Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 4
20 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 Erindi um J. Magnús Bjarnason (Framh. af bls. 17) Þar er ég viss um að er ekki ill- gresi því hann ræktaði sinn ak- ur vel. Er merkilegt sýnishorn úr dagbókinni í Tímariti Þjóð- ræknisfélagsins í fyrra. Eg kynntist skáldinu persónu lega fyrst haustið 1938. Skrapp ég að gamni mínu vestur í ís- lenzku byggðirnar í Saskatche- wan og minnsta kosti með fram til þess að sjá þennan hugljúfa rithöfund sem svo mjög hafði heillað huga minn. Dvaldi ég þar part úr degi á heimili hans í Elfros og var það ein sólskins- ríkasta dagstund sem ég hefi lif- að. Hann og þau hjónin tóku mér með þeirri blíðu og glaij- værð sem orð fá ekki lýst, sem ég hefði verið ástkær, glataður bróðir, sem alt í einu hefði kom ið í leitirnar, og ég fann það að þetta viðmót var Skáldinu nátt- úrlegt og að hann mundi í fram komu og viðmóti vera jafn við alla, og máske ljúfari við þann sem minnna mátti sín á stríðs- velli lífsins, heldur en þeim stóru sem skara niður skýj- um himins, er það mannslund sérstakra andans mikilmenna. Það var holt og heilnæmt andrúmsloftið hjá Magnúsi, þar var maður komins upp í himin blámann, sem hafinn er yfir hið hversdagslega dægurþras og nagg. Stærilæti, þetta ótæti sem svo mikið er af í íslenzku eðli og lund, var ekki til. hjá Magnúsi, hann hrokaðist ekki af því þó heiður félli honum í skaut, eða af vitsmunum og list- inni. Nei, hann vissi að honum var gefið það af Guði, eða for- sjóninni, og hann lagði alla rækt við að ávaxta sitt pund, og hann gaf þjóðbræðrum sínum hér vestra — og öllum íslend- ingum — arð vinnu sinnar, hann skrifaði og dró myndir til eftir- breytni, heillandi, töfrandi, skær ar og hreinar, sem hin íslenzka bláa himinsins lind. Eg sagði að hann væri besti þjóðræknismaðurinn sem ég hefði kynst, ekki svo að skilja að hann tæki meiri virkann þátt í félagslegri þjóðræknisstarf- semi, sem margir aðrir, og ekki eins. Hann gekk ekki fyrir hvers manns dyr hérléndra manna segjandi að íslendingar væru meiri og betri menn en allir aðrir menn, hann vissi að menn mundu ekki trúa því. Hann þekti feyrumar í fari Islendinga eins vel og hann þekti kostina. En hann vildi í hugsun og anda hefja þá á hærra menningarstig, sifðágunar og manndóms, og hans æfistarf var hvatning í þá átt, okkar besta þjóðrækni og heilbrigðasta er að sýna í lífi okkar og starfi að við séum menn með mönnum með virðingu fyrir andlegri göfgi og heilsteyptri hugsun eins og hinar yfirlætislausu söguhetjur skáldsins, sem als- staðar koma fram til góðs, og með vitsmunUm, hugrekki og drengskap, krýna lífið fegurð. Rauði þráðurinn í sögum hans og skáldverkum öllum er hin yfirlætislausa fegurð, mál- verkið verður listrænt og lifandi, persónurnar hugljúfar og hrein- ar, manni hitnar um hjartaræt- urnar og maður verður að beygja sig í lotningu fyrir persónu skáldsins, hugsun hans og anda. Hvílíka undra andans orku ætti íslenzka þjóðin með því viti og snild, sem hún á í fórum sínum, ef hún ætti andlegt göfgi Jó- hanns Magnúsar Bjarnasonar. Eg ætla nú ekki þá dul að fara að gagnrýna skáldrit Magnúsar til þess hefi ég hvorki vit eða á- stæðu, en ég vil aðeins af handa- hófi bregða upp fyrir sjónum ykkar mynd af hugsun skálds- ins eins og hún kemur fram i hinni stuttu sögu “Svanfríður” í bókinni alkunnu “Haustkvöld við hafið”. Hann segir frá því að hann hafi ofðið hrifin af ritgjörð um í blöðum og tímaritum eftir honum óþektan höfund, Eric D. Norton, sérstaklega fyrir það, að þar er drepið á norrænar og ís- lenzkar bókmentir, og lofsam- legum orðum farið um hina ís- lenzku þjóð. Grunar hann að vel geti skeð að höfundur sé af ís- lenzku bergi brotinn. — Tíminn leið og hann varð engu vísari um þennan höfund. En svo kom það fyrir að hann sér í stórblaði í Vancouver að einhver Ethel Svanfríð Norton ætlar að flytja fyrirlestur í borginni um Can. — Bókmentir, hann fer og hlýddi á hana, kemst í bréfasamband við hana, og hún býður honum heim til sín, þar sem hún dvelur í borg inni. Þóttist hann nú ennþá viss- ari að hún væri af íslenzku bergi brotin. Er hann fer að tala við hana, spyr hann hana eftir því, hvort hún sé af íslenzku bergi brotin, en hún neitar því. “Þó bera rit þín mikinn vott um það, sagði hann, að þú veist miklum mun meira um þjóðsögurnar ís- lenzku en margur