Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 2
18 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 Samband trúar, siðgæðis og listar í vetur sem leið var ég þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá sjónleik inn “Brúðuheimilið” eftir Ibsen leikinn í Reykjavík Mér hefir jafnan þótt mikið koma til þessa leikrit^ hins norska skáldjöfurs, og þetta kvöld jók það talsvert á ánægju mína, að aðalhlutverk- ið var leikið ágætavel. Svo sem sæmir góðum leikhúsgesti, not- aði ég að leikslokum óspart lóf- ana til að láta í ljós hrifningu mína, og til þess að gjalda leik- endum maklegar þakkir fyrir góða frammistöðu. — Eg mun ekki hafa verið búinn að skella lófunum saman nema svo sem 20—30 sinnum, þegar sjötta skiln ingsvit mitt tók að gefa mér til kynna, að þetta athæfi mitt væri tekið að baka mér nokkra gagn- rýni einhvers í námunda við mig. Eg leit ósjálfrátt til hliðar og varð þá var við tvö augu, sem horfðu á mig með svip, sem lýsti í senn undrun, samúð og fyrir- litningu. Augun tilheyrðu ung- um menntamanni, sem sat við hlið mína, sýnilega ósnortinn af því, sem fram hafði farið á leik- sviðinu. — Eg lét mér ekki fat- ast, þó að þetta kæmi fyrir, held- ur hélt áfram með lófatakið, eins og ekkert hefði í skorizt. — Þegar ég var loksiná' hættur að klappa, gat sessunautur minn ekki lengur orða bundist. Hann ávarpaði mig og spurði,, hvort mér þætti svona mikið koma til þéssa leiks. — Eg sagði svo vera. Hann kvaðst fús til að játa að vel hefði verið farið með hlutverk- in, en leikurinn hefði samt ekki getað náð neinum tökum á sér, vegna þess h've verkið væri mis- heppnað frá höfundarins hendi. Það væri blátt áfram hlægilegt að sjá allan þennan spenning og( gauragang í leiknum rísa út af því, að einkadóttir hefði tekið nafn vellauðugs föður trausta- taki á smávíxil, til að bjarga lífi eiginmanns síns. Ef einhver ann ar en Ibsen hefði samið þennan leik, bætti hann við, er vafasamt hvort nokkur leikstjóri myndi hafa fengizt til að fara með hann á svið. Þarna var hvorki staður né stund ti lað taka upp rökræður um málið. Eg varð að láta mér nægja að benda hinum unga manni á, að vanmat hans á leik- ritinu stafaði sennilega af því, að honum væri ekki kunnugt um, að á dögum Ibsen hefði ver- ið tekið mjög hart á því að falsa Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 1948 Wflton Transfer E. M. Wilton, Manager CYPRESS RIVER MANITOBA Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Jimmy Hemenway Tailor and Cloihier B27 SARGENT AVE. PHONE 22 1G6 nafn, hvernig sem á hefði stað- ið. -------Á leiðinni heim tók ég að íhuga nánar afstöðu hins unga mnntámanns til skáld- verksins, sem sýnt var þetta kvöld. Sú íhugun leiddi til þess, að mér varð allt í einu ljóst, hversu illa skáld og listamenn vorra tíma standa orðið að vígi um val og úrlausn verkefna sinna. — Ungi maðurinn hafði að vissu leyti rétt fyrir sér. Ef leikritið “Brúðuheimilið” hefði verið samið af nútíma höfundi, myndi sá sennilega hafa fengið skömm eina í hattinn. Fyrst og fremst vegna þess að hann hefði þótt gera of mikið veður út af litlu tilefni. — Það er ekki hægt að gera menn æsta í leikhúsinu út af því, sem er hætt að róta