Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 21 (Framh. af bls. 20) an atburð, loks spyr Ben Red þennan hugrakka mann um heim ilisfang og þjóðerni og segir hon um að án tafar verði honum launað þessi drengilega fram- koma.. — Þá svaraði hetjan ó- kunna og mælti á góða ensku, með útlendum hreim: “Herra verkstjóri, ég legg aldrei líf mitt í hættu í því skyni að ætlast til launa fyrir, og kaupa mé^ lof og þess vegna varðar engan um nafn mitt og heimilisfang. En þjóðerni mínu ber mér ekki að leyna, fyrst ég er um það spurð- ur”. — “Ertu Þjóðverji eða Rússi eða hvað”, spyr Ben Red. — “Eg er”, sagði hinn ókunni maður hægt og stillilega, “ég er íslend- ingur”. Hann gekk með hægð út úr mannþrönginni og ofanbrekk una. Og svo er þessi caga ekki lengri, en það var þessi ókunni íslendingur sem stuðlaði að því, óbeinlínis, með.hugprýði sinni og göfuglyndi, að ég fékk að vita ýmislegt um ísland og íslenzkar þjóðsagnir. — Kynntist þú þess- um íslendingi, frú Norton, spurði ég. “Nei, því miður sá ég hann aldrei”, svaraði frú Norton. “Og samt stuðlaði hann að því að þú kyntir þér íslenzkar bókment- ir?” “Já, hann stuðlaði að því ó- beinlínis”. “Og með hvaða hætti gat það orðið?” spurði ég. Eg verð að segja þér aðra sögu. Hún segir honum þá, að einn af hinum þremur mönnum, sem ís- lendingurinn bjargaði, hafi verið faðir hennar, og voru átthagar hans nálægt Toronto. Þar settist hann að og kvongaðist. Hún segir að hann hafi verið álitinn sérvit- ur, en trölltryggur og þakklátur fyrir alt sem honum var gott gjört. Mintist iðulega íslendings- ins með innilegum vinarhug og þakklæti, og það var um hann föður minn eins og Dufferin jarl, að orðið íslendingur gat aldrei vakið hjá honum neinar hugsanir um hjarn og kulda. “Nokkru áður en faðir minn kvæntist, settust fáeinir Islendingar að nálægt Barrie í Ontario. Þangað fór hann stuttu eftir að ég fæddist til þess að fá sér vinnukonu. Hann kom heim með íslenzka konu, smáa vexti og halta, og hafði hún ungbarn á handleggnum, hún hafði verið gift hérlendum manni, og hafði mist hann fáum mánuðum eftir að þau fóru að búa, og hún átti engan að. Hún er ekki sterk bygð og þar að auki hölt, sagði móðir mín, þegar hún sá íslenzku ekkj- una með ungbarnið. Það er dag- satt, sagði faðir minn, en íslenzki maðurinn sem bjargaði lífi mínu í kletta fjöllunum hafði styrkan fót og traust hjarta. Og hún hefir ungbarn á höncfunum, sagði móð ir mín. Það er líka satt, sagði fað ir minn, “en íslendingurinn, sem lagði líf sitt í hættu fyrir mig, mundi hafa alið upp öll þau munaðarlausu börn, sem til eru á jarðríki, ef hann hefði haft ástæð ur og tækifæri til þess, og faðir m i n n var nokkuð fastmæltur þegar hann sagði það. Foreldr- ar mínir eignuðust 8 börn, og ís- lenzka ekkjan halta og veiklu- lega, var þeim öllum eins og bezta móðir. Hún hét Svanfriður en vi ðsystkinin kölluðum hana Auntie, og við elskuðum hana af öllu hjarta* Hún var mér það sama og Cummie (Alison Cunn- ingham) varð skáldinu góða Robert Louis Stevenson, Auntie talaði ensku með mjög útlendum hreim, því hún var um þrítugt þegar hún kom til þessa lands, og hafði aldrei inn fyrir skóladyr komið. En enskan hennar hljóm- aði í eyrum okkar eins og unaðs- ríkur hljóðfærasláttur, því hún sagði okkur sögur — sögur sem voru fagrar, ljúfar og töfrandi, eins og þýðustu vögguljóð, sögur sem voru hreinar og hollar, og hressandi eins og tærasta berg- lind, sögur um göfugt og elsku- legt huldufólk í glæsilegum hamra borgum, og drengilega útilegumenn í grænum afdölum í bláum fjöllum. Sögur um góð ar stjúpur og fríðar kóngsdæt- ur og hreinhjartaðar hetjur. — Sögur um hið góða, fagra og sanna, sem ávalt vinnur að lok um sigur á öllu illu. — ísland varð í huga okkar barnanna að einskonar undra landi fegurðar og allsnægta, þar sem fólkið var goðum líkt — var öllum þjóðum framar að mannkostum, gáfum og líkams atgerfi, — konurnar eins og Pallas, Aþena og Freyja og karlmennirnir eins og Apolo og Baldur. Við börnin krupum við kné þessarar elskulegu konu og hlýddum á hana hugfangin kvöld eftir kvöld, árið í kring og drukkum í okkur alt það besta, sem til er í íslenzkum þjóðsögum að fornu o gnýju, og þó lærðum við ekki eina einustu setningu á íslenzka tungu. For- eldrar mínir hlustuðu oft á þess ar