Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 6
22 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 Samband trúar, siðgæðis og listar (Framh. af bls. 19) réttri bara einkunn, sem vér mennirnir gefum hinu nytsama og góða. — Þegar vér dáumst að vexti hests eða hunds og köllum hann fagran, þá felur þetta lýs- ingarorð í sér viðurkenningu á því, að vöxturinn gefi til kynna, að viðkomandi sé einkar vel fall- inn til að inna af hendi það hlut- verk, sem honum er ætlað. Og þannig er um allar aðrar lífver- ur. Ef vér uppgötvum einhverja veilu í byggingarlagi dýrs eða jurtar, sem dregur úr hæfninni til að spjara sig í lífsbaráttunni eða til að vinna það gagn, sem þörfin krefur, þá köllum vér veil una jafnfrámt fegurðarlýti. — Og eins og háttað er sambandi hins fagra og nytsama, eins er um samband hins fagra og góða. Vér dáumst að tignarlegum fjöll um, fossandi ám og sólroða í skýjum og köllum þetta fagurt, eingöngu vegna þess, að það hef- Congratulations to LÖGBERG % on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Woodward’s Bakery CHAS. F. WOODWARD 613 SARGENT AVE. PHONE 24 894 I Congratutations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Dr. T. Greenberg 814 Sargenl Avenue WINNIPEG MANITOBA Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 JOE BALCAEN TELEPHÖNE 212 SELKIRK. MANITOBA ir hefjandi og bætandi áhrif á sálir vorar. Náttúran sjálf á í fórum sínum eftirtektarverð og augljós dæmi upp á það, að hinn mikli höfund ur lífsins ætli fegurðinni og list- inni að standa í þjónustu þróun- arinnar. Af slíkum dæmum vil ég aðeins nefna hér litskrúð blóm anna. Ef það væri gert af manna höndum, myndi það vera kallað hin fegursta list. Þér vitið, hvað höfundur lífsins ætlast fyrir með þessari list — vitið, hverju hin- um undurfögru litum blómanna er ætlað að koma til vegar. — Þeim er ætlað að lokka á vett- vang flugurnar, þernur æxlunar- innar. Hversu mjög myndi ekki lærðum náttúrufræðingi bregða í brún, ef hann uppgötvaði ein- hvern dag, að blóm einhverrar jurtar hefði skrýðzt litum, sem lokkuðu að sér skorkvikindi, sem grönduðu frjóum hennar. Hann mundi kalla slíkt næsta ónáttúrlegt fyrirbæri. Ber ekki fagurfræðingnum að hafa hlið- stæða afstöðu um nytsemi list- arinnar? Er ekki listamaður, sem veldur með verkum sínum andlegum kyrkingi í mannlífinu, álíka ónáttúrlegt fyrirbæri eins og blóm, sem tæki upp ilm eða lit, sem færi frjóum þess að voða?------- — Vandlega íhugun á eðli lisÞ vinna að því að fegra og bæta lífið. Krafa lífsins um þetta hlut verk hennar er svo rík, að listin er dæmd til að veslast upp, ef hún reynir að bregðast því. — Tímabil, sem eru mjög hugsjóna snauð o gslá slöku við ræktun bæði trúar og siðgæðis, fóstra sjaldan mikla listamenn. Það er ekki hægt að skapa virkifegt listaverk fyrir mann, sem ekki er á valdi spámannlegrar hrifn- ingar. Sé listamanninum svona nokkur veginn sama um hvern- ig allt veltur, ná verk hans ekki tökum, hversu mikilli formleikni sem hann á yfir að ráða. Þau verða eins og hljómandi málm- ur og hvellandi bjalla. Og þó að listamennirnir reyni að fela tóm leikann með því að breyta í sí- fellu um form — láta hvern is- mann reka annan — kemur það ekki heldur að haldi. — Formið er þegar allt kemur til alls ekki annað en form — umbúðir — sem verða næsta þýðingarlitlar, ef innihaldið — andann vantar. Á tímabilum andlegrar hnign unar og hugsjónadeyfðar er venjulega reynt að gera sem mest úr forminu á öllum svið- um. Svo langt er stundum geng- ið, að listamenn telja sér það til fremdar, að hafa valið sér hvers- dagsleg og lítilmótleg viðfangs- efni, ef bara meðferðin hefir tek- izt glæsilega frá formsins hlið. — Slík verk hafa raunverulega lítið gildi fyrir listina, og þó enn- þá minna fyrir lífið. — Það er því miður til nóg