Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 8

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 8
24 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 Erindi um J. Magnús Bjarnason (Framh. af bls. 21) arverk þar sem annarsstaðar. — Sennilega er þarna mynd móð- ir hans og annara kvenna úr frumbyggja-sögunni sem merki manndóms og visku báru hátt, og sem áttu andlegan auð og elda bjarta, sem nú- eru að kulna út og deyja, og sem áttu stærsta þáttinn í því að undirbúa böm annarar kynslóðar Islendjnga hér undir lífið og starfið. Sögur Magnúsar eru allar húgnæmar, flestar heiibrigðar og sannar. yfir þeim flestum hvílir drama tiskur æfintýrablær, heillandi og fagur. . Þá vil ég að lokum nefna eitt atriði enn í lífsstarfi þessa ágæta manns, en það eru bréfin hans. Eg get ekki sannað það, en ég er fyllilega sannfærður um það, að hér hefir hann unnið meira stórvirki en flestir Vestur-ís- lendingar. Hann var listaskrif- ari svo nautn var að sjá, og hann hélt listinni og fegurð hand- bragðsins fram til hinstu stund ar. Efni óg andi bréfanna var í samræmi við líf hans og starf hans á sviði skáldlistarinnar, menntandi og fræðandi, þrung- in af góðvild og ástúð til alls og allra. Að fá bréf frá honum var sem léki um vanga manns þýð- ur og mildur vorblær, sem hef- ir mann í hærra veldi, sælu og sólskins. Hann skrifaði ótrúlega löng bréf, og það á síðustu ár- um, og er það þó engin leyndar- dómur að síðustu árin mörg gekk hann ekki heill til skógar, og heilsa hans var lengi á veik- um þræði. Jóhann Magnús Bjarnason átti ekki peninga, lönd eða lausa aura, og mun hann aldrei hafa bundið hug- ann við það. Honum nægði það a lifa. En hann átti auð — and- legan auð sem mölur og ryð fær ekki grandað. Hann átti marg- falt meiri lífsgleði en fjöldi manna, sem ekki vita aura sinna tal. Hann átti ljós í sálinni sem varð æ bjartara er lengra leið á æfidaginn. Kvartaði aldrei og var allra manna þakklátastur. Og þegar sól æfi hans hné til viðar, þá var bjart í kring um hann, þess bera vitni bréfin hans síðustu. Eg veit að ljós og heil- agur friður hefir krýnt ásjónu hans, stundina síðustu. En þó Magnús væri andans öðlingur og prúðmenni, þá átti hann karlmannslund. Hann hefði getað beitt hnefanum ef nauðsyn hefði krafið. En hann beitti hon- um aldrei, hann átti annað vopn, beittara sem hann sigraði alla með, egg þess brýndi hann með því sým mest er og best í heimi. Hann var ímynd karlmensku, hugrekkis, drengskapar, fegurð- ar og manndóms. Eg hygg að heimilislíf hans hafi verið með afbrygðum farsælt ,annars hefði hann ekki getað verið farsæll. í bréfum sínum mintist hann jafnaðarlega konunnar sinnar, sem hafði verið honum' önnur hönd gegnum lífið með hlýleik og nærgætni. Hann var rannsóknarmaður rannsakaði hann margt með gaumgæfni, sérstaklega ísl. við- víkjandi. Mun margt fagurt og heillandi koma í dagsljósið þeg- ar dagbók hans kemur fyrir almenningssjónir. Lagði hann hart að sér við að fullkomna hana og búa hana undir prent- un, síðasta áfangann; hann vann meðan dagur entist. Hann vissi mjög vel að nóttin mundi þá og þegar skella á, og hann vildi ekki ganga frá hálfunnu verki. Mót sólsetri og eilífðarströnd- inni gekk hann með bros á vör. Hans allra síðasta verk var að safna heimildum um ætt sína fram í aldir, gekk hann að því með sömu vandvirkni sem ein- kendi alt hans starf. Jóhann Magnús Bjarnason var lífsins barn. Hann var lífs- stefnumaður, helstefnan átti þar ekkert skjól. Hann vildi að Isl., þjóðin hans, ætti fagrar hugsjónir og lífrænar, andans stefnur, sem gæfi henni nýtt líf, fullkomnara og betra, en á lið- inni tíð. Hann var laus við marga þá ókosti sem hefir fylgt Islendingum. Hann var ekki sjálfhælin, metorðagjarn, öfund sjúkur nk kærulaus, en þessir ágallar hafa hindrað " þroska okkar á menningar-brautinni, fram á þennan