við mönnum í daglega lífinu. — Tímabil, sem eru mjög gróm- tekin af almennum mórölskum slappleika gera listinni erfitt um vik. Yrkisefni skáldanna hafa löngum verið bundin við þær hömlur, sem hinn siðaði maður leggur á líferni sitt. Eftir því sem þessum hömlum fækkar, fækkar yrkisefnunum. Sjónleik- urinn “Fjalla Eyvindur” gat orð ið til vegna þess, að það sagðist á því að stela kindum. Sjónleik- urinn “ótelló” vegna þess, að á dögum Shakespears vildu menn búa einir að sínum eiginkonum. Sjónleikurinn “Lygamörður” vegna þess, að eitt sinn var það talið til mannlýta að ganga ljúg- andi og rægjandi um mannheim- inn. Skáldsagan “Kamilíufrúin” vegna þess, að í gamla daga var stúlka, sem hafði gengið mjög mörgum karlmönnum á hönd, ekki talin æskileg sem húsfreyja á góðu heimili. Og þannig mætti lengi telja. —> Flest af slíkum yrkisefnum eru nú sem óðast að fölna — sum þegar alveg búin að tapa lit sínum. — Það væri t. d. áreiðanlega enginn skussi, sem megnaði nú að gera ein- hvern Lygamörð eða Gróu á Leiti að virkilega dramatískri persónu í leikriti. Þó væri hitt sennilega ennþá betur af sér vik ið, ef einhverjum tækist á vor- um dögum að gera það að uppi- Stöðu í skáldverki, að eiginmað- ur hefði uppgötvað á fyrstu nótt hjónabandsins, að brúðurin væri ekki ósnortin mey. — Rit- höfundur, sem megnaði að koma nútíma lesendum í geðshræringu út af því, kynni áreiðanlega tök- in á Pegasusi. — — Ýmsir af áberandi rithöf- undum vorra tíma virðast gera sér sérstakt far um að draga í verkum dár að trú og siðgæði. Aðalsöguhetjur þeirra eru ósjald an menn, sem skortir þetta hvort tveggja, en eru þrátt fyrir það leiddir í gegnum atburði skáld- verksins á þann hátt, að ætla má að höfundurinn sé þar að stilla upp fyrirmyndum. Iðulega eru þessar fyrirmyndir látnar eiga í höggi við einhverja máls- svara trúarinnar eða gamalla og góðra siða, og þá venjulega þann ig, að hinir síðarnefndu eru látn- ir láta í minni pokann. — Senni- lega gera slíkir höfundar sér ekki ljósa grein fyrir því, hversu mjög sum list er háð trú og sið- gæði. Sennilega hafa þeir ekki áttað sig á því, að flest af mestu listaverkum heimsins myndu ekki hafa getað orðið til nema fyrir kraft þessara mannlegu eiginleika. Og þá líklega ekki heldur á hinu, að fólk, sem stend ur á mjög lágu trúar- og siðgæð- isstigi, er lítt hæft til að njóta slíkra verka. Matteusar-passían eftir Bach fær ékki náð til sálna, sem hafa allan hugann bundinn við jarðneska muni. Skáldverkið Faust ekki fundið hljómgrunn hjá þeim, sem aldrei hafa reynt að hugsa alvarlega um þýðingu og tilgang lífsins. Og fyrir fólk, sem hefir tamið sér að líta á ásta mál mannanna eingöngu í ljósi kynferðilegrar tækni, hljóta töfr ar kofasenunnar í “Pétri Gaut” óumflýjanlega að verða sem lok aður heimur. Hin f^andsamlega afstaða margra nutímahöfunda til trúar og siðgæðis er fordæmanleg frá tveim sjónarmiðum. — Maður, sem notar listagáfu sína til þess, að draga umhverfi sitt niður á lægra menningarstig, gerir sig fyrst og fremst sekan í svikum við lífið. Listin er fyrir lífið. — Hún á að vera jafn órjúfanlega bundin þjónustunni við það, eins og ilmur og litskrúð blóm- anna er bundið þjónustu við