Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 23 LEOPOLD AUER - 1885 - 1930 Vió rússnesku keisarahirðina hélst sú venja lengur en við hirð ir annarra þjóðhöfðingja Norð- urálfu, að hafa á mála hjá sér merka tónsnillinga t. d. fræga fiðluleikara, hvern af öðrum, sem sumir settust að til langs- dvalar í Pétursborg. Hinn síðasti þessara fiðlusnillinga, var Leo- pold Auer, sem upphaflega réð- ist sem prófessor og aðalkennari í fiðluleik að keisaralega tónist- arskólanum í Pétursborg — 1868 — en á undan honum hafði gegnt því starfi hinn ágæti pólski fiðlu leikari Wieniawski, f. 1835, d. 1880, sem getið var um hér í síðasta þætti. Jafnframt því að taka við þessu embætti fylgdi það, að vera “keisaralegur hirð- fiðluleikari, en því fylgdi sú kvöð aðallega að leika einleik á fiðlu, og þá einhver glæsileg verk, eitt eða fleiri, í sambandi við hinar hefðbundnu “ballett”- sýningar í keisaral. óperuleik- húsinu. Þessu starfi hafði Wieniawski að sjálfsögðu einnig gegnt en á undan honum belg- iski fiðluvirtuósinn og tónskáld ið Vieuxptemps, f. 1820, d. 1888. Keisararnir höfðu þannig haft hjá sér þrjá snillingana, sem einna fremstir voru taldir fiðlu leikara á þessu tímabili. Var Auer í Pétursborg þangað til af- staðin var byltingin í Rússlandi 1917, í maímánuði. Leopold Auer var ungverskur að ætt og uppruna og fæddur hinn 7. júní 1845 í Vesprém í Ung verjalandi. Ekki þótti það neitt tiltökumál þar um slóðir, frekar en annarsstaðar í Ungverjalandi þó að þessi snáði vildi snemma fara að fást við fiðluna. Og auð- vitað var honum fengið fiðlu- kríli, eins og öðrum strákum, og hann var látinn “valsa” með hana jafnt úti sem inni. En ein- hver tók eftir því, þegar frá leið að einhver annar hljómur var í því sem Leopold lék, en hinir drengirnir, meira var í það spunnið, og að hann lagði sig fremur eftir því, þegar hann var farinn að ráða við hljóðfæri, að bjástra við langar syrpur, sem hann heyrði til hinna fullorðnari fiðlara, en stuttu stefin og dans- bútana, sem aðrir leikbræður hans létu sér nægja. Og brátt varð hann þeim öllum langsam- lega fremri. Var hann þá sendur til Buda-Pest, höfuðborgarinn- ar, til hins besta kennara, *sem þar var völ á þá, Ridley Kohne, barn að aldri, en síðan til Vínar- borgar, og þar fékk hann upp- töku í tónlistarskólann 12 ára gamall. Loka-“fágunina” fékk hann loks hjá Joachim — en hans hefir’oft verið getið í þess- um þáttum — og var hjá hon- um um nokkurt skeið í Hanover. Var hann talinn fullþroska tón- listarmaður innan við tvítugsald ur, og fjölmenntaður, enda var hann ráðinn hljómsveitarstjóri í Drusseldorf 1863 — þá 18 ára að aldri — og þaðan réðist hann til Hamborgar 1866, einnig sem hljómsveitarstjóri. Til marks um það, hvert álit menn höfðu á honum sem tónsnillingi, bæði fyrir menntunarsakir, fjölhæfa listagáfu og tækni er það, að þegar farið er að svipast um eftir hæfum manni til þess að taka við prófessorsembætti því, sem Wieniawski hafði gegnt, til ársins 1868, við keisaralega tón- listarskólann í Pétursborg, verð ur L. Auer fyrir valinu, þá að- eins 23 ára gamall, og gegndi hann þessu embætti í 49 ár sam- fleytt. Á þessu tímabili stjórnaði hann þrásinnis hljómleikum symfoni-félagsins í Pétursborg, og var sóló-fiðlari þriggja keis- aranna rússnesku, þeirra Alex- anders II. og Alexanders III. og loks hins síðasta keisara Rússa- veldis, Nikulásar II., en hann aðlaði L. Auer árið 1894. Heið- urslaun voru honum greidd fyr- ir þessa sérstöku þjánustu sína við hirðina, sem mun hafa svar- að til um 8000 króna á þeim árum. En fyrir þessa hljómleika sem hann hélt við keisarahirð- ina, urðu ýms hinna merkari tónskálda, rússnesk og annarra þjóða, að semja tónsmíðar, sem t \ Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1 888 - 1 948 Independent Fish Company 941 SHERBROOK ST. WINNIPEG. MAN. Hamingjuóskir til Lögbergs ' á sextíu ára afmœli þess ’ \ Við þekkjum