sögur, þó Auntie vissi það ekki. Og faðir minn sagði einu sinni við mig og móðir mína: “Það var ísl. karlmaður er forð- aði mér úr snjóskriðunni í kletta fjöllunum, en það er íslenzk kona sem er að bjarga börnun- um mínum undan bóklegu jökulhlaupi sem nú er að æða í algleymingi yfir hálfan vestur heim. Og ég held að faðir minn hafi skilið til hlítar merkingu þeirra orða se mhann notaði, — og nú veiztu, hvernig það at- vikaðist að ég kyntist íslenzkum sögum, og af hverju mér er svo tamt að minnast á þær í ritum mínum, sagði frú Norton við mig efti rlitla þögn. “og ég vona, að þú sért mér samdóma um það, að það sé alt því að þakka, að hugprúður íslendingur var stadd ur í námaþorpinu í klettafjöllun um vorið 1879. “Já”, sagði ég, “þú hefir án efa rétt að mæla. — En má ég Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 f Muirs Drug Store Ltd. JOHN CLUBB - H. W. MUIR Phone 31 644 Home and Ellice « Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888 - 1948 P. HALLSON 714 ELLICE AVE. WINNIPEG \ Hamingju óskir . . . — í tilefni af Sextíu ára afmæli þess. PYROFAX GAS FRIGIDAIRE APPLIANCES SUPER MIX PAINTS PHILCO RADIOS MAGIC CHEF GAS STOVES Harðvöru verslun vor er hin fullkemnasta. BERDAL and FEDJE PHONE 64 spyrja þig að einu enn, frú Norton?” “Spurðu hvers þú vilt”, sagði hún”. “Hefir þig ekki langað til að ferðast um nýlendur íslendinga hér í Ameríku?” sagði ég. ”Hef- ir þig aldrei langað til að sjá ís- land?” “Mig hefir oft sárlangað til að sjá ísland og kynnast íslending- um, því ég hefi enga aðra íslend inga séð en Auntie og þig, en ég hefi aldrei þorað að láta það eft- ir mér”. “Þorað?” át ég upp eftir henni. “Við hvað ertu þá hrædd, frú Norton?” “Eg er svo hrædd”, sagði hún, “ég er svo undur hrædd við það, að ef ég sé ísland og kynnist fleiri íslendingum — að ég fái þá aðra hugmynd um hvort- tveggja, að töfrakastalarnir mín- ir, glæsilegu hrynji til grunna, og að íslenzka þjóðin mín, hin goðum líka, hverfi með öllu, og að mig geti aldrei dreymt svo dýrðlega drauma aftur — eða skilur þú mig?” “Eg held það”, sagði ég, og ég fann að ég roðnaði í framan. ”Vel og gott”, sagði hún, og það var glampi í augum hennar, “og þá skulum við ekki minn- ast á það meira. Hér er sláandi mynd af hug- sjóna-auðlegð skáldsins og þjóð- rækni hans. Hann var mannvin- ur, bar velvildarhug til allra manna, hann var fyrst og fremst alheimsborgari, en hann var ís- lendingur að uppruna. Hann sagði við mig með áherzlu, að hann teldi sig vera Vestur-ls- lending — og honum þótti vænt um, þjóð sína eins, og faðirinn elskar börnin sín framar öðr- um, þá elskaði Magnús íslend- inga framar öðrum, af því þeir voru hans, og ekkert var honum meira gleðiefni heldur en það þegar Islendingar unnu sér frama, en hann var alls ekki svo hlutdrægur í hugsunum að telja íslendinga fremri öllum öðrum þjóðum. Hann fann til yfir öllu því sem miður fór í fari landa sinna, og roðnaði ef honum fanst að íslendingur yrði sér til mink- unar. Hann beitti pennanum ósleitilega og dró upp fagrar myndir í sögum sínum, mann- dóms og manndáða. Hann óbein línis eggjaði þá lögeggjan til hugrekkis, manndáða, fóm- færslu og óeigingjarnrar fram- kvæmda í orði og verki. Hún er ekki tilgangslaus sagan sem ég las kaflann úr um íslendinginn í námuþorpinu, og hún er ekki tilgangslaus sagan af veiklulegu konunni, höltu, sem var að bjarga æskunni frá öðru jökul- hlaupi, því miður hefir þetta bóklega jökulhlaup nú náð til íslands og er að vinna sín hermd (Framh. á bls. 24) Eg árna Lögbergi allra heilla á Sextíu ára afmæli þess, og þakka menningar verðmæti þau, er það hefir fært oss íslendingum á vegferð sinni hér í landi, og hvar annarstaðar sem það hefir til þeirra náð og óska því velgengni og vinsælda í framtíðinni. Minnist Islendingar í Argyle byggð að ég hefi á reiðum höndum allslags Akuryrkju Verkfæri ferða og flutnings bíla og aðra nauðsynja vöru, sem þið þurfið á að halda. HELGASON SIMI 42-4 Manitoba. Canada HELGI Cypress River ÖNNUMST ALLSKONAR TRYGGINGAR BÆÐIÁ SJÓ OG LANDI * ★ SJÓVÁTRYGGINGAR ★ LfFTRYGGINGAR "SJÓVA” * BRUNATRYGGINGAR * REKSTURSSTÖÐVUNAR- tryggt TRYGGINGAR er vel ★ BIFREIÐATRYGGINGAR tryggt SJÓVÁTRYGGINGAFÉLAG ISLANDS \ CAVALIER, NORTH DAKOTA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.