dag. Orðstýr Jóhanns Magnúsar Bjarnason- ar mun lifa, ljósin sem hann kveikti mun lýsa þjóðinni hans um órofa aldur, ef hún þekkir sinn vitjunartíma, og vill nota þau sem vörður um fjöll og fyrnindi mannlífsins. “Það er ekki lífsspursinál að ég vinni sigur, en það er lífsspursmál að ég sé trúr minni köllun”, sagði Abraham Lincoln, einn göfugasti og stærsti maður sem heimurinn hefir átt. Eg held að lífsstefna J. Magnúsar Bjarnasonar hafi verið svipuð, og hann hafi sýnt það í orði og í verki. Ef að við íslendingar negldum þessi orð á fána okkar, og lifðum trúlega eftir þeim, þá væri okkur borg- ið í samkepni við meðbræður okkar hvar í heimi sem væri. — Lífsskilyrði fyrir einstaklinga og þjóðir er að byggja hús sitt á bjargi, á tryggum hornsteini, þá mun það standa þegar steypi- regnið kemur og hinir andlegu stormar skella á því úr öllum áttum. Sannleikurin^i er það eina sem mun og getur gjört mennina frjálsa. Syndir manna eru ekki allar Guði að kenna, það verður ekki fiskileysið í sjónum í kring um ísland eða gróðurleysi undir- lendis og fjalladala landsins, sem þjóðinni stendur mest hætta af, það sem henni stendur mest hætta frá, ef nokkur er, eru hennar andlegu helstefnur sem svo mörgum þjóðum hefir orð- ið að falli. Ef íslenzka þjóðin á lotningu fyrir því góða, háleita og fagra, o ger sjálfri sér trú, þá á hún glæsilega framtíð, þá mundi hún stefna að því marki sem Jóhann Magnús Bjarnason vildi benda henni í anda og sann leika. Þökk fyrir áheyrnina og hamingjuóskir til Fróns, og þakklæti til Fróns-nefndarinnar fyrir tiltrúna. — Maðurinn yðar er of mikið íyrir sterkt kaffi, sagði læknir inn. — Þér megið ekki gefa hon- um það. Það æsir taugar hans. — Já, en þér ættuð bara að sjá hve taugaæstur hann verður, þegar ég gef honum veikt kaffi. Frúin — kemur að þjóni sín- um þar sem hann er að fá sér vínsopa: — Eg er undrandi á yð- ur, Róbert. Þjónninn: — Eg líka á yður. Eg hélt þér væruð úti. Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1 888 - 1 9 4 8 EyrccD General Merchant MANITOBA T. ASHERN Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1 888 - 1 948 R. SIGURDSSON Contractor Phone 29 670 894 Banning St. Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888 - 1948 Breckman Bros. LUNDAR MANITOBA HVORT ER ÁKJÓSANLEGRA? W. H. Carter forseti og fram kvcrmdarstjóri. Hvort myndu þér heldur kjósa, að vera í þjónustu gamaldags fyrirtækis, sem ef til vill íþýngdi yður ekki við vinnu, þar sem enginn von væri um betri atvinu vegna þess að það vill hafa alt með gamla laginu- eins og það var fyrir 20 til 30 árum. EÐA Starfa í þjónustu fyrirtækis, sem starfrækt er með nýtýzku hætti og vinnur að bættri afgreiðslu almennings, stór aukinni umsetningu og hækkuðu greiðslufé er tryggir starfsmönnum sínum lífvænlega og holla aðbúð. JÁ þetta er viðskiptaregla Winnipeg Electric félagsins, er ávalt horfir fram í tímann með hagsmuni almennings fyrir augunum. SANNANIR Winnipeg Electricfélagið hefir nú á prjónum viðbót við Seven Sisters raforku- verið, sem kostar $7,000,000 eða freklega það. FREKARI SANNANIR Winnipeg Electric félagið hefir keypt 91 spor og almennings vagna, er kostuðu $1,717,984.23 síðan 1 Janúar 1946 til þess að veita borgurum í Winnipegborg hinni meiri, greiðari og ábyggilegri samgöngur, þessir nýju vagnar fjölga sætum um 3,647 fyrir farþega. Winnipeg Electric féfagið er sjálfbyrgt fyrirtæki, er greiðir háa skatta, og gerir alt sem í valdi þess stendur til þess að tryggja borgurunum í Winnipegborg hinni meiri, sem allra fullkomnastar samgöngur. Jpil í:' SEVEN SISTERS FALLS ORKUVERIÐ 8em. nú er verið aO stKkka svo mikiO aO þaO mun brdOlega telja 225,000 hestöfl, og veröur þá hiO stœrsta orkuver, sem veriO er aO byggja i 8léttufylkjunum. WINNIPEG ELECTRIC C0MPANY

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.