Lögberg, og Islendinga í Argyle byggð, því við erum nálega jafn gamlir þeim á- þessum stöðvum. Við þekktum erviðleika ^ frumbýlingsára Argyle byggðar, eins og þeir, við liðum þar súrt og sætt eins og þeir, og við uxum og þroskuðmst þar, eins og þeir og því er os^ s einkar ljúft að minnast þessa sextíu ára afmælis Lögbergs sem sirin þátt hefir átt í fram þróun og þroska Argyle byggðar. Cleghorn's Drug Slore SIMI 91 BALDUR. MANITOBA honum voru sérstaklega tileink- aðar. Þannig er t. d. um fiðlu- konsert Tchaikovskys op. 25. Hann hélt sig mjög að klassisk um formum og hafði t. d. á efnisskrá sinni alla hina merk- ustu klassisku fiðlukonserta, og þótti túlka þá með ágætum. Og auðvitað lét hann til sín heyra í stórborgum álfunnar, og hlaut jafnan hinar virðulegustu við- tökur hvar sem hann kom. Um nokkurt skeið hélt hann hljóm- leika í Lundúnum eða lék þar á merkum hljómleikum árlega, og þótti góður gestur, og þar hafði hann fast aðsetur nokkur sumur — 1906—1911, og tók til kennslu efnilega fiðlara, en síðan tók hann upp sömu háttu í Dresden sumurin 1912—T4. En Auer var um langt skeið rómað- ur kennari og mjög eftirsóttur. Leituðu margir til hans til Pét- ursborgar frá öðrum löndum og heimsálfum, en hann tók þá eina að sér, sem hann taldi af- burða efnilega, og á því sviði hefir hann eflaust unnið tónlist- inni mest gagn, að hann hefir búið úr garði með svo miklum ágætum ýmsa þá fiðlusnillinga sem heiminn hafa mest glatt á okkar dögum og vinsælir hafa orðið og má þar nefna m. a. Mischa Elman, Jascha Heifetz, Efrem Zimbalist, Toscha Seidel, Kathleen Parlow og Isolde Menges. Öll voru þau hjá hon- um árum saman og á unga aldri, og hann sleppti ekki af þeim hendinni fyrr en þau voru orðin algildir listamenn í fremstu röð. Og enn gleðja sum þeirra veröld vora með sinni göfugu og glæsi- legu list, en hverjir eru að hugsa um Leopold Auer, þegar þeir sitja agndofa af aðdáun og hlýða t. d. á Heifetz. Þegar Auer flýði Pétursborg 1917, hélt hann fyrst hljómleika víðsvegar um Norðurlönd, eri fór síðan vestur um haf í febrú- ar 1918 og settist að í New York og fékkst þar aðallega við kennslu. Þangað hafði hróður hans borist löngu á undan hon- um sjálfum, með hinum glæsi- legu nemendum hans, svo að til hans leituðu fleiri en nokkur tök voru á fyrir hann að anna. Sagt er að Auer hafi talsvert af því gert, að leika fyrir nem- endur sína í kennslustundum, tónsmíðar þær, sem þeir voru að fást við í hvert sinn. Þetta hafði Joakim og gert. En Auer hafði aldrei gert sér far um að halda fram einstrengningslega sínum skilningi á hverju verki, ef hon- um þótti gæta sérstaks þersónu- leika og sjálfstæðs, listræns skilnings hjá nemenda. Af þessu er það auðskilið, hve ólíkur er stíll hinna einstöku nem. hans, sem kunnir hafa orðið um gjör- vallan hinn menntaða heim. . Hann samdi allmargt tón- smíða, og umritaði aðrar fyrir fiðluna. Eru tónsmíðarnar að vísu ekki ýkja mikilfenglegar, en einkar ljúfar og lifandi. Auer lést 7. júlí 1930. Fálkinn Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888 - 1948 The Corner Store Inga Anderson CAVALIER NORTH DAKOTA Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 The Dahl Company Tld. 325 LOGAN AVE. WINNIPEG. MAN. ! Hamingjóskir til Lögbergs . . . Á SEXTUGASTA AFMÆLI ÞESS V. F. Hannesson, Mountain, North Dakota, forstöðumanni Vick’s Serv- ice Stati'on sem selur Texaco Gas, olíu og aðra Texaco Vörur sem bifreiðum tilheyra. Lítið inn hjá Hannesson landar þegar þið þurfið á slíkum vörum að halda. VICK’S SERVICE 5TATI0N MOUNTAIN NORTH DAKOTA Hamingju óskir til Lögbergs í TILEFNI AF SEXTÍU ÁRA AFMÆLI ÞESS Frá H. A. Morrison, Cavalier, North Dakota, sem selur J. I. Case akruryrkju vélar af öllu tægi ZENITH RADIOS NORGE ELECTRICAL APPLIANCES CLARION RADIOS APEX WASHERS 'WILSON HOME FREEZERS THE CAVALIERIMPLEMENT CO. CAVALIER NORTH DAKOTA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.