Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 1
60. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 13. NÓVEMBER, 1947 ' NOMER 45 ERINDI UM J. MAGNÚS BJARNASON Flutt á Frónsfundi í Winnipeg 3 I. marz I 947 af G. J. Oleson Þessi fáu og ófullkomnu orð sem ég flyt hér í kvöld verður ekki forseta Fróns, Frónsnefnd- inni né mér sjálfum til neins vegsauka. Eg hefi aldrei komist svo hátt, einu sinni að komast í tölu smærri spámannannna sem ræðumaður. Eg get ekki talið það að ég hafi nokkurn tíma flutt ræðu meðal íslendinga í Winnipeg, og áreiðanlega kem- ur það ekki fyrir aftur. Eg hefði átt að hafna þessu boði þar sem Tryggvi er forseti Fróns, og ýms ir mundu segja að ég væri að nota stöðu hans til að koma sjálf um mér á framfæri, ég gjörði það einu sinni áður er líkt stóð á. Mér var boðið að flytja er- indi á Frónsmóti fyrir nokkrum áfum síðan er Tryggvi var skrif ari Fróns e nþá hafnaði ég því. En í þetta sinn varð það nú úr að ég tók boðinu, ég er í raun og veru gefinn fyrir félagsstarf- semi, og ég er íslendingur, þó fæddur í þessu landi, og elski Canada öðrum löndum framar. En ég ólst upp í íslenzku andr- úmslofti, við íslenzkan hugsun- arhátt, og íslenzku marki er ég brendur. Þá kórónu mun ég til grafar bera, hvert svo sem sálin fer, ef hún er nokkur, og aðra kórónu mun ég ekki hljóta. En allir Islendingar eru ekki eins, þar kennir margra grasa. — Jón Sigurðsson, Bárður á Búrfelli og Víga hrappur, voru allir íslend- ingar. En þó ég sé Islendingur er ég stoltur af því að vera Canada- maður, og vegsauki að vera þegn í hinu Brezka heimsveldi, hvers ljós þrátt fyrir alt og alt hefir skinið skærar og lýst út um öll lönd jarðar, betur en ljós Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888-1948 K. J BACKMAN, M.D. PHONE 96 731 s 703-4 McARTHUR BLDG. WINNIPEG, MAN. Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888 - 1948 Thorgeirson Company PRINTERS 532 AGNES ST. PHONE 30 971 WINNIPEG Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 KOWALSON'S SELKIRK MANITOBA nokkurar annara þjóðar. Við höfum heyrt mikið um þjóð- rækni á síðastliðnum aldarfjórð ungi, og við höfum átt í fórum okkar mikið af þjóðrækni, og margar tegundir þjóðrækni, yf- irborðs þjóðrækni, þjóðræknis- gorgeir, hagsmuna-þjóðrækni, og svo mikið af sannri, heil- steyptri þjóðrækni. Þjóðrækni er ekki séreign Is- lendinga. Allar þjóðir frá upp- hafi vega hafa beitt því slagorði ósleitilega í baráttu lífsins, oft misbrúkað það og beitt því oft og einatt til hins verra. Konung- ar og valdhafar þjóðanna _ um órofa aldur hafa beitt þjóðrækn- inni til einstaklings hagsmuna og frama, og mörg stríð og styrjaldir hafa verið háð í nafni hennar og tuga þúsunda manns- lífa hefir verið fórnað á því alt- ari. Eg hygg að við Islendingar séum ekki hreinir og syndlaus- ir í þjóðræknis-baráttunni þó ekki höfum við mannslífum fórnað í þjóðræknis-baráttunni í hinni trúarlegu baráttu sem og í þjóðrækni höfum við all-mikið af yfirborðshugsun, sú skepna kemur víða fram í mannlegri starfsemi okkar á meðal, og þó hægt sé að segja það sama um aðra þjóðflokka, þá erum við að engu bættari. Margt gott hefir Þjóðræknis- félagið unnið, og deildin Frón, sem hefir staðið í broddi fylk- ingar, er orðin þjóðkunn fyrir Fróns-Mótið se mnú er orðið nokkurskonar allsherjarþing fyr ir Vestur-íslendinga. Sem eins og bjartur eldur lýsir út um allar byggðir íslendinga hér í skammdeginu á vetrum. Þá hef- ir Icelandic Canadian klubbur- inn borið merkið hátt og unnið sér orðstýr með tímaritinu og Iceland Thousand Years o. flr. En í kvöld langar mig til að minnast sérstaklega eins besta þjóðræknismannsins sem ég hefi haft kynni af, og sem þið öll kannist við. Hann er nú dá- inn. Það er skáldið og rithöfund urinn, mannvinurinn og prúð- mennið, Jóhann Magnús Bjarna son, sem alkunnur er — eða ætti að vera — öllum Islendingum, bæði austan hafs og vestan, þó hefi ég mætt íslendingum og það merkum mönnum, og er það síst til sæmdar, sem lítil eða