frjóvgunina. — En trúlaps og siðlaus listamaður gerir sig ekki síður sekan í svikum við sjálfa listina. Með því að þrýsta áhang endum sínum niður í trú og sið- gæði er hann jafnframt að draga úr hæfni þeirra til að njóta sannrar og göfugrar listar. Sú Huffheilar árnaðar óskir - d TIL ÍSLENZKA VIKUBLAÐSINS LÖCBERGS f TILEFNI AF SEXTfU ARA AFMÆLIS ÞESS EIGENDUR EVENSON VÉLA FÉLAGSINS SELJA HIN ÁGÆTU CROSLEY RAFÁHÖLD. SJER- FRÆÐINGAR í AÐ GJÖRA VIÐ MAGNETOS OG UMBOÐSMENN FYRIR ALLIS-CHAL- MERS, VERKFÆRI, VJELAR OG BÍLA. EVENSON MACHINE1 IIKORKS SIMI 19 - EDINBURG. N.D- • SELMER EVENSON og STANLEY STENERSON, Eigendur vanhæfni hlýtur svo aftur að hafa áhrif á verkefnaval lista- mannsins. Áhrifin verða gagn- kvæm, og á þá leið, að listin er njótendum hennar þoka hvort öðru hægt og hægt niður á við. List nútímans ber greinilega merki slíkrar öfugþróunar. Þjón ar hennar eru flestir smátt og smátt að fjarlægast hin gömlu og góðu yrkisefni. — Trúin á Guð trúin á dyggðina, trúin á ástina eru hætt að gefa skáldunum byr undir vængina. Tónverkið Messí- as gæti naumast orðið til á vor- um dögum, sorgarleikurinn Romeó og Júlía ekki heldur. — Ný trú virðist nú óðum vera að taka við af hinum forna átrún- aði, að minnsta kosti hjá mörg- um hinna nýrri höfunda — trú- in á auðvirðileik manneðlisins, og trúin á tilgangsleysi lífsins. Sú trú er nú í seinni tíð boðuð af ýmsum höfundum af slíkri kost- gæfni, að vel mætti ætla, að þeir teldu að án hennar væri trúar- leg og eilíf velferð mannfólksins í veði. Það hefir borið við, að ég hafi lagt fyrir einhvern slíkra hér- lendra höfunda þá spurningu, hvað hann ætlaðist fyrir með því, að láta skáldfák sinn sýknt og heilagt vera að sullast niðri í verstu forarvilpum mannlífsins — hvort hann gerir það í því skyni að siðbæta fólkið, eða hvort hann gerir það vegna listarinn- ar. — Svarið hefir venjulega verið á þá leið, að það sé bæði vegna listarinnar og fólksins. — Listin sé vanhelguð, ef hún sé ekki látin segja sannleikann; hún verði að sýna mannlífið eins og það er. Auk þess sé það fyrsta skilyrðið til þess að menn bæti ráð sitt, að þeim sé gefið rækilega til kynna, á hve lágu menningarstigi þeir standi. — Eg er sannfærður um, að sumir þessara manna hafa talað af fullri einlægni. En ég er jafn sannfærður um hitt, að aðferð þeirra er bæði röng og háskaleg. Viðkvæðið: “Allir eru þeir fallnir frá; allir spilltir orðnir” er ekki leiðin til þess að hefja mannlífið. List, sem helgar sig fyrst og fremst því hlutverki, að draga upp ó- geðslegar myndir af sora mann- Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Sinclair’s Tea Rooms SELKIRK MANITOBA 1 LANDSBAN Kl ÍSLANDS THE NATIONAL BANK OF ICELAND REYJAVÍK — ICELAND • i Stofnaður 1885. — Þjóðbanki íslands síðan 1927 REKUR AUK ÞESS HVERS KONAR BANKAVIÐSKIFTI Hefir einkarétt til seðlaútgáfu og annast önnur opinber bankastörf. ◄ Otibú á efitirtöldum stöðum: AKUREYRI ÍSAFIRÐI ESKIFIRÐI SELFOSSI ► Aðalviðskiftabankar í New York: THE NATIONAL CITY BANK OF NEW YORK FEDERAL RESERVE BANK OF NEW YORK MANUFACTURERS TRUST COMPANY Viðskiftabanki í Canada: BARCLAYS BANK (Canada), MONTREAL *

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.