Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 2
34 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 Vestur-íslenzku vikublöÖin og þj óðræknisviðleitnin Eftir DR. RICUARD BECK Ágætlega sæmir það, og er í rauninni sjálfsögð viðurkenning, að í þessu 60 ára afmælisblaði Lögbergs sé nokkur grein gerð fyrir því, hversu mikilvægur þáttur íslenzk blöð og tímarit vestan hafs hafa verið í allri þjóðræknisviðleitni íslendinga hér í álfu; og þá sérstaklega viku blöðin Heimskringla og Lögberg, sem útbreiddust hafa orðið og langlífust blaðanna, bæði fyllt sjötta tuginn að aldursárum. — Verður hér þó aðeins stiklað á stóru, því að með svo mörgum hætti hafa þessi blöð komið við sögu þjóðræknismálanna, að • meginþræðina eina er unnt að rekja í stuttri blaðagrein. Svip- uðu máli gegnir einnig um vestur íslenzk tímarit, einkum hin elztu, sem enn koma út, Samein- inguna, Alamank Ó. S. Thorgeirs sonar og Tímarit Þjóðrœknisfé- lagsins, þó eigi verði það nánar rakið að sinni. En það er einnig annað en sextugs afmæli Lögbergs, þó nægilegt sé, sem veldur því, að á þessu ári er sérstök ástæða til þess að draga athygli manna að því grundvallaratriði, hver líf- 'taug vestur-íslenzku blöðin hafa verið í þjóðræknisstarfsemi vorri. Nú í haust á vestur-ís- lenzk blaðaútgáfa sjötíu ára af- mæli, og er þar vissulega um merkistímamót að ræða í menn- ingarsögu vorri hér vestra. Blaðið Framfari í Nýja-íslandi; fyrsta íslenzka blaðið í Vestur- heimi, hóf göngu sína 10. septem ber 1877. Er það glöggur vottur um áhuga landnemanna íslenzku á þeim slóðum á félags- og menn- ingarmálum, og einstætt í inn- flytjendasögunni vestan hafs, að þeir hófust handa um blaðaút- gáfu svo stuttu eftir að þeir komu í nýlenduna, og höfðu þó átt við hin andvígustu kjör að glíma. Og ekki er þess langt að leita, hvað um annað fram vakti fyrir þeim áhugasömu og fram- sýnu mönnum, er stóðu að út- gáfu þessa fyrsta- íslenzka blaðs vestan hafs. Það kemur greini- lega fram í annari málsgrein að- alritgerðarinnar í fyrsta tölu- blaði, sem er á þessa leið: “Strax og Islendingar fóru að flytja til heimsálfu þessarar að mun, fór að hreyfa sér meðal þeirra ótti fyrir því, að þeir mundu týna tungu sinni og þjóð- erni hér, nema þeir gerðu eitt- hvað sérstakt til að viðhalda því. Hefir þeim ætíð komið saman um að tvennt væri nauðsynlegt til að viðhalda þessu dýrmæta erfðafé sínu. Annað var að ís- lendingar mynduðu nýlendu út af fyrir sig, en hitt að hér í Amer íku væri gefið út tímarit á ís- lenzku. Þetta tvennt stendur nú í svo nánu sambandi hvað við annað, að varla var hugsandi að annað gæti án hins þrifist. Margt hefir verið rætt um að stofna ís- lenzkar nýlendur og jafnvel gerðar tilraunir til þess í ýmsum héruðum þessa lands, en ekkert verulegt orðið úr því þar til ný- lenda þessi var stofnuð. Þar á móti hafa engar tilraunir verið gerðar til að gefa út blað, en það mun þó hafa verið meðal annars augnamið íslendingafé- lagsins í Vesturheimi, er myndað ist á þjóðhátíð íslendinga 1874 í Milwaukee, að stuðla til þess”. Markið, sem stefnt er að með stofnun og útgáfu Framfara, er viðhald og varðveizla íslenzks þjóðernis, tungu og menningar- verðmæta, vestan hafs. Svipuð var stefnuskrá Leifs, annars elzta íslenzks blaðs í Vestur- heimi, er stofnaður var í Winni- peg 1883, þrem árum eftir að Framfari hætti að koma út; aðal- markmiðið með útgáfu þessa nýja blaðs var að v.ernda íslenzkt þjóðerni og tungu og hlynna að íslenzkum bókmenntum í Vestur heimi. Sama má segja um stofn- un Heimskringlu haustið 1886; þjóðernistilfinningin er þar sem fyrr einn af máttarviðunum að útgáfunni. Það kemur einnig ó- tvírætt í ljós, þegar athuguð er stefnuskrá Lögbergs, enda eru þræðirnir þaðan auðræktir til eldri blaðanna. Var því, sögulega talað, laukrétt til orða tekið í greininni “Islenzk blaðamenska” — Lögberg, 10. jan. 1901: “Það, sem sérstaklega vakti fyrir þeim, sem fyrst stofnuðu íslenzk blöð hér vestra, var það, meðal annars, að þap yrðu öflugt meðal