af endlegri smæð og hversdagsleik í mann- heiminum. Þjóðfélögin ættu eigi að þurfa að kosta menn sérstak- Mér er ánægja í að vera í tölu þeirra er tækifæri eiga á að óska Lögbergi til heilla og hamingju á sextíu ára afmæli þess og árna því gæfu og gengis í framtíðinni. Akuryrkju Verkfæra Sali. Umboðsmaður f y r i r hin ágælu John Deere akuryrkju verkfærL Sel og hið víþekta Norlh Star Bensín og Oliu. A. ANDERSON PHONE 11 BALDUR, MANITOBA lega til að sýna sér hann. Mann- lífið græðir lítið á því, þó að skáldin taki hverja pólýfótó myndina af annari af hversdags lífi lítilfjörlega manna. Hlutverk listarinnar er annað og meira en hlutverk ljósmyndavélarinnar. Listin á ekki að hjálpa til að gera mennina samdauna smæð og hversdagsleik, heldur á hún að vera þeim sem skínandi viti, sem hjálpar þeim upp úr smæð og hversdagsleik og beinir för þeirra í áttina til fegra og betra lífs. — Það er þess vegna, sem Grikkir hinir fornu létu skáld- fákinn Pegasus vera með vængi, að þeir ætluðu honum að ferðast ofar hversdagslífinu. En til þess að geta leyst af hönd um þetta hlutverk listarinnar, þurfa skáldin að vera þess megn- ug að draga upp í verkum sínum myndir af fleiru en tómum and- legum smælingjum. Þau verða að geta skapað menn, sem geisla frá sér andlegum krafti og birtu, menn, sem kunna að elska og kunna að fórna — menn, sem megna að hrífa njótendur lista- verksins og verða þeim að ást- fólgnum fyrirmyndum. — Þetta geta skáldin ekki, ef þau skortir sjálf tilfinningu trúar og kær- leika, sannleika og réttlætis. Eng inn maður megnar að skapa neitt sem er æðra því, sem býr í hon- um sjálfum. — Eg gat um það í upphafi þessa máls, að tímabil mikillar hugsjónardeyfðar og almenns siðferðilegs slappleika gerðu list- inni erfitt um vik með viðfangs- efni sín. Sem betur fer hefir sag an sýnt, að slík tímabil standa sjaldan mjög lengi yfir. í hvert sinn sem mannkynið hefir í mjög stórum stíl — svo sem nú hefir verið um hríð — reynt að lítils- virða og traðka á andlegum meg- inmálum, hefir það bráðlega kall að yfir sig þjáningar, sem hafa knúð mennina til afturhvarfs til hærri stefnumiða og göfugra líf- ernis. — Slíkar þjáningar hafa nú dunið á mannkynið um hríð og vonandi er afturhvarfið ekki langt undan. — Nú er hið mikla tækifæri skáldanna 1>il að varða hina nýju leið. Nú er tækifæri til að endurvekja með hinni synd þjáðu kynslóð drauminn um Guð og kærleikann og dyggðina — drauminn, sem mannkynið getur ekki verið án. — Ef það tekst, mun friður og farsæld aft- ur byrja að brosa við mönnum. — Og þá munu líka hinir stýfðu vængir Pegasusar skjótlega taka til að vaxa á ný. Þá munu ef til vill verða til tónverk á móts við Matteusarpassíuna og níundu hljómkviðuna og þá munu ef til verða til ný ljóð, sem jafnast á við Ijóðin um Gretu við rokkinn. — Og þá mun ungur menntamað ur sennilega ekki hneykslast á því, þó að falsað nafn á víxli geti orðið þungamiðjan í atburðaröð í leikriti. Pétur Magnússon. Kirkjuritið, maí, 1947. Congratulations tö LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 THE PRATT KARDWARE HOUSEHOLD AND GENERAL HARDWARE PORTAGE AT ARLINGTON PHONE 37 783 Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1 888 - 1 948 * é Rumford Limited Cor. Home and Wellington WINNIPEG MANITOBA Hamingju óskir til Lögbergs í tilefni af Sextíu ára afmæli þess frá Chei Mariinson sem selur allar legundir aí besiu mai- vörur sem fáanlegar eru í Norih Dakoia. RED DWL AGENCY FOOD STORE CAVALIER NORTH DAKOTA Út breiddasta blaðið í Pembina County, The Cavalier Cronicle sendir kveðju sína og hamingju óskir til Lögbergs á Sextugasta afmælis ári þess, og árna því allra heilla. The Cavalier Chronicle CAVALIER NORTH DAKOTA A. E. WINLAW, Ráðsmaður. . •

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.