni að
harðna við hverja raun í sjólf-
stæðismálum sínum.
Fyrsti háskinn af breytingútn
loftslags er aflabrestur í sjó og
afleiðingar hans? Landbúnaður
hagnast samtímis og getur
brauðfætt þjóðina. En honum
er eignig voði búinn innan
skamms af tvennum meinvætt-
um: sjúkdómum hlýrri landa í
gróðri og skepnum og þeim
vatnagangi, sem úrkoman ræð-
ur fyrir. .
Bjartsýnir menn verða að
treysta því, að innfluttar pestir
séu búnar að kenna Islending-
um nóg o£ rannsóknir á búfjár-
sjúkdómum taki jafnótt þeim
framförupi, sem þarf til þess, að
sá voðinn sé mestur hjá líðinn.
En vel þarf yfir því að vaka.
Gróðursjúkdómar hafa minna
tjón gert. En hitabreytingin
stóreykur möguleika þeirra og
veiklar mótstöðuþrótt flestra
innlendra tegunda.
Mótstöðuþróttur innlendra
jurta gegn tvöfaldaðri úrkomu
er margbrotið efni og ýmsum
vafa bundið. Útkoman er samt
í meginatriðurh þessi: Á nokkr-
um áratugum valda hiti, úr-
koma og erlendir slæðingar
því, að flestur fyrri gróður
landsins í byggðum undir 200
m hæð deyr út og fræ hans lifa
ekki nema á hálendinu. Upp
undir jökla breiðist mýragróður
Ámessýslu, og sjálfur Sprengi-
sandur verður algróinn jurtum
hrjósturholta og fjallamýra á
2—3 öldum, ef ekki skemmri
tíma, með kjarr af marglitum
víði og birki, hvar sem nokkurt
er skjól og friðun. Hraun verða
mosafull mjög og eignast við
það skilyrði til æðri gróðrar síð-
ar. En hver verður hinn sigrandi
aðkomugróður láglendisins, og
dugir hann? Það er ef til vill
spurning um líf eða dauða land-
búnaðar á Islandi.
Minnumst stuttlega vatna-
vaxta og skriðufalla. Vatnsagi,
samfara umskiptum gróðrar í
hlíðum er undirrót skriðufall-
anna. Ekki megum við til þess
hugsa að sjá allar brekkur, sem
hafa góðan skíðabrautarhalla
eða meira, fletta af sér jarðvegi
og senda hann allan niður á jafn
sléttu. Mikill hluti af sveitum
landsins yrði þá óbyggilegur, og
ekki yrði einu sinni viðlit að
halda við vegum milli lands-
hluta. Ekkert bjargráð er til að
þessu nema stórkostleg skóg-
rækt, sem koma þarf á undan
loftslagsbreytingunni, en má
ekki bíða hennar. Um þá rækt-
un er ekki rúm til að tala hér.
Vatnavextir hljóta oft að gerast
hættulegir, einkum þar, sem
aðrennslissyæði vatnsfalla eru
lítt gróin lönd og halda ekki í
sér vatnsmagninu, sem úr lofti
kemur. Farvegir þurfa að
stækka miklu meir en um
♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
•
helming. Geysilegt verk þarf að
leggja í fyrirhleðslur með ám
til að bjarga engjum og túnum.
Það mun takast að varðveita
ræktuð tún, þótt sáðgresi þurfi
að leysa af hólmi flestar inn-
lendar tegundir þeirra. Engja-
rækt og mýrarækt á láglendi
kann að lærast vel, þegar þörf-
in kallar, svo að heyfengur
bænda fari ört vaxandi við lofts
lagsbreytinguna. Það er bjargar
von búskapar. En um beitar-
gróður er miklu meiri óvissa en
nokkurt vikurlag Heklu hefir
valdið í grennd hennar. Reyn-
andi væri að stemma í lengstu
lög stigu við innflutningi er-
lendra hagajurta nema þeirra,
sem full vissa væri um, að ekki
reyndust illgresi og niðurdrep
gamla gróðrinum. Hagagróður-
inn, sem verið hefir, mundi þá
breytast mjög hægt. Sumar teg-
undir hans kynnu að kynbætast
svo, e. t. v. með mannhjálp, að
þær þyldu breytinguna og létu
ekki að því búnu sigrast, þótt
erlendar hagajurtir kæmu í
samkeppni við þær.
Gróðurríki Noregs er mjög
í ætt við hið íslenzka. Sjálfsagt
er því að flytja þaðan, er til
kemur, allar gagnlegar jurtir
og láta kyn þeirra æxlast við
heimakynið af sömu jurt til að
vita, hvort sá kynblendingur
fær ekki sameinað þá kosti,
sem norskt loftslag og íslenzkt
jarðvegseðli krefjast. En þess
þarf að minnast, að kynblönd-
un góðra einstaklinga framleið-
ir oft meingölluð afkvæmi, en
blöndun gallaðra einstaklinga
alloft góð afkvæmi, og í sjötta og
sjöunda lið eru eigindir feðr-
anna að bitna á bömunum. —
Blöndun þessi þarf því að vera
í sérfróðra manna höndum og
framkvæmd skipulega. Gróður-
rannsóknir og jarðvegsrann-
sóknir landsins, eins og það er,
hljóta og að vera undirstaða
þeirrar gróðurverndar og gróð-
urbóta, sem við erum færir að
veita Fróni gamla á komandi
hættutímum þess.