til að viðhaída íslenzkri tungu og þjóðerni hér í landi”. Og þegar á allt er litið, verður eigi annað með sanni sagt, en að vestur-íslenzku vikublöðin, sem þessi grein er sérstaklega bund- in við, hafi yfirleitt rækt hlut- verk sitt varðandi viðhald ís- lénzkrar tungu og menningar í Vesturheimi með þeim hætti, að hinn mikilvægi og fjölþætti skerfur þeirra til þjóðræknismál- anna verður eigi auðmetinn. — Með því er eigi neitað, að stund- um hefði mátt betur að verki vera í þeim efnum. En þegar lit- ið er á heildarmyndina, af sjón- arhól sextíu ára, verður niður- staðan í megindráttum sú, er að ofan greinir. Athugum svo dálítið nánar gildi vestur-íslenzku vikublað- anna fyrir varðveizlu íslenzkrar þjóðernismeðvitundar, tungu og menningar í Vesturheimi. Þau hafa verið um 60 ára skeið og eru enn meginstólpi undir þeirri brú frændsemi, kynna og andlegra samskipta sem tengir Islendinga saman yf- ir breiða Atlantsála. Annars veg- ar hafa þessi blöð haldið Islend- ingum vestur hér í ætternisleg- um og menningarlegum tengsl- um við ættlandið, með flutningi frétta og annars lesmáls heiman um haf, eða með öðrum frásögn- um um íslenzku þjóðina, sögu hennar, líf og menningu. Hins vegar hafa blöðin haldið heima- þjóðinni íslenzku í sambandi við ættingja og ættsystkin hér vest- an hafsins, með fréttafróðleik sínum um lífsbaráttu þeirra, hagi og menningarviðleitni. Á þennan hátt hafa blöðin stuðlað að brúargerðinni yfir hafið frá báðum endum, og styrkt ættar- og menningarböndin í sama mæli. Ein hlið þeirrar mikilvægu þjóðræknisstarfsemi blaðanna, er veit að heimaþjóðinni, má segja, að Örn skáld Arnarson hafi haft í huga, er hann orti þessar ljóðlínur: “Það gaf okkar metnaði flug að fylgjast með landnemans framsókn og frétta um Væringjans dug”. Og þó að sumum virðist stund um sjást yfir þann sannleika, þá er það og verður grundvallarat- riði í allri þjóðræknisviðleitni vor íslendinga hérlendis, að standa í sem fjölþættustu og var- anlegustu ætternis- og menning- arsambandi við ættland vort og ættþjóð. Greinin visnar skjótt, sé hún höggvin af móðurmeiðn- um, eða það tréð, sem rifið er upp með rótum úr jarðvegi sín- um. Þess vegna hafa vestur-ís- lenzku vikublöðin unnið mikið verk og þarft í þágu þjóðræknis- málanna með því, hversu öflug- lega þau hafa brúað djúpið, sem skilur heimaþjóðina og Islend- inga í Vesturheimi. Þá er eigi síður mikilvæg fyr- ir þjóðernisviðleitni vora sú hliðin á starfssemi vestur-ís- lenzku vikublaðanna, sem snýr að oss sjálfum, Islendingum hér í landi. Þau hafa verið og eru tengitaugin vor í milli í dreif- býlinu í þessari víðlendu álfu, með vikulegum fréttaflut'ningi sínum víðsvegar að úr byggðum og borgum, þar sem vér eigum dvöl. Myndum vér harla lítið vita hverjir um aðra, ef blaðanna nyti eigi við. Þá hafa þau verið sá vettvangur, þar sem reifð hafa verið og rædd þau mál, sem Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1 888 - 1948 /IdA&Ut Swpspliý H. SCHWARTZ, Proprietor ASHERN MANITOBA Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Standard Broom Mfg. Co. Ltd. 744 WALL STREET WINNIPEG Beztu árnaðar óskir til íslendinga í sambandi við afmæli blaðs þeirra Lögbergs sem í ár hefir haldið u p p i menningar merki þeirra í full sextíu ár. Viðkynning vor við þá hefir verið hin ágætasta og við- skifti öll ábyggileg og ljúf. Vér vonum að við í fram- tiðinni f áum að n j ó t a þeirrar sömu ábyggilegu viðskifta og velvildar. The ^exall Store GEO. J. SALABA SÍMI 29 CAVALIER NORTH DAKOTA Hamilton Molors Vér árnum Lögbergi heilla og farsællrar framtiðar á Sextiu ára afmæli þess, og minnum Argyle búa og alla íslendinga sem leið eiga um, eða til Glenboro, á að við seljum: / Mercury og Lincoln C. C. Wakefield Bifreiðar. Olíur Akuryrkju verkfæri Cockshutt félagsins víðkunna. Bensín og Smurnings olíu. Lítið inn til okkar þegar þið þurfið á ofangreindum vörum að halda. SÍMI 86 Hamilton Motors Harry Hamilton Glenboro, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.