engin deili hafa vitað af þessum manni, en spurt með forundrun “hverslags maður er það”. Eg þekti manninn lítið persónulega og alls ekki fyr en á síðari ár- um. Eg er ekki skáld eða lista- maður, og hefi ekki dregið mig í dilk með slíkum mönnum eða öðru stórmenni, til þess hefi ég þekt íslenzka hugsjón og eðli of vel. En Jóhann Magnús Bjarna- son langaði mig öðrum fremur að sjá og kynnast. Frá því ég man eftir, heyrði ég talað um hann. Heyrði ég föður minn og aðra tala um hann og Málfríði systir hans, með mikilli aðdáun á meðan við vorum í Nýja ís- landi, en það eru nú um 55 ár síðan við fórum þaðan. Eg man eftir snemma á tíð tveimur kvæðum hans “Grími frá Grund” og “Sögunarkarlinum”, lærðum við Guðrún systir mín þessi kvæði frá upphafi til enda og þótti matur í. Jóhann Magnús Á ÁSÖLDUNNI Kliðhenda Frumskóg eg á með ótal laufa krónum; Orkestur gamalt, fremra hinum nýju. Hingað eg kem að heyra symfoníu.. Hörgull er ekki á ljúfum lit á tónum. Nóg er af lúðrum, fjaðrapípum, flautum, Fiðlum frá dvergum upp í bassatröll. Boðlegt er þeirra spil, í himnahöll. Frumstæður hljómur fer með himinskautum. Andi minn vill í svona hljómi synda, Svífa með straumi, óravegu fara; Skógur í nánd á furðu fjarlæg hljóð. Á hann er leikið höndum himinvinda. Hvenær sem lygnir, verður tónafjara. Hvassviðrið gerir stórsöngs steypiflóð. Guttormur J. Guttormsson. Congratulations tó LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1 888 - 1 948 (rescent (reamery (o. Limited PHONE 37 101 542 Sherburn St. Winnipeg. Manitoba Bjarnason er Austfirðingur og ætti síst að vera lakari fyrir það, hann mun hafa komið vest- ur um 1875 og var nokkur fyrstu árin í íslenzka landnáminu í Nova Scotia og verður um ókomna tíð lifandi minnismerki þess landnáms. Hann kom hér vestur á frum- býlingsárum Winnipeg-Islend- inga, hann lagði fyrir sig kenslu starf og mun hafa verið til þess starfs kjörin fyrir Guðs náð. Eg hefi kynst á lífsleiðinni þó nokkrum af nemendum hans, og það er eins og það bregði ljóma um andlit þeirra, er hans er minst. Á æskuskeiði mun hann hafa byrjað á að yrkja og skrifa, sá eiginlegleiki var honum í blóð runnin. Fyrsta ritið sem hann gaf út, mun hafa verið “Sögur og kvæði”, fékk það ómildan dóm hjá Jóni Ólafssyni ritstjóra “Heimskringlu”, en mig minnir — ég fer hér algjörlega eftir minni — að í enda ritdómsins klykti hann út með því að segja, “að þarna gæti nú samt skeð að væri til ofurlítil lyrisk skáld- gáfa. Harðir og órýmilegir dóm- ar eldri íslendinga til hinna yngri, sem eru að hefja lífsbar- áttuna, mun ekki all-sjaldan hafa átt sinn þátt í því að efni- legir ungir Islendingar hafa horfið frá íslenzkri félagsstarf- semi, og þannig tapast Islending um. En Magnús Bjamason lét ekki á sig bíta þó móti blési. — Hann fann hitann í blóðinu, og kraftinn hjá sér, og hann hélt áfram að yrkja og skrifa og læra. Og það mundi sanni næst, að hefði hann tilheyrt — stór þjóð — þá hefði hann ekki ein- ungis orðið heimsfrægur maður fyrir skáldlistina, heldur og sitt andlega manngöfgi og prúð- mennsku. Hann hefir gefið út ljóðmæli og fjölmargar sögur: “Eiríkur Hanson”, “Brazilíu-far- arnir”, “Vornætur á ElgsheiO- um”, “Haustkvöld við hafið” og í Rauðarárdalnum” í Syrpu, auk þess fjölda af ritgjörðum og sögum á víð og dreif í blöðum og tímaritum samtíðarinnar, en hans mesta verk mun þó vera “dagbókin” hans sem hann hélt í nær 45 ár. Mig minnir hann segði mér að hann hefði byrjað hana 1902. Kennir þar óefað margra grasa og fagurra blóma. (Framh. á bls. 20) * Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1 888 - 1 948 Acccce Gaeage K. O. EINARSON, Proprietor ARBORG MANITOBA Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1 888 - 1 948 BURKE’S BAKERY EILEEN BURKE CAVALIER NORTH DAKOTA Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1 888 - 1 948 Edinburg Paying&ReceivingStation CITIZENS STATE BANK OF LANKIN LANKIN, NORTH DAKOTA N. ORDAHL, Manager

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.