sem fæddur er og uppalinn á íslandi. Hvernig gastu fræðst svo vel um þau efni án þess að læra íslenzku. Eg skal segja þér sögu, sagði frú Norton eftir stutta þögn, og sagan er svona: “Það var einu sinni stórt námu þorp í brattri fjallshlíð í Kletta- fjöllunum. Vorið 1879 kom þar snjóflóð mikið um miðja nótt og sópaði burt Vöruhúsi og Verzl- unarbúð. Flestir vöknuðu við skruðninginn, klæddu sig í snatri og gengu út. Þíða var úti og all- hvass vindur, og tunglið óð í skýj um — menn tóku brátt eftir því að snjódyngja mikil slútti fram Congratulations to LÖGBERG o/z its sixtieth anniversary 1888-1948 Dunn's Meats & Groceries Duncan M. Dunn 861 PORTAGE AVE WINNIPEG, MAN. Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1 888 - 1 948 Sargent Electric Co. C. ANDERSON 609 SARGENT AVE. WINNIPEG Beztu árnaðar óskir TIL ÍSLENZKA VIKUBLAÐINS LÖGBERGS I TILEFNI AF SEXTUGASTA AFMÆLI ÞESS REPAIRING • WELDING MOBIL GAS and OILS BRIGGS STRATTON PARTS ENGINES and PARTS GILLETTE TIRES BATTERIES alltaj á reidum höndum. NrGAPD’S GACASE EDWIN NYGARD, Eigandi EDINBURG SÍMI 9 NORTH DAKOTA yfir klettastall ofar í fjallinu, og mátti búast við að hún hlypi fram þá og þegar, og sópaði burt bjálkakofa er stóð yst í þorpinu, á gilbarmi nálægt háum fossi. í kofanum sváfu þrír nýir málm- nemar, o ghöfðu þeir ekki vakn- að þegar aðal-snjóskriðan hljóp fram. Sáu þeir, sem úti voru — þeir voru margir — að mönnun- um í kofanum var bráður bani búinn ef þeir voru ekki vaktir undir eins. Yfirverkiftjórinn í námaþorpinu hét Ben Red, hann var stór og sterkur. Hann stóð yst í mannþrönginni, kallaði hásum rómi og sagði “hver vill gefa sig fram og hlaupa yfir í kofann þarna og vekja drengina, sem sofa þar, því annars farast þeir í snjóskriðunni, sem kemur þar fram innan lítillar stundar?” Það var þögn nokkur augnablik. ”Hver vill vera hugrökk hetja og fara og bjarga lífi þriggja góðra drengja?” sagði Ben Red enn hærra en áður. “Farðu sjálfur”, sagði einhver í hópnum. “Eg á konu og fimm börn”, sagði Ben Red og það sljákkaði í honum. “Eg á líka fimmi>örn”, sagði ein- hver í mannþyrpingunni. “Hver, sem hleyjur yfir í kofann og vek- ur mennina, skal fá það vel laun að”, sagði Ben Red. Enn liðu nokkur augnablik, svo að enginn gaf sig fram — alt í einu vatt maður sér út úr þrönginni, það var hár maður, grannvaxinn en hvatlegur á fæti, og hafði barða- mikinn hatt á höfði. Hann gekk snúðugt framhjá verkstjóranum, honum Ben Red, og steig stórum skrefum í áttina til kofans, en- hljóp þó ekki við fót. Menn stóðu á öndinni, því búast mátti við snjóskriðunni á hverju augna- bliki. ‘‘Hugrakkur maður, þetta”, sögðu menn einum rómi, en þeir sögðu það í hálfum hljóðum. — “Hver er hann, þessi?” sagði Ben Red. En enginn þar gat svarað spurningu hans. Enginn sem þarna var þekti þennan mann, og enginn þar hafði tekið eftir hon- um fyr en hann lagði á stað í átt- ina til kofans. Er stóð á gilbarm- inum. Alt af hvesti meir og meir, tunglið kom fram undan svörtu skýin, og það varð bjart um fáein augnablik, eins og um hádegisbil. Mönnum fanst eins og snjódyngjan sem hékk uppi í fjallinu fyrir ofan kofann, hreyfð ist ofurlítið, og*allir stóðu á önd- inni. Hinn ókunni, hugrakki mað ur gekk inn í kofann, og rétt á eftir komu þrír menn á nærklæð unum út um dyrnar og hlupu alt hvað fætur toguðu þangað sem mannfjöldinn stóð. Ókunni mað- urinn kom á eftir þeim, en fór nú hægar en áður. En ekki var hann fyrr kominn til mannanna en snjódyngjan hljóp fram af kletta stallinum. Hún fór með miklum skruðningi niður hlíðina, tók kof ann með sér, mölvaði hann í sund ur og kastaði brotunum ofan í gilið”. Allir stóðu undrandi eftir þenn Hugheilar árnaðar óskir TIL LÖGBERGS f TILEFNI AF SEXTÍU ÁRA AFMÆLI ÞESS. L. B. HARTZ STORE SAM SIMUND^SON, eigandi og forstjóri HENSEL NORTH DAKOTA v # w r r ★ Reynið útvarps-- aoglýsingar og þœr munu borga sig Ríkisútvarpið tekur flutnings tilkynningar og auglýsingar. Útvarpsauglýsingar ná til um eða yfir 100 þúsund hlustenda um land alt og eru hraðvirkastar allra auglýsinga, með því að þær berast með skjótleika rafmagnsins.— Otvarpsauglýsingar bera með sér áhrif hins lifandi tungutaks. Auglýsingaverð er ein króna fyrir orðið á •venjulegum auglýsingatímum og tvær krónur fyrir orðið, ef þær eru lesnar eftir kvöldfréttir. ★ \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.