Samtíðin.
♦ y- ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ 4
Til Bonny Bjarnarson
í lilefni af silfurbrúðkaupi þeirra Bjarnasons-
hjóna, 3. júní 1947, Langruth, Manitoba
Það stendur hér fjall sem ei fellur
• þó fallvalt sé lífið á stundum.
En oft verða lífsverur leiftur
að ljósríkum samræmis fundum.
Þær fjallgnáu friðarins hallir,
sem Frigg oss í kærleika stofnar,
og eru því byggðar á bjargi
í blikandi hásölum Lofnar.
Sú hofdís, sem grætur með grátnum,
og gleði með fagnendum eykur,
er þjóðlífsins sögurík Sóley,
og samlífið töfrandi leikur.
Hinn þreytti og særði og sjúki,
er í samverulífinu grætur,
hann finnur þar samhygðar svölun
og sorginni lífrænar bætur.
Hvar gjafmilda, gleðjandi hjartað
fær gleði í líknsemis verkum,
Þar hænist að hugur ins þjáða,
að hjartnæmis taugunum sterkum.
Það ljós, sem í lífinu þróast,
er leiðarsteinn guðlegra valda,
og sameinar kærleikans krafta,
er á krossgötum mannlífsins tjalda.
I silfurlit saga þín ritast,
í silfurhöll andi þinn lifir. •
Þú veitir af kærleikans kaleik,
á kærleikans væng ber þig yfir.
Lif heil! gegnum ókomnu árin,
við árroðans tilveru hljóma,
uns Freyju-tár framtíðar stunda,
í Fensölum endur þér ljóma.
S. B. Benediclsson.
♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Business and Professional Cards
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portag« Ave. og Smlth St.
PHONE 96 962 WINNIPEG
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
Lögfrœðingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
Slml 98 291
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227
Whole8ale Distributora of
FRESH AND FROZEN FISH
Manitoba Fisheries
WINNIPEG. MAN
T. Bercovitch, framkv.stj.
Verzla t heildsölu með nýja.n ott
frosinn fisk.
303 OWENA STREET
Skrifst.sfmi 26 355 Heima 65 462
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Nettinp
60 VICTORIA ST., WINNIPEG
Phone 98 211
Manager T. R. THORVALD8ÖN
STour patronage wlll be appreciated
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAOE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fr.ísh
and Frozen Flsh.
311 CHAMBERS STREET
Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
Hhagborg U
fuel co. n
Dial 21 331 NaFlí) 21 331
Dr. Charles R. Oke
Tonnlœknir
For Appointments Phone 94 908
Office Hours 9—8
404 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
283 PORTAGE AVE.
Winnipeg, Man.
SARGENT TAXI
PHONE 34 555
For Quick ReliablÉ Service
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG WPG.
Fasteignasalar. Leigja hús. Ct-
vega peningalAn og eldsábyrgC.
bifreiCaábyrgð, o. s. frv.
PHONE 97 638
Thule Ship Agency Inc.
11 Broadway, New York, N.Y.
umöoðsmenn fyrir
h.f. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS
(The Icelandic Steaniship Co. Ltd.)
FLUGFÉLAG tSLANDS
(The Icelandic Airways Ltd.)
Vöru- og farþegaflutningur frá
New York og Halifax til .íslands.
H. J. STEFANSSON
IAfe, Accident anð Health
Insurance
Representing
THE GREAT-WEST LIFE
ASSURANCE COMPANY
Winnipeg, Man.
Phone 96)144
DRp A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Talslmi 95 826 Heimilis 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
Sérfrœðingur i augna, eyma, nef
og kverka sjúkdómum.
215 Medical Arts Bldg.
Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h.
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingur i augna, eyrna,
nef og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrif8tofusImi 93 851 |
Heimasími 403 794
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK
íslenzkur lyfsali
Fólk getur pantað meðul og
t annað með pðsti.
Fljðt afgreiðsla.
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur líkkistur ffg annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talslmi 27 324
Heimilis talsími 26 444
Geo. R. Waldren, M. D.
Physician and Surgeon
Cavalier, N. D.
Office Phone 95. House 108.
PCINCE//
MESSENGER SERVICE
Við flytjum kistur og töskur,
, húsgögn úr smærri ibúðum,
og húsmuni af öllu tæi.
58 ALBERT ST. — WINNIPEG
Slmi 25 888
C. A. Johnson, Mgr.
TELEPHONE 94 358
H. J. PALMASON
and Company
Chartered Accountants
1101 McARTHUR BUILDINQ
Winnipeg, Canada *
Phone 49 469
Radio Servtce Specialists
ELECTRONIC LABS
H. THORKELQON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST„ WINNIPEG
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 7 VINBORG APTS.
594 Agnes St.
Vriðtalstími 3—5 eftir hádegl
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Office hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Offiee 26 — Res. 230
Oífice Phone Res Phone
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
526 MEDICAL ARTS